Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.09.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLJt WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 Alma Crosmont Þýtt heiÍT G. E. Eyford í staðin fyrir grettið gamalmenni, sem hann hafði búist við að sjá eftir þeirri lýsingu sem bæði lafði Kildonan og Heynes gamli höfðu gefð honum, sá hann nú háan herðabreið- an mann, með fallegan hörundslit í andlitinu, og með þunt ljóst hár, reglulegt skoskt andlits- lag, lítil ljós augu, stutt nef, stóra efrivör og há kinnbein, í fám orðum sagt, andlitið virtist bera vott um gáfur og góðmennsku, og læknirin fór að hugsa með sér, að annaðhvort væri þessi maður af náttúrunni gerður hinn mesti hræsn- ari, eða hann væri reglulega góður maður. Hvað vingjarnlega og glaðlega hann tók í hendina á lækninum, svo tók hann af sér bláu gleraugun til, eins og hann sagði “að geta séð í eittskifti fyrir öll þennan nýja vin”, Þetta ásamt samtali við lávarðinn meðan á máltíðinni stóð, sem nú var tilreidd, sannfærði læknirinn um, að hve mikið dálæti sem lávarðurinn kynni að hafa á tjókum sínum, þá samt sem áður fylgdist hann af áhuga með svo mörgum öðrum málum, en sér- staklega ollu því sem að nokkru leyti áhrærði konuna hans. Þegar hann talaði til hennar færði hann gleraugun niður á nefið og horfði yfir þau, eins og hann, með því vildi gefa til kynna, að hann meti hana svo mikils, að hann áliti ekki fegurð hennar samboðið að horfa á hana í gegn- um lítuð gleraugu; og er hún talaði þá þagnaði hann, þó hann væri byrjaður að segja eitthvað, og hlustaði með ánægju á það sem hún sagði, og leit ánægjulega til hennar. Það var eðlilegt að þessi unga og fríða kona, eins mikil umsvif og hún hafði sem húsmóðir við að veita gestum sínum, veitti þessu ekki mikla eftirtekt. En Dr. Armathwaite, sem hafði þegar fengið sterkan áhuga fyrir að kynnast hvernig högum væri háttað í þessu húsi og sögu þess; hann hélt að umsorgun mannsins fyrir gestunum og kæru- leysi konunar gæti gefið sér einhverja leið- beiningu til að komast að þessu leyndardóms fulla heimilis ástandi, sem hélt honum mót vilja sínum frá að komast til Mereside. Að máltíðinni lokinni, spurði Kildonan lá- varður konuna sína mjög alúðlega, hvað hún hefði hugsað sér að gera sér til skemtunar í eftir-, miðdaginn, eða hvort hún vildi keyra svo langt sem til Plasmere, þar sem hann hefði verzlun. “O, Archibald, það get eg hreint ekki”, svar- aði hún stutt. “Eg á von á Stanfords hingað, og ef eg væri svo ekki heima þegar þau koma, þá mundi Mrs. Standfords aldrei fyrirgefa mér það. Taktu lafði Greydon ellegar Thorisu frænku, ellegar Bertie South með þér,” sagði hún rólega. “Nei, úr því þú vilt ekki koma með mér, þá læt eg það bíða til morguns,” svaraði hann. “Það er ekki svo áríðandi. Eg skal sýna Dr. Arma- thwaite bækurnar mínar,” sagði hann ofur ró- lega.” “Ó, minn kæri Archibald, þú getur ekki búist við að nokkur maður innan við fimtugt sé annar eins bókaormur og þú,” sagði konan hans hlægjandi. Lávarðurinn brosti, en Dr. Armathwaite sá að honum mislíkaði þetta, og hann var hissa á að hún skyldi segja slíkt, sem lét svo illa í eyr- um. Hún sneri sér svo að lækninum og sagði, að þegar