Heimskringla - 27.09.1950, Page 6

Heimskringla - 27.09.1950, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1950 Nordheim forseti Þýtt hefii G. E. Eyford Elmhorft lét óþolinmæði sína í ljósi með snöggri hreifingu. “Benno, eg veit sannarlega ekki.hvað eg á að halda um þig. Eg hef beðið þig að stunda kærustuna mína og auðvitað gerurðu það. “En gamla frúin gat ekki liðið mig, það sá eg”, svaraði Reinsfeld dauft. “Og eg er hræddur um að jómfrú Nordheim haldi—” hann þagnaði og leit niður fyrir sig. “Eg er ekki vanur að leita samþykkis frú von Losberg, þegar eg ákveð eitthvað í sambandi við kærustuna mína”, sagði Elmhorft. “Og eg hef frá byrjun tryggt áhrif mín á Alice. Það er þess vegna eftir minni ósk að hún vill taka á móti þér sem lækni sínum.” Benno leit á hann með einkennilegu augna- ráði og sagði svo hálf hátt: “Wolf, þú verðskuldar ekki lukku þína!” “Því ekki? Kannske af því að eg hef frá því fyrsta tekið stjórnina í mínar hendur? Það skil- ur þú ekki, Benno! Hver sem, eins og eg, sem kemst inn í fjölskyldu, aðeins fyrir auðsvon, hefur um tvent að velja; annað hvort að taka ráðin í sínar hendur, eða að verða viljalaus und- irlægja. Eg kýs heldur að ráða!” “Þú ert ómenni, er þú talar um að drottna yfir þessari viðkvæmu sál!” sagði Benni bystur. “Nú, það er ekki svo illa meint”, sagði Elm- horft rólega. “Alice er í eðli sínu blíð og er vön að lúta annara vilja; og eg hugsa bara um að sá vilji sé minn. — Þú þarft ekki að horfa svona byst á mig, eg vil ekki vera neinn harðstjóri við konuna mína. Eg veit hún þarfnast mildi og hluttekningu, og það skal hún ávalt finna hjá „X — ** mer. “Já, af því hún færir þér miljónir!” nöldraði Benno, er hann sneri sér frá vini sínum og ætl- aði að fara. Elmhorft hélt honum til baka. “Nú, hvað heldurðu um Alice?” “Sem stendur get eg ekki sagt neitt ákveð- ið. Hún virðist að vera mjög taugaveikluð, en eg verð að aðgæta harta fyrir lengri tíma.” “Eins lengi og þú vilt — þú sérð hana aft- ur!” “Vertu sæll!” sagði Benno stutt. Þeir Skildu, og Elmhorft fór aftur til Alice og læknirinn þrammaði löngum skrefum í burtu. Er hann hafði gengið um stund, stanzaði hann og leit til baka. Þarna á bakvið gluggana með knipplinga slörinu fyrir, var álfaheimur, og þar var víst hleygið og hæðst að hinum hlægilega búna manni, sem við hverja hreifingu og hvert orð gaf til kynna hve lítið hann átti heima í hin- um skrautlegu sölum í húsi Nordheims. Hann leit eins og ósjálfrátt á hanskana sína, sem hon- um þótti fyrir stuttu síðan svo fínir, nú í ein- hverju augnabliksæði tók hann þá af höndum sér og fleygði þeim inn á milli trjánna. Annar datt niður á jörðina, en annar festist á grein og hékk þar, og dinglaði eins og stór gul dula. Þessi sjón æsti upp huga hans og hann langaði til að fleyja hattinum líka, en honum kom til hugar, að hann mætti þó ekki eyðileggja fatnað sinn þannig. “Ólukkan er að eg kann ekki að hegða mér eins og gerð er krafa til* í húsi Nordheims — ætli hún hlægi líka að mér?” Það er ekki hægt að segja hvað Dr. Reins- feld meinti með þessu orði “hún”, en hann var á þessumtíma hinn vansælasti maður í allri f jallabygðinni. Hugsunin um, að sig vantaði alla hegðunar kunnáttu, tók hann sér afar nærri. 