Heimskringla - 11.10.1950, Side 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
Nordheim forseti
Þýtt heiir G. E. Eyford
Það var Sepp em kom, en hann var ein-
samall, og hljóp eins og hann ga$, sem spáði engu
góðu.
“Hvað er um að vera?” spurði Waltenberg
og gekk á móti honum. “Það hefur þó vona eg,
ekkert slæmt komið fyrir. Hvar er Gronau?”
Sepp benti þangað sem einstigið var.
“Þarna uppfrá. Við urðum fyrir óhappi. —
Hann skrikaði í einstiginu og fóturinn-----
“Hann hefur þó ekki fótbrotnað?”
Nei, svo slæmt var það ekki, því við kom-
umst þó ofan á sléttari stað, en hann gat ekki
komist lengra. Hann liggur uppi í skóginum og
getur ekki hreyft fótinn, og þess vegna vil eg
biðja læknirinn 'að líta á hann.”
“Auðvitað vil eg líta á hann!” sagði Dr
Reinsfeld, sem strax var reiðubúinn. “Hvar
skildir þú við hann? Er það langt héðan.”
“Nei, svo sem kortérs ganga”.
“Eg fer með”, sagði hr. Waltenberg. “Eg
verð að sjá um Gronau. Þú gerir svo vel að vera
hér, náðuga jómfrú, það verður ekki lengi, við
komum strax aftur.”
“Er ekki best að við förum öll þangað?
spurði Elmhorft. “Það getur skeð að mln hjálp
verði nauðsynleg.”
“Þó fóturin hafi snúist í liðamótunum, þá
er það engin lífshætta”, sagði læknirinn. “Það
er nóg að við förum þrír, jafnvel þó við þyrft-
um að bera hann, og við skiljum jómfrú Thur-
gau ekki eftir hér aleina.”
“Nei, hr. Elmhorft verður að vera hérna hjá
henni?” sagði Waltenberg. “Við flýtum okkur
eins og við getum. Það getur þú verið viss um,
náðuga jómfrú.”
Þessi niðurskipun kom eins og af sjálfu sér;
hversu huguð sem hún var, var ómögulegt að
skilja hana þar eina eftir, og hr. Elmhorft, sem
nú stóð svo nærri familíu hennar, var auðvitað
best til fallinn að vera verndari hennar. Erna
sagði að það væri bezt að hún færi með þeim,
en það vildi Waltenberg ekki heyra nefnt. Hann
lagði af stað með lækninum og Sepp, og á augna
blikinu voru þeir horfnir inn í skóginn. Þau
sem voru eftir, urðu að vera þar, hvort þau vildu
eða ekki. Það var þeim alls ekki ljúft að vera
þar tvö ein saman. Þau töluðu fáein orð um ó-
happið með hr. Gronau, og hvað af því kynni að
leiða fyrir hann, svo þögnuðu þau lengi.
Yfir fjöllunum lá miðsumars nóttin með
sinni djúpu leyndardómsfullu þögn. Það var
glaða tungsljós, því tunglið var hátt á lofti, og
breiddi sitt, dreymandi skín yfir allt, og gaf
dauft útsýni til fjallanna. Þau ljómuðu nú ekki
í glansandi rauðu skrauti, en það leit út eins og
stór lýsandi stjarna hefði fallið af himninum, og
lýsti víðara um, með sinni hverfandi rólegu feg-
urð. Á daginn gat maður séð langt inn á milli
fjallanna, en nú lá þunn þokumóða eins og slör
og huldi hlíðarnar, en tindarnir stóðu sem risa-
vaxnir verðir upp úr.
í djúpi Wolkensteins-gjáarinnar var svarta
myrkur, en tunglsgeislarnir skinu á brúna, sem
var til að sjá, eins og mjór glóandi stigur, sem
hengu í lausulofti á milli hamranna. Wolken-
stein og önnur hæðstu fjöllin stóðu upp úr þoku
beltinu, og sló á þau fölum lit. Um hæðstu tind-
ana sveif þunt þokuslör, sem var smám saman
að greiðast sundur og hverfa. Erna hafði tekið
sér sæti á rótarstykki fallins trés; útsýnið hafði
heillað huga hennar, eins og Elmhorfts, sem
rauf nú þögnina, sem hafði varað í nokkrar
mínútur.
