Heimskringla - 05.07.1950, Blaðsíða 8
8 SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1950
FJÆR OG NÆR
Messað verður í Árborg N.k.
sunudag, 9. júlí, kl. 2 e. h.
n ★ *
Messa í Piney
Séra Philip M. Pétursson mess-
ar í Piney n. k. sunnudag, 9. júlí.
Guðsþjónustan fer fram á þeim
tíma sem tiltekin hefir verið af
safnaðarnefndinni í Piney, og
verður í kirkju Piney bygðar. —
Allir verða velkomnir!
* * n
Gifting
Séra Philip M. Pétursson gaf
saman í hjónaband á prestsheim-
ilinu, 681 Banning St., Stephen
Collier Morrison og Hannah
Justice fimtudaginn, 29. júní. —
Þau eru bæði af hérlendum ætt-
um.
* * *
Davíð Björnsson bóksali, 763
Banning St., Winnipeg og frú
leggja af stað upp úr miðri þess-
ari viku í skemtiferð til Van-
couver. Þau ferðast í bíl og munu
koma við á leiðinni í Portland,
Seattle og fleiri bæjum. Burtu
verða þau í 2 til 3 vikur.
* * *
í bæinn komu:
Séra Eyjólfur J. Melan frá
Matlock, aMn., s- 1- föstudag, í
kirkjumála-erindum.
Böðvar H. Jakobsson frá Ár-
borg, Man., s. 1. fimtudag í heim-
sókn.
Séra B. A. Bjarnason frá Ár-
borg og frú, s. 1. þriðjudag í
kirkjustarfs erindum.
Trausti G. ísfeld frá Selkirk,
s. 1. mánudag á þjóðræknisnefnd-
arfund.
Stefán Mathews, Vogar, Man.,
s. 1. þriðjudag í kaupsýsluerind-
um.
* * •
Meðtekið frá Mrs. I. Sigurðs-
son....................• .$5.00
í minningu um góðan vin, Þórð
Sigurðsson.
J. McDowell
Oddný Ásgeirsson, 657 Lipton
St., tekur nú eftir 1. júlí við, sem
f jármálaritari Sambandsins og
skulu allar gjafir sendar til henn-
ar.
Gefið í Blómasjóð Sumar-
heimilisins á Hnausum:
$25.00 frá Riverton Sambands-
söfnuði, I minningu um Svein
Thorvaldson.
Með kæru þakklæti,
Fyrir hönd nefndarinnar,
Oddný Ásgeirsson
—657 Lipton St., Winnipeg
★ ★ ★
Leikfélag Geysirbygðar sýnir
leikinn “Orustan á Hálogalandi”
að Hayland Hall, miðvikudaginn
12. júlí. Athygli bygðarbúa er
dregið að þessum degi.
★ ★ ★
Opið bréf
Eg hefi verið að undanförnu,
og er en að fást við í frístund-
um mínurn að safna heimildum
fyrir söguágrip Argyle-bygðar,
M TIIÍITIIE
—SARGENT & ARLINGTON—
July 6-8—Thur. Fri. Sat.
Cray Grant—Franchot Tone
Diana Lynn
“Every Girl Shoultl Be Married”
Fuzzy Knight—Audrey Long
“Adventures Of Gallant Bess”
July 10-12-Mon. Tue. Wed.
Fred MacMurray-Madeleine Carroll
“Don’t Trust Your Husband”
Robert Ryan—Merle Oberon
“BERLIN EXPRESS”
og langar mig að komast í sam-
band við afkomendur, nána ætt-
ingja eða vini eftirfylgjandi
frumherja í Argyle, eða ein-
hverja þá sem gæti gefið mér
upplýsingar um þá:
Andrés Helgason
Jón Magnússon
Tryggva V. Friðriksson
Þorstein Antoniusson
Halldór Valdason
Rafn G. Nordal
Jón Halldórsson
Sæmundur Friðriksson
Pál Árnason
Stefán Oliver
Árna Valdason
Eg mundi meta mikils ef eg
gæti komist í samband við af-
komendur eða ættingja þessara
manna, eða einhverja sem gætu
gefið mér nánari upplýsingar um
æfiferil þeirra.
