Heimskringla - 11.10.1950, Page 1

Heimskringla - 11.10.1950, Page 1
QUALITY-FRESHNESS Butter-Nbt BREAD At Your Neighborhood Grocer’s For Freshness and Flavor!! C AfJ ADA Bread AT YOUR CAOCERS LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN., 11. OKT. 1950 NÚMER2. Koma Islendinga til Winnipeg fyrir 75 árum Minningarsamkoma sem Þjóð- ræknisfélagið efnir til 12. okt., í Fyrstu lútersku kirkju, er þess eðlis, að eftir henni er vert að taka. Tilefni hennar er, að þann dag fyrir 75 árum stigu íslend- ingar fyrst fótum á jörð í Win- nipeg, borginni, sem síðar hefir verið fræg fyrir að vera fjöl- mennari af íslendingum ,en nokk ur önnur borg, að Reykjavík einni undanskilinni. Það hefir verið gert ráð fyrir að einn hinna eldri manna hér segi nú frá því er hann fremst of man, frá þessum tímum og hon- um hefir sagt verið. Nú mun engin, er með var í þessum við- burðum á lífi vera til að segja söguna af sjón. Maðurinn er Jón J. Bíldfell, er til þess hefir verið valinn. Hann er yfir áttrætt kominn, og hefir fylgst með sögu Vestur íslendinga ekki alveg frá byrjun, en lengur en flestir aðr- ir nú lifandi. Auk þessa sérstaka hugðarmáls allra íslendinga, sem byrjun sögu vorrar hér áhrærir, verður á samkomu þessari fleira til fróðleiks og skemtunar; þar á meðal kemur fram maður einn á- gætur er Hannes Kjartansson heitir og er ræðismaður íslands í New York. Má eiga vísa skemtun, þar sem hann er, því hann er hæfileikamaður góður. Með honum er kona hans, Elín! Jónasd. Eru þau hér í fyrsta sinni! í Hannes Kjartansson og af löndum þeirra boðin inni- lega velkomin. Ýmislegt verður fleira til skemtunar eins og söngur og hljóðfærasláttur — ef til vill upplestur, en svoddan mun aug- lýsing samkomunnar bera með sér. Að skemtiskrá lokinni, verða veitingar til sölu í samkomusal kirkjuknnar. En inngangur er ókeypis að þessari samkomu, sem von gefur um, að verði eins góð og annars er hér völ á. Fyrir bæði þetta og hið viðurkenningarverða starf; sem með þessari samkomu er unnið í þágu íslenzks almenn- ings, ber að þakka tjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins. Bæjarkosningar í Winnipeg fara bæjarkosning ar fram 25 október. í stöður verða 16 alls kosnir, 9 í bæjarráð, 6 í skólaráð og einn bæjarstjóri. En umsækjendur eru alls 32. Um borgarstjórastöðuna keppa tveir: Garnet Coulter, núverandi borgarstjóri og John Blumberg, CCF sinni. Coulter hefir verið borgar- stjóri 8 síðustu árin. Verði hann nú kosinn fyrir næstu tvö ár, hef- ir hann lengur verið við völd en nokkur borgarstjóri á undan hon- um. Webb sæli var 8 ár við völd, sem met hefir verið. Gagnsækjandi Coulters, J. Blumberg, bæjarráðsmaður, hefir í bæjarráðinu verið í 31 ár fyrir Norður-Winnipeg. Er það einnig met og langt framyfir tíma þann, er nokkur hefir áður verið bæjar- ráðsmaður. Af 9 sem nú fara úr bæjarráð- inu sækja 7 um endurkosningu. F. Chester og E. A. Brotman, bæjarráðsmenn úr þriðju deild, verða ekki í vali- En tveir úr skólaráði: G. P. Macleod, úr S.,- Winnipeg, og D. Orlicko úr N.