Heimskringla - 04.04.1951, Page 2

Heimskringla - 04.04.1951, Page 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. APRÍL 1951 Seattleför mín (Gamanbréf til kunningjanna) II. í Lystigrafreit Við Kyrrahafið ber íslend- ingadaginn vanalega upp á sunnudag, hvað sem Jóni Sig- urðssyni og stjórnarskránni líð- ur. Og bar þannig við hjá Vestra 1950, því lögðum við til Seatle á laugardag. Enda þótt skipið leysti ekki festar fyrr en síðla dags, varð eg að komast til Vic- toria áður en bönkum var lok- að, svo eg gæti keypt Banda- ríkja-dollara til ferðarinnar. Það er skrítin verzlun. Þeir voru tíu sentum dýrari, stykkið, en Kanada-dollarar. En þegar við komum til baka og eg seldi þá sem Vestri gaf mér, höfðu þeir fallið í verði, sem svaraði fimm sentum stykkið. Á þessu átti Vestri enga sök. Þessu ræð- ur óhagganlegt lögmál, viðskifta lífsins, og hafa hagfræðingar og eg gert ýtarlega grein fyrir því. Hagfræðingar 'í hagfræðinni, eg í þjóðræknisritinu. Að dollarakaupunum loknum, hafði eg ekkert að anstalta né bedrífa þar til við færum um borð. Konu minnar var ekki von úr skóginum fyrr en skömmu áður en siglt var. Og var eg þarna aleinn með sjálfum mér í borgargöngunum, en leiðist þar eins og Stephani. Þegar þannig stendur á fyrir mér í Victoria, er um tvennt að velja: bóka- safnið og lystigrafreitinn. Oft ræður veðrið valinu. Það var fagurt þennan dag, og settist eg því að í lystigrafreitnum. Garðurinn er lítill og liggur að sölutorgi borgarinna*. Hér sitja oft gamalmenni og hvíla sig eftir að hafa gert kaup sín í ys og þys sölubúðanna; eða þau bíða eftir þeim sem yngri eru og frárri á fæti. Sumir hafa enn gaman af, þó gamlir séu, að sjá og heyra hringiðu viðskiftalífs- ins, þó aðeins sé á götum úti. Svo er það tilbreyting frá, að horfa á ærsli ægis. En hér er sægur eldra fólks, sem virðist ekki hafa annað fyrir stafni en sitja við sæinn pg “horfa yfir hafið”. Hvorki var komið haust né ströndin auð, svo eg setti mig niður á bekk í garðinum. Nenti ekki að rölta niður að sjó. Það er augljóst að þessi blett- ur var upprunalega ætlaður til hvíldar liðnum fremur en lif- endum, Enda mun hér hafa ver- ið fyrsti grafreitur Victoria- manna. Því bera vitni margir og mismunandi varðar og steinar, þó hér sé þeim fyrir komið á annan hátt, en venja er til. Meg- ini þessara votta, um afreksverk og ágæti frumbýlinga eyjarinn- ar, hefir verið draslað út í hom, og hafa steinarnir þannig tapað að mestu leyti meðsköpuðum hátíðleik og tign, sem ella mundi lama spriklandi gróand- ann í verzlunarllfi hinnar vax- andi borgar. Var vel að verið, er minnismerkin gerðust—hom- rekur og grafirnar sléttar, því úr því varð grafreiturinn allra lag- legasti lystigraður. Að sönnu standa hér enn örfáir varðar, sem bezt voru gerðir og mest í borið. En þeir minna ekki meir á gröf og dauðan, en Jón Sig- urðsson, Victoria drottning eða berskur undir þinghúss vegg. — Enda eru þeir nú þegar farnir að láta á sjá, því tímans tönn nagar þá eins og annað um næt- ur og daga. Letur, sem meitlað var 'í steininn, er svo máð, að vart verður lesið úr því, og fyr- irsjáanleg er sú stund, þegar þessum strókum verður skúffað út í horn með hinu garðarusl- inu, og síðan fluttir á burt—ef til vill til sparnaðar á steypu í kjallaravegg. Þetta vekur hugs- anir um hverfulleik lífsins og jafnvel dauðann og minnir á hin ódauðlegu orð Shakespeares í þýðing Sigurðar Vilhjálmssonar “Alsherjar geisari, dauður