“Var hr. Waltenberg erviður þér, þarna upp
frá?” sagði hr. Elmhorft. “Eg held ekki að það
hafi verið nauðsynlegt að afráða hann því svo
alvarlega, hann mundi snúa við, við efsta hamra-
beltið.”
“Þú hefur heýrt samtal okkar?” spurði hún,
án þess að líta af Wolkenstein tindinum.
“Já, eg stóð rétt hjá ykkur.”
“Þú hefur þá líka heyrt að hann hætti við
þetta vogunar áform sitt?”
“Já, fyrir þinn bænastað.”
“Mér var það áhugamál, að koma í veg fyr-
ir að einhver iðjuleysisbjáni legði líf sitt í
hættu fyrir slíka glæfraferð.”
‘E'inhver? Mér skildist að hr. Waltenberg
legði aðra meiningu í orð þín, og það hefur
hann fulla ástæðu til að gera?”
Erna sneri sér að honum og horfði á hann.
Hr. Elmhorft, þú telur þig þegar til okkar
fjölskyldu, býst eg við; en þrátt fyrir það héf-
urðu ekki rétt til að spurja slíkra spurninga.”
Áminningin var nægilega augljós. Hr. Elm-
horft beit sig í varirnar.
“Eg bið forláts náðuga jómfrú, ef eg var ó-
háttlægin; en eftir orðum míns tilvonandi
tengdaföðurg að dæma, hélt eg alls ekki, að það
væri neitt leyndarmál framar.”
“Hefir móðurbróðir minn talað um það við
þig? — Núna áður en hann fór?”
“Já, og hann hefur talað um það við mig fyr-
ir þremur mánuðum, þegar eg var í höfuðstaðn-
um.”
Erna roðnaði í andlitinu við að heyra þetta.
Hr. Nordheim hafði þá sagt tilvonandi tengda-
syni, hvernig hann ætlaði að sjá fyrir hag syst-
urdóttir sinnar, og það áður en hún hafði kynnst
hr. Waltenberg! Allt hennar stórlæti reis upp
gegn þessu, og með óduldum sársauka sagði
hún:
“Eg veit að móðirbróðir minn tekur allt
mieð í reikningin, því þá ekki líka með mig; en í
þessu tilfelli er það þó eg, sem hefsíðastaorðið
—það virðist að þið hafið gleymt því!”
“Eg?” endurtók Elmhorft. “Heldurðu að
eg hafi verið þátttakandi í þessari fyrirætlun
hans?”
Hún leit á hann; það var kynlegt tillit, sem
hann gat ekki vitað hvað meinti, og í málróm
hennar hljóðaði eins og einkennilegur háð-
hreimur er hún sagði: :
“Nei, ekki í þeirri fyrirætlun, það veit eg”.
“Þú hefur gert mér mjög rangt til, með
slíkum grun. Eg er yfirleitt ekkert hrifin af
hr. Waltenberg, og er viss um, þrátt fyrir allt
sitt áhrifamagn, getur hann ekki gert aðra per-
sónu hamingjusama”, sagði Elmhorft.
“Það er þitt álit”, sagði Erna kuldalega. “í
slíku tilfelli spyr stúlkan vanalega um eitt —
im hvort hún sé elskuð, án frekari eftirgrenslana
eða umhugsunar.”
“Skyldi það vera fyllilega afgjörandi? —
Mér finnst að hún þurfi líka að spurja sig
sjálfa — hvort hún elskar!”
Hann sagði þetta eins og kæruleysislega, en
þó horfði hann í spentri eftirvæntingu í andlit
hennar, en hún svaraði engu síðustu orðum hans.
