Heimskringla - 30.05.1951, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.05.1951, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MAf, 1951 Heimskringk (StofnuB 18S6I Kmdui út á hverjum mlðvíkudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsiml 24 185 VerO biaBeins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganír sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorlzed as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 30. MAf, 1951 Bandaríkin Nýlega rakst eg á bók um Bandaríkin, eftir skáldið Stephen Vincent Benet. Fjallar hún um frumatriðin í sögu nágranna þjóðar- innar, byggingu landsins, tilraunanna til stjórnarskipunnar, til- drógin til myndunar þrettán ríkja sambandsins, stríðin bæði, það er frelsisstríðið og borgarastríðið, um helztu mennina er við stjóm- arskrána koma, eins og Washington, Lincoln o.s.frv. Þó hér sé ekk beinlínis sagan rakin, er svo mikið og vel frá hinum fyrstu inn- flytjendum sagt og þeim sem undirstöðu sögunar hafa lagt, að hugsjónir og eining þjóðarinnar, er mjög mikið skiljanlegri eftir en áður. Þarna koma allar þjóðir heims svo að segja saman. Á ótrú- lega stuttum tíma, hafa þær myndað hina voldugustu þjóð, sem nokkru sinni hefir uppi verið. Það er eins og stórskáldið Walt Whitman segir: Bandaríkin eru í sjálfu sér raunverulegasti óður- inn .... þar sjáum vér loks mannaverk, sem hægt er að bera saman Á fleira ágætt mætti minna í þessu hefti, en í stað þess að tína það hér upp vildi eg minn- ast á næsta hefti á undan þessu, er einnig flutti góða grein sem þessa, en það var grein próf. Skúla Johnson um skáldið St. G. Stephansson í tilefni minnis- varðans, er sögufélag Canada reisti honum. Auk sögu höfund- ar af skáldinu, hafði hann heil- mikið af þýðingum á kvæðum Stephans með, er ekki er minst vafi á, að meiri eftirtekt hefir vakið á höfuðskáldi Vestur-ís- lendinga á meðal enskumælandi manna, en nokkur hafði hér áður gert. Skúli hefir að maklegleik- um fengið þakkir frá enskum fyrir ,það, og fær það vonandi frá íslendingum einnig. Þeim fer fjölgandi, sem Ice- iandic Canadian leggja til les- mál. Og maður er smátt og smátt að frétta af fslendingum hér sem leggja fyrir sig að skrifa á ensku, auðvitað. Það leit svo út lengi, sem að afkom- endur fslendinga ætluðu að leggja það hér á hilluna. En svo er ekki. Og ef til vill hefir Ice- landic Canadian vakið þá ein- hverja til að hefjast handa. Rit ið hefir reynst vinsælt, og það er ekkert rit að tilefnislausu. Sérstaklega má eflaust þakka DÁNARMINNING Einai Benjamínsson það ritstjóra þess, Hólmfríði við dag og nótt. Þó bók þessi sé ekki stór, því hún er heldur minni en “íslenzkt þjóðerni” eftir Jón sagnfræðing Aðils, er hún fróðleg og þjóðleg og svipar til nefndrar bókar Jóns um það. Eg býst við að margir segi, já — þessa bók viljum við eignast og segðu okkur hvernig við getum það. Það er hægt að fá hana í íslenzkri þýðingu hjá Davíð Björnssyni bóksala í Winnipeg. Bókafélagið Norðri á Akureyri, hefir gefið hana út. Þýðandi er Hersteinn Pálsson og skal hér á handbragð hans bent: Til er land, þar sem vonin lifir. Til er land, þar sem fielsið býr. Til e;r land, þar sem allskonar menn, upprunnir í öllum löndum heims búa í friði og eindrægni undir sama himni. Þeir geta sótt hvaða kirkju, sem þeir óska — kaþólskir menn, mótmælendur, Gyðingar, Múhamaðstrúarmenn, Búddatrúendur — og þar í landi er óheim- ilt að ofsækja mann vegna trúar hans. íbúar þessa lands kjósa sjálf- ir menn þá, sem þeir vilja að hafi á hendi stjórn fyrir þá, setja þá aftur frá völdum með kosningum — ekki með byltingu — ef þeim finst þeir hafi staðið slælega í stöðu sinni, segja það, sem þeim býr í brjósti um stjórnina og rekstur hennar á ríkinu á hverjum tíma, hafa hemil á sjálfum sér og halda