Heimskringla - 04.02.1953, Síða 3

Heimskringla - 04.02.1953, Síða 3
WINNIPEG 4. FEBRÚAR 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ýmsum mönnum nærri, æfielli dögum, opt þó séu fjærri. Horfin ert þú héðan, hugur foreldranna svífur liðnar leiðir, í ljósi minninganna. Aldurs þeim mun árin, óðum fara að styttast, ellin að því vinnur innan skams að finnast. Konu sína kveður Kærum þökkum meður, Endurminningarnar, er sú stund sem gleður. Eginmanns nú æfin, einmana í heimi, dimmt er öllu yfir astíð samleið geymir. Börnin sárt nú syrgja, sína móðir kæra. Alfaðirinn alda, alt mun gott þeim færa, himnesk föður höndin, hún, — þau ætíð leiði heims á hálum vegi, úr hættum öllum greiði. Far þú vel! þér fylgja, fagnar kveðjur þinna, systkina, sem syrgja, samhryggð vinir finna. Lífs á fögru landi laus við tímans slóðir, sigur sæll er fenginn, sælu tímar góðir! B. J. Hornfjörð TRÚIN á mannkynið í hinni þróttmiklu ræðu, sem úaviíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi flutti við hátíðahöld stúdenta í gær á svölum Alþing- 'shússins, komst hann m.a. þann- ig að orði, að tilgangur lífsins væri umfram allt að leggja rækt dð mannlega sál, þjóna andan- um. Hans níki væri meira og víð- kndara en öll stórveldi til sam- ans. Innst inni þráði allt mann- kyn meiri vizku, fegurra líf- Un-dir þessi orð skáldsins er fyllsta ástæða til þess að taka. —Öll barátta mannkynsins mið- ar að fegurra og fullkomnara lífi. En á vegi þess eru margvís- legar hindranir. Skammsýni og | eigingiini halda merki bölsinsl hátt á lofti 0g leiða hyldjúpa ó- gæfu yfir þjóðirnar. Af hinum illu hvötum spretta styrjaldir og mannvíg. Davíð Stefánsson lagði áherzlu ú, að íslenzka þjóðin hlyti um all an aldur að byggja starf sitt á andlegn baráttu. Hún yrði að hafa réttlætið að vopni, sjálf- stæðishvötina, frelsisþrána, sann færingarkraftinn, vitsmuni og drengilega einurð. Með þessum vopnum bæri okk ur að heyja baráttuna fyrir heim flutningi handritanna, verndun landhelginnar og sáttum í vinnu deilum. Skáldið lauk ræðu sinni með harðri ádeilu á þau óheillaöfl, sem kæmu af stað styrjöldum og &köpuðu mannkyninu böl og sorgir. Að síðustu komst Davíð Stef- ánsson sð orði á íþessa leið: “Þój að margt glepji og hindri góð á-j form, eru íslendingar meðal Þinna gæfusömu. Þeir hafa ekki ennþá mist trúna á mannkynið. j Meðan einn neisti brennur er; ekki vonlaust að eldurinn glæð-' ist. Meðan ein göfug tilfinning' ein fögur Og frelsandi hugsjón kviknar í mannlegri sál, er von, Uln björgun og frelsi alls mann-. kyns. Sýnum það íslendingar, að sú hugsun verði aldrei viðskila við^ þjóðina. Sýnum það í vilja og verki, að við trúum á guð og menn. Hver sem það gerir gengur fagnandi inn í framtíðina.” Mibl. 2. desember The annual meeting of the Jon ^igurdson Chapter IODE, will ke held at the home of Mrs. P. J- Sivertson, on Friday, Feb. 6, at 8. p.m. Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) ~ “Illt mun hljótast af þessu fyr eða síðar”, bætti spámaður þorpsins við hátíðlega. “Og samfara þessu”, sagði þeldökkur risi, með vöðvamikla brúna handleggi, er hann hvíldi á borðinu, “er það fyrirsjáanlegt, að á meðan vinnan á ökrunum er gerð með þessum vélum Satans, og umboðsmanna hans, hafa drengirnir okkar ekkert að gera, og leggjast í óreglu og drykkjuskap sökum skorts á heiðar- legri erfiðisvinnu” — “Það iítur sannarlega út fyrir að svo verði!” — “Og hvað á svo að verða um okkur?” — “Hver greiðir okkur laun?” — Hvernig förum við að draga fram lífið?” — “Já — hvernig?” “Bilesky lávarður hefir gert samning við djöf- ulinn”, þrumaði risinn. “Hvernig