Heimskringla - 05.09.1951, Side 3
WINNIPEG, 5. SEPT. 1951
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Canadian Club scholarship, and |
the recital will be given under^
the auspices of the Club in aid of
a scholarship for a very talented
music student who is going a-
broad for advanced study.
During the past four years a
total of $1,600 has been awarded
in scholarships from the Ice-
landic Canadian Club scholar-
ship fund to aid promising stud-
ents.
Following is Miss Sigurdson’s
program:
I.
Prelude and Fugue in D Major
Bach-D’Alber
II.
Variations on Air by Gluck
Mozart
III.
Fantasie in F Minor, Op. 49
Chopin
IV.
Ballade in G Minor, Op. 188,
No. 3......Brahms
lntermezzo in E Major, Op. 116,
No. 6.......Brahms
Capriccio in D Minor, Op. 116,
No. 7............Brahms
V.
Sonata No. 3........ .Prokofieff
V
Waltzes Nobles et Sentimentales j
Ravel
Evening School Opening
September, 1951
Registration for some of the j
courses offered in the Evening'
School programme will takej
place on September lOth, be-
tween 7.30 and 9.30 p.m. at the
new Technical-Vocational, Kel-
vin, and St. John’s High Schools.
Those desiring up-grading in
their present occupation, Ap-
prenticeship training, or instruc-
tion in some other field of trade
should register at the neæ Techn
ical-Vocational School. New ar-
rivals to Canada wishing to learn
English, who are living near
either Kelvin or St. John’s High,
Schools should register on either
evening of Sept. lOth, or 12th.
Those desiring Commercial
Subjects, may register at Kelvin,
St. John’s or the new Technical-
Vocational School on Sept. 12th,
at Daniel Mclntyre Collegiate or
Isaac Newton High School on
September 13th. Registration for;
English for the Non-English, j
will be taken at these latter
schools on that date. Also ap- j
plicants for Automobile Mech-
anics at Daniel Mclntyre will be
received.
A descriptive folder giving
particulars of the courses out-
lined, and the registration dates
dates will be mailed to anyone
desiring information. Prospec-|
tive students are asked to con-1
tact the Technical Dept. School
Board Offices (21-891) for a
folder. Look for the ad in this!
newspaper.
. . . the letters start. Then
many readers of THE CHRIS-
TIAN SCIENCE MONITOR
j tell the Editor how much they
enjoy thU daily woi-ld-wide
newspaper, with such com-
ments as:
“The Monitor is the most
carefully edited news-
paper in ihe U. S. . . .*
“Vtduable aid in teach.
in n
“fíettu that is complete
ond fair . . .”
“The Monitor surely ÍJ J
readet's necessity . . .
Vou, too, will find the Monitor
informative, with complete
world news . . . and as neces-
sary as your HOME TOWN
paper.
' Use this coupon for a Special
Introductory subscription — 3
MONTHS FOR ONLY $3.
Th® Chrutian Science Monitor
One. Norvray St., Bo»ton 15. Maat., U. S. A.
Please send me an introductory tubtcrip*
tion to The Chrbtian Science Monkor—
76 i»»ue». 1 enclose $3.
(name)
(addrett)
(dtý) (zone) (statc)
Hvíta vofan
AMERÍSK FRÁSAGA
“Eg held, svei mér, að þér séuð ekki nokkurn
skapaðan hlut hrædd við mig”.
Jafnvel þótt Adrienne væri í raun og veru
dauðhrædd, minntist hún þó viðvörunar blökku-
konunnar, og mælti svo rólega sem henni var
auðið:
“Hvers vegna ætti eg að vera hrædd við
yður, mon pere? Þér eruð nákomnasti ætting-
inn minn, eina athvarfið mitt á þessu ákunna
landi. Eg kom hingað af fúsum vilja, og eg get
ekki ímyndað mér, að þér viljið það í alvöru, að
dótturdóttir yðar sé hrædd við yður”.
“Jú, það vil eg einmitt”, hvæsti hann út úr
sér og beit á jaxlinn. “Eg vil, að þér séuð log-
andi, skelfilega dauðhrædd við mig, því að ann-
ars hafið þér einhver stelpupör við mig, sem
láta mig iðra þess, að eg veitti yður húsaskjól.”
