Heimskringla - 13.08.1952, Síða 2

Heimskringla - 13.08.1952, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. ÁGÚST 1952 Híimskringla (StofnuO 1818) Cimuz út á hverjum mlðvikudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VerO bktflslna er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaOinu aOlútandi sendist: Tfce Vlking Press Limlted, 853 Sargent Ave., Winmlpeg Rltatjóri STEFAM EINARSSON Utanáaterlft til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimslcringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 13. ÁGÚST 1952 Fjölmenn hátíð fslendingadagurinn á Gimli í ár, var, ef til vill, hinn fjölmenn- asti, sem þar hefir verið haldinn. Um 4000 manns, er talsverður hópur af íslendingum, dreifðir eins og þeir mega hér heita. Það er ekki með sanni hægt að segja, að íslenzk þjóðrækni sé hér týnd -og tröllum gefin, meðan íslendingar hnappast þannig saman. Og til þess er ánægjulegt að vita að minsta kosti meðan hér standa uppi nokkrir íslendingar, sem bæði unna arfi og ættjörð. Veður var hið ákjósanlegasta allan daginn. Gestir sem ekki höfðu bekki að sitja á, lágu á grasinu og slektu sólskinið meðan skemtiskráin, sem allir höfðu hin fylstu not af, fór fram. Ræður aðalræðumanna þóttu góðar en þær fluttu Finnbogi próf. Guð- mundsson og Jón Laxdal kennari. Það sem dálítið skygði á skemt- unina um hríð, var að Jón varð að hætta við að flytja ræðu sína sök- um lasleika, og við tók Árni Eggertson, K.C., er hlutverkinu lauk með lofi og lófataki frá áheyrendum. Sem betur fór hrestist Jón þó aftur, og var ánægjulegt að heyra það. Fjallkonan, Mrs. V. Jónasson, þótti ásjáleg í hlutveHki sínu og las ávarp sitt vel, þó hér sé fædd, og flestir fara nærri um hve erfitt er að leysa af hendi, að máli til, sem íslenzkar konur, fæddar heima á fslandi. En þetta hafa nú fleiri hérfæddar konur gert og vel sé þeim. Þannig þyrfti að halda í horfinu með arf vorn í fleiri efnum. Daginn eftir heyrð- um vér í hópi nokkra fslendinga mann segja vini sínum: “Nú veit eg hver hin myndarlega fjallkona var sem þú varst að spyrja mig að. Það var hún Fríða Long, dóttir eins bezta kunningja míns, Berg- sveins Longs.” Eg lít svo á sem skoða megi þetta sem meðmæli með Fjallkonu þessarar hátíðar frá almenningi. Yfirleitt höfum vér heyrt talað vel um skemtanir dagsins og þá, sem í þeim tóku þátt. Eiga skáldin, aðrir ræðumenn og forseti dagsins, séra Valdimar J. Eylands, sinn s'kerf af því. Sérstakt þakk- læti og eiginlega medalíu á Páll Bardal sfcilið fyrir leiðsögu á almennum vísnasöng ár eftir ár á þessari hátíð. Hann hefir þar haft með höndum mikilvægt atriði á skemitskrá dagsins. Karlakórinn, undir stjórn Mr. Anderson, á og miklar þakkir skilið fyrir sinn veigamikla þátt í skemtiskránni. Próf. Finnbogi Guðmundsson flutti undur skemtilega ræðu á íslendingadeginum. Rúmleysis vegna getum vér ekki flutt hana í þessari viku og þykir fyrir þvtt'. Er svo um fleira, er bíða verður frá íslendingadeginum. Eitt var það sem lofað var á skemtiskrá, en ekki kom fram. Það var myndasýning frá íslandi. Hafa ýmsir þar orðið fyrir vonbrigð- um. En hátíðin hepnaðist eigi síður mjög vel. Fyrir alt það starf sem henni er samfara, á nefnd dagsins skilið þakklæti frá öllum þjóðraöknum íslendingum. Ræða forseta fslands: “Vér trúum á landið, treystum á þjóðina og felum oss forsjá—Guðs Eg tek með auðmýkt og bæn um vit og styrk við þessu háa embætti, sem varð laust við frá- íall hins fyrsta forseta íslands, herra Sveins Björnssonar. Eg þakka hæstvirtum forseta Hæsta- réttar og öllum almenningi árn-' aðar- og blessunaróskir. — Eg þakka þeim, sem hafa sýnt mér tiltrú og öllum þeim, sem nú vilja styðja mig í samstarfi að því marki, sem vér keppum að: heill,! heiður og hamingja íslenzku' þjóðarinnar. Mér er nú mikill vandi á hönd- um. Hinn fyrsti forseti hins end- urreista lýðveldis lagði grund-J