vitum við þá, þegar við erum sveltir í hel, líkamlega, nema lávarðurinn hafi einnig komið því svo fyrir við vin sinn Satan, að ha.nn selji honum sálir okkar líka?” Ungu mennirnir signdu sig í skyndi; og litu í kringum sig, og úr dökku augunum þeirra skein hræðsla og hjátrúarofsi. Kyrð hvíldi yfir þessu littla þorpi, hið ytra, og kvöldskuggarnir lengdust. Gegnum opnar dyr gestgjafahússins bak við þá, heyrðist rödd hinnar önnum köfnu veitinga- konu, er hún raulaði yndislegt smálag, meðan hún var að þrifa til í stofunni og eldhúsinu, og ljúka dagsverki sínu. Yfir höfðum þeirra andvarpaði hið grá- græna grátviðartré á sumarblænum. Sannarlega var ekkert í hinu friðsæla umhverfi, sem hefði átt að geta truflað sálarfrið þessara ánægðu og látlausa alþýðumanna, og þó virtist hjátrúar- kendur hryllingur hafa gagntekið þá alla — og enginn þorði að renna augunum út fyrir tak- mörk þorpsins, eða láta þau nema við rönd sjón- deildarhringsins, þar sem beint af augunn mátti sjá stóra byggingu með háum reykháf gnæfa við loft meðal kveldskugganna í vestrinu. “Eg vildi leggja til að faðir Ambrosíus væri beðinn að efna til sérstakrar bænastundar, til þess að halda djöflinum frá okkur”, sagði einn hinna ungu hjarðmanna að síðustu. “Faðir Amibrosíus hefir lofað mér því, að hann skuli hafa nægilegt vígt vatn næsta sunnu dag; við þurfum þess á heimilunum”, sagði Bersi, eins og fremur ófullnægjandi tilraun til hughreystingar. “Það er hér um bil ekkert sem djöfullinn hatar, eins og vígt vatn, hefi eg heyrt”, hvíslaði risinn. “Við gætum beðið föður Ambrosíus að stökkva viígðu vatni á alla nýju bygginguna”, lagði einn mannanna til málanna. “Væri það ekki betra, ef Faðirinn blessaði næstu rigningu, og þá myndi rigna heilögu vatni ofan í þennan reykháf og slökkva þann eld sem djöfullinn hefir kveikt?” “Það rigndi ekkert síðastliðinn St. Swit- hin’s dag”, sagði Bersi, er virtist mjög vantrúað ur í þessu efni, og við fáum að líkindum ekkert regn í næstu tíu daga”. “Það er nægur tími fyrir djöfulinn til þess að koma sér fyrir í þorpinu, og þá getur ekki Erkibiskupinn, og ekki sjálfur Páfinn í Róma- borg rekið hann í burtu.”. “Mér finnst við vera heiglar, allir saman”, sagði svarti risinn, stökk á fætur, og benti með stóru, vöðvamiklu hendinni í vesturátt. “Við höfum leyft herra lávarðinum að gera samning við djöfulinn, og staðið aðgerðalausir hjá meðan múrsteini ofan á múrstein var hlaðið til þess að reisa höll fyrir Satan. Og nú er okk- ur sagt að eftir tvo daga, verði allir í-búar Viítis að verki í iþessari Eucifers-myllu; og að eftir tvo daga verði hið indæla korn Belesky-herra- garðsins malað með engri annari aðstoð, en voða legu eldsbáli og þessum ofboðslega reykháf; svo og líka stálvélum einhverjum, sem eg gæti ekki smiíðað á steðjanum mínum, þó eg hafi smíðað margt vandasamt og erfitt um æfina. Og er ykkur alvara að segja mér, félagar góð- ir, að við ætlum að sitja hjá, og horfa bara á það ?■ þegjandi, að brauðið sé tekið frá munnin- um á okkur, og sálir okkar seldar óvini alls mannkyns?” Hei, nei! — Þetta er vel sagt, Sandor smið ur' ætlum ekki að láta það viðgangast!” hrópuðu allir einum munni, þar sem Bersi, sem sjaldan féllst á aðrar tillögur er sínar eigin, ypti öxlum með fyrirlitningu. “Við værum mannleysur, ef við *étum það ná fram að ganga.” Hvatningarorð risáns höfðu haft hressandi og hughreystandi ahrif á hina niðurbeygðu hjarðmenn. Þeir hrópuðu allir til hjóðfæra- flokksins að byrja á nýju lagi, og þar sem allir voru komnir í betra skap, lék flokkurinn fjör- ugt Magyra-lag, með ennþá meiri krafti en nokkru