hann væri búinn að sjá bækurnar, þá skyldi hann koma inn í stofuna og skemta sér dálítið. Svo gekk hún til hinna gestanna, og maðurinn hennar horfði á eftir henni með sorg- arsvip, en þó aðdáun, og spurði læknirinn hvort hann væri giftur. “Nei, eg er ekki farinn að hugsa um það ennþá.” “Það er ekki gott. Slíkt kemur í huga hvers manns fyr eða síðar, og það er betra fyrir vellíð- an mannsins, að sú hugsun komi heldur fyr en síðar. Ekki sökum þess, að stúlkunum muni ekki lítast betur á þig þegar þú verður fimtugur, en þeim leist á mig þegar eg var tuttugu og fimm ára.” sagði hann ofur góðlátlega, og virti hið fríða andlit og byggingarlag læknisins fyrir sér með aðdáun. “Eg var ekki eins mikið gamal- menni þegar eg gifti mig, eins og eg er nú, skal eg segja þér; eg veiktist í fyrra haust, og hef verið svo að segja við rúmið síðan. Eg harma það ekki svo mikið sjálfs míns vegna, eg get altaf leitað mér afþreyingar í bókum mínum; en verð leiðinlegri félagi minnar ungu konu en áður.” Hann gekk eftir ganginum þar til hann kom að dyrum í öðrum enda hans, sem hann opnaði, og bauð lækninum inn í stóra stofu með tveimur gluggum, sem græn gluggatjöld héngu fyrir, svo aðeins dauf birta kom inn í stofuna. Alt í kring með veggjunum voru skápar fullir af bókum; húsmunirnir voru fáir og íburðarlausir; á tveim- ur borðum lágu bækur og skrifpappír, svo voru þar tveir stigar til þess að stíga upp í til að ná bókunum sem voru í efstu hillunum, og sex stólar, þetta var það helzta sem þar var inni. “Hérna,” sagði Kildonan lávarður, er hann með bros á andlitinu leit yfir hið skuggalega herbergi, “er eg nú mesta allan tímann. Eg sit oft uppi alla nóttina við vinnu mína, sem eg ætla að sýna þér fyrst, ef þú hefir nokkra ánægju af málfræðislegum skýringum.” “Já, eS hef altaf haft áhuga fyrir slíkri fræði”, svaraði læknirinn stillilega. “Eg hef frumreglu sem eg byggi á uppruna málsins, sem eg held að sé alveg ný, og það er tilgangur minn, að gera málfræðingum hana kunnuga með lítilli bók, sem eg er að semja — og sem eg hef nú þegar lokið við, fjögur bindi, sem eru tilbúin. Mín frumregla er, að öll mál eigi upphaf sitt í hljóðinu Ó! eins og þú hefir veitt eftirtekt, er það fyrsta hljóð, sem barnið gefur frá sér, og sem líka er fyrsta upphrópunar- hljóð fullorðinna við sársauka, reiði eða undrun, sem öll benda til mannsins frumstæðasta ástands, þar sem vér getum álitið hann að vera undir á- hrifum náttúrunnar einnrar. Þegar vér göngum út frá þessari kennisetningu — eg skal gefa þér fyrstu ritgerð mína um þessi efni; það er bara smárit, og það tekur þig ekki lengi að lesa það, en það gerir þér auðveldara að átta þig á mínum stærri og umfangsmeiri ritverkum, ef þú skyldir nokkurntíma kæra þig um að lesa þau.” “Það skal vera mér sönn ánægja,” sagði Dr. Armathwaite, þó hann gæti ekki varist að brosa. En það, sem hinn aldraði lávarður sagði næst, gerði hann aftur alvarlegan. “Eg hef unnið stöðugra en nokkurntíma áður upp á síðkastið. Það er sú stærsta ánægja fyrir þann sem ann lærdómi sínum; það er líka svo gott að geta gripið til þess, þegar eitthvað gengur öfugt fyrir manni út á við.” “Já, það er satt,” svaraði Dr. Armathwaite alvarlega. “En eg hef