Heimskringla


Heimskringla - 04.01.1950, Qupperneq 6

Heimskringla - 04.01.1950, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JANÚAR 1950 Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford Eg veit þetta allt saman, eins og þú sérð, og til allrar óhamingju sé eg þennan ömurlega sorg- arleik rétt hérna þar sem eg er hér í herberginu en get ekkert gert.” Hann þagnaði. Sagan var sögð. En það var ennþá saga, sm Dr. Armath- waite vildi heldur fá að heyra. “Þú sagðir”, sagði hann dálítið hikandi, “fyrst þegar eg kom hér, að það gæti skeð, að það væri auðveldara fyrir nýkominn mann að vera óháðari í þessu máli, en þú gætir verið.Ef þú vilt nú koma mér á rétta leið, og gefa mér nauðsynlegar leiðbeiningar, þá skal mig ekki skorta vilja til að haga mér þar eftir.” “Það er eg vissum”, sagði Dr. Peel. “En eg er orðinn hræddur um, að það sé orðið of seint að blanda sér í þetta mál, það mundi bara setja Aphra Kildonan í meiri hættu, án þess að það hjálpaði Almu Crosmont hið minsta.” “Viltu segja mér í hverju, að hættan fyrir lafði Kildonan er fólgin?” “Ekki í kvöld”, sagði gamli læknirinn snögt og dróg sig til baka, eins og honum væri nauðugt að sega leyndarmál sitt, og það gerði Dr. Armathwaite hræddan um, að hann mundi kanske aldrei segja það. “Eg er orðin þreyttur, eg get ekki talað meira í kvöld. Eg skal tala við þig á morgun — já á morgun.” sagði Dr. Peel. Og er Dr. Armathwaite rétti honum hend- ina og sagði góða nótt, sá hann í andliti gamla mannsins svipbrigði, sem alt í einu rak allar hugsanir um leyndarmálið úr huga hans, og setti á hann hrygðar og alvöru svip, svo hann gekk út úr herberginu, með löngum og jöfnum, hæg- um skrefum, eins og er maður gengur út úr her- bergi, þar sem dauðin er á leiðinni inn. Hann sneri sér í dyrunum, og horfði lengi á gamla læknirinn, sem hafði tekið svo vel á móti sér, og sýnt sér svo mikla tiltrú. Meðan hann stóð þar, þegjandi, og hreifingarlaus, sneri Dr. Peel sér við, og er hann sá svipin á andliti Dr. Arm- athwaite, rétti hann út hendina og brosti veiku brosi til hans. Dr. Armathwaite sneri strax til baka og tók með miklum innilegleik hans mögru og köldu fingur í sína heitu og sterku hendi. Þetta þétta og innilega handtak, virtist sem snöggvast koma lífi og krafti í hruman líkama gamla mannsins; og hann endurgalt handtakið svo hjartanlega.. “Eg er svo hjartanlega glaður að þú komst hingað”, sagði Dr. Peel í veikum róm. “Eg get nú hvílt í ró, er eg veit að slíkur maður sem þú tekur við starfi mínu þegar eg er farin. Eg hef ánafnað þér þetta borð, með þeim skjölum sem í því eru. Þau segja þér allt sem þú óskar að vita um þetta mál, þú verður að gæta þeirra vel, geyma þau 1 læstri skuffu, eins og eg hef gert. Góða nótt, Guð blessi þig, Dr. Armathwaite”. Þeir horfðu alvalega hvor á annan um stund og svo skildu þeir, og það var með nýrri og dýpri tilfinningu um skyldu og ábyrgð og al- varlegum ótta, að ungi læknirinn lokaði hurð- inni að svefn herbergi sjúklingsins á eftir sér. Það hljómaði fyrir eyrum honum hin hátíðlegu orð, sem hann heyrði gamla læknirinn segja, og er hann kom ofan í forstofuna, tók hann hatt sinn og frakka og gekk út úr húsinu í áttina til Mereside. Hann var nú á valdi hins dularfulla máttar, sem tvisvar áður hafði á móti vilja hans, eins og leitt hann til, Mrs. Crosmont. Með sögu hennar í huga sér, sem hann hafði svo nýlega heyrt, lagði hann á stað, án frekari umhugsunar. Það var kalt og skuggalegt kvöld, sudda- regn, og þoka ofan að jörðu; engin umferð á veginum, og dauða þögn allt í kring. Hann var komin hálfa leiðina á milli Bankesome og Mere- side, þegar hann fór að hugsa um, hve bjánalegt það væri af sér að ætla að fara að heimsækja gifta