trygð við eina hugsjón, eitt land og einn þjóðfána. Fáninn er stjörnnufáni Bandaríkjanna. Landið er Bandaríki Norður Ameríku. Hugsjónin, er hugsjón lýðræðisins. Þetta er ekki jarðnesk paradís eða garðurinn Eden og ekki einu sinni fullkomið gallalaust ríki. Það læst ekki vera neitt af þessu. Það hefir ekki fundið lausnina á hverju vandamáli mannlegs lífs. Því hafa orðið á mistök í málefnum sínum og málefnum heimsins. En það hefir altaf horft til framtíðarinnar, til framtíðar þar sem allir menn eru frjálsir, þar sem allir hafa brauð og vinnu og njóta öryggis og frelsis. Það hefir enga löngun til að drotna yfir heiminum eða stofna amerískt heimsveldi, þar sem Bandaríkjamenn eru yfirþjóðin og aðrar þjóðir kúgaðar og undirokaðar. Ef þér spyrjið sannan Bandaríkjamann, hvort hann trúi því, að til sé yfirþjóð, mun hann horfa agndofa á yður eða reka upp skellihlátur. Bandaríkjamenn hafa ekki trú á því að til sé yfirþjóð! Eg held að þetta sýnishorn nægi til að vekja athygli á-bókinni í henni er alveg pprýðilega sagt frá tildrögum sögunnar og mörgu merkilegu að henni lútandi. Þar er ræða Lincolns við Gettisburg á en íslenzku og í lok bókarinnar, eftir að búið er að gera grein fyrir vexti þessa mesta heimsveldis, sem nú er, er dregið saman í fáeinar línur einkunnar orð forustu manna þjóðarinnar, eins og hin ódauð- legu orð Lincolns: “Við setjum traust okkar á frelsisást þá, sem guð hefir blásið okkur í brjóst. Vörn okkar er í varðveizlu þess anda, sem telur frelsið vöggugjöf allra manna, í öllum löndum, alls staðar . Eða orð Jefferson forseta í fyrstu forseta ræðu sinni: — “Jafnrétti öllum mönnum til handa, hvar sem þeir eru búsettir og hver sem sannfæring þeirra kann að vera í trúmálum og stjórnmál- um, friður, viðskifti og fölskvalaus vinátta við allar þjóðir .... trúfrelsi, prentfrelsi, mannfrelsi undir vend laganna og óvilhallra kviðdóma . . . þessar grundvallarreglur mynda hina björtu leiðar- stjörnu okkar. . . .” Norðri og þýðandi þessarar bókar eiga þakkir skilið fyrir út- gáfu eins nýtrar og merkilegrar bókar og hér um ræðir. Danielsson, er geysi mikið starf hefir í þágu ritsins af hendi leyst, auk þess sem að leikni hennar í að rita og velja gott efni til lesturs, er ávalt að koma betur og betur í ljós. VOR Loksins andar lífsilmi vors og hlýju. Heiðló heim í mó hverfur enn að nýju. Sveitir fyllir söngurinn hjartaþreyði. Blómrós brosir ljós. Bjart er loftsins heiði. Augum ljóma leiðir um veröld alla. Fjöll blá fólgna þrá fram í hugann kalla. Þorsteinn Valdimaisson —Þjóðv. THE ICELANDIC ADIAN CAN- Þriðja heftið af níunda ár- gangi ársfjórðungs ritsins The Icelandic Canadian, er fyrir nokkru komið út. Er það fjöl- breytt að efni að venju, og flyt- ur auk þess langa grein um Jón biskup Arason eftir T. J. Oleson í tilefni af að 400 ár voru liðin frá aftöku hans 7. nóvember, á síðast liðnu ári. Er lýsing hans góð, sagan vel rekinn og segir bæði kosti og lesti á biskupi, sem er langt frá því að gert hafi verið í öllu því, er um Jón Ara- son var sagt. Um yfirgang hans sögðu t. d. margir ekki orð þó hámarki hans, eða ágengni ka- þólsku kirkjunnar, væri á ís- landi af Jóni náð. Ekkert eða lítið var og á það minst, að Jón var formælandi átrúnaðar, sem ekki gat átt sér mikið lengri aldur á íslandi en orðið var og Jón sjálfur var að sumu leyti orsök að. Við alla kosti Jóns má kannast þó þessi sannleiki væri sagður, eins og sagan hermir hann. Og það er einmitt það sem höfundur nefndrar greinar hefir gert þótt enn lengra hefði mátt fara. Er grein þessi ekki þýðingarlaus fyrir gildi ritsins. VAGABOND Þetta er nafn á nýju ensku ársfjórðungs riti, sem Hkr. hef- ir verið sent og sem ritstjórinn að er íslendingur, fljúgandi gáf- aður og fjörugur náungi, og skáldmæltur vel, Art Reykdal