orð- inn leir, Getur fylt gat, svo haldist út kulþeyr.” Yfir ve'glegasta varðann gnæf- ir tré eitt mikið og fagurt. Að líkindum er það eins gamalt og gröfin sem það hefir skýlt nótt og dag, ár frá ári. Og þar mun það standa í allri sinni tign og veldi eftir að varðinn er kominn í rústir og orðinn að steinrunn- um hrærigraut í kjallaravegg. Væri eg andlega sinnaður og því viss um, að sál hins fram- liðna liti til veðurs og væri á annan hátt interessuð í þessum heimi, mundi eg geta þess til að honum þætti ekki minna til koma, að eiga tréð yfir sér en THE VALUE AND QUAUTY IN BARLEY PR0DUCTI0N In the marketing and processing of barley, qualíty is of prime importance. Since malting barley has been seliing over feed barley, this means that the Western Barley growers will receive more for their barley than if it had only graded feed. If each grower produced just one average carload of 2,000 bushels, his increased revenue would be about $500.00. In one item alone, harvesting, considerable improvement has been made. It has becn estimated that by the usc of better threshing technique, the farmers have earned more than last year. Unfortunately, some growers lost the premium this year because of having over 5 per cent peeled kernels. While threshing has always been a problem, the introduction of the combine and some of the looser hulled varieties such as Montcalm have made this operation more difficult. There are three factors that the grower must consider: (1) the proper stage of maturity at which to swath, (2) the length of stubble and size of swath, and (3) in combining the speed of the cylinder and distance between cylinder and concave. In order to produce good quality barley, the grower must allow his crop to become fuliy mature before swathing. While immature barley will mature in the swath, it produces shoe-peg kernels which have to be removed, and, in general, the extract will be low and the grain useless for malting. The stubble should be left at the proper length to hold up the swath. If too long, it will bend and let the swath iie on the ground; if too short, it will not give space underneath to aliow free circuiation of air and has a tendency to allow the barley heads to fall through on to the ground. The size of the swath will depend on the growth of the crop. If it is heavy, the swather shouid be set to give a wide swath; if it is light, the swath should be narrowed, otherwise, the heads will íall through on to the ground. In combining the grain, the cylinder specd and space must be frequently adjusted. If the grain is being skinned or broken, the speed of the cylinder should be reduced and the concave lowered. If the grain has too much awn the speed should be increased or the concave raised. For further information on threshing and combining write to the Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba, for Bulletin No. 1, "Harvesting Malting Barley.” Second or series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by Shca's Winnipeg Brewery Ltd. MD-28I ! steininn, og að hann gerði sér litla rellu út af hvarfi varðans, fengi hann að sitja eða standa eða liggja eða sveima undir lauf- ríkri limhvelfing meiðsins. Sé hinn framliðni kominn langt héðan í hvorn staðinn sem her- lög kirkju valdi honum, er hann að líkindum of bissí við músík eða eldivið, til þess að láta sig nokkru skifta hvernig búið er um bein hans. Hann