£rna leit undan, og starði út í geiminn. Uppi á
Wolkenstein bylgjist hið hvíta slör og tungls-
jeislarnir mynduðu allslags kynjamyndir í því,
sem komu og hurfu svo fljótt, að augað gat vart
greint þær. Á milli þessara þokumynda teygði
sig upp toppurinn á Wolkenstein, hinu ósigr-
andi hásæti Alpadrottningarinnar, í sínum ei-
lífðar ís- og snjóbúningi.
Elmhorft hafði staðið upp og gekk til Ernu,
er hann hélt áfram að segja, hálf upp hátt:
“Eg veit vel, að eg hef engan rétt til að
spurja þessarar spurningar, en þú hefur þó sjálf
samþykt það—■”.
í því stóð Greif upp, sem lá við fætur Ernu,
og urraði illuðlega. Hann hafði ekki gleymt ó-
vild sinni við Elmhorft; hann vildi ekki líða að
hann kæm of nærri húsmóður sinni og eiganda,
og sett sig á millum þeirra. Erna lagði hendina
á höfuð hans til að stilla hann. Svo spurði hún
allt í einu, formálalaust:
“Því hatar þú hr. Waltenberg?”
“Eg?”
Elmhorft varð vandræðalegur við þessa
spurningu sem kom svo flatt uppá hann.
“Já — eða viltu neita því?”
“Nei”, sagði hann ákveðið. “Eg viðurkenni
að eg hata hann!”
“Þú verður að hafa einhverja ástæðu til
þess.”
“Það hef eg líka! En þú fyrirgefur þó eg
fylgi þínu fyrirdæmi, og neiti að svara.”
“Þá skal eg segja þér það — því þú sérð hr.
Waltenberg sem minn tilkomandi eiginmann!”
Elmhorft hrökk við og leit á hana skelkað-
ur, já, jafnvel með tortryggni.
“Einmitt það!” sagði hann.
“Heldurðu að stúlka verði þess ekki vör,
þegar hún er elskuð, þó maðurinn geri alt sem
hann getur til að láta hana ekki verða þess vara?”
spurði Erna í bitrum róm.
Það varð löng þögn; Elmhorft starði niður-
fyrir sig á jörðina; loksins sagði hann í lágum
róm:
“Já, Erna, eg hef lengi elskað þig!”
“Og þú valdir þér — Alice!”
Það lá bitur áfellisdómur í orðunum, hann
þagði og laut niður sínu mikiláta höfði.
“Af því hún er rík, af því með hennar hendi
fylgir það gull sem eg á ekki. Þrátt fyrir það
verður Alice ekki vansæl, hún þekkir ekki lukk-
una í hærri skilningi, en eg mundi verða tak-
markalaust vansæl við hlið þess manns, sem eg
yrði að forsmá.” '
“Erna!” sagði hann í hótandi tón.
“Hr. Elmhorft!” sagði hún nístandi.
Áminningin dugði, hann þvingaði sig til að
tala í stiltari málróm.
Jómfrú von Thurgau, það virðist að þú hat-
ir mig síðan faðir þinn dó. Og þú hefur grimmi-
lega hefnt þín fyrir ímyndaðan misgjörning.
Eg get þolað hatur þitt, en eg þoli ekki lítils-
virðingu þína, þennan kalda lítilsvirðingar
glampa, sem stöðugt er í augna tilliti þínu. Eg
bið þig — píndu mig ekki til þess ítrasta!”
Hann leit þannig út, eins og hann væri drif-
in til þess ítrasta, þessi kaldi gætni maður, sem
hafði svo gott vald á sér; orð hennar höfðu sært
hann í hjarta stað
Greif stóð upp og urraði ilskulega að þess-
um ímyndaða óvini sínum, því hann hélt að hann
ætlaði að gera húsmóðir sinni eitthvað ilt. Hún
tók í hálsband hans og hélt honum.
“Vilut kanske þvinga mig til að virða þig?”
spurði hún.
