Heimskringla


Heimskringla - 11.10.1950, Qupperneq 5

Heimskringla - 11.10.1950, Qupperneq 5
WINNIPEG, 11. OKT. 1950 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Þá má eg ekki í þessu sambandi gleyma einhverjum þeim liðug- ustu vísum sem eg kann eftir góðskáldið og gleðimanninn Lúð- vík Kristjánson en þær voru ort- ar út af hinum mikla hildarleik sem nefndist Heimferðarmálið. “Út á stræti ef eg fer eitthvað niðurlútur, hvíslað er í eyra mér “ertu labbakútur?” En ef eg er eins og blóm upplitshýr og glaður, þá er sagt í þýðum róm “þú ert spenamaður”.” Þá kemur kímnigáfan stundum fram í lýsingum á því sem er sérkennilegt bæði hjá einstakl- ingum og þjóðum. Eg tel að eitt aðal einkenni íslendinga — bók- hneigð þeirra — hafi sjaldan ver- ið betur lýst en í þessu kvæði stórskáldsins Guttorms J. Gutt- ormssonar. Eg ætla að leyfa mér að fara með það í heild sinni FIRST PICTURE OF BABY PRINCESS The first photographs of Her Royal Highness Princess Anne, the second child of Her Royal Highness the Prin- ceiss Elizabeth, Duchess of Edinburgh, were recently re- leased. Það kviknaði í frumbýlings kofa kveld eitt á landnámstíð, rétt þegar átti að enda útilega og stríð. Þar átti hann landinn inni einustu vetrarbjörg, eldavél, ofn og lampa og andans ljósker mörg. Hann hugði á happ, þó verkið hlyti að ganga tregt, að bera úr eldinum aðeins það eitt, sem var nauðsynlegt. Hann hljóp inn í hitann og reykinn að hafa á burt með sér úr safninu sérstaklega öll sagna og rímna kvér. Á tíma sem fór í að færa þann fjársjóð út um gátt, björg og búshlutum öllum bjarga hefði mátt. Hann ljómaði af innra ljósi og lofaði drottins nafn, með ekkert í heiminum eftir annað en bókasafn. Snildarlega lýsir og Guttormur sérkennilegum mönnum, t. d. í kvæðinu ym Sigurð Sigvaldason þegar Sigurður ætlaði yfir ís- lendingafljót en drottinn átti að róa annari árinni. “Þeir drottinn og Sigurður sjö þjóða jarl”, o. s. frv. Fullnægið Þörfinni 28 “RED FEATHER” STOFNANIR BYGGJA Á YÐUR GEFIÐ RÍFLEGA TIL YÐAR og ekki eru lakari Eftirmæli eft- ir veiðimann. Þessi maður sem kvæðið er um bjó á Fögruvöllum í Ný-íslandi, og fann fyrstur manna fljótsupptök fslendinga- fljóts. Öll æfi hans var veiði- menska og ef hann hitti menn var spurningin ætíð “Hefirðu komið út í skóg? Sástu nokkur för? eða Hefirðu séð önd nýlega eða kanske úlf” o. s. frv. En kvæðið er svona: Þú ert farinn yfir auða opnu í skógi heims, deildarlínu lífs og dauða langt í fjarska geims. Finst þar nokkur frumorsökin frummanns og hans vífs? Hefirðu fundið fljótsupptökin fullkomnara lífs? Hefirðu fundið fegri velli? fegri veiðilönd? Geturðu látist heyra hvelli? Hefirðu séð önd? Eitt er víst—að ertu glaður unir við þín kjör, fáirðu að vera veiðimaður. Veistu um nokkur för? Raktirðu sporin upp—þín eigin yfir himintungl? Hvort er nokkuð hinumegin? Hefirðu séð úlf? Gaman hefi eg líka af lýsingu Lúðvíks á einum stórbónda Ar- byle^bygðar, látnum fyrir mörg- um árum, Árna Storm. Altaf heyrir Árni storm alveg eins í logni, það er ætíð frumlegt form á frændum Gríms frá Sogni. Þessi list að nota óvænt orð eða orð í sambandi sem manni hefði aldrei dottið í hug að nota það í, kemst á hæðsta stig hjá Guttormi J. Guttormssyni, þó það komi náttúrlega oft fyrir hjá öðrum. Tökum t. d. þessar vísur eftir Guttorm: “Eftir fljóðum flengdi sig og fætur þandi. Hann gekk út og hengdi sig í hjónabandi.” “Fylgi sníkja flokkar tveir fárra en ríkra vinir. Plata, svíkja, pretta þeir pólitíkarsynir. eða þessa um Peary þann er fór til Norðurpólsins: Eins og hjól hann aðeins rann inn í skjól og þaðan. Nóg er hólið nú um hann norðurpóleraðan. Minnir þetta oss átakanlega á hvað K. N. var “önnum kafinn”. Fyndnin kemur og