Heimskringla - 05.09.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.09.1951, Blaðsíða 1
Toast Master BREAD Good Fot Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s Toast Master BREAD Good Fot Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. SEPT. 1951 NÚMER 49. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR FRIÐUR VIÐ JAPA veitt þeim í samningunum. Og TAFIN I FJÖGUR ÁRI viðvíkiandi sambandi Kína við þá, sem Sameinuðu þjóðirnar í San Francisco komu þjóð- irnar saman í byrjun þessarar viku, sem við friðarmál Japans eru riðnar. Er nú hugmyndin að semja frið við Japan, eftir að Rússar hafa tafið fyrir slíkum friði í fjögur ár. Hvað hafa Rússar meint með því ? Blátt áfram það, að Banda- ríkin komi sem minst til greina við friðargerðina og aðrar þjóð- ir, sem hita og* *þunga dagsins báru af stríðinu. Bandaríkin sendu 11. júlí 1947 öllum þjóðum, er út um friðarmál Asíu var æskilegt að gerðu, skeyti um að koma til fundar, er þau boðuðu til. Þarna var um 10 þjóðir að ræða, auk Bandaríkjanna. Þær voru frá þessum löndum: Ástralíu, Canada, Kína, Frakklandi, Ind- landi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Philipseyjum, Bretlandi og Rússlandi. Þær samþyktu allar að koma til fundar nema Rúss- land. Rússar svöruðu því til að ut- anríkisráð fjögra stórþjóðanna gerði út um þessi friðarmál. En það utanríkisráð var frá þessum löndum: Bretlandi, Bandaríkj- unum, Rússlandi og Kína. Þetta kom Bandarkjunum, né neinum af hinum 10 þjóðunum ekki til hugar að samþykkja. Rússland var nákvæmlega sagt í sex daga í stríði við Jap- an. Tilkynning Trumans for- seta um að stríðinu væri lokið, kom sömu vikuna og Rússar lýstu Japönum stríði á hendur. Þrátt fyrir það þó aðrar þjóðir legðu eignir sínar og líf í fleiri ár í sölur til varnar í stríðinu, finst Stalin þær eigi enga heimtingu á að láta sig friðar- málin skifta. En það voru ekki einungis þær, sem Rússinn vildi svifta þarna öllu frelsi. Þeir ætluðu engri þjóð meiri yfirráð, en þeim sjálfum. Ef ské kynni, að þeir yrðu í minni hluta á ráðstefnum fulltrúa fjögra stóru þjóðanna, átti neitunarvald að gilda til að kveða alt niður, sem Rússum var mótfallið. Bandaríkin hafa kostað eina biljón dali' á ári að hafa setulið í Japan. Þau hafa og orðið að veita Jöpunum íán til fram- leiðslureksturs, svo að 400 milj- ón dölum nemur. Japan töpuðu Mansjúríu, Koreu, Formósa og Suður-Sakhalin til Rússa — og eru því sviftir öllum mögu- ieikum ekki einungis til að rísa upp aftur, sem herveldi, heldur einnig sem þjóð er svipuðu lífi gæti lifað og hún áður gerði. Það er svo út af við þá gert, að þá er ekkert að óttast. Rússar og Kínverjar hafa enga ástæðu til að óttast þá framar. En nú eru það einmitt þessar tvær þjóðir, sem halda smáþjóðum heimsins á reiðiskjálfi út af því að verða gleyptar upp af Rúss- úm, en ekki Japönum. Þannig standa nú sakir, þegar fulltrúar frá 51 þjóð kom sam- an s.l. mánudag í San Francisco til að ljúka stríðssamningunum við Japan. Það er ætlast til að það kom- ist í verk þessa viku. En gegn þessum samningum verður mik- ið barist af Rússum, sem furðu- legt er, eins og annað, af