Heimskringla - 28.12.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.12.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. DES. 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA STÆRRI EN FYR-148 blaðsíður 20 StÐUR t LITUM ar er þökkuð eða launuð með gjöfum,” sögðu stúlkurnar, “og okkur finnst við vera hérna eins og börn á okkar eigin heimili.” Á meðan eg var staddur á bæn- utn kom gjafaböggull með fatn- aði til annarar þýzku stúlkunnar frá ættingjum húsbónda hennar í Reykjavík. Stúlkan dansaði af gleði fyrir framan okkur, en hús- bóndi hennar túlkaði bréfið sem fylgdi bögglinum. en hvarf síð- an til vinnu sinnar og lét mig einan eftir hjá stúlkunum. Sem blaðamaður er það atvinna tnín, að vera forvitinn og í fram- haldi viðræðum okkar trúði Ilsa naér fyrir því, þó ekki án þess að roðna, að hún væri heitbund- in íslendingi, sem er smiður að atvinnu. En Dorothea var heldur ekki af baki dottin, því hún hafði kynst bifvélavirkja. (Ef til vill hefi eg nú tadað af mér og ljóst- að upp leyndarmálum, sem mér bar að þegja yfir, en þá bið eg á þessu mikillar afsökunar). En í stuttu máli sem sé þetta: Ánægja, gleði og ást hjá öllum aðilum. “Já, og þegar við förum á dansleiki”, röbbuðu stúlkurnar áfram, “leikur hljómsveitin ýms þýzk danslög okkur til heiðurs.” En þetta var nú aðeins auka- atriði, rétt til að sýna þá velvild sem Þjóðverjar eiga að mæta hér á landi. Þar sem eg varð að hraða för minni meir en áætlað var missti eg af samkomu sem landar mínir astluðu að efna til þarna í firð- inum. Þar var ætlunin að syngja þýzk ættjarðarljóð og rifja upp endurminningar frá heimaland- >nu. Að þessu hefði vissulega verið mjög gaman, en það fór nú sem fór. Skilnaðarkveðjurnar voru hjartanlegar og eg lofaði lönd- um mínum því að síðustu, að reyna að fá því til vegar komið bæði meðal ráðamanna hér í höfuðborg fslands og eins við ræðismenn fslands í Þýzkalandi, að fá hingað send þýzk blöð og rit. Takmarkið er að geta gefið öllum Þjóðverjum á fslandi tæki- færi til að fylgjast með því, sem gerist í þeirra éigin landi og lesa þýzkar bækur. —Vísir, 28. öktóber Unníð af kappi að hreinsuninni eftir skriðuföllin í Neskaupstað Undanfarna daga hefir margt fólk unnið að því að hreinsa hús og lóðir í Neskaupstað. Á sunnu- daginn vann um 200 manns, kon- ur og karlar, að hreinsuninni og hefir þegar mikið á unnizt, þótt mikið vanti á, að búið sé að hreinsa öll hús og lóðir, sem flóðið lagði undir í kaupstaðn- um. Bifreiðastjórar í kaupstaðn- um lögðu líka fram bifreiðar sínar og vinnu endurgjaldslaust. í gær var starfinu haldið áfam eftir því sem kostur var á. Læk- urinn, sem brauzt úr farvegi sín- um, hefir nú verið færður í hann aftur og gengið frá vatnsleiðslu til bráðabrigða, svo að öll hús hafa nú vatn og rafmagn. —Tíminn, 29. nóvember Danski Canadian klúbburinn, tfnir til sinnar árlegu Jólatrés- samkomu ásamt dansi í Army & Navy Hall, 299 Young St., föstu- daginn 30. des. kl. 7.30 e. h. Veit- ingar. Inngangur: Fyrir börn undir 16 ára aldri, ókeypis. Full- orðna $1.00; Félaga klúbbsins, 75c. * * * Ágætt skyr til sölu, aðeins 65c potturinn eða 35c mörkin. — Phone 31 570. Guðrún Thompson, 203 Mary- iand Street, Winnipeg. Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford “Og hvaða hætta er það sem hún mundi komast í?” “Það er leyndarmál sem engin nema eg og • ( hún veit neitt um.” “Maðurinn hennar — veit hann — hefur hann engan grun um það.” “Nei. Hann fær að vita alt um það á sín- um tíma; við skulum tala hitt fyrst, sem Alma viðvíkur.” Hann þagnaði og hugsaði sig um, svo byrjaði hann í lágum fjörlausum róm: “Fyrir tuttugu og tveimur árum síðan, var þetta hús, þar sem Crosmont hjónin búa, eins og þú hefur v-íst heyrt, prívat geðveikra- hæli, þar sem bara voru fjórir sjúklingar, sem borguðu mjög vel fyrir sig, og nutu. hinnar 'bestu meðferðar sem mögulegt var. Húsið til- heyrði skyldmenni mínu, velþekttum lækni, sem hafði lengi verið í London, en hætti lækningum til þess að starfrækja þetta hæli, þar sem hann vildi reyna nýja aðferð við geðveikis sjúkdóm- um, sem hann hafði sjálfur uppgötvað. Einn á- rangurinn af aðferð hans var sá, að mjög fáir í nágrenninu höfðu nokkra hugmynd um hvað gengi að sjúklingum hans. Eg var þá búin að vera nokkur ár í Branksome, þegar hann keypti þetta hús og byrjaði á þessu; og þar sem við 'höfðum ávalt verið góðir vinir, þá var eg mest af frístundum mínum hjá honum, og heyrði hann lýsa æfi sjúklinganna. Einn sjúklingurinn vakti sérstaklega áhuga minn. Hann hafði ver- ið músik kennari og tónskáld, æðislegur í út- liti með óeðlilega stór 'blá augu, og lét vitleys- islegar, en nokkur vitfyrringur sem eg hafði séð. En þrátt fyrir það, fekk eg þó brátt þá ímyndun að hann hefði að minnsta kosti eins mikið vit og eg. Hann hreint og bent hreif mig, og eg gat svo tímum skifti verið hjá honum og heyra hann spila — hann lék á öll hljóðfæri, og það jafn vel — eða hlusta á hans eldf jörugu háleitu ræður um rannsóknir hans í heimspeki, trúarbrögðum og segullækningum. Hann hafði ferðast imi allar álfur heims, og talaði átta tungumál, og það einasta sem eg gat merkt á honum sem bar vott um vitsmunaskort var það, að hann var ekki viss um 'í hvaða landi hann var fæddur. “Smátt og smátt vann eg traust hans og til- trú, svo hann sagði mér smátt og smátt eftir því sem honum datt í hug, og það á sinn eigin undarlega hátt, um allt sitt líf, sem honum þótti frásögu vert, en það var fátt af þvá um það sem hann hafði gert eða fyrir hann komið, eins og flestra er siður að gera. Hann talaði um tilfinn- ingar sínar, rannsóknir sínar og uppgötvanir. Það síðasta sem hann hafði lagt fyrir sig að stúdera og rannsaka af miklum áhuga og kappi var, segullækningarnar. Hann skoðaði segulmagnið, sem ennþá óþekkta orku, sem með tíð og tíma mundi umbreyta heiminum. Þegar hann talaði um það, og strauk sitt langa hár, og starði út í loftið, sínum geislandi glóandi augum, verð eg að viðurkenna, að það var f jærri því að vera meira rugl, en eg hefi oft heyrt frá mörgum ræðustólum, og augu hans geisluðu af trú og trausti á segullækningarnar.” “Þegar hann hafði sagt mér um trú sína og traust á segullækningum, spurði eg vin minn. hælislæknirinn, hvaða ástæða væri til þess, að músikin heyrðist einmitt á þessum stað, þar eð ímyndanir hans fengust við svo ólík hugðarefni. En svo fékk eg að vita að ímyndanir hans höfðu leitt til þess, að hann fór að gera tilraunir með konunni sinni, sem hann hafði haft svo algjör- lega dáleiðandi áhrif á, að hún hafði mist alla stjórn á vilja sínum; og foreldrum hennar, sem frá því fyrsta var gifting dóttir sinnar mjög á móti skapi og voru í engri ró fyr en þau gátu komið honum inn á þetta geðveikrahæli vinar míns. Það undarlegasta við það var, að hann