Heimskringla - 26.12.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.12.1951, Blaðsíða 1
 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for tlie Bright Red Wrapper * \n íx AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for thc Bright Red Wrapper LXVI ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. DES., 1951 NÚMER 13. Ræða Finnboga Guðmundssonar, prófessors á móllökufagnaði í Fyrstu lútersku kirkjunni, mánu- dagskvöldið 10. desember. Herra formaður, herra forseti, heiðraða samkoma: Þegar ég fór af íslandi nú fyrir mánuði, fylgdu mér þaðan góðir hugir. Allir, sem vissu, hvert ég var að fara og hverra erinda, báðu vel fyrir mér og árnuðu mér heilla í hinu nýja og ábyrgðarmikla starfi. Sumir báðu mig fyrir kveðjur til ein- staklinga, aðrir báðu að heilsa ykkur öllum. Þessum kveðjum er mér bæði ljúft og skylt að koma á framfæri við ykkur. Eru þá fyrst kveðjur frá forseta Þjóðræknisfélagsins heima, Sig- urgeiri biskupi Sigurðssyni, frá Alexander Jóhannessyni rektor háskólans, Pálma Hannessyni rektor menntaskólans og Páli Kolka lækni. Þessir menn eru ykkur flestum í fersku minni. Þeir hafa sótt ykkur heim, hald- ið hér ræður og treyst böndin milli ykkar og heimaþjóðarinn- ar. Slíkar heimsóknir ásamt ferð- um ykkar til íslands, sem farið hafa í vöxt hin síðari ár, eru afar mikilsverðar og eiga, er fram líða stundir, eftir að verða tíðari — og reynast ríkari þátt- ur í samskiptum og samheldni Islendinga en nokkurn grunar. En það var ekki aðeins, að menn yrðu til að biðja mig fyrir kveðjur, heldur og landið sjálft. Þegar faðir minn, Guðmundur Finnbogason, var\ á ferð hér vestra árið 1916, mælti skáldið Kristján N. Júlíus við hann að skilnaði: Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum. Ég veit að ég gerist ekki of djarfur, þótt ég snúi þessum kveðjum við. Ég veit, að svanirn- ir og fjöllin heima, hólarnir og hálsarnir, eiga sér marga vini hér. Ég hef þegar hitt nokkra af eldri kynslóðinni, og þeir hafa eins , og lifnað við, þegar talið hefur borizt að sveitinni, þaðan sem þeir komu. Og sumar endur- minningar ykkar frá bernsku- stöðvunum eru meðal hins feg- ursta, sem þig eigið, enda hafa þær orðið eitthvert bezta yrkis- efni skálda ykkar og rithöfunda. Því er það ekkert hégómamál, þótt ég leyfi mér að flytja ykkur kveðjur landsins sjálfs, svo ó- rjúfandi böndum sem þið hin eldri a. m. k eruð við það tengd. En það er eðlilegt, að hinir yngri, sem hafa aldrei til íslands komið, þekkja það ekki nema af afspurn og kunna margir ekki íslenzku, eigi erfitt með að skilja afstöðu og viðhorf hinna eldri. Það er svo undarlegt um Island, að það virðist grípa syni sína og dætur fastari tökum, standa þeim skýrara fyrir sjónum en flest lönd önnur börnum sín- um. Maður einn, sem verið hefur hér vestra nálægt 40 ár og vegna starfs síns átt þess kost að kynnast flestum þeim þjóðum, er land þetta byggja, hefur sagt mér, að reynsla sín sé sú, að ekkert þjóðarbrot hafi flutt jafn- mikið af landi sínu, ljóðum og sögum hingað vestur og íslend- ingar né sé bundið fastari bönd- um við fortíð og fyrri heim- kynni en þeir. íslendingar þeir, sem vestur héldu á síðasta fjórðungi 19. aldar, fóru að heiman fylltir þjóðlegum metnaði, þótt trú margra þeirra á landið hefði beðið nokkurn hnekki í lang- varandi harðindum. Þeir fóru, þegar búið var að sá, en treyst- ust ekki til að bíða uppskerunn- ar. Gæfunnar skyldi freistað í nýju landi. En hugur margra var þó allur heima, og þeir fylgd- ust betur með afdrifum þeirra, er heima