aldrei haft neitt mótlæti, sem eg hefi þurft að reka af höndum mér á þann hátt. Ekki svo að skilja, að eg hafi haft mikið mótlæti við að stríða, að undanteknum þeim erfiðleikum sem maður á við að stríða til þess að ná því takmarki, sem maður hefir sett sér.” “Eg er viss um,” sagði lávarðurinn, sem horfði alvarlega á hinn unga læknir, “að þú ert sami maðurinn sem Dr. Peel talaði einu sinni um við mig, að hefði haft aðdáanlegar gáfur og áhuga fyrir vísindalegum uppgötvunum, og er þú tókst eitt eða annað vísinda spursmál fyrir til rannsóknar, að þá hefðirðu ekki tekið þér hvíld fyr en þú fanst orsökina til þess, og það hina réttu orsök. Hann lýsti þér fyrir mér, en nefndi ekki nafn þitt.” “Það kemur mér undarlega fyrir, að Dr. Peel brúkaði svo sterk ummæli um mig”, sagði læknirinn látleysislega, “það eru mörg ár síðan hann var kennari minn. Það gat varla verið um neina sérstaka yfirburði að ræða, hvað mig á- hrærði, heldur þessa vanalegu viðleitni lækna, að rannsaka og kynna sér sem bezt sjúkdóma og sjúkdóma einkenni, eins og maður getur komist yfir.” “Já, það er einmitt það, sem eg vil að hver læknir geri, en það er einmitt sem eg get ekki fengið Dr. Peel til að gera. Eg vildi óska, að þú vildir setjast að hér í nágrenninu; eg skyldi strax leita ráða til þín, og reyna læknishæfileg- leika þína.” “Er það einungis með tilliti til sjálfs þín, lávarður Kildonan?” “Nei, með tilliti til konunnar minnar.” Dr. Armathwaite varð mjög bylt við að heyra þetta. Það var ekki vegna þess að hann hefði hina minstu hugmynd um, hvað það gæti verið, sem lávarðurinn vildi leita ráða hans um í sambandi við konuna sína, en hann sá strax að hann mundi komast í óþægilega afstöðu. “Við tvö ólík tilfelli nú upp á síðkastið,” sagði lávarðurinn alvarlega, “hef eg fengið tvö yfirliðsköst við að sökkva mér of mikið niður í lærdóms iðkanir mínar, sem eg sit yfir langt fram á nætur. Við bæði þessi tilfelli hefir lafði Kildonan orðið hættulega veik í tvo daga af kvíða fyrir mér, veik bæði á sál og líkama, og hún er orðin svo taugaveikluð og óstyrk, að eg hef verið alvarlega hræddur um hana. Þeir sem vita, hve glaðlynd og kát hún á að sér að vera, geta skilið, hve mikil breyting er orðin á henni. Nú er mér að detta í hug, þó eg taki það mjög nærri mér, að það muni vera eitthvað mjög slæmt í býgerð, er fjörug og glaðvær ung kona, eins og hún er, sem virðist að vera stálhraust, sem svo alt í einu fellur niður, eins og hún væri dauð, en finnur styrk og uppörfun í því, sem flestar konur mundu álíta sem einskis virði — nefni- lega, félagsskap við þumbaralegan og óskemti- legan mann.” Læknirinn var samþykkur því, að það mundi vera eitthvað óvanalegt og alvarleg á ferðum. “Nú hef eg fundið eftir langa rannsókn,” hélt lávarðurinn áfram að segja í skjálfandi róm, “að það hafa verið tilfelli í fjölskyldu hennar, þó nokkuð langt til baka, en engu síður virkileg, að sjúkdómur, sem mér virðist að hafa haft sömu einkenni, sem eg hef tekið eftir hjá henni, það var hjartabilun.” Hann viknaði við er hann sagði síðasta orðið. Hættan sem stendur í sambandi við það, var alt of hræðileg til þess að hann gæti verið rólegur. Eftir litla þögn tók hann aftur til máls. “Ef