Heimskringla - 05.09.1951, Síða 2

Heimskringla - 05.09.1951, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. SEPT. 1951 Heimsrkringila (StofnuO 1898) tMnui ót á hverjum miðvilrudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 863 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verfl btafleina er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viflskiftabréf blaflinu a?lútandi sendist: The Vildng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Autborized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 5. SEPT. 1951 Kommúnistar ekki í gresjufylkjunum Því var haldið fram á blaðamannaþinginu sem nýlega var haldið í Winnipeg, og var 32, þing vikublaðaútgefenda, að kom- múnistar væru ekki í gresjufylkjum Canada. Það getur eitthvað satt verið í þessu. Ritstjórar vikublaða ættu að fara nær um tilveru pólitískra flokka í landinu en nokkrir aðrir. Það skal því ekki rengt. En þeim sem við þá tala hér daglega, getur fundist minna upp úr þessu leggjandi. Yfirlýsing útgefenda, var svar við spurningu, sem fyrir þingið var lögð og hljóðaði á þá leið, hvert álit ritstjóra vikublaða væri um það, að kommúnismi væri að breiðast út í Canada og fylgjendum hans að fjölga. Frá ritstjórum frá hafi til hafs var svarið, að áhrif kommún- ista færu minkandi. Almenningur hugsaði nú orðið sjálfur sín mál, og þegar þeim væri eitthvað sagt, sem þeim væri óljóst og dyldist hvert stefndi, fengjust þeir ekki mikið um það. Bóndinn vildi kynnast árangri kommúnismans betur en kostur væri á ennþá, gegnum járntjaldið, áður en hann biti á öngul veiðara Stalins. Þeir væru svona gamaldags í sér í stjórnmálum! Þessu líkt var álit Lang Sands, ritstjóra “Fraser Valley Record”, sem gefið er út í Mission, B. C. Bert McKay, ritstjóri “World Spectator”, Moosomin, Sask., sagði eitthvað mundi vera til af kommúnistum í sínu nágrennv En þeir gengju ekki Ijósum logum nú orðið, eins og þeir hefðu gert. Að öllu athuguðu, væru bændur einstaklingshyggju-menn, og þeir einu sem eftir væru af þeim. Þeim virtist sameign ávalt bjánaleg. J. M. Picotte, ritstjóri “The Canadian” í Thetford námahér- uðunum í Quebec-fylki, sagði ekki neitt á rauðliðum þar bera. I Antigonish, Nova Scotia, hafði P. A. S. McKay ritstjóri blaðsins “Casket”, svipað að segja. í iðnaðarbænum Sidney, þar skamt frá virtist kommúnismi horfinn, sem áður gerði oft vart við sig. Yfirleitt var af ræðum ritstjóranna að dæma, sem sveitirnar væru blessunarlega lausar við kommúnisma, en bæirnir þyrftu þvotts með og engan Pílatusar-þvott heldur. A. W. Hanks, ritstjóri St. James Leader, í Manitoba, var á þingi þessu kosinn forseti blaðamanna félagsins (Canadian Weekly Newspaper Association). KAUPIÐ BRAUTINA “Brautin”, heitir ársrit hins Sameinaða Kirkjufélags Islend- inga í Norður Ameríku. Er rit- ið fyrir árið 1951 nýkomið út. Það er um 100 blaðsíður að stærð og hefir urmul greina að flytja um menn og málefni hér vestra. Koma þar auðvitað fyrst málefni þessa frjálstrúar félag- skapar til greina og meðlima hans en með því að starfið er orðið bæði víðtækt og marg- brotið, á ritið brýnt