Heimskringla


Heimskringla - 21.09.1949, Qupperneq 3

Heimskringla - 21.09.1949, Qupperneq 3
WINNIPEG, 21. SEPT. 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Paradís Atlantshafsins Kanaríeyjarnar, sem liggja 90 — 300 km. undan vesturströnd Afríku, hafa oft verið nefndar Paradís Atlantshafsins. Þar er lítill munur sumars og veturs, eins og sjá má á því, að meðal- hitinn í Janúar er talin 17.6 stig á Celcíus en í júní 25.4 st. Lofts- lag þykir þar mjög hollt, enda er þangað sívaxandi ferðamanna straumur, því að gott þykir að dvelja þar til hressingar. íhúum fjölgar þ^r líka ört, eins og sjá má á því, að fyrir 30 árum voru þeir um 450 þús., en eru nú um 700 þús. Flatarmál eyjanna er 7270 fermetrar. Þar eru eldfjöll mörg og hefur eitt þeirra gosið í sumar og valdið miklu tjóni. Nokkur þorp hafa eyðilagst með öllu. Hér á eftir fer grein um Kan- aríeyjamar eftir norska rithöf- undinn Per Ratvik, sem nýlega hefur dvalið þar. Greinin birtist nýlega í norska blaðinu Verdens Gang. ★ Snemma morguns siglum við inn á höfnina í “Santa Vruz de Tenerife”. Bærinn er ekki enn- þá vaknaður til fulls. En á hafn- arbakkanum er hópur verka- manna að starfi. Þeir eru að ferma ávexti og grænmeti. Á þessum tíma árs er hver mínúta dýrmæt. Við komum beina leið úr norr- ænum vetri. En það er langt síð- an við fleygðum frá okkur frökk-: um og treflum og klæddumst^ okkar léttustu sumarfötum. | Margir verða fyrir vonbrigðum j yfir “paradísinni”, sem blasir við okkur, nakin og gróðurlaus eld-1 fjöll gnæfa yfir bæinn. Svo langt j sem augað eygir er ekki annan j gróður að sjá en kaktusa á stangli. f gráleitum dölum blasa við þornaðir árfarvegir. Okkur( er sagt, að það séu níu mánuðir ” j ur, ungur, hraustur íslendingurj og eðlilegur karlmaður, sem heimtar ástir og unað, frelsi og; fullnægju. Hann finnur til skyldleikans við ættarblóðið, j sem heimtar að streyma í æðum komandi kynslóða. Hann vildi; heita faðir ungra, hraustra ís- j lendinga. Ekki mátti gleyma börnunum. j Það var kannske kandismoli í úlpuvasa eða hagldakaka í skjóðu horni, handa þeim. Að hálfnaðri leið var sem karlarnir sæu bros- mildu andlitin og heyrðu hjal-j andi fögnuð barna. Þá mildaðist Svipur þessara þrautreyndu sæ- fara. Meðan fslendingar geyma þá ást til barnanna sem þessir höfðu, mun engin maður, sem ís- lendingur vill kallast, dyrfast að svíkja frá þeim arfleið þeirra, al- frjálst land með þverrandi tár. Þarna voru Norðlendingar á norðurleið, menn sem aldrei höfðu lært að taka ofan fyrir Bessastaða yfirvöldunum, eða bugta sig fyrir fylgiliði hins út- lenda valds, kaupmanna kliku dönunum í Reykjavík. Meðan slíkir menn byggja ísland, á landið sér forsvaramenn á þing- um. Þetta er svipmyndir horfnar fortíðar og þær verður maður að skoða og þekkja svo við megum verðmæta það starf sem lág til grundvallar fyrir viðreisn þjóð- arinnar á siðari tímum. Nú vakna eg frá öllum þess- um draumórum við að ung, djarf leg og álitsvæn kona vindur sér inn i biðsalinn í fylgd með ungri dóttur sinni og ungfullorðnri stúlku, dóttur Guðjóns frænda sem nú dvelur nyrðra. Var þar komin Laufey systurdóttir mín til að keyra mig á bíl til Grinda- víkur. Gott var að kynnast þessu frændfólki og alshugar fegin var eg að leggja upp í síðast áfang- an frá Keflavíkur-flugvelli til Grindavíkur, frá útlendri selstöð til íslands. Frá