Heimskringla - 27.09.1950, Side 1

Heimskringla - 27.09.1950, Side 1
quality-freshness Sbtter-Nut BREAD At Your Neighborhood Grocer’s For Freshness and Flavor!! '\ý'y‘l$uUern ui‘c^ CanIada Bread jt your tKocms LXIV. ARGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGLNN, 27. SEPT. 1950 NÚMER 52. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Dr. Alexander Jóhannesson kominn í gær kom dr. Alexander Jó hannesson, forseti háskóla Is- iands, til Winnipeg. Blaðið hef- ir ekki getað náð tali af honum, en hann hefir verið vestra í boði Bandaríkjastjórnar syðra um skeið og hefir heimsótt háskóla þar og flutt fyrirlestra. Hingað er hann kominn í boði Manitoba- háskóla. Hann dvelur hér um viku tíma, en vonandi er, þó tím- mn sé naumur, að íslendingar fái að kynnast honum, mannin- um, sem þeir hafa svo margt fróð- legt lesið eftir um þau málefni, er hverjum íslendingi er kærust, um norræn og íslenzk efni. í háskólanum flytur hann fyrir- lestur í dag. Að öðru leyti er nú auglýst samsæti fyrir hann á föstudag, sem vel ætti að vera sótt. Dr. Alexander Jóhannes- son hefir unnið að velferð há- skóla íslands frá því fyrsta. Heimskringla býður Dr. Alex- ander Jóhannesson velkominn til Winnipeg. Afbragðs þjóðræknis- samkoma Fyrsta samkoma Páls læknis Kolka í Winnipeg, var haldin í Fyrstu lút. kirkju í gærkvöldi. Var fjöldi áheyrenda, eða nálega hvert sæti skipað í kirkjunni niðri. Á samkomunni flutti læknirinn ágætan fyrirlestur um íslenzka menningu að fornu og nýju. Var erindi hans ljóst samið og vel flutt og mjög vel rómað a£ áheyrendum. Erum vér vissir* um, að sú skilgreining hans á íslenzkri menningu, að hún yrði að vera sterkara mótuð af forn- menningu fslendinga, en af er- lendum áhrifum, sem hún hefði síðari árin blandast, til þess að geta heitið íslenzk menning, þótti góð og lýsa vel efninu, sem um var að ræða. Myndirnar frá íslandi voru yfirleitt góðar. En Páli lækni brá bezt til listar sinnar með upplestri kvæðis, er hann hafði sjálfur ort og flutti á eftir myndasýningunni. • Samkoma sem þessi hefir mikil þjóðræknisleg áhrif. Og það er gott til þess að vita, að þau áhrif eiga eftir að verða hér útbreitt. Vestur-fslendingar standa í þakklætis skuld bæði við Þjóð- ræknisfélagið fyrir það og gest- inn að heiman. Pravda talar við Canada Rússneska stjórnarmálgagnið Pravda, skýrði frá því 23. sept. að hermenn frá Canada væru komnir í stríðið í Koreu. Segir blaðið að flugmenn Canada hafi drepið í krafti særða menn í stríðinu, er verið hefðu að flýja frá Seoul, sem Norðurher Koreu væri að tapa aftur; canadisku hermennirnir hefðu verið drukn ir af víni (gin). Fluglið frá Canada sögðu fréttir hér, að væri ekki á vígvöll enn komið í Koreu, en hefir flutt vörur frá Tacoma, Wash., til Tokio. Eins og vita mátti er því frétt Pravda hauga lýgi. Hlýtur friðarverðlaun Friðarverðlaun Nobels voru s.l. íöstudag veitt Dr. Ralph Bunche, þeim er Sameinuðu þjóðirnar nefndu til þess að taka við milli- göngu mála í landinu helga og koma þar á friði eftir morð Bona- parte. En hann er fulltrúi Banda- ríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Dr. Bunche hefir farist verkið vel og það mun fyrir það, sem hann hlýtur verðlaunin. Dr. Bunche er bandarískur Svertingi, 46 ára gamall og nýtur mikils trausts, sem val hans til að miðla málum í Palestínu ber vott um. Verðlaunin nema 23,000 döl- um. Rússar fara fram á frið Þegar Rússar sáu hvað verða vildi í Koreu-striðinu, fóru þeir með Malik sinn í broddi fylking- ar undir eins og biðjast friðar. Hlustuðu Sameinuðu þjóðirnar á hann og báðu hann frekari skýringa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Veitti hann þær fúslega. En svör hans voru svo loðin, að auð- séð var að þau voru af sama toga spunnin