erindi inn á fleiri eða jafnvel hvert ís- lenzkt heimili hér vestra, því svo mun fyrir að þakka, að ís- lendingar gefi sig hér enn lítið við kreddum “Kristilegs Viku- blaðs” eða “Jehova votta”, er hugmyndir frjálstrúar manna mega hvorki heyra né sjá. í þessa árs riti Brautarinnar. eru tvær fróðlegar greinar eftir séra Philip M. Pétusson. Er ónnur 50 ára minningar grein um starfsemi kirkjufé- lagsins — (Hins Unitariska Kirkjufélags Vestur íslend- inga) er stofnað var 1901 á Gimli, á staðnum, sem kirkju- þingið á þessu ári var haldið. Inniheldur sú grein sögulegan fróðleik frá upphafi til enda. Hin greinin af þeim lengri eftir hann eru fréttir af 126 ársþingi Unitarafélagsins er haldið var í Boston á s.l. vori og séra P. M. Pétursson heimsótti. Er sú grein hverjum manni nauðsyn- leg, er nokkurs metur að kynn- ast eða fylgjast með því, sem í frjálstrúar málum er að gerast. “í Rökkurheimum” heitir smá- saga eftir Vladimir Korólenko, og er frásögn og hugleiðingar um líflát Sókratesar, í tölu sígildra bókmenta talin, vegna skáldegrar listar í meðferð efn- isins. Hefir þýðaranum, Gísla Jónssyni tekist að koma sögunni á svo gott íslenzkt mál, að þar mun ekki oft út af bregða frá frumritinu, hugsun og dýpri á- hrif sögunnar halda sér mjög vel. Slík vandvirkni í þýðingu á skrifum erlendra ágætishöf- unda, er aldrei ofmikils metin. Á þetta nægir að benda sem sýnishorn góðrar vöru í ritinu. En í því er fjöldi smágreina eft- ir ýmsa, kvæði, bæði ort hér vestra og eystra og fróðlegar ritgerðir eftir frú S. E. Björnsson í kvennadeild ritsins um það er kvenþjóðin heima hefst að. Brautin á skilið að vera út- breiddari en hún er. Að henni stendur fjölmennur félagsskap- ur. En jafnvel frá þeim tekst vel til ef tíundi hver maður telst kaupandi hennar. — Er helvítis-kennin garinnar enn þörf til þess að halda áhuga fyrir andlegum málum vakandi hjá íslendingum? Brautin kostar $1.00 og fæst hjá útsölumönnum í flestum ís- lenzkum bygðum hér vestra. FRÓÐLEIKSMOLAR Úraníum Þetta undirstöðuefni atóm- sprengjunnar á sér lengri sögu, en við oft gerum okkur grein fyrir. Árið 1781 fann ensk-þýzk stjörnufræðingurinn Sir Wil- liam Herschel fyrst að stjarnan Uranus, var ein af jarðstjörnum sólkerfis vors, og nefndi hana eftir gríska guðinum Ouranos. Átta árum seinna, fann þýzki efnafræðingurinn Kloproth, frumefnið 92 og nefndi það Úraníum, í heiðursskyni við Herschel og fund jarðstjörn- unnar, Úranus. En sem dæmi af því, hve skjótar breytingar nú- tímans eru, má geta þess, að það má enn lesa í orðabókum eitt- hvað líkt þessu í sambandi við útskýringu orðsins Úraníum: — Mjög fágætt, þungt, hvítt málm efni. Notagildi hefír það ekk- ert. FRÁ ÍSLANDI Ein af eftirtakanverðustu fréttum að heiman á sumrinu, á hrærðu Vatnajökul, stærsta jök ul á íslandi og í Evrópu, en sem á milli skaðlegra hlaupa og um- brota, er undra þögult um. Á- stæðan fyrir þessu á rætur að rekja til þess, að flugfar varð að lenda þar á s. 1. vetri. Áhöfn- inni varð bjargað, en flugfarið hefir legið þar í fönni síðan. Bandaríkst flugfar með skíðum reyndi björgun, en hún