Veit hvort ið er, að alt grafar-flundur reynist óþörf fyrirhöfn þegar upprisudagurinn rennur upp. Viti hann ekkert í þennan heim né annan, er trúlegt að honum standi á sama um hvort gröf hans er gleymd eða glæsimerkt. —En hafi minnisvarðinn verið reistur í þeim tilgangi, að leiða athygli eftirkomandi kynslóða að afreksverkum og mannkost- um hans, sem hér hvílir, var kostnaður sá og fyrirhöfn, sem slíkum varða fylgir, með öllu óþörf, þar eð alfaðir og móðir- jörð reistu annan fegurri og varanlegri. Svona er það. Þó eg sitji hér grafkyr, í Seattle-för, asnast hugurinn út um allar trissur eins og kálfur sem er hleypt út, í fyrsta sinn—út í vorið. Það var, held eg, á skírdags- kvöld. Eg færði radíóvísinn fram og aftur um skífuna, í hugsunarleysi. Eftir að sampla sápuleiki, sígarettukór, jass- ríðir, kommúnista-bannfæringar og önnur kúltur-tákn, datt egl ofaná eða inní Bachs-messu, og; lét vísinn þar við sitja. Undra- vert, að andlaus íslendingur og hálfgerður Kani, skuli hafa unun af, að hlusta á söngmessu eftir annan eins erki-útlending eins og Bach. Viðkomandi þulur lét þess getið, að hljómhviðan væri flutt í tilefni af því, að tvær aldir væru liðnar síðan Bach lézt; en tónskáldsins hefði lítið verið getið á tveggja alda fæðingaraf- mæli hans. Virtist þulnum eitt- hvað athugavert við þetta. Hafði hann aldrei lesið Punkta mína, og var ókunnugt um, hversu orð og gerðir mannanna vaxa að viti og náð með aldrin um, og óvíst hann þekki nokk- uð inn á skyrhákall. Er þó al kunnugt, að lát snillinganna veldur meiri hrifning almenn- ings en nokkur önnur tímamót í æfi þeirra. Og tveim öldum eft- ir dánardægur hvers þeirra sem er, er öllum óhætt að lofa hann og prísa verk hans. Þulurinn tal- aði af mælsku og þekking, en það fór alt fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Eg skil jafnlítið í tækni hljóma og hjóla—ekki baun. Hefi hvorki meira gagn né gaman af því sem fyrir augu og eyru ber, þó það sé útskýrt og lofað af þeim lærðu; en nýt þó þess, sem blessuð skynvitin bera mér. Þetta er nokkuð sem eg skil ekki. Þrátt fyrir það stytti eg mér oft stundir við að geta til um orsökina; og það verður mér á, nær og hvar sem er. Hvernig í ósköpunum er því varið, að mér verður gott og glatt í sinni við að hlýða á eldri en tveggja alda söngmessu eftir útlending? Fyrst og fremst eru tónverk Backs of flókin og stór- brotin til þess að eg fái verulega notið þeirra; og í öðru lagi fela þau ekki í sér frumstæð, íslenzk þjóðlög, svo sem, kvæðalög, Ljósið kemur langt og mjótt o.s. frv. En sú rammíslenzka fólk- músik, og tónverk sem á henni eru bygð, ku vera þeir einu tón- ar, sem einn landa mega hrífa. —Er eg þá orðinn útlendingur, eða að minsta kosti Kani? — Mér skilst að ekkert íslenzkt tónskáld megi búast við byr und- ir tónverk sín, nema svo aðeins, að þau grundvallist á rímnalög- unum og öðru mollvæti, sem er hin eina, sanna frum-músík ís- iendinga. Svo segja þeir, sem bækurnar hafa, þar á meðal einn uppáhalds rithöfundur minn, hann Laxness. Hefir hann kall- mmmmmmmmmmmmmmr m mi . V : íí: ■ flat on one's face “Know-how” is a popular phrase in these times — the western nations’ induetrial know-how is said to be their greatest hope. But it is not enougli to know how to do a job. Doing it is what counts. Between knowing and doing there are usually a surprising number of op- portunities for falling flat on one’s face. The textile industry in Canada, of