Heimskringla - 18.04.1951, Síða 7

Heimskringla - 18.04.1951, Síða 7
HEIMSKRINGLA 7. SIÐA WINNIPEG, 18. APRÍL, 1950 SEATTLE-FÖR MÍN Frh. frá 1. bls. húsið beri þess hvergi merki að húsverkin séu vanrækt, virðast þau, aðeins gerð í hjáverkum. Konum hér í landi er kunnugt um, alla þá fyrirhöfn og auka- vinnu sem það hefir í för með sér, að halda það, sem kallað er opið hús á ensku, þó ekki sé nema stöku sinnum. Við þau tækifæri koma kunningjar hús- ráðenda og gera sig heimakomna. Koma og fara, lifa og láta, sem væru þeir heima hjá sér, en tala gestanna takmarkast þó við kunningja og vini húsráðenda, fólk sem þeir umgangast dag- lega. Öðru máli gegnir með ‘op- iðhús’ Jakobínu. Þar stendur útidyrahurðin upp á gátt alla daga árið út og árið inn, öllum íslendingum austan hafs og vestan og fleirum þó. Sáum við merki þess, þó dvöl okkar í Seattle væri stutt. Við þetta bæt ast svo ritstörf skáldkonunnar, fyrirlestrar og félagstörf. Að hugsa um sliíkt anríki er nóg til að þreyta mig, svo eg get nærri um hvort húsmóðurin er ekki þreytt. En bíðum við! Eftir að ganga frá kaffileirn- um koma konurnar inn í tví- stofusalinn hvar eg úrvinda sit í stórum hægindastól. Og segir Sigríður að kominn sé háttatími og Bínu muni mál að hvíla sig. Jagobína aftekur það, “Nú skulum við öll sitja og tala”, segir hún. “Hver er altof uppgefinn, eina nótt að vaka og kveða?” heyri eg hvíslað tvíraddað. Svei mér ef Buddha og Postulínsgyðjan eru ekki farin að vitna í Stephan G.! — En við það fær stofan annan svip og nýtt andrúmsloft; og öll austrænu menningarmerk- in verða blátt áfram menningar- merki. Þarna sitjum við og töl- um fram á nótt. Húsmóðirin er horfin og öll þreytan með, en í stað hennar komin litla stúlkan, sem metið setti á Normal forð- um daga: sama blíða röddin, sami broshýri svipurinn, mælsk- an jafn fleyg og laus við mærð og mælgi sem fyrr. En Búddah gamli og postulínsgyðjan hvísla undir, “Hver er altof uppgef- inn ?” Eftir miðnætti göngum við til hvfílu og Sigríður rellast um ann ir Jakoblínu og hvað húnhljóti að leggja hart að sér. En mál- efnið fær daufar undirtektir hjá mér. Hefi eg ekki horft á skáld- konuna kasta af sér oki og á- hyggjum dagsins líkt og grímu- gerfi væri, og yngjast upp fyrir komandi dag? Bersýnilega fer hún hér að dæmi forfeðra sinna í Valhöll, og er engin vorkunn. Hitt er mér meiri ráðgátan, hvernig Jakobína fær efnalega staðið straum af ótakmörkuðu Opin'húss heimboði sem varir enn og vara mun . . . Þannig líða kvöldstundirnar í Hofinu. Eða konurnar draga sig út úr og rifja upp gamlar endur- minningar sín á milli, en eg fræðist af Kára og bókum. Kári er maður á bezta aldri, þéttur á velli og þéttur í lund, hvatur í spori og ákveðinn í skoðunum. Hann er og fróður vel urri austurlönd. Var í sigl- ingum um mörg ár og er þaul- kunnugur eyum Kyrrahafsins. og suð-austurströndum Asíu. Fór hann að dæmi Cólumbusar. Lagði í vestur, á leið til Austur- landa. Ekki lætur Kári þess get- ið, að þessi siglingaleið sé álitin lýsa ofdirfsku, eða vitfirring, eins og fyrr meir. Enda mun Samúel frændi hafa valið hana, þá er hann lagði upp í hina frægu heimsfriðarleit á Kóreu- skaga. í siglingunum hefir Kári haft náin kynni af mönnum og menn- ing Austurlanda og flutt heim með sér kynstur af menjagrip- um sem vitna um hugsunarhátt og lifnaðarhætti þessara fjar- lægu og “torskildu” þjóðflokka. Og þar eð þessir munir eru hér við hendina, bið eg Kára að fræða mig um þá og höfunda þeirra. Svo fræðir Kári mig í krafti, en eg gleymi fróðleikn- um jafnótt. Það sér Kári og brosir og bíður mér vindil og við reykjum. En við það dreifist samræðuefnið. Ræðum við nú um verkföll, einstaklings fram- tak og forsetann — það er, Tru- mann en ekki Hall. Fleira ber á góma og af því sem Kári leggur til málanna, dreg eg, að hann sé strangur Ameríkani og sann- færður um yfirburði hins hvíta manns. Ber okkur margt á milli í skoðunum, en ekkert púður í að rífast við Kára. Engan bil- bug að finna á skoðunum hans, og brosið altaf jafngóðlátlegt. —“Life is too short”, segir Kári. Hér eru tvær bækur, sem eg verð endilega að líta