Heimskringla - 30.05.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.05.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. MAf, 1951 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA maðurinn stóri, sterki, starfaði hér af mildi, maðurnn sanni, merki, maður sem framför vildi. Einar á Hlíðarenda, ágætismaður talinn, frá okkur varð að venda, vinanna augum falinn; máske við æfienda æðri til starfa valinn. Sýnt er að sorgin streymi sár, eftir mikinn vinning, get eg að margir geymi gróða frá Einars kynning, og beri í hugarheimi hlýa til vinar minning. Böðvar H. Jakobson Einar Benjamínsson Samleið við áttum á æskuslóð, þá ort voru mörg hin fegurstu ljóð, í skjóli ný-íslands skóga. Og uppsprettan var hvorki hug- laus né hálf en hreinlynd og traust, eins og náttúran sjálf þar dýrmætir gimsteinar glóa. Og bygðin og sveitin og um- hverfið alt, það uppskar og blómgaðist hundrað falt Og lækirnir sigurlag sungu, Sá kraftur sem búandinn beisl- aði þar, blessaði allt sem að heilnæmast '• var, og settist í sál þeirra ungu. Þú reistir þinn bústað, og ruddir þinn skóg og réttir þeim hendi sem fátæk- ur bjó. Það taldir þú verk til að vinna. Sá kærleikans andi sem umskap- ar bygð á útsýni fegurst, og þróttmesta tryggð í framtíðar hugsjónum hinna. Þitt dagsverk er unnið, enn öll . 7 þin spor við æfilok geymd eru meðal vor. Því hér var þín sveit, og þín saga jafn djarfan, og hreinlyndan mannkosta mann, á mold brautum lífsins eg óvíða fann þeim minningum held eg til haga. Nú syrgja þig börnin og ekkjanj og alt, en umhverfið virðist svo litlaust og kalt, og næðingur bítur nú blómin. En inndælar raddir, handan þau höf, í hljóðbylgjum svífa um ástvin- ar gröf, og sál okkar hlu'Star á hljóminn. Við kveðjum þig vorglaði vinur, um stund. Vorsólin kyssir þann ilmríka lund, Þar minninga gimsteinar glóa. Við berum þig hingað með harm inn í lund, og hér átt þú frið, þennan síð- asta blund, í skjóli Ný-íslands skóga. G. O. Einarsson Ung stúlka óskast til þess að inna af hendi létt húsverk hjá lítilli fjölskyldu,1 aðeinis eitt barn. Engri mat-; reiðslu né erfiðum þvottastörf- um að sinna. — Engin reynsla nauðsynleg. Margar frístundir. Skrifið eða símið 592 582. Mrs. D. Glickman, 78y2 Cathedral Ave., Winnipeg. « * * Messiiboð Lundar — sunnud. þann 3. júní, messa á íslenzzku kl. 2 e.h — messa á ensku kl. 7.30 e.h. Betel söfnuður Silver Bay, — sunnudaginn þann 10. júní, messa á ensku kl. 2 e.h. Rev. T. Fredriksson KAUPIÐ HEIMSKRINGLIT ötbreiddasta oq fiölbreyttasta islenzka vikublaðið “Eg ætla samt að reyna það”, svaraði hún einbeitt. “Úr því eg hefi skilið við klaustrið, og er komin svona langt í þeim tilgangi að verða hjá afa mínum, þá vil eg ógjarnan hverfa aftur að óreyndu”. Förunautur hennar kinkaði kolli, en sagði ekkert. Svo sneri hann sér að svertingjanum og spurði: “Hvert ætlar þú að ferðast, Pierre?” “Eg er á leið til pósthússins, til þess að skila þar bréfum, og eg held helzt að annað þeirra sé til stúlkunnar, og sé skeyti frá húsbóndanum um það, að hann vilji ekki með neinu skilyrði hafa hana hjá sér.” “Lofaðu mér að líta á það”. Pierre rétti Mendon bréfin og las hann ut- anáskriftina hátt. Adrienne rétti út höndina, og ætlaði að taka við bréfinu. “Fyrirgefið, ungfrú góð”, mælti Pierre kurteisislega, “en hann húsbóndi minn er geð- ríkur maður og mjög bráður, og ef eg fer ekki með bréfin á pósthúsið, eins og hann hefir skip- að mér, þá getur vel viljað til að hann særi til- finningar mínar, og eg er mjög tilfinninganæm- ur.” “Kærðu þig ekkert um það, Pierre,” mælti Mendon hlæjandi. “Eg skal segja honum Lecour gamla frá því, hvernig á því stendur, að þú ferð ekki með bréfið, og þú skalt ekki komast í neina 'bölvun fyrir það. Komdu nú með okkur, og svo segji eg húsbónda þínum, að við höfum klófest póstsendilinn hans á leiðinni. Það er sjálfsagt óþarft líka, að senda hitt bréfið af stað, úr því svona er komið.” “Ætlið þér líka til Bellair? Hamingjan góða hjálppi mér. Þá er eg viss um, að heim- sendir er bráðum kominn”. “Eg vona, að hans sé langt að bíða enn þá, gamli minn. En snúðu nú við og ríddu á eftir okkur. Eg ætla sem sé í raun og veru að heim- sækja Lecour gamla.” Þau riðu nú öll þegjandi áleiðis heim að höllinni, og hafði hvert þeirra um sig ærið um- hugsunarefni; þau