“Já, sannarlega!” svaraði hann. “Eg hef þeg-
ar orðið að þvinga til viðurkenningar þennan
hofmóðuga sjálfselska stórbokka, sem segist lít-
ils virða peninga, því hann hafi nóg af þeim, og
sem álítur sitt dreymandi iðjuleysi, sem hugsjón-
ir. Þú heyrðir hve orðlaus hann varð, er eg talaði
um vinnuverk mín. Hann veit ekki hvað það er,
að vera fátækur og horfast í augu við hlífðar-
lausan virkilegleikan. Það hef eg orðið að reyna:
lífið hefur ekki verið mér neinn skáldlegur í-
myndunar draumur. Eg fann kraft hjá mér til að
ná hæðstu viðurkenniíigu á mínu fagi, en til þess
varð eg oft að vinna lélega og illaborgaða
vinnu.
“Eg varð oft að lúta mönnum, sem í vits-
munalegu og þekkingarlegu tilliti stóðu mér
miklu lægra en nú er það eg sem hef skipunar-
valdið. Uppdráttin af Wolkenstein brúnni, sem
þeir dáðst nú að, sem hálfgerðu undraverki, var
tíu sinnum forkastað, af því eg átti enga vold-
uga að, því það er hin almenna venja að halda
þeim fátæka og óþekkta niðri. En eg vildi upp
'ekki vegna peninganna, og ekki heldur til að
leggjast í leti og hóglífi, heldur til að geta unn-
ið frjáls og óháður af öllum þeim fordómum,
sem auðmennirnir hafa fyrir. heiðarlegri vinnu.
Þarna er mitt verk,” og hann benti í áttina til
brúarinnar., “hvort sem þú hatar það eða ekki,
af því hús föður þíns varð að víkja, þá samt sem
áður skapar það mér virðingu, og einnig frá
þér!”
Það var aftur hið stolta og djarfa tal sem
hann sigraði mótstöðumenn sína með, en hér
sigraði hann ekki. Erna hafði staðið upp og stóð
hnarreist fyrir framan hann, og það augnatillit
sem hann gat ekki þolað, var enn í augum henn-
ar.
“Nei!” sagði hún kuldalega. “Jafnvel þetta
verk sakfellir þig. Sá sem gat gert það, þurfti
einnig að hafa hug til að treysta á sinn eigin
kraft, því hann hafði sína framtíð í sér sjálfum.
Móðurbróðir minn var búin að þekkja gáfur þín-
ir og snild löngu áður en þú baðst dóttur hans;
hann opnaði þér leiðina, en þú hefðir einnig náð
takmarkinu án hans. En það hefði auðvitað tek-
ið lengri tíma og meiri fyrirhöfn og erviði, en
þú vildir sigra sem fljótast.”
Elmhorft horfði lengi og alvarlega í andlit
hennar.
“Já, það hefði eg”, sagði hann dræmt. “En
eg hef líka borgað hátt verð fyrir það, kanske
— of hátt.”
“Verðið sem þú borgaðir er frelsi þitt, en
! verður kanske einhverntíma þinn heiður.”
“Erna!” Hann krefti hnefana, eins og í
krampakendri óstillingu. “Gættu þín, eg þoli
engar móðganir.”
“Eg móðga þig ekki, eg er bara að segja það
sem þú vilt ekki kannast við fyrir sjálfum þér.
Heldurðu að nokkur fari óskemdur, sem lendir
undir hendi manns, eins og móðurbróður míns?
Þú ert enn heiðarlegur maður, en því hefur hann
glatað fyrir löngu öll hans hugsun er að moka
upp meiri og meiri peningum. Hann hefur þeg-
ar grætt miljónir, og gullið streymir stöðugt
inn til hans, en hann er ekki ánægður með það.
Allt það stóra í fyrirtækjum hans er honum
ekkert nema þung byrgði; það verður að færa
honum peninga og þess krefst hann einnig af
þér, er hann hefur þig alveg í hendi sér. Eftir
það leyfir hann þér ekki að hugsa fyrir þig
sjálfan, bara að græða peninga.”
Hr. Elmhorft horfði þungbrýnn ofan fyrir
sig, hann vissi að það var satt sem hún sagði,
hann þekkti vel þá hlið forsetans, en hann vildi
ekki kannast við það.
“Álítur þú mig svo gjörsneiddan öllu tápi og
framtaki, að eg haldi ekki sjálfstæði mínu?”
spurði hann. “Eg hef líka vilja og þegar þörfin
krefur, þá skal minn vilji mega sín meir en
hans.”