“Áður en svo langt er komið, skal eg fara
frá yður af fúsum vilja. Eg get séð fyrir mér
sjálf, ef eg verð þess vör, að eg get ekki verið
hér lengur í friði”.
“Hm—það yrði slæmt fyrir yður, ef svo
færi. En það var ekki það, sem eg ætlaði að talal
um við yður. Eg hefi annað mikilvægara um-
talsefni. Eg vil, að þér segið mér hreinskilnis-
lega og satt frá því, hvað óvanalegt þér sáuð og
heyrðuð í nótt. Eady hefir eflaust minnst á það
við yður—þetta undarlega, sem heimsótti mig”.
“Mig dreymdi mjög kynlegan draum, hr.
minn. En eg er ekki vissum, að eg hafi séð neitt
sem ekki sé hægt að skýra á náttúrlegan hátt.”
“Bull! Talið þér svo eg skilji, og segið mér
hvað þér sáuð í raun og veru”.
“í draumi, mon pere?”
“Nei”, öskraði hann. “Segið mér, hvað þér
sáuð með augunum—líkamlegu augunum—því
að eg sá yður standa í dyrunum, þegar—þegar
hún var hérna inni og öskraði í eyrað á mér. —
Segið mér sannleikann — afdráttarlausan sann-
leikann—sáu þér ekki konu í brúðarfötum koma
hérna inn í herbergið í nótt? Komuð þér ekki
á eftir henni, og sáuð, hvað hér bar til tíðinda?”
Adrienne vissi ekki, hvað hún átti að segja,
en svaraði þó:
“Þá sjón sá eg ekki í draumnum. Ef þér
viljið heyra hann, þá skal eg segja yður hann.
Eg sá ekki brúðarklæddu vofuna.”
Hann hvessti á hana augun, mjög alvarleg-
ur og mælti seint og hægt:
“Þið eruð hver annari líkar—alla leið frá
drottningunni í hásætinu til eldabuskunnar í
eldhúsinu—allar eru þið fullar af svikum og
vélræði. Eg er handviss um, að þér stóðuð
þarna í dyrunum í nótt, og samt sem áður full-
yrðið þér, að þér hafið ekki séð hvítklæddu og
fölu brúðurina”.
“Þér vitið það víst þegar, herra minn, að eg
geng stundum í svefni. Líkami minn getur þess
vegna sézt á stöðum, sem sofandi skynjunar-
færin hafa ekkert af að segja og enga meðvit-
und um. Það getur ef til vill gert skiljanlega
návist mína á þeim stað, er eg hefi alvarlegustu
ástæðu til að forðast”.
“Og þér sáuð hana alls ekki!” mælti Le-
cour örvílnaður. “Er eg þá eini maðurinn á
heimilinu, sem sé þessa sjón? Er röddin þá ekki
annað en afkvæmi míns eigin ímyndunarafls?”
Hann gekk lengi fram og aftur um gólfið,
mjög æstur í skapi, og fleygði sér svo að lok-
um á legubekkinn og byrgði andlitið í höndum
sér. Það varð svo löng og leiðinleg þögn, að
stúlkunni fannst hún með öllu óbærileg. Hún
vildi helzt komast út, en hún þorði ekki að
fara án leyfis afa síns. Loksins var svo að sjá,
sem hann myndi aftur eftir því, að hún var inni;
hann leit upp og mælti með hásri röddu:
“Fyrst að þér eruð hérna á annað borð, þá
getið þér alveg eins gert eitthvert gagn. Eg er
farinn að tapa sjón, og sé ekki eins vel á bók og
eg gerði. Þér getið lesið upphátt fyrir mig”.
“Með ánægju, mon pere. Hvað á eg að
finna?” mælti Adrienne áköf, og skundaði yfir
að bókaskápnum.
Lecour hló hæðnislega og mælti:
“Þarna finnið þér ekkert, til þess að lesa
fyrir mig, sem blessaðri guðhræddu abbadís-
inni myndi ekki blöskra, að sjá í yðar höndum.