völlinn. Hann hafði öll skilyrði til að taka við æðstu völdum þjóðar sinnar og gegna þeimj störfum sem þjónustu. Það kom í hans hlut að leysa ýmsan vanda, en f jölþætt lífsreynsla hans, góð- ar gáfur og sáttfýsi greiddu vel úr og giftusamlega fyrir land og þjóð. Hann átti ríkan þátt í að gera forsetum íslands framtíð- arbústað af smekkVísi og stórhug, og þó öllu stillt í hóf við hæfi fá- mennrar þjóðar. Heimili forset- ans og hans ágætu frúar var við- urkennt fyrir gestrisni og hæ- versku við móttökur innlendra manna og erlendra. Bessastaðir munu Iengi búa að fyrstu gerð og geyma minningu þeirra. Hierra Sveinn Björnsson vann dyggi- lega sitt hlutverk í sögu íslands um fjörutíu ára skeið og hann hefir tryggt sér þar sess. Vér minnumst hans í dag með þakk- læti og virðingu. Sá sem er fyrstur í starfi á rík- an þátt í að móta þær venjur, sem skapast um beitingu valdsins. — Stjórnarskrá íslands fær forseta mikið vald, í orði kveðnu, en tak- markar það við vilja Alþingis og ríkisstjórnar. Um ilöggjöf og stjórnarathafnir þarf undirskrift ráðherra, sem bera hina pólitísku ábyrgð. Forsetinn skipar ráð- herra og veitir þeim lausn, en er um það bundinn af vilja meiri- hluta Alþingis — ef hann er til, svo sem vera ber. Þegar þjóðin befir kosið til Alþingis, þá ætl- ast hún til, að þingmenn hafi lag og vilja á, að skapa starfandi meiri hluta. Það er hættulegt fyrir álit og virðingu Alþingis, þegar það mistekst, og ætti helzt aldrei að koma fyrir. Það er þjóð- arnauðsyn að áhrif forsetans til samstarfs og sátta séu sem ríkust, og þá sérstaklega, þegar stjórnar- myndun stendur fyrir dyrum. — Um það starf er þegar nokkur feynsla fengin á átta árum frá stofnun lýðveldisins, en fordæm- in ná lengra, því hér var þing- bundið konungsdæmi frá því vér fengum innlenda stjórn, og er auk þess til hliðsjónar öll þróun þingbundinnar konungsstjórnar á Norðurlöndum og víðar um heim. En hver sá forseti, sem vinnur að sundrung og lætur sig engu skifta vilja Alþingis og kjósenda í landinu, hann hefir rofið eið sinn og verðskuldar þá meðferð, sem stjórnarskráin heimilar. Trúin á þjóðina, traust á al- menningi, er grundvöllur stjórn- skipulags vors, fólkið sem áður safnaðist í Almannagjá, en nú í kosningum um land alt, að und- angengnum frjálsum umræðum. Þetta er eina stjórnskipulagið, sem leysir þjóðirnar undan oki ofbeldisins. Kosningar eru aldrei hættulegar í lýðfrjálsu landi, það væri áfellisdómur um lýðræðið sjálft. Þær eiga að líkjast sverð- inu Sköfnung, sem græddi hvert sár, sem veitt var með því. Bar- áttan er óhjákvæmileg og átök nauðsynleg. Það eru leikreglurn- ar, sem einkenna lýðræðið, og friðsmaleg úrslit. Lýðræðið er jafnan í hættu, og ein hættan er nútíma áróðurstækni, sem er mót- uð í einræðisanda. Frjálsar um- ræður, vakandi áhugi almennings og þjóðarþroski er sterkasta vörnin. Þá láta staðreyndirnar ekki að sér hæða, — og sannleik- urinn mun gera yður frjálsa. Lýðræði er ekki öllum hent. Það verður að byggja á langri! sögu, menningu og þroska. Sú höll, sem reist er á einni nóttu, hverfur í jafnskjótri svipan. Vér Islendingar erum einna frægastir af bókmentum og langri þing- sögu. Hæfileikinn til sjálfstjórn- ar hefir þroskast heima í héruð- um og á Alþingi í þúsund ár. Vér höfum stjórnmálaheiður að varð- veita. Það væri oss til vanvirðu á alþjóðamælikvarða, ef þingstjórn og lýðveldi gæfist hér illa. Braut íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu er bein eins og ferill Jóns Sigurðs- sonar, endurreisn Alþingis, verzl- unarfrelsi, fjárráð landsins, mál- frelsi, félagsfrelsi, almennur kosningaréttur, heimastjórn og endurreisn lýðveldisins á íslandi. Það er hættulegt, ef vér gleymum baráttunni, sem á undan var gengin og vanmetum þann rétt einstaklinga og alþjóðar, sem unnnin er og teljum það jafn sjálfsagt og loftið, sem vér önd- um að oss. Sjálfstæði