Heimskringla - 05.07.1950, Page 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1950
Nordheim forseti
Þýtt heíii C. E. Eyford
“Náðuga jómfrú, eg verð fyrst og fremst
að biðja fyrirgefningar á því, hvernig kærastan
mín hefur lagt hald á vináttu þína. Kringum-
stæðurnar neyddu okkur til þess, þú veist sjálf-
sagt að eg hef beðið Wally mér fyrir konu, og
hún gefið mér já-yrði sitt; daginn eftir ætlaði
eg að biðja um samþykki foreldra hennar, en
faðir hennar vildi ekki við mig tala.”
“Og hann lokaði mig inni allan daginn”,
skaut Wally inní.
“Eg skrifaði honum, og beiddi hann um
samþykki til ráðalhagsins”, sagði Gersdorf, “og
fékk ískalt nei, án þess hann færði til nokkrar
ástæður. Baron Ersthausen skrifar mér —”
“Alveg viðbjóðsl'egt bréf”, skaut Wally aftur
inn í. “Eg veit að gamli karlinn sagði fyrir hvað
faðir minn skirfaði. Eg veit það því eg stóð við
skráargatið.”
“Það var að minstakosti fullt afsvar; en þar
sem Wally hefur fríviljulega gefið mér hönd
sína og hjarta, þá vil eg ekki láta aðra koma í
veg fyrir róttindi okkar, og þess vegna hef eg
álitið að eg hefði rétt til þessa samtals, þó það
fari fram án vitundar foreldra hennar. Eg bið
aftur um fyrirgefningu, náðuga jómfrú, þú get-
ur verið viss um að við vanbrúkum ekki vinsemd
þína.”
Þetta varð nú svo opið og einfalt mál, að
Alioe fór að finnast það ofur eðlilegt, og vildi
sýna þeim samhyggð sína. En hún gat ekki skil-
ið að þessi alvarlegi yfirlætislausi maður, sem
virtist að lifa fyrir embætti sitt, elskaði þessa
kvikasilfurslegu ótemju, Wally.
“Þú þarft ekki að hlusta eftir því sem við
tölum, Alice”, sagði Wally, eins og til að hug-
hreysta hana. “Fáðu þér bók til að lesa , eða ef
þú ert þreytt, þá hallaðu þér aftur á bak og
reyndu að sofa, við tökum það eklji illa upp,
þvert ámóti, gættu þess bara, að við verðum ekki
ónáðuð.”
Svo segjandi, tók hún Albert sinn og leiddi
hann með sér inn í liítið herbergi, sem var bara
aðskilið frá stofunni með hengi. Samtalið byrj-
aði með hljóðskrafi, en það entist ekki lengi,
hin litla fjöruga baronessa fór brátt að tala
hátt, og hr. Gresdorf fór að tala í háum róm, svo
Alice að lokum gat heyrt allt samtalið. Hún
lagði frá sér bókina þegar hún heyrði þetta
hræðilega orð, “að strjúka”.
“Það er ekki neitt annað úræði”, sagði
Wally í skipandi róm. “Þú verður að fara burt
með mig, og það strax eftir daginn á morgun, um
miðdagsleitið. Þá fer gamli föður, föðurbróðir
minn heim til sín, og foreldrar mínir fylgja
honum á járnbrautarstöðinna; þau leika svo við
hann. Á meðan þau eru í burtu getum við farið;
við förum til Gretna Green, látum gifta okkur
undireins — eg hef heyrt, að þar þurfi hvorki
lýsingar né leyfisbréf, né neinn annan undir-
búning — svo komum við til baka, sem gift
hjón. Svo geta allir mínir aðalbornu ættfeður,
staðið á höfðinu af gremju, og minn lifandi föð-
ur föðurbróðir með; Það er mér alveg sama um
þegar við erum gift.”
Þetta plan hennar sem hún var búin að
leggja niður fyrir sér, fann því miður ekki hið
eftirvænta svar, því hr. Gersdorf sagði með ró-
legri alvöru:
“Nei, Wally, það megum við ekki gera”.
“Ekki? Hversvegna ekki?”