- Winnipeg, sækja um bæjarráðs- stöðuur. í skólaráðinu opnast því stöð- ur fyrir tvo. Fjórar konur sækja, og allar í skólaráð, Mrs. Ina Thompson í annari deild, undir merkjum CCF. Hún sótti 1949, en var ekki á kjósenda skrá. Mrs. E. L. Beech, þriðjudeild, Mrs. Margaret Chunn, LPP í annari deild, hún tapaði síðast. Mrs. Mary Kardash LPP í þriðju deild. Hvorugur íslendinganna í bæjarstjórn eða skólaráði þurfa nú að sækja. Engir nýir eru held- ur í vali. Tveir sækja í annari deild er fallið hafa áður. Það eru Dr. A. C. Brotman og G. A. Firth, báðir óháðir. Um engin sérstök mál verður nú greitt atkvæði. Mesta eftirtekt vekur eflaust borgarstjóra-kosningin. Óháða kalla nú f jórir sig. Tveir er í annari deild sækja í bæjarráð og tveir í skólaráð þriðjudeildar. Þeir hafa sjaldan verið það marg- ir. Kommúnistar eru og með flesta móti, eða 3 alls. Tveir af þeim sækja í þriðju deild, en einn í annari (Mrs. M. Crunn). Svo að síðustu skulu hér birt nöfn þeirra er kjósendur eiga um að velja ásamt skammstöfuð- um nöfnum flokkanna, sem þeir fylgja: Borgarstjóra-efni: Mayor Garnet Coulter (Ind.) Ald. J. Blumberg (CCF) Bæ jarráðsmannaef ni: Ward 1. Ald. G. Sharpe (CEC). Ald. J. Gurzon Harvey (CEC) Ald. D. A. Mulligan (CCF) G. P. MacLeod, (CEC). Ward 2: Ald. H. B. Scott (CEC) Ald. E. E. Hallonquist (CEC) Ald H. V. McKelvey (CCF) J. R. Mclsaac (CCF) S. Juba (Residents and Rate- payers’ Association). Ward 3 H. Bradley (CEC) P. Taraska (CEC) F. Wagner (Ind.) F. P. Bashchak (Ind) D. Orlikow (CCF) G. H. Beckford (CCF) A. Zararychuk (North Winni- peg Election Committee). Ald. J. Penner (LPP) Skólaráðsmanna-efni: Ward 1 Trustee Campbell Haig (CEC) Peter D. Curry (CEC) F. Tipping (CCF) Ward 2 Trustee A. N. Robertson (CCF Trustee P. C. Jessiman (CEC) Mrs. Ina Thompson (CCF) Mrs. M. Chunn (LPP) Dr. A. C. Brotman (Ind) G. A. Frith (Ind) Ward 3 Trustee S. Carrick (CEC) S. Cherniak (CCF) Mrs. Mary Kardash (LPP) Mrs. E. L. Beech (CEC) Áhöfn “Geysis” heil á húfi Eins og í útvarpsfréttum hefir verið ógreinilega vikið að, týnd- ist millilandaflugvélin “Geysir” 14. september á leið frá Luxen- burg til Reykjavíkur. Voru lík- urnar þær, að hún hefði horfið við austurströnd íslands, eða á Suðausturhálendi landsins. Á fimta degi frá hvarfi vélarinnar, fanst flakið af henni á Vatna- jökli norðvestarlega. Flugvélin nauðlenti á jöklinum og fanst þar á hvolfi og vængbrotin. Á- höfn hennar var þó heil á húfi. Hefir henni nú og farangri ver- ið bjargað. Var leiðangur frá Ak- udeyri gerður út um ódáðahraun til björgunarinnar. Þoka á jöklinum hamlaði því að flugvélin fyndist fyr en eftir 4 daga. Voru flugvélar alls stað- ar að í þeirri leit, Bandaríkja- flugvélar jafnframt. Loks fann flugvél frá ‘ísafirði’, flakið. Var hún frá “Flugleiðum”, sama fé- laginu og “Geysir” eða týnda flugvélin var. Frost var um 15 gráður á jökl- inum oftast. Notaleg hefir dvölin þar því ekki verið fyrir flug- menninna. Nöfn flugáhafnarinnar eru þessi: Magnús Guðmundsson, flug- stjóri, Dagfinnur Stefánsson, 2. f lugmaður, Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður, Guðmundur Sívertsen, loftsiglingafræðingur, Einar Runólfsson,- vélamaður og Ingigerður Karlsdóttir, flug- þerna. Með björgunar-félögunum frá Akureyri var ritstjóri Dags, Haukur Snorrason. Segir hann frá slysinu og björguninni í mjög löngu máli í degi