sátu, en þeir með því, hvernig ykkur reiddi af í hinum nýja heimi. Og þannig hefur það verið til skamms tíma, unz hug- ur heimlendinga hefir snúizt nokkuð til aukins skilnings á þætti ykkar og hlutverki: að Is- lendingar eða menn af íslenzk- um. ættum, hvar sem þeir eru niður komnir, verða að standa saman með nokkurum hætti og mega ekki láta fámennið á sig fá né fjarlægðirnar sundra kröftunum. Því veit ég, að viðleitni ykkar til að varðveita það, sem varð- veitt verður, og vilji til að miðla öðrum af því, sem þið teljið bezt í menningu feðra ykkar, hafa vakið óskipta athygli heima á Islandi og reyndar víðar um lönd. Ég þarf ekki að segja ykkur, sem eldri eruð, hvers virði vegarnestið að heiman hefur ver ið ykkur. Þið vitið það bezt sjálf. En við hina yngri vil ég segja þetta: Ég veit, að íslenzkan á í vök að verjast á heimilunum, að það er erfitt að anda frá sér á ís- sem þeir, er heima sátu, fengu hvorki séð né datt í hug, og er það sjálfsagt mikið athugunar- efni. En þegar fram líða stundir, fækkar þeim, sem muna og minnast, og þeir, sem við eiga að taka, eru í hinu enska hafi líkt og flæðisker, sem yfir kann áð fljóta fyrr en varir. Hvað getum við gert? Nú megið þið ekki ætla, góðir áheyrendur, að mér sé ókunnugt um, hvað hér hefur verið gert á liðnum árum til varðveizlu tungunnar og margvíslegrar fræðslu um ísland og íslenzka menningu. Og ég veit, að þessu starfi er og verður haldið áfram. Ég kynntist því fyrst af raun að Lundum (eða Lundar eins og þið segið) á föstudaginn var, og þeirri samkomu mun ég ekki gleyma. Ég hef nokkurt hugboð um skáldskap ykkar, ritstörf og aðra andlega iðju, um starfsemi Þjóð- ræknisfélagsins og hinna fjöl- mörgu deilda þess víða um byggðir, um The Icelandic Canadian Club, um skóla þá, sem þið hafið haldið úti, um fyrirlestra- og kynnisferðir, um blöð og tímarit bæði á íslenzku og ensku um íslenzk efni, er þið hafið skrifað og prentað allt frá fyrstu árum ykkar í Vesturheimi að ógleymdu hinu víðtæka og ómetanlega starfi kirkjunnar. I þessu öllu eru fyrirheit um, FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Þjóðhátíð Latvíu gengi sínu hélt óskertu yfir Ef Sovét Rússland væri ekki ráðandi í Latvíu, hefðu íbúar þess, nú 18. nóvember, haldið há- tíðlegan 33 afmælisdag sjálf- stæðis síns. En þar er nú eitthvað öðru að heilsa en því. í júní 1940 réðist rússneskur her á landið. Þúsund á þúsund cfan af íbúunum, voru drepnir án dóms og laga, fangelsaðir eða fluttir í þrælaver. Vishinsky tal £r þessa dagana um frið og betri 1 skiling á mál heimsins við vestl. þjóðir. En á þeim tíma, sem hér stríðsárin. Eignir Bandaríkjanna verið honum mjög að skapi og í hans anda, hversu sem mér tekst að feta í fótspor hans. Þá vil ég þakka þeim, er greitt hafa götu mína, síðan ég kom, margvíslega hjálp og öllum, sem ég hef hitt, hið hlýja viðmót. Forseta háskólans mun ég á eftir þakka sérstaklega þær við- tökur, sem hann og þau hjónin hafa veitt mér, og áhuga hans á því, að þetta mál megi fá sem beztan framgang innan háskól- ans. Ég er honum og ykkur mjög þakklátur fyrir það svigrúm, sem þið viljið gefa mér til að kynnast hér, bæði 'skólanum sjálfum og mönnum af íslenzk- um ættum í hinum dreifðu byggðum þessa lands. Hlakka, * ég mjög til þeirra kynna allra! raður- var'kkl sk,lm”S a Snjérinn féll mjúkur ofan á ný .. * , • i-.