í bókaskápnum eru aðeins rit hinna verstu van-
trúarrithöfunda. Þér munuð finna þar rit eftir
þá Voltaire, Payne og Volney. Dag eftir dag
skuluð þér koma hingað inn til mín og lesa—
lesa, þar til sál yðar er orðin gagnsýrð af guð-
leysi þeirra, og þér hafið komizt að því, að hægt
er að skoða hvaða mál sem er frá tveim hliðum”.
Lecour sá, að þetta fékk mjög á stúlkuna,
og varð það til þess, að hann hló enn þá hæðnis-
legar, en áður, og svo benti hann á bókina, sem
hún hélt á, og mælti:
“Byrjið þér nú—byrjið þér nú, barn. Eg er
ekkert að þrátta við aðra eins kjúklinga og
yður. Þegar þér hafið lesið allar mínar bækur
um þetta efni, þá getum við talað saman um það
aftur. Hugsanlegt, að skoðanir yðar verði þá
orðnar allt aðrar, en þær eru nú.”
Adrienne byrjaði að lesa, en Lecour greip
undir eins fram í fyrir henni og mælti:
“Leggið þér frá yður bókina og talið við
mig. Mér er forvitni á að vita hvað það er, sem
hefir gert lífið í klaustrinu svona andstyggi-
legt í yðar augum. Þangað til eg fékk bréfið
frá yður, hélt eg ætíð að þér væruð fús til þess
að taka því hlutskifti, sem yður var ætlað;
abbadísin hafði ætíð látið mig skilja það á sér”.
Adrienne roðnaði lítið eitt. Hún þagði litla
stund, eins og hún vissi ekki, hverju hún ætti
að svara, en mælti því næst:
“Það kom nokkuð fyrir, sem gerði mér ó-
mögulegt að vera þar, ef eg átti að geta haldið
virðingunni fyrir sjálfri mér.”
“Og þér kusuð, að leggja yðar daglega
brauð í sölurnar fyrir aðra eins endaleysu! —
Virðingu fyrir sjálfum sér! Bull!” Og Lecour
hló hæðnislegar og með meiri fyrirlitningu, en
nokkru sinni áður.
“Takið þér einhverja bók”, mælti hann því
næst, “og lesið hvað sem þér viljið. Eg sofna
bráðum, því að rödd yðar hefir einhver sefandi
áhrif á taugarnar í mér.”
Adrienne fór bókstaflega eftir skipun hans
um að lesa það, sem hún vildi. Hún lagði ritið
eftir Voltaire frá sér, en tók í þess stað litlu
vasabiblíuna sína upp úr vasa sínum, og fór að
lesa í Davíðssálmum. Lecour kipptist við, eins
og hann fengi krampaflog, brosti gremjulega,
og lá svo hreyfingarlaus og hlustaði á lesturinn,
sýnilega umhugsunarlaust. Að lítilli stundu
liðinni sofnaði hann, þreyttur og úttaugaður eft
ir geðshræringuna um nóttina. Adrienne hætti
að lesa, og baðst fyrir í hljóði—bað guð að
styðja sig og styrkja í þessari óþægilegu stöðu,
sem hún var komin í. Og þegar hún því næst
hafði gengið úr skugga um það, að Lecour væri
í raun og veru sofnaður, stóð hún upp og laum-
aðist hljóðlega út úr herberginu.
10. Kapítuli
Adrienne nam litla stund staðar úti á gang-
svölunum og baðaði sig í sólskininu. Svo fór
hún ofan stigann, ofan í neðri göngin, og þaðan
út í garðinn.
Fuglarnir sungu ánægjulega uppi á trjágrein-
unum. Adrienne hlustaði á söng þeirra og varð
svo létt í skapi, að hún fór sjálf að syngja. Hún
söng svo yndislega vel, að fuglarnir þögnuðu,
til þess að hlusta á söng hennar. Svo reikaði
hún að trje einu, tók af því fléttujurt með blóm
um á, fléttaði hana inn í hár sitt, og hélt því
þar næst áfram eftir garðinum, unz hún kom að
leifum af gosbrunni, er var á miðri, kringlóttri
flöt, sem einhvern tíma hafði verið vel hirtur
grasvöllur. Vatnsþróin var tóm, og Adrienne
varð hálf döpur í bragði, er hún sá hversu alt
var skemt og niðurnítt. Hún beygði sig ofan í
þróna, til þess að taka upp brotið lauf af marm-
ara vatnslilju, er vatnið hafði streymt í gegnum
meðan brunnurinn var óskemdur.
Þegar hún rétti sig upp aftur, heyrði hún
alt í einu rödd við hliðina á sér, er mælti:
“Eg hélt að Drúída-prestastéttin væri fyrir
löngu undir lok liðin á þessari jörðu, en nú sé
eg þó áreiðanlega eina af hinum krýndu hof-
gyðjum hennar, lútandi altari því, er hún einu
sinni hefir kropið við í bæn sinni”.
Odrienne varð föl sem nár, og leit forviða
um öxl sér.
“Hvers rödd er þetta?” mælti hún. “Þér
kominn hingað, faðir Eustace? Hver hefði getað
vonast eftir því, að hitta yður hérna, á svona
afviknum stað?”
Presturinn — þetta var sem sé hann — starði
litla stund á hana með harðneskjusvip og mælti:
“Síður gat eg átt von á því, að finna hér
barn, sem frá blautu barnsbeini var ætlað til
þess, að starfa alla æfi í þjónustu guðsríkis —
að finna það hér, reikandi eitt síns liðs um í
þessari eyðimörk. Einræna, óráðþægnS stúlka,
hvað hafið þér gert?”
Meðan hann mælti þannig, hafði Adrienne
náð sér aftur, og roðinn kom aftur fram í kinn-
arnar á henni, er hún svaraði:
“Eg er hingað komin til þess, að gegna mín-
um jarðnesku skyldum, sem eg hefi þegar alt of
lengi vanrækt. Eg hefi afsalað mér því, að
verða nunna, og ætla mér að vinna hér eftir
hlutverk mitt í þeim heimi, sem engu síður til-
heyrir guði, heldur en klefarnir í klaustrinu.”
“Veslings, einfalda barn! Segið mér, hvern-
ig þér hafið komist hingað, og hvað hefir getað
komið yður til þess, að takast slíka langferð
á hendur og setjast að hérna í þessu greni, sem
allir hafa fyrir löngu yfirgefið, nema rotturnar
og'vitstola eigandinn”.
“Eg vil biðja yður, að viðhafa betur viðeig-
.andi orð um herra Lecour, því að eg er dóttur-
dóttir hans, og ætla mér að vera samvistum við
hann á ellidögum hans.”
“Þér eruð að líkindum hingað komin til
þess, að reyna að koma fram rétti yðar til auð-
æfa gamla nirfilsins, því að annars myndi ekki
svona ung og efnileg stúlka, eins og þér eruð,
vilja grafa sig lifandi á öðrum eins stað og með
öðrum eins manni og Lecour”.
Professional and Business Directory—
■ -J
QCfice Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultaitions by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 927 932 Res. 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur i augna, eyma, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stoíutimi: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & eggertson Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sfmi 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING C°r. Portage Ave. og Smith St. PHONE 926 952 AuNNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025
THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovafzos Floral Shop Z53 Notre Dame Ave. ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL limited selur likkistur og annast um útíarir. Allur utbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nn«ie»nar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg.
M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria SL, Winnipeg, Man. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDBON Your Patronage Will Be Appreciated
The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’sl Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigrurðsson Sc SON LTD. Contractor & Buiider • 542 Waverley St. Sími 405 774
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Oppositc Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496
PRINCESS ‘ MESSENGER SERVICE ViO flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. Vér venlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og Hjót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 37 466
tf Gimli Funeral Home Ný útfararstofnun hefir tekiö til starfa á Gimli. Hún er á Ist Avenue — Sími 32 Heimilissími 59 Allur útbúnaður hinn fullkomnasti. Utfararstjóri: ALAN COUCH \ thos. imm & sons LIMITED BUILDERS’ SI PPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg