Heimskringla - 23.11.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. NÓV. 1949
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
Monkmans. Hugði að hænsa Þór-,
ir húsbóndi sinn, mundi veita sér;
eftirför þangað, og taka með
valdi heim aftur eða jafnvel
drepa sig. Gestur hóf því göngu
sína í suðurátt, áleiðis til Win-
nipeg. Hann gengur þar til hann
kemur til Stone Fort milli Sel-
kirk og Winnipeg. Var hann þá
þrotinn að kröftum, og máttvana
af hungri og vetrarharka var við
eiga. Hann fór heim að bónda-
býli og hitti mann að máli. Þar
bjuggu 2 bræður. Þeir bjuggu
einlífi. Hétu Holland. Þeir áttu
sæg af akhestum, stóran akur og!
bú góð. Gestur biður þar gist-j
ingar. Hún var til reiðu. Um
kveldið spyrja þeir hann um ferði
hans og háttu. Hann segir þeim;
sögu sína, eins og hún hafði
gengið. Þeir intu hann eftir hvað
hann ætlaði fyrir um hagi sína.
Hann kvaðst ætla að leita sér
vinnu, þar til hann fyndi hana.
Þeir héldu hann mundi kannske
oeirinn í vistum vera. Þeir kváðu
sig fúsa að taka hann á vist með
sér. En móðir hans og systir
vildu þeir fá til að annast innan-
hússtörf um veturinn. Gesti leist
allvel á boðið. Þeir vildu þá að
hann færi til baka að sækja þær.
Gestur kvaðst ófúsastur vera. —
Hugði hann, að hann mundi
lenda aftur í greipar illmenni
því, er hann strauk frá. Þeir
kváðu að hann skyldi ei það ótt-
p-st. Annar þeirra færi með hon-
um. Þyrfti hann einkis ills að'
ugga sér í fylgd með þeim. —
Þetta varð að ráði. Sóttu þeir
þær mæðgur og gekk alt vel.
Litlu eftir að þau mæðginin voru
sezt að hjá þeim Mulhollands
bræðrum, fengu þeir flutnings
samninga hjá Whitehead bygg-
ingarmanni C.P.R. fél. og skóg-
arhöggsmönnum, að flytja fóður
og vörur austur að Cross Lake.
C.P.R. félagið byrjað að efna
til vegstæða undir braut sína,
niillum hafa. Félagið hafði þenna
vetur marga menn við sprenging-
ar og brautarundirfiúnings við
Cross Lake. Þar einnig margir
skógarhöggsmenn. Bræður létu
Gest fara með í fyrstu ökuferð-
i "
lná. Hann var með smáa akhesta,
°g fór aftar í lestina. Færð var
vond, og vetrarveður úfin. Veg-
urinn ógreiður og víða brattur,
°g sniðskorinn. Leiðin er marg-
ar dagleiðir með þung æki. —
Lræðurnir lofuðu Gesti fimm
dölum í kaup um mánuðinn. —
Hugði hann hugfanginn til lang-
ferðanna, og svo til dalanna.
Framh.
AFAR BERJASÆLIR
lagvaxnir
Stráberja-runnar
Avextir frá útsæði fyrsta áirð.
Runnarnir eru um eitt fet á hæð.
Dey.ia ekki út. Gefa ber snemma
sumars til haustfrosta. Berin eru
gúmsæt líkt og ótamin. Eru
bæði fögur að sjá og lostæt.
Sóma sér hvar sem er, jafnvel
sem húsblóm. Vér þekkjum
engar berjarunna betri. Útsæði
vort er af skornum skamti svo
Pantið snemma. (Pakkinn 25é)
(3 fyrir 50<í) póstfrítt.
Magurt fólk þyngist
um 5, 10, 15 pund
Fær nýtt líf, þol, kraft
bvílík gleði. Vöðvar vaxa, hrnkkur fyll-
ast’ hálsinn verður sívalur, líkaminn að-
< aanleRur. Þúsundir manna og kvenna,
spni aldrei 'gátu fitnað áður, benda nú á
f’.nn heilbrigða Hkama. Það er að þakka
tnu uppbyggjandi lyfi, Ostrex, og þe«n
f num sem það er samsett af. Vcglia
P®ra eykst matarlystin, meltingin batnar,
oðið heilnæmara, voðvarnir stækka. —
r.eðist ckki offitu, hættið þcgar markinu
j.r n!^® *>' þcss að öðlast meðalvigt. Kostar
1 io. Hið nýja "get acquainted” stærð að-
tns60c. Reynið “Ostrex Tonic Tablet6’
Hiá uíafa °R nPPbyggingar' Byrjið strax.