- 1 málum spurt. Við getum aðeins saman og veit, að þau eiga eftir „ 6 r varað vestlægu þjoðirnar 1 ínn- stæðum í Canada, nema um 4 biljón dölum, sem að líkindum gætir nokkurs í sambandi við þessa gengisjöfnun, sem nú er orðin hér við þau, en ekkert ann að land en Sviss á að fagna. Blaðið N.Y. Times segir hinar óuppausanlegu auðslindir Can- ada í námum og iðnaði ávalt vera aj5 koma betur og gleggra í ljós þjóðarbúnaðinum. * Það var s.l. miðvikudag. — lenzku, ef maður hefur andað að 1 að okkur megi enn takast að sér á ensku. En málið má læra, varðveita málið og hið dýrmæt- og meðan einhverjir tala það — asta úr minningum okkar og þeir eru furðu margir — eru þeir lifandi skóli, er sem flestir verða að ganga í. Við verðum um að halda hópinn og tala íslenzku, leyfa langa hríð, og öllum þessum aðilum býð ég ráð og dáð, eftir því sem kraftar mínir frekast þegar við komum saman. Og þar hafa hinir eldri miklu hlutverki að gegna. Ég legg höfuðáherzlu á málið, og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að hver og einn ykkar geti ekki lært það sér að gagni við þau skilyrði, sem hér eru, ef hann aðeins vill og einsetur sér það. En til hvers, munuð þið e. t. v. spyrja? Og þá vil ég svara þessu: að það opnar ykkur leið að for- eldrum ykkar, að foreldrum þeirra og forfeðrum, gerir það allt greiðar götur, sem ella eru lokuð sund. Ef þið látið ykkur nægja að þekkja sögu ykkar síðan hún fluttist hingað vestur og kærið ykkur kollótt um það, sem á undan er gengið, og hafnið sálu- félagi við feður ykkar í þúsund ár og frændur þá, sem þið eigið nú heima á Islandi og eru svo skyldir ykkur, að sjá má ættar- mótið greinilega, þá eruð þið og verðið menn að fátækari, þótt þið e. t. v. áttið ykkur ekki á því sem skyldi. Við höldum oft í einfeldni okkar, að við getum slitið okkur úr samhengi og sagt: Hérna byrjum við, og héðan höldum við áfram, í stað þess að við erum órofa framhald þess, sem var, og framtíðin samofin hinu liðna. Saga íslendinga í þúsund ár, frá landnámi Ingólfs að brott- flutningi feðra ykkar til Vestur- heims, var orðin svo mikil og löng og skráð svo merkilegum og minnisstæðum rúnum, að Vesturfararnir hlutu að flytja hana með sér og geyma hana sér í minni, jafnframt því sem hún t skýrðist fyrir þeim, er þeir gátu horft á hana eins og utan frá og haft önnur lönd og aðrar þjóðir til samanburðar. Þeir hafa því séð ýmislegt og sagt, Nú hafið þið stigið enn eitt skrefið, til þess að svo megi verða, með stofnun kennaraemb- ættis í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla — og ungur maður kominn til þess heiman af íslandi að taka þar til óspilltra málanna. Þetta mál á sér langan aðdrag- anda og óvíst, hvernig farið lefði, ef ekki hefði notið við stórhugs og höfðingslundar As- mundar P. Jóhannssonar og síð- an forustu og atfylgis Þorbjarnar læknis Þorlákssonar og hinna ótrauðu samstarfsmanna hans. Allir, sem lagt hafa máli þessu lið, hafa gert það í trú á hinn góða málstað, og enginn á nú um það heitari ósk en ég, að vel megi úr öllu rætast, þótt við marga erfiðleika verði að etja °g taflið sé ekki unnið nema til hálfs. Nú ríður á að halda þeirri stöðu, sem við höfum, og reyna síðan að vinna á eftir megni. I slikum efnum gerist ekkert í skjótri svipan, heldur hægt og bítandi. Enginn ætti að vita betur en ég, hve ungur ég er og hve feg- inn ég vildi vera eldri og reynd ari. En Island er ungra manna land, og verkefnin kalla að. Ef ungir menn ráðast ekki í þau, verða þau e. t. v. ekki unnin. Ég vil hér nota tækifærið og þakka öllum þeim, sem hvatt hafa mig til þessa starfs, fyrst kennurum mínum heima, er mæltu með mér, og síðan ykkur hér, sem tekið hafið mér eins og gömlum vini í þeirri trú, að Guðmundur