Þakklátur væri eg hverjum
sem þekktu til á fyrstu árum
hér, sem gætu gefið mér hald-
góðar upplýsingar, (sem eg
máske ekki hef) úr starfi ein-
staklinganna og félagsstarfsem-
inni.
Einnig ef einihver sem línur
þessar skyldi eiga “Bæjarnafn-
bók” frá íslandi sem hann vildi
selja eða lána, þá vildi eg eiga
vingott við þann mann eða konu,
helst fá hana keypta ef þess væri
kostur. Eg hefi um lengri tíma
reynt að fá þessa bók, bæði hér
og heima, en það hefur verið á-
rangurslaust.
Þökk til allra þeirra sem eitt-
hvað geta liðsint mér í þessari
“bónorðsför”
Vinsamlegast,
G. J. Óleson
Glenboro, Man.
* * *
Til V. fslendinga í Kanada
Er ekki einhver íslendingur
1 Kanada, sem vildi leyfa mér
að dvelja á heimili sínu um eins
eða tveggja mánaðar tírna. Eg
er nítján ára og vil hjálpa til við
hvaða vinnu sem er, ef eg get
framkvæmt hana á viðunandi
hátt. Mig langar mikið til að
kynnast heiminum og ekki sázt
högum og háttum Vestur-íslend-
inga. Vilji einihver íslendingur,
i sveit eða borg taka þetta til at-
hugunar, þá er nafn mitt:
Páll Steingrímsson, og heim-
ilisfang: Hvítingaveg 6, Vest-
manneyjum, ísland.
Vinsamlegast sendið svar sem
fyrst.
Canada s Standout Regular Value
»VIKING« Outboard Motors
VIKING Motors . . EATON’S
exclusive brand featuring the
many fine points found usual-
ly only on higher priced out-
boards! Choose 5, 3 or 1^2*
horse power — all designed
with full reverse, propeller
protection, rubber clutoh hub
and many other features!
5 h.p. Twin Cylinder, each... $179.00
3 h.p. Single Cylinder, each... $125.00
IV2 h.p. Single Cylinder, each..............S89 50
Budget Plan Terms Available
—Boat Section, Donald Annex, Main Floor.
T. EATON C°
LIMITED
Sumarheimilið á Hnausum
verður opnað fyrstu vikuna í
júlí n. k. — Áríðandi er að for-
eldrar sem hafa í hyggju að senda
börn sín þangað komi sér í sam-
band við einhvern af eftirskráð-
um sem hafa umsóknar eyðublöð.
Tíminn er orðin naumur og þess-
vegna er fólk beðið að draga ekki
að sinna þessum tilmælum.
Fyrsti hópurinn, stúlkur að-
eins, verður sendur á sumarheim-
ilið föstudagsmorguninn 7. júlí.
Læknisskoðun fyrir þann hóp
fer fram fimtudag 6. júlí og
verða allar stúlkurnar sem ætla
sér að fara á þeim tíma, að koma
kl. 8.30 f.h. til Sambandskirkj-
unnar á Banning, stundvíslega.
Mrs. J. Ásgeirsson, 657 Lipton
St., Winnipeg
Séra Philip M. Pétursson, 681
Banning St., Winnipeg.
Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning
St., Winnipeg.
Mrs. E. Renesse, Árborg, Man.
Mrs. S. Thorvaldson, Riverton,
Man.
Mrs. B. Björnsson, Lundar, Man.
Mrs. B. Björnsson, Piney, Man.
★ ★ ★
Messuboð
Messað verður í Guðbrands-
söfnuði við Morden, Man.,
sunnudaginn 9. júlí, kl. 2 e. h.
(standard time). Fólk er vinsam-
lega beðið að auglýsa messuna
heima fyrir S. Ólafsson
★ ★ ★
Jesú sagði
“Sá sem heyrir mitt orð og trú-
ir þeim
sem sendi mig, hefir eilíft líf og
kemur ekki til dóms, heldur hef
ir hann
stigið yfir frá dauðanum til lífs-
ins.”
“Herrar, hvað á eg að gjöra, til
þess
að eg verði hólpinn? En þeir
sögðu:
Trú þú á Drottin Jesúm, og þú
munt verða
hólpinn og heimili þitt.”