sinni áður. “Þú þarna Lotta! Meira vín fljótt!” hrópuðu einn eða tveir hinna eldri manna, og hinir tróðu í pípurnar sínar, reiðu- búnir að hlusta með ennþá meiri athygli á mál smiðsins Sandor. Eftir örfáar mínútur kom hin laglega veitingakona út með tvær eða þrjár flöskur og krúsir, og brosti kankvíslega, svo að sást í mjallhvítar tennurnar. Hún var undra-lipur að forðast hina á- sæknu handleggi, sem réttir voru út þess þess að reyna að grípa utan um granna mittið henn- ar, og jafnskjótt og hún hafði sett flöskurnar og krúsirnar á borðið. gaf hún frekustu aðdá- endunum maklega ráðningu með snöggu höggi á vangann. “Hvað eruð þið allir að hávaðast yfir, allt í einu?” sagði hún, um leið og hún rikkti til litla dökkhærða höfðinu. “Eg hélt að þið væruð að stofna til einhverra hrekkjabragða, þið voruð svo þögulir rétt áðan”. “Það eru stórkostlegir hlutir að gerast, Lotta, ljúfan mín,” ságði smiðurinn mjög há-1 tíðlega, eins og við átti, og var í fullu samræmi við hans nýju virðingar-afstöðu. “Við höfum áríðandi málefni að ræða um, sem alls ekki eru hæf fyrri kvenmannseyru”. Lotta horfði á hann, og kátínan ljómaði úr glaðlegu, dökku augunum hennar. Hún ypti of-1 urlítið öxlum, og sagði hlæjandi: “Herra minn trúr, Sandor, en hvað við töl- j um nú digurbarkalega, þegar það vill svo til að Andras Kemeny er ekki staddur hér. Eg veit vel hvað iþið eruð allir að bræða með ykkur, þó eg láti sem eg heyri það ekki. Þið vitið vel, að Andras myndi aldrei leyfa ykkur að tala óvirðu lega um herra lávarðinn, eða hefja samsæri gegn honum, svo þið grípið tækifærið þegar, hann er ekki hér, og viðhafið allskonar skugga- legt leynibrugg á bak við hann. En eg skal segja ykkur það, að hann er ekki eins langt í burtu og þið haldið, hann mun komast að bruggi ykkar — og þá — já, ykkur er öllum vel kunnugt um, að hann hefir stóra skapsmuni, og er þungur í j skauti þegar hann reiðist!” “Og eg hefi stóra lund líka, gullið mitt!”l svaraði risinn hlæjandi, “og þú ert mjög huguð j að hafa reitt Sandor smið til reiði — Heldurðu j að við séum börn, og séum hrædd við Andras eins og skólameistara? Þú verður nú að kyssa mig fyrir að bera fram þessa ósvífni, Lotta; — já, svo sannarléga skaltu kyssa mig þrisvar, og gera eiginmann þinn og herra svo öfundsjúk- an, að hann mun brjóta nýja stafinn sinn á fall- legu, holdugu herðunum þínum. Og hver verður þá hræddur? Svaraðu mér því, snotra litla”. Og hrimsvarti risinn, er í eðli slínu var gæddur öllu hinu sanna léttlyndi og glaðværð Ungverja, gleymdi djöflinum og öllum hans vélabrögðum, Bilesky lávarði, og nýju myllunni hans, og tók til að elta hina laglegu konu á kringum borðið; þar sem tveir ungir hjarðmenn, sem féll þetta glens og glaðværð eðlilega margfalt betur en tal um djöfulinn, og leynibrugg við lávarðinn, tóku þátt í eltingaleiknum. En á meðan léku far and-hljóðfæra leikararnir fjörugan og öfsa- fenginn þjóðdans, og allt þorpið lék á reiði- skjálfi af hávaða, glaðværð og hljómlist. 2. Kapítuli ÁSTSÆLD OG LÝÐHYLLI Sveitt, og másandi og æst, hljóp hin laglega veitfngakona hring eftir hring kringum borðið ■ undir pilviðnum, og Sandor smiður ávallt á hæl- unum á henni; hann hafði þó samt sem áður drukkið helzt til mikið af hinu ágæta víni, sem Heveshéraðið er frægt fyrir, til þess að vera vel Stöðugur á fótunum í góðan eltingaleik. Hún hafði numið staðar öðru megin við borðið, más- andi af mæði og hlátri. Sandor smiður hafði stanzað hinu megin, og horfðust þau í augu yfir borðið, reiðubúin að efna upp á nýjan leik, þeg- ar tveir sterkir handleggir einhverstaðar frá., gripu, án allrar