Grindavík hef «g merkilegar fréttir að færa. H. E. Johnson síðan það hafi komið dropi úr lofti á eyjunum. En mitt í auðninni er gráhvít- ur bærinn, umluktur grænum pálmatrjám og litfögrum blóm- um. Við erum komin til Las Can- arias — Kanaríeyjanna. Aldalöng barátta Neðst við höfnina, á Plaza de la Republica, stendur gríðarstór hvít myndastytta, þar er kross- inn, sem bærinn dregur nafn sitt af. Ef maður gætir betur að, sér maður einnig styttu af konu, sem heldur á myrtum syni sínum í faðminum. Hún horfir ásakandi yfir hafið — í áttina til Evrópu. Þetta er minnisvarði um alda- langa baráttu eyjaskeggja. Bret- ar, Portúgalar og Hollendingar hafa reynt að ná eyjunum frá Spánverjum. Nelson missti hægri handlegg sinn, er hann varð að hörfa undan með flota sinn 1797. Byssan, sem hinu á- hrifa mikla skoti var hleypt af, er nú í safni í Santa Cruz, geymd þar með viðeigandi áletrun. Spánverjar lögðu eyjamar undir sig 1464. Hvítur kynþátt- ur, guancherne, bjó þá á eyjun- um. Það var friðsamt fólk og vel gefið, en menning þess var enn á steinaldarstiginu. Það barðist hetjulega gegn Spánverjum, með tréspjótum og steinslöngvum, í hinni blóðugu orustu við La Laguna á Teneriffa. Sofnaði á verðinum íbúar eyjanna eru nú 688,000 að tölu. Að útliti bera þeir tals- verðan svip Spánverja, en hins- vegar er guancherne-svipmótið þó sterkara. Og siðir og venjur forfeðranna lifa enn þann dag í dag- og sértrú þeirra lifir í gömlum sögum. Skapari elds og jarðar var Acbaman. Hann sat uppi á eldfjallinu Teide, sem er 3700 metra hátt, og gætti þess að djöfullinn Guayota kæmist ekki upp um eldgíginn. Achaman hlýtur að hafa runnið í brjóst á verðinum stöku sinnum, því að við vitum með vissu, að eldfjall- ið hefir gosið nokkrum sinnum. M. a. skaut það Columbusi og félögnum hans skelk í bringu, er þeir fóru framhjá eyjunum á leið sinni í leit að nýjum lönd- um. Nú hefir ekkert gos orðið síðan 1909. Dásamlegt veðurfar Eyjaklasinn — þ. e. 7 stórar og 5 minni eyjar — hvílir á eld- fjallahrygg og er um það bil 100 km. frá strönd Marokko. Fjar- lægðin milli eyjanna er ekki meira en það, að maður getur séð sjö þeirra í einu, ef maður nenn- ir að ganga upp á Pico del Teide Loftslagið er svipað og í Mið- jarðarhafslöndunum að því und- anteknu, að Kanaríeyjum gætir lítils mismunuar veturs og sum- ars. Það er hinn 19 — 20 stiga heiti Golfstraumur, sem Noreg- ur nýtur einnig góðs af, er gerir það að verkum, að munurinn er svo lítill. Það er furðanlega lítið um rigningar á eyjunum. Já, veðurfarið er dásamlegt, og það var einmitt vegna þess, sem við fórum þangað. Hitinn fer sjald- an niður fyrir 12 stig, eða upp fyrir 27 stig á Celcius, allt árið um kring. Frá því Kanaríeyjar urðu formlega hluti af Spáni 1821, hefir aðalmálið þar verið spænska. En á sviði efnahags- mála má telja þær sjálfstæða einingu og hafa þær t .d. mikil viðskifti við Bretland. Santa Cruzjhöfnin er mjög mikilvægur áningarstaður á leiðinni yfir haf- ið og koma þangað geysimörg skip. Norsk skip eru þar dag- legir gestir, einkum þau sem eru í ávaxta flutningum. f febrúar þessa árs komu þangað a. m. k. 32 norsk skip. Norsk farþega- skip koma þar einnig við. “Ven- us” kemur við á Madeira og í Santa Cruz 11 hvern dag að vetr- inum og skilur þar eftir nokkur hundruð ferðamenn. I Þegar maður kemur beint frá “hinni friðsömu Lundúnaborg”, slær