konu, þvert á móti vilja mannsins henn- ar. Svo datt honum nokkuð í hug, sem kom hon- um til að hægja göngunni. Það var e'inmitt þetta kvöld, sem Mr. Crosmont átti að fara til Liver- pool. Hann fór að hugsa nánar um þetta, og sá að það var hreint af og frá að hann færi heim að húsinu, þegar hann vissi að húsbóndin var ekki heima, sérstaklega iþegar hann hafði verið búin að fyrirbjóða sér, að heimsækja konuna sína aftur. Hann sneri við og gekk hratt til baka. En þá sá hann fyrir framan sig í þokunni, andlit Almu náfölt og afmyndað, neðri vörin hékk nið- ur og augun eins og í frosnum fiski, en það var eins og hún hvíslaði í eyra hans, er vindurinn blés krapregninu í andlit honum. —Kondu, kondu! Yfirgefðu mig ekki! — Hann sneri við aftur, og það var eins og lyngdi og birti til í lofti. Fullur ótta og kvíða hélt hann nú áfram í áttina til Mereside, án þes3 að stanza. 19. Kafli Þokan varð þéttari og slyddan breyttist í úðarigningu, þegar hann kom að skógar trján- um, þar sem hann hafði fyrst mætt Almu, þar sem vegirnir mættust, leit hann upp á hæðina til hægri og sá á hornið á húsi Ned Crosmonts, sem var tilsýndar eins og svört hrúga, því það sást ekki ljós í neinum glugga, og ekkert sem bar vott um að þar væri nein lifandi vera, og klukkan var þó ekki orðin tíu. Hann furðaði sig hvernig á þessu stæði, og reyndi að halda áfram uppeftir brekkunni að húsinu. Þetta afl sem hafði eins og dregið hann áfram, virtist nú alt í einu að hafa horfið, alveg eins og tvisvar áður, er hann var undir sömu áhrifum, og hann fór að hugsa um, hvaða bjáni hann væri að láta leiða sig til svona án vitundar. Hann var nú búin að ná fullu valdi yfir sér, og var nú ákveðin í að snúa sem fljótast heim aftur, og er hann var kominn ofan af hæðinni, að trjánum við vatnið, var eins og þyturinn í laufi trjánna og öldu- skvampið við ströndina bæri honum til hjarta, og gerði hann órólegan og hræddan. Hann vissi ] að það var engin manns málrómur, þessi rödd j sem hrópaði á hann ,en það var rödd sem barst j honum til eyrna, um mannlega þjáningu og bæn | um hjálp; honum fanst að hann hefði heyrt slíkt \ svo oft áður, en ekki gefið því neinn gaum. Er hann hafði staðið þannig um stund í ; hálfgerðu ráðaleysi og reynt að gera sér grein fyrir hinum undarlegu og óeðlilegu hugsunum sem ásóttu huga hans, þá virtist honum að þetta veika harma kvein, sem var svo að segja eins og undirhljómur við annan hljóm sem hann heyrði að kom frá hinu megin við vatnið. Hann varð á sama tíma gripin af ómótstæðlegri löngun ti! þess að halda áfram eftir lægri brautinni, og fara svo hærri vegin til baka, og koma alveg upp að húsi Crosmonts, og reyna að komast að því, hvað það hefði verið sem kom honum til að fara út í hrakviður svo seint á kvöldi um hávetur? Þegar hann kom þangað sem hærri og lægri vegirnir mættust, rétt fyrir utan þorpið, Mer- eside, hafði hugur hans hvarflað til Dr. Peel og sögu hans, og þess sambands, sem var milli hljómleiksins, sem hið gamla tónskáld hafði skrifað, og músikinnar sem dóttir hans 'heyrði innan hinna sömu veggja. Var ekki hinn dáleið- andi músiks draumur orðin að virkilegleika? Var ekki það, sem hugur hans og hjarta hafði lagt að í tónleikin orðið lifandi í Almu, eins og j í “Psyohe” í tónltiknum? j Hann fór að hugsa um hina gömlu grísku j sögu, um hina fögru Psyche, sem var dæmd til i að giftast óvætti, og sem gyðjan Venus ofsótti vegna afbrýissemi. Er honum kom þessi gamla saga í hug ,datt honum í hug önnur svipuð saga, j sem honum var nú orðin kunnug. Lafði Kildón- an í sinni geislandi fegurð sem reyndi að vinna hann, og hafa þannig bæði hann og Crosmont í sinni hendi. Hún lét sér á sama standa um hinn aldraða eiginmann sinn, sem gat ekki hugsað