og friðurinn er hann bauð Tékkóslóvakíu og innlimaði hana í Rússland, eða þegar hann sá, að hlutirnir í Berlín gengu ekki að óskum og bauðst friðar við vesturríkin. Sameinuðu þjóðirnar fundu enga ástæðu til að taka orð Mal- iks til greina. Rússum er nú annara um að þvo hendur sínar af þessu Koreu- stríði, en nokkuð annað. En þeir settu það af stað. Hafi þar öðruvísi farið en þeir bjugg- ust við, geta þeir sjálfum sér um kent. í raun réttri er nú meira undir því komið hvað íbúar Norður- Koreu sjálfir kjósa sér. Þeir eiga að öllum líkindum kost á að sameinast þjóðbræðrum sínum í Suður-Koreu. En kjósi þeir sér fremur að vera stríðsleppar Rússa og leggja sig fram um að halda áfram að hneppa þjóð- bræður sína í Suður-Koreu undir rússneska kúgun, eiga þeir ef- laust einnig kost á því — og eiga Sameinuðu þjóðirnar yfir sér, viðbúnari en þær voru í þessu stríði. SEOUL UNNIN Fxá Koreú-stríðinu eru síðustu Eréttirnar þær, að her MacAr- thurs hafi tekið höfuðborgina Seoul, í Suður-Koreu, er norðan kommúnistar tóku í sínum fyrstu áhlaupum fyrir þremur mánuð- um. Kommúnistar töluðu þá um, eins og ekkert væri að reka Bandaríkjaherinn í sjóinn. Með þjálfað lið og óheyrilega vel útbúið með rússneskum vopn- um, en Suður-Koreubúa við öllu óbuna, var ekki furða þó þeir töluðu djarft. Þetta Koreu-stríð átti í huga kommúnista að vera eitt stóra PÁLL V. G. KOLKA: Jón BisK^ap Arason Nú hlusta fjöllin í Hjaltadal á hergný frá liðnum öldum, og vættir margfróðar vekja tal við varðeld á sumarkvöldum um höfuðskörung á Hólastól, einn helztan þeirra, sem land vort ól. í heilagra kirkju hátíð var, er hendur hans blessun stráðu, en andrík ljóð og eggjað svar um aldirnar til vor náðu. Frá Róm var skrúðinn, er biskup bar, en blóð og mergur hans íslenzkt var. Því vígði hugprúður biskup bál, sem brann upp af feðra haugum og brýndi eggjar í blettótt stál, er blasti við þjóðar augum sá ægihrammur erlends valds, er áfjáður seildist til ráða og gjalds. Frá Hólum reið hann það hryggðarár í helför með stál í taugum, en sólin skein á hans silfurhár og sveipaði geislabaugum. Sú lokaraun var í lengd og bráð með lýsigulli í sögur skráð. Því lýsir Saga, hve Líkaböng við lát þeirra feðga stundi. Þá harmaði vættur í hamraþröng og hnípti hver björk í lundi, en kúgun ránsmanna kramdi þjóð og kirkjan rúin og svívirt stóð. En dreyri hins blessaða biskups varð sem bætandi dögg á nóttu, og frelsisarð í þann föðurgarð hans frændur og niðjar sóttu. Af dauða hans kirkja Drottins er því djásni auðug, er ljóma ber. Hver þjóð, sem lætur sitt frelsi falt án fórnar, mun hneppt í dróma. Hinn aldni biskup þá blóðskuld galt, sem bjargaði lands vors sóma. Það heimtar oft tár og hjartablóð að halda skyldur við land og þjóð. Er hjaðnar daganna hjal og þys er hljóðbær og vökul þögnin. Hér verða nútíma verk sem fys, að verund bjargfastri sögnin, er hvíslar vættur í Hjaltadal og hjarta íslendings geyma skal. —Ort við vígslu Minnisvarða J. A. á þessum sumri á hólum. Kirkjublaðið Mikil flóðhætta á Gimli Af blöðunum í Winnipeg að dæma s. 1. mánudag, er mikil flóðhætta yfirvofandi á Gimli. Hættan stafar frá Winnipeg- vatni. Á haustin, eða í október- mánuði, er vanalega von mikilla norðan storma. Hækkar þá oft svo mikið í suður-vatninu, að yfir bakka flóir. Hefir komið fyrir, að bygðir meðfram suð- vestur ströndinni hafa þá flætt, og lagst í eyði. Má þar til nefna ísafoldar-bygðina norður af Riv- erton. Nú áður en norðanstorma er von, er talsvert hærra í Winni- peg-vatni en verið hefir. Stafar það að líkindum af hinum miklu flóðum í Rauðánni á s. 1. sumri. Er það aðallega af því að flóð er nú óttast, er af norðri fer að hvessa. Segir borgarstjórinn á Gimli, Barney Egilson, að Þriggja daga norðanstormur geti orsakað