voru sem sé að hugsa um það, hvernig viðtökur þau myndu fá hjá Lecour gamla. Adrienne hengdi tauminn á handlegg sér og fór að rífa upp bréfið. Hún varð náföl er hún sá það, að Lecour harðbannaði henni að koma, og það brann eldur úr augum Mendons, þegar hann sá, hver áhrif bréfið hafði á hana. “Er það sem mig grunar, ungfrú góð?” spurði hann alvar.lega. “Vill Lecour ekki taka við yður? Hvers vegna viljið þér þá vera að gera svo lítið úr yður, að biðja hann um hússkjól? Hafið nú ráð mín og snúið þegar við aftur heim til móður minnar”. Adrienne braut bréfið saman í hægðum sín- um og stakk því í vasa sinn. “Úr því eg er nú kominn svona nærri hon- um afa mínum, þá verð eg að tala við hann fyrst, og sjá svo, hvort það er nauðsynlegt fyrir mig, að þiggja tilboð móðir yðar”, mælti hún að lok- um. "Þegar hann skrifaði þetta bréf, vissi hann ekki annað, en að eg væri í klaustrinu, tryggi- lega geymd undir verndarvæng nunnanna, og eg álít rétt, að biðja hann ásjár, áður en eg þigg annara hjálp. Það sakar að minnsta kosti ekki, þótt eg reyni það.” Mendon svaraði engu, en beit á vörina af gremju. Þau riðu nú hratt, unz þau komu að skógi þeim, sem var umhverfis húsið. Skógur- inn var svo þéttur og fullur af fléttujurtum, að hvergi varð komizt gegnum hann heim að hús- inu, nema eftir stig einum, er var svo mjór, að tveir menn gátu ekki riðið samsíða. Mendon reið fremstur, og Adrienne næst honum. Þegar hún kom inn í þennan skuggalega skóg, og sá trjá toppana lykjast saman yfir höf- uð sér, kom allt í einu einhver óhugð yfir hana, og henni fannst hjartað í sér engjast saman af sársauka—hún hafði fengið eitthvert óljóst hug- boð um þrautir og mótlæti, er hún yrði að reyna í nýja heimkynninu. 4. Kapítuli Loksins komu þau Mendon og Adrienne heim að húsinu; þau námu staðar við framhlið þess, og fóru af baki. Svo litu þau við, til þess að gæta að Pierre, en hann var þá horfinn. Hann hafði farið eftir sniðstíg einum, er lá heim að kofa þeirra gömlu hjónanna til þess að skýra Eady frá komu þessara óvæntu gesta. Gólfið í ganginum með framhlið hússins var alþakið visnu skógarlaufi, og hurðarhamarinn, sem var úr járni, var svo rygðaður, að naumast var hægt að nota hann. Þegar Mendon barði að dyrum, tók svo undir í höllinni, að það var lík- ast þrumuhjóði, en enginn svaraði eða kom til dyra. Svo drap Mendon aftur að dyrum, svo berg málið glumdi í höllinni. Þá var allt í einu hrund ið upp glugga einum á turni Lecours. Lecour kom út í gluggann og teygði höfuðið fram yfir grindurnar á veggsvölunum. “Hver er það, sem er að berja þarna niðri”? spurði hann reiður. “Vitið þið það ekki enn þá, að eg hleypi engum ókunnugum inn í hús mitt? Snautið þið þegar á brott, því að annars sleppi eg víghundinum á ykkur”. Mendon ætlaði að fara að svara, en þá var dyrunum lokið upp. Eady kom i gættina, og var hún nú í ljósum léreftskjól og með eldrauða vef j arhöttinn sinn á höfðinu. Hún virtist vera mjög æst, og áður en Mendon gæti heilsað henni mælti hún áköf: “Eg verð að ljúka upp fyrir yður, Adolph, úr því þér berjið að dyrum, hverjar svo sem af- leiðingarnar verða. O, þér eruð velkominn hing- að, að minnsta kosti að því er Eady gömlu snert- ir”. “Því trúi ef, Eady, og það gleður mig að sjá þína blíðu ásjónu aftur. Eg er hingað kominn til þess, að útvega dóttur húseigandans húsnæði. Ungfrú Durand hefir hugsað sér, að dvelja hér á^Bellair, ef hún getur haldizt hér við.” Adrienne rétti fram höndina. Gamla konan greip hana, og starði litla stund þegjandi fram- an í stúlkuna, og virti hana nákvæmlega fyrir sér. Svo hristi hún höfuðið, mjög alvarleg á svipinn, og bað þau að koma með sér inn í eystri turninn. Þegar þau komu inn, bauð hún þeim sæti, og fór svo upp til húsbónda síns, til þess að tilkynna honum komu þeirra. Adrienne litaðist um í herberginu. Vegg- irnir voru allir skreyttir myndum úr sögu Hek- tors og Andromakes, en dregnar höfðu verið með litum á veggjalímið, meðan það var blautt. Gólfði var skreytt svörtum og hvítum tiglum úr ýmsum trjátegundum, og í öllum átta hornunum stóðu marmaramyndir. Blá guðvefjartjöld héngu fyrir gluggunum, og til og frá um gólfið voru alls konar húsgögn, útskorin í stíl Lúðvíks f jórtánda. Kalkmyndirnar og gluggatjöldin voru töluvert upplituð orðin, og var auðséð á öllu, að