Heimskringla - 17.09.1952, Side 1

Heimskringla - 17.09.1952, Side 1
f'-----------------------"S AT ALL LEADING GROCERS Supcr-Quality “BUTTER'NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look íor the Bright Red Wrapper <________________________r* L AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper LXVI ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 17. SEPT. 1952 NÚMER 51. -ss MINNINGARRÆÐA ^ flutt í Sambandskirkju í Winnipeg, síðast liðinn sunnudag, við vígslu prestsherbergis, sem helgað er minningu Rögnvalds Péturssonar Kæru vinir: Hér í kvöld er verið að helga sérstakt herbergi í kirkjunni minningu þess manns, sem lengst og bezt allra manna vann að mál- um frjálstrúarhreyfingarinnar í þessari borg, hvort sem var með- al íslendinga eða enskumælandi. Auk þess var hann fremstur allra íslendinga, hvað íslenzk mál- snerti, hér vestra, en var þó ekki óþektur meðal hérlendra manna. Hann hlaut viðurkenn- ingu bæði frá háskóla og stjórn á íslandi fyrir það sem hann vann íslendingum og íslandi til gagns og heiðurs, og hann hlaut viðurkenningu frá guðfræðaskól anum, Meadville Theol. School, fyrir það sem hann gerði til að útbreiða frjálsa trú. Hann starf- aði hér, meðal vor í fjörutíu ár, og gaf bæði af tíma, kröftum og efni, fyrir þá stefnu, sem vér höldum hér enn uppi. Það er vegna þess, sem hann gerði, og sem hann var, að nú er verið að helga minningu hans, þetta her- bergi sem nú hefir verið afhent söfnuðinum. Það var ekki langt eftir að Dr. Rögnvaldur dó, að lagður var grundvöllurinn að þeim minningarsjóð, sem notaður var til að útbúa þetta herbergi. Þá voru 100 dollarar lagðir inn til stjórnarnefndar safnaðarins, sem byrjun á minningarsjóði. Stutt eftir bættust aðrir 50 dollarar við. Og svo stóð sjóður- inn við það um nokkur ár — þangað til að .kvenfélagskonur safnaðarins tóku sig til og söfn- uðu í minningarsjóðinn frá ýms- um vinum og vandamönnum, upp hæð sem nóg varð, til að gera herbergið eins úr garði og þeim fanst bezt eiga við. Upphafsmaður sjóðsins var Bergthor Emil heitinn Johnson, sem hélt mikið upp á Dr. Rögn- vald. Og lagði hann í sjóðinn fyrstu upphæðina. Það tillag sem bættist seinna við kom frá Miss Hlaðgerði Kristjánsson, mágkonu Dr. Rögnvaldar. Þegar kirkjan var gerð upp • íyrir hálfu öðru ári síðan, gaf stjórnarnefnd safnaðarins út bækling, sem tók það fram, eða benti á, að þessi sjóður væri til, og að hún hefði í huga að hann yrði notaður til að útbúa prests- herbergi, til minningar um Dr. Rögnvald, og leitaði samskota i sjóðinn í viðbót við það sem kom- ið var. En þá tók kvenfélagið það að sér að sjá um frágang á herberginu, með þeim ágæta á- rangri, sem allir nú munu sjá, er þeir skoða herbergið. Og stendur það nú sem minningar- og viðurkenningarmerki í þess- ari kirkju um Dr. Rögnvald Pét- urs^on. Það var árið 1898, að til Norð- ur Dakota og síðar til Winnipeg, kom maður sunnanað frá Chi- cago, Skrifari Western Unitar- ian Conf., sem varð seinna for- seti Unitara prestaskólans í Meadville, Penn., Dr. Franklin D. Southwood, í leit að ungum mönnum meðal íslendinga, sem mundu vilja læra til prests. Með- al annars hafði hann tal af Rögn- valdi Péturssyni, sem var þá ungur maður, 21 árs að aldri, og samdi við hann að hann skyldi koma til Meadville prestaskólans það haust. Það varð, og var