Lesið, trúið, takið á móti.
A. Sveinbjörnson
★ ★ ★
Messur i Nýja íslandi
9. júlí — Riverton, ferming og
altarisganga kl. 2 e. h.
16. júlí — Árborg, íslenzk
messa og ársfundur kl. 2 e. h.
Geysir, messa kl. 8.30 e. h.
B. A. Bjarnason
» * *
Tilkynning „
Nefndin sem stendur fyrir
landnámshátíðarhöldum þeim er
væntanlega fara fram að Gimli,
6—7 ágúst n. k. hefir hug á því að
sýna sérstakan sóma, öllum hin-
um uppprunalegu íslenzku land-
nemum sem enn kunna að vera á
lífi í Manitoba, og öðrum sem
fluttust til Manitoba-fylkis, eða
fæddust þar á árunum 1875-80.
Nefndin mælist vinsamlegast
til þess að þeir sem hér kunna að
eiga hlut að máli, gefi sig fram
við einhvern eftirgreindra manna
sem allra fyrst.
Davíð Björnsson,
Winnipeg, Man.
Snæbjörn Johnson,
Árborg, Man.
Wm. Árnason,
Gimli, Man.
* * *
Steve Indriðason frá Mountain,
N. Dak., er eins og áður hefir
verið getið umboðsmaður Hkr. og
annast innheimtu og sölu blaðs-
ins í þessum bygðum: Mountain,
Garðar, Edinburg, Hensel, Park
River, Grafton og nágrenni
nefndra staða. Allir í nefndum
bygðum, bæði núverandi kaup-
endur og þeir, sem nýir áskrif-
endur hyggja að gerast, eru beðn-
ir að snúa sér til umboðsmanns-
ins S. Indriðason, Mountain, N.
Dak., með greiðslur sínar. .
* * *
Sigurður S. Anderson, 800
Lipton St., hefir tekið að sér inn-
köllun fyrir Hkr. í Winnipeg.
Áskrifendur eru beðnir að minn-
ast þessa og frá þeirra hálfu gera
honum starfið sem greiðast. —
Símanúmer hans er 28 168.
r-------------x
Ladies!
PERMANENTS!
Latest Paris
Hollywood and
New York styles.
Lasting.
Guarantecd.
Golden Cream Oil
Waves, $3.50
with 50c bottle o£ fine exquisite
French perfume
Golden Cold Waves
$4.95
with $1.00 bottle of fine exquisite
French perfume
The finest permanent wave you’ve
ever had. Remember, you’ll be at your
loveliest in 1950 with a GOLDEN
permanent wave—given by professional
experts only. No appointment neces-
sary at the—<
Golden Beauty Salon
(In the Golden Drugs)
St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg
Back of Eaton’s Mail Order—1 block
south of Bus Depot—across from St.
Mary's Cathedral.
PHONE 925 902
V____-____________________________
FRÁ SEATTLE
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELF.PHONE 927 118
Winnipeg, Man.
Better Be Saíe Than Sorryl
Order Your Fuel
Requirments NOW
"Tons of Satisfaction"
Thos. Jackson & Sons
LIMITED
Phone 37 071
BALDVINSSON’S
Sherbrook Home Bakery
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
AUar tegundir kaffibrauSs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 37 486
M. Einarsson Motors Ltd.
Distributors
KAISER & FRAZER AUTOMOBILES
The Cars with
Distinction — Style — Economy
IMMEDIATE DELIVERY
Showroom: 445 RIVER AVENUE
Phone 44 395 & 43 527
Seattle er sólrík borg
sín með brött og fögru torg
bygð er steini og stáli af'
og stendur við hið mikla haf.
Heimsins öllum álfum frá
ýmsar þjóðir líta má,
upp að telja allar þær
um það varla eg er fær.
Svíinn hefir hárið bjart
hjá oss dvelur, vinnur margt.
Baunverjinn er hér frá höfn
hingað kominn yfir dröfn.
íslendinga einnig hér.
Innan um synda lítum vér,
tekur óhræddur ölið inn
unir hjá oss þýzkarinn.
Rússar, Finnar, Frakkarnir,
flutt hafa hingað allmargir.