í. Báðar eru þær ritaðar á ensku, en eftir tvo vestur-íslenzka lærdóms- menn. Önnur er safn af ljós- myndum fornhandritun, safnað og skýrt af Próf. Halldóri Hermannsyni; hin er saga ís- lenzkra ljóðskálda, eftir Dr. R. Beck, Ph. D. Prófessor í norræn um fræðum, rithöfund, ritdóm- ara, fyrirlesara, skáld m. fl. Verður mér fyrst gripið til handritanna, af því það er myndabók, og meir en svo. Eig- inlega er hér ofurlítið listasafn í bandi. Höfundar handritanna létu sér ekki nægja að meitla hugsanir sínar í málm orðsins, svo meistarle^a, að aðrir hafa vart betur gert, heldur krafðist ást þeirra á tungunni þess að verði nunna? Þér hafið aldrei sagt mér neitt á- kveðið um það, hvað þér ætlizt fyrir með hana, og þess vegna hefi eg veitt henni sjálfræði nokk- uð, sem eg þó iðrast eftir að hafa gert. En ef þér fáið biskupinn og föður Eustance, sem er mælskumaður mikill og prestur góður, í lið með yður, þá efast eg ekki um, að þeir geti talið henni hughvarf og fengið hana til að vinna heit- ið. Eg dreg enga dul á það, að við getum aðeins lofað ungfrú Adrienne að vera hér, án meðlags frá yður, þar til arfsvon hennar hefir rætzt, ef hún gerist nunna. Ef hún undirgertgst heitið, þá verður ekki gert neitt tilkall til auðs yðar, með- an þér eruð sjálfur á lífi og getið notið hans. Eftir lát yðar verður auðurinn að ganga til hennar sem einka-erfingja yðar, og systralagið, sem getur notað hann sem meðal til þess, að láta mikið gott af sér leiða, mun þá blessa minningu yðar og biðja fyrir sálu yðar. Hve m.jög þér mun- uð þurfa slíkra fyrirbæna við, veit enginn betur en þér sjálfur. Það er líka önnur mikilsverð ástæða til þess að eg óska að hafa ungfrú Durand hjá okkur framvegis. Hún gengur í svefni og getur að lík- indum orðið okkur að miklu liði með hæfilegri ’fullkomnun. Með þessu skilyrði erum við fúsar til að halda henni hjá okkur án meðgjafar, þar til hún fær arfinn. Vona, að fá sem allra fyrst svar frá yður. Yðar Ursula, abbadís í Maríuklaustri augað, ekki síður en hugurinn, fagnaði list þeirra. Og varð hvert ritað blað dráttlistarverk. Er hér eitt dæmið enn, um það hve listgáfa þjóðarinnar var bundin tungunni. Eða vita menn til, að þjóðin hafi æft málaralist að mun á annan hátt, en að skrautrita? Ef ekki, er auðsætt, að slenzkir listmálarar ættu að byggja öll sín málverk á skraut- ritun fornmanna og, segjum, spónaletri. (Sbr. Handelisma Laxness). Og svona er það. Þó hugurinn asnist út í alvöru, (gúbevarí(,- rekur hann sig al- staðar á ást landans á tungunni. Og hvergi hefi eg rekist á unn- ustulijóð til móðurmálsins eftir erlend skáld. Eða er nokkurt ljóð til, á erlendu máli, Mkt kvæði Jónasar? Helzt hefði eg kosið að lesa allan “textann”, ummæli próf. Halldórs, tilgátur hans og rök- færslu, sem snerta handritin, því þar finnst mér margt viturlega hugsað og vel sagt. En tíminn leyfir það ekki. Eg má til að líta í hina bókina, skáld-söguna. Þetta er ensk og falleg bók. Og eg þykist kannast við rithátt höfundarins, þó eg hafi ekki áður lesið hann á ensku. En eins og þúsundir annara landa hefi eg séð ósköpin öll af íslenzkum ræðum og ritum eftir prófessor Beck, í Hkr. En þeir sem einnig lesa Lögberg geta margfaldað með tveimur. Þess þarf eg ekki, því svo stílfastur er höfundur sá, að í hvert skifti sem eg les eitthvað eftir hann, finst mér endilega, eg hafi lesið það áður, og hætti stundum til, að leggja blaðið frá mér áður en eg hefi lokið við ritgerðina. Er eg gram ur sjálfum mér fyrir slíkt lestr- arlag, þar eð allir dá höfundinn fyrir fræðimensku hans, gáfur og ritsnild. Enda er hugsun hans sem stíll, svo létt og skýr, að Mkast er sem blávatn fljóti yfir sand. Hann býr og yfir sæg af atkvæðis- og lýsingarorðum stórum og fallegum, og hristir þau úr pennanum í sífeldri driífu. Og er sem rigni fjölHtuð- um blómsturblöðum á flöt blá vatnsins og minnir á skáldsins orð: “Regnbogalitir titra tærir.” Tundruðum blómakrónum í. Yfir slíka dýrð á eg engin orð í eigu minni, en verst ekki að hrópa: “Þessi geysir glæsi yrða!” og bið Guttorm afsökur.