þeirra hálfu, því þeir hafa ekki neitt tilkall til neins, sem ekki er eiga nú í stríði við, er það að segja, að þeir þurfa ekki að halda, þó Bandaríkin frelsuðu Kína undan yfirráðum Japa, að þau fari til að byggja það upp hernaðarlega meðan það á í stríði við Sameinuðu þjóðirnar fyrir Rússa. Kína þarf að semja frið við Sameinuðu þjóðirnar og hætta þjónsku sinni við Rússa, áður en samningar við það koma til greina. Þeir kom- ast vel út úr því, að hafa fengið Bandaríkin til að frelsa landið fyrir þá. En að launa það með því, að heyja stríð bæði á þau og aðrar smáþjóðir, er búið er að bjarga þeim, er svo svívirði- legt, að sú þjóð, sem það gerir nýtur seint virðingar annara þjóða heimsins. Frá Iran Samkomulag hefir ekki enn orðið um rekstur olíulindanna í fran. Hér er um stærstu olíufram- leiðslu að ræða í heimi. En nú stendur hvert hjól kyrt. Bretar hafa skilið aðeins 350 menn eftir í Abadan til að byrja vinnu, ef af sættum yrði. Um 15,000 verkamenn frá íran hættu vinnu og eru nú iðjulausir. Einn þingmaðttr í íran fann stórlega að því við Mossadegh forsætisráðherra, að hafa ekki komist að samningum við Breta um rekstur olíuframleiðslunnar. Bretar eru að hugsa um að hætta framleiðslu í íran og leita annars staðar fyrir sér, þar á meðal í Alberta í Canada. Frá Koreu Alvara Rússa f friðarmálum fer nú að sýna sig í sinni réttu mynd. Það eru á leiðinni, eða nú komnar til Koreu um 40 her- sveitir frá Rússlandi og eru reiðubúnar í bardagann við S. þjóðirnar í Suður Koreu, þegar friðarskrafinu er lokið. Þetta er það sem Sameinuðu þjóðirnar hafa grætt á vopna- hlés- eða friðar tilraununum. Það eru auk 40 hersveita sem að mestu eru alla leið komnar frá vestur landamærum Rúss- lands, um 30 hersveitir komnar til Mansjuríu. Alls er því nú 70 hersveitum að mæta í Koreu nú þegar Sameinuðu þjóðirnar sækja norður. Hersveitir þessar hafa mán- uðum saman verið á leiðinni. Þær hafa 1000 flugvélar að grípa til. Það er þetta, flutningur þessa hers Rússa í ró og næði, sem vakti fyrir með friðarskrafinu við Sameinuðu þjóðirnar. Nú verður her hinna Samein- uðu þjóða boðið að taka N. Ko- reu, þegar hann sjái sér það haganlegast! Hann verður ekki lengur tafinn frá því með frið- arskrafi. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hinar knáustu skriðdreka- deildir í liði Eisenhower í Ev- rópu, standa vörð við ána Rín. Er það aðallega 1 Mannheim og Mainz, sem þær halda sig, en það eru tvær stærstu borgir við Rín. Sumir kalla deildir þessar “hel- víti á hjólum’’ vegna þess hvað ægilegar þær þykja. YERÐUR BRÁÐKVADD- UR I TORONTO Jónas G. Johnson Um leið og blaðið er að fara í pressuna, berast því fregnir af, að Jónas G. Johnson, 682 Alver- stone St., hafi látist í Toronto í gær (4. sept.). Hann hafði yfir 40 ár verið starfsmaður hjá T. Eaton félag- inu og annast innkaup fyrir viss- ar deildir félagsnis mörg síðustu árin. í skeyti til fjölskyldu hans segir að hann hafi verið á gangi á götu úti í Toronto um kl. 3*4 leitið og hnigið örendur niður. Með líkið verður komið til Winnipeg, en hvenær jarðað verður, hefir ekki enn verið á- kveðið. Heimskringla vottar