Heimskringla - 05.07.1950, Page 2
2. SS)A
REIMSKBINGLA
WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1950
Froðleg og skemmtileg héraðslýsing
Eftir próf. Richard Beck
Það er þegar orðin harla fjöl-
þætt og yfirgripsmikil íslands-
lýsing, sem Ferðafélag fslands
hefir gefið út í hinum prýðilegu
Árbókum sínum um margra ára
skeið, enda eru þær kærkominn
lestur hverjum þeim íslending,
heima eða erlendis, er fræðast
vill um land sitt, sérkennileik
þess og fjölbreytta náttúrufeg-
urð.
Síðasta Árbók félagsins (1949)
skipar sæmdarsess á bekk með
eldri systrum sínum, því að hún
hefir inni að halda fróðlega og
skemtilega lýsingu á Norður-ísa-
fjarðarsýslu eftir Jóhann Hjalta
son, skólastjóra í Súðavík
Álftafirði.
Og sú glögga og þáttamarga
lýsing vakti upp í huga höfund-
ar þessarar umsagnar ljúfar
minningar um ánægjulega og
eftirminnilega ferð hans sjó-
leiðis frá Hólmavík til ísafjarð-
ar og landveg þaðan til Dýra-
fjarðar lýðveldishátíðarsumarið
atburðaríka. Þó að hann færi
eigi víðar yfir á þeim slóðum, sá
hann nóg af svipmiklu landslag-
inu til þess að sannfærast um, að
það er í heild sinni “stórskorið,
fjölbreytt og sérkennilega fag-
urt”, eins og segir í formála Ár-
bókarinnar, og enn betur kemur
í ljós í ítarlegri lýsingu höfund-
ar hennar.
Frásögn hans er að sama skapi
skipuleg, en bókinni er skipt í
þessa kafla: Inngangur, Land-
nám, Lönd og leiðir, ísafjarðar-
djúp að vestan, fsafjarðardjúp
að Norðan, Jökulfirðir, Aðalvík
og Hornstrandir, en lestina rek-
ur hreppatal í sýslunni.
Þessi greinagóða og nákvæma
lýsing ber því einnig vitni, að
höfundurinn er gagnkunnugur
staðháttum og héraðsháttum á
hinu viíðlenda svæði, sem hann
lýsir. Jafn handgenginn er hann
sögu háraðsins að fornu og nýju,
og fléttar inn 1 lýsinguna ýmsan
sögulegan fróðleik. Málið er á-
ferðargott og fellur vel að efn-
inu.
Góð bókarbót er einnig að
fræðandi og vel sömdum við-
aukum Þorleifs Bjarnasonar rit-
höfundar um sjóleiðina norðan
af Hornströndum til ísafjarðar
og inn um Djúp að sumar- og
vetrarlagi, enda er hann þaul-
kunnugur viðfangsefninu. Enj
samhliða því sem Árbókin er á-
gæt héraðslýsing, bregður hún
um margt, beint og óbeint, birtu
á atvinnuvegi og menningarbrag
héraðsbúa.
Bókin er ennfremur prýdd um
60 mýndum, yfirleitt mjög góð
um. Eru 16 þeirra prentaðar
sérstakan myndapappír, og njóta
sín drjúgum betur fyrir það
Gefa Margar þeirra glögga hug-
mynd um mikilúðleik landslags
ins vestur þar og sérkennilega
fegurð þess, svo sem hin merki
lega mynd “Flugsýn yfir fsa
fjarðardjúp“, sem hefir óvenju
lega vel tekist.
Vel sé því öllum þeim, sem
lagt hafa lesmál eða myndir til
þessarar Árbókar, og Ferðafé
laginu fyrir útgáfu hennar og
aðra starfsemi sína að því marki
að kenna íslendingum að þekkja
land sitt og meta. Það er þjóð
ræknis- og þjóðræktarstarf, sem
eigi verður ofmetið.