hið annarlega andrúmsloft Santa Cruz mann alveg út af lag- inu. “Þögul umferð” er þar ó- þekkt fyrirbæri”. Glæsilegir bandarískir lúxusbílar og forn- eskjulegir skrjóðir ryðja sér braut með miklum þávaða gegn- um þvögur af ösnum og hesta- kerrum. Allsstaðar úir og grúir af hrópandi og patandi fólki. Maður sér miklar andstæður á strætum borgarinnar. Þær blasa yfirleitt hvarvetna við á eyjun- um; á morgnana getur maður synt í hlýju og söltu hafinu og á kvöldin getur maður ekið upp í kuldann og snjóinn á Pico del Teide. Spanverjarnir á eyjunum tala yfirleitt ekkert annað mál en móðurmál sitt. Kaupmennirn- ir niðri við höfnina tala flestir hrafl í.ensku — enda lifa þeir á því að reyna að plata sem mest út úr ferðamönnunum. f Calle delCastillo standa búðardyrnar upp á gátt og allir gluggar yfir- fullir af glæsilegum varningi. Samkvæmt núverandi gengi ferðatékka — þ. e. 100 pesetas fást fyrir eitt sterlingspund — er allt mjög ódýrt. Ef pakki af sígarettum kostar 1.50 í verzlun, þá er hægt að fá hann keyptan I ávaxtavagninum fyrir utan dyrn- ar hjá manni fyrir eina krónu. Fallegur, vandaður kjóll kostar aðeins 200 krónur. Hægt er að fá fínustu silkiefni fyrir aðeins nokkrar krónur meterinn. Ferðamenn hafa ekki fyrr stig- ið á land á eyjunum, en þeir eru umkringdir hóp af ótrúlega skít- ugum krökkum, er biðja um aura. f námunda við gistihúsin geta þeir ekki þverfótað fyrir bros- andi skóbusturum, sem geta breytt ljótustu skóræflum í gljáfægðustu skó í heimi á nokkr- um mínútum. Þreytulegar, gaml- ar konur kjaga framhjá með þungar byrgðar á höfðinu. Á götuhornum híma örkumla menn og halda sýningu á nöktum fóta- eða handleggja stúfum sínum. Á götunum sér maður mörg tærð andlit, sem bera þess ljósan vott að ekki fá allir nóg að borða. Fallegar stúlkur Mitt í allri þessari örbirgð spássera svo “Las Bellas Santa- cruzianas”, og gæta þess að halda' sig á gangstéttunum í skuggan-, um af húsunum. Þær eru vel snyrtar, fölar á andliti og yndis-j fagrar á að líta. Og fötin þeirra eru í fullu samræmi við nýjustu Parísartízku. Ungu mennirnir eru myndar- legir og glæsilega búnir. Þeir eru vingjarnlegir við útlendinga og virðast vel greindir. Norð- urálfubúar, sem setst hafa að á Kanaríeyjum , viðurkenna að spánskir kaupsýslumenn sé skjótari að hugsa og hafi fjör- ugra ímyndunarafl en þeir — enda þótt þá skorti alloft dugn- að til þess að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hið svo- þekkta spánska orðtæki “mana” — við frestum því til morguns, sem við þurfum ekki að gera í dag — er óspart notað. Tíminn stendur kyrr Eyjaskeggjar hafa og allt aðr- ar hugmyndir um tímann og gildi hans en við. Hafi maður mælt sér mót við Spánverja á morgun, getur vel farið svo, að hann komi ekki fyrr en eftir tvo til þrjá daga. En hann kemur um síðir — og er alltaf jafn broshýr, elskulegur og gestrisinn við vini sína. Þegar við Norðurálfubúar höf- um dvalið hér um skeið, fer lofs- lagið og að hafa sín áhrif á okk- ur. Hér stendur tíminn kyrr. — Menn lifa fremur fyrir líðandi stund en daginn á morgun. Hér eru aldrei neinar vetrarhörkur, sem krefja mann reikningsskap- ar fyrir sólardaga sumarsins og fólkið er opinskátt og alveg á- hyggjulaust. Orotava-dalurinn Það kostar aðeins 6 pesetas að fara með langferðabíl til Perto de la Cruz í Oratava-dalnum. Árið 1814 skrifaði hinn