mistókst. Síðar keypti flugfélag á fslandi vonina í flugfarinu uppi á jökli og hefir tekist að koma því of- an af jöklinum. Hafði það verið á kafi í fönni um veturinn. Hafði það geymst þar vel og var flogið til Reykjavíkur undir eins og ofan af jöklinum var komið. Nú hefir Hollywood heyrt þessa sögu og orðið dauð- skotið í henni. Hefir keypt leyfi til myndatöku á staðnum og sýnir eflaust áður langt um líður það sem þarna gerðist. Önnur fregn norðan af Vatna jökli á þessu sumri er sú, að frakkneskir og íslenzkir vísinda menn hafi verið að mæla jökul- inn og segja þeir ískápuna vera að meðaltali 1800—2400 feta þykka. Þykkust hafi hún verið um 3,000 fet. * Þjóðfundarins fyrir 100 árum minst Af blöðum nýkomnum að heiman að dæma, hefir þjóð- fundarins frá 1851 verið minst á íslandi 9. ágúst, enda er þá rétt öld síðan hann var haldinn. “Þjóðfundurinn markaði tíma- mót í íslenzkri stjórnmálasögu”. segir Morgunblaðið, og mun lít- ill efi á að þjóðin þá hafi stigið sitt ákveðnasta og djarfasta spor í frelsiskröfum sínum. Á þjóðfundinum stoð þannig, að þá var íslendingum lofað breyt- ingu á stjórnarskipun sinni. — Bjó Jón Sigurðsson út kröfuna, sem þjóðin skildi gera og sendi þær um alt land og hafði þær samþyktar. En þegar á þjóð- fundinn kom, leist fulltrúa kon- ungs ekki á þær og sagði fundinum slitið. Þeirri lög- leysu mótmælti Jón Sigurðsson og allir fundarmenn með hon- um. í hvert skipti sem þröngva hefir átt rétti íslendinga síðan, hafa kveðið við orðin: Vér mót- mælum allir! Auk skrifa og ræðuhalda um þjóðfundinn, hefir tafla úr eiri verið gerð eftir gamalli mynd af þjóðfundinum og fest upp í mentaskólanum í Reykja- vík. Eru myndir af þeim er á þjóðfundinum voru fulltrúar á henni og Jón forseti að berja hnefanum í borðið. Kvæði ný og gömul birtust í blöðunum um Jón Sigurðsson og skulu hér teknar tvær vísur úr einu eftir Jóhannes úr Kötl- um, er hann kallar: Hinn hvíti ás. Um höfuðsins lokkprúðu hvel- fingu vefst hinn heiði og goðfagri jökul- bjarmi. En heilagur logi, sem lífsréttar krefst, i leiftrum sér varpar frá geisl- andi hvarmi. Hér birtist oss Island, þinn svipurinn sanni, þín sál og þinn líkami — í ein- um manni. A Þar rís hann, sá hvíti, sem frelsisins fjall, er fagurt og hátt gegnum ald- irnar stendur. “Eg mótmæli” . . . hljómar hans hiklausa kall, sem hrópi hvert brjóst úti um dali og strendur. Og það er sem bergmáli blágrýt is hallir, með brennandi turna: “Vér mótmælum allir!” —Þj.v. ★ Á jeppa frá Halifax til Kaupmannahafnar í Kaupmannahöfn eru stödd áströlsk hjón, F. B. Carlin og kona hans. I júlí í fyrra lögðu þau af stað frá Halifax í jeppa sem fer láð og lög. Eru þau á ferð umhverfis jörðina á þessu farartæki. Carlin er verkfræðingur og hefir sjálfur smíðað þennan jeppa sinn. Þau hjónin voru 31 dag frá Halifax til Azór-eyja í góðu veðri. En á leið frá Azór- eyjum til strandar Vestur- Af- ríku hreptu þau 23 daga storm. Norður Afríku fóru þau á landi til Tangier, og þaðan yfir til Gibralter. Síðan lá leiðin um Portúgal og Spán, Frakkland, Belgíu, Holland og Þýzkaland og norður til Danmerkur. Hafði