"Ja ollum lyfsölum.
Alma Crosmont
Þýtt hefir G. E. Eyford
Hún þagnaði, eins og hún væri að reyna að
hugsa eitthvað. Meðan þetta samtal fór fram,
smeygði lafði Kildonan sér á bak við lækninn
og fór út úr herberginu, en kom inn strax aftur
með Mr. Crosmont með sér. Án þess að láta sjást
á sér hluttekningarblæ, kom Mr. Crosmont inn
með luntalegan kæruleysissvip, sem bar vott um
óvæntan viljakraft, sem átti rót sína í dýrslegu
eðli, fremur en göfugum karakter. Hann gekk
rakleitt til konunnar sinnar, og í staðinn fyrir
að forðast hann, eins og læknirinn bjóst við
rétti hún fram báðar hendur á móti honum, með
svo mikilli auðmýkt, að það fór eins og ískaldur
hrollur gegnum allar æðar læknisins. En lá-
varðurinn, sjóndapur, og með blá gleraugu, gat
ekk greint andlitssvip Crosmonts, fagnaði yfir
þessu, sem órækum vitnisburði ástar og sam-
hygðar, sem tengir mann og konu saman; og er
hann sagði eitthvað um hve ánægður hann væri
yfir þessu, sagðist hann vilja fara, svo þessi
elskandi ungu hjón gætu verið einsömul. En er
hann heyrði Crosmont segja nokkur orð í hryss-
ingslegum og skerandi róm, hætti hann við að
fara.
“Hvernig líður þér nú? Ertu betri?”
“Já* eg er nú alveg heilbrigð.”
“Þú gleymir ekki fyrstu heimsókninni
þinni til Crags í bráð, heldurðu það?”
Svo var dálítl þögn, þer til hún spurði í
mildum róm:
“Er þetta fyrsta heimsókn mín til Crags,
Ned?”
“Auðvitað er það. Hvað kom þér til að
halda að það væri ekki? Þú hefur víst fengið
einhverjar af þínum fáránlegu ímyndunum í
höfuðið aftur.”
Hún, eins og lét sér standa á sama um þessi
orð. Hún hélt í hendi hans og laut höfðinu ofur-
llítið fram og gerði ofurlitla hreifingu, eins og
hún væri að hugsa um að komast burt frá hon-
um. Mr. Crosmont sneri sér til lávarðarins og
sagði:
“Það koma stundum býsna kátlegar grillur
í þetta litla höfuð. Hvað heldur þú um það, hún
þykist heyra leikið á ýms hljóðfæri, af ósýni-
legum höndum.”
Alma stundí við er hún heyrði þetta, svo
maðurinn hennar sló út í aðra sálma, en leit í-
byggilega á lávarðinn.
“Jæja, við skulum ekki tala meira um það.
Hvað kemur þér til að halda, að þetta sé ekki í
fyrsta sinn, sem þú kemur til Crags, Alma?”
“Eg — eg veit ekki. Mér finnst að eg muni
eftir stað, svo líkan þessum.”
“En þú þekktir ekki húsið þegar þú komst
að því.”
“Nei en eg mundi eftir svölunum útifyrir
húsinu, og------”
Hann hélt í báðar hendur hennar meðan
hann talaði.
“Manstu ekki hvernig eg lýsti fyrir þér,
hvernig allt lítur út hérna í húsinu, bæði eikar-
stiganum og hvernig gömul gluggatjöld héngu
fyrir gluggunum hér á svölunum?”
“Ó — jú, eg man það allt saman —ó! og
mikið meira. Eg man það alltsaman svo vel, það
er sem mynd fyrir augum mínum — bratti stíg-
urin með tröppurnar upp bakkan, sem lá —”
Hún horfði eins og dreymandi fram fyrir
sig, meðan hún lýsti þessu með sundurslitnum
orðum og í veikum róm. Maðurinn hennar
slepti höndunum hennar og tók fram í fyrir
henni.
“Hún gleður sig eins og barn við að lýsa
þessu, Kildonan lávarður, og hún gleymir engu
smá atriði. Það er hennar mesta skemtun að
heyra sannar og greinilegar fréttir um, hvar eg
hef verið og hvað eg hef gert.”
“Það er mjög fallegt — sannarlega fallegt”,
sagði lávarðurinn. “Og hér eftir vona eg, að hún
komi oft með þér og sjái hvað þú ert að gera.”
“Eg er viss um að hún vill það,” sagði Mr.