herbergið hafði ekki verið notað um mörg ár. Á borði einu litlu, er var greypt smíði og vandað mjög, lá töluvert af bókum, og hjá þeim stóð skrautker eitt með skrælnuðum blómum í, er auðsæilega voru búin að vera þar í mörg ár.. Frúin sáluga hafði sjálf látið blóm þessi í skraut kerið, nokkrum klukkustundum áður en það gerðist, síðasta atriðið í hinum voðalega harm- leik, er veggir þessir höfðu verið vitni að, og blökkukonan gamla, er dustaði rykið af hús- gögnunum, bar svo mikla lotningu fyrir frúnni sálugu, að hún hafði aldrei getað fengið af sér, að taka blómin burt. Það fór ætíð hrollur um Eady gömlu, þegar hún hugsaði til þess, er hún hafði þá verið sjónarvottur að, og hinna hörmu- legu afleiðinga þess, og hún fór aldrei svo inn í þetta herbergi, að hún signdi sig ekki fyrst og liti í kringum sig, rétt eins og hún byggist við að sjá aftur ógnir þær, er þar hafði borið fyrir augu hennar. Hún sagði aldrei neinum fráleynd- armáli sínu, og enginn, nema hún og húsbóndi hennar, vissi orsökina til dökkva blettsins á gólf inu, er leit úr eins og sterkt kaffi hefði hellzt þar niður. Einu sinni hafði blettur þessi verið ljósari, en leyndarmálið var vel geymt, eins og áður er sagt. Mendon gekk fram og aftur um gólfið, og var í þungu skapi. Honum hafði þótt innilega vænt um mágkonu sína> þessa undurfríðu konu, er hafði að miklu leyti alið hann upp, og gengið honum í móðurstað; og í síðasta skiftið, sem hann hafði verið staddur í þessu herbergi, hafði hún þrýst honum að hjarta sér og grátið beisk- um tárum, af því að hún var neydd til þess að láta hann fara frá sér. Yfir skilnaði Hektors og Andromakes hékk mynd ein, hjúpuð dökkri blæju. Mendon dirfðist varla að snerta við blæjunni, en dró hana þó að lokum til hliðar og mælti: “Hérna sjáið þér andlit það, ungfrú, sem eg minntist á, að væri svo aðdáanlega líkt andlitinu á yður”. Það var mynd af konu forkunnar-fríðri sýn um, með ljóst, hrokkið hár, er náði niður undir mitti. Varirnar voru rósrauðar, yfirbragðið barns legt, og augun dökk og raunaleg. “Nei, frú Lecour er miklu elskulegri heldur en eg”, mælti stúlkan, og starði frá sér numin á þessi augu, er virtust horfa á hana með innilegri viðkvæmni. Henni vöknaði um augu, og það var því líkast, sem einhver óumræðileg samkennd knýði han4 til að horfa á myndina. Mendon horfði ýmist á myndina eða stúlk- una, og mælti “Mér geðjast þó enn þá betur að lifandi and litinu, heldur en að málaða andlitinu, því að í lifandi andlitinu býr auðsæilega kjarkur og táp, en þá eiginleika vantaði vesalings systur mína. En þér eruð dásamlega lík henni, og eg er mjög hræddur um, að það geti ásamt fleiru, stuðlað að því, að þér haldizt hér ekki við til lengdar.” Hún sneri sér að honum, auðsæilega forviða, og ætlaði að svara einhverju, en í sama bili kom Lecour gamli í gættina. Hann var í slitnum og upplituðum guðvefjarslopp, og það var í sann- leika einkennileg sjón, að sjá þennan hruma öld- ung með snjóhvítt skegg og hár, er náði niður á herðar, og tindrandi augu og nábleikt andlit, er engdist sundur og saman af bræði. Professional and Business Directory— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consult.ations by Appointment Talsími 925 826 Heimilis 404 6S0 DR K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyma, nefs og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Mcdical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum <»g húsmuni af öllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr l Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekið til starfa á Gimli. Hún er á lst Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Otfararstjóri: ALAN COUCH 1 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORYALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 9t. PHONE 926 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop Zdö Notre Dame Ave. ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um útfanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rentai, Insurance and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusta Bldg, GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér verilum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALStMI 37 466 ______r> TIIIIS. JilKNIIN & SIINS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.