þekkti landkönnuður Alexander von Humbolt um Oratava-dalinn. “Fjölskrúðug, græn gróður- breiðan teygir sig frá efstu gróð- urbeltunum í fjöllunum, niður að hafinu, þar sem pálmatrén og bananatrén vaxa. Það er ekki hægt að líkja því við neitt annað en Genf og Neapel-flóann. — Orotava-dalurinn er aðeins miklu fegurri — gróðurinn enn- þá fjölskrúðugri og fjöllin enn- þá hærri og tignarlegri.” Yfir vetrarmánuðina búa að öllum jafnaði 300 útlendingar í Orotava-dalnum. Og flestir búa í hinu glæsilega Taoro-gistihúsi. Sagt er, að dalurinn sé hreinasta paradís fyrir jarðfræðinga og náttúrufræðinga. Venjulegir ferðamenn geta einnig unað líf- inu vel þar, því margt er að sjá. Þaðan er hægt að aka í bifreið um alla eyna. Varanleg áhrif Það eru án efa einhverjir sem verða fyrir vonbrigðum, en þeir koma til Kanaríeyjanna. En það er ekki hægt að vega og meta fegurð neins staðar í orðum. Það fer allt eftir smekk hvers ein- staklings. En eg hygg, að þessar undarlegu eyjar hafi samt var- anleg áhrif á flesta. Áhrif frá strýtumynduðum fjöllunum, sem eru óendanlega ömurleg og gróðurlaus. Frá þröngum, eyðilegum dölum, þar sem vegurinn liðast meðfram snarbröttum fjallshlíðum — þar sem vindurinn ýlfrar í kletta- skorum og maður hlustar árang- urslaust eftir glöðu hjali fjalla- lækjarins. Frá yndislegri lit- auðgi gróðursins, grænni fjöl- breytni skóganna, bananatrjám, appelsíníutrjám, olíuvið, fíkju-^ trjám og vínvið plantekranna og í sterkum ilm blóma breiðanna í! 'haganum. Og yfir þessu öllu skín sólin frá háum og skínandi bláum himninum og allt í kring brotnar hlýtt og blátt hafið á klettóttri ströndinni. Ferðamannastraumur Þegar árið 1911 var Santa Cruz-höfnin miðdepill ferða- mannastraumsins til eyjanna, en þangað komu árlega 5,000 skip. Þá komu ferðamenn hvaðanæfaj úr heiminum til Santa Cruz og Orotava-dalsins og þá var þarj mikið líf og fjör. Það hefir allt breytzt við tvær heims styrjald- ir. Nú eru það mest megin sjúkl- ingar, er dvelja þar, sem tekist hefir að herja út úr stjórn sinni einhverja gjaldeyrisóveru. Þeir hafa sjaldnast efni á að dvelja þar lengi. Það er mikið af gisti- húsum þar, og flest þeirra eru mjög glæsileg og mjög dýr. Samt ekki dýrari en svo, að það er hægt að komast af með 10-20 krónur á dag. í fæði og húsnæði, samkvæmt núverandi gengi fyrir ferðamenn. Eg dvaldi þar sjálfur sem sjúklingur og eg er ekki í nein- um vafa um það, að hið dásam- lega loftslag eyjanna átti sinn mikla þátt í því, að mér tókst að fá fullan bata. Og eftir því sem eg hrestist hugsaði eg meir um það, hvernig hægt myndi að koma því svo fyrir, að sem allra flestir af þjáningarbræðrum mínum í norðrinu gætu komist til þessarar paradísar og fengið heilsuna á ný. —Tíminn, 7. ágúst HITT OG ÞETTA Nýtt undra lyf Fundist hefir nýtt lyf af sama flokki og pencillin og sterpta- mycin og nýjustu tilraunir með það benda til þess, að lyfið muni verka á sjúkdóma sem engin á- hrifarík meðöl hafa verið til við hingað til. Þetta nýja efni heitir chloro- mycetin og það hefir þann kost fram yfir öll lyf sem hingað til hafa þekkst, að það er áhrifaríkt gegn virus, smitefninu sem er langtum smærra en bakteríur og hingað til hefir ekki tekizt að vinna bug á með lyfjum. Ef það tekst að finna lyf gegn virus- sjúkdómum, mun renna upp nýtt tímabil fyrir læknisfræðina og fleiri eða færri af þeim