Heimskringla - 23.07.1952, Side 4

Heimskringla - 23.07.1952, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1952 FJÆR OG NÆR Special Train to Gimli 4. ágúst Frá Wirmipeg kl. 9 f. h., kemur við í Selkirk kl. 9.30 D.S.T., kem- ur til Gimli kl. 10.30. Að kvöldinu fer það frá Gimli Park kl. 12.45 á miðnætti, D.S.T., frá Gimli járnbrautarstöðinni 12.55. * • * Elías Elíasson frá Vancouver, B. C., sem fyrir þrem mánuðum tók sér ferð á hendur til fslands, kom til baka s.l. laugardag. Hann lagði af stað 18. júlí frá Kefla- víkurflugvelli og var kominn til Winnipeg daginn eftir. Hann kunni hið ágætasta við sig heima, sagðist ekki verða svo gamall að hann gleymdi endurminning- um úr heimsókninni. Hann kvað veður hafa verið kalt heima, eiginlega ekkert sum ar. Hann dvaldi hjá systur sinni Pálínu Elíasdóttur og manni hennar, Elíasi Bjarnasyni, í Reykjvaík meðan hann stóð við heima. Hann brá sér austur á Síðu til æskustöðvanna með skyldfólki sínu og dvaldi á dásamlegu heim ili þar er að Hörgsdal heitir, hjá Bjarna Bjarnasyni, bróður Elías- ar Bjarnasonar mágs hans, Hann heimsótti og æskuheimili sitt að Steinsmýri. Hann sagðist hvergi á þessari jbrð geta hugsað sér móttökur gesta eins og þær er hann átti að fagna heima. Bað hann Hkr. að flytja íslendingum innilegar þakkir fyrir móttökurnar og alla velvild sér sýnda. Hann gisti á Keflavíkur hótel fyrstu nóttina, er hann kom heim, því honum þótti of fram- orðið til að síma fólki sínu til Reykjavíkur. — Kostaði átta stunda dvölin þa’r 7 dollara eða 113 krónur. Elías mun dvelja í Winnipeg fram yfir fslendingadag, en fer úr þvií vestur til Vancouver. I m TOEATRE | —SARGENT <S ARLINGTON— July 14-26—Thur. Fri. Sat. General Kirk Douglas—Lauren Bacall “VOUNG MAN WITH A HORN” Willrad Parker—Audrey Long “DAVID HARDING, Counterspy” July 28-30—Mon. Tue. Wed. Adult Gary Cooper—Lauren Bacall “BRIGHT LEAF” Mala Powers—Tod Andrews “OUTRAGE” Magnús Gilbertson, maður 89 ára lézt s. 1. mánudag, að heim- ili sínu 697 Rosedale Ave., Wpg. Hann var fæddur á íslandi, en kom til þessa lands fyrir 70 ár- um. Hann var trésmiður að iðn. Hann lifa kona hans, Guðrún, 3 dætur, Mrs. K. Thorsteinsson, Mrs. J. Kellet og Mrs. E. John- son, og einn sonur Thomas. Jarð arför fer fram kl. 4 e.h. frá út- fararstofu Bardals. Séra Rúnólf- ur Marteinsson jarðsyngur . ★ * ★ Hósías B. Pétursson og kona hans Svafa, eru stödd í bænum. Þau komu til að vera við útför J. K. Péturssonar fóður Hósíasar. ★ ★ ★ Mrs. Stanley Smith frá Bos- ton, kom til bæjarins í byrjun vikunar. Hún kom til að vera við útför föður síns J. K. Pétursson- ar. * ★ * Benedikt Ólafsson og Páll Hallsson báðir úr þessum bæ, komu til baka s.l. sunnudag úr mánaðarferðalagi til fslands. Þeir heimsóttu æskustöðvar sínar, Benedikt á Akranesi, en Páll á Akureyri. Þeir eru svo hrifnir af férð- inni, að þeir segjast aldrei því- líka helgi eða hvíldardaga hafa átt. Þeim var óskiljanlegt hvað eins fámenn þjóð og íslending- ar eru hefðu afkastað á sviði framfara, eins og hin nýja Sogs- virkjur þeirra bæri vott og Karfa-fiskniðuruðan á Akranesi. Benedikt heyrði talað um aukna fiskveiði síðan landhelgin var að lögum gerð. * « * Bergur Jónsson frá Baldur, Man., var staddur í bænum s.l. föstudag. Hann sagði alt bæri- legt að frétta úr sinni bygð, — bændur fengju gott verð fyrir framleiðslu sína. ★ ★ * í flugfari frá fylkisstjóm Manitoba er haldið að 7 menn hafi farist norður við Berens River í morgun. Einn mannanna er íslendingur, R. H. Fredrick- son, 908 Talbot Ave., Winnipeg. ★ * * Séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum, kom til Winnipeg um miðja s.l. viku. Með honum er kona hans, og börn þeirra hjóna. Séra Eiríkur er ráðinn til þjón- ustu lúterska safnaðar í Vancouv- er, og lagði af stað þangað á byrj un þessarar viku. ★ ★ ★ Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorsteinsonar á Gimli tóku próf við Royal Conservatory of Music of Toronto: Grade 1. Piano: Honors — Linda Bjarnason, Ruth Hokanson, Carolynn Martin, Joy Bllen Magnusson, Jennette Peterson. Grade 2 Piano: Honors — Mari- lyn Magnusson, Carol Bjarna- son, Grade 2 Violin: Honors— Har- old F. Bjarnason. Grade 3 Piano: Honors — Bev- erly Keller, Joan Chapel Pass — Patsy Chapel. Grade 4 Piano Honors— Anna Johnson, Guðfinna Kárdal. Grade 7. Piano Pass— Donna Mae Einarson. Grade 2 Theory — First Class Honors, Donna Mae Einarson. ★ * « English Services at Silver Bay at 11 a.m. and Vogar 2. p.m. Sunday July 17. —Rev W. Keim conducts. Gísli Einarsson frá Riverton, var staddur í bænum s.l. mánu- dag. ★ * * Mr. og Mrs. Walter Baldvin frá Independence, Miss. Komu fyrir viku síðan til bæjarins. Gera hjónin ráð fyrir að dvelja hér nyrðra fram á haust. Þau sögðu hita óþolandi, eða yfir 100 dag eftir dag í borg Tru- mans forseta. ★ ★ ★ í bænum voru staddar s.l. viku Mrs. M. Craig frá Foam Lake, Sask, og Mrs. S. M. Pálsson frá Oakland, Californíu, þær eru systur Mrs. O. Pétursson, Wpg., og voru að heimsækja hana og annað skyldfólk og kunningja. ■ • • « Til leigu að 800 Lipton St. á annari hæð 4 björt og góð verelsi með- fylgjandi rafstó. Verelsin fyrir skömmu pappíruð og máluð. — Miðaldra hjón æskileg eða tvær stúlkur sem vinna út. Ph. 28 168. ★ ★ ★ Séra Eric Sigmar messar í Piney Man. sunnudaginn 27. júlí kl. 2 e.h. FOR POWER When and Where You Need It You Can Depend on wov MARINE MOTORS OAíÓuNB j/fm We have jusi the size you need. Ask for particulars. A\umford. Medland, Phone 37 187 576 WaU St. [IMITEP, WINNIPEG % Islendingadaguriim í GIMLI PARK • Mámidaqinn 4. Agúst 1952 Forseti: Séra V. J. Eylands Fjallkona: Frú Friðbjörg Jóhanna Jónasson Hirðmeyjar: Miss Lilja Maria Eylands Miss Jacqueline Neil SKEMTISKRÁ HEFST Kl. 2 e.h. -D.S.T. —ÍÞRÓTTIR BYRJA Kl. 11. f.h. HEILRÆÐI SKEMTISKRA 1. O Canada (Karlakórinn og allir sýngja) 2. ó, Guð vors lands (Karlakórinn og allir sýngja) 3. Forseti, séra V. J. Eylands, setur hátíðina 4. Ávarp Fjallkonunnar, Frú Fríða Jónasson 5. Karlakórinn sýngur undir stjórn A. A. Anderson 6. Ávarp gesta 7. Karlakórinn sýngur, Gunnar Erlendsson við hljóðfærið 8. Minni fslands, ræða, próf. Finnbogi Guðmundsson 9. Minni íslands, kvæði, Dr. Richard Beck 10. Karlakórinn 11. Minni Canada, ræða, Mr. John Laxdal 12. Minni Canada, kvæði, Mrs. Kenneth McDonald 13. Karlakórinn 14. God Save the Queen Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, Fjallkonan leggur á hann blómasveig. Community söngur kl. 7, undir stjórn Paul Bardal, M.L.A. Dans byrjar kl. 9 í Gimli Pavilion Aðgöngumiðar að garðinum, ’O cents fyrir fullorðna, frítt fyrir börn innan 12 ára Aðgöngumiðar að dansinum 75 cents. —Gjallarhorn góð. íslenzkar hljómplötur, nýjar, verða