I neitt illt um konuna sína, sem hann elskaði og j nú var henni sama um gamla læknirinn, sem j var að dauða komin, beygður undir þeirri byrgði j sem lá eins og farg á herðum hans dag og nótt j hennar vegna, og um framtíð Almu Crosmont, j sam var í hættu að missa vitið, og lífið líka í sam j kepni hjartalauss keppinauts. Hann var lengi að velta þessum hugsunum fyrir sér, þar til annað komst ekki að í huga hans. Honum virtist sem hann sjá Almu í þok- | unni, líta út sem sorgmædda í dökkum búningi. | Hann hélt áfram, en þessi vera var stöðugt fyr- ir augum hans, þangað til að honum fór að detta í hug, að þessi vofa sem hann sá fara á undan sér, hlyti að vera lifandi manneskja, en alls ekki neitt fyrirbrigði. Hann tók i)ú eftir því, að hann var komin fram hjá Mereside og ofan að vatns- endanum. Þessi vofa hvarf honum sjónum af og til, en kom svo aftur í ljósmál, een hélt stöðugt áfram, án þess að stanza né líta við. Hún gekk svo hart að hann gat varla fylgst á eftir henni, svo það var ekki hægt að ímynda sér að það væri hin virkilega Mrs. Crosmont. Hann gekk eins hart og hann gat, en gat ekki dregið hana uppi. — Þessi eltingarleikur hélst þar til hann var kom- in inn á milli gisinna trjáa, neðst í hæðinni, fyrir neðan hús lafði Kildonan, Crags! Honum varð meir en lítið bylt við, er hann sá, að það var ekki svipur eða vofa sem hann elti Þessi vofa hélt áfram meðfram hæðinni, og fór yfir vegin sem liggur upp að húsinu og virtist að stanza eitt augnablik, við þéttan kjarrrunna, sem lokaði fyrir leynistigin. Hann hvatti nú sporið og komst að runnanum. Hann ýtti grein- unum frá sér og hélt áfram eftir leynistignum. Það var hæði blautt og sleipt, eftir rigninguna, að ganga eftir þessum mjóa stig, þó dimt væri, gat hann séð í blautri moldinni för eftir litla kvenmanns fætur, en hann sá nú ekki til vof- unnar sem hann fylgdi. Þegar hann kom þangað sem steintröppumar voru, heyrði hann hljóð, eins og lykli væri snúið í riðgaðri skrá, hann flýtti sér, en er hann kom að hliðinu, fann hann að það var læst, og ómugulegt að komast lengra. Hann stóð kyr ofurlitla stund við hliðið, en af- réði brátt hvað hann skyldi gera. Hann gekk of- an hæðina þar til hann kom að veginum, sem liggur þar upp að húsinu. Hann hugsaði sér að gæta þess hvort nokkur færi frá Crags, eftir leynistignum eða aðalveginum. Hann gekk uppihaldslaus í fjóra klukku- tíma á milli þessara vega, án þess að heyra nokkuð hljóð, eða verða nokkurs var. Um mið- nætti hætti að rigna og birti til í lofti, og tungl- ið braust fram milli skýjanna og tunglsbirtan sló silfur línum á vatnið, gegnum þokumóðuna sem enn lá yfir því. Hann beið enn um stund, ef hann skyldi verða einhvers var, sem hann var orðin vonlaus um, og var að hugsa um að fara heim til sín og leit á úrið sitt, sem var að verða tvö. Hann gekk einn hring enn, en er hann kom að innganginum að leynistignum og mætti þar konu sem braut sér braut gegnum kjarr-runnan, varð honum svo bilt við, eins og hann stæði aug- liti til auglitis fyrir framan liðið lík, og rak upp veikt undrunar óp. Það var Alma Crosmont. í hinu daufa tunglsljósi leit hún út sem draugur, hún hafði djúpar dökkar rákir undir augunum. Hún starði beint framfyrir sig, eins og hún sæi ekkert, var- ir hennar skrælþurar, voru hálf opnar, og andlit- ið var eins og steingjörfingur. Hún virtist ekki sjá manninn sem stóð fyrir framan hana, en gekk bara beint áfram, og hélt höndunum fram fyrir sig. Er hún var rétt komin að honum, vék hún til hliðar til að komast framhjá honum og er hún hljóp fram hjá honum tók hann eftir því, að hún dró þungt andan, með hrætuhljóði, eins og maður sem líður illa í óværum svefni. Hann fór á eftir henni og kallaði til