Heimskringla - 11.10.1950, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. OKT. 1950
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
byggja ofan á þann grunn sem
við treystum sameiginlega, geta
þeir áreiðanlega áður en langt
um líður komizt upp í *1000 eða
jafnvel 1500 félaga, eða allt að
1% þjóðarinnar. Til þess þarf
einungis framhald á þeirri braut
sem þegar hefur vreið lagt inn á.
Fyrirheit hafa verið gefin af
ýmsum opinberum aðilum. Nú
veltur það á íslenzku félögunum
hvort hafið verður reglulegt út-
varp frá Reykjavíkurútvarpinu,
komið á esperantokennslu í
Kennaraskólanum og fram-
kvæmdar aðrar fyrireetlanir.
★
Örhratt liðu vikurnar fimm.
Hrífandi, einlægt kveðjukvöld
Stuttar ræður. Árnað heilla . .
Aftur á flugvellinum. Magnús
Jónsson og ritari sambandsins
Ólafur S. Magnússon, viðstaddir.
Gagnkvæmar þakkir. Örfandi
kveðjuorð. Enn tekizt í hendur.
Flugrisinn nötrar af átökum
stormsins. Hreyflarnir taka að
drynja. Andartaki síðar erum
við á flugi yfir Reykjavík. Eg
lít hinzta sinni ísalandið með eld
í barmi, með íbúa kalda á svip en
hugarhlýja, land þar sem alþjóða
málið getur átt glæsta framtíð.
(Lauslega þýtt úr esperanto)
—Þjóðviljinn, 28. júlí.
SÍMON DALASKÁLD
KVEÐUF. SÉR
HLJÓÐS
Af fregnum í blöðum og út-
varpi er almenningi það kunnugt
að á síðastliðnu hausti eignaðist
Rímnafélagið að gjöf útgáfurétt-
inn að öllum ritum Símonar
Dalaskálds, prentuðum og óprent
uðum, í bundnu máli og ó-
bundnu. Gefandinn var einkad.,
skáldsins, Friðfríður (frú Fríð-
ur Andersen), sem um langt
skeið hefir átt heima í Kaup-
mannahöfn, en kom hingað í
heimsókn í fyrra sumar.
Félaginu var það frá öndverðu
Ijóst, að með því að þiggja þessa
gjöf, hafði það tekið sér á herðar
byrgði alvarlegrar skyldu við
minningu þessa síðasta farand-
skálds fslendinga. Að vísu var
engin hætta á að nafn Símonar
Dalaskálds gleymdist. Matthías
Jochumsson hafði örugglega séð
fyrir því, að svo skyldi ekki
verða, og um æfi hans hefir á
síðastliðnum ellefu eða tólf ár-
um verið ritað bæði mikið og vel
þótt ýmsir mundu enn geta auk-
ið þar við. En verkum hans sjálfs
átti þjóðin ekki lengur kost á að
kynnast, og við því lá nú sómi fé-
lagsins að það réði nokkra bót
þar á. Því hafði verið trúað fyrir
ritunum og hendur annara voru
þar með bundnar, nema leyfi þess
kæmi til.,
Þetta unga og fáliðaða félag,
stofnað (eins og Bókmenntafé-
lagið og Fornleifafélagið á sín-
um tíma) fyrir forgöngu og at-
beina erlends manns, er þegar
búið að inna af "hendi órtúlega
mikið starf. Fjögur rit er það bú-
ið að gefa út á hálfu þriðja ári,
tvö að auki eru í prentun, og nú
þessa dagana er verið að afhenda
í prentsmiðjuna afarvandað úr-
val úr öllum prentuðum kveð-
skaparritum Símonar Dalaskálds,
en þau eru 21 að tölu.
Afarvandað — það mun mörg-
um finnast óþarft orð þegar þess
er getið, hver úrvalið gerði. En
það var séra Þorvaldur Jakobs-
son. Og þetta er ekki neitt smá-
kver, gert fyrir siðasakir, heldur
reiknast prentaranum svo til, að
bókin verði um 500 blaðsíður. —
Verður á allan hátt til hennar
vandað, prentuð með fögru letri
og á ágætan pappír, hinn sama
og er í annari bók séra Þorvalds,
“Orðum Jésu Krists”, en svo góð-
ur pappír sést nú, því miður, í fá-
um íslenzkum bókum.