hann með því fyrsti íslendingurinn sem inHritaðist á Unitara presta- Dr. Rögnvaldur Pétursson skóla í þessari heimsálfu. Ekki var hann þó fyrsti íslendingur- inn, sem tók Unitaranafnið, því Magnús Eiríksson í Kaupmanna höfn var búinn að því löngu áð- ur. Og aðrir á íslandi, þó að þeir tækju ekki Unitaranafnið, voru samt frjálsir í skoðun og fram- komu, eins og t.d. Magnús Stephensen, Björn Gunnlaugs- son, og fleiri. Og svo var Bjöm Pétursson hér f þessari heims- álfu búinn að stofna hina fyrstu íslenzku Unitarakirkju hér í Winnipeg, 7 árum áður, árið 1891. Og eftirmaður hans var sr. Magnús J. Skaptason, sem hafði einnig gerst Unitari. En það var árið 1898 sem Rögn- valdur sál. fór til Meadville til að stunda þar nám. Og var hann fyrsti íslendingurinn að innrit- ast þar, en ekki sá síðasti, því sjálfsagt um ellefu eða tólf ís- lendingar hafa stundað nám við Meadville síðan, og verið þar við nám um lengri eða skemri tíma, og þar á meðal má telja Jóhann P. Sólmundsson, Guðmund Árna- son, Albert E. Kristjánsson, Friðrik A. Friðriksson og fleiri, sem flestir kannast við og þekkja til. Rögnvaldur útskrifaðist árið 1902, frá Meadville, þá stundaði hann nám eitt ár við Harvard há- skóla í Cambridge, Mass., og var síðan ráðinn til safnaðarins hér í Winnipeg um haustið, 1903. Hann var prestur í Winnipeg til 1909, er séra Guðmundur Árnason tók við söfnuðinum, og svo aftur, frá 1915 til 1922. En frá árinu 1912 til 1928 var hann útbreiðslustjóri meðal Islend- inga fyrir Unitara félagið, og aftur frá 1935 til dauðadags. Af þessu sézt, að frá því að hann innritaðist í prestaskólann, og þangað til að hann dó, var hann í 42 ár, riðinn við starfsemi í þágu frjálstrúarhreyfingarinn- ar. Og var sá tími, atburðaríkt tímabil í sögu hreyfingarinnar hér á þessum slóðum. Margar voru mótbárurnar, og margt gert til að gera starf hans og afstöðu erfiða. En hann stóð eins og klettur og lét aldrei bifast, með þeim árangri að frjálstrúarhreyf ingin er hér í Winnipeg, enn við góðu lífi, þó að söfnuðirnir út um bygðir eigi við ýmsa erfið- leika að stríða, mest vegfta prest- leysis og annara ástæða sem eg fer ekki hér að telja upp við þessa athöfn. En ekki voru það aðeins ís- lenzki söfnuðirnir sem hann átti þátt í að stofna, en hann veitti einnig aðstoð og hjálp enska Únitara söfnuðinum, er hann var stofnsettur árið 1904. Þá var hann ekki búinn að vera prestur nema eitt ár, og nýkominn í nýju kirkjunna á hornið á Sargent Ave. og Sherbrook St. Og enn tilheyrir einn maður þessum söfnuði, úr þeim enska söfnuði sem þá var stofnsettur, og sem var einn stofnenda hans, og kona hans, sem var líka á stofnfund- inum, er nýdáin fyrir aðeins nokkrum vikum. En þau hjón voru Mr. og Mrs. A. W. Puttee, og man Mr. Puttee vel eftir þeim tíma og hefur margar fróð- legar sögur að segja frá þeirri tíð. Þeir eru ekki margir eftir sem í söfnuðinum stóðu á þeim ár- um. En þar var tengiliður á milli safnaðanna hins enska og ís- lenzka, frá því fyrsta, því þessi sami maður, löngu fyrir þann tíma, sem ungur maður nýkom- inn frá Englandi, og sem þar hafði tilheyrt Únitarakirkju, sótti messu til séra Björns Pét- urssonar, árin 1891 og 2 og 3, þó að hann skildi ekki eitt einasta orð. En hann vissi að það var Únitara söfnuður, og þar vildi hann vera. Og í Únitara söfnuð- inum hér í Winnipeg hefur hann altaf verið síðan. Og þegar hann og aðrir ensku- mælandi Únitarar mynduðu meðal sín, söfnuð, héldu þeir fyrstu fundi sína í íslenzku Ún- itara kirkjunni. Og hélt Rögn- valdur því sambandinu, sem þá skapaðist, til þess síðasta þó að aðal verksvið hans væri meðal ís- lendinga. En hann tók það eins nærri sér þegar enskumælandi söfnuðurinn var að því kominn að leggjast niður, eins og ef að einn safnaða hans væri að hverfa. Það var hann sem aðal þátt átti í því að lífga hann við aftur, árið 1929, og að eg kæmi hingað að skólagöngu minni lokinni, seinna um sumarið það sama ár og tæki þann söfnuð til þjón- ustu. Það var fyrir tilstilli hans að eg fór seinna til íslands er íslenzki söfnuðurinn misti prest sinn, til að stunda þar nám í ís- lenzku, og það var fyrir ummæli hans, að söfnuðirnir hinn enski og íslenzki komu saman hér í þessa kirkju, og að lokum mynd uðu einn sameiginlegan söfnuð. Og mér finst það alt benda til þess, að þrátt fyrir hve góð- ur og sannfærður íslendingur hann var, sem allir, sem þektu hann vita og viðurkenna, þá hafði hann jafnmikinn, eða jafn vel meiri áhuga fyrir trúarstefn- unni, og alt vildi hann leggja í sölurnar heldur en að sjá hana bíða nokkurt tjón eða falla. Eg hefi lesið nokkrar ræður eftir hann í bókinni sem gefin var út fyrir skömmu, 1950, og sem er nefnd, “Fögur er Földin . Þar, á einum stað, segir hann, þessu til sönnunar, að trúarstefn una virti hann hæst allra mála. “Trúmálin eru aðal málin í mannfélaginu, því þau hafa í hendi sér þroska og menningar- skilyrðin öll, og enginn félag- skapur er göfgari og æðri en kirkjan, þrátt fyrir alt. Eg þekjki engan, (segir hann) sem mér finst vera henni æðri eða meiri. Allar hinar tilraunirnar til sam- einingar mönnum, eru sem gras, er skjótt hverfur.” Og aftur segir hann, í sömu iæðunni, “Það er ekki vanhugs- un að skipa trúmálunum fremst, né er það vottur um einangrun eða íhlutunarleysi í þjóðlífinu. Þau eru aðal efnið, kjarninn í öllu lífi og starfi mannanna . . • Eg er sannfærður um, að ef sá tími kæmi, að þau yrðu það ekki þá leiddi það til afturfarar, það væri stórt tap.” Hlann var víðsýnn, skilnings- góður, á lífinu og á mönnunum. En hann var svo víðtækur í hugs- un, stórhuga, í hugsun og í orði, að stundum áttu menn erfit með að fylgja honum eftir. Hugur þeirra náði ekki eins langt og hugur hans, og þess vegna var skilningur sumra á því, sem hann flutti, oft miklu minni eða takmarkaðari en það, sem hann í raun og veru meinti. Þeir voru eins og spörvar sem reyna að fylgja örn í flugi, en ná aldrei þeim hæðum, né því frelsi eða víðsýni sem háflugið eitt getur veitt. Og þess vegna enn er sum- ir lesa ræður hans, finna þeir miklu minna í orðum hans, en hann hafði í huga, og vildi að menn gætu skilið. En það er vegna vöntunar á þekkingu, á skilningi, á andlegum þroska hjá þeim og þess vegna tap fyrir þá, alveg eins og spörvinn fær aldrei að þekkja dásemdir há- sala loftsins, hátt yfir fjalla- tindi, yfir fjöll og bæji, sem örnin þekkir er hann líður hátt á lofti, í víðáttu himinsins, þar sem er frelsi og fegurð himin- geimsins, en enginn hávær glaumur eða þrengsli eða lítil- menska. Þetta sannast af orðum úr ann- ari ræðu, sem eg vil lesa kafla úr, en hver maður getur aðeins lagt þann skilning í orðin sem hann hefur hæfileika og gáfu