"Vegna þess að það eru ýmsar lagagreinar
sem alveg fyrirbjóða slíkt. Þitt litla fljótfærna
höfuð hefur ennþá enga hugmynd um lífið og
skyldur þess; en eg sem kenni þessar lögreglu-
skyldur, það mundi sóma mér illa, sem er sér-
staklega kallaður til að vernda og gæta réttarins
að troða hann sjálfur undir fótum mér.”
“Hvað varðar mig um þín lög, og lagafyrir-
mæli?” spurði Wally bráð fornemuð út af hans
köldu undirtekt undir hennar æfintýralegu fyr-
irætlun. “Hvernig getur þú talað um svona óæf-
intýralegt mál, þegar það varðar ást okkar. —
Hvað eigum við þá að gera, ef foreldrar mínir
halda áfram að segja nei.”
“Fyrst og fremst að bíða, þangað til þinn
gamli föðurJföðurbróðir er farin. Það þýðir ekk-
ert að reyna að tala við þennan gamla stór-
bokka, eg er sem alþýðumaður í hans augum, al-
veg ósamboðin baronessu Ersthausen. En þegar
hann er farinn og áhrifa hans gætir ekki eins mik
ið á heimili þínu, þá skal eg fá föður þinn til
að hlusta á mig og reyna að yfirvinna fordóma
hans; eg býst ekki við að það gangi fljótt og
auðveldlega, við verðum að vera þolinmóð og
bíða.”
Wally stóð eins og steingjörfingur, er hún
heyrði þessa skýringu, hún sá alla loftkastalana
sem hún hafði byggt sér fallna saman. í staðin
fyrir rómanin sem hún hugsaði sér, með flótta
og heimulegri giftingu, sagði Albert henni að
vera hjá sínum ströngu foreldrum og vera þol-
inmóð, og kærastinn, sem hún vonaði að brynni
af þrá eftir að bera sig burt á örmum sér, var nú
svo formbundinn, eins og hans augnamið væri,
að fylgja hinum ströngustu lagasetningum í
sambandi við ástamál sín, það var meir en henn-
ar öra eðli gat þolað; svo hún sagði stygg í
bragði:
“Segðu heldur hreint út, að þú kærir þig
ekki neitt um mig, að þú hafir ekki kjark til að
leggja neitt á hættu fyrir riiig. Þegar þú tjáðir
mér ást þína talaðir þú í öðrum tón. Eg gef þér
loforð þitt eftir, eg skil við þig fyrir alla tíma,
— eg —” svo fór hún að gráta hátt — “eg skal
giftast einum eða öðrum manni, sem föður-föð-
urbróðir minn velur, en eg dey af sorg út af því,
að áður en eitt ár er liðið, ligg eg meðal for-
feðra minna í familíu grafreitnum.”
“Wally!” sagði Albert alvarlega í mildum
ávítunar róm.
“Látu mig vera!”
“Hún reyndi að draga að sér hendina sem
hann hélt í, en hann hélt fast í hana:
“Wally, líttu á mig, treystir þú mér ekki?”
Það var aftur hinni innilegi hreimur í rómn
um sem Wally þekkti svo vel frá kvöldinu, þeg-
ar þau voru tvö saman í garðinum, þegar hún,
með hjartslætti og eldrauðar kinnar hét honum
ást sinni. Hún hætti að gráta, og leit í gegnum
táramóðuna sem var í augum hennar á elskhuga
sinn, sem laut ofan að henni.
“Hefur mín sæta, litla Wally ekkert tillit
til mín? Þú hefur lofað að tilheyra mér, og nú
ertu og ávalt verður, mín, þó svo allur heimur-
inn setji sig á móti Jjví. Það skal ekki verða
langt þangað til eg get faðmað konuna mína
litlu að mér”.
Þessi orð voru sögð svo hlýlega og inni-
lega, að Wally hætti að gráta; hún hneigði höf-
uð sitt að brjósti hans, og nú lék aftur bros um
varir hennar, er hún, hálf glettnislega og hálf
kvíðin spurði:
“En, Alibert. Það verður þó ekki lengi, að
þú verðir eins gamall og föður-föðurbróðir
minn?”