Urmull sézt af ítölum,
útsmognum frá páfanum.
f húsum ríkra og hótelum
er heilmikið af mongólum.
Þeir eru mestu þrifa skinn
og þolnir að ná í dollarinn.
Líka frinn er oss hjá,
Engla og Skota telja má.
Þá er hér einnig þegnaval
frá Þrándheimi og Raumudal,
gráðugir að græða féð
Gyðingana fáum séð,
þeir alslags varning selja sveit,
sjaldan tapa það eg veit.
Allir virðast eiga gott
í amerískum þjóða pott.
Vér höfum flest sem hugur kýs
hér er jarðnesk paradís..
Nú í ár eins og mörg undan-
farandi hafa íslendingar í Seattle
ákveðið að hafa fslendingadags-
hátíð að Silver Lake, en vegna
þess að það urðu eiganda skifti á
Silver Lake garðinum gátum við
ekki fengið hann lí þetta sinn um
sama leiti og vanalega.
Svo íslendingadagurinn fer
fram nú í þetta sinn sunnudag-
inn 20. ágúst n. k. að Silver Lake.
Nefndin mun reyna af fremsta
megni að undirbúa hátíðáhaldið
sem bezt. Skemtiskrá verður hin
bezta, einkanlega hvað ræður og
söng snertir. Aðal ræðumaður
dagsins verður Dr. J. P. Pálsson
frá Victoria, B. C., sem er talinn
ágætlega máli farinn og verður
engum vonbrigði að hlusta á
hann.
Svo höfum við hina framúr-
skarandi ágætu söngmenn, Dr.
Edward Pálmason og Jónatan
Björnson, að hlusta á þá flytur
hvern og einn himnum nærri.
fþróttir af ýmsu tagi fara fram
undir stjórn Mr. F. J. Frederick-
son, sem er ágætlega starfinu
vaxinn og hefir verið ií fslend-
ingadags nefndinni í allmörg ár
undanfarandi og reynst framúr-
skarandi vel.
Geta má þess ennfremur að
gjallarhorn ‘Loud Speaker”,
verður haft um hönd svo allir
geti heyrt sem hlusta vilja á ræð-
ur og það sem fram fer á skemti-
skrá.
Dansað verður þegar kvölda
tekur og er öllum velkomið að
taka þátt í honum, dans music
verður hið bezta.
Veitið athygli auglýsingum
okkar um íslendingadagshátíð-
ina í Seattle að Silver Lake, sem
fer fram sunnudaginn 20. ágúst
1950. /. /. Middal
FRETTIR FRÁ ISLANDI
Stofnar færanlegt vélaverk-
stæði fyrir miðvesturland
Á undanförnum árum hefir sí-
vaxandi vélanotkun í sveitum
landsins skapað brýna nauðsyn
þess, að komið sé á fót vélaverk-
stæðum á hentugum stöðum, þar
sem bændur geta fengið gert við
bifreiðar og búvélar ýmiskonar
og hefir iðulega verið á það bent.
Þarna væri verkefni fyrir
marga framtakssama vélaviðgerð-
armenn, er setjast vildu að í
sveitunum, og skapa sér lífvæn-
lega atvinnu.
Nú hefir Vísir frétt, að fram-
takssamur, ungur vélaviðgerðar-
maður hér í Reykjavík, hyggist
skapa sér atvinnu í sveitum við
þessi störf, en það er alger ný-
lunda, hvernig hann ætlar að búa
um sig og reka atvinnuna, og tel-
ur Vlísir líklegt, að þetta fyrir-
komulag muni víða vel gefast.
Maður þessi heitir Bjarni Guð-
björnsson, kvæntur maður, og
nýtur hann nokkurs stuðnings
Búnaðarfélagsins, til þess að
koma sér fyrir. Bjarni ætlar að
setjast að á Beitistöðum, sem er
eyðibýli í Melasveit, skamt frá
Vogatungu, en þar er símstöð. Á
Beitistöðum mun vera nýlegt
hús, sem notað hefir verið sem
sumarbústaður. Flytur Bjarni
þangað með fjölskyldu sína.