hennar. Hún ansaði ekki, en hélt áfram með sama hraða þó hún virtist svo þreytt að hún gæti varla hreift fæturnar. Það voru næstum tvær mílur heim til hennar. Hann var orðin kú uppgefin er hann kom að húsi hennar, hann var undrandi yfir þessum æðisgengna krafti sem gerði þess- ari veikbygðu konu mögulegt að komast þetta Hún fór inn í húsið um bakdyrnar sem voru opnar. Hann beið dálitla stund til að vita ef hann sæi ljós í nokkru herbergi í húsinu, en er hann sá hvergi ljós, sneri hann á leið heim til sín til Branksome, hryggur í hug, en sannfærður um að hann hefði komist lengra á leið með að uppgötva leyndarmálið á Crags. Dr. Armathwaite, sem var þreyttur eftir næturgönguna, svaf óvanalega lengi frameftir morgninum, eftir og var lerkaður er hann vakn- aði. Undir eins og hann hafði borðað morgun- verðinn fór hann upp til Dr. Peels, sem hafði ekki farið á fætur, en lét reisa sig upp á kodd- anum, svo hann gæti heyrt hvað ungi læknirinn hafði að segja um næturferðalagið. Áhyggju- fullur og stúrin í bragði, sagði hann við Dr. Armathwaite, að hann vildi biðja hann að fara til Crags, með bréf til lafði Kildonan. “Ef þú vilt gera svo vel og rétta mér pappír og blýant, svo skal eg senda bréfið ofan til þín, þegar eg er búin að skrifa það”, sagði Dr. Peeh Dr. Armathwaite kvaddi hann og fór ofan í borðstofuna ,þar sem hann mætti Millie, sem var í góðu skapi, hún hljóp sem fljótast út í gluggaskotið og beygði sig yfir einhvern dýr- grip, sem hún hafði falið í saumakörfunni sinni sein hékk undir glugganum. Dr. Armathwaite tók æfinlega svo mikla hlutdeild í því sem henni þótti mikið varið í og þau voru svo samrýnd, eins og systkini, svo hann gat spurt hana án þess að viðhafa nokkrar serimóníur um hvað sem var. “Hvað er það sem þú hefir þarna?” spurði hann, er hann stóð bak við hana, og sá hana láta eitthvað í saumakörfuna. “Ekkert sem er þess vert að sýna þinni tign”, svaraði hún og sneri sér að honum, en hélt þó hendinni á saumakörfunni. “Er það eitthvert leyndarmál?” “Ó-o nei — ekkert svo merkilegt.” “Því má eg þá ekki fá að sjá hvað það er?” “Þér mundi hvorki vera ánægja né hugþró í því”. “Þú hefir rangt álit á mér. Eg er svoleiðis sinnaður, að eg get þagað um svoleiðis smá- muni.” “Mitt litla leyndarmál eru ekki neinir smá- munir, get eg fullvissað þig um það.” sagði Millie og hló. “En Millie, eg dey af forvitni. Er það eitt- hvað sem einhver hefur gefið þér?” “Já”. “Þá hlýtur það að vera bók. Annað gæti það ekki verið, sem þú fagnaðir svona mikið yfir”. “Nei, það er ekki nein bók”. “Pakki með blómsturfræi?” “Nei”. “Þá veit eg ekki hvað það getur verið sem þér þykir svona vænt um, nema að það sé eitt- hvað handa fátæklingunum. — Já, —nú veit eg það — það er sínnepsplástur handa einhverri af gömlu konunum sem þú ert altaf að hlynna að”. “Nei.” “Segðu mér það þá?” “Það er bréf.” “Eréf! Og frá hverjum er það?” “ En minn góði maður, finnst þér ekki að þú sért að verða nokkuð nærgöngull?” “En þú lest altaf béfin þín upp hátt?” “En eg vil ekki lesa þetta bréf upp hátt”, sagði Millie með alvöru svip. Hvernig hún sagði þetta, og hinn óvanalegi svipur á andliti hennar , gerði Dr. Armathwaite forviða. “Þú vilt þó líklega ekki segja að það sé ástarbréf, Millie” ,sagði hann með nokkurs kon- ar álasi og undrun. . “Því gæti það ekki verið? Er það eitthvað sem þú hefur aldrei haft neina reynslu í?” “ó, eg veit, að heimskar stúlkur geyma og varðveita slíkt, en eg hélt að þú hefðir meira vit”. “En, minn góði Frank, þú getur ekki dæmt um vitsmuni mána, fyr en þú sérð hverju eg svara”. “Nú, eg vona að þú sért þó ekki að hugsa um að segja já. Ef iþú gerir það, þá missirðu mína virðingu og álit, sem þú vinnur aldrei aftur”. “Þú sannarlega neyðir