litlu seinna. Þrátt fyrir harðrétti á jöklinum, getur ekki neitt sér- staklega um meiðsli á áhöfninni við lendinguna. Þó er líklegt, að Landneminn Björn Sigurðsson (Crawford) fiskiútgerðarmaður frá Winnipeg- osis, Manitoba, F. 14. íebrúar 1857. Dáinn 23. febrúar, 1946 —MINNING— Björn var hár og herðaþrekinn. — Hrjóstur gróður saman rekinn —. Vangahrjúfur — veðurtekinn — vöðva stæltur, sinaber. Ljós, að yfirlitum var hann, landnemanna fornu bar hann herzlu svip, úr hóp sig skar hann haukfráneygur, limasver. Ekta norrænn — íslendingur. Aðsópsmikill fyrir sér. Að honum stóð efniviður. Öllum rótum skotnum niður. — Tuttugasti ættarliður Agli frá, á Stóru-Borg. » Víkingslund, í blóð hans borin, — brendur sem að úr var sorinn — hvatti hann í ver á vorin — veiðibráðann — ránar org eggjaði til vetrarveiða Víkinginn, frá Mýra-Borg. Atlotum við ægis-síðu öllum vanur — þjósti og blíðu — rifaði lítt, í roki stríðu réri brak í þoll og ár. Sótti gull í greipar Ægi — góðfiskana — seil í dragi hafði fylgdu heim í lagi honum veiðibjalla og már. Vissu, hans í verstöð mundi verða slógi drifin sjár. sumir hafi laskast eitthvað þó gengið gætu og yfirleitt kæmu fram, sem heilir væru. Ber lýs- ing Hauks af flugþernu sem í förinni var það með sér. Þar seg- ir: “Lestin sniglaðist þarna um nóttina, ofur hægt, en örugg- iega. Slóðin fanst jafnan um síð- ir, og loks kom að því, að merk- istöngin á fjallsbrúninni blasti við. Þá var hvílt um stund, en síð ar látið reka niður fjallið, í slóð- ina, sem nú var margtroðin og mjög greinileg. Það vakti aðdá- un allra, sem þarna voru á ferð, hversu flugþernan, Ingigerður Karlsdóttir var dugleg, hörð og æðrulaus. Hún var málhress í bezta lagi og sagði okkur alla söguna af slysinu og dvölinni á jöklinum. Og hún kvartaði aldrei enda þótt vitað væri, að hún væri meidd, að minsta kosti rifbrotin. Nú hefir komið í ljós, að meiðsli hennar voru meiri en upphaflega var ætlað. Hefir þessi ganga hennar um jökulipn ‘og Kistufellið vissulega verið mikil þrekraun. í aðra málsgrein skal seilst í lýsingu Hauks, er frekara ljósi bregður á björguninna. Hún er þannig: “Þegar halla tók ofan af fjall- inu, sáum við sýn sem var í senn fögur og hressandi. Tjaldbúar höfðu ekið jeppum sínum upp í gilið og létu kastljós varpa birtu upp í fjallið. Sást þessi Ijósadýrð langa vegu og hafði örvandi og hresandi áhrif á þá, er að ofan komu. Jökullinn, svartur og hnúkóttur, varð nærri því falleg- ur í þessum ævintýraljóma. Og svo var komið í áfangastað. Þar voru til reiðu ágætar veitingar, brennheit mjólk, kaffi og brauð og svefnpokar handa jökulförun- um. Áhöfnin, sem fyrst kom að tjaldinu var þá í fasta svefni og brátt gátu þeir, sem í þessum flokki voru, líka hallað sér, þótt hvílurúm væru óhæg. Þessa nótt hafði frostið hert, og þurfti karl- mennsku til þess að skríða í svefnpoka í köldu tjaldi, sem blásið hafði allan daginn. Eg lagðist fyrir á jeppagólfi, lá þar í einni hrúgu í svefnpoka mín- um og svaf í þrjú kortér. Þannig munu fleiri hafa hvílt sig, en á- höfnin fékk að sjálfsögðu betri aðbúnað. Var ^llt gert, sem unnt var, til þess að áhöfn Geysis gæti hvílzt sem bezt, við þær aðstæð- ur, sem fyrir hendi voru. Kom