which Dominion Textile is a part, has been practising for over a century to avoid falling flat on its face. While learning its job and doing it, the industry has become the largest employer of manujacturing labor in Canada and the payer of the largest manufacturing wage bill. \ DOMINICN TEXTILE COMPANY LIMITED I !; 8: I I i MANUFACTURERS OF PRODUCTS Kta°- að Björgvin Guðmundsson Manitoba-Handelista, og á ann- an hátt lítilsvirt verk hans, sök- um þess, að Björgvin yrkir sín- ar eigin melódíur og leiðist ís- lenzkar rímna-hrynur og moll- væl. En hver er eg að þexa við Laxness? Þó getur honum feil- að, eins og öðrum, eins og t. d. þegar hann fór með krumma vesalinginn út í skóga Nýja fs- lands um hávetur. Vita þó bæði guð og menn að ólíf£ er fyrir hrafna við Winnipegvatn um háváeturinn, þar sem kuldinn kemst í 60 gráður fyrir neðan zeró á fahrenheit. Borin saman við þjóðlög út- lendinga á norðurhveli jarðar er íslenzk fólkmúsik fremur dauf og fátækleg. Þó karlarnir kyrj- uðu rímur og kerlingarnar grall- aralögin, var það ekki tónanna vegna, heldur hrynjandi og efni ljóðanna, sem lyfti röddinni. Mun Mtið hafa verið um söng meðal íslenzkrar alþýðu alt fríun á síðari helming nítjándu aldar. Og er það merkilegt fyrir- brigði, jafn söngvin og þjóðin hefir gerst í seinni tíð. Er engu líkara en hún hafi gert sig á- nægða með músik málsins, orð- gnótt og hrynjandi tungunnar, sem önnur tungumál skortir og sem krefjast uppbótar sönglag- anna. Karlar kváðu við raust, orða og efnisvegna. Af því voru þeir hrifnir en ekki laginu. Og hefir ekki sönglist þroskast með íslenzkri alþýðu í líkum hlut- föllum við það, sem hagyrðing- unum hefir fækkað? Eg hefi þekt svo slunginn hagyrðing, að honum var bókstaflega léttara um mál í hendingum en ó- bundnu málái. Þó kvað hanr aldrei vísu né raulaði lag. Er eg þó viss um að honum var vel gef- in rödd. Og þegar þess er gætt, að maðurinn var hrókur alsfagn- aðar, er merkilegt að hann skyldi aldrei taka undir lag, í hversu miklum gleðskap sem hann annars tók þátt. Ljóðið var honum sönglagið sjálft og alt. Eins og nokkru væri þar við að bæta Annan ljóðelskan íslend- ing þekki eg, sem er gæddur skærri tenor-rödd. Kvað hann jafnt Vígslóða Stephans og fer- hendur Sigurðar Breiðfjörðs og alt með “sínu lagi”. Hafi nokk- ur músik verið í þeim gjallanda, var það í orðunum. En efnið og snildin krafðist, að söngvarnir væru hrópaðir svo hátt, að helzt allir mættu njóta þeirra. — En þetta er efni fyrir fræðimenn og ekki mitt meðfæri. Ekki veit eg með vissu nær þjóðin vaknaði til söngs; en get þess til, að það hafi verið um svipað leyti og ljóðagerð henn- ar breyttist. Hvort tilviljun ein réði hér, skal ekkert um sagt. En “nýju lögin” voru elcki ís- lenzk þjóðlög. Þau voru öll “innflutt” eins og form flestra nýju kvæðanna. Og tók ung- dómurinn bæði ljóðum og lög- um fegins hendi. Ef eldri syst- ur mínar komust yfir nýtt kvæði eða þó það væri heil ljóðabók settu þær það alt á minnið. En ekki búið með það. Þær voru ekki ánægðar fyrr en þær lærðu sönglög við kvæðin. Fréttist, að einhver í nágrenninu kynni “nýtt lag”, var reynt að lokka hann eða hana til að vera nótt- ina hjá okkur, svo við gætum numið lagið. Og einu sinni dvaldi elzta systir mín mánað- artíma í annari sveit aðeins til að nema ný lög. Unglingar í okkar sveit tóku flestir eða allir að syngja eins og fuglar á björt- um vormorgni eftir rigningar- nótt. Sjaldan kváðum