10. Kafli Sankti Hans dagurinn! Fólksins gamla þjóðsögn um lukku daginn, sem fylgdi á eftir hinni dularfullu miðsumarsnótt, er glataðir dýr- gripir birtast og blinda augu vor. Sofandi nátt- úruöfl vakna af blundi sínum, og öll æfintýri fjallanna og andaheimsins birtast í allri sinni dýrð. Fólkið hafði ekki gleymt hinni gömlu sól- stöðva hátíð, og sagnirnar varpa ennþá ljóma yfir hina dýrðlegu miðsumar tíð, er sólin er hæst á lofti og jörðin er skrýdd öllu sínu skrauti og fegurð, og lífið ólgar í allri náttúr- unni. í héruðunum kringum Wolkenstein var þessi dagur einn af ársins mestu hátíðisdögum. Fólkið í þessum afskektu og lítt þekktu Alpa- dölum, sem járnbrautin næsta ár átti að opna fyrir öllum heiminum, hélt fast við sínar gömlu venjur og siði, og engu síður við hjátrú sína, og alslags hindurvitni. Hér var trúin á Alpavættina í fullum blóma, en ekki sem eyðileggjandi nátt- úru afl, með bylji og snjóskriður — því flestir trúðu að hún væri ljóslifandi uppi á hinum þoku hulda hátindi Wolkensteins, og bál og blis voru kveikt víðsvegar á fjöllunum, kvöldið fyrir Sankti Hans daginn, sem höfðu eitthvert dular- fullt samband við hið ægilega vald fjallanna. Hvort heldur hin heiðna þýðing, Sankti Hans bálanna, eða hin kristna helgisögn, var dýpra innrætt í huga fólksins, er ekki gott að segja, en hjátrú þess var bundin við fjallasagnirnar, sem allir kunnu útí æsar. Hinn bjarti og mildi júnídagur var að kvöldi kominn. Það var þegar komið sólarlag, aðeins á hæðstu fjalla tindum sást rauðleit skíma; grá- leit þokumóða huldi alla aðra útsýn til fjallanna, og yfir dalina lögðust dimmir skuggar. Langt fyrir ofan skógana, sem eru um- hverfis rót hins volduga Wolkensteins, skaga fram bergsnasir út úr hinu mikla fjalli; þar sem hinar snarbröttu skriður byrja; var dálítil gras- tó, sem ofurlítill steinkofi stóð á, þangað komu fáir ferða og fjallagöngumenn, því Wolken- stein var álitin óklifrandi. Þennan dag var fjöldi fólks saman komin á víðlendri sléttu við fjallsrótina; þar var borið saman elsneyti, niður fallnir trjábolir og þurrar limar af hinum stóru furutrjám. Þetta var reist upp í háa kesti og heil furutré sveigð yfir þá. Sankti Hans bálið á Wolkenstein var æfinlega það stærsta og lýsti langt frá sér út um landið, það lýsti og upp hið gamla hásæti f jalla vættar- innar. í kringum bálið var samankomið fjöldi fjalldala fólksins, mest hjarðmenn og skógar- höggsmenn, ásamt stúlkum frá næstu kotunum. Allt hreystilegt fólk, en dálítið brúnleitt. Þetta fólk hélt til á sumrin upp í f jöllunum, bæði við fjárgætslu og skógarhögg, en fór ofaní dalina er haustaði. Það var fjörugt og lifði glaðværu lífi. Þetta fólk sem vann alla daga, og sem þess tilbreytingarlausa líf gaf þv.í sjaldan tækifæri til nokkurs daga muns, en það kunni að gera sér hinar gömlu þjóðarvenjur að ánægju og gleði. Þennan dag var það ekki alveg útaf fyrir sig sjálft; það hafði komið dálítill hópur áhorf- enda, sem hafði valið sér stað á dálitlum hól utan við sléttuna. Alpa-fólkið var ekki vant því,, og undir öðrum kringumstæðum hefði því ekki verið slíkir gestir neitt velkomnir, því það skoðaði sig sem einvalds herra á sínu landi. Hvorki unga stúlkan, sem sat á mosagrónum steini þar kamt frá, né stóri guli hundurinn sem lá við fætur hennar, var þeim ókunnug. Þau höfðu í mörg ár lifað meðal þeirra í gamla Wolkenstein húsinu, sem nú sáust engar leyfar af. Auðvitað var þetta fyrrum hugaða og lífs- glaða barn nú orðin hefðarmey og bjó í hinu nýja skrauthýsi hr. Nordheims, sem dalafólkið áleit sem álfaborg, en Erna hafði, eins og í gamla daga farið uppeftir til að mæta því, og tala við það á sinni sérstöku málisku; það datt engum í hug að skoða hana sem ókunnuga. Auk þess var Sepp þar, sem hafði verið í tíu ár í þjónustu Thurgau barons, ásamt tveimur ó- kunnugum mönnum í fylgd með Ernu, sem voru með sólbrend andlit, og litu ekki út sem fólk frá höfuðstaðnum. Annar maðurinn virtist vera alþýðlegri, lét Sepp strax kynna sig meðal fjalla fólksins, og varð strax sem heima hjá sér meðal þess. Hann skildi málisku þeirra, og gat tekið fullan þátt í hinu djarfa spaugi þeirra. Hinn, sem auðsjáan- lega var tignari maður, með svart hár og augna- brýr, hélt sig stöðugt hjá Ernu, og laut ofan að henni og spurði: “Ertu ekkí þreytt, jómfrú? Við höfum ekki hvílt okkur á leiðinni hingað uppeftir.” Erna hristi bara höfuðið. “Nei, eg er ekki búin að gleyma að ganga hér uppeftir, það ætti ekki að þreyta mig. Áður fyr fór eg hærra, Greif til leiðinda, því hann varð altaf að bíða hér, þegar eg klifraði upp bergið; hann þekkir staðin ennþá vel.” “Já, eg var að furða mig á því hve létt og fótviss þú varst á leiðinni hér uppeftir,” sagði Waltenberg. “Eg held að þér yrði ekki mikið fyrir að yfirvinna erviðleika langferðalags, sem maður þyrði ekki að bjóða öíjrum stúlkum. Eg er stoltur af að vera þinn aðstoðarmaður á þes- ari sskemtiferð til Sankta H^ns bálsins.” “Eg hefði annars ekki fengið leyfi til að fara . Frú von Losberg var mjög á móti þessum túr, sem hlyti að vera fram á nótt, og Alice þorði ekki að reyna svo mikið á sig. Sepp var búin að bjóða mér fyrir löngu síðan að fylgja mér, en hann þótti ekki nógu góður, þó hann hafði verið í 10 ár samtíða mér í húsi föður míns.” Það var biturleiki í orðunum, sem Walten- berg veitti eftirtekt. “Það hefur ekki viljað leyfa þér það?” spurði hann undrandi. “Leyfir þú að láta setja þig undir formbundnar reglur í slíku, náðuga jómfrú?” Erna sagði ekkert? hún vissi hvaða svar hún mundi fá er hún bæri fram ósk sína. Frú von Losberg var hamslaus út af þeirri óhæfu að vera svo seint úti og að vera þar meðal bændafólks og horfa á þessa villimannlegu skemtun. Eins og tilfellislega kom hr. Waltenberg og skrifarinn hans um kvöldið frá Heiborn. Hann hafði boðið sig fram sem leiðsögumaður og verndari Ernu. Hann var álitinn í húsi Nordheims, sem tilvon- andi maður Ernu, svo gamla Sepp var neitað um að fylgja Ernu. Hann var rétt að bera fram aðra spurningu, er ókunnugur maður kom til þeirra, og sagði eins og undrandi og efandi: “Gott kvöld náðuga jómfrú! Velkominn til gömlu átthaganna þinna!” Doktor Reinsfeld!” sagði