þetta er þannig, þá er það fyrir- komulag sem eg fylgi gagnvart henni — nefni- lega að láta hann njóta allra saklausra skemt- ana, sem hún vill — ekki einungis óviðeigandi, heldur og hættulegt. Eitthvert óhapp, sem gæti komið fyrir hestana sem hún keyrir, dálítil of- reynsla, þegar hún leikur knattleik, eða spilar billiard, hvað sem er af þessu, gæti haft slæmar afleiðingar fyrir hana. Þar eð eg er altaf með ótta í huga út af þessu, er mér mögulegt að gera mig ánægðan með staðhæfingar Dr. Peel, að alt sé í góðu lagi, og að eg hafi enga ástæðu til að kvíða, því að hjarta sjúkdómur hafi ekki verið í ætt hennar í marga liði til baka. Hann hefir ekki séð hana, þegar hún fær þessi köst, sem eg er að tala um, og hún er mótfallin því að gera mikið úr þessu, sem hún kallar ekkert, og hún neitaði í bæði skiftin, sem hún fékk þessi köst, að láta sækja hann, en eg get ekki gert mig ánægðan með það. Eg------”. Hann þagnaði, og gleðiblæ brá fyrir á andliti hans; hann leit aðvarandi til læknisins og gekk að dyrunum, og opnaði hurð- ina, og lafði Kildonan kom inn, og leit á þá til skiftis, og skildi strax, að þeir höfðu verið að tala um sig. “Nú, hvaða samsæri hafið þið verið að brugga allan þennan tíma?” spurði hún, er mað- urinn hennar klappaði henni blíðlega á herð- arnar. “Eg er viss um að þið hafið verið að tala um mig, og eg vil fá að vita hvað þið hafið verið að ráðslaga um mig, eða deyja ella,” og hún sneri sér að Dr. Armathwaite, “ef þú vilt keyra núna til Dr. Peel, með Ned Crosmont, sem bíður með vagninn sinn hér fyrir utan dyrnar og er tilbúinn að fara til Banksame, eða þú vilt bíða í einn klukkutíma, þar til þetta fólk er farið, þá get eg keyrt sjálf með þig þangað?” Lávarðurinn hló góðlátlega. “Þú sérð, Dr. Armathwaite, að það er haft meira við þig en mig. Hennar keisaralega há- tígn vildi ekki láta svo lítið að keyra með mig til Plasmere í eftirmiðdaginn í dag.” “Já, en eg ætlaði ekki þá leiðina,” sagði hún og brosti á sinn yndislega hátt. “Það er mjög vel boðið af þér, lafði Kildon- an”, sagði læknirinn. “En mér þykir mikið fyrir að segja, að eg get ekki þegið þitt góða boð að keyra með mig, því eg má hreint ekki stansa hér lengur. Eg vil spyrja Mr. Crosmont hvort hann vilji keyra með mig þangað.” Hann þakkaði báðum hjónunum innilega fyrir móttökurnar, er hann kvaddi þau í forstof- unni, þar sem Mr. Crosmont beið hans. Hjónin báðu hann að heimsækja sig aftur hið bráðasta. Hann skildi vel er hann settist í vagnsætði hjá Mr. Crosmont, að lafði Kildonan líkaði ekki vel að hann kaus heldur að fara strax, en bíða þar til hún væri tilbúin að keyra með hann, og að hún fengi tækifæri til að hefna sín á honum, eins og konur hefna sín, er þeim gefst tækifæri, því hann hafði ekki farið að ósk hennar og vilja. 