Heimskringla - 28.03.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.03.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. MARZ 1951 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Beck, ritstjóra íslenku blaðanna og fl., íslandsfréttir, dauðsföll og giftingar þarf maður að vita um. Við þessa athugun varð okkur litið á Lögberg frá 8. febrúar og sáum að þar skipaði heiðursess samkomuauglýsing frá konu sem er í besta lagi ritfær á íslenzku. Þarna kom þá aftur babb í bát- inn. en við höfðum séð það ein- hversstaðar á prenti að íslenzkri þjóðrækni yrði með tímanum haldið við á ensku máli í þessu landi. Nú var úr vöndu að ráða, ekki mátti gjöra neitt það sem varpaði íslenzkri þjóðrækni fyr- ir borð svo okkur kom saman um að bezt væri að kaupa þau eitt árið enn og sjá hverju framvindi, og eg snaraði í hann fimm dölum fyrir Lögberg, því þetta var inn- köllunarmaður blaðsins, Hr. T. O. Lyndal. Það var sem létti af okkur við þessa ráðstöfun og talið snerist að öðrum málum sem þægilegra var að fást við. Eg sendi þér þá Stefán minn, þessa þrjú dali fyrir Heims- kringlu og vona hins bezta með framhaldið. Þetta á ekki að teljast frétta- bréf, en líta má til baka og minn- ast einstaka viðburðar sem eru í sambandi við landa hér og er þá fyrst að minnast íslendingadags- in ssem haldinn var í sumar sem leið í skemtigarðinum við Blaine. Veðrið var hið ákjósanlegasta, skemtiskráin góð og allur flutn- ingur hennar. í garðinum heyrði eg naumast mælt á öðru máli en íslenzku jafnt af ungum sem gömlum, tók eg það svo að það stafaði af sérstakri virðingu fyr- ir þessu hátíðahaldi. Þar var engin söngflokkur, j eing og þeir hafa í höfuðborg ís-, lendingadagsins Gimli, en ein- söngvar voru þar sungnir svo dá-; samlega vel að unun var á að hlýða. Við gamla fólkið hlökkum til næsta fslendingadags á þeim fagra stað. Það er ekki neinn deyfingjabragur á löndum hér í Vancouver eins og sjá má þar sem þeir heldu þrjár afmælis- veizlur með stuttu millibili. Var; það sjötíu ára afmæli hr. T. O. Lyndal, þrjátíu ára giftingaraf- mæli Mr. og Mrs. Sigurðar Torf- ason og tuttugu og fimm ára gift ingarafmæli Mr. og Mrs. Karl Finnbogason. Fólk skemti sér vafalaust vel á þessum mótum við ræðuhöld, kvæðaupplestur. Það veldur óþægindum á með- al íslendinga nú að þeir eiga ekk- ert samkomuhús, en nú er í að sigi að kirkja verði byggð með samkomusal í kjallara til afnota fyrir íslenzkann almenning, eða svo hefi eg heyrt sagt. Ströndin efndi til móts í ein- um skemtigarði borgarinnar þ. 17. júnií í sumar sem leið. Þar voru þreytt kapphlaup og prísar gefnir þeim sem sköruðu fram- úr. Skemtiskráin var stutt. Þessi vetur, sem er nú að líða, hefur verið votviðrasamur í 10 fyrir ofan zero mark að sagt var eina nótt, snjór fell fyrri partinn í marz sem varaði í viku, en er nú allur horfin nema til fjalla. Frostkul er sumar nætur, en sól- skin og blíðviðri um daga. Samkoma Kolka læknis var allvel sótt og voru menn yfirleitt ánægðir. Þeir sem voru svo heppnir að geta heyrt það sem fram fór. Hljóðberinn var í herfi legu ástandi svo þeir sem f jarri voru höfðu lítið gagn eða ánægju af ræðunni. Myndirnar gátu allir séð. Þetta er að verða lengra mál en eg ætlaðist til í fyrstu. Að endingu óska eg Heims-J kringlu og hennar starfsfolki allra heilla. G. Holm Sigurður S. Anderson, 800 jipton St., hefir tekið að sér