aðvörunar utan um mitti Lottu, og tveimur háværum kossum var þríst ósleiti- lega,' sínum á hvora kinn, en hlæjandi rödd hrópaði yfir til risans: “Þú fórst alveg öfugt að þessu, vinur minn ! Sandor. Þetta er eina rétta leiðin, er ekki svo, Lotta?” Og þó hún brytist afurlítið um til mála myndar, tókst aðkomumanninum að ræna tveim ur, þremur kossum í viðbót frá hinni fríðu konu, því næst lyfti hann henni upp, og bar hana heim að dyrum veitingahússins, og eftir að hafa bjargað henni inn í hennar eigin stofu, lokaði i hann hurðinni, og sneri sér hlæjandi að smiðn-1 um, er hafði tekið það, þótt svona væri leikið á hann 1 viðskiftunum við veitingakonuna, með furðumikilli geðprýði, og stillingu. “Drekktu flösku af víni með mér, Sandor, til þess að bæta þér upp kossana, sem þú fékkst aldrei. Lotta, dúfan mín!” hrópaði hann, og barði á dyrnar, “þegar þú ert búin að kasta mestu mæðinni, þá færðu okkur út hingað nægi legt vín handa öllum. Og þið hljóðfæraleikarar, leikið fyrir okkur fjörugasta lagið, sem þið Professional and Business | ===== Directory Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGIJRDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Lld. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yatd Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winniptg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjuin kisiur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smáscnd- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Gimli Funeral Home PHONE - 59 PHONE Day aiul Night Ambulance Service BRUCE (Licensed LAXDAL Embalmer) Baldvinsson’s Bakevy 749 Ellice Ave., Winnipeg (tnilli Sitncoe & Beverlev) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðirtgar Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop -53 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL L I M I T E D selur llkkistur bg annast um útfarir. Allur úftbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonor minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria St., Winnipeg. Mcu Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDBON Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor <S Builder * 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONF. 922 496 Vér verrlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCER PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnip TALStMI 3-3809 TIIÖS. JACKSUS & SI)\S LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg SAVE I/z ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Writc For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CÖ. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74*8733 -------------------------------^ VIÐ ANDÞYNGSLI SKJÓT- UR BATI þér þurfið ekki að mása, draga þungt andan, hósta, cða anda með erfiðleikum. getið spilað, meðan við drekkum skál fyrir góð- Notlð Templeton’s RAZ-MAH pillur. Sér- .... , . , , ° staklega bunar til fyrtr þá og lina þraut- urn felagsskap og Vinattu, friðum konum, Og i, þeirra sem þjást af andþyngsli, gefui okkar elskaða Magyar-landi, sem Guð megi æf- Þeim auðveldar og þægilegri andardrátt, • t °K etnnig geta notið rólegs nætursvefns. ínlega blessa og vernda! , Verð-65c i lyfjabúð 1.35 R.53 Off. Ph. 74-5257 700 Notrc Dame Ave, Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOF Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Þjóðræknisþingið verður hal< ið á þessu ári í Winnipeg. Fe það fram dagana 23—24—25 fet Menn eru beðnir að athuga þett; og deildir að fara að búa sig un< ir að senda fulltrúa. Nánar aug lýst síðar.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.