FRÉTTIR FRA ISLANDI
Bústofn landsmanna dregst
saman Þó fjölgar kútn og
hænsnum nokkuð
Samkvæmt nýútkomnum Hag-
tíðindum með hverskonar fróð-
leik og skýrslur um búskap á ís-
landi árið 1946, er m. a. frá því
skýrt að þá hafi sauðfjártala
landsmanna lækkað um 4% frá
árinu áður.
Alls töldu menn árið 1945
fram 532 þús. sauðkindur í land-
inu, en í fardögum 1946 var tal-
an komin niður í tæp 511 þús.
Þetta svarar til 4% fækkun, eða
um 21 þúsund sauðfjár. Síðan
heldur fækkunin enn áfram um
14 þúsund eða um 2.9% til árs-
loka 1946.
Nautgripir landsmanna töld-
ust 37.2 þúsund í fardögum 1945
en 38.4 þúsund í fardögum árið
eftir, og í 39.3 þús. í árslok 1946.
Þannig hefir þeim fjölgað um
rösklega 2000 á rösku ári, eða um
sem næst 6%;
Hrossum hefir fækkað stór-
lega eða úr 58.7 þús. í fardögum
1945 og í 47.8 þúsund í árslok
1946. Fækkunin á þessu tímabili
nemur því nær 11 þúsund hross-
um, eða um rösklega 19%.
Svín voru hér 478 árið 1945 en
fækkaði niður í árslok 1946.
Hænsnum hefir fjölgað gífur-
lega síðustu árin og tala þeirra
aldrei orðið hærri en 1946. Þá
eru þau talin 113 þúsund á öllu
landinu. Gæsum og öndum hefir
fjölgað nokkuð frá 1945, en loð-
dýrum hefir fækkað um meir en
helming frá því í fardögum 1945
og til ársloka árið eftir. Fækkar
þeim á þessu tímabili úr 4.7 þús.
og niður í 2 þúsund.
Niðurstaðan í heíld verður
því þannig að bústofn lands-
manna dregst saman og minnkar
á tímabilinu 1945 — 6 að undan-
skildum kúm og hænsnum, sem
eykst tölu vert. —Vísir 31. >maí
* * *
Páli V. G. Kolka boðið til
V esturheims
Þjóðræknisfélag fslendinga í
Vesturheimi hefir boðið Páli V.
G. Kolka, héraðslækni á Blöndu-
ósi, að koma vestur og flytja þar
fyrirlestra. Páll hefir ákveðið að
þiggja þetta heiðursboð, og mun
hann fara vestur í ágústmánuði
Páll mun fara víða þar vestra
bæði í Kanada og Bandaríkjun
um, og meðal annars mun hann
leggja leið sína vestur á Kyrra
hafsströnd. Hann gerir ráð fyrir
að vera tvo til þrjá mánuði
vestra. —Tíminn 10. júní
★ * *
Aðalfundur Eimskipafélagsins
Aðalfundur Eimskipafélags
íslands var haldinn í Eimskipa
félagshúsinu á laugardaginn var
og voru þar mættir fulltrúar, er
fóru með umboð rösklega þriðj
ungs hluthafa. Setti formaður
félagsins, Eggert Claessen
fundinn, en fundarstjóri var Ás
geir Ásgeirsson, bankastjóri og
fundarritari Tómas Jónson
borgarritari.
Áður en gegnið var til dag-
skrár, ávarpaði formaður félags-
ins Árna Eggertsson lögmann
frá Winnipeg og minntist starfs
Ihans og föður hans. Þakkaði Mr
Eggertson þennan sóma og þann
er sér, konu hans og dóttur hafði
verið sýndur með heimboðinu og
færði að lokum kveðju Ásmund
ar P. Jóhannssonar frá Winni-
Peg-
Síðan flutti formaður skýrslu
um hag félagsins og framkvæmd-
ir þess á liðnu ári, en gjaldkeri,
Halldór Kr. Þorsteinsson, lagði
fram reikninga.
Úr stjórninni áttu að ganga
Eggert Claessen, Guðmundur
Ásibjörnsson, Richar Thors og
Ásmundur P. Jóhannsson, en
voru allir endurkjörnir.
