Heimskringla - 28.03.1951, Side 1

Heimskringla - 28.03.1951, Side 1
r'----------------------\ Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s ______________________, Toast Master bread Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 28. MARZ 1951 NÚMER 26. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Færri hús reist Þrátt fyrir þó þörfin sé jafn- brýn og fyrri, segir Ottawastj., að fækka verði húsabyggingum á komandi ári. Ástæðan er sögð stríðs undirbúningurinn. En annað kemur einnig til greina. Það er, að verð nýrra og gamalla húsa er nú svo hátt, að sala er óviss. 92,000 hús voru reist á árinu 1950, en það nægði ekki þörfinni. Vegna þeirrar tregðu sem þeg- ar hefir sýnt sig, er sagt að tala fjölskylda og einhleypra, er í- búða þarfnist hafi" hækkað úr öllu viti á stuttum tíma. Canada skortir samkvæmt þessu íbúð fyrir einn af hverj- um 30 íbúum. » * * Nehru reyndi í annað sinn ný- lega að fá Kínverja til að koma á fund við sig til að ræða um frið í Koreu, en Kínverjar kyáðust ekki ansa því. Þingmenn latir Það ber sitt af hverju með sér að þingmennirnir í Ottawa séu annað hvort framúrskarandi lat- ir, eða að þeir viti ekki hvað skyldurækni er. Á þinginu hafa lengi staðið yfir heitar umræður út af 65 miljón dala greiðslunni á hveiti. Af hvalablæstri sumra þing- manna að dæma út af málinu var full ástæða að búast við að þing- menn héldu bardaga uppi við at- kvæðagreiðslunna. En þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kom, varð raunin dálítið önnur. f neðri deild greiddu 104 atkvæði um málið af 262 þing- mönnum alls. 158 þingmenn greiddu ekki atkvæði. f efrideild inní var ekki betra að fagna. Þar greiddu 35 atkvæði af 102 þing- mönnum alls. Það er svo að skilja, að 67 eða, tveir þriðju fulltrúa eldri deildar greiddu ekki atkvæði. Hafa menn þessir gersamlega glatað allri ábyrgðartilfinn- ingu? ÚR ÖLLUM ÁTTUM Ralph Maybank, sem verið hefir sambandsþingmaður fyrir Suður-Winnipeg í 16 ár, er að segja þingstarfi sínu lausu. Honum kvað ætluð dómara- staða. Blaðið Winnipeg Tri- bune segir að Jack St. John, bæjarráðsmaður muni verða út- nefndur eftirmaður hans sem sambandsþingmaður. * Rauöi heririn 33 ára Á föstudaginn 2. marz héldu Rússar upp á það, að 33 ár voru liðin frá stofnun Rauða hersins. Fluttu blöð landsins fjölmarg- ar lofgreinar um herinn og gátu þess meðal annars, að hann væri hinn öflugasti í heimi. Auk þess sögðu þau, að rússneski 4ierinn hefði sigrað hjálparlaust. í styrj- öldinni, því að herir bandamanna hefðu verið slegnir ótta og skelP ingu. f þvlí sambandi minna am- erísk blöð á það, að Bandaríkin hafi látið Rússum í té 14,700 flugvélar, 7000 skriðdreka, 52,000 jeppa, 35,000 bifhjól, 375,000 vörubifreiðir og 186 herskip, auk gríðarlegra birgða af ýmsu tagi. Og svo unnu Rússar vitanlega Japani líka hjálparlaust. * Stjórnin á Grikklandi hefir kvartað undan því, að það séu kommúnistar frá Toronto í Canada, sem aðstoði kommún- ista í Bulgaríu og æsi til hern- aðarverka í Grikklandi. ★ Bandaríkin og Canada eru að afnema mikið af lögum er híndra samgöngu milli land- anna og dregið geta úr sam- starfi, ef til stríðs komi. Bandaríkjastjórnin hefir á- mint MacArthur hershöfðingja fyrir ræðu er hann hélt nýlega og hvatti hershöfðingja Kín- vera í að semja frið í Koreu og hætta þessum ónauðsynlegu blóðsúthellingum. Bandarlkja- stjórn finnur að því, að hún var ekki spurð ráða áður. Aðfinsla Bandaríkjanna var sú, að þetta gæti leitt til þess, að Kínverjar heldu Sameinuðu þjóðirnar reiðubúnar að skifta um stefnu í Koreu stríðinu. ★ Frá stríðinu í Koreu voru þær einu fréttir í gær, að Kínverjar séu að hrúga liði inn í Norður Koreu til þess að taka á móti hér MacArthurs, ef norður fyr- ir 38 gráðu færi. En Suður-Kor- euherinn er nú þangað