Heimskringla


Heimskringla - 25.07.1951, Qupperneq 1

Heimskringla - 25.07.1951, Qupperneq 1
 Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s Toast Master 1 BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s -----------------------,> LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 25. JÚLf, 1951 NÚMER 43. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Frægur íslenzkur bátasmiður f grein í balðinu Winnipeg Free Press s. 1. viku, er athygli dregin að íslenzkum bátasmið í Riverton, Kristjáni (Chris) Thor steinssyni. Hann hefir smíðað ein ósköp af fiskibátum, en hefir síðari árin gefið sig mikið við smíði annara báta, bæði stærri og vandaðri. Og nú síðast hefir hann í smíðum skemtibát (plea- sure yacht) fyrir félag í Winni- peg úr mahoni, 42 feta langan og með vélum og hverskonar tækj um, jafnvel radar, er fullkomn- ustu skip hafa. Það er sagt að bátur þessi geti komið til að kosta $35,000. Kristján hefir haft þann sið, að smíða báta hvar sem er um norðvestur Canada af öllu tæi. Fer hann með smiði sína til þessara staða, Athabaska, Rein- deer Lake, Sask., o. s. frv., og vinnur að smíðinni þar. Hann hefir einnig sent mikið af bátum frá bátasmiðju sinni í Riverton til Ontario, Lake of the Woods og Kenora. Frásögn nefnd blaðs af þessu fylgja fjórar all-stórar myndir, bæði af bátum og mönnum við smíðina. Gerir fregnritinn mikið úr verki Kristjáns Thorsteinssonar, hagleik og hugkvæmni hans og segir báta hans hafa sérstaklega fagra lögun og svip, er fáir muni eftir leika. Friðarstarfinu frestað Á friðarfundinum í Kaesong, báðu rauðliðar s. 1. föstudag um frest á friðarstarfinu til 25. júlí. Þeir kváðust þurfa þennan tíma til að íhuga og afgreiða málin, sem þegar hefðu komið til umræðu. Það er haldið að neitun Sam- einuðu þjóðanna á kröfum kom- múnista um að þeir færu fyrst af öllu með her sinn burt úr Koreu, hafi ollað því, að kommúnistar hafi þurft að sækja vit sitt til hinna háu í Moskva um hvað gera skyldi næst. N orðvesturhéruðunum veitt sjálfstjórn Þann 17. september næstkom- andi fara fram kosningar í fyrsta skifti á land svæði því, sem kall- að hefir verið Norðvesturhéruð Canada. Héruð þessi eru aðal- lega Mackenzie, Keewatin og Franklin. Þau liggja öll fyrir norðan 60. breiddargráðu. Ot- tawastjórn hefir haft stjórn og eftirlit með héruðunum; þeim hefir verið stjórnað af 5 manna ráði, sem aðsetur hefir haft í Ottawa. íbúarnir voru fáir í fyrstu og eingöngu Indíánar og Eskimóar. En svo fundust málmar þarna í jörðu og eftir það fóru héruðin að byggjast hvítum mönnum. Nú eru íbúarnir taldir alls um 17 þúsund og eru flestir í MacKenzie héraði, í grend við Yellowknife, en þar er náma-vinna rekin. Kosninga- rétt af þeim hafa um 6,000. Eru hvítir 4000 af þeim, en 600 Eski- móar, 15 hundruð Indíánar og tveir Kínverjar. " Á síðasta sambandsþingi fóru íbúar þessa ómælilega endalausa héraðs, sem er 1,304,903 fermílur að stærð, eða sem næst einn þriðji af stærð Canada, fram á að vera veitt nokkur þátttaka 1 stjórn héraðs síns. Verða því 3 menn kosnir í viðbót við hina fimm, sem Ottawa-stjórnin hefir skipað. Eiga þeir að koma því til leiðar að þing komi saman tvisvar á ári og á annað þeirra að vera haldið í Mackenzie-hérað- inu sjálfu, en hitt í Ottawa, eins og venja hefir verið. Verður ef- laust verkefni fyrsta þings, að athuga