spilaðar að morgninum AUur tími miðaður við Daylight Saving Time Bjart er úti og inni; eins í sálu minni. / Reistu háar hallir til hæða stefna allir. ✓ Vektu vizku dísir, vizkan öllu lýsir, sendu sólargeisla sem er hægt að beizla. Temdu tungu þína tekur þá að hlýna. Samúð öllu sendu, sannleik réttan kendu. Guð er alt í öllu eins í koti og höllu; hann sendir blessun sína sem þú mátt ei týna. Ljósin björtu ljóma, lífsins raddir óma, út um allan heiminn alveldis um geiminn. Andans auðlegð kendu, ástúðina sendu, vertu vökumaður : viðmótinu glaður. Kendu ungri æsku alvizkunnar gæzku, bentu á réttar brautir burt það nemur þrautir. Ef þú iðkar þetta, enginn vill þig pretta. Blóm í lífsins beði bezta veitir gleði — Gamfti Láki Gamli Láki segir: Af kærleik til lífsins á maður- inn að haga sér eins og enginn dauði væri til; sá sem ekki elsk- ar lífið, getur ekki elskað guð. Fegurðin göfgar sálina. Maðurinn er lifandi sjálfhreyfi- vél. Vonin er leiðarstjarna mannsins. Sá er voldugur sem kann að stjórna sér. f reiðinni er ekkert rétt athug- að — engin aðgætni. Geðilskunni og sjálfsálitinu fylg ir ætíð vesalmenska. Að óttast er sama og að hata. Oft fylgjast málæði og grunn- hygni að. Menn deila mest um það sem þeir skilja sízt. Hafið er spegill himinsins. Alt liífið er lofsöngur til guðs. Þegar maðurinn elskar, er hann brot af guði. í augnaráðinu talar sálin. Auðurinn er engin hamingja, — heldur meðal til hamingju. Vísindin eru æðsta speki lífsins. Orðin eru ávöxtur sálarinnar. Morgungleði lífsins er vonin, kvöldgleði þess er sigurinn. Fúsleg umgengni bendir á þíð- leik sálar. Biblían er heimsfræg þjóðsaga. Druknandi manni má bjarga, en ástfangnum ekki. Lífið er hreyfing, dauðinn er kyrstaða. í náftúrunni eru öll vísindi folg in. Söngurinn er alheimsmál. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Mimisi BETEL í erfðaskrám yðar COPENHAGBN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” Kaupmaðurinn: Fræðu frúnni þennan tískuhatt, drengur minn, og reyndu að flýta þér, svo hann verði ekki kominn úr móð áður en hún fær hann. • loaders move grain fast, up to 25 bu. per minute.Move ashes, cottonseed, water.too. SATISFACTION GUARANTEED OR YOUR MONEY BACK SIZES 16,21,27, 34 and 41 fl. Flutningsgjald að auk, $9.00 UJestern flgricultural Supply Co. Ltd. 105 PEMBINA HIGHWAY WINNIPEG, MAN. Islendingadagurinn í BLAINE WASHINGTON, Sunnudaginn 27. júlí 1952 Forseti dagsins — Stefan Eymundson Framkvæmdarnefnd: S. Eymundson, Andrew Danielson, Nita Westman, Lara Sigurdson, A. E. Kristjansson Söngstjóri — H. S. Helgason Undirspil annast — Mamie Popple Rolands SKEMTISKRÁ 1. Ó Guð vors lands................Allir 2. Ávarp Forseta...............S. Eymundson 3. Blaine söngflokkur 4. Einsöngur ................. Ninna Stevens 5. Ræða, Minni íslands, . ...próf. Finnb. Guðmundsson 6. Söngflokkurinn 7. Einsöngur ............... Margaret Sigmar 8. Ræða á ensku.............Halldor C. Karason 9. Einsöngur .................E. K. Breidford 10. Söngflokkurinn .............. O Canada 11. Almennur aöngur......H. S. Helgason stjórnar 12. Gestir 13. Eldkamla Isafold, God Save the Queen, My Country Veitingar verða á boðstólum Gjallarhorn flytur skemtiskrána til heyrenda Skemtiskráin byjar, stundvíslega kl. 1.30 Standard Time

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.