inn- cöllun fyrir Hkr. í Winnipeg. ^.skrifendur eru beðnir að minn- ist þessa og frá þeirra hálfu gera lonum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. Nordheim forseti Þýtt hefir G. E. Eyford “Og það hefur hann sagt þér! Það er held- ur nærgætnislegt! Vanalega er slíkt skoðað sem heimuglegt milli manna. — Eg þygg ekki veg- lyndis boð hans, og nú allra síst.” “Og þú hefur þó fyrst gefið honum fyrir- dæmi með veglyndi þínu. Neitaðu því ekki; — Hann þekkti hendina sem hér á þessum stað bjargaði lífi hans, og eg þekkti hana líka.” “Eg læt engan farast þegar eg get frelsað hann, og ekki heldur óvin minn”, svaraði hann snúðugt. “Á slíkum augnablikum er það mann- leg eðlishvöt sem ræður, en enginn útreikningur, og eg visa öllu slíku þakklæti frá mér; það get- ur þú sagt hr. Waltenberg frá mér, göfuga jóm- frú, þar sem hann nú hefur valið þig til að flytja mér þessi boð.” “Viltu virkilega hrinda þessum boðskap svo hastarlega frá þér?” Málrómur hennar varð mildur og angur- blíður, og hún leit sínum fögru augum á hann, sem ekki gátu lengur dulið hennar niðurbælda sársauka. “Því kvelur þú mig með þessum augnatilliti og þessum tón í málróm þínum?” sagði hann ó- þolinmóður. “Þú tilheyrir öðrum manni---------” “Sem þú misskildir, eins og eg. Nú get eg gert mér grein fyrir hinni stóru fórn, sem hann færir mér, því eg veit hvað takmarkalaust hann hefur elskað mig, og með þessa ást í hjarta sínu gaf hann mér frelsi mitt aftur, og kvaddi mig fyrir alla tíma.” Elmhorft hrökk við að heyra þessa óvæntu frétt; einmitt nú í myrkri efans og vonleysisins skein honum skær ljósgeisli, sem boðaði honum nýtt líf og ljós. “Ertu frjáls, Erna?” spurði hann. “ Og nú — — nú kemur þú---------” “Til þín!” bætti hún við. “Óhamingja þín er of þung fyrir þig einan að bera hana, eg krefst að mega taka minn þátt í að létta þér byrgðina!” Hún sagði þetta svo stillilega og innilega, eins og það væri eitthvað, sem væri sjálfsagt; Elmhorft brá lit, hann starði þegjandi ofan fyr- ir sig. Hann átti í hörðu stríði við stórlæti sitt, honum fanst að slík huglátsemi á þessu augna- bliki væri eins og sár auðmýking. “Nei, nei, ekki núna!” umlaði hann. “Lof- aðu mér fyrst að safna kröftum mínum og hug- rekki, og komast aftur á fæturnar, nú get eg ekki iþegið þitt góða tilboð — það mundi beygja mig til jarðar.” “Wolf!” Þetta gamla gjælunafn frá bernsku árum hans sem engin hafði síðan kallað hann nema Benno, sagði hún svo milt og sætt. “Wolf nú einmitt þarftu mín með! Þú þarfnast ástar, sem getur gefið þér nýjan kjark og traust; hlustaðu ekki á neina falska stærilætisrödd, sem vill hvísla öðru að þér. Einu sinni spurðurðu mig, hvort eg mundi vilja vera leiðsagnari þinn á hinum einmannalega og erviða vegi, sem ligg- ur til frama, nú er eg komin til að gefa þér svar- ið. Þú skalt ekki þurfa að ganga hann einsamall, eg skal vera hjá þér, í erviðinu, í stríðinu, í neyð inni og hættunni. Og ef þú treystir ekki framar á mátt þinn og framtíð, þá hef eg bjargfasta trú á því — á minn Wolfgang.” Hann leit á hana með geislandi vonar- glampa í augunum; mótstaða hans brotnaði, og hann breiddi út faðmin á móti henni og þrýsti henni að brjósti sér. Greif hafði horft á þau undrandi og með óánægju. Hann skildi ekki neitt í þessu; en hann skildi þá svo mikið að hann ætti ekki framar að urra og láta skína í tennurnar sínar, við