kominn. * Hon. T. C. A. Hislop, fulltrúi Nýja Sjálands í Canada, sagði í Vancouver í gær, að Canada gæti fengið alt það smjör sem það þyrfti fyrir 54 til 56 cents frá Nýja Sjálandi. Það er ekki langt síðan að Canada keypti 4 miljón pund á þessu verði. En þá var tekið að kvarta og innflutningur var stöðvarður af stjórninni í Ott- awa. “Þegar þið segið svo, get- ið þið fengið þetta smjör enn”, segir Mr. Hislop. Verð Ástralíu smjörsins er um 20 — 30 cents ódýrara en hér. En viti menn. Smjör í Can- ada hefir á síðustu 3 dögum lækkað í verði um 3 cents, svo hræddir hafa prangararnir orðið við ummæli Hislop. ★ W. J. Lindal dómari skrifar grein í Winnipeg Free Press og dregur athygli lesenda að því, að kensla í Norrænu, eða íslenku verði senn hafin við Manitoba- háskóla. •k Samlbandsstjórn Canada hefir samþykt, að veita ellistyrk öll- um sjötugum án eigna rannsókn- ar á næsta ári 1952. Manitoba- stjórn segir 50,000 í þessu fylki verða gilda styrkþega samkv., nýju lögunum. ★ Truman forseta sagðist á þá leið á sameiginlegum fundi 20 lýðríkja Suður-Ameríku nýlega að það væri meira en tími kom- inn til fyrir Suður- og Norður- Ameríku að snúa sér að her- vörnun. Hann gerði ráð fyrir að veita Suðurríkjunúm um 80 miljón dali til byrjunar á slíku starfi. * Malik, fulltrúi Rússa á þingi Sameinuðu þjóðanna sagði ekki koma til mála, að Rússar færu úr félaginu. Einhver fulltrúanna mun hafa að þessu spurt í tilefni orða Stalins nýlega um Samein- uðu þjóðirnar, að þær væru her- virki Breta og Bandaríkja- manna. ★ Sameinuðu þjóðirnar eru að gefast upp við að sætta löndin Kachmir og Indland. Bjóðast Bretar og Bandaríkjamenn til að láta alþjóðadómstól gera út um málið. En Nehru neitar því. ( * I Winnipeg Suburban Munici- pal Assn., fór fram á, að féð, sem fylkisstjórn Manitoba veitti til húsa er skemdust af flóðunum á s. 1. vori, væri hækkað úr $4300 í $6300. Campbell forsætisráðh., kvað skjótt nei við. Verndarar íslenzku kensludeildarinnar við Manitoba-háskóla f sambandi við samkomuna í Playhouse Theatre á föstudag- inn kemur, er þess getið í prent- uðu skemtiskránni, hverjir séu verndarar þessa kenslu fyrirtæk- is. Þess má geta, að þegar víð- kunnir menn gerast verndarar fyrirtækja, er það sama og að lýsa velþóknun sinni á verkefn- um fyrirtækisins. Hér fara nöfn verndaranna á eftir: His Honor, R. F. McWilliams, Lieutenant-Governor of Mani- toba, and Mrs. McWilliams. Hon. Douglas L. Campbell, Premier of Manitoba, and Mrs. Campbell Hon. Thor Thors, Iceland’s Minister to Canada and the United States, and Mrs. Thors. Mr. Justice A. K. Dysart, Chancellor of The University of Manitoba. Dr. A. H. S. Gillson, President and Vice-Chancellor of The Uni- versity of Manitoba, and Mrs. Gillson. Victor Sifton, Chairman of the Board of Governors, The Uni- versity of Manitoba, and Mrs. Sifton. Hon. W. C. Miller, Minister of Education, atid Mrs. Miller. Garnet Coulter, Mayor of Win- nipeg, and Mrs. Coulter. Laurence C. Frank, American Consul-General, and Mrs. Frank. Grettir L. Johannson, Consul f°r Iceland and Denmark, and Mrs. Johannson. Miss Helga Sigurdson, pían- isti frá New .York, er komin til bæjarins. Hún spilar sem kunn- ugt er á samkomu sem við öll hlökkum svo mikið til, 30. marz, í Playhouse Theatre í Winni- Peg. ★ * * Félög eldri og yngri kvenna í The Savior Lutheran Church (Norðmanna) hafa sína árlegu tesölu í T. Eaton’s Assembly Hall, þriðjudaginn 3. apríl frá kl. 2.30 til 4.30. Á móti gestum taka Miss Anna Klingenberg og Mrs. F. Brown. Allir velkomn- ir. Athygli íslendinga skal sér- staklega vakin á þessari kaffi- sölu nánustu frændþjóðar vorr- ar. Frú María Markan Östlund syngur við messu í Sambandskirkjunni 1. apríl, kl. 7 að kvöldi. VATNABYGÐ Víða, fríða, vatnabygð, vaxtarþrótti yfirskygð, vesturlandið