við vísu, og ekkert af grallaralögunum, sem amma lék á langspilið sitt, höfðum við lært. Þannig lærði íslenzk alþýða fyrst að syngja. Ekki aðeins nýju kvæðin heldur gamla og nýja sálma. Og megin þessara söng- og sálmalaga var fengið að, utan úr löndum. Jafnvel þau fáu, sem fslendingar sömdu á þessum tímum, bera ekki vott um, að höfundar þeirra hafi ver- ið gegnsósaðir af rímnasöng Nú eru þessi aðfengnu, útlendu sönglög orðin íslenzk þjóðlög. Og finnist súperþjóðræknum ís- lendingum minkun að því, geta þeir huggað sig við það, að feg- urstu og Ijúfustu þjóðlög Skota eru írsk að uppruna. Öll- um er kunnugt um hvert Fjöln- is-skáldin sóttu eldinn, sem vakti og verndi þjóðina. Þeir sóttu hann til Evrópu, þó elds- neytið væri heimaunnið. En hér var af meira að taka, þegar til forn-lbókmentanna kom, en kvæðalög og moll-væl það, sem íslenzkum tónskáldum er ætlað, að vinna úr. Og það væri jafn sanngjarnt að kalla kveðskap Jónasar Hallgrímssonar Heim- isma eins og tónsmíðar Björg- vins Guðmundssonar Handel- isma. . . . Þetta og annað flýgur mér í hug, hér í lystigrafreitnum. Og enn eru það bara punktar .... f tónmessunni hans Bachs eru tvö þessara íslenzku þjóð-! laga, sem eg svo kalla: Hjartað, þankar, hugur, sinni og Nú legg eg augun aftur. Og þau drakk eg í mig með móðurmjólkinni, eins og sagt er. Þó eg beri ekk- ert skyn á tónsmíðar, get eg þess til, að þessi smálög svari til hendinga í löngu og stór- brotnu kvæði, og að Bach hafi verið nógu mikill listamaður til þess, að hvergi væri hending um of éða van, og að hver þeirra hefði þýðing, sem sá þá, að gera hljómkviðuna heilsteypta. Og nú furðar mig ekki lengur, hví eg hlýddi á söngmessuna með mestu ánægju, þó að eins nokkr- ar hendingar hennar væru mér áður kunnar; og mér liggur það í léttu rúmi þó eg geri mig þannig sekan um Handelisma., Eitt er víst, að mér líður mun betur við að sitja undir söng, sem á skylt við “nýju lögin”, heldur en hljómkviðunni sem Jórt Leifs hrærði saman úr rímnalögum, og eg píndi mig til að hlusta á, í útvarpi á íslandi, Mér finnst það mjög eðlilegt, að eg og aðrir landar á mínu reki kunni vel við lagið, Nú legg eg augun aftur, hvar sem það er leikið eða sungið. Það er rödd frá æsku-árunum, en þær radd- ir hljóma bezt þegar menn eld- ast. Hitt er merkilegra, að nýtt lag, samið við versið, skuli hafa hrifið roskna landa meir en það gamla, er samið var af einum mesta tónsnilling sem uppi hef- ir verið. Samt er það nú svo. í íslenzkum frétta-blöðum hefir þesis oft verið getið, að þessi eða hinn sem látinn er, hafi lagt svo fyrir, að “Bænin hans Björgvins” yrði sungin við jarð- arför sína. Það er langt frá því, að þetta sé einstætt dæmi þess, hversu almenningur ann tón- verkum Björgvins. Það geta þeir borið um, sem sungið hafa í söngflokkum hér vestra, lög Björgvins og annara tónskálda. Og þó söngverk hans séu sjald- an í seinni tíð flutt fólki, kem- ur það ekki til af því, að áheyr- endurnir taki músik annara tón- skálda fram yfir tónverk Björg- vins. Miklu fremur mun hér ráða söguleg siðsemi Vestur- íslenzkra músikanta: Sé Björg- vin mikið tónskáld, á illa við að kveða upp um það áður en hann er kominn í gröfina. Siðsam- legra, að hafa ekki snild hans í hámælum, og eiga heldur von á tvö hundruð ára begravelsis-af- mælisveizlu eftir hann—eins og Bach. Hafi þó nokkrir menn á íslandi spilt fyrir svo klassísku

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.