að nafni. Útgefendur eru fleiri, útkomustaður ritsins er skráður að 979 Ingersoll St., Winnipeg, þar sem Art Reykdal á heima. Um tilgang ritsins fer ritstjórinn þeim orðum, að nú- tíðarmaðurinn taki lífinu alt of alvarlega og þessi takmarkaði heimur sé þessvegna hlaðinn erfiðleikum sem hann sjái aldrei út yfir. Alt lífgandi gleði sé ekki að finna, sem þýðingarmeiri sé þó en nokkuð annað. Þarna er meinsemdin og lækn- islyfið við henni, sem hugsjón ritstj. þess a á að vera og verður ekki nema gott eitt um tilgang- inn sagt. í þessu fyrsta hefti er hafist á sögu eftir Gest Páls- son, Sigurður fiskimaður, prýð- isgóðri og laglega þýddri. Næst kemur fjörug frá-sögn um — Muddy Water, sem auðvitað er Winnipeg og er fylsta gaman hent að bæði bæ og íbúum. Og utskýringin á ýmsu sem hér fer fram er oft alvarleðra umhugs- unarefni en ætla mætti, eins og t. d. á því hvernig Winnipegbú- ar fara að því að svelgja í sig á- fengi fyrir 24 miljón dali á ári! Þá eru greinar eins og Shooting the Bull, Shelley’s Lyricism o. fl. o. fl. hressilegar í bezta máta. Vagabond kostar 1 dollar ár- gangurinn eða 25 cent heftið. Hinn 15. janúar s.l. andaðist að heimili sinu í Hlíðarenda, í Geysir, Einar Benjamínsson. Hann var fæddur 23. okt. 1888 á Bjarkarlóni við íslendinga- fljót. Foreldrar hans voru Jósef Benjamínsson og kona hans Herdís Einarsdóttir. Jósef Benj amínsson var fæddur í Víðidal á Jörfa. Benjamín faðir hans var Bergþorson, en kona Bergþórs hét Þuríður Lilja og var Þórðar- dóttir frá Sporði í Víðdal Jóns- sonar bónda á Sveinsstöðum Magnússonar, Þorgrímssonar á Ægissíðu, Þorleifssonar hins ríka á Skaga. Herdís móðir Einars, var frá Kalmannstungu í Hálsasveit, dóttir Einars Árna sonar, bónda í Kalmannstungu, Einarssonar, Þor le i f s s o n a r, bónda í Síðumúla, Árnasonar. Kona Einars Árnasonar var Guðrún Magnúsdóttir frá Fljóts tungu í Hálssveit. Einar faðir Herdísar fluttist til Canada á- samt dóttur sinni og tengdasyni árið 1887. Fluttist skömmu eftir komu sína hingað til Brandon og dó þar háaldraður árið 1920. Ársgamall fluttist Einar Ben- jamlínsson ásamt foreldrum sín-| um til Geysirs bygðar. Dvöldu þau fyrstu mánuðina hjá Bjarna Jóhannsyni í Engihlíð, en sett-| ust svo að á næsta landi, Hlíðar- enda. Þar ólst Einar upp og bjó þar alla æfi. Hann kvæntist Mál- frtíði Jónsdóttur Skúlason. Þau eignuðust tvær dætur, Aldísi, j Mrs. Thorlákson; og Guðrúnu Mrs. Frence; báðar til heimilis í Winnipeg. Málfríður dó 1937. Sex árum síðar kvæntist hann Einarsínu Ingibjörgu, ekkju Valtýs Friðrikssonar, er bjó á Hauksstöðum í Geysir. Átti hún tvö börn, Sigríði, Mrs. Torfason á Gimli; og Valtýr, sem er heima hjá móðir sinni. Einar lifa tvær systur, Mrs. Valdheiður Thor- lákson, og Mrs. Lilja Kernested. Með Einari Benjamínssyni, er er fallinn frá nýtur og merkur maður. Hann var nýtur maður mann- félags og menningarmála. Hann var maður hugsandi og frjáls- lyndur og ætíð reiðubúinn að leggja fram tíma sinn og krafta til framkvæmda þeirra málefna, er hann taldi þörf og heillarík. Hann var samvinnu góður og alúðlegur. Þeim sem kyntust honum og störfuðu með honum, varð ljóst, hve einlægur og vel- viljaður hann var. Hann var ein- beittur og trúði réttmæti skoð- ana sinna, en enginn ofsamaður.1 Þreklyndur og rólegur hélt hann leið sína í þá átt, sem hann taldi rétta. Skynsamur og sjálf- mentaður, leitaði hann svars við mörgum spurningum sinnar sam tíðar. Hann þráði að sjá rætast hin fögru fyrirheit mannkyns- draumsins um meira réttlæti, fullkomnara mannfélag, frjáls- ara og hamingjusamara. Hvenær sem honum gafst tækifæri, þá léði hann hverju góðu máli fylgi sitt. ' Hann var merkur maður, en það skilst mér að sá maður sé sem með lífi sínu og fyrirdæmi hvetur aðra til að birta og láta starfa að einhverju