til. Betur getur hann ekki. Þar er sagt: “Inn í sögu mannkynsins flétt- ist saga sannleikans, eftir því, sem vér skiljum sannleikann. — Það er saga hinnar uppvaxandi þekkingar. Heimurinn slær ekki undan fávizku mannanna, hann leiðréttir hana. Með óþreytandi endurtekningum sýnir hann, hvar menn fara vilt um orsakir og afleiðingar, unz þeir glöggva það. Af þessu hefur mönnunum lærzt, að undir lífið verða þeir að bera allar sínar tilgátur og hugboð til staðfestingar. Upp af þessu eru sprottin vísindi nú- tímans. “Eftir því sem þekkingin á þessu efni hefur vaxið, hefur þeim fjölgað, er, (að yfirveguðu máli) hafa lagt sín andlegu mál og hugboð undir hinn sama próf- stein. AUar vorar hugmyndir, — allar vorar arfsagnir verða að berast undir dóíh lífsins, leita staðfestingar í því eða hverfa að öðrum kosti. Á þennan hátt er sannleikurinn að sigra, segj- um vér. Hann er að koma meir og meir í ljós.” Eftir því, sem eg man Rögn- vald bezt, og eftir því, sem eg nú les ræður hans, þessar fáu af ótalmörgum sem hann flutti, finn eg stranglega til þess, að aldrei þekktist neitt lítilmann- legt við hann, aldrei nein lítil- menska, eða þröngleiki, eða ein- sngrunarandi. Hann þoldi ekki smásálarskap, og vildi ekkert með hann hafa að gera. Það var fjærri allri hugsun hans og fram- komu að geta liðið þesskonar hugsunarhátt. Og hér vildi eg koma með enn önnur orð eftir hann, sem mér finst sýna þetta mjög glögglega. Hann segir í þessum kafla: “Félagsmálum vorum er í mörgu ábótavant, en þó er félags andanum meira ábótavant, eink- um í því, að láta smámunina oft .... varna því, að vér le^gjum kraftana fram sameiginlega. — Minnist þess, að eins og mennirn ir eru margir, svo hljóta viljarn- ir að vera margir og koma í ljós. Enginn einn á öllum heiminum að ráða, heldur allir með sam- komulagi og í sameiningu. Það er sá grundvöllur, sem lýðstjórn- ar-hugsjónin byggir á. Minn- umst þess, að hin sömu örlög bíða allra vor. Vér erum saman- hnýtt í örlagaeining sem þjóð- arbrot. Vér frelsumst öll, náum hugsjónatakmarkinu, sem vér höfum sett oss, eða förumst öll á eyðimörkinni. Og hugsjónin, takmarkið er, fyrst að lifa sem ákveðin eining með öðrum í 'hin- um stærra heimi, og svo að lifa í frjálsri kirkju, í frjálsu samfé- lagi, þar sem hver og einn, smá- stígur eða stórstígur fær fetað, eftir því sem hann hefur orku til, í sporin hans, er fór um fcring og gjörði gott í þeim eina tilgangi að “hefja land og lýð og lækna mein á sinni tíð.” Þessi orð eru tekin úr ræðu sem nefnd er “Sameign æfinnar”, og ex aðal þráður hennar sá, að allir eigum vér þátt saman, í líf- inu, og að menn gjöri rangt að reyna, í hvaða tilgangi sem er, að inniloka sig frá heildinni, eða að einangra sig, eða að láta sem heildin hefði minni þýðingu en sérstakir partar hennar, sem viss- ir einstaklingar innan heildar- innar vilja skoða sem þýðingar- meiri, og e. t. v. þýðingarmest. í þessu sama sambandi ættu menn að lesa hina framúrskar- andi góðu ræðu sem flutt var í til efni af ,100 ára afmæli Únitara- félagsins í Bandaríkjunum 1925. Þar, í þeirri ræðu, sannast enn betur, hve sjóndeildarhringur Dr. Rögnvaldar var víður, og næstum því takmarkalaus, hve frjáls í anda hann var, hve skiln- ingsgóður á öllu, sem frelsi á- hrærði, og hve hann hikaði aldrei við að yfirstíga öll tak- mörk, að virða að