9. KAFLI Dr. Frank Armathwaite fanst það ekki eins ánægjlegt að sitja við hliðina á Ned Crosmont á leiðinni frá Crags til Branksome, af fleiri en einni ástæðu. I fyrsta lagi var hann viss um, að Ned Crosmont umgekst konuna sína með kæru- leysi og hluttekningarleysi, heldur væri hann vondur við hana, svo vissi hann, að Mr. Crosmont var óánægður yfir því, hve vingjarnleg lafði Kildonan hafði verið við sig, og það þriðja var, hvað hann leit óánægjulega út; hann sá í andliti mannsins, undir eins og þeir voru komnir frá húsinu, þrátt fyrir að Mr. Crosmont reyndi að láta sem minst bera á hugarástandi sínu; hann fann til meðaumkunar með honum og löngunar til að geta opnað augu þessa vesalings manns fyrir breytni sinni. Það var ekki auðvelt að hef ja máls á slíku, fyrir hann bráð ókunnugan; en Dr. Armathwaite var svo viss um, að þessi koma sín til Mereside var ekki bara vanalegt tilfelli, svo hann ásetti sér að yfirvinna þann mótþróa sem hann vissi að Mr. Crosmont hafði á móti sér. “Hvað fólk hér í þessum hluta landsins er gestrisið,” byrjaði læknirinn að segja, er þeir voru komnir á stað. “Eg man ekki til að eg hafi mætt svo mörgu vingjarnlegu fólki á svo stutt- um tíma.” Mr. Crosmont sat með luntasvip á andlitinu og horfði fram fyrir sig á bratta veginn fyrir utan hliðið, sem var framundan. “Lafði Kildonan líst á ókunnuga — fyrst í stað,” sagði hann hranalega. “En mér virðist eins og allir séu jafn vin- gjarnlegir við ókunnuga í þessu nágrenni,” sagði læknirinn. “Lávarður Kildonan tók svo alúðlega á móti mér, eins og eg hefði verið gamall vinur hans. Strax er eg kom til Conismere, bauð mað- ur þar í bænum, sem heyrði að eg ætlaði til Banksome mér að vera með sér í vagninum sín- um; og svo þú og föðunbróðir þinn og Mrs. Cros- mont tóku á móti mér með alúð og vinsemd, sem ekki er venja á Englandi, nema gesturinn hafi skjöl og skilríki til að sanna hver hann er.” “Þess þarf ekki með, með þig, þú lítur ekki út sem flakkari,” sagði Mr. Crosmont, og leit hornauga til hans. En svo var eins og hann sæi eftir að hafa verið of vingjarnlegur, og sagði svo: “Allar konur sækjast eftir að tala við mann, sem er ekki maðurinn þeirra.” “Þó svo kunni að vera, þá er það engin skýring á þeirri vináttu sem eg mætti hjá f jórum manneskjum, og þar á meðal frá þér, sem ekki ert kona, en hefir gert alt sem þér var hægt til að gera mér þessa stuttu heimsókn, sem ánægju- legasta.” “Þú ert þá ekki að hugsa um að vera hér?” “Ó, nei! Eg býst við að halda ferðinni áfram norður eftir á morgun, en----” Mr. Crosmont greip heldur fruntalega fram í fyrir honum, og læknirinn, sem fanst sér mis- boðið, sneri sér að honum til þess að fá skýringu á því. —. “Enginn maður, sem — sem Kildonans sjá tvisvar kemst burt á þann hátt,” svaraði hann stutt. “Ó jú, því ekki það, ef hann hefir meir við bundið annarstaðar,” sagði læknirinn. “Jæja, við fáum að sjá,” sagði Mr. Cros- mont, og hló ónotalega. “Eg hef þekt lafði Kil- donan, síðan hún var lítið barn, og eg veit ekki til að neinn hafi hingað til getað staðið gegn óskum hennar og vilja. Hún hefir nú fengið það í höfuðið, að hún hafi dálítið afgangs fyrir þig, fyrir dálítinn tíma, og hvaða tilraun sem þú reynir að gera til að komast burt úr þessu nágrenni verður þér árangurslaus, fyr en hennar náð er búin að koma því út úr höfðinu á sér aftur— sem skeður fyr eða síðar”, sagði hann og leit illúðlega á læknirinn, “eftir þrjá eða fjóra daga.” Dr. Armathwaite sá, að manninum var al- vara með að móðga sig, en hann var þegar búinn að sjá og skilja orsökina til þessa framferðis hans og lundvonsku. Svo hló hann ofur góðlát- lega. “Ef það