Guðmundur Vilhjálmsson hef-
ir nú veitt félaginu forstöðu í
tuttugu ár, og var þess minnzt á
fundinum. —Tímin, 13. júní
★ ★ ★
Vínarbúar heiðra S. Thor-
steinsson
Á aðalfundi Rauða kross Is-
lands 2. júní s. 1. afhenti ræðis
maður Austurríkis Jul. Schopka,
Scheving Thorsteinssyni for-
manni framkvæmdaráðs Rauða
Krossins, heiðurspening Vínar-
borgar, ásamt skrautrituðu á-
varpi, undirrituðu af borgar-
stjóra Og varaborgarstjórum. —
Skýrði Schopka svo frá, að heið-
urspeningurinn og ávarpið væri
þakklætisvottur Vínaibúa fyrir
veitta hjálp.
Á sama fundi var tilkynnt, að
Líknarsjóður fslands veiti R.K.
í. tíu þúsund krónur úr sjóðnum.
—Tíminn, 13. júná
* * *
Kennarastóll í íslenzku
við Manitobaháskóla
Þann 7. þ. m. flutti Árni Egg-
ertsson lögmaður erindi á fundi
í háskólanum, þar sem viðstadd-
ir voru forsetar háskóladeild-
anna, kennarar heimspekideildar
og nokkrir gestir, um stofnun
kennarastóls í íslenzku við Mani-
tóbaháskólann. Skýrði hann ítar-
lega frá fjársöfnun Vestur-ís-
lendinga og aðdraganda þessa
máls, en því er nú svo langt kom-
ið, að samningar hafa tekizt við
stjórn Manitobaháskóla um, að
slíkt embætti skuli bráðlega
stofnað. Hafa Vestur-íslending-
ar þegar safnað um 160,000,00
dollurum, en ætlunin er að stofn
féð nemi 200,000.00 dollurum. —
Mun íslenzkur fræðimaður verða
ráðinn til þessa starfs innan
nokkurra mánaða.
—Tíminn 13. júní
* * *
Víkingamót haldið á Hjaltlandi
i sumat
Þann 7. júlí í sumar mun kafli
úr sögu Víkingaaldar endurtak-
ast á Hjaltlandi og í Orkneyjum
Á víkingaöld höfðust við í eyj-
unum norrænir og aðrir váking-
ar, sem herjuðu með ströndum
Skotlands, Engíands og írlands
og komu þar við sögu fjöldi ís-
lenzkra manna. En í sumar hafa
víkingar í öðrum efnum valið
hinn forna samkomustað norr-
ænna og engilsaxneskra víkinga
til að rannsaka minjar og rifja
upp sögu forferðranna.
Dr. Einar Ólafur Sveinsson,
hefir skýrt frá því, að British
Council og háskólinn í Aberdeen
í Skotlandi efni til ráðstefnu vís-
inda- og fræðimanna í Leirvík
á Hjaltlandi daganna frá 7. til
20. júlí n.k.
Á hið svonefnda Víkingamót
hafa verið boðnir 35 menn frá
Norðurlöndum og Bretlandseyj-
um. Eru gestirnir forleifafræð-
ingar, sagnfræðingar eða mál-
fræðingar. Margir þeirra eru vel
kunnir meðal íslendinga.
Frá íslandi hafa verið boðnir
þeir prófessor Einar Ól. Sveins-
son og Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður. Sumir hinna nor-
rænu fræðimanna sem eru vel
kunnir hér, eru þeir Haakon
Shetelig frá Noregi og Dag
Strömback prófessor við Upp-
salaháskóla. Prófessor Ström-
back dvaldi hér á landi um
nokkurn tíma. Frá Danmörku
verður prófessor Jón Helgason,
og fulltrúi Færeyinga verður
Kristján Matras, sem er dósent í
Færeysku við Hafnarháskóla.
Meðal þeirra, sem koma frá
Bretlandseyjum má nefna Eric
Linklater, þekkt skáld og rit-
höfundur og Turvelle-Petre, sem
var um tíma sendikennari hér á
landi.