Crosmont, sem svaraði fyrir konuna sína, sem
hann hafði tekið í hendina á til að leiða hana
út úr herberginu. “Og nú, ef þú vilt afsaka okk-
ur, þá held eg að hún fari heim og fari úr þess-
um hálfvotu fötum, áður en hún ofkælist.”
“Hún verður að vera hér og borða með okk-
ur! Eg er vissum, að við getum fundið þurr föt
handa henni, hún lætur það ekki standa í vegino
þó hún í þetta eina skifti sé ekki eins vel búin og
hún mundi óska,” sagði lávarðurinn.
“Eg er hræddur um að yðar náð verði að
afsaka hana í kvöld. Hún hefur þegar reynt
meira á sig í dag en holt er fyrir hana,” sagði
Mr. Crosmont og leyt hatursfullum augum til;
læknisins, og sagði góða nótt til lávarðarins ogi
fór svo með konuna sína út úr herberginu.
“Farðu á eftir þeim Aphra, og fáðu hana
til að koma aftur,” sagði lávarðurinn, og er
hann hafði beðið læknirinn að koma með sér,
gekk hann á undan inn í skrifstofu sína, þar
var logandi ljós á lampa með grænum kúpli yfir
og lýsti ekki upp nema lítinn hluta herbergis-
ins, þar sem skrifborðið var og einn stóll.
Hann lagði hendina ánægjulega á pappírs-
pakka sem lá á borðinu, og heiðraði gest sinn
með því að gefa honum stutt yfirlit yfir sitt
heimspekilega starf, sem hann hafði unnið að
síðustu fjórtán daga; en svo kom hann brátt
aftur að því, sem þeir höfðu báðir verið sjónar-
vottar að, og sem hafði haft djúp og sársauka-
kend áhrif á hann.
I
“Vesalings konan virðist að hafa mjög
undarlegar ímyndanir, ef það er satt sem mað-,
urinn hennar segir; finst þér það ekki líka, dr.;
Armathwaite ?”
Professional and Business
" Directory—
Office Phone
94 762
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Talsími 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfræðingur í augna, eyrna, nets
og kverka sjúkdómum
209 MEDICAL ARTS BLDG.
Stofutími: 2—5 e. h.
“Jú, hún er óvanalega tilfinninganæm að |
eðlisfari, og móttækileg fyrir áhrifum, sem hafa 1
engin áhrif á sljóari manneskjur.”
“Þú heldur þó ekki að það sé neitt rangt á
ferðum þar upp í húsinu á hæðinni?” spurði
lávarðurinn og bar hendina upp að enni sér.
“Nei, það vil eg alls ekki ímynda mér.”
“Jæja, þá”, svo varð dálítil þögn. “Heyrir
þú ekki, að hún talaði um brattan stiga, með
tröppum upp bakkan?”
“Jú.”
“Það var sjáanlegt, að maðurinn hennar
hefur sagt henni um það, en þessi stígur er
aldrei notaður, og eg hélt að engin vissi neitt
um hann, nma Apihra og eg. Hann liggur að litl-
um dyrum á neðstu hæð á austurvæng bygging-
arinnar. Eg lét búa þar til hlið dálítin spöl frá
húsinu og byggaj háa gyrðingu út frá því til j
beggja handa, strax eftir að eg kom hingað, er j
eg komst að því, að sumt af þjónustufólkinu
brúkaði þessar dyr til að laumast út og inn um
hvenær sem var á nóttinni. Á hliðinu er sérstak-
ur lás og eg hef lykilin, svo það er augljóst að
hann hefur sagt henni frá þessu, finst þér það
ekki?’
“Lafði Kildonan hefur þá hlotið að segja
honum um það.”
“Já, það er auðvitað”. Ánægður með þessa
skíringu snéri hann máli sínu að öðru. “Heldur
þú að Mr. Crosmont sé eins góður við konuna
sína eins og honum ber að vera? Eg verð að við-
urkenna, að mér geðjast alls ekki að hvernig
hann talaði til hennar.”
“Það er kanske erfitt fyrir hraustan og frísk
an mann, eins og hann er, að gera sér grein fyrir
hve taugaveikluð og tilfinninganæm konan hans
er. Hann kallar sýnir hennar eintóman hugar-
burð. En kanske engin nema læknir getur gert
svo nákvæman greinarmun, að hann kallaði það
neitt annað.”