Erna, yfirmáta glöð og rétti honum báðar hendur, með sama barnslegum innilegleik og áður, þegar hún, sem 'barn, hljóp á móti honum er hann kom í hús föð- ur hennar. Það var eins og hann, í fyrstu, yrði hálf hissa, en svo skein hinn vanalegi geisli, gleði og góðvildar úr andliti hans og hann greip og þrýsti innilega hinar framréttu hendur; en nú kom annar, Greif hafði ekki gleymt sínum gamla vin, hann þekti læknirinn strax og heilsaði hon- um með miklum fagnaðar látum. “Eg sá þig ekki í gær, þegar þú varst heima hjá okkur”, sagði Erna. “Eg frétti fyrst um það þegar þú varst farin.” “Og eg þorði ekki að spurja eftir þér” sagði hann. “Eg vissi ekki ef þér líkaði það, að eg end- urnýjaði okkar gamla kunningskap.” “Gastu virkilega efast um það?” Það var eins og ásökun í rómnum, en Reins- feld sýndist að vera mjög lukkulegur yfir þess- ari aðfinslu og horfði mildilega á‘ ungu stúlk- una. Hann sá að hún var orðin miklu fráðari og alvarlegri en áður, og að hún vék eins kunnug- lega að sér eins og áður, og hjá henni fann hann ekki til þess sem í gær hafði gert hann svo ó- framfærin og þegjandalegan. “Eg kveið svo fyrir að sjá þig sem hefðar dömu”, sagði hann brosandi. “Guði sé lof að þú ert ekki orðin það.” Það var auðheyrt að hann sagði þetta í hjartans einlægni, og Erna skelli hló að því, það var aftur hinn gamli glaðværi bernsku hlát- ur, sem hafði verið niðurbældur í mörg ár. Waltenberg hafði í fyrstu horft undrandi á þessa bjánalegu alúðar heilsan, og hann horfði skuggalega og tortryggnislega á Dr. Reinsfeld, en búningurinn sefaði afbrýðissemi hans. Þessi læknir í jakka og með flókahatt, gat ekki verið að neinuleyti honum hættulegur, og að hin vingjarnlega framkoma hans við Ernu stafaði frá bernslu kynningu. Hr. Waltenberg sá það strax, og var hinn alúðlegasti, er Reins- feld var gerður kunnugur honum. “Við erum nýkomin”, sagði Reinsfeld, eftir að þeir höfðu heilsast. “Við urðum ykkar*ekki varir í glaðværðinni hér uppfrá. En hvað er orð- ið af Elmhorft?” Spurningin var óþörf, því Elm horft stóð eins og tíu fet frá þeim, og horfði á parið, hann hafði ekki viljað fara til þeirra, en nú gekk hann þangað þegar Benno var kominn Benno gat ekki skilið í hve kalt Erna tók á móti honum. “Eg hélt, hr. Elmhorft, að þú mundir vera í kvöld í Oberstein”, sagði hún, “þú sagðir það í >> gær. “Já, og eg var líka hjá Benno, og hann kom mér til að fara með sér hérna uppeftir.” “Já, eg tók hann með mér, svo hann fengi einu sinni að sjá reglulegt Sankta Hans bál.” sagði Benno. “í Oberstein verður líka fjölmennt í kvöld, allir úr þorpinu, ungir og gamlir, allir járnbrautarverkamennirnir og margir gestir frá ; Heilborn, til að sjá hina gömlu og fallegu siði J og hætti fólkisins hér í fjallabygðunum. Hér j uppfrá höfum við ennþá hið ekta óspillta fjall- i dala líf. — Ó, og þarna er Sepp! Hvernig líður j þér, gamli minn? Við vissum að við værum ekki j velséðir í Oberstein á slíkum degi, og fórum j hingað án þess að segja orð um það; svo þið meg -I ið taka okkur með, það er að segpa, hr. Elmhorft j og þennan ókunnuga herra þarna, því eg og jóm- j frú Erna