sóttum sem áður voru hræðilegar far- sóttir hverfa úr sögunni sem slíkar. Ekki er samt vitað ennþá hvort ohloromycetin uppfyllir þaer vonir sem menn gera sér um það. Þetta nýja lyf hefir reynst vel við útbrotataugaveiki páfagauk- sveiki (fýlungaveiki hér), bólu- sótt og sumum tegundum infú- enzu. Ekki liggur enn fyrir árangur af notkun lyfsins við aðra virus- sjúkdóma, en það er næstum ekkert eitrað, svo að hættulaust er að gera tilraunir með það. En auðvitað verður að gera sér það ljóst að það getur verið langt bil milli tilrauna og velheppnaðrar meðferðar á sjúklingum. “Uge- skrift for Læger” fullyrðir að hér sé um nýtt, þýðingarmikið lyf að ræða í baráttunni gegn farsóttum sem geisa víða um heim. En einnig hér mun það hafa sína þýðingu t. d. í sam- bandi við inflúenzu. —Vísir 2. ágúst * * * Hjónavígsla um borð í dönskum togara rétt utan brezkrar landhelgi Fyrir skömmu fór fram hjóna- vígsla um borð í dönskum tog- ara úti fyrir Bretlandsströndum rétt utan landhelginnar. Var brúðguminn norskur sjómaður, Línar Daltveidt, en brúðurin seytján ára gömul júgóslavnesk flóttastúlka, Wanda Petri að nafni. Petri hafði laumazt um borð í tyrkneska skipið “Kars“ í hafnarborg í Júgóslavíu, en fyrsti viðkomustaður skipsins voru Gibraltar.Þar kom Daltveidt um borð sem farþegi, og felldu þau Petri hugi saman. Þegar skipið kom svo til Hull í Eng- landi var unga stúlkan handtek- in sem laumufarþegi, en hún var þá brátt látinn laus fyrir atbeina ræðismanns Norðmanna í borg- inni. En þar eð hana skorti öll skilyrði, gat hjónavígslan ekki farið fram í Englandi. Var því það ráð tekið, að láta hana fara fram um borð í hinum danska togara. Togari þessi heitir ‘Zamora” og er gerður út frá Esbjerg. —Alþbl. 6. ágúst * * * Rússar urðu á undan Kól- umbusi og Leifi Heppna! Yfirmaður rússneska flotans, Yumashev sjóliðsforingi, hefur í útvarpsræðu lýst yfir því, að rússneskir könnuðir hafi fundið þriðjung heimsins eða landflæm- in “frá Alaska til Ástralíu.” Meðal þeirra landa, sem rúss- nesku könnuðurnir eiga að hafa fundið, er verulegur hluti af Ameríku og meginlandið áSuð- urheimskautinu. —Alþbl. 14 ág. GILLETT’S JAVEL GERIR ÞVOTTINN HVITARI ... HVAÐA SAPA SEM N0TUÐ ER! REYNIÐ OG SANNFÆRIST SJÁLF! Gjörið þennan samanbur: Aðskiljið hvíta bómullar og lérefts þvottin í tvo hluti. Þvoið svo annan helm- ingin á venjulegan hátt. Látið sVo y2 bolla af Gillett’s Javel í þvotta- vatnið fyrir hinn hlutann. Þvoið og fullgerið báða hlutina á sama hátt. Gerið svo samanburð á báðum hlut- unum. Þér munuð undrast stór- um mismunin. Gillett’s Javel gerir þvottinn snjó- hvítan, — hreinsar flekki og alskon- ar bletti úr flíkunum. Þá munuð þér ákveða að þvo aldrei föt án þess að nota Gillett’s Javel í þvotta- vatnið. (Notið það samt aldrei fyrir silki, satin, rayon eða ullarföt). Hreinsar bað og þvotta-skálar Hreinsar eldhúss skolp-skálar Hellið úr bolla í þvotta og þæginda skálarnar, — látið standa í þeim um 15 til 20 mínútur, rennið svo úr. Ef skálarnar eru mjög gróm-teknar, þá látið standa í þeim næturlangt. Stökkvið nokkrum dropum af Gillett’s Javel á raka rýju, leggið á óhreinu blettina nokkrar mínútur, skolið svo vel skálina og rýjuna. °'!í"'*ctsAdCNE5 °cODORIZCS GiIIett’s Javel gerir þrent í einu: GERIR HVÍTT — SÖTTHREINSAR — EYÐIR DAUN

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.