- ar. Hinum íslenzku máltöfrum sínum kemur höfundurinn ekki við í skálda-sögunni sem varla er von, þar sem hún er rituð á ensku. Er þó höfundurinn her svp sannur sjálfum sér, að eg kem ofaná hvern kaflann eftir annan, sem mig minnir, að eg hafi lesið í Heimskringlu. Þar eð Skálda-sagan er fræði- rit, gefur að skilja,,að hún styðst við margar og merkilegar heim- ildir. Og sækir höfundurinn margar þeirra í Lesbók Morgun- blaðsins. Er það verðskuldaður snoppungur þeim glönnum og göntum, sem hafa þetta ágæta átorítet í fíflskaparmálum og uppnefna, “Mogga”. Eftir þeim skyndikynnum sem eg hafði af Skálda-sögunni skilst mér, að aðal skilyrði ti,l að komast í hana hafi verið það, að eiga prentaða ljóðabók eftir sjálfan sig. Og þar sem tiltölu- lega fáir laridar hafa efni á að gefa út bók eftir sig, þó flestir séu þeir Ijóðskáld, sannast hér, sem oftar ritningargreinn: — Margir eru kallaðir en fáir út- valdir. Skáld-sagan ber það með sér, að höfundurinn hefði feginn viljað gera hvern karakter henn- ar að stórskáldi, þrátt fyrir all- an góðvilja, sem er á háu stigi, tekst það þó ekki. Verða því sum ir smáskáld í bókinni. En, betri er skömm er ekki par, segir spá- maðurinn. Og hafa mér vitan- lega, tveir af smæstu smáskáld- unum ekki getað orða'bundist út af þeirri frægð, að komast í Skáldsöguna. 1. Enginn hefir varið ver vinnutíma sínum En að fórna Munda og mér meir en fjórum línum”. 2. “Vel sé þeim sem hafá hangt í hala þeirra stóru, \ Eins og þeim sem æfilangt Uppskafningar vóru.” I Mikið mega smáskáldin vera höfundi Skálda-sögunnar og forsjóninni þakklát fyrir að komast í svo merka bók á ensku; en meira þó fyrir að vera ekkir talin miðlungskáld. Ef til vill hefir höfundurinn hugsað til Horace gamla, sem áleit mið- lungsskáldin auma vesenið. Vita skuld átti hann við “mediocris poeta” á latínu, því ekki kunni hann íslenzku, manngarmurinn! Hann hélt því fram að á mið- iungsstiginu væri skáld hvorki liðið af guðum né mönnum og allra szt af bóksölum. Og þó Horace væri ekki íslendingur er svo langt síðan hann var uppi, að orð hans standa sem stafur á bók, og benda á þá hættu sem hvílir yfir þeim sem fást við Ijóðagerð, en aldrei getur hent mig. Við þá tilhugsun Mður á- nægju-andvarp upp frá brjósti mínu og með það loka eg skálda- sögunni. P. S. í öðru bréfinu kemur orð ið (? ? ?) Heimismi fyrir í Hkr. Þetta getur verið ágæt orð; en í handritinu var það Heineismi. P.P.S Þökk ykkur, sem hafið svarað fyrsta bréfinu. Átti naumast von á svo góðu. Mikið vill meira, svo eg set hér áritun mína, í von og trú. RRl Lang- ford, B. C. P.P.P.S. — Næsta bréf fer fram í Hofinu. J.P.P. •socoooscosoðosososoððoðecosðoeocceosoeeoscooaooooseoo VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banníng og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA I Professional and Business —— Directory— Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldq. • Office 927 932 Res. 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nert og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 9t. PHONE 926 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Danie Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spolcen WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL limited selur likkistur og annast um utfanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipieg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 923 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Financial Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria Sl„ Winnipeg. Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Wlll Be Appreciated COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Sími 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi Halldór Sig’urðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Vór verxlum aðeins með fyrsU flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAIJL HALLSON, eigandi 714 EUice Ave. Winnipeg TALSÍMI 37 466 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af óllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. THOS. JACKSUS & SOSS LIMITED BUIEDERS’ SUPPLIES , COAL - FUEL OIL ^ Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.