manninn sem hélt eiganda hans í faðmi sér og kysti hana. Hann lagðist niður og horfði stöðugt og ófrávíkjanlega á þau. Þokan huldi mest af fjöllunum, en toppur- inn á Wolkenstein stóð upp úr þokubólstrun- um, en nú sýndi hann sig ekki í draummildri fegurð í tungsljósi miðsumarnæturinnar. — Kaldur og hvítur og draugslegur stóð hann þar, með regn þrungin himinin yfir sér, og eyði- legginguna sem hann hafði valdið við fætur sér. Og af þessari eyðileggingu spratt þó mikil og farsæl hamingja, sem braut sér braut gegnum stríð og storma. Nú var vonleysi og sársauki Elmhorfts horfin. Hin sólríka bjarta hamingja, sem hann hélt að sér væri töpuð fyrir alla tíma, var nú komin aftur til hans, og með henni hans gamla traust og áræði. “Þú segir satt Erna mín!” sagði hann upp- ljómaður af fögnuði. “Nú vil eg ekki gefast upp eg get vel hneigt mig fyrir þessari illu vætt þarna uppi, þó hún hafi eyðilagt mitt verk, en hún hefir og gefið mér máttinn til að byggja það upp á ný.” 25 Kafli í sumarhöll forsetans var nú allt hljótt og kyrrt. Það var farið með lík Nordheims, til höfuðborgarinnar til að vera jarðað í grafreit fjölskyldunnar, og Alice og Erna höfðu farið með. Þjónustufólkið fór fáeinum dögum seinna svo engin var eftir nema einn eða tveir gætslu- menn. Hr. Elmhorft hélt sig að mestu í höfuð- staðnum til að semja við félagið, sem var að minsta kosti hluta eigendur í brautinni, og svo til að gæta hagsmuna hins dána forseta. Hann haf$i tekist þetta á hendur undir hinum erviðu kringumstæðum sem fyrirtækið var nú í; hann naut góðs af því sambandi sem hann hafði verið í við forsetan, sem tilvonandi tengdasonur hans og erfingi, því það var ekki orðið kunnugt út á við, að þeirra samband væri upphafið. Það átti ekki að vera gert uppskátt fyr en sorgartímin væri liðinn og Alice þyrfti ekki aðstoð lengur en eins og nú stóð á skyldu einkamál f jölskyld- unnar ekki vera opinberuð almenningi til að verða höfð að forvitnis og slúður málum; þessar ófarir, sem svo hastarlega urðu valdandi dauða Nordheims og eigna missis, kröfðust sterkrar handar til að bjarga því sem hægt var, af því sem eftir var. Ernst Waltenberg var enn í Heilborn. Hann hafði ekki komið í Wolkenstein umhverf- ið síðan hann kvaddi Ernu, en það var sem eitt- hvað héldi honum þó í nágrenninu. Haustið var nú komið með vetrarlegri veðuráttu í f jöllunum, og hinn mikli baðstaður í Heilborn var svo að segja mannlaus, að eins Waltenberg með skrif- ara sinn og sína útlendu þjóna, hélt sig þar og sýndi ekkert ferðasnið á sér. í salnum og hinum þægilegu herbergjum, sem Waltenberg bjó í, gekk Gronau fram og aftur í órólegu skapi, og leit af og til áhyggju- fullur á dyrnar að prívat herbergi Waltenbergs. “Bara að eg vissi hvernig þetta alt ætlar að enda!” þrumaði hann. “Hann lokar sig inni alla daga og hefur ekki stigið fæti sínum í heila viku út fyrir dyrnar, hann, sem ávalt var vanur að fá sér útreiðartúr á hverjum degi. Maður þorir auðvitað ekki að sækja læknir til hans! Þó maður gæti náð í Dr. Reinsfeld, hann, með alla Sína samvizkusemi situr nú í Neuenfeld, þó hon- um væri skynsamara að vera hér hjá kærustunni sinni; hann hafði nú einu sinni tekið tilboðinu, og ekkert gat haldið honum til baka þegar á- kveðni dagurinn kom. Vonandi hugsar hann þó um að útvega eftirmann sinn þar, því það verð- ur þó vonandi svo mikið eftir af