Þann tíma, sem Víkingamótið
stendur yfir, flytja fræðimenn-
irnir fyrirlestra um sögu nor-
rænna manna á víkingaöld og
rannsaka jafn framt sögulegar
minjar, sem gnótt er af á eyjun-
um. Þó ensk tunga og menning
sé þar yfirgnæfandi, má samt
enn finna sterk norræn áhrif á
máli og venjur eyjabúa.
—Tíminn, 3. júní
* * *
Þeir báðu að heilsa öllum og
öllu, sem íslenzkt er”
í fyrramorgun kom hingað til
lands vestur-íslenzkur bóndi,
sem ekki hefir ísland augum lit-
ið síðan 1903, er hann fór ellefu
ára gamall með foreldrum sánum
og systkinum vestur til Kanada.
‘Það var eyðilegt um að lítast,
>egar við flugum yfir Reykja-
nesskagann í morgunsárinu, og
mér varð á að hugsa: Það hlýtur
að vera erfitt um ræktun, ef
mikið af landinu er svona”.
Þessi íslendingur, sem kemur
nú heim til ættlandsins eftir
svona langa fjarvist, er Ásgeir
Jörundsson frá Lundar í Mani-
toba. Foreldcar hans, Guðbrand-
ur Jörundson frá Hólmlátri á
Skógarströnd og Jóhanna Ás-
geirsdóttir frá Kýrunnarstöðum
í Dölum fóru vestur frá Saurum
í Dölum, ásamt fimm börmun
Sínum, og var Ásgeir elztur
þeirra. Þrjú börn áttu íþau hjón
vestra. Þau namu land tíu miílur
austur af Lundar, en sá báér var
þá l'ítt byggður og engin járn-
brautarstöð komin þar. Eftir
daga foreldra sinna tók Ásgeir
við búskapnum og bjó á jörðo
inni þar til í fyrra. Og nú greip
hann tækifærið fyrsta sumarið
sem hann er maður búlaus, og
kom til íslands.
—Eg ihef aðeins verið hér einn
dag, sagði Ásgeir, og eg mundi
lítið, hvernig unihorfs var í
Reykjavík, þótt eg dveldi hér
eina viku, er við vorum á leið
vestur árið 1903. Tjörnin var hið
eina, sem eg mundi eftir. En
ihvernig sem Reykjavík hefir
verið 1903, þá er hér nú fallegur
bær, og útsýnið er svipmikið og
nýstárlegt sléttubúanum. En göt
urnar þykja mér bagalegar mjó-
ar, önnur eins kynstur og hér eru
af bílum.
Eg geri ráð fyrir að dvelja
hér svo sem tvo eða þrjá mánuði,
sagði Ásgeir ennfremur, og býst
Kaupið þennan
stóra
OGDF N'S
til Þýzkalands til framhalds-
náms, tók svo þátt í samkeppni
og var svo heppinn að sigra. Eft-
ir það fékk eg stöðu í Berlín og
dvaldist þar síðan í 9 ár.”
“Voruð þér ekki konsertmeist-
við að fara bráðlega vestur í Dalij ari við filharmonisku hljóm
í heimsókn til Guðjóns frænda: sveitina?
míns á Kýrunnarstöðum sem eg
hefi haft bréfaskipti við í nokk-jríkt. Wilhelm Furtwangler var
ur ár. Mig langar líka til þess að þá fastráðinn stjórnandi, en auk
sjá ýmsa staði, þar sem forfeður
mínir ólu aldur, og ferðast dálít-
ið um landið og kynnast fólkinu,
lífi þess og störfum.
Eins og áður er sagt rak Ás-
geir lengi búskap í Lundar-
aðrir
hans stjórnuðu ýmsir
heimsfrægir listamenn.”
“Hver er uppáhalds hljóm-
stjóri yðar?