“Nei, ekki svo lengi!” sagði hann og kysti
tárin af augum hennar. “Svona nú, slæma óþæga
barn, sem undir eins vildir láta mig fara, er eg
ekki á augnablikinu gat samþykt ráðagerð þína,
eg held þú viljir ekki hafa mig!”
“Jú, jú! eg vil altaf hafa þig!” sagði Wally,
með viðkæmri bláðu. “Eg elska þig svo mikið,
Albert, svo ólýsanlega mikið!”
Hann tók hana í fang sér, og samtal þeirra
varð aðeins hvtísling, sem var næstum óheyran-
leg. Eftir fáeinar mínútur komu þau bæði inn í
stofuna, og það var rétt í tíma, því á sama tíma
kom hr. Elmhorft inn.
Hann var nú orðin lífsreyndari maður, and-
litsdrættirnir voru orðnir reglulegri og alva-
legri, og látbragð og framkoma tignarlegri. —
Þessi ungi maður, frá því fyrst hann sté í þann
stiga, sem liggur til upphefðar og metorða,
hafði lært að stjórna sjálfum sér og öðrum, enda
bar látbragð hans þess ljós merki sjálfs traust
hans og sigurvissa var hin sama, en nú innan
settra takmarkana; það var hans meðskapandi
eðli.
Hann hélt á ilmandi blómvendi í hendi sér,
sem hann rétti Alice brosandi. Það þurfti ekki
að kynna herrana, þeir höfðu mættst áður, og
Wally þekkti hr. Elmborft frá því sumarið áður
er hún var í Heilborn með foreldrum sínum.
Þau töluðu saman um stund; hr. Gersdorf greip
fyrsta tækifæri til að afsaka sig og fara, og fá-
um mínútum seinna fór Wally. Hún vildi gjarn-
an vera til að útausa hjarta sínu fyrir Alice, en
hr. Elmhorft sýndist ekki vera neitt að hraða
sér, því þó hann sýndi litlu baronessunni alla
kurteysi, iþá samt fann hún að sér var ofaukið;
hún kvaddi því og fór, en úti fyrir herberginu
stansaði hún og sagði við sig sjálfa:
“Eg held að eitthvað sé að gerast þarna
inni”.
Hún hafði ekki svo rangt fyrir sér, en fyrst
í stað var ekkert víst um það. Alice hélt hinu
fallega bindi af kamelíu og fjólum í hendinni,
en hún leit út eins og henni væri sama um það.
Þessum ríka erfingja, sem allir ungir menn
höfðu augastað á, barst svo mikið af blómum;
hún virtist ekki kæra sig neitt um þa,u. Hr. Elm-
ihorft settist rétt fyrir framan hana, og skemti
henni á sinn fjöruga og glaðværa hátt; hann
sagði henni frá hinu nýja og skrautlega stór-
hýsi, sem faðir hennar hafði látið byggja upp í
fjöllunum, og fjölskyldan ætti að búa þar á
sumrin.
“Þegar þið flytjið inn, verður búið að full-
gera allt inni”, sagði hann. “Sjálft húsið var að
mestu fullgert í haust, og af því járnbrautin er
svo nálægt því, gat eg haft tilsjón með bygging-
unni. Þú venst brátt við að búa upp á milli f jall-
anna, náðuga jómfrú.”
“Eg þekki það nú þegar”, svaraði hún. “Við
höfum altaf verið í Heilborn á sumrin.”
“Hæðarnar í kringum Heilborn”, sagði hann
“eru ekki fjöllin; þú kemur fyrst til að þekkja
þau þegar þó kemur í þitt nýja hús. Staðurinn er
aðdáanlega tilkomumikill og fagur, og eg gleð
mig við þá von, að þér líki húsið. Það er prjál-
laus listigarður í fjalla stíl, það var mér fyrir-
lagt.”
“Faðir minn segir að það sé hreinasta lista-
verk í byggingalistinni”, sagði hún ofur rólega.
Hann brosti og færði eins og óvart stólin
sem hann sat á, ofuriítið nær.