leyti hinn mikla mátt hins góða, sem í öll- um býr. Þetta gerði Einar. Hann var reglumaður, dagfarsgóður og vel siðaður. Hann lifði fögru lífi á heimili og útifrá. Hann unni því sem var fallegt. Ásamt konu og börnum, endurnýjaði hann og prýddi heimili sitt svo fyrirmynd er að, þótt sambúðin yrði stutt, var hún samt mjög hamingjusöm. Svo er það ætíð þegar fjölskyldan verður eii%- huga um að fegra og prýða um- hverfi sitt og inni. Einhverjum kynni nú að finnast að þau hafi unnið fyrir gíg. En slíkt er mis- skilningur. Líf vort er stutt og hverfult. Alt sem lifir verður að deyja, en listin er langvarandi. “Gefið gaum að liljum vallarins hversu þær vaxa”, sagði Jésu. Hann sagði að þær lifðu aðeins í dag. En yfir stutta stund lífs síns, hafa þær með unaðsfegurð sinni, flutt þér og mér sann- leiksskap um mátt og guðdóm skaparans. Flutt eins máttugan sannleiika, og þótt þær lifðu í ! þúsund ár. Þótt Æinar væri ákveðinn ílokksmaður og héldi fram í skoðunum, sem margir aðrir féll | ust ekki á, bæði á sviðum trú- j mála og stjórnmála, þá gerði það hann samt ekki óvinsælan hjá þeim, sem öðruvísi litu á atriðin. Hann var vinsæll og virtur af sveitungum sínum og nágrönum. Kom það vel í ljós af sambygð þeirra með honum og fjölskyldu hans slíðustu mánuði æfi hans, , þegar heilsan var þrotin og skilnaðurinn beið fyrir dyrum. “— Norðurheim stundum alast enn grannir og háir glæsimenn sem grenitrén á Svíamoldu.” datt mér oft í hug er eg sá Ein- ar.' Hann var allra manna hæðst- ur, beinvaxinn og svaraði sér vel. Látlaus var hann í framkomu, vingjarnlegur og hreinskilinn í viðmóti. Hann var gæfumaður, bar harma sína í hljóði og sýndi hreysti í hverri raun, hann var vel bókgefinn og hafði gaman af kveðskap og ljóðum, var glað- lyndur og félagslyndur og eins og áður er getið mjög örlátur á tíma sinn og krafta í þarfir margra málefna. Hann var í mörg ár forseti Samfoandssafn- aðarins í Árborg og hin síðustu ár vara-forseti Sameinaða kirkju félagsins. Vér sem störfuðum með honum söknum hans og þökkum honum fyrir fórnfýsi hans, áhuga og trúmensku við málefni vor, en mestur harmur er þó kveðin að ástvinum hans, konu hans, dætrum, systrum og stjúpfoörnum. Hann var þeim sannur vinur, sem aldrei brást. Meðfylgjandi erfiljóð ort af vini hans og samherja, Böðvari H. Jakobssyni, lýsa þessu. Þau bera í hugan heim hlýja vin- ar minningu. Hann var jarðaður frá heimili sínu og kirkjunni í Geysir og lagður til hvíldar í grafreitnum þar. Fylgdu honum til grafar margt manns, ástvinir og sveitungar. Kveðjuorð fluttu þeir séra P. M. Pétursson og sá er þetta ritar. Friður sé með minningu hans. E. J. Melan Einar Benjamínsson Fallinn er fljótt að velli Félagi vor og bróðir. Hann var ei háður elli; hans voru þankar góðir; veikari í vörn á svelli vinir hans stöndum hljóðir. Vann hann að félagsverki, vissi hvað gera skyldi, Kynnist yðar Manntals manni Mr. R. J. Davy er einn af 18,000 manntalsmönnum sem heimsækir hvert heimili í Canada — yðar með- talið — og byrjar 1. júní. Hans skylda er að fá allar upplýsingar sem álitn- ar eru nauðsynlegar til yðar eigin hagsmuna og þjóðinni til heilla. Bæði einstaklingar og saihfé- lagið hagnast á því. Allir sem skýrslunum safna (menn og konur) hafa með sér nauðsýnleg skírteini. Upplýsingar allar, sem þér gefið verða haldnar í trúnaði og að- eins notaðar fyrir manntalsskýrslur. Það varðar við lög að opinbera slíkar upplýsingar, jafnvel til ann- ara stjórnardeilda. Verið svo góð að gefa greiðar og áreiðanlegar upplýsingar til þeirra sem mann- talið taka. DOMINION BUREAU OF STATISTICS © DF.PARTMENT OF TRADE AND COMMF.RCE OTTAWA, CANADA There’s A Job To Be Done In ’Sl ° Help Canada Count , 9th Decenniei Census, June, 1951

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.