“Já, en — Dr. Armathwaite, setjum nú svo,
að það sé ekkert nema ímyndanir, er það nokkur j
ástæða fyrir manninn að tala svo hranalega til j
konunnar sinnar, sem hann hefir lofast til að.
vernda, og sem í neyð sinni lítur til hans fyrir ■
hjálp og hluttekningu? Nei, vissulega ekki,
minn góði vinur,” sagði lávarðurinn, sem nú fór
að ganga um gólfið til þess að komast aftur í ró,
eftir þá æsingu sem hann hafði komist í. “Held- j
ur þú, ef konan mín fengi slíkar ímyndanir
nokkurn tíma — sem hamingjan forði henni frá
— að eg sýndi henni minni hluttekningu og um-
önnun, eða elskaði hana ekki eins mikið fyrir
því ? Já, ef eitthvað það kæmi fyrir mína kæru
Aphra, sem gerir manneskjurnar brjálaðar, í
staðin fyrir að hafa alslags fallegar hugsanir
um músik og því um líkt, þá skyldi eg falla á
kné á hverjum morgni og biðja Guð að varð-
veita mig frá því að falla í þá synd, að álíta það
gott að slíkt kæmi fyrir hana, því slíkt aumkun-
ar ástand hjá henni mundi koma henni til að
leita trausts og hjálpar hjá mér — nokkuð sem
hún á velsældar dögum sínum gat ómögulega
látið sér til hugar koma að gera.”
Hann varð skjálfraddaður er hann talaði, j
hann stóð fáein augnablik með krosslagðar
hendur og hneigðu höfði, eins og hann hefði j
gleymt sér við þessar hugsanir. Svo leit hann
upp og brosti á einkennilegan hátt.
“Það er nokkuð sem eg hef hugsað all mik-
ið um,” sagði hann í rólegri málróm. “En eg
verð líka að eftirláta henni sérstakt frjálsræði.
En eg hef altaf farið eftir þeirri reglu: Ef kon-!
an sýnir trúskap sinn og verðskuldar traust, þá.
að láta hana fá vilja sinn, og sína henni umburð- j
arl/ndi í öllu. Það er ekki hægt að gera of mik-:
ið fyrir góða konu. Það er min skoðun, og eg
held a$ sú skoðun mín eigi fullan rétt á sér.”
“Mr. Crosmont gæti sér til hamingju fylgt
binni reglu í því, Kildonan lávarður,” sagði
læknirinn.
Það var alt sem hann gat sagt; en um leið
oer hann sagði þessi orð, óskaði hann, að árang-
urinn af þessari ólíku framkomu, þessara tveggja
manna hefði verið betri.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 97 538
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
THE WATCH SHOP
CARL K. THORLAKSON
Diamond and Wedding Rings
Agent for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE.
WINDATT COAL
CO. LIMITED
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office Phone 927 404
Yard Phone 28 745
H. HALDORSON
BUILDER
23 Music and Arts Studios
Broadway and Carlton
Phone 93 055
Winnipeg, Canada
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Eiirector
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Phone 26 328
Res. Phone 73 917
ÁSGEIRSON’S PAINTS,
WALL PAPER AND
HARDWARE
698 SARGENT AVENUE
Winnipeg, Man.
Telephone 34 322
The BUSINESS CLINIC
Spiecialize in aiding the smaller
business man to keep adequate
records and prepare Income
Tax Returns.
ANNA LARUSSON
508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130
O. K. HANSSON
Plumbing & Heating
CO. LTD.
For Your Comfort and
Convenience,
We can supply an Oil Burner
for Your Home
Phone 72 051 163 Sherbrook St,
PRINCESS
MESSENGER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smærri íbúðum
og húsmuni af óllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Simi 25 888
C. A. Johnson, Mgr
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg.
Office 97 932 Res. 202 398
ANDREWS, ANDREWS,
THORVALDSON &
EGGERTSON
Löglrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Pbrtage og Garry St.
Sími 98 291
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 9t.
PHONE 96 952 WINNIPEG
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountants
219 McINTYRE BLOCK
TELEPHONE 94 981
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funerai
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
selur likkistur og annast um
utfanr. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 27 324 Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 95 061
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 98 211
Manager: T. R. THORVALDSON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigurðsson
Contractor & Builder
1156 Dorchester Ave.
Sími 404 945
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 922 496
COURTESY TRANSFER
& Messenger Sert ice
Flytjum kistur, töskur, húsgögn.
píanós og kœliskópa
önnumst allan umbúnað á smá-
sendingum, ef óskað er.
Allur flutningur ábyrgðstur.
Slmi 53 667 1197 Selkirk Ave.
Eric Erickson, eigandi
LESIÐ HF.IMSKRINGLU
!JORNSONS
lÖÖKSTÖRÉI
Mm 1
702 Sargent Ave„ Winnípeg, Man.