“Það er mér sönn gleði, ef eg, sem bygg-
inga-meistari, hef unnið mér til heiður við þetta
verk. Það er í sjálfu sér ekki mitt fag; en bygg-
ingin var þér ætluð fyrir sumarbústað, og eg
vildi ekki fá það öðrum í hendur. Eg fékk leyfi
hjá föður þínum að byggja þessa litlu sumar-
höll á þeim stað sem hann sagði að væri ákveð-
in, sem þín persónulega eign.”
Tilgangurinn var auðsær, og eins, að faðir
hennar hafði veitt leyfið til að byggja sumar-
höllina einmitt á þessum stað. Þeir höfðu báðir
sitt ákveðna augnamið; en hún hvorki roðnaði
né lét neina undrun í ljósi, en sagði bara á sinn
vanalega deyfðarlega hátt.
“Já, faðir minn hefur ákveðið að höllin væri
sem gjöf til mín, þess vegna vil eg ekki sjá
hana fyr en hún er fullgerð. Það var mjög vin-
samlega gert af• þér, hr. Elmhorft, að sjá um
bygginguna.”
“Hrósaðu mér ekki of snemma”, svaraði
Elmhorft. “Það var bara eigingirni, sem kom
mér til að takast á hendur bygginguna, því hver
byggingameistari krefst launa sinna, og mín
krafa getur skeð, að þér þyki alt of há. Má eg
voga mér að segja það — að bera fram það sem
mér hefur lengi leigið á hjarta.”
Alice leit á hann. Það var spurjandi, næst-
um sorglegt augnatillit, sem eins og virtist að
leita einhvers í hans fallegu, tápmiklu andlits-
dráttum. Þeir gáfu til kynna lífsglaðan, þrótt
og eftirvæntingu, en svo ekki annað, svo hálf
lokaði hún sínum spurjandi augum án þess að
svara neinu. #
Hr. Elmhorft áleit það sem hvatningu; —
hann stóð upp, gekk að stólnum hennar og
sagði:
“Bón mín er frek, eg veit það, en lukkan
fylgir þeim áræðna. Eg sagði það við föður þinn
þegar eg beiddi hann að kynna mig þér; það
hefur verið mitt kjörorð og skal og vera það í
dag. Viltu hlusta á mig, Alice?”
Hún hneigði höfuðið lítilsiháttar, til sam-
þykkis, er hann tók í hendi hennar og lyfti
henni upp að vörum sér. Það var hrein og bein
riddaraleg aðferð til að biðja hennar, og hans
hreini og einarði málrómur gaf orðunum á-
kveðna meiningu; það var bara beiðni, en engin
ástar yfirlýsing.
Alice hlustaði þeggjandi án nokkurrar
undrunar. Það var ekkert leyndarmál til henn-
ar, að Elmhorft mundi biðja sín, og hún vissi
líka, að faðir sinn gaf ekki öðrum tækifæri til
að kynnast sér. Hann gaf hr. Elmhorft frjálsan
aðgang að húsinu, sem engin annar gat hrósað
sér af, og hafði oft í nærveru dóttir sinnar sagt
að hr. Elmhorft ætti mikla og glæsilega fram-
tíð fyrir hendi, og að það væri honum meira
virði en skjaldarmerki þessarar titluðu herra,
sem bara leituðu eftir að forgylla hinn máða-
glans nafns síns með annara peningum.
Alice var allt of ósjálfstæð til að hafa nokk-
urn vilja í þessu tilliti; henni hafði verið frá
æsku inprentað, að vel uppalin stúlka mætti ein-
ungis trúlofa sig, samkvæmt vilja og samþykki
foreldranna. Henni kom í hug samtalið sem hún
heyrði milli Wally og hennar göfuga kærasta
fyrir stundu síðan, það hafði verið allt annað en
þetta riddaralega kalda bónorð, og hve innilega
hafði hann ekki talað við hana og huggað hana!
Hér hélt hr. Elmhorft bara virðilega í hendi
hennar, þessa ríka erfingja; aðeins í hendi henn
ar, en það var ekkert innilegt né hjartanlegt við
það.