“Þá setur hann þér einn eða aðra afarkosti,
og þú verður neyddur til að slaka til, þú hefur
ekki viljað fara einsamall hina bröttu leið, eins
og svo margir miklir menn hafa gert, sem höfðu
ekki annað en gáfur sínar og traustið á sjálfum
sér, að styðja sig við, það blossaði geðríkiseldur
í augum hennar.
“Eg hef ávalt hugsað, að erviðleikarnir og
alvarleg og ákveðin eftirsókn að háu marki væri
sönn lukka, kanske stærri en þú hefur náð. Að
stíga þannig upp úr djúpinu, fet fyrir fet, við
hverja hindrun, sem maður yfirvinnur, að sjá
orku sína vaxa, og að síðustu að ná hámarkinu.
Eg fann það svo oft, er eg klifraði uppá ein-
hvern Alpa tindinn, og eg hefði ekki fyrir neina
muni viljað láta neinn bera mig þangað upp.”
Hún stóð fyrir framan hann gagntekin af
augnabliks hrifningu, hún var orðin aftur hið
vilta fjallabarn, sem hann mætti forðum í Wolk-
enstein hlíðunum; með flaxandi hárið, jafn á-
köf í ást og hatri. Hann hafði brotist á móti ill-
viðrinu með henni, hann heyrði ennþá fagnaðar-
og gleðihlátra hennar í óveðrinu, en þá var hann
sá sem var lukkulegur, takmarkalaust lukkuleg-
ur, en svo aldrei síðan.
“Og hefðir þú getað elskað mann, sem svo-
leðis hefði brotið sér braut?” sagði hann að síð-
ustu, og það lá niðurbældur sársauki í rómnum.
“Vildir þú í erviðleikum og hættum og oft von-
WINNIPEG, 11. OKT. 1950
brigðum og óhöppum standa við hlið hans? —
Svaraðu, Erna — Eg verð að fá að vita það!”
Erna varð óstyrk og geislarnir í augum
hennar sloknuðu, og það var eins og ískaldur
blær liði yfir andlit hennar, og málrómur henn-
ar varð hás og kaldur:
“Því spyrðu þessa? Það kemur of seint! Eg
veit bara eitt. Sá maður, sem neitar sinni eigin
ást og treður hana undir fótum sér, vegna pen-
inga, sem voru í annars hendi, manni sem heldur
vildi kaupa sér framtíð sína, vegna þess að hann
brast hug til að treysta sínum eigin dugnaði og
hamingju, þann mann hefði eg aldrei elskað —
aldrei!”
Hún dró þungt andan, eins og hún hefði
létt af sér þungri byrgði, og sneri sér frá hon-
um. Greif fór alt í einu að verða órólegur og
horfa inn í skóginn; hann heyrði fótatak mann-
anna, sem komu með meidda manninn áður en
þau heyrðu það, en Erna skildi hann.
“Eru þeir að koma?” spurði hún hálf upp
hátt. “Við skulum fara á móti þeim Greif.”
Hún gekk með hægð uppeftir döggvotri
brekkunni. Hr. Elmhorft gerði enga tilraun til
að tefja hana, hann sat hreifingarlaus í sama
stað. Géislar frá hinum útdeyjandi eldum sáust
enn á hæðstu fjallatindunum, eins og fölnandi
stjarna og hurfu svo.
Wolkerustein isást vel; þokuslæðan sem
var kringum fjallið, greiddist í sundur og hvarf
fyrir tunglsskininu. Er hin stola fjalla drottn-
ing hafði tekið af sér slörið, blasti nú við í allri
sinni tignarmynd yfir ríki sínu, þessa þöglu,
dularfullu sumar nótt, er sokknir dýrgripir stíga
upp úr djúpinu og vænta sér frelsis — þessa
gömlu, helgu Sankt Hans nótt — Jónsmessu-
nóttina.