möguleika á, að mynda þarna fylkisstjórn. En með allar þær umbætur í samgöngum sem þyrfti að gera, er ekki líklegt að efnin leyfi slíkt fyrst um sinn. Hinir nýju fulltrúar fylkisins verða kosnir til þriggja ára. Petain dáinn Síðast liðinn mánudag lézt i Frakklandi Henri Philippe Pe- tain, marskálkur, 95 ára gamall. Hann hafði séð tvenna tímana. Á árum fyrra heimsstríðsins háði hann látlausa 40 daga or- ustu við Verdun við Þjóðverja og var eftir það kallaður Verdun hetjan. Hefir enginn franskur herforingi unnið þvílíkt þrek- virki. í síðara stríðinu treysti hann sér ekki að endurtaka Ver- dun-bardagan og samdi frið við Hitler. Varð hann þá höfuð Vichy-stjórnarinnar svonefndu, en var sakaður um landráð og dæmdur til æfi-langrar fanga- vistar. Petain hafði beðið um að vern jarðaður við Verdun hjá her- mönnunum sínum. En það er ó- víst að það fáist. Er líklegast að hann verði grafinn á eyjunni, sem hann var útlagi á í 5 ár. Kommúnistarnir ellefu Það hefir margt verið sagt um mál ellefu kommúnistanna, sem Bandaríkjadómstólarnir fundu seka um landráð nýlega. Kom- múnistar hafa haldið fram, að þeir hafi ranglega verið dæmdir. Verja þeir mál sitt með því, að þó að þeir séu byltingasinnar, sé það annað en að vera byltingamaður í framkvæmd. En dómstóllinn á- Ieit ekki nauðsynlegt, að bíða eftir að yfirlýst stefna þeirra yrði framkvæmd. Dómararnir 6 litu þannig á málið, en 2 ekki. Það sem í ljós var leitt, var að kommúnistar þessir voru banda- ríkst pólitburo — þ. e. æðsta ráð rússnesks kommúnisma í Banda- ríkjunum. Öllum gerðum flokks- manna þeirra, var af þessum mönnum stjórnað. Hér skulu gefin nöfn þeirra: Tveir mannanna voru svert- ingjar; hétu þeir Henry Winston og Benjamin Davis yngri. Hinir níu voru: Jack Stachel (Jacob Abraham Stachel), John B. Wil- liamson, Gilbert Green (Gilbert Greenberg), Eugene Dennis (Francis Eugene Waldron), Carl Winter (Philip Carl Weissberg), Robert Thompson, Gus Hall (Arvo Mike Halberg). John Gates (Israel Ragenstrich), Ir- vin Potash. Um leið og þessir menn voru teknir úr umferð, voru aðrir kosnir í þeirra stað í æðsta ráð (politburo) kommúnista. Segir Newsweek nöfn þeirra þessi: William Schneiderman — for- maður yfir alt land. William Meinstone — hinn nýi ritari. Sid Stein — verkamálaritari. Fred Fine — yfirmaður friðar- starfsins. Allan Max eða Simon Gerson — tekur við ritstjórn The Daily Worker. Claude Lightfoot og Pettis Perry — stjórnarar Negra deild- ar flokksins. En, segir Newsweek, hinir verulegu stjórnendur halda agents-stöðum sínum á bak við tjöldin, þeir Alexander Bittel- man og Willaim Weiner, sem nú hafa þó verið handteknir með það fyrir augum að senda þá til Rússlands. Er sagt að stjórnin hafi í huga að sækja alla þessa nýju stjórn J endur yfirráðanefndarinnar að! lögum eins og fyrirrennara þeirra. Þeir munu halda sig við verkefnið eigi síður en hinir, sem nú eru í fangelsi, og sem í því er fólgið að steypa með valdi eða byltingu stjórnum, sem að völd- um sitja og taka völdin þannig í sínar hendur. ÚR ÖLLUM ÁTTURí Á sama tíma og Bandaríkin eru að undirbúa hernaðar samn- ing við Spán, eru þau að semja við Grikkland og Tyrkland um þátttöku í Norður-Atlanzhafs- bandalaginu. Snúast Bretar og Frakkar eins illa við þátttöku þessara þjóða í hernaðinum gegn kommúnisma og þau gerðu gegn Spáni. Hvað fyrir þessum