fjölskyld- unni hluttekningu sína og mun síðar minnast hins látna merka °g góða manns ítarlegar en hér er kostur á. Fulltrúar Rússa á San Fran- cisco-fundinum lifa eins og kóngar í borginni. Dvalarstaðurinn sem þeir hafa leigt til að búa í er miljónéffi höll, metin á $1,600,000 dali. ' Mrs. Romiec Jacks heitir hall- areigandinn. Fer hún úr húsinu meðan fulltrúarnir eru þar, en húsáhöld sín öll skilur hún þar eftir. Húsið er útbúið með öllum upphugsanlegum þægindum eins og nærri má geta. Eitt af þeim er bókasafn, er kostar 250,000 dali. i Húsið leigja Rússarnir í 3 vik- ur. Gera þeir sjáanlega ráð fyrir iengri umræðum, en aðrar Sam- einuðu þjóðanna, því fundurinn var ætlast til að stæði aðeins yfir frá 4. sept. til hins 8. sept. * * Rússar eru að bæta samgöngur í löndum sínum í Kákasus, eins og Georgíu, Armeníu og Azer- baijan. Þar eru nú komnir vegir, sem áður voru ófærur og 2 járn- brautir þar sem áður var ein. Er þessi vegagerð sífelt að nálgast íran að norðan og austan og eiga eflaust að vera til, þegar ráðist verður á íran og sópa þarf fram- leiðslunni þaðan til Rússlands. ★ ítalir eru óðir og ærir út af því, að þeim finst þeirra hlutur vera fyrir borð borinn í Tieste. Þar búa ítalir og Slóvakar saman undir stjórn manna frá Samein- uðu þjóðunum. Að nokkuð sé gert þar upp á milli þegnanna, er þráfaldlega neitað. En ítalir vita betur en það. Og við vest- lægu þjóðirnar voru þeir fyrir skömmu að hóta að skilja, vegna þessa. Þeir skoða og vestlægu þjóðirnar gera það á móti sér, að styðja Tito. Gasperi álíta þeir og hafa verið of-eftirgefanlegan við vestlægu þjóðirnar og fata ofmikið eftir vilja þeirra. Vilja þeir hann frá völdum. En svo eru kosningar í októbóer í Trieste og getur verið að ærsl ítala eigi rætur til þess að rekja; þeir vilja þar vissulega nýja stjórnara. Ferðalangar halda fram, að Rússland muni vera að efna til stórkostlegrar alheims-iðnsýn- ingar í Moskva. Þeir segja margar ekrur af landi hafa verið keyptar í útjaðri borgarinnar og þar er byrjað að reisa 15 gólf- hæða hús, sem þeir segja fyrir sýninguna gerða. Þar eru mat- söluhús og skemtistaðir af mörgu tæi fyrirhugaðir. * Nýja Sjáland er meðal annars frægt fyrir, að eiga stærra land af ræktuðum skógi til pappírs- gerðar, en nokkurt annað land. Skógland þetta hefir verið gert á landi, sem áður óx hvorki viður á né gras. Segja Nýsjálendingar, að á þennan hátt sé auðvelt að sjá heiminum fyrir viði til papp- írsgerðar. * Efrimálstofa Bandaríkjanna leggur til að öll stærri samvinnu- félög (co-operatives) séu skött- uð. Akuryrkjumála ritari kvað þetta brot á 30 ára stjórnarvenj-J um og hann var hræddur um að j það lamaði samvinnuhugmynd- j ina og drægi úr samvinnustarfi, sem fjöldi manna hagnaðist á, hvað sem öðru liði. ★ Biandaríkjastjórn heldur fram að bændavara hafi farið sílækk- andi í verði síðast liðna 6 mánuði. Hún væri þó ennþá heldur hærri en á síðasta ári. En hún lítur á þetta sem fyrirboða þess, að vöruverð fari að lækka úr þessu. ★ í ræðum sínum á verkamanna- daginn, 3. sept. komust foringjar tveggja stærstu samvinnufélaga Canada, að þeirri niðurstöðu, að verð vöru yrði