“Það er örðugt að svara því,
en ef eg'ætti að nefna einhvern
byggðinni. Ó1 hann nautgripi tib sérstaklega, þá væri það ftalinn
slátrunar. Ásgeir sagði, að á de Sabata. Hann er logandi af
er varðar stjórnanda, einleikara
og hljómsveitina. Sú frammi-
staða var ágæt, ekki einungis
miðuð við aðstæður heldur al-
mennt, frá listrænu sjónarmiði.
Stjórnandinn, Robert Abraham,
sem er áreiðanlega afburða mað-
ur, vissi hvað hann vildi, og hon-
Jú, og það var mjög lærdóms- um fókst að fá hljómsveitina til
---- — - að lúta vilja sínum. Túlkun hans
var hárnákvæm og sönn. Vinur
minn Wilhelm Lanzky-Otto, er
líka mjög óvenjulegur. Lista-
maður á heimsmælikvarða. Þið
voruð heppnir að fá hann hing-
að.”
stríðsárunum hefði verðlagið ver
ið lágt, en seinna opnaðist mark-
aður í Bandaríkjunum, og nú er
verð á gripum dágott.
f Lundarbyggð er mjög margt
íslendinga, en nú eru gömlu ís-
lendingarnir óðum að hverfa af
sviðinu og fólkið orðið mjög
músik, stálminnugur, æfintýra-
legur maður.”
“Hvenær fóruð þér frá Þýzka-
landi?”
“Árið 1931. Eg var þá svo
heppinn að fá tilboð um kennara
stöðu í Manchester. Þar var eg í
mokkur ár, en svo var mér boðin
blandað öðrum þjoðflokkum. En samgkonar staða í London, og er
gömlu mennirnir hugsa oftj eg n£ prófessor við Royal Acad
heim, sagði hann, og margir voru emy 0£ MuSjc þar í borg
þeir, sem báðu mig að skila sinni^
innilegustu hjartans kveðju til
ættlandsins og þjóðstofnsins
heima — báðu að heilsa öllum og
öllu, sem íslenzkt er.
—Tíminn 10. júní
ÍSLAND KOM MÉR
Á ÓVART
“Þér hafið haldið hljómleika
víða í Evrópu, er ekki svo?”
“Nokkuð. Austast í Búdapest,
syðst í Róm, vestast í Dublin og
ídag, nyrzt í Reykjavík.”
“Þér hafið ekki komið hér
fyrr?”
“Nei, því miður, en eg vona
að eg eigi eftir að koma hingað
aftur, því hér er gaman að vera.
Rabbað við próf. Henry HoPt Landið er fallegt, og allir hafa
. ! verið mér góðir. Eg er búinn að
“Mér hefir komið ýmislegt á skreppa til Þingvalla, og ef ein-
óvart hér á íslandi”, sagði Henry hver saknar þaðan smásteins, þá
Holst fiðluleikari við fréttarit- er hann hjá mér; en eg er ófáan-
ara Vísis í gær, “sumt þægilegaj legur til að sltila honum, því það
eins og það, að hér skuli hafa er rninjagripur, sem eg ætla allt-
verið sólskin og blíða að undan- a£ að varðveita.”
förnu, blár himinn, eins og suð-j “Hafið þér kynnzt íslending
ur við Miðjarðarhaf, en annað Um fyrr en nú?”
nokkuð undarlega, eins og það^ “jU; eg hitti jðn Leifs í Ber-
að fá aldrei nýjan fisk. Eg kvart- lin j gamla daga. Seinna kom
aði undan því við vin minn í það { minn hlut að velja fiðluna
fyrradag, og þá bauð hann mér handa Birni Ólafssyni. Eg vona,
að borða hjá sér uppáhaldsrétt að það hafi tekizt sæmilega, því
minn — rauðmaga. Það er forláta mér hefir verið sagt, að Busch
fiskur. Eg fékk hann oft heima hafj orðið grænn af öfund, þeg-
hjá föður m'ínum á Jótlandi.” ! ar hann prófaði hana.”