Nordheims milljónunum, að hann geti hætt við lækninga- praxis. — Nú, ert þú þarna Said! Hvað hefur þú á samvizkunni?” “Herran segir að hann hafi ekki lyst á að borða”, sagði þjóninn, sem kom út úr herbergi Waltenbergs. “Aftur!” tautaði Gronau, “og hann sefur ekki heldur. Getur hann aldrei komið þessu út úr höfðinu á sér!” “Herran er ekki í neitt slæmu skapi”, sagði Said. “Við brutum í morgun, stóra blóma vasan hans sem hefur kostað stóra peninga; hann sagði ekki orð, bara ypti öxlum.” “Eg vildi að hann hefði lúbarið ykkur báða með stafnum sínum”, sagði Gronau. “Það hefði ekki gert ykkur neitt til, en það hefði verið góð og nauðsynleg hreifing fyrir hann; eg held að hann láti eyðileggja allt fyrir augunum á sér, án þess að hreifa sig. Þetta getur ekki gengið svona, eg verð að tala við hann”. Hann gekk beint að herbergisdyrunum, en þá var hurðin opnuð og Hr. Waltenberg kom á móti honum. “Ert þú hér ennþá Gronau?” sagði hann glaðlega. “Eg hef mælst til að þú borðaðir ein- samall” “Það er það sama fyrir mér, Hr. Walten- berg, eg hef ekki lyst á að borða”, svaraði Gro- nau rólega. “Farðu og búðu til miðdagsverðin Said,” sagði Gronau, og lét aftur hurðina. Hann sá að Waltenberg óskaði að hann færi líka út, en hann gaf því engan gaum, en fór sínu fram. Waltenlberg var farin út að glugganum, hvaðan var hið bezta útsýn til fjallanna. Þessa átta daga síðan vatnsflóðið mikla, hafði ekki að fullu stytt upp, það var dimmt í lofti og storm- ar, og f jöllinn að mestu hulin ,í þoku, en þennan dag létti þokunni og f jallasýn var góð. “Loksins birtir til!” sagði Waltenberg, meir við sjálfan sig en Gronau, sem efablandin hristi höfuðið. “Það verður ekki lengi. Þegar f jöllin verða svona þokulaus og virðast vera svo nærri, þá er það enginn góðviðurs fyrirboði á þessum tíma árs”, sagði Gronau. Waltenberg gengdi því ekki, hann horfði stöðugt á fjallaklasan, en eftir nokkrar mínútur sneri hann sér snöggt við. “Eg keyri á morgun til Oberstein — viltu útvega vagnin?” Gronau horfði undrandi á hann. “Til Oberstein? Ertu að hugsa um fjall- göngu?” “Já, — eg ætla að komast upp á Woiken- stein.” “Þú ferð þó ekki lengra en að skriðunum?” Professional and Business 1 Directory— Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON dentist • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrsEÍðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, thoryaldson & eggertson Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr» P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth 3t. PHONE 926 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308' AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. ^ Rövíiízos Floral Shop -53 Notre Dame Ave. ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL limited I£!clstUr og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 923 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Sími 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor <S Builder • 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing finkleman OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSfMl 37 466 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. NF.W ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr i TIIÖS. .HI KMIl & S«,\S LIMITED " BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL * Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.