Hr. Elmhorft beið eftir svarinu; nú laut
hann ofan að henni og spurði óþolinmóður:
“Alice — hefurðu alls engu að svara?”
Alice sá að hún gat ekki komist hjá að segja
eitthvað, en hún var óvön að ráða framúr nokkru
uppá eigin hendi, og svar hennar var því, eins
og búast mátti við af ungri stúlku, sem var upp-
alin undir hendi frú von Losberg:
“Eg verð fyrst að tala við föður minn —
hvað sem hann segir —”
“Eg kem beint frá honum”, tók Elmhorft
framí fyrir henni, “og eg kem með hans fullt
leyfi og samþykki. Má eg segja honum, að bæn
mín og ósk hafi fengið góða áheyrn? Má eg fara
með mína trúlofuðu til hans?”
Alice leit upp eins óframfærnislega og áð-
ur, og sagði dræmt:
“Þú verður að vera f jarska umburðarlyndur
við mig, eg hef oft verið veik á ungdóms árum
miínum, og það liggur enniþá á mér sem þung
byrgði, sem eg get ekki fleygt af mér. Það verð-
ur þér þung byrgði Mka, er eg hrædd um —”.
Hann tók framí fyrir henni, en það var f itt-
hvað barnalega viðkvæmt í orðum hennar, sem
með jáyrði sínu hafði hin miklu auðæfi að gefa
honum. Elmhorft veitti því eftirtekt, því nú lét
hann fyrst í samtali þeirra í ljósi eitthvað sem
líktist innri hlýleik.
“Segðu ekki meir Alice. Eg veit vel að þú
ert þess eðlis, sem þarft að njóta friðsældar og
vera vernduð, og eg skal vernda þig fyrir öllum
óþægindum lífsins. Treystu mér, legðu fram-
tíð þína í mínar hendur, og eg lofa þér uppá
mína —” hann hafði nærri því sagt “ást”, en
hann var of stoltur til að láta ósannindi fara yfir
varir sér, því hræsni var honum f jarri skapi, svo
hann endaði setninguna með hægð og sagði: —
“æru og trú, að þú þurfir aldrei að yðrast þess”.
Hann sagði þetta í ákveðnum róm, og hann
meinti það í fullri alvöru. AMce bæði fann það
og skildi, svo hún lagði hendi sína í hendi hans,
og lofaði honum að faðma sig að sér og kyssa
sig, hann tjáði henni þakklæti sitt og gleði; trú-
lofunin var svo staðfest á venjulegan hátt, en
það vantaði eitthvað — hina fagnandi yfirlýs-
ingu sem Wally gerði, með grát og gleði: “Eg
elska þig svo óumræðilega mikið, þú ert mér
svo kær.”
5. Kafli
Samkvæmis salurin í húsi Hr. Nordheims,
ljómaði af skrauti og ljósadýrð; það var afmæl-
is og trúlofunardagur dóttirinnar. Þessar frétt-
ir komu eins og óvart uppá hið tigna fólk, sem
myndaði það félagslíf, sem hr. Nordheim til—
heyrði. Þrátt fyrir alt umtal og slúðursögur,
hafði þetta tigna fólk aldrei trúað því að þetta
samband ætti sér stað. Það var svo óskiljanlegt,
að maður, sem var með þeim ríkustu í landinu,
gæfi ungum verkfræðing dóttur sína, manni,
sem bara var af fátæku alýðu fólki, og átti ekk-
ert annað til en gáfur sínar og dugnað, en eng-
an titil né tignarnafn.