að lækka, ef stýra ætti hjá gjaldeyrishruni. Aðeins það gæti komið í veg fyrir verk- föll og vinnlaunakröfur sam- vinnufélaga. Þeir sögðu sam- bandsstjórn hafa gert herfilegt axarskaft, að leyfa verðhækkun eftir stríðið, eins og hún gerði. Mennirnir voru Percy Bengough forseti Trades and Labor Coun- cil, er hefir um 500,000 félaga, og A. R. Mosher, forseti Canadian Congress of Labor, með um 350,- 000 félagsmenn. Þeir sögðu ekki efa á, að rétt hlutföll milli vöru- verðs og vinnulauna væri auð- fundið, ef stjórnmálamenn at- huguðu það af einlægni. ★ f kosningum sem fóru fram í Nýja-Sjálandi s. 1. sunnudag, var þjóðstjórnarflokkurinn undir stjórn Hollands, endurkosin með talsverðum meirihutla atkvæða. Verkmannaflokkurinn er fá- mennari á þingi en við síðustu kosningar. FJÆR OG NÆR Arthur Gook trúboði frá Akureyri, var staddur ásamt konu sinni, frú Kristínu Steins- dóttir í Winnipeg yfir síðustu helgi. Þau hjónin hafa verið á ferðalagi kring um hnöttinn nærri árlangt og eru nú á leið heim til íslands aftur. Þau lögðu af stað að heiman 11. ágúst. Á leiðinni héðan heim koma þau við á Bermuda og víðar. í Winnipeg messaði Arthur Gook í fyrstu lútersku kirkju á íslenzku. Hann er búinn að vera um 45 ár á íslandi og kann ís- lenzku orðið vel og gefur út trú- málablað “Ljósið” á íslenzku. — Hann var um skeið ensku kenn- ari á Möðruvallaskóla. Hann er fæddur í Lundúnum, Fer til Parísar til músik náms íslendingar hér hafa sýnt að þeir vilja ‘rétta örvandi hönd’ þeim ungmennum sem, fyrir framúrskarandi námshæfileika og dugnað, hafa vakið á sér eftir- tekt meðal dómbærra manna á listasviðinu. Þeim er það því ó- efað gleðiefni, að hafa tæfifæri til þess að vera með í vinahópn- um, sem kemur saman til þess að kveðja Thoru Asgeirson, og óska henni gæfu og góðs gengis áður en hún leggur af stað til Frakk- lands til frmahaldsnáms í píanó- spili. Thora, sem er dóttir Mr. og Mrs. Jón Ásgeirson, 657 Lipton St., á að baki sér glæsilegan námsferil í músik. Vafalaust hef- ir það aukið áhuga hennar og mótað smekk hennar að hafa fyr- ir kennara fyrstu tíu árin, lista- spilarann, Snjólaugu Sigurðson. Síðan Snjólaug fór til New York hefir kennari hennar verið Eva Claire, sem þjálfað hefir svo fjölda marga framúrskarandi nemendur. Snjólaug segist muna svo vel eftir Thoru þegar hún tók fyrstu prófin sín. “Hún var aðeins sjö ára, og svo ósköp lítil og nett. Hún leit út eins og falleg brúðai með ljósgulu lokkana sína, og í blúndulögðum, ljósrauðum kjól.” En við þessi fyrstu próf hlaut Thora hæstu einkunn, og hefir það haldist við svo að segja ár- lega síðan. Fyrir frammistöðu sína hefir hún unnið mörg verð- laun og margskyns viðurkenn- ingu, og eru þar á meðal: I.O.D.E. Coronation Scholar- ship, 1942; Effie Dafoe Memor- ial Scholarship, tvisvar sinnum; Jón Sigurdson, I.O.D.E. schol- anship (ttftvegis) ; Wednesday Morning Musicale scholarship, 1947; og University Women’s scholarship, 1948. Gull-medalíu kom heim til íslands 25 ára gam- all og hefir bqðað þar baptpista- trú með ídýfu skírn síðan og margan dag staðið úti í sjónum í Pollinum upp undir hendur og skírt menn og konur