oft fram hjá Gutormi ekki fyr en í síðustu ljóðlínu kvæðis. Þetta kemur oft flatt upp á mann. Eg hygg að aðrir fari ekki betur með þetta en Guttormur, t. d.: Alveg var húsfreyjan hissa hve heitt hann gat kyst og sætt, í myrkrinu munninn á henni upp margt í lífinu bætt. Og ekki gat hana grunað hann gerði það fyrir þá sök, að var hann í ástum við aðra að æfa hin réttu tök. Minnir þessi vísa menn á vísu Jóns Rnuólfssonar: Hann mætti henni á myrkum stað og mælti: “Ert það þú elskan mín”. “Ekki er nú svo að það sé það, það er bara konan þín.” Margt annað mætti benda á og margt annað þylja en þá gæti farið fyrir mér eins og Snorra Sturlusyni í kvæðinu um hann sem þið þekkið öll og hefst með þessum orðum: Þegar hnígur húm að Þorra oft eg hygg til feðra vorra, og þá fyrst og fremst til Snorra sem framdi háttatal. og gefur svo seinna þessa lýsingu á Snorra: “Og hann þoldi að breyta bögur og þylja kvæði og sögur. Já, fram til klukkan fjögur þá fór hann í sitt ból.” Og hræddur er eg um að ykkur fari að þykja að þið ættuð lítið til að vera þakklát fyrir ef eg héldi ykkur hér fram til klukkan fjögur. Þó hefi eg ekki gert ann- að en aðeins að drepa á allan þann fjársjóð af gamankvæðum og fer- skeytlum sem fyrirfinnast frá þessum sjötíu og fimm árum sem íslendingar hafa dvalið í þessu landi. Flest af því liggur óprent- að og meginþorri þess er varð- veittur aðeins í minni manna, en það fækkar óðum þeim sem leggja slíkt á minnið. Eg veit það sjálfur að það kemur sjaldnar og sjaldnar fyrir að eg heyri nýjar stökur. Á mínum ungdóms- árum — en eg er nú svo gamall sem á grönum má sjá — hitti eg menn svo dagsdaglega sem ann- aðhvort létu mig heyra eitthvað nýtt eða rifjuðu upp eitthvað gamalt. Þá mátti með sanni segja hér eins og heima COMMCNITY CHEST —Tjf (ýteafoi WíMufief Góð er hún líka vísan hans til K. N. á 75 ára afmæli kímniskálds Dakota-manna: “Aldarfennið upp í lær er þér senn að baki, þó ert ennþá ferðafær og fjögra kvenna maki.” “Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur.” Eg býst ekki við að hægt sé að taka þessu öðruvísi en sem eðli- legri breytingu. Þeim fækkar óð- For Sound \ Progressive Business Administration RE-ELECT ERNIE HALLONQUIST AS YOUR ALDERMAN IN WARD 2 Experienced — Energetic — Independent Chairman Public Works Committee 6 years Member Finance Committee 6 years — Zoning Board 6 years On Wednesday, October 25 VOTE: HALLONQUIST, Ernest 11 Polls open 10 a.m. Close 9 p.m. Endorsed by the Civic Election Committee um sem mæla á íslenzka tungu og ekki síður þeim sem lesa íslenzk ljóð. Og ferskeytlan er svo ná- tengd íslenzkunni að hún hlýtur að hverfa með henni. En þó svo fari að íslenzku tækifærisvísun- um verði ekki framar kastað fram í þessari álfu þurfa ekki þær beztu sem kveðnar hafa verið j fram að þessu að glatast. Það gæti verið eitt hlutverk hins fyr- irhugaða kennarastóls í íslenzk- um fræðum við Manitoba-háskóla að varðveita þessa tegund ljóða ásamt öðrum fróðleik frá glötun. En það er mikið og erfitt verk. Takist það samt, gætum við enn í vissum skilningi sagt með skáldinu: 1 “Falla tíman voldug verk varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga.” Það er satt að það má varð- veita mikið af okkar íslenzka arfi þó tungan hverfi hér. En það er líka satt að það glatast mikið þegar hún hverfur. Það er nauðsynjaverk að varðveita tung- una hér eins lengi og hægt er. Hún er eini lykillinn að mestu fjársjóðum hins íslenzka kyn- stofns — hún er og sjálf eitthvert göfugasta mál heimins. íslend- ingar hér geta máske haldið hóp- inn þó hún hverfi en verða þeir sömu menn? “Vort fólk er ljóð, sem frumort var á feðralandsins tungu, sem íslenzk móðir blítt fram bar og bygðir