“Var faðir yðar fiskimaður?”| *<Þér haldið hér hljómleika í
“Nei, hann var organisti, en for hvöld?”
feður mínir hafa sumir verið( «já; og hlakka, satt að segja,
sjómenn. Eg hefi rakið ætt mSna til þess gitt a{ þvf; sem mér
aftur til józks sjómanns, sem k0m á óvart hér — þægilega á
uppi var í byrjun 17. aldar, og ðvart, var að sannreyna hve góð-
frá honum hefi eg líklega rót- ir áheyrendur íslendingar geta
gróna virðingu fyrir sjómönn- Verið, en það varð mér ljóst, að
um og ofurást á rauðmaga eöa siðustu hljómleikum SymfónSu-
steinibít, eins og við köllum
hann heima.”
“Heima?”
“Já, það er barnsvani, og eig-
hljómsveitarinnar. Það var eins
og að koma í kirkju. Suðurlanda
búar hefðu æpt af hrifningu og
þeytt höttunum, en þið sátuð
inlega á eg alltaf heima í Dan-^ hljóðir og alvarlegir, biðu þess
mörku, þótt eg sé nú brezkur; stillilega, að tónverkinu væri
borgari, og “heim” fer eg alltaf lokið, og klöppuðu svo. Annars
var unaðslegt að hlusta á þessa
tónleika. Eg er kannski ekki
mikill listamaður sjálfur — um
við og við, bæði til að halda
hljómleika og eins til að heim-
sækja fjölskyldu miína.”
Hvenær fóruð þér fyrst að það Verða aðrir að dæma, en eg
heiman?
“Það er nú orðið langt síðan.
Eg var þá kornungur, nýlega
veit, hvað gott er eða ekki í
tónlist.
Eg fullyrði, að þessir tónleik-
búinn að fá atvinnu. Þá fór eg ar VOru prýðilegir, bæði að því
Ef þér skrifið eitthvað af
þessu rabbi okkar, þá færið öll-
um þessum listamönnum þakkir
mínar fyrir ógleymanlegt kvöld.
Þér megið líka segja frá því,
að brezka útvarpið BBC bað mig
að leita hér uppi íslenzkar tón-
smíðar, sem flytja mætti í Eng-
landi. Þeir íslenzkir tónlistar-
menn, sem eiga eitthvað fallegt í
handraðanum, ættu því að
hnippa í mig, áður en eg fer.”
*
Prófessor Holst ætlar nú að
fara að æfa ‘Kreutzer-sónötuna’
með Lanzky-Otto, svo vér verð-
um að láta hér staðar nurnið og
kveðja. Henry Holst er nafntog-
aður listamaður, en hann er auð-
sjáanlega einnig sannmenntaður
maður, látlaus, ljúfur og hlýr í
viðmóti. Vonandi verður honum
— og okkur — að þeirri ósk, að
þessi för hans til íslands verði
ekki hin síðasta. Vísir 24. maí
BENEFIT BY THlS
GOOD NEWS
COMBINATION
YOUR HOME TOWN PAPER
givcj you completc, dependable
locol newj. You need to know oll
thot ij going on where you live.
But you live aljo in o
WORLD where big eventj ore in
the moking — events which con
meon so much to you, to your
fob, your home, your future. For
constructive reports ond interpre-
totions of notionol ond interno-
tionol news, there is no substitute
for THE CHRISTIAN SCIENCE
MONITOR.
Enjoy the benefits of being
best informed—locolly, nationolly,
internotionolly — with your locól
poper ond The Christion Science
Monitor.
LISTEN Tuesday nights over
ABC stotions to "The Christion
Scienee Monitor Views the News."
And use this coupon
tedey for e speciol in- & „
troductory subscription. 4) I punds
The Chrltllon Scieoce Monltor
One, Norwoy ít., Botton 15, Mets., U.S.A.
Pleote tend me en Introductory
tubtcrlpNon to The ChritNan Science
Monltor — 26 Ittuee. I enclote $1.
PB7
(clty)
(sonel
(ttote)
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og fjölbreyttasta
islenzka vikufclaðið