svo mikið flóð, að hvert hús í Gimli-Jbæ verði að flytja. Síðla á þessu sumri hafa kom- ið norðanstormar, er hækkun hafa orsakað við ströndina alla leið frá Hnausum suður til Pon- ema. Við Canadian Sunday School Mission tvær mílur norð- ur af Gimli, hefir hækkað svo mikið, að flytja varð skólann og öll hús út stað. Var og þá mikið unnið að því að byggja flóðgarða á Gimli. En þeir garðar hafa ekki verið steyptir sem skyldi. Var sam- bandsstjórnin beðin að leggja hönd á plóg með því að koma þeim fyrir. Er sambandsstjórn- in hefir þagað eins og steinn eins og hennar er venja og hefir ekki hrært hönd né fót. PÁLMI HANNESSON lætur vel yfir dvölinni vestra Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans í Reykjavík sagði í blaðaviðtali í Bandaríkj- unum, að sér fyndist ameríkar kvikmyndir ekki gefa rétta hug- mynd um Bandaríkjamenn. “Frá evrópisku sjónarmiði”, bætti hann við til skýringar, “finnst mér fólk hér langt um eðlilegra og mannlegra en kvikmyndirnar gefa til kynna. Sagði Pálmi, að fólk væri bæði glaðlegt og hjálp- samt. sporið í áttina til heimsyfirráða þeirra. Það getur kanske orðið það, en varla í bráðina. En jafnvel ennþá verra err að tapa Seoul, er hitt, að kommún- ísta herinn í Suður-Koreu, er krí- aður þar inni. Heldur her Sameinuðu þjóð- anna áfram að taka Koreu fyrir norðan 38 gráðu? Þegar Mac- Arthur var spurður um það, sagði hann það komið undi,r því, hvað Sameinuðu þjóðirnar vildu í því efni. Þeirri spurningu verður ekki enn svarað. Erindum Pálma er ekki lokið og sagði hann, að sig langaði til að sjá meira af Bandaríkjunum frá jarðfræðilegu sjónarmiði, t.d. staði eins og Grand Canyon (hin sem það gat til þess, að láta hana bera langt af öðrum skipum, eins og Vilhjálmur keisari átti að vera fremri öðrum þjóðhöfðingj- um. —Tíminn Eru Rússar betlarar? Kommunistar tala mikið um “betl’”, “mútur” og “ölmusur”, í sambandi við Marshallaðstoð- ina og aðra beina og óbeina að- stoð, sem Bandaríkin hafa látið öðrum þjóðum í té. En það ein- kennilega er, að það er í augum kommúnista ekki sama, hver þigg ur slíka aðstoð. Þegar Rússar þiggja ^meríska aðstoð í stríðinu og eftir stríðið er það gott og blessað og raunar sjálfsagt. Þeg- ar aðrar þjóðir þiggja sams konar styrk við endurreisn eftir styrj- öldina eru það mútur, betl og öl- musur. Sannleikurinn, sem kommún- istar fela vandlega fyrir heyr- endum sínum, er sá, að engin þjóð hefur þegið eins mikla að- stoð frá Ameríku og Rússar. Ef tekið er saman allt það, sem þeir hafa tekið við, er það næstum því eins mikið og öll Marshallhjálp- in til allra þátttökuríkja hennar öll fjögur árin, sem hún á að standa. Amerísk tímarit setja stundum lenzku kyni. Lét Pálmi þess get-iuPP reiking þann, sem Rússar ið, að því vegnaði vel og væri|hafa ekki greitt og greiða senni- margt af hinu yngra fólki við'ega aldrei Bandaríkjunum. Þar háskólanám. j eru fyrst eignir í Eystrasaltss- Pálmi tjáði hrifningu sína yfir J iöndunum, Pollandi og víðar, Mellon safinu og bókasafni sem Rússar hafa gert upptækar Bandaríkjaþings en þar eru um °S nema 100 milj. dollurum. Þá 8 miljón binda og mun það vera kemur láns- og leiguhjálpin á stærsta bókasafn veraldar. í safn stríðsárunum, sem nemur hvorki inu eru til gömul íslenzk hand- rit og var þar frumeintak af Gut- enberg biblíunni. Pálmi dvelur í boði stjórnar Bandaríkjanna og mun hanrt koma heim í byrjun október. —Tíminn 6. september yggi mundi skapast og því minni yrði hættan á nýju stríði þar. Enda þótt Vestur-Evrópuþjóð- irnar hafi enn ekki fengið ná- lægt því eins mikla aðstoð vest- an um haf og Rússar einir hafa þegið, er árangurinn þegar nægi- lega mikill til að sanna þá skoð- un, sem lá á bak við frumkvæði Marshalls.