þjóð- um vakir með andstöðu þessari, er ekki gott að segja. Vilja þau að Bandaríkin hugsi ekki um vernd annara þjóða, en sinna? Það verður naumast annað ráðið af framkomu þeirra. Canada fet- ar dyggilega í fótspor Breta, og Frakka og kveðst vera á móti því, að Bandaríkin taki þessar þrjár þjóðir í lið með sér, eða Sameinuðu þjóðunum til þess að berjast á móti kommúnisma. Tyrkir eru hernaðarlega sterkir og mikil hjálp Samein- uðu þjóðunum. En Pearson, ut- anríkismálaráðherra Canada seg- ir, að jafnvel þó þörfin sé bráð til hervarna, þurfi ekki að taka þessar þjóðir í Norður-Atlanz- hafs sambandið, sem sé ekki til bráðabirgða heldur til farmbúð- ar. Samkvæmt því vill Atlanz- hafsbandalagið ekki varanlega samvinnu við þessar þrjár þjóðir. ★ Siglunesbúar hafa um langt skeið haft í huga nauðsynina á að koma upp sjúkrahúsi í bygð sinni. Málinu var fyrir ári síðan hreyft í blaði Lundar-búa (In- terlake Municipal Observer). — Sjúkrahúsið var hugmyndin að hefði 11 rúm. Sjúkrahús-þörfin hefir einnig vakað fyrir Lundar-búum. En málið æ strandað á reksturskostn- aði. Er mjög hætt við, að erfitt hefði einnig orðið að yfirstíga hann í Siglunes-bygðinni. Nú hefir samt sem áður tekist svo til, að Roman kaþólska kirkj- an hefir fallist á að reisa sjúkra- hús í Ashern, Man., er veitt get- ur 50 sjúklingum móttöku. Þykir þetta góð frétt. Á Gimli lagði íslendingur fram fé, er varð til þess, að sjúkrahús var þar stofnað af Róman kaþólsku kirkj- unni og er starfrækt með hinum ágætasta árangri. Það er ekki getið um hvort ís- lendin^ar styðji Ashern spítala- fyrirtækið. En þar er fyrir gott bygðarfyrirtæki óneitanlega að vinna. (Eftir I. M. Observer). ★ Mr. St. Laurent, forsætisráð- herra Canada, er sem stendur á hvíldardögum sínum í St. Pat- rice, Que. En með ágústmánað- ar byrjun er honum ekki til set- unnar boðið. Þá ætlar hann að takast ferð á hendur um sléttu- Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup kveður söfnuð sinn Sunnudaginn 3. júní kvaddi dr. theol. séra Bjarni Jónsson söfn- uð sinn við fjölmenna guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni, en þar hef- ir hann verið prestur í 41 ár. Fékk hann lausn frá því um- fangsmikla starfi, svo og dóms- prófastsstörfum frá 1. júní s. 1., en mun hinsvegar hafa á hendi vígslubiskupsembætti í Skál- holtsbiskupsdæmi hinu forna fyrst' um sinn. Séra Bjarni Jónsson er kominn fast að sjötugu og hefir allan sinn presskap gegnt umfangs- mesta prestsembættinu innan ís- lenzku þjóðkirkjunnar og fram- kvæmt fleiri prestsverk en nokk- ur annar prestur hér á landi, fyrr eða síðar og notið í starfinu mik- illar virðingar og vinsælda enda fylkin. Mun mönnum skjótt detta í hug, að samband sé eitt- hvert milli þessa ferðalags og kosninga tapsins nýlega í þessum fylkjum, ' Manitoba tveimur Ot- tawa-þingsætum, og í Saskat- chewan einu fylkisþingsæti. En svo er þó ekki látið heita. Það stendur einmitt svo á, að Ukrain- ar eru um þetta leyti að minnast 60 ára landnáms síns 1 Canada og forsætisráðherra hefir verið fenginn til að koma þar fram. Verður hann á hátíð þeirra á Gimli þriðja ágúst, síðan opnar hann sýningu í North Battleford og verður þá á hátíð Úkraina í Elk Island-Park. Ferðinni mun ekki lengra heitið en til Vegre- ville, Alta. * Stjórnarformaður Breta, Mr. Attlee, kvað ráðgera að bregða sér til Washington á fund við Truman forseta í ágústmánuði. Fregnritar hafa ekki getað feng- ið neinar fréttir um erindið frá stjórnarráðinu í Washington og telja sér koma ferð þessi að ó- vörum. Stjórnin átti von á Hugh Gaitskill fjármálaráðherra, inn- an fárra vikna. En á Attlee áttu þeir ekki von. Það getur verið, að honum sé ant um að tala við Truman um Spánarmálið eða um hvernig sakir standa í Koreu. En| einn fregnriti að minsta kostij taldi eins líklegt, að hann vildl ná fundi Trumans viðvíkjandi1 fjárhagsástandi Breta. ★ Frá Jerúsalem herma fréttir 16. júlí að Abdullah, konungur í; Jórdan, hafi verið myrtur. Hann; var 69 ára, hafði stjórnað ríki í| 28 ár. Hann var á leið inn í I musteri, að biðjast fyrir við gröf föður síns. Morðinginn var 21 árs, Arabi, hét Mustapha Shukry Ashsho og heyrði til byltinga flokki. Hann var skotinn á staðn- um. Það er talin mikil hætta á, að þessu fylgi hryðjuverk milli Gyðinga og Araba. ★ Leopold Belgíu konungur af- salaði sér konungdómi 16. júlí með því skilyrði að sonur hans, Baudouin prins, 17 ára tæki við af sér. Það var tvent, sem á móti Leo- pold var haft. Það fyrsta var makk hans við Þjóðverja í síð- asta stríði. Annað var að hann giftjst konu af borgaraætt en ekki konungs. En hann kemur ekki sem verst út'úr þsesu. Hann ber konungs- nafnið eftir sem áður; er bara ekki konungur Belgíu. Hann nýtur sinnar konunglegu virð- ingar, en er ábyrgðarlaus og valdlaus. framkvæmt það með mikilli röggsemi, dugnaði og skyldu- rækni. Þessi kveðjuguðsþjónusta í Dómkirkjunni var virðuleg og áhrifamikil. Prestar bæjarins mættu hempuklæddir við guðs- þjónustuna til virðingar við pró- fast sinn. Þar var og viðstödd sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi, biskupp landsins og borgarstjóri Reykjavíkur. Auk kirkjukórsins tóku að þessu sinni þátt í kirkju- söngnum flestir þeir, sem áður hafa starfað í söngkór Dóm- kirkjunnar, en látið höfðu af því starfi. f kveðjuræðu sinni gat séra Bjarni þess, að þenna sama sunnudag fyrir 43 árum hefði hann sem kandidat í fyrsta skifti flutt prédikun í Dómkirkjunni og lagt út af hinu sama guð- spjalli og nú í dag. Hann þakk- aði fyrir sína hönd og konu sinn- ar alla þá velvild og vináttu, sem þau hefðu notið í söfnuðinum á liðnum árum, þakkaði samstarfs- fólki sínu við guðsþjónusturnar í Dómkirkjunni og minntist á þá miklu heill, sem sér hefði hlotn- ast í fæðingarbæ sínum. Að lok- um bað hann blessunar biskupi landsins, prestastéttinni yfirleitt og prestum Dómkirkjunnar sér- staklega, svo og öllum þeim, sem með honum hefðu starfað á lið- inni tíð. Að lokinni prédikun flutti biskup landsins hinum fráfar- andi dómkirkjupresti og prófasti þakkir kirkjunnar fyrir hin mik- ilvægu störf hans og árnaði hon- um og konu hans, frú Áslaugu Ágústsdóttur, heilla og blessunar Guðs. Fórust honum orð á þessa leið: “Dr. theol. séra Bjarni Jóns- son, dómprófastur, hefur flutt kveðjuræðu sína og lætur nú af prests -og dómprófastsstörfum. Vil eg á þessum degi, fyrir hönd þjóðkirkju íslands og allra þeirra, sem starfs hans hafa notið á umliðnum fullum 40 árum, færa honum þakkir og árnaðaróskir. Séra Bjarni var vígður hér í kirkjunni prestsvígslu 26. júní 1910 og hafði þá hinn 12. marz s. á. verið skipaður 2. prestur við Dómkrikjuna í Reykjavík. Árið 1924, hinn 9. júlí, fékk hann veit- ingu fyrir Dómkirkjuprestsem- bættinu. Hann gegndi prófasts- störfum í Kjalarnessprófasts- dæmi um 6 ára skeið og dóm- prófastur í Reykjavík hefur hann verið síðan 1945, og vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna var hann skipaður 22. marz 1937. Séra Bjarni hefir allan prests- þjónustutíma sinn starfað við þessa kirkju. 40 ár er langur tími og umfangsmikið var starfið í fjölmennasta prestakalli lands- ins, en það var þetta prestakall lengst af starfstíma séra Bjarna. Embættisverk hans eru orðin fleiri en nokkurs annars manns, sem gegnt hefir prestsþjónustu á íslandi. Auk þeirra voru mörg önnur störf að kirkjulegum mál- um, meðal æskulýðsins, í guð- fræðideild Háskólans, á kirkju- iegum fundum innan lands og utan og að koma fram fyrir hönd embættisins við óteljandi tæki- færi. Ætlun mín er ekki sú, að telja fram störf séra Bjarna í þessi rúm fjörutíu ár, enda ekki hægt í þessum fáu orðum. Hitt vil eg leggja áherzlu á, að störfin voru unnin af dæmafárri skyldurækni og elju og á svipríkan og fagran hátt. Spor séra Bjarna eru orðin mörg hingað í kirkjuna frá heim- ili hans í Lækjargötu. Oft var hugsað með gleði til þess að koma hingað til guðsþjónustuhalds og hátíðlegra embættisverka. En stundum voru sporin þung, erfið og sár. Lífið á bæði skin og skugga. Ef til vill finnur prest- ur með næmum tilfinningum það mörgum fremur. Hann stóð hér oft á stærstu og sárustu stund- unum í síðastliðin fjörutíu ár. Störf hans voru samofin sögu Reykjavíkur. Og það mun flest- um augljóst, að oftast eru stærstu og minnisstæðustu stundirnar í lífi voru að einhverju leyti í sambandi við kirkjuna og prest- inn. Tíminn líður og lífið breytir svip. Þótt þetta verði ekki um- flúið, verður það þó oft við- kvæmt mál. Séra Bjarni á vini hér í Reykjavík og víðsvegar um landið, sem kunnu því vel að heyra hann og sjá hann að störf- um. í dag sameinast þeir í þökk til hans. Honum og konu hans, frú Áslaugu Ágústsdóttur, er stóð með honum í starfi, elskaði starfið eins og hann og þessa kirkju, er færð þökk fyrir alt, sem þau voru þeim, er starfs þeirra nutu. Söfnuðurinn og kirkja íslands biður séra Bjarna og konu hans og öllum ástvinum blessunar Guðs í nútíð og framtíð og að lán og farsæld megi fylgja þeim hvar sem þau fara. Eg flyt þér, séra Bjarni, þakkir safnaðar þíns, organista, söng- fólksins, kirkjuvarðarins, hringj- ara, sóknarnefndar og starfs- bræðranna í þessum bæ og víðs- vegar um landið. Megi enn sem mest fagurt og heillaríkt gróa upp af sáðmanns- starfi þínu. Og að lokum: Frá húsi Drottins, þessari kirkju, sem var þér andlegt heimili og athvarf og bjartur helgidómur, blessa eg þig og bið þér heilla.” í lok guðsþjónustunnar fór fram barnsskírn í Dómkirkjunni og var það síðasta prestsverk séra Bjarna sem Dómkirkju- prests í Reykjavík. Kirkjuathöfninni allri var út- varpað.—Kirkjublaðið. Mutual Leader Honored i Skapti Reykdal The Mutual Life of Canada is pleased to announce that Mr. Skapti Reykdal of its Winnipeg Branch has qualified for mem- bership in the M L C Production Club. Membership in this group is attained only through the under- writing of a large volume of pro- tection, which continues in force from year to year, and the main- tenance of a high personal standard of confidential service to policyholders. *

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.