12. Kafli
Eftir gömlum vana, var dans í Oberstein
sunnudaginn næstan eftir Sankta Hans dagin. í
þessum litla bæ, hátt uppi í fjöllunum bjó Dr.
Benno Reinsfeld. Við járnbrautar lagninguna
hafði þessi litli bær breyst allmikið. Hann var
nú ekki eins afskektur og einangraður og áður.
Járnbrautarverkamennirnir komu þangað oft, og
sumir yngri verkfræðingarnir höfðu sest þar
að í eina gistihúsinu sem þar var. Útlit bæjar-
ins hafði ekki ennþá breytst til neinna muna.
Læknishúsið var engin undantekning frá hinum
húsunum. Það var lítið hús, gamalt og fremur
fornfálega innréttað, án hinna nauðsynlegustu
þæginda. Ekkja eftir dáin klukkusteypara hélt
húsið fyrir læknirinn, eins vel og hún gat, það
var hægt að gera jafn nægjusömum og hógvær-
um manni til geðs eins og Dr. Reinsfeld. Þeir
læknar sem höfðu verið þar á undan honum,
höfðu aldrei verið nema stutta stund, en hann
var nú búinn að vera þar í fimm ár, og hafði ekki
gert neina tilraun til að komast í burtu.
í vinnustofu hans leit allt öðruvísi út, en í
hinum fínu stofum, þar sem Elmhorft bjó. Hið
einasta skraut sem hékk á veggjunuimvoru tvær
litlar myndir af foreldrum hans. í stofunni var
gamalt skrifborð, hægindastóll, sem leðrið var
fyrir löngu orðið grátt og upplitað á og gamall
og harður legubekkur, og lítið borð, og nokkrir
stólar, sem voru komnir til ára sinna — það voru
allir húsmunirnir, sem fylgdu þessari stofu, er
hann tók við húsinu af fyrirrennara sínum. í
þessari stofu bjó hann, vann,^ tók móti sjúkling-
um og gaf ráðleggingar, og það var einmitt í
þessari stofu sem Albert Gersdorf, frændi hans
fann hann. Hann hafði komið frá Heilborn þenn
an dag, hann hafði þegar verið búin að mæta hr.
Gronau, sem var í gisti húsinu í bænum, síðan
hann meiddi sig í fætinum, en sem var ekki
hættulegt, en gerði honum ervitt um gang. Hon
um hafði verið komið með erviðismunum til Ob-
erstein og Dr. Reinsfeld boðist til að taka hann
til sín, þar til honum væri batnað.
Þeir frændurnir höfðu ekki sést í mörg ár,
og mjög sjaldan skrifast á, því þeim mun meiri
fögnuður og undrun íyrir Benno, er Gersdorf
kom inn til hans, alveg að óvöru. Hann hafði
að vísu loforð um, að frændi sinn ætlaði bráðlega
að heimsækja sig. Hr. Gersdorf sagðist ekki ætla
í þetta sinn að standa við, yrði að fara sem fljót-
ast aftur til Heilborn. Dr. Benno kvað það enga
heimsókn vera ef hann væri ekki hjá sér í nótt.
“Það er þá afgert að þú verður þangað til
í fyrramálið. Eg vona að unga konan þín hafi
ekkert á móti því, að þú látir hana vera í Heil-
born hjá foreldrum sínum.”
“Nei, hún er ánægð með að vera þar” sagði
Geirsdorf; en þrátt fyrir það var eitthvað óvana-
legt í svarinu, og hann var óvanalega alvarlegur
á svipin.
Frændi hans horfði undrandi á hann.
“Heyrðu mig Albert, strax er þú komst inn
datt mér í hug, að eitthvað væri ekki sem
skyldi. Eg hélt að þú kæmir með konuna þína.
Eg vona að þið hafið þó ekki verið að rífast.”
“Nei, Benno, svo slæmt er það ekki, eg er
bara í þeim kröggum, að geta gert tengdaforeldr
um mínum skiljanlegt, að þeirra borgaralegi
tengdasonur, veit hvernig hann á að kenna þeim
að lifa.”
“Oh, blæs vindurinn úr þeirri átt! Hvað er
þá um að vera?”