tilheyrum þessu fólki.” “Já, þið heyrið því til”, sagði Sepp mjög há- ! tíðlega, “ykkur mátti sannarlega ekki vanta.” “Eg mótmæli því að vera álitin sem alveg ó- kunnugur”, sagði Elmhorft. “Eg er búin að vera þrjú ár hérna í fjöllunum.” “Og í stöðugu stníði við þau”, sagði Walten- berg, hálf glettnislega. “Eg held varla, að þú með því, hafir unnið þér heimilisrétt hér upp- frá.” “Nei, en sigurvegararétt”, sagði Erna kalt. “Hr. Elmhorft hrósaði sér af því, þegar hann kom hér, að hann ætlaði að hertaka ríki Alpa- dísarinnar og leggja það í hlekki”. “Og þú sérð, náðuga jómfrú, að það var alls ekkert skrum”, svaraði Elmhorft í sama tón. “Við höfum þvingað fjallanna stoltu drottningu til að láta undan. Hún hefur gert okkur það býsna ervitt, en við sigruðum hana samt! í haust verður brautin fullgerð, og næsta vor rennur lestin yfir hið ægilega Wolkensteins gljúfur.” “Skaði fyrir hinn dýrðlega Alpadal!” sagði Waltenberg. “Hann missir alla fegurð sína, þeg- ar fyrsta lestin fer eftir honum og org og ó- hljóð gufuvagnsins brýtur hina helgu ró fjall- anna.” Elmhorft ypti öxlum. “Mér þykir sannarlega fyrir því, en maður getur ekki vel látið slíkar skáldlegar gryllur standa í vegi, er maður opnar slíkan þjóðveg fyrir heiminn.” “Þann heim, sem þér tilheyrir! Hér í Ev- rópu hafið þið fyrir löngu síðan gert ykkur að herrum með gufu og járni. Loksins verður mað- ur að flýja til einhverra fjærlægra eyja í úthaf- inu til að finna rólegan dal þar sem maður getur látið sig dreyma í ró.” “Já, svo framarlega sem slíkt draumlíf er hið einasta takmark tilveru þinnar, hr. Walten- berg, En hér hjá okkur er það vinnan.” Hr. Waltenberg beit sig í varirnar; hann sá að Erna heyrði til, og að fá svona ofanígjöf í nærveru hennar var meir en hann gat þolað; er hann tók aftur til máls, talaði hann í hinum móðgandi málróm er hann við fyrstu samfundi þeirra hafði reynt að auðmýkja ‘lukkuveiðarann’ með, svo sagði hann: “Það er sama stríðið, sem við áttum í, einu sinni í vetrargarði forsetans! Eg hef aldrei ef- ast um dugnað þinn, hr. Elmhorft, og þú hefur líka uppskorið feitan ávöxt af því.” Hr. Elmhorft, lét þetta ekki á sig fá, hann vissi hvert sneiðinni var beint, og hvaða upp- skera var meint; en hann bara brosti fyrirlitn- ingslega. Hér var hann ekki ‘Alice Nordheims tilvonandi eiginmaður’ eins og inni í höfuðstaðn um; hér hafði hann fasta jörð undir fótum, og svaraði með allri þeirri sjálfstilfinningu, sem sá maður hefur, sem þekkir afl sitt og dugnað: “Þú meinar, að Wolkensteinbrúin sé mitt fyrsta stórvirki, sem verkfræðings, en eg vona að það verði ekki það síðasta.” Waltenberg varð orðlaus. Hann hafði séð hina stórkostlegu brú, sem lá frá fjalli til fjalls yfir hið ægilega gínandi afgrunn, og fann að sér væri best að hætta við að skoða manninn, sem hafði byggt annað eins meistaralegt stórvirki, sem lukkuveiðara; og þó hann svo tíusinnum rétti hönd sína út eftir dóttir millíóna mærings- ins hjá þessum Elmhorft var það þó meir en blá- ber lukkuveiði; það hafði hann sýnt; andstæð- ingur hans varð, mót vilja sínum að viðurkenna það. Eftir litla þögn, sagði Waltenberg: “Eg dáist að þessum duglega verkfræðing sem hefur unnið þetta stórkostlega verk.” “Það er mikið hrós fyrir mig, að þú, sem þekkir byggingalist hálfrar veraldarinnar álít- ur það.” s Hann sagði þetta ekki óvingjarnlega, en til- lit þeirra var alt annað en vingjarnlegt. Þeir fundu báðir á þessu augnabliki, að þeir hötuðu hvor annan. Erna hafði hingað til ekki tekið þátt í sam- tali þeirra, en henni var ljóst hvor mundi bera sigur úr bítum, því í málróm hennar var ódulið ergelsi, er hún að síðustu tók til máls; “Eigðu ekki þrætur við hr. Elmhorft. Hann er eins járnharður eins og verkamennirnir hans, og skáldlegar ímyndanir eru einskisvirði í aug- um hans. Við tilheyrum alveg öðrum heimi, og yfir þá gjá getur hann ekki bygt neina brú.” “Við — já”, endurtók hr. Waltenberg og sneri sér snöggt að henni. Hann varð himinlif- andi af fögnuði, og gleðin skein úr augum hans; það lá sigurhrós hljómur í þessum orðum “við bæði”. Hr. Elmhorft fór frá þeim í svo skjótri svip- an, að Benno var hreint hissa á honum. Hann var að tala við hr. Gronau sem kom til þeirra er hann heyrði nafnið Reinsfeld neft. “Þú getur náttúrlega ekki munað eftir mér”, sagði Gronau, “þú varst bara ofurlítil! drengur er eg fór útí heimin. Þú mátt trúa mér til að segja þér satt, er eg segi þér, að eg var æsku vinnur föður þíns. Eg veit að hann er dá- inn fyrir löngu, en eg vona að sonur hans veigri sér ekki við því handtaki, sem eg get ekki fram- ar gefið mínum gamla vin Benno.” “Auðvitað ekki”, svaraði læknirinn, og tók fast og innilega í hina framréttu hendi. “En segou mér nú hvernig stendur á því, að þú ert komin hingað aftur?” 11. Kafli Bjarmi kvöldroðans var fyrir löngu horfinn hin raka kvölddögg lagðist yfir skóga og engi, smásaman stigu skuggarnir upp frá dölunum, en efst uppi fóru f jalltopparnir að taka á sig hvítan glans. Tunglið var rétt að koma upp og varpa sínu dularfulla skíni á fjallatindana. Bálið á Wolkenstein brann fyrst sem reykjarstrókur, þar til eldurinn hafði náð fullu haldi á kylfum og bjálkum, sem svo bossuðu upp í viltri glóandi prýði, sem allur mannfjöldin húrraði fyrir með miklum fagnaðarlátum — gamla Sankti Hans bálinu. Það var stórkostleg sjón, sem í hinni áfall- andi dimmu var ennþá áhrifameiri, er neistarn- ir flugu hátt út í geiminn, sem mergð stjörnu- hrapa óg féllu svo niður meðal fólksins sem dans aði og söng af mikilli gleði kringum bálið. Það kastaði glóandi eldibröndum upp í loftið til þess að gera logana enn meiri, og yfir þessu bylgjaðist þykkur reykjarmökkurinn í svörtum skýjum. Erna og Waltenberg sátu kjur í sama stað. Ekki langt frá þeim, stóð Elmhorft með kross- lagða handleggi, og sjáanlega hrifin af þessari stórkostlegu sjón. Hann hafði valið sér stöðu þannig að hann var að mestu leyti í skugga, það- an sá hann betur til þeirra, Ernu og Walten- bergs þar sem þau sátu á dalitlum hól. Hann virti fyrir sér hennar granna og fagra vaxtar- lag, og útlit mannsins sem sat við hlið hennar, og hinn loðna hund er lá hreifingarlaus við fæt- ur þeirra, en teygði höfuðið upp á milli þeirra.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.