vettugi öll höft, eða bönd, og hafði ekkert nema fyrirlitningu á öllum sem þau takmörk vildu setja, hvort sem voru trú, eða mannfélags- mál, stjórnarmál eða alheims, og alþjóðamál. Hann leitaði hik- laust að sannleikanum, hvar sem hann var að finna. Hann var ís- lendingur í húð og hár, og mikill íslands vinur. En hann vissi, og viðurkendi að ekki höfðu fslend- ingar einir aðgang að öllu, sem satt og fullkomið er, og sá aldrei ástæðu fyrir að leita ekki líka til annara þjóða manna og eiga samfélag og samneyti við þá, hve- nær sem tækifæri gafst, eða þörf gerðist. Hann ræddi um þetta beinlín- is og óbeinlínis í ræðu einni, sem birtist í bókinni, “Fögur er Fold- in”, og þó að hann tæki það ekki fram í svo mörgum orðum er meining hans augljós hverjum sem vill eða getur skilið. Eg vil leyfa mér hér að taka enn annan kafla, dálítið lengri en hina, og með því enda þessi fáu minningraorð, sem eru alt of fá, og skilja margt eftir ósagt, sem hefði átt að vera sagt, og fara hvergi nógu langt til þess að gera honum þau skil sem hann verðskuldar, honum og minn- ingu hans. í þessum kafla, segir hann, Frægðarleysið og frægðarljóm- inn, sem fylgir hverjum um sig ofan í gröfina, stafar ekki frá lífinu sjálfu, heldur frá því, hversu þeir hafa sýnt þrek til að reyna á sig fyrst í stað, og ekki eigi endilega fyrst í stað, heldur og fram til hins síðasta, undir náttmálin. “Út í þetta, (segir hann) ætla eg ekki lengra að fara, en bæta því einu við, að frægð og nyt- semi og þroski haldast í hendur; án eins er annað ekkert, og það er ekki alt á eina lund eða í eina átt, heldur í óteljandi áttir, og þangað eru ekki fótmál ákveðin að tölu né ákveðin staður, sem aðeins fáeinir komast fyrir á. Vér vitum ekki, en einhvern veg- inn finst oss það, að bjartara sé yfir orðunum, heiðara og hreinna loft í kringum þann, andinn heilbrigðari, drengilegri og sannari, sem hrópar við yztu og síðustu ófæruna, er hann hef- ur mist fótanna; “Berið mig í sollinn”, út til mannlífsins, út á alfarveginn, þar, sem menn keppa og deila, hryggjast og gleðjast, þar sem ungir eru að leikjum, börn á hlaupum með glaðværum klið, hinir allir við erfiðið og vinnu sína, þar sem vélahljóðið gnýr og háreysti lífs- ins dynur, heldur en hins, sem bíður: “Byrg oss, fel oss, loka augum vorum og hlustum, fyrir því, sem er að gjörast”. Vér höf- um aldrei fyllzt aðdáun á þeim kappanum í æfintýrunum, er steypist í jörð niður, þegar í þrekraunina er komið, en hins- vegar fagnað því þegaj hann hef- ur verið úr sögunni, ódæminu einu verið færra. En hinum, sem ávalt hafa veriðtil búnir að grípa hjálm og skjöld og brýnjast fram í bleika elli, höfum vér öll fagn- að og fundið að það var vís von af honum að koma jafnan góðum málstað til liðs, manninum, sem þótt hann finni, að á daginn sé liðið ,að stundirnar séu að verða fáar, þorir að leggja á tæpasta vaðið, vér elskum hann, öll, — fáum því ekki varizt. Ungmenn- ið, sem þorir að tefla djarft fyr- ir það, sem er meira vert en lík- aminn og lífið, “ægir ekki allra djöfla upphlaup að sjá”, hatar þann sem kúgar, er ekki krækir alla hlykki á almanna leið, og þorir síðast að sigla á svarta haf- ið án þess, “að skyggnast eftir strönd undir liðinn daginn”, — Frh. á 3. bls. Borð og hluti af Minningarstofunni.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.