heill — kom heill! Á öðrum stað í þessu blaði, er auglýsing um að sjónleikur á ís- lenzku verði sýndur n. k. þriðju- dag í Sambandskirkjunni. Fyrir sýningunni stendur leikflokkur frá Geysir í Nýja-íslandi. Leik- FEGITRÐAR-DÍS Ruth Thorvaldson Á skólamáli hér eru stúlkur þær kallaðar “Freshie Queens” sem skara fram úr í fegurð og framgöngu við háskóla um leið og þær hefja nám. Á Manitoba- háskóla var s. 1. viku fegurðardís- in valin og varð íslenzk stúlka hlutskörpust. Heitir hún Ruth Thorvaldson og er dóttir Mr. og Mrs. G. S. Thorvaldson í Winni- peg. En Mr. Thorvaldson er ís- ’.enzkur lögfræðingur og fyrrum fylkisþingmaður í Manitoba. — Ruth er 17 ára og innritaðist i háskólann á þessu hausti og er þar listnemi. urinn hefir verið sýndur í nokkr- um íslenzku bygðunum og fær hið bezta orð. Vonandi fær hann hér góða aðsókn. Bæði er, að leikurinn er skemtilegur sagður af þeim, sem hann hafa séð, og svo hitt, að með honum er verið að leysa hér af hendi veigamikið þjóðræknisstarf og fyllilega þakkarvert. * * * * Gifting Gefin voru saman í hjónaband að heimili séra Philip M. Péturs- son, 681 Banning St., föstudaginn 6. okt. Próf. James Harvey Har- rold og Dorothy Jean Smeltzer. Þau voru aðstoðuð af Próf. og Mrs. Robert W. Pringle. Norður skal haldið Harðfengur, sem hreiður-örninn. Heitfengur, sem ísabjörninn. Þrátt fyrir ytra æði, börnin að ’onum hændust, fundu þar vandalaust að vera skilin. Velkomin í bjarmarylinn, sigla, róa hrannar hylinn, — hilling fiskisögunnar —. Lifa undrin — æfintýrin — yndi hans og svaðilfar. Lokaróður heim — á hausti — hann er róinn. Upp í nausti bátur hans — ’inn borðatrausti — bíður þess að verða hrint út, af hinum yngri mönnum, — aflasæll — mun verjast hrönnum sé við stýri sá, er önnum sinnir, rennir ekki blint öngli í sjóinn. Öllum borgar ekki Rán í sömu mynt. Ármann Björnsson Sameinuðu þjóðirnar eru ekki að gera neitt leikspil úr stríð- inu. Her þeirra í Kóreu er á hraðri leið norður; er nú þegar kominn 90 mílur norður fyrir landamæri Norður-Kóreu (eða 38 gráðu). Kommúnista herinn hef- ir ekki gefið neitt í skyn um að hann hafi gefist upp, eða ætli sér að hætta að berjast. Meðan hann ræður það ekki við sig, heldur her MacArthurs áfram norður. Landher Sameinuðu þjóðanna var orðin um 175,000. Auk hans er bæði flug og sjóher í Kóreu. Um 50,000 menn úr landhern- um er nú kominn til Norður- Koreu ásamt flugliði. S. 1. mánudag sendi MacArthur forsætisráðherra Norður-Kóreu, Kim le Sung að nafni, mjög al- varlegt skeyti. Skoraði hann á forsætisráðherrann að sjá um að kommúnista herinn legði niður vopn og stöðvaði með því frekari mannvíg. Hann hefir og í útvarpi skýrt Norður-Kóreubúum að fyr- ir Sameinuðu þjóðunum vekti að öll Kórea yrði sameinuð og að Sameinuðu þjóðirnar bættu íbú- unum stríðstjónið eftir föngum. Komi ekkert svar frá Kim le Sung innan stutts tíma, kvaðst MacArthur halda áfram stríðinu eins og nauðsyn krefði. Síðast liðinn sunnudag tóku Sameinuðu þjóðirnar um 4,000 fanga. Höfðu kommúnistar verið að reyna að gera skráveifur í smáum hópum í Suður-Kóreu. Lauk því oftast með því að hópar þessir voru teknir fangar.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.