Finnbogason sé hér kominn og orðinn ungur í ann- að sinn. Hvatti það mig ekki sízt þessarar farar, að faðir minn hafði ferðazt hér á meðal ykkar og málefni Vestur-íslendinga voru honum afar hugstæð. Veit ég því, að starf mitt hér hefði að verða mér bæði til gagns í starfi mínu og til mikillar gleði. Ég hef að undanförnu kynnt mér eftir föngum kennsluskipan við háskólann og hvernig ís- lenzkukennslu mundi bezt verða háttað þar. Augljóst er, að byrjað verður á a. m. k. tveimur námskeiðum, einu handa algerum byrjendum og öðru fyrir þá, sem eitthvað kunna í málinu. Á ég þar auð- vitað við þá námsmenn af ís- lenzkum ættum, er skilja mál- ið og geta e. t. v. talað það og lesið og bezt væri því að geta kennt að einhverju leyti á ís- lenzku. Um önnur námskeið er erfitt að segja að svo komnu. Ég veit, að í vetur a. m. k. er engil-sax- neska ekki kennd í ensku deild- inni né heldur fornháþýzka í hinni þýzku. Þessar fornu tung- ur eru að sjálfsögðu merkilegar, er glöggva skal sig á þróun ensk- unnar og þýzkunnar og því eðli- legt að leggja alla rækt við þær. En samanborið við íslenzku eru þær fátækar að bókmenntum, þjóðháttalýsingum, fornum lífs- skoðunum og anda. Því dettur mér í hug, en á eftir að ráðgast um það betur, hvort námsmönn- um, er læsu ensku og þýzku, væri ekki hollt að lesa forn- íslenzku eitthvert skeið og þeim með því bætt að nokkru það, sem þeir fara á mis við, meðan engin kennsla er í engil-sax- nesku og fornháþýzku. Allt þetta er nú í athugun. Að sjálfsögðu er viturlegt að sækja ekki fram á of víðum velli 1 fyrstu lotunni, heldur keppa að því að ná sem flestum í byrjendanámskeiðin og reyna að kenna þeim svo, að þá fýsi að halda áfram. Á miklu ríður, að vel takist í upphafi, og þar hlýtur að koma til kasta ykkar, sem af íslenzkum ættum eruð. Því skora ég á ykk- ur, sem hyggið á háskólanám eða eruð þegar byrjuð, að sækja þessa íslenzkutíma, ef þið getið frekast komið því við. Ef þið komið og áhugi vaknar, munu námsmenn af öðrum þjóðernum koma í kjölfarið og kennslan vonandi bera þann árangur, sem til er ætlazt. En kennslan í háskólanum kemur þó ekki að gagni, nema henni fylgi lifandi áhugi og löngun til að nota sér hana sem bezt með viðræðum á íslenzku, lestri og jafnvel skrifum. Leiðir til að örva áhugann eru margar, og ég get aðeins drepið á eina, sem sé þá að koma saman kvöld og kvöld og lesa úr ís- lenzkum ritum, en ræða síðan efni þeirra og anda. Ég hef tekið þátt í slíku heima, er við fáeinir bekkjarbræður höfum komið saman eitt kvöld í viku og lesið fornar sögur upphátt til skiptis okkur til óblandinnar ánægju. byrgða gröf síðasta Phoenix B. C. íbúans við Rússum. JÞað er vort að gera „ , ^ Hann het William Henry Bam það, sem í stað fnðarms, sem . J . , , , r ~ bury þessi íbui hæstliggjandi okkur var lofað, buum nu við;, 7 0 , . 6J. . , , , , ,, i borgar í Canada, sem einu sinm hið rammasta þrælahald, sem x , . , _ _ , , , r. , , .... * t- var talsverður namubær með 5 þekst hefir a þessari jorð. Fnð- . . , , , . , , . , I kirkjum, 17 drykkjukram, tveim urinn sem við njotum ma með1 sanni kallast kirkjugarðsfriður. _ _ , . , . I og 3500 manns. Við, Latviumenn, sem frelsis njótum í hinum vestlæga heimi, i ur járnbrautastöðvum, 3 skólum Phoenix spratt upp sem fífill í túni 1899 og blómvaðist Að veita hið braðasta at- £n laSðist 1919 aftur 1 auðn> að öðru leyti en því að þar bjuggu tveir menn. Var annar þeirra belgiskur grafari, er lifði til árs ins 1942, en eftir það bjó Bam- bury þar einn. Hann kom til B. C. um