jafnt og lýðræði er aldrei tryggt nema ís- lendingar standi sameinaðir um að varðveita það. Þúsund ára þingsaga ætti að ljá oss Mfsreyn- slu og spekt og átta ára lýðveldi þróttinn til að meta að verðleik- um og varðveita dýrmætan arf. Fámenn þjóð og afskekkt má ekki við því að afrækja arf feðr- I S L A N D Minni flutt að Gimli 4. ágúst 1952 Eftir Richard Beck Sóleyjan forna! Sumarbjört þú skín, særoknar strendur gyllir morgunbjarmi. Fegri var aldrei fjalla-dásemd þín, firðimar glitra vafðir hlíðaarmi. Börn þín í fjarlægð blessa göfga móður, brúar nú djúpið þeirra hjartans óður. Finnurðu’ ei, ættjörð, anda þér um kinn ylinn um sæ með hlýjum vestanblænum? Langförull hugur lætur vænginn sinn leiðina stytta heim að gamla bænum. Sveipar hann enn þá æskufagur Ijómi, angar þar sætt af hverju smæsta blómi. Heiðbjarta land! Þinn himinn fagurblár hvelfist í sinni tign í okkar barmi; dunar í blóði ölduso'llinn sjár, svellur með straumanið í traustum armi. Bergmálar tungan brim við ægisanda, blæhvísl í runni, fjallaþeysins anda. Minningaland! Þín mynd í okkar sál mótuð er djúpt að lífsins hinsta kveldi, sonum og dætrum herðir hugans stál, hjartað þeim vermir björtum sigureldi. Arfur þinn, móðir, orkubrunnur dáða, andanum flug til draumalandsins þráða. Sagnhelga land! Nú frelsis fagur skín fagnaðardagur þér af aldar djúpi, vefur um tinda gullið geislalín, glæstum þig klæðir morgunroða hjúpi. Rætist þér, ættjörð, þjóðar dýrstu draumar, drukkni þér fjarri tímans öfugstraumar! ODE TO CANADA Minni flutt að Gimli 4. ágúst 1952 By Freda Bjorn The northern soul of Odin sings yours praise From silent hills to valleys wide and green. And high above your cliffs a timeless haze Reflects the mountain’s radiant white sheen In avenues of light across the sky To guide the homing birds that westward fly. Your prairie winds that cradle open fields Hum melodies in wonder of your land. High overtones blend where the ocean yields The shifting.smoothness of the crystal sand. The music of the earth is gay and free And lures the Vikings from the roving sea. Your forests are cathedrals tall and bright With healing airs unstained by human grief, Where ever rising rays of golden light Shine on the altars of the Maple Leaf. Your vital growth the living roots retain In fertile soil blessed by the sacred rain. Your flying colors proudly lead your race In truth and justice like the friendly sun. And dignity, sharp willed, in gentle grace Upholds the sovereign Unity in One. Your nature dwells in joy with wealth and fame As Freedom holds the holy living flame. anna. Saga þjóðarinnar, bók- menntir, tunga og þjóðerni er hennar sverð og skjöldur. Þjóðin kom að ónumdu landi og þurfti engum frumbyggjum að ryðja úr vegi. Það er einn sólskinsblett- urinn í sögu-f slendinga. Vér er- um fámenn þjóð og höldum hvorki her né flota. Landvinn- ingar og undirokun súna ekki vorri ættjarðarást í villu. Vér viljum hafa friðsamleg skifti við allar þjóðir, og eigum þeirri gæfu að fagna að vera umkringdir af friðsamlegum lýðræðisþjóðum.— Þeirra eru Norðurlandaþjóðirnar oss skyldastar að ætt, uppruna og öllum hugsunarhætti. En lega landsins skapar oss nágrenni við hinar engilsaxnesku þjóðir bæði um öryggi og viðskifti. Vér er- um einbúinn í miðja Atlantshafi, sem horfir beint í augu annarra þjóða, sem jafningi, hvorki með auðmýkt né yfirlæti, heldur sem þjóð á borð við aðra. Hér er gerð merkileg tilraun til að halda uppi ríki móts við stærri þjóðir. Vér eigum að sjálfsögðu mest undir því, að þær þjóðir sem ráða lofti og legi, virði rétt smáþjóðanna, þann rétt, sem þær hafa skapað sér með sjálfstjórn; þroska og auðugri menningu. Fámenn þjóð hefur kosti sem stórþjóðir eiga erfiðara að varðveita. í fámenni varðar oss meir um hvers annars hag en í f jölmenni. Það kannast allir ís- lendingar við, sem fundið hafa til einveru