mig til að taka þetta mál til yfirvegunar.” “Eg verð að biðja þig að gera meira en það, Miss Peel. Eg verð að biðja þig að hafna tilboði þessa manns án nokkurrar minstu umhugsunar. Eg vil ekki tala um mínar eigin tilfinningar, sem eru særðar djúpu særi með umhugsunina um meðbiðil. En eg vil undir öllum kringumstæð- um setja skilyrði. Ef þú tekur þessum manni og giftist honum, þá verðurðu að búa hér nálægt, svo að þú getir komið hingað á hverjum morgni um morgunverðarleytið því eg vil ekki vera þess valdandi, að Mrs. Peel búi til morgun kaffið mitt. Hún kemst æfinlega í illt skap við að gera það, hristir könnuna og gerir kaffið þykkt eins °g graut, og þar að auki lætur hún mig aldrei fá nógan sykur. Þú misvirðir ekki að eg segi þetta?” “Nei, alls ekki. Það sem þú segir er mjög skynsamlegt og sýnir mikið af góðum vilja.” “Já, og að eg þannig áskil mér vissa hluti er betra en að eg skyldi alveg setja mig á móti, að það væri lýst til hjónabands með þér. Má eg fá að heyra hvað þessi vesalings maður heitir?” “Eg vil ekki segja þér það. Við fríðu stúlk- urnar verðum að vera býsna aðgætnar með það. Eg vil altaf forðast blóðs úthellingar í þeim málum, ef mér er mögulegt að koma í veg fyrir það.” “Þá skal eg ráðast hér á allt umhverfið. Þú veist hve heitt er blóðið 1 Armathwaite ættinni”. “Og mundir þú ganga svo langt að ráðast á London”? “Hm. Eg býst við að eg yrði að hugsa nán- ara um það. Þessi hataði biðill er þá vesalings London maður?” “Já, að því leyti, sem hann hefir búið i Bed- ford Square eina viku.” “Bedford Square!” endurtók Frank með hægð, og ofurlítið bros sást í munnvikum hans, sem breiddist meir og meir yfir andlit hans, eft- ir því sem Millie roðnaði meir og meira, sem fór henni mæta vel. “Þu meinar þó ekki, Millie, að segja, að það sé-------” “En því ekki”? og hló feimnislega. Svo varð hún alvarleg undir eins. “Satt að segja, er eg alveg undrandi yfir þessum heiðri”, sagði hún. “Eg — Eg hef aldrei áður fundið eins mik- ið til þess hve ófríð eg er, eins og nú, er eg hugsa til að geta einn fagran veður dag orðið kona Mr. Hugh. Crosmonts, þá vildi eg óska að hægt væri að gera við nefið mitt. Það er svo skálmyndað, auðvitað dettur engum í hug að það sé blómstur bikar.” “Það er ágætt nef, Millie, og svona lagað nef er á mörgum góðum andlitum og andlitið þitt tilheyrir góðri og yndislegri stúlku.” “Nú, jæja. Það er ekki svo auðvelt að geta verið góð á þessum þrauta tímum. Eg held ekki, að honum hafi getað gengið fríðleikurinn til í þessu tilfelli.” “Það eru hinir sjaldgæfu ávextir, Millie, sem maður þarf að þekkja og kynnast til þess að kunna að meta þá. En er ekki okkar góði Hugh allt of gamall fyrir þig?” “Nei, eg er lika orðin hálfgerð kerling og mér geðjast ekki að óþroskuðum ávexti”. “Hvenær kemur hann til að heimsækja þig?” “Vertu nú rólegur. Það er nú ekki komið svo langt ennþá. Eg fékk bréfið með póstinum í morgun. Eg ætla ekki að svara þvl í dag, og eg ætla að reyna að halda mér frá að gera það á morgun. Eg vil ekki að það líti svo út, eins og eg hafi verið alveg tilbúinn að segja já, án neinnrar umlhugsunar. En að hinu leitinu er það ekki hyggilegt að láta það dragast, því hann sér kanske einhverja með fallegrra nef.” Hún var full af gletni en það var viðkvæmni í augum hennar og gleði hreinur í málrómnum, sem gaf til kynna að hjarta hennar var snortið. “Hefur þú nokkurn tíma beðið stúlku um að verða konan þín, Frank”, spurði hún eftir litla þögn. “Ó — já, þrisvar eða fjórum sinnum, og kanske oftar; en áreiðanlega þrisvar.” “Og sömu stúlkuna í hvert sinn?” “Nei, nei, altaf sina í hvert skiftið”.. “Frank, þú hlýtur þá að vera reglulegur daðrari.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.