alda- bkorum á Sameinuðu þjóðirnar: 1) hyggli glæpum þeim, sem Lat- víuþjóðin er beitt af Rússum — og 2) Að þær hefjist handa og komi undir eins í veg fyrir, að því þjóðamorði, sem þar fer fram, verði afstýrt. [mótin fra Portsmouth á Eng- Það er verkefni Sameinuðu ■ landi, 33 ára gamall og var tré- þjóðanna að sjá um að réttindi smiður að iðn. Hann brá sér ör- smáþjóða sé hin sömu og stærri sjaldan til næsta bæjar, Green- þjóða. En alþjóðalög, sem þeirra'wood — aðallega til að fá sér í eru lítilsverð, ef þau eru ekki staupinu. haldin. ! Granby Consolidated Mining Oswalds Akmentis & Smelting Company tók h. u. b. ritari Latvian Press Society í J4 miljón smálestir af kopar úr Ameríku, í Boston.—Lausl. þýtt fjöllunum í Phoenix. Fjöllin eru 25 mílur fyrir norðan landamæri ÚR ÖLLUM ÁTTUM Þeir sem til Bandaríkjanna ferðast, hvort sem er að gamni sínu, eða í viðskiftaerindum, geta nú haft eins mikið með sér af peningum og þá lystir. öll höft sem áður voru á að fá Bandaríkja-peninga hér, voru afnuminn af Ottawa stjórninni s.l. viku. Þeirra þykir ekki þörf lengur. Er því enginn munur Canada og Bandaríkja-dollarsins. Sviss var eina landið, sem peninga- Fyrir slíkum fúndum meðal hinna yngri manna, er skilja ís- lenzku, vil ég mjög gjarna beita mér, og ég ætla ekki að óreyndu að halda, að þeir muni ekki fást til þess. Hina, sem kunna ekki málið, verðum við að fá sem flesta til að læra það, en fræða þá að öðrum kosti á ensku um íslenzk málefni. Ýmislegt úr bókmenntum okk- ar, bæði fornum og nýjum, hefur verið þýtt og margt verið vel skrifað á ensku um land okkar, þjóð og menningu. I þessi rit verðum við að ná og kynna þau sem flestum. Ykkur kann nú að þykja ég mæla af mikilli bjartsýni, en fyrir verkinu fer vonin, og merkið verður að setja hátt. Ég þakka ykkur öllum kom- una hingað. Hún sýnir hug ykkar til þessa máls og gefur mér og okkur öllum styrk og þor til að halda nú þar fram, sem við er- um komin, í þeirri trú, að okkur megi enn um langan aldur tak- ast að varðveita og flytja með okkur það, sem við teljum bezt og dýrmætast í menningararfi feðra okkar og mæðra. Bandaríkjanna og 300 mílur austur af Vancouver. Phoenix var 4300 fet yfir sjáv armál og hin hæsta borg í Can- ada. Einu sinni var skíðakóngur Canada Phoenix-borgari. Þegar koparnámurnar þrutu 1919, lagðist borgin í eyði. fbúð- arhús öll hafa þar eyðilagst; Hús Bambury er það eina, sem stendur. Það var bygt af fyrsta lækni bæjarins. * Nú eru aðeins 10 dagar þar til timinn er talinn sem mæta átti til að semja vopnahlé eða frið í Koreu. Þessa stundina eru stríðsaðil- ar að reyna að koma sér saman að leggja fram skrá yfir um fanga, en á þessu eru svo miklar torfærur, að það sýnist með öllu óframkvæmanlegt. Það virðist fátt augljósara en að það verði ekkert af vopnahlé eða friði. Flugher hefir verið hrúgað inn í Norður Koreu, svo mjög,. að Sameinuðu þjóðirnar telja sjálfsagt að rannsaka þetta og fá að vita hvað undir búi. Hernaðarfr æ ð i n g a r halda fram að tvent hljóti að vaka fyr- ir með þessu. Annað er, að koma upp flugvörnum í Norður-Koreu svo sterkum, að ekki borgi sig fyrir Sameinuðu þjóðirnar að heyja þar flughernað. Hitt gæti verið að gera her Sameinuðu þjóðanna dvölina svo dýra, að þær yrðu fegnar að samþykkja að hverfa burtu úr S. Koreu. Ef sérfræðingarnir geta rétt til, er sjáanlega ekki um mikla iippgjöf að ræða af hálfu Kom- munista. Enda segja þeir að- stöðu sína í Koreu hafa mikið batnað á síðustu mánuðunum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.