sem við kenningum hans hafa tekið. — Hann hefir háskólamentun frá Englandi. * * * Til viðskiftamanna vorra á íslandi Heimilisfang umboðsmanns okkar á íslandi, Björns Guð- mundssonar, er nú; Freyjugata 34, Reykjavík. * * * V Gimli Lutheran Parish Harold Sigmar, pastor Sunday, Sept. 9, 9 a.m. Betel, 11 a.m. Vidir, 2 p.m. Árborg, 7 p.m. Gimli—English Confirma- tion Service, 8 p.m. Gimli—Ice- landic Communion Service. — Everyone always welcome. háskólóans vann hún tvö síðustu árin, og lauk í vor prófi sem Licentiate in Music (Manitoba). Hún hefir einnig A.M.M. stig, og L.R.S.M. (Licentiate, Royal Schools of Music, London). í þrjú ár stundaði Thóra enn- fremur nám við ‘Arts’ deild há- skólans og auk þess að vinna verðlaun fyrir músik öll þau ár, vann hún einnig, “The Sellers Scholarship”, fyrir að skara fram úr í öðrum greinum í fyrsta ári þeirrar deildar. Síðustu árin hef- xr Thora haft marga nemendur, hefir haft hljómleika fyrir CBC útvarpskerfið og fyrir mörg hljómlistarfélög í Winnipeg. Þrátt fyrir allar þessar annir og frábæra ástundunarsemi hefir Thora verið óspör á því að miðla íslenkum félagssamtökum af list sinni. Allir fslendingar sem nokkuð sækja samkomur í þess- ari borg hafa víst oftar en einu sinni haft unun af að hlusta á þessa látlausu ungu stúlku, sem kann að spila af svo mikilli list og smekkvísi, og sem altaf er svo broshýr, glöð og vingjarnleg í viðmóti. Thora leggur af stað til New York 13. september og þaðan fer hún með franska farþegaskipinu Liberté til le Havre. Hún ætlar sér að stunda framhaldsnám við The National Conservatory of Music í París, og hefir lengi ver- ið að búa sig undir þetta mikla æfintýri, með því að stunda nám í frönsku, og komast í samband við fólk í París sem ætlar að taka á móti henni; hún hefir meira að segja ákveðið að reyna að vinna fyrir sér með því að kenna músik eða e. t. v. ensku. Nú hafa vinir Thoru ásett sér að eiga einhvern ofurlítinn þátt í því að för hennar til Frakklands geti orðið bæði skemtileg og uppbyggileg, og munu það óefað verða margir sem koma til að kveðja hana bæði 10. sept., þá er fyrverandi kennari hennar, Snjó- laug Sigurdson heldur hljóm- leika, henni til heiðurs í Fyrstu lútersku kirkjunni, undir umsjón Icelandic Canadian Club Schol- arship-nefndarinnar, og áins kveldið eftir í Sambandskirkj- unni, þar sem kveðju samsæti fyrir hana verður haldið. Allir sem óska þess að taka þátt í samsætinu, og sækja hljómleika Miss Sigurdson eru beðnir vin- samlega að veita eftirtekt um- getningu á öðrum stað í blaðinu. Hólmfríður Danielson Miss Hlaðgerður Kristjánsson úr þessum bæ kom nýlega til baka úr 3 vikna dvöl í Wynyard, Sask. * * * Gísli Jónsson, sem lengi hefir búið að 910 Banning stræti hefir flutt að 124 Middlegate. tr « * Mrs. B. E. Johnson og Mrs. S. Sigurðsson, báðar úr þessum bæ, komu heim um miðja s. 1. viku úr 6 vikna dvöl vestur við Kyrrahaf. Einkennilegar og vel gerðar vísur Úr syrpu “Bjarnar i Gröf” Staka Hafís, eldur, óþurkar, aflabrestur, landskjálftar, sæld þó tíðum svifti Frón, sundrung vinnur meira tjón. 1914)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.