Og bakvið þessa trúlofun var ekkert ástar
æfintýri. Það vissu allir. Alice var alment álit-
in að vera einræn og ómóttækileg fyrir innileg-
ar og ástuðlegar tilfinningar. En svo var hún
álitin sem fyrsta flokks hefðar mey, og fréttin
um trúlofun hennar var valdandi bitrum von-
brygðum meðal margra í hinum Aristókratiska
félagsskap, sem höfðu reynt að ná í þennan ríka
erfingja. Þeir álitu að þessi hr. Nordheim gæfi
til kynna, að hann kynni ekki að notfæra sér þau
forréttindi sem auðæfi hans veittu honum. Hann
hafði getað fengið greifa fyrir tengdason, en í
þess stað valdi hann einn af emhættismönnum
járnbrautarinnar. Fólk var alment í uppnámi
út af Iþví, en gestirnir sem boðnir voru létu á
engu bera, og voru í besta skapi. Hugurinn var
að kynnast þessum hamingjusama manni, sem
hafði orðið hlutskarpari en hinir tignu biðlar,
og sem lukkan hóf allt í einu upp á hátind lífs-
ins, með því, að gera hann milljóna eiganda í
framtíðinni.
Rétt áður en veizlan byrjaði, gekk forsetin
með tilvonandi tengdayni sínum inn í móttöku
saMn. Það var auðséð að hann var í góðu skapi,
og sérstaklega ánægður með tilvonandi tengda-
son sinn.
“Það er eiginlega fyrst í dag, að þú kynn-
ist hinu hærra samfélagsfólki hér í höfuð borg-
inni, Wolfgang”, sagði hann.
“Á ferðum þínum hingað og stuttu viðstöð-
um hefur þú bara kynnst minni fjölskyldu. Nú
er það áríðandi að binda félagsskap við þetta
fólk, því í framtíðinni verður aðsetur þitt hér.
Alice er vön við lífið í höfuðstaðnum, og þú
auðvitað hefur ekkert á móti því.”
“Nei, als ekki”, svaraði Elmhorft. “Mér lík-
ar að vera í miðpúnti þessa tilkomumikla lífs,
en hingað til hef eg ekki getað samræmt það
við skyldustörf mín. Eg sé af þínu dæmi að það
verður mér auðvelt. Þú léttir af þér héreftir
öllum starfs áhyggjum.”
“Þessi umsvif eru farin að verða þung á
mér”, svaraði Nordheim. “Eg hef uppá síiíðkast-
ið fundið til að eg þarfnaðist aðstoðar, og treysti
á þig til að létta byrgðinni af herðum mínurn.
Fyrstum sinn ertu ómissanlegur frá fullgern-
ingu járnbrautarinnar, þessi leiðandi verkfræð-
ingur, sem er altaf veikur, er ekki annað en
nafnið.”
“Já, verkið hvílir að öllu leyti á herðum
mér, og eg veit að hann er að hugsa um að draga
sig alveg til baka, og eg hef þitt loforð fyrir
því, að eg verði eftirmaður hans.”
“Já, og eg býst ekki við að í þetta sinn
setji sig neinn á móti því. Það er sjálfsagt í
fyrsta sinn, að maður á þínum aldri er settur
yfir slíkt stórvirki, en Wolkenstein brúin verð-
ur þér sem meðmæli og þeir þora varla að
neita tilvonandi tengdasyni mínum um æðsta
embættið.”
“Eg veit að þetta famelíuband mitt við þig
er mér til mikillrar hjálpar,” sagði Elmhorft
alvarlega; “þú gefur mér óumræðilega mikið —
eg gef þér sem endurgjald aðeins son.”
Hr. Nordheim horfði ánægjulega á tilvon-
andi tengdason sinn, og með meiri hlýju en
vanalega brá fyrir í andliti þessa kalda starfs-
málamanns, og sagði hann:
“Eg eignaðist einn son, eg tengdi allar von-
ir mínar og áætlanir við hann; en hann dó á
bernsku aldri, og mér hefur oft síðan verið sár
til hugsun, að einn eða annar titlaður slæpingur
skyldi uppskera allan arðin af öllu lífsstarfi
mínu, og sóa út arðin sem eg hef aflað. Eg hefi
fult traust á þér, þú ert maðurinn til að full-
gera og halda áfram því, sem eg verð að skilja
við ógert í þínar hendur get eg lagt eignir mín-
ar og áform óhullur.”
“Og eg skal láta það traust þitt rætast”,
sagði Elmlhorft, og þrýsti fast og innilega hendi
forsetans, sem var svarað á sama hátt.