—Alþbl. FYRIRLESTRAR OG FERÐAAÆTLUN PÁLS KOLKA LÆKNIS Mikil listasnekkja meira né minna en tíu þús. millj dollurum, að ónefndum þeim mannslífum frá ýmsum þjóðum, sem týndust við að flytja þessa hjálp til rússneskra hafna. Þá er j aðstoð við sovetríkin eftir styrj- öldina, sem nemur 220 milljón dollurum. Rússar eiga því glæsi- legt met í því að þiggja amer íska aðstoð og eru því mestu Lystisnekkja Vilhjálms Þýzka-1 mútuþegar, betlarar og ölmusu- landskeisara, “Liguria” hefir ný- menn þessa hnattar lega skipt um eigendur. Hún var Engin þjóð er ánægð með það, stóru gljúfur, sem Colorado áin j smíðuð 1914, en Bretar hernámu!að þurfa á að halda slíkri aðstoð hefir grafið) og eldfjallahérööinj hana igi7. síðar var hún seld til frá annari, jafnvel ekki við við- Ástralíu og höfð í siglingum reisnarstarf eftir mikla styrjöld. milli Sidney og Singapore. Nú , En réttsýnir menn um allan hinn befir félag í Panama keypt hana frjálsa heim hafa séð það og skil- og ætlar að láta hana vera í ferð- fö, að það er mannkyninu vissu- fornfu háskóla, Columbia, Har-Ium milli New York og ítalíu. lega fyrir beztu, að hinar auð- vard,,íYale og Princeton. Það sýnir bezt, að snekkjan er urrri þjóðir aðstoði þær, sem búa Pálmi kom til N. York 1. ág- ekkert smásmíði, að hún hefir vig erfiðleika eftir styrjöldina. úst, en var hálfan mánuð í Kan- rúm fyrir 900 farþega. I Alþjóðleg stjórn, sem skipulagt 1 Washington fylki. Þegar skólarnir hefjast í sept- ember mun Pálmi fara í kynnis- för til háskólanna Cornell, Kali- Hayland, fimtudaginn 28. sept. Geyr" • Árborg, föstudaginn 29. september Riverton, mánudaginn 2. okt. Selkirk, þriðjudaginn 3. okt. Glenboro, fimtudaginn 5. okt. Morden (Brown), föstudaginn 6. október Mountain, N. D., mánudaginn 9. október Fyrirlestrar í Vatnabygðunum og á Kyrrhafsströndinni auglýst- ir síðar. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI ada áður en hann fór til Wash- ington. Hann var viðstaddur há- tíðahöld íslendinga að Gimli í Kanada. Einnig heimsótti hann fslendinga í N. Dakota en þar búa nokkur þúsund manna af ís- Innréttingu skipsins hefir enn gæti slíka auðjöfnun, er ekki verið lítið breytt, heldur öllu ennþá til, og þetta er því á valdi haldið sem mest í sínu upphaf-' hverrar og einnar þjóðar. iega horfi. Á sinni tíð var “Li-| Hugmynd Marshalls var sú, að guria” líka mesta luxusskip ver- því fyr^ sem viðreisn Evrópu- aldar. Þýzkt hugvit gerði allt,1 þjóðanna tækist, því meira ör- Tvær fisktegundidr nýfundnar á tslandsmiöum í nýútkomnu hefti af Náttúru- fræðingnum skýrir Árni Frið- riksson fiskfiræðingur frá því, að tvær fisktegundir séu ný- fundnar hér vð land. Þessar nýju tegundir nefnast rauðserkur og búrfiskur. Áður var vitað um 145 fisktegundir hér. Teljast báðir þessir fiskar til farserkjaættarinnar, sem ekki hefir fyr átt neinn fulltrúa hér við land. Það var togarinn Skúli Magnússon er veiddi rauðserk- inn. Fékk hann í vörpuna kring- um 15. marz s. 1. á um 180 faðma dýpi í sunanverðu Jökuldjúpi. Fiskurinn var óvenju stór eða um 62 cm langur, en venjuleg stærð mun vera 50 cm fullvaxinn. Heimkynni rauðserksins er djúp- sævi við strendur Evrópu fyrir neðan 200 m. dýpi. Hin tegundin, búrfiskurinn, fanst um mánaðamótin nóv.—des. í vetur á 185 faðma dýpi, um 35 sjómílur undan landi,- í Öræfa- grunni. Var það þýzkur togari er fékk fimm fiska af þessari tegund í vörpuna. Lengd þeirra var frá 54 upp í 68 cm. Að lokum lætur Árni þess get- ið að það sé að verða algengara að fiskar úr Atlantshafsdjúpinu fáist á vanalegum fiskileitum og telur þrjár skýringar hugsanleg- ar: í fyrsta lagi árferðið, í öðru lagi nýtízku skip við veiðarnar og í þriðja lagi að veiðarnar’séu nú stundaðar af meira kappi en oftast áður.—Þjóðv. 13. ág.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.