ferðalag þetta tekið rösklega 1 ár. Frá Danmörku ætla þau til Englands—yfir land og sjó. Þetta ferðalag tekur sinn tíma, en hjónunum liggur ekk- ert á. — Tím. 9. ág. SNJOLAUG SIGURDSON RECITAL Snjolaug Sigurdson, New York pianist, will give a recital on Monday evening, Sept. 10, at 8.15 in the First Lutheran church. Miss Sigurdson is the first recipient of the Icelandic eúfe %Ct. «* Z » V*Z>»**‘ \ *»*■ L«d***® w- se' ;tvtV _ -«8»* » , \V w . -\\\c o% \>a\ THEROYALBANK OFCANADA You can bank on the “Royal” Seed and Grain Growers WE BUY AND CLEAN: Alfalfa, Clovers, Grasses, Field Peas. Also Cereal Grains When ready to ship or sell get in touch with our elevator agents at FISHER BRANCH, BROAD VALLEY GROSSE ISLE, WARREN, ARGYLE and our Forage Seed Agents at Arborg and Ashern, Man. Federal Grain Ltd. GRAIN EXCHANGF., WINNIPEG CLEANING PLANT: Notre Dame & Kecwatin, Winnipeg, Man. Telephone 23 177 EVENING SCHOOLS PROGRAMME 1951 — 1952 CONDUCTED BY THE SCHOOL DISTRICT OF WINNIPEG No. 1 REGISTRATION DATES — (7.30—9.30) KELVIN Wood Metal Electrical Theory Elementary English Sept. lOth GORDON BELL PARENT EDUCATION Oct. 9th DANIEL McINTYRE Elementary English Sept. 13 Auto Mechanics Commercial Subjects TECHNICAL VOCATIONAL Auto 8c Power Crafts Building Crafts Metal Crafts Electrical Crafts Graphic Arts Sept. lOth Commercial Subjects Needle Crafts Hohsehold and Personal Services Occupations Industrial Design Distributive Ed. Sept. 12th ISAAC NEWTON Elementary English & Commercial Subjects Sept. 13th ST. JOHNS Elementary English Sept. lOth & 12th Technical and SCHOOLS STRATHCONA Leathercrafts Bookbinding Metal Work Wood Work Sept. 13th EARL GREY Sheet Metal RED CROSS CENTRE Sept. 13th Commerdal Drafting Art Radio Commercial Subjects Sept. I2th Clothing Construction Sept. 24th Home Nursing Sept. 18th 9 a.m,—5 p.m. 7.30-9.30 p.m. Academic Subjects Sept. 20th Home Economics Sept. 25th Clothing Construction Sept. 27th Sept. 12th Clothing Construction Sept. 26th Wood Work & Metal Work Sept. 13th Cldthing Construction Sept. 27th LORD SELKIRK Wood 8c Metal Work Sept. 13th Clothing Construction Sept. 27 th COMMENCEMENT DATES — (Consult Bulletin for the day) Time: (7.30 p.m.) Elementary English Sept. 12th Technical 8c Com- mercial Subjects PARENT EDUCATION Oct. 9th Elementary English Sept. 13th Auto Mechanics & Commercial Subjects All Courses open During week Elementary English & Commercial Subjects Sept. 18th Clothing Construction Week of Oct. lst Elementary English Sept. 12th Technical 8c Com- mercial Subjects STRATHCONA Leathercrafts, Bookbinding, etc. Sept. 17th EARL GREY Sept. 17th RED CROSS CENTRE Sept. I7th Academic Subjects Ort. Ist Home Economics Week of Oct. lst of Monday Sept. 17th Wood Work 8e Metal Work Sept. 17th Clothing Construction Week of Oct. Ist Home Nursing Sept. 25th 8:00 p.m. Sept. 17th Clothing Construction Week of Oct. lst Clothing Construction Week of Oct. Ist LORD SELKIRK WoocI Work 8c Metal Work Sept. I7th Clothing Construction Week of Oct. Ist L- - ~ wk

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.