ekki á aðra fegri bygð en þá, þar sem manndómsmerkin sterk marka lífsins kraftaverk. Og hvar risu úr eyðisveit önnur trúrri fyrirheit? Fyrir augum sýn eg sé, sé um hulin tímans vé, er í krýndan kjördóm þinn kom hinn fyrsti landneminn, sé hann horfa um sólrík lönd, svipult skyggnast undir hönd sjónarhólnum hæsta frá, hér var draumríkt um að gá. Vatnið frítt og bylgjublátt breiddi sig mót norðurátt, Austrið skýrast skifti á skógalönd og engjaflá. Hátt í suðri hæðafans hulinn gnæfum Aspakrans, vestrið um í yíðsýn þönd víð og frjósöm sléttulönd. Alt var þetta eyðisveit, álitsprúð og mikilleit, þar sem gras í legum lá, landsins gróðurvöngum á þar sem risugt skógaskaut skýldi fagri engjalaut, eða héldust hönd í hönd hæðadrög og akurlönd. Hvílík feikna fyrirheit fólgin um þá breiðusveit. Hér lá framtíð fullhugans, framkvæmd stór af gjörðum hans. Leit um villilandið alt lífsstarf hafið þúsundfalt. Sá hvar nú var skógaskjól skína fögur höfuðból. Hún er stór, af görpun glæst geymir lengi mannsverk stærst, þessi bygð, sem minnismark manns um dugnað, þrek og kjark. Farir þú á ferðalag, fornt er sléttað giljadrag, hraðskreið brunar Bifreið góð brautina sem uxinn tróð. Þegar kemur austanað, inn til Foam Lake verður það. Þar sem Landinn festi fyrst fremstu sveitar heimavist. Út á merkum eyðilands eina bygðin, kofinn hans. Inn til kaupstaðs ársferð gerð, áttatíu mílna ferð. Næst var Leslie landnemans leiðarmark á vegi hans. Viíð og breið og blómleg lönd íblöstu við á hverja hönd. Norðurum .er Kristnes kent að karl mensku og rausn og ment. Héraðsprýði hefðum gaf Hólabygðin suðuraf. Lengi minnast ljúf með hót Lesliemanna þorrablót, þar sem hefðir heimalands hnýttu trygðir nýbyggjans. Þessa vafði Björgvin bygð blíðri og snjallri söngvahygð, Varskra drengja vaxtar skjól, Vilhelms Pálssons höfuðból. Kringum Elfros kosta góð kom hin röska landnámsþjóð. Risti mörk og ruddi þar, ríkidæmið fyrir var, þar sem fordild frumherjans Finnur gæfu í iðju manns, verða aðeins fingraför fyrri daga ervið kjör. Mozart næst á merkur leið mönnum sterkum eftir beið, þrekvirk settist þjóðin að þar á ríkum griðastað. Nú er frítt um forna sveit, fullhuganna gróðrarreit, langan teygja akrar arm alla leið á vatnsins barm. Altaf leitað vestur var, Wynyard þeir fundu þar, gils í bakka gnæfan inn grófu fyrsta bústað sinn. Verkin hér að vinna djörf voru dagsins hetjustörf sem að þol, og þrekið Ijær, þrjátíu milur næsti bær. Þar reis blómlegt bygðarlag búið sæmd og mentahag. Haldin þjóðleg þjóðhátíð þar var öllum bygðarlýð. Fjörutíu árin öld á sinn risti minnisskjöld, það sem erfð og einkunn bar inn í þroskun framtíðar. Komið þá til Kandahar, kæra bygðin endar þar, sem að iðræn akurlönd inní renna flesjubönd. Fagurt er um frjóvga sveit, frumherjanna gæfureit, landsins ársæld inngrónar ástir vorrar fortíðar. ★ Viíða, fríða, Vantabygð, við þig bundin er mín trygð. Vaxir þú um öll þín ár, enginn sé þinn stöpull lár. Gleym þó aldrei gjörðum hans, giftudrjúga fullhugans, er þér fyrstur ársæld bjó, undirstöður þínar hjó. Sé eg yfir sólrík lönd svipult skygnist undir hönd. Út um sáðlönd sólskinshlý sveiflast kornið bylgjum í. Hér og hvar um hýra sveit hjarðir dreifa sér á beit. Rísa dökk við skógaskjól, skrautleg manna óðalsból. Fagurt blikar framtíð þín framundan með heitin sín, um að verðir alla stund efsta bygð á vestangrund. 'Haltu fast við hefðir þær hreysti og manndóm sem að ljær, dánarbú er bygðin öll byggji ei drenglund kot og höll. Hvar sem hugsjón höfðingjans hefur vald á athöfn manns, verk og hugsun verða þar vænni við hvert markað far. Vak þú yfir vexti þeim víkingsþrek þér flutti heim. Reistu hærra í hnigið skarð hvern þinn manndómskóral garð. T. T. Kalman i

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.