í erlendri stórborg. Hér varðar oss miklu Hðan hvers annars. Hinni eldri kröfu um frjálsræði og jafnræði gagnvart lögum og um völd er að miklu fullnægt. Og hin yngri krafa uni skyldur þjóðfélagsins til að tryggja atvinnu og afkomu þegn- anna á hér góðan jarðveg og er viðurkend af öllum. íslendingar sætta sig ekki lengur við örbirgð og vesaldóm og allra sízt við hóf- lausa misskifting lífskjara. Ár- ferði er breytilegt og afli mis- jafn, en moldin er frjósöm og miðin auðug. Tæknin er vaxandi og lífskjör þjóðarinnar hafa stórum batnað á síðustu áratug- um. Þjóðfélagið hefur hér nýtt verkefni, sem því var ekki eignað áður. Það er meðábyrgt um lífs- kjörin og hinar stærri fram- kvæmdir, sem einstaklingar ráða ekki við. Kröfur eru hér miklar og réttindi, en hin hliðin á þeim er þegnskyldan, sem er því ríkari, þar sem hér er engin herskylda. Launin verða aldrei til lengdar stærri en uppskeran. Samt veiður göfgi þjóðlífsins aldrei mælt í afurðum. “Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð”. Margbreyttir hæfileik.ir íslendinga og gáfr.r njóta sin nú að vísu betur en áður við batn- andi hag. Þjóðin er eins og þegninn, hún herur ekki einungis likama, neldur og sáJ. Ofstækið fcllur hér að mestu í farveg stjórnmálanna, en það má ekki henda, að hringiða flokka- drátta sogi til sín alt andlegt líf. Hinna stærstu verðmæta getum vér notið í sameiningu, þau eru einföld, hljóðlát og göfgandi. — Þjóðernið er okkcr einkunn, sv:,,• ur landsins, samheng: sögunnar og samhugur vor allra, sem nú erum uppi. Öll landsins börn eiga jafnan rétt til menningar- arfsins mikla, eftir því sem þeim er áskapað að njóta hans og á- vaxta. Rótlaus lýður verður ekki langlífur í neinu landi. Ef vér finnum samhengi liðinna kyn- slóða og eining allra þeirra, sem nú byggja landið, í sál okkar á hátíðlegum stundum, þá höfum vér í spenntum greipum það krossmark, sem fjandsamleg öfl flýja fyrir. Ef eg á mér ósk á þessari stundu, sem eg vona, þá need reliable answers lo your"crisis questions" this year! . . . get them in Thk Christian Science Monitor . AN INTFRNATIONAC DAILV NtWSPAPtR Often referred to as "a newspaperman's news- poper" the MONITOR covers the world with a networkof News Bureaus and correspondents. Order a special intro- ductory subscriptioh today — 3 months for $3. You'll find the MONITOR ''must'' reading and as necessary as your HOME TOWN . PAPER. The Christion Science Monitor One, Norway St., Boston 15, Moss., U.5.A. Pleose send me on introductory Moni- tor subscription—76 issues. I enclose $3. (nome) (oddress) (city> PB-IÖ (zone) (state) Lay Þown a Good Swath Swathing baríey is an ar.t. An ideal swath is one that lies upon the stubble with a rounded top and the heads exposed and laying on the straw of the preceeding stem. If the stem or the head falls through the stubble to the ground it is difficult to pick up and may be lost or if it is pidked up the grain may be damaged by coming in contact with the moist earth. To lay down a good swath the stubble must be the right length. If too short, the swath wil'l settle to the ground and it will not have good ventilation. If too long, the stubble will bend or let the swath down. In a norma’. crop a stubble of from five inches to seven inches gives good results. The cutting bar must be long enough to provide a good sized swath. The swather must be driven at the proper speed and the grain not dropped from too great a height. While straight swathes are not essential they usually are better built and one that is easier to pick up. For Further Information Write To BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE 206 Grain Exchange Building, Winnipeg Eighteenth in series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by Shea’s UJinnipeg Brewery Limited MD-318

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.