skildi til hlýtar afstöð sína, og fór gðviljugur og án mótþróa á hælið.” “Þú heldur, að eg sé vitlaus”, var hann vanur að segja, og ypti góðlátlega öxlum. “Það var þessvegna að eg var settur í þetta fallega og loft góða hús, þar sem eg má spila— og spila og lesa — lesa frá morgni til kvölds, og það ér engin sem trublar mig. Eg veit hvað neyð er, og eg hef verið matarlaus, hér lifi eg eins og prins. Eg var rekin út úr hinni litiu tveggja herbergja í- búð í London, af því eg spilaði á fiðlu til klukkan fjögur á morgnana; hér spila eg alla nóttina; og þess á milli skrifa eg tónleik, og er ekki áreitt- ur af neinum. Já, þú getur haldið mér hér eins lsngi og þú vilt. Eg skal ekki kvarta.” Þessi tónleikur átti að vera hans stæsta afreksverk.. Hann var f.leiri ár búinn að hafa það í huga; hann var búin að skrifa textan, og var nú að semja lagið. Eg heyrði mikið af því. Eg va& vanur að sitja hjá honum í litlu loft-herbergi, þar sem vafningviðurinn vafði sig upp með glugganum.” Dr. Armathwaite fór að hugsa um Almu og músikina sem hún heyrði. “Hann spilaði fyrir mig uppáhalds lögin sín á fiðlu eða orgel, sem var sett inn í herberg- ið, honum til notkunuar. Svo sagði hann mér innihaldið í tónleikum sínum, og lagði mesta áherslu á hetju-karakter, sem hann setti fram svo hreinan, eins og nokkurt skáld getur gert.” Dr. Armathwaite hlustaði agndofa á þetta; hann var að hugsa um hver mundi verða endir- inn á þessari sögu. Textan til þessara tónleika,” sagði Dr. Peel, “hafði hann samið eftir sígildri sögu sem átti að heita “Tsych”. Tónverk hans áttu að vera hrein opinberun, bæði í músiki og skáldlegri list.” Svo sagði gamli læknirnn það helsta úr innihaldinu. “Og hvernig endaði svo þessi saga, sem hann hafði búið til?’ ’spurði Dr. Armathwaite þegar Dr. Peel þagnaði. “Ó, hann lauk aldrei við söguna, meðan eg þekkti hann. Hvað Tsych áhrærir, þá mætti hún að síðustu kærleikanum, og hún þekkti hann af því að hann var sá einasti, sem hún mætti, sem gat horft í augu hennar. Það var fögur saga, en ekki skáldleg, eins og eg sagði honum. Það var ekki við að búast að hann vildi hlusta á mig, og hann gerði það heldur ekki. Söguljóðið sem hann hafði samið, og músikin sem hann skrifaði við það, tók alla hugsun hans svo hann gat ekki hugsað um neitt annað.” “Hvað varð svo af honum?” “Foreldrar konunar hans, sem höfðu sent hann á hælið, tóku hann þaðan út aftur, þegar þau héldu að hún mundi deyja, hún var þá rétt- komin að því að fæða barnið sem hún gekk með en að ráða bót á þeirri óhamingju sem af tilraun- um hans stafaði var ekki hægt, því hún hnign- aði stöðugt meir og meir, og hafði stöðugt á vörunuum orðin, sem maðurinn hennar hafði lagt í munn kvenhetjunnar sinnar í tónleikn- um sínum, og af því svona stóð á var sent eftir honum, og eg sá hann ekki í nokkur ár, og er eg sá hann aftur, vesalingin, var hann orðin mjög hrumur, og þá nær reglulegu brjálæði en er hann var á hælinu. Konan hans var dáin, og hann var mjög aumkunarlega á sig kominn. Nú talaði hann ekki um tónleika, og eg þorði ekki að minnast á það við hann, til þess að vekja ekki upp í huga hans sársauka margra og sárra vonbrigða. Hann hafði með sér litla stúlku, sem hann sagði að væri fædd er móðir hennar hefði fæðst inn í segul svefnin, hún hét Alma, og var sama nafnið og kvennhetjan í tónleiknum hans, og eg ímyndaði mér að eg sæi hið sama blik — og það hygg eg að faðir hennar hafi ímyndað sér Hka — sem við höfðum hugsað okkur að hin ímyndaða Tsych í tónleiknum hefði. Hvernig sem því var varið, þá fékk eg sérstaka samhygð með þessu litla barni, og er faðir hennar litlu síðar lá banaleguna, tókst eg viljuglega á hendur að vera umsjónar- og fjárráðamaður hennar. — Þau bjuggu í húsi í London, sem tilheyrði ætt- ingja konunnar hans, sem var dáinn. Þetta fólk vildi fá að hafa barnið, og eftir að faðir hennar dó, vildi það ekki láta hana frá sér. Svo hún ólst þar upp og tilhneiging hennar til að lifa í draumaheimi, sem bar á þegar hún var barn, virtist að hverfa meir og meir eftir því sem hún þroskaðist. Eg lét hana læra í South Kensing- ton, listaskólanum, því hún hafði afburða list- gáfu, og er eg heimsótti hana sá eg að hún var ráðsett, starfsöm og elskuleg stúlka, og vel upp- alin — í fáum orðum allt það sem stúlka á að vera. Eg vildi taka hana heim með mér, en kon- an mín vildi ekki heyra það nefnt á nafn. “Það yrði bara til að koma í veg fyrir framtíðar tækifæri Millie” mín góða Millie, var auðvitað vera, og sem bara þarfnaðist góða konu til þess að gera hann að eins góðum manni, eins og nokk ur kona gæti óskað.” Gamli maðurinn þagnaði sem snöggvast og virtist vera niðursokkinn í þungar hugsanir, um vonbrigði sín. Er hann hóf máls aftur, var málrómur hans veikari, og það var sjáanlegt að hann átti ervitt með að segja síðustu orðin í sögunni. “Eg vissi að Ned og Aphra höfðu leikið kærustu þar, er þau voru unglingar, en eg gat ekki ímyndað mér, að hann hefði í alvöru svo mikið áræði, að hugsa sér hana, er þau væru kominn á þann aldur, og enn síðuru er hún var gift.” Hann þagnaði, og sagði svo hægt og lágt og laut höfði sínu — “Mundi ekki gleyma hvað heiður og skylda býður, hennar vegna. Skilurðu mig, Dr. Armathwaite” — svo leit hann upp og talaði ákveðnara í bjóðandi róm — “Eg vil ekki kasta neinum skugga á karakter Aphra Kildon- an. Aphra er eins og gyðja, sem getur vakið ást- ríður manna með tilliti sínu, sem lætur í ljósi tilfinningar sem hún á ekki til; eða svo hef eg litið á það, og eg hef þekkt hana síðan hún var barn. Afleiðingarnar af þessu hafa verið verri fyrir Almu, heldur en hún hefði gert eitthvað verra gagnvart henni, heldur en hún hefir gert. Professional and Business Directory- Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO.LTD. For Your Comfort and Convendenoe, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr DR. A. V. JOHNSON DENTIST 9 506 Somerset Bldg. 9 Office 97 932 Res. 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Finandal Agents Simi 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studioe Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingor Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth 9t. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nluif»r>TTr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investmen COMPANY Rental. Insurance and Finandal Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bld* GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipf PHONE 922 496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskópa önnumst allan umbúnað á smá sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Slmi 53 667 1197 Selklrk Ave. Eric Erickson, eigandi ÍÖÖKSfÖRÍl 'JÖfíNSONS LESIÐ HFIMSKRINGLU 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.