Sá háttur hefir verið hafður
um rit Rímnafélagsins, að þau
fara aðeins til félagsmanna. En
um þessa bók verður gerð undan-
tekning á þann veg, að almenn-'
ingi verður gefinn kostur á að
skrifa sig fyrir eintökum þangað
til prentun er lokið. Þeir, menn,
hvar á landinu sem eru, sem
kunna að vilja safna áskrifendum
að henni, fá fyrir það sómasam-
leg ómakslaun. Um alt það er á
skrifum við kemur, skulu menn
snúa sér til bókavarðar Rímna-
félagsins Friðgeirs Björnssonar
stjórnarráðfusfulltrúa í Reykja-
vík. Er ráð að gera það heldur
fyr en seinna, því útgáfunni verð
ur hraðað ef^ir föngum.
Auk hinna prentuðu rita, hafði
séra Þorvaldur Jakobsson til at-
hugunar nokkuð af óprentuðum
kveðskap Símonar er hann gerði
úrvalið. Úr þeirri syrpu hefir
hann tekið ljóðabréf ort 1899 til
írú Steinunnar Þorsteinsdóttur
á Mælifelli. Er það bréf merki-
legt fyrir þá sök, hve ljósa mynd
það sýnir af höfundinum: öl-
hneigð hans, fljótlyndi, en jafn-
framt góðu innræti, sem veldur
því, að þegar honum hefir yfir-
sést, hefir hann af því eftirá hina
sárustu raun. Og ávalt er hann
fullur af þakklæti fyrir það, em
honum hefir verið vel gert. En
þau Mælifellshjón, sr. Jón Magn-
ússon og frú Steinun, voru á
meðal þeirra vina, er aldrei
brugðust honum. Þau umbáru
hann og létu hann ekki gjalda
breyskleikans. Jafnan hélt eg
Jón skildi fyrir Símoni þegar að
honum var veist, og fyrstur varð
hann til þess, að rita um mann-
inn, þó að aðrir hefðu þrásinnis
ritað um verk hans, sumir af litl-
um skilningi og engri samúð, en
aðrir af fullum skilningi og ein-
lægri samúð, eins og séra Matt-
hías Jochumsson, sem aldrei
brást honum heldur, lífs né liðn-
um.
Séra Jón Magnússon sjálfur á-
gætlega skáldmæltur, hefir ef-
laust, eins og vænta mátti, haft
skemtun af Símoni. Það sýnir
þessi vísa hans:
Fær oft Símon hugann hresst,
Hómer Skagfirðinga,
hrærir gígju Braga best,
biómið hagyrðinga.
Oft varð Símon fyrir hnjóði i
blöðum fyrir kveðskap sinn, og
vitanlega voru það tíðast nafn-
lausir skuggasveinar, sem þá
veittust að honum. Út af því kvað
hann eitt sinn:
Ekki skal eg æðrast þar,
er með huga glöðum
nafnlausir þó níðingar
nagi mig í blöðum.
En þeir voru þá líka til, sem
í slíkum tilfellum, snerust til
varnar honum, og það er vert að
veita því athygli, að svo mun
undantekningarlaust úr presta-
stétt. Það út af fyrir sig segir
sína sögu um stéttina á þeim
tíma. Lengst munu uppi varnar-
orð þeirra séra Matthíasar og sr
Jóns Hallssonar. Það má ekki
bregðast að hinar snjöllu vísur
séra Jóns gegn níðgrein í ‘Norð-
anfara’ komi í þeirri bók, sem nú
er á ferðinni. Hér verður ein að
nægja:
Hann þó tíðum rauli ramt,
og raunar víða fagurt,
yrkir skíða Yggur samt
einatt prýðisfagurt.
Það fór vel á því, að einn af
höfuðprestum landsins skyldi nú
veljast til þess að fara höndum'
um verk þessa lestreka rímmær-j
inganna, eins og Matthías kall-
aði hann. j
Ekki varð hjá því komist, að
enda þótt bókin verði svo stór
sem þegar var sagt, þá verður |
sumt í henni ekki nema brot af
því, sem annarstaðar er heild.
Séra Þorvaldur á ekki sök á því,
að Símon orti meira en þar kemst
fyrir. En þegar þetta er sagt,
má ekki láta hins ógetið, sem
mörgum mun koma á óvart, að
þarna kemur nú heilt sumt af
því, er aldrei var prentað heilt
áður, og þá einkum tvær af allra-
vinsælustu rímum Símonar: —
“Kjartansríma’ og ‘Aronsríma’.
Kjartansríma var fyrsta bókin,
sem prentuð var eftir hann ,1871,
og kostaði Árni Björnsson í1
Hvammkoti (Fífuhvammi) út-;
gáfuna. Mun hún geyma nafn;
Árna, enda þótt annað geri það í
betur: erfiljóðin ódauðlegu er
Mathías orti eftir börn hans.
Ríman seldist upp svo að segja
í vetfangi og var síðan endur-
prentuð, þá örlítið aukin, en þá
féllu líka úr í prentun tvö erindi
fyrri útgáfunnar. Sama og þó
enniþá verra er að segja um Ar-
onsrímu, fyrirrennara Alþingis-
rímnanna og vinsælasta af öllum
verkum Símonar, svo að hún hef-
ir, því miður, jafnvel skygt á hin
snildargóðu erfiljóð, er hann
kvað eftir Bólu Hjálmar (erfi-
ljóð hans eftir Níels skálda eru
líka gersemi). Hana orti Símon
nítján ára gamall (1863), en hún
var ekki prentuð fyrri en í fyrstu
‘Smámunum’ hans (1872). Út-
gáfu þeirrar bókar kostaði Þórð-
ur Guðmundsson á NeðrajHálsi,
einn þeirra ágætismanna, er
héldu æfilangri trygð við Símon.
Þá var ríman að sögn löngu orð-
in landfleyg í uppskriftum og á
vörum manna. Seinna var hún
endurprentuð, með nokkrum við-
auka, en þá var gloprað niður
talsverðum kafla úr henni miðri.
Báðar þessar rímur koma hér nú
alveg heilar.
Ljóðabréf Símonar má ekki
láta óumtöluð, því þau mega ná-
lega gersemar heita, hvert með
öðru. Fyrst er nú það, að þau eru
einkar lipurt kveðin — Símon
gat ekki kveðið öðruvísi en lip-
urt, þó að mörg séu braglýtin —
en svo er líka hitt, hve fróðleg
þau eru, bæði um manninn sjálf-
an og líka um samtíma-viðburði,
Mikið er búið að skrifa um dauða
Sporðs feðga og ber sögunum
talsvert á milli, Símon segir frá
atburðinum í ljóðabréfi nokkr-
um vikum eftir að mennirnir fór-
ust. Og aldrei að eilífu verður
hún eins skemtilega sögð sagan
um konurán séra Odds Gíslason-
ar eins og Símon segir hana sam-
tímis og sjálfur þá á næstu grös-
um. Fleira mætti nefna þessu
líkt.
Lítill glæsibragur kann að
virðast yfir æfi Símonar Dala
skálds. Þó er það nú svo, að um
eitt skeið átti fráleitt nokkur
annar maður slíkum vinsældum
að fagna í landinu sem hann
Hann þótti allra gesta bestur
hvar sem hann kom. Koma hans
var viðburður á hverju heimili
og gleymdist seint. Og lýðhyll-
inni glataði hann í rauninni
aldrei, enda þótt hún sé völtust
vina — önnur en auðurinn. En sá
tími kom, að hver ónytjungurinn
þóttist geta miklað sjálfan sig
með því að lítilsvirða kveðskap
þessa farandskálds. — Vitaskuld
var þá langoftast um kveðskap-
inn dæmt án þess að þekkja hann
Svo er fyrir að þakka, að sá tími
er liðinn, og það er víst, að
hann kemur aldrei aftur. Héðan
í frá mun það ætíð verða viður-
kent, að Símoni var mikil íþrótt
gefin. Hitt er annað mál, að
hann skorti andlegan þroska og
bóklega mentun til þess að á
vaxta þá íþrótt til fulls. Það er
ein af raunasögum íslenzkra bók-
menta.
Það var að vonum, að Grímur
Thomsen kunni að meta farand-
skáldin og kvæðamennina. Hann
hafði til þess bæði vitsmunina og
mentunina, því um hvorttveggja
gnæfði hann yfir flesta samtíð-
armenn sína, og þó miklu meir
yfir hina, sem síðan hafa komið.
Hann sagði réttilega að þesir
menn hefðu int af hendi sama
hlutverk hjá okkur sem ‘rhapsód-
ar hjáGrikkjum og troubadourar
og minstrelar hjá Frökkum og
Bretum’. Hann orti sjálfur um
auðnuleysingjann Kvæða-Kela
og um Daða fróða, svo ærið
mundi til að geyma nöfn þessara
manna.
Enn mun engin sú sveit á ís-
landi að Símon Dalaskáld eigi
þar ekki fleiri eða færri vini,
enda þótt rit hans hafi nú um'
langt skeið verið í fárra höndum.'
Fyrirtæki Rímnafélagsins mun
eflaust á ný fjölga vinum hans.
Og enn má brýna þá, er eitthvað
kunna eftir hann óprentað eða
hafa slíkt í fórum sínum að þeir
varðveiti það frá glötun. Margir
hafa tekið sér fram um slíka varð
veislu nú siðasta áratuginn, og
eiga þeir skilið þakkir fyrir. —
Landsbókasafnið er besti
geymslustaðurinn fyrir alt slíkt
Vel sé líka þeim, er nú leggja
Rímnafélaginu lið til þess að
kynna þjóðinni þetta skáld á
ný. Sn J.
—Mbl. 9. ágúst
SAMTÍNINGUR
Landnemar áttu það skilið, að
þeim væri sýnd virðing og þakk-
læti með glæsilegu hátíðarhaldi.
Þeir voru æfinlega glaðir, von-
góðir, þakklátir, dugnaði þeirra
var viðbrugðið og vitri fyrir
hyggju. Eg hef oft óskað, að okk-
ar yngri kynslóðir mættu læra
þollyndi og þakklæti þeirra. —
Það var frelsið sem gaf þeim
þetta hugarfjör og sína léttu
Jund. Þeir fundu sig frjálsa mik-
il blessuð Guðs gjöf er frelsið,
víðsýni frelsisins er sem for-
garður Guðsríkis. Við sjáum að
allir eru bræður og systur, börn
þess eina og sama föðurs, og
okkur langar til að breyta við
aðra eins og vér viljum að aðrir
breyti við okkur. Þegar nú allir
komast yfir það að misbrúka
frelsið þá nær guðsríki til að
koma.
Foreldrar mínir voru frum
byggjar. Við sysktini vorum
næsta kynslóð. Hefi eg ætíð ver-
ið hreykin af því. Við bjuggum
á landi í næstu bygð íslendinga í
Minnesota. Þessi vetur 1881, var
sá mesti snjóa vetur sem komið
hefir síðan landið bygðist. Elstu
menn mundu ekki eftir jafn-hörð
um vetri frá október til apríl.
Alt fenti í kaf, allar samgöngur
teftust. Búðir í litlu kaupstöð-
unum okkar, voru tómar svo
margt vantaði til fæðis. En
frumbygginn lét ekki þetta á sig
fá, þó sumt vantaði. Við höfðum
mjólkina úr blessuðum kúnum,
sem voru þrjár, og hveitimjöl í
brauð. Mamma spann og prjón-
aði fátnað handa fólkinu, alt var
prjónað nema kjólar. Drengir
hjálpuðu pabba með útiverkin
þau voru mikil snjómokstur af-
skaplegur á hverjum degi.. Sum-
ir tóku tréstaura, settu annan
niður við húsið, en hinn
við fjósið. Svo var snæri bundið
um staurana sem þeir studdu sig
við frá húsi til fjóss, því mænir-
inn á fjósinu var í kafi. Eg gerði
húsverkin. Hey var til eldiviðar,
og ekki vel þurkt. Litla systi:
lék við brúðu sína og saumaði
henni fatnað. Við lásum versin
okkar á morgnana, en á kvöld-
in lásum við lestur í hugvekjum
Péturs biskups, og sungum
sálma. Þetta var andleg blessun
og ánægja. Stundum komu gest-
ir, menn og konur, blessaðir
landar. Þeir fóru ekkert að
kvarta eða fárast um tíðina, en
fóru að tala um það sem gjörðist
á íslandi, um ættingja og vini,
segja skrítnar sögur og kveða
vísur. Já, það batnar alt með vor-
inu sögðu þeir. En hér er falleg
vísa sem eg vil þið takið eftir
einhver Eyfirðingur kvað hana
á samkomu sem höfð var fyrir
Vesturfara áður en þeir stigu á
skip. Vísan er þessi:
Frændur og vinir við förum að
skilja,
fáorða kveðju eg ber ykkur þá,
harmanna tölur ei tjáir að þylja,
tökum því vel er sneitt verður
hjá.
Áfram til sigurs um ókunnar
brautir,
ástkjæru systkinin farið nú vel,
sigrið með Guðs náð sérhverjar
iþrautir,
sælli hans varðveiðslu ykkur eg
fel.
Versið er svo vel hugsað og
viðkvæmt. Við fórum öll að
gráta, við fundum söknuð, en
eins og gengur, tárin voru þurk-
uð og aftur byrjaði fjörugt sam-
tal. En eg fór að heita kaffi og
baka salgætiskökur og þótti góð
Svo var spilað á spil, mamma
hafði gaman af því. Fólkið fór nú
heim til sín og lét mikið yfir
góðri stund. Svo leið veturinn
og vorið kom. En þá tók ekki
betra við. Mikli snjórinn bráðn-
aði fljótt, flóð og vatnsgangur
gjörði mikin skaða, kjallarar
fyltust vatni og brýr á járn-
brautum og stórlækjum þvoðust
burtu. Þegar nú þessu linti, var
alt sett í stand. Sumarið rak af-
bragðs gott með uppskeru
besta lagi og prísar góðir. Næsti
vetur var sá besti sem komið hef-
ir. Snjóföl stöku sinnum sem
vbru horfin næsta dag. Svo land-
neminn fékk vel borgað fyrir
snjóaveturinn mikla, með alt er-
viðið sem því fylgdi eftir. Nokk-
uð mörg ár varð bygðin ein sú
blómlegasta sem landar hafa
bygt í þessu landi. Eftir að sveit-
arstjórn, kirkjur og skólar komu
í bygðina, var tekið eftir því að
íslendingar voru fremstir í flokki
með allar framfarir, voru fyrir í
kirkjumálum, skóla- og sveifár-
stjórn. Þeir voru álitnir örlátir
ráðvandir og skýrir þeim er það
meðfætt, það er þeirra ómetan-
legur móðurarfur. Eins og skáld
ið segir, þeir trúðu á Guð og land
ið sitt.
Ritningin segir:
Reiddu þig á Drottinn af öllu
hjarta, en treystu ekki þínu viti.
Salómon einhver í bygð-
inni sagði: Ameríka okkur kenn-
ir alt, sem þarflegt er.
en fsland mitt eg elska fremur
öllum löndum hér.
Margir velmentaðir menn hafa
komið frá bygðum þessum í Min-
nesota, svo sem lögmenn, prestar,
kennarar, verzlunarmenn og á-
gætir leikmenn, sem kallað er.
Nú er elzta kynslóðin komin
heim í hvíld og frið, á þeirra síð-
ustu stundu björt frelsis von í
huga þeirra, þeir heyrðu orðin
blessuðu, af munni meistarans
góða: Þú varst trúr yfir litlu eg
mun setja þig yfir stærra, gáttu
inn í fögnuð herra þíns.
Blessuð sé minning landnem-
ans.
Kristín í Watertown
Ungur vantrúarmaður greip
fram í ræðu hjá hinum fræga
prédikara, Billy Sunday og sagði
“Hver var kona Kains?”
Sunday svaraði alvarlega: “Eg
virði alla, sem leita sannleikans.
En mig langar til að aðvara yður.
Hættið ekki á það að missa sálu-
hjálp af því að spyrja of mikið
um eiginkonur annara manna.”
★
—Ætlarðu í ferðalag?
—Já, ferðalög gera mann hygg-
inn.
—Jæja, þá ættirðu að ferðast
kringum hnöttinn.
Steve Indriðason frá Mountain,
N. Dak., er eins og áður hefir
verið getið umboðsmaður Hkr. og
annast innheimtu og sölu blaðs-
ins í þessum bygðum: Mountain,
Garðar, Edinburg, Hensel, Park
River, Grafton og nágrenni
nefndra staða. Allir í nefndum
bygðum, bæði núverandi kaup-
endur og þeir, sem nýir áskrif-
endur hyggja að gerast, eru beðn-
ir að snúa sér til umboðsmanns-
ins S. Indriðason, Mountain, N.
Dak., með greiðslur sínar. .
Fullnægið
Þörfinni
28 “RED FEATHER”
STOFNANIR BYGGJA
Á YÐUR
GEFIÐ RÍFLEGA
TIL YÐAR
CommunityChest
------ntf (ýkeafoi Wúístepey