Hann áetlar sér að hafa færan-
legt vélaverkstæði, á vörubifreið
með 6 smál. burðarlþoli, og fara
heim til bænda og gera við vélar
þeirra þar. Þarf ekki mörgum
orðum um það að fara hvert hag-
ræði bændum verður að því, að
þurfa ekki að flytja búvélar, sem
í lamasessi eru, langar leiðir til
viðgerðar, en auk þess er slíkur
flutningur ærið kostnaðarsamur.
Starfssvæði Bjarna verður
Mýra- og Borgarfjarðarsýsla,
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla og Dalasýsla.
Væri óskandi, að fyrirætlanir
þessa brautryðjanda hepnuðust
vel, og að fleiri færu að dæmi
hans í öðrum landshlutum. - Vásir
★
Sigurjón Friðjónsson
skáld látinn
Sigurjón Friðjónsson skáld og
fyrv. alþingismaður lézt í fyrri2
nótt að heimili sínu Litlu-Laug-
MESSUR og FUNDIll
í kirkju Sambandssaínaðar
Winnipeg
Prestur, sr. Philip M. Pétursson,
Ph.B., B.D.
681 Banning St. Siirfí 34 571
Messur: ó hverjum sunnudegl
Kl. 11 f. h. á ensku
KL 7 e. h. á íslenzku.
Saínaðarnefndin: Fundir 1-
fimtudag hvers mánaðar.
Hjólparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: — Hvert
fimtudagskveld kl. 8.30.
Skátoflokkurinn: Hvert mið-
vikudagskveld kl. 6.30.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju föstu-
dagskveldL
Enski söngflokkurinn á
hvqrju miðvikudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.30.
CARL A. HALLSON
C.L.U.
Liíe, Accident and Health
Insurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winnipeg, Man.
Phones: Off. 926 144 Res. 88 803
HACBOHG fVll&U
PHONE 21351 J—
MINNIS7
BETEL
í erfðaskrám yðar
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave.
Just west of New Materpity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wcdding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Gorsages
Bedding Plants
Nell Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790
um í Suður-Þingeyjarsýslu nær
83 ára að aldri.
Sigurjón Friðjónsson er löngu
þjóðkunnur maður. Hann hefir
gegnt mörgum trúnaðarstöðum.
Var um tíma formaður Fjárrækt-
arfélags Þingeyinga, lengi
hreppsnefndarmaður og oddviti
í Reykjadal. Hann átti sæti á
Alþingi 1917—22. Sigurjón var
skáld gott og hafa komið út eftir
hann ljóðmæli og sögur.
—Mbl. 27. maí.
★
Viðskifti fslendinga við
25 erlend ríki
í febrúarmánuði s. 1. áttu ís-
lendingar meiri eða minni við-
skifti við 25 erlend ríki.
Þessi lönd eru Danmörk, Nor-
egur, Svíþjóð, Finnland, Austur-
iúki, Belgía, Bretland, Frakk-
land, Grikkland, Holland, írland,
ítaliía, Pólland, Spánn, Sviss,
Tékkósóvakía, Vestur-Þýzka-
land, Bandaríkin, Brasilía, Can-
ada, Cúba, Brezkar nýlendur í
Ameríku, Hollenzkar nýlendur í
Ameríku, Ceylon, Indland og Is-
raelsríki.
Mest var flutt inn af kornvöru
til manneldis, eða fyrir röskar
2 milj. kr., þar næst álnavara fyr-
ir 1.2 milj. kr. og í þriðja lagi
brensluolíur fyrir röska 1 milj.
kr. Þess má geta að í febrúar-
mánuði árið áður voru brenslu-
olíur fluttar inn fyrir hálfa 9.
milj. kr. og hefir því dregið gíf'
urlega úr þeim innflutningi.
Aðal útflutningsafurðir okkar
voru þá óverkaður saltfiskur,
freðfiskur og lýsi, fyrir saman-
lagt hátt á 19. milj. kr.
—Vísir, 24. maí.
Frú Elka Jónsdóttir, 2243 - I5th
St., Eugene, Oregon, óskar eftir
að komast í samband við fóstur-
systir sína (eða afkomendur) —
frú Guðbjörgu Jónsd. Friðrik'
son, frá Neðrahreppi, Skorradal-
Borgarfj.sýslu. — Upplýsingar
mjög þakksamlega þegnar.