er nokkurt áhrifamagn í því, að vera langt burtu frá einhverjum, þá getur henn- ar góði tilgangur, sem þú segir, að hennar náð hafi með mig, orðið að ástríðu; en það getur sjálfsagt orðið mánuðir, og líklega fleiri ár, áður eg hef þá ánægju að koma aftur til Crags,” sagði hann rólega. Mr. Crosmont horfði á hann með ólundar svip. “Þú tilheyrir kanske þeim hópi ungra herra í London, sem láta sér vera sama um mannorð kvenna og ginna þær til að elta sig; slíka menn kallar fólk hér út á landinu slæpingja,” sagði hann. “Ef þú meinar með orðinu slæpingur, mann sem eltir ekki annars manns konu, þá vil eg ekki neita, að eg heyri þeim flokki til,” svaraði Dr. Armathwaite í lágum og djúpupm róm, og Mr. Crosmont, sem hélt að læknirinn tæki þetta mjög alvarlega, breytti hinum storkandi róm, sem hann hafði talað í. “Eg meinti ekki að segja neitt móðgandi”, sagði hann. “Það er heldur ekki neitt sem gæti valdið neinum efa, þegar það áhrærir hennar náð. Allt fólk hér í kring dáist að henni og til- biður hana. Eg var bara að tala í spaugi við þig — um þá tilfinningu, sem við höfum allir fyrir henni — og manninnum — manninnum hennar. Þú ert eins og konungleg persóna hér í þessu út- kjálka héraði, skilurðu, og okkur er mjög ant um að þér sé allur sómi sýndur. Þegar ókunnug- ur kemur hér, þá óskum við eftir aðdáun hans, eins og nokkurskonar borgun fyrir móttökurn- ar — skilurðu?” , “Já, já, eg skil það,” sagði læknirin, sem lét sér næja afsökun hans. “Eg dáist að ykkur báð- um. En ef þér virkilega finnst, að aðdáun ó- kunnugs ferðamanns sé einhvers virði, þá vil eg segja þér, að það er önnur kona, sem eg hef mætt hér, og sem hefur vakið meiri aðdáun hjá mér en lafði Kildonan — það er Mrs. Cros- mont”. “Konan mín!” og gat ekki leynt undrun sinni, en sagði svo “þú meinar það ekki.” “Jú, það geri eg vissulega.” “En það er ómögulegt: Getur þér litist bet- ur á andlit sem strax kemur manni í illt skap við að sjá það, en andlit sem er glaðlegt og bros- andi? Lýst þér betur á konu, sem er með fýlu- svip, en þá, sem kemur manni í gott skap? Það er auðvitað ágætt að geta talað svona, en það er alveg ómögulegt fyrir mig að trúa því. Það er einhverskonar fegurð, sem maður meinar ekki, algjört smekkleysi. Það næsta sem þú vilt lík- lega segja, er að lafði Kildonan sé ekki eins fríð og konan mín.” “Það er algjörlega öðruvísi fríðleikur”. “Já, eg held það sé eitthvað öðruvísi.” “Önnur hefur líkamlega fegurð, en önnur hefur bæði líkamlega og sálarlega fegurð, sem setur mark sitt og andlitsdrættina, hvert augna- tillit og hreifingu, og gerir hvert orð og atvik þýðingar mikið og hrífandi.” “Hrífandi! Hverslags notkun þess orðs!” “Það er einmitt þau áhrif sem Mrs. Cros- mont hefur haft á mig.” “Eg veit auðvitað hvað þú meinar að segja — að eg sé ofmikill trédrumbur til að kunna að meta slíkt fegurðar fyrirbrigði. En það er mis- skilningur. Eg veit hvað það er, sem þú sérð svo fagurt og göfugt hjá henni; þegar eg sá hana fyrst, varð eg hrifin á sama hátt. Það var hinn kynlegi glampi í augum hennar, sem var sem seyðandi afl, sem töfraði mann til að vilja vita hvað lægi á bak við það. Er það ekki satt?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.