Heimskringla - 18.02.1953, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.02.1953, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEB. 1953 “Já, vina míín”, samsinnti lávarðurinn. — “Gefðu allar þær skipanir sem þér þóknast, og láttu slátra öllu því, sem þú heldur að þurfi, öllu sem þú heldur að verði étið upp. Svo er Guði fyrir að þakka, að það er nóg til af öllum fæðubirgðum á Bilesky-herragarðinum,^ nægi- legt til að fæða alla þá vini og fjölskyldur þeirra, úr hvað mikilli fjarlægð sem þeir koma, til þess að njóta góðgerða hjá okkur. Ef ekki skyldi verða nægilegt rúm til þess að hægt sé að láta hvern og einn hafa sérstakt hvílurúm, þá má láta strá á gólfið í leikfimissalnum, og þar geta allir hinir yngri menh sofið, til þess að kvenfólkið og börnin geti haft öll hin betri her- bergin til afnota Láttu Önnu slátra öllum þeim alifuglum, af hvaða tegundum sem þeir eru, og hverri þeirri skepnu sem með þarf, og taka upp hverskonar garðávexti, það er nóg til af öllu, og fram yfir það!” Bilesky var stoltur og öruggur yfir hinum fögru og frjósömu landeignum sínum, sem veittu honum allsnægtir, og gerðu honum létt fyrir að sýna af sér stórkostlega risnu í þessu landi, sem Víðfrægt er fyrir gestrisni. Hann hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum sínum, og reykti makindalega úr löngu, dýru pípunni sinni. “Eg vildi að eg hefði getað útvegað Ilonku nýjan silkikjól fyrir þetta tækifæri”, safði Irma greifafrú, dálítið raunalega. “Góða mín”, hló lávarðurinn ánægjulega. “Ilonka okkar mun líta töfrandi yndislega út í mússulínskjólnum, sem eg keypt iaf gyðingnum nanda henni fyrir tvær florins, og þú veizt ofur ve] að óhreinu og lúðu bankaseðlarnir eða aðrar myndir af okkar ástsælu hátign, Francis Joseph ei: mjög fáséð í þessu landi okkar. Og eg þakka Gúði fyrir það! Við höfum alla hluti sem við þðrfnumst. Og ef”, bætti hann við með kímni, að það væri ekki vegna mylnunnar minnar, og vélaútbúnaðins, myndi eg aldrei óska eftir að sjS bankaseðil frá ári til árs”. “Og því heldur þú áfram að eyða stórfé á þessa gufumylnu þína og uppskeruvélar, sem bagndafólkið óttast og hatar, og get eg ekki sagt að eg lái því það. Guð ætlaðist aldrei til að þess ir__ hlutir væru notaðir. Þeir eru uppfynding dföfulsins sjálfs, Gyri, og eg get ekki varist því að óttast að einhver vandræði og ógæfa hljót- is\ af þeim.” “Hvað er að heyra slíkt! Þú talar ncikvæm- lega eins og sumt af þessu hjátrúarfulla bænda- fqlki. Þið konurnar getið ekki skilið hversu stðjrkostleg blessun og ábati þetta verður fyrir míg og land mitt, þegar gufumylnan mín verður tflibúin til afnota.” “Ábatinn getur ef til vill, og ef til vill ekki, komið þegar stundir líða fram; eg játa það, að eg skil ekki þessa hluti, en það sem eg skil mjög vel, er að þú getur ekki með neinu móti haldið áfram að eyða fé til beggja handa á þessar uþpfyndingar Satans.” Bilesky þagði. Hann hafði komist að þvá af langri reynzlu, að eina ráðið var að þegja, þegar kona hans lét dæluna ganga, hvenær sem þetta uppáhalds, og mjög svo kostnaðarsama fyrirtæki hans bar á góma milli þeirra. “Gyri” hélt Irma greifafrú áfram, “það er eön ekki of seint. Viltu ekki hætta við þessa £{flsku og skemma ekki eða spilla þeirri ánægju og þeim mikla gleðskap, sem við, og allir, æfin- léga njóta á afmælinu mínu, með því að láta mylnuna byrja á sínu óguðlega verki einmitt þann dag?” “Ástin mín”, svaraði lávarðurinn, sem brást rr(j einnig kraftur þagnarinnar við þessari beinu og hlífðarlausu spurningu, “Þú hefir alltaf ver- ið álitin greind og hagsýn kona, þessvegna get- ur þú ekki leitt þér það í hugarlund, þar sem eg hefi nú eytt nálega einni milljón florins í það að reisa mylnuna, og hætti svo við að láta hana vinna sitt gagn nú, þegar hún loksins er fúllgerð?” “Þú hefir aðeins haldið áfram með þetta fyrirtæki af eintómum þráa, Gyri, það er ekki of seint að leggja árar í bát. Það er ekki til sú sál, sem ekki hefir alvarlega ráðið þér frá að h'alda áfram með þetta hræðilega, flónsku ný- ntóðins uppátæki þitt, sem nú þegar hefir gert þig hættulega óvinsælan á þínum eigin búgarði og landeignum.” Ennþá einu sinni reyndi eiginmaður henn- at að leita skýlis bak við órjúfandi þagnarmúr. Hann hélt áfram að reykja löngu pípuna sína í draumkendri leiðslu, og lét mælskustraum konu sípnar fjara dálítið út. “Gyri”, hélt greifafrúin áfram. “Eg hefi veitt því eftirtekt, að þú hefir tekið á móti heil níörgum heimsóknum frá Gyðingunum nú upp á síðkastið. Eftir að