endursungu. Nú þykjast ungu efnin prýdd með annars háttar skrýðing, sem íslenzk ljóð á ensku þýdd þau eru bara — þýðing. (Guttormur J. Guttormsson) FRÁ ÍSLANDI Ivar Guðmundsson í Mbl Helgidómur Islands — Hugmynd Sigurðar Nordal prófessors, um að byggt verði sérstakt hús, ef og þegar við endurheimtum handrit fornsagnanna, þar sem þau verði geymd um aldur og ævi hefir vakið mikla athygli og ver- ið rædd af miklum áhuga manna á meðal undanfarnar vikur. Nordal prófessor skaut þessari hugmynd sinni fram í viðtali, sem danskur ritstjóri átti við hann fyrir nokkru um handrita- málið. — Vakti greinin í heild mikla athhygli bæði í Dan- 1 mörku og hér á landi. Þetta hús yrði helgidómur ís- lands, þar sem dýrmætasti arfur þjóðarinnar yrði varðveittur. Þar vildu allir eiga einn stein — Hver og einn einasti núlifandi i íslendingur myndi vilja leggja j til sinn stein í slíka byggingu og i það ætti að leyfa þjóðinni, að i leggja fram fé til hennar, eftir fyrirkomulagi, sem nánar yrði ákveðið síðar. Því þótt segja mætti, að þjóðin reisti bygging- una með því að ríkissjóður borg- aði, þá er það ekki það sama og ef leitað væri samskota um land alt. * * * ar verja stærstum hluta irteknanna til vígbúnaðar þjóðabankinn hefur gefið 550A For the career woman who cherishes her independence, a Retirement Income Policy presents an investment that ossures o guaranteed income for later years. REPRESENTATIVE: SKAPTI REYKDAL 700 Somerset Builíling — Phone 925 547 Branch Office — 7th Floor Somerset Bldg., Winnipeg, Man. E. W. McDonald, C.L.U., Branch Manager (Greater Winnipeg) J. R. Racine, Branch Manager (Eastern Manitoba) út skýrslur um herkostnað ým- issa þjóða á árinu 1949. Segir þar að Bretar verji 7,4% þjóðartekn- anna til vígbúnaðar, Holland 6,1%, Bandaríkin 5.9%, en eftir 10 milljarða dollara fjárveiting- una á þessu ári kemst hlutfalls- tala þeirra upp í 10%. Engar op- inberar skýrslur eru til um her- kostnað Rússa, en áætlað er að varið hafi verið 79 milljörðum rúblna til víbúnaðar á s.l. ári og gerir þetta 12% af þjóðartekjun- um. Rússar verja því mest allra þjóða til vígbúnaðar, enda hafa þeir stærsta herinn og mesta víg búnaðinn. Kemur þetta allt held- ur illa heim við hina dæmalausu “friðarsókn” .kommúnistaleppa um allar jarðir. —Dagur 23. ág. « * * Nýtt gistihús sunnan brautar? Lúðvík Hjálmtýsson framkv.- stjóri Sjálstæðishússin hefur sótt til bæjarráðs um lóð fyrir væntanlegt gistihús. Munu þeir, sem að þessu fyrirhugaða gisti- húsi standa, hafa augastað á lóð fyrir það sunnan Hringbrautar þar sem Laufásvegur og Hring- braut mætast. —Alþbl. 18. ágúst LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Konan: Læknirinn segir, að eg verði að ferðast mér til heilsu- bótar. Hvert á eg að fara? Maðurinn: Til annars læknis. * Stúlkan: Hér er kominn mað- ur, sem vill tala við prófessorinn. Prófessorinn: Segið honum eins og eg hef sagt yður, að eg sé á ferðalagi. Stúlkan: Eg sagði honum það, en hann vill ekki trúa því. Prófessorinn: Jæja, þá verð eg víst að segja honum það sjálfur. ★ “BRAUTIN” VII árgangur Ársrit Hins Sameinaða Kirkju- félags, er nú fullprentuð og verður send til útsölumanna víðs- vegar þessa næstu daga. Ritið er vandað að efni og frá- gangi, og fögur landslagsmynd skreytir kápuna. Verð þessa heftis er aðeins $1.00, og fæst á skrifstofu Heimskringlu. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér mn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. —■ Símanúmer hans er 28 168. VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, °g það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA ««cosooBccceoooooooooooBooooooooBooooooooooeoooeooéS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.