við vorum nýgift, var þeim aldrei leyfði innganga í okkar hús. Þér er vel kunnugt um að eg hata þetta vélaútbúnaðar- uppþot þitt, þar afleiðandi gerirðu mér enga grein fyrir hvaða viðskifti þú hefir við þá, en enginn Gyðingur myndi koma hér, nema því aðeins að eitthvað væri til að kaupa eða selja, eða þá peningalán með okurrentum. Það mun ekki hjá því fara, að þú leiðir yfir okkur sví- virðingu og ógæfu, ef þú byrjar á því að selja landeignir þínar, korn þitt og vtín, eins og hver annar óvalinn Gyðings-braskari. Hér er nóg til af því, og fram yfir það, það veit eg, þú hefir sagt það sjálfur, en kornuppskera vex ekki á akurlendum ungverskra aðalsmanna til þess að þeir saurgi hendur sínar með því að selja það fyrir peninga.” “Góða mín,” skaut Bilesky lávarður inn auðmjúklega, “þegar eg tók við yfirráðum þess- ara landeigna eftir föður minn, voru um þrjá- tíu þúsund mælar hveitis að fúna og verða með öllu ónýtt, án þess að hið minnsta væri gert til þess að notfæra sér það á nokkurn hátt.” “Og”, sagði hún, “hversvegna ekki það, því mátti það þá ekki verða ónýtt, ef það var svo mikið af því ,að það var ekki hægt að gefa það ? Á heimili föður míns urðu þrjú hundruð þúsund mælar ónýtir á einu ári, og hann hefði látið miklu meira fara sömu leiðina, heldur en að selja það. Taka við peningum fyrir það . . . . ! Hræðilegt!” bætti hún við, .með öllu hinu ó- beygjanlega ættarstolti liðinna kynslóða. Enn á ný brá eiginmaður hennar fyrir sig þögninni. Ef til vill kom honum í hug sú stað- reynd, að hvorki kona hans né systur hennar myndu að líkindum hafa haft skýli yfir höfuð sán nú, ef þær hefðu ekki allar gifst, því eigi aðeins uppskeran, heldur akrarnir, skepnurn- ar, búgarðarnir, og jafnvel hið forna óðalsetur höfðu fyrir löngu komist í klærnar á Gyðing- unum. Faðir þeirra hafði ekki saurgað hendur sínar með því að verzla með korn sitt og trjá- við, en hafði veðsett landeignirnar, höllina, alt, sem hendur varð á fest, og skilið börn sín eftir drambsöm eins og mest gat verið, en algerlega eignalaus. Irma greifafrú var ennþá mjög fríð kona, þótt hún væri komin eitthvað yfir fertugt. — Vöxtur hennar var fagur og tignarlegur, hör- undsliturinn ennþá unglegur, og hár hennar tinnusvart. Hún hafði verið annáluð fyrir feg- urð á sínum tíma, og hafði verið viðurkend feg- urðar-drottning þau tvö samkvæmis-tímabil, sem hún dvaldi í Budapest. Móðir hennar hafði alið hana upp undir íþví rótfesta kenningakerfi, að það væri skylda allra ungverskra aðalsmeyja að vera fríðar, og að ná sér í rtíkan og göfugan eiginmann, og Irma þegar hún hafði náð átján ára aldri var reiðu- búin að uppfylla báðar þessar skyldukvaðir. Fyrsta árið eftir að hún tók þátt í samkvæmis- lífinu, fór hún mjög varlega í vali sínu meðal aðdáenda sinna, þvlí hún átti þá svo marga. Ættgöfgi og stórkostlega auðugar landeignir voru nauðsynlegir og sjájfsagðir hlutir, áður en nokkur ungur aðalsmaður vogaði að biðja hana að dansa við sig þjóðdansinn, (cotillon). Það var margoft haft e£tir henni að Barónsnafnbót væri hið allra lægsta og auðvirðilegasta sem hún gæti mögulega lotið að, eða sætt sig við; gerðu þessi ummæli það að verkum, að enginn ungur aðalsmaður, sem fyrir neðan þessi mann- virðingamet var, dirfðist að biðja um hönd henn ar og hjarta. En einhvern veginn fór það svo að fyrsta árið leið svo, að Irma greifadóttir hafði ekki fundið hinn rétta maka, er samsvaraði þeim kröfum sem ættardramb hennar sjálfrar, og móður hennar gerði, og næsta ár var því hvíslað í samkundum og félagslífi aðalsfólksins í Buda- pest, að enginn hefði heyrt hana nefna þá yfir- lýsingu um auðæfi og tignarstöðu sáns væntan- lega maka, sem hún hafði látið svo ótvírætt í ljósi árið áður. Næsta samkvæmis-tímabil kom og fór, og Irma greifadóttir komst að því, sér til hinnar mestu skelfingar, á hinum tveimur aðal dans- leikjum samkvæmistímans, að hún myndi neydd til þess að gera sér upp höfuðverk, af þvi enginn hafði beðið hana að dansa við sig þjóðdansinn! Það var farið að líta raunalega illa út þegar Gyri Bilesky kom alt í einu fram á sjónarsviðið. Hann var ungur og fríður sýnum, og átti hálft Heves-héraðið, kvaðst þar að auki vera einlæg- lega ástfanginn í hinni fríðu aðalsmey, sem þrátt fyrir alt var farin að falla í verði á gift- ingar-mírkaðnum. Hann var auðvitað ekki Barón, það var satt, og hefði, ef til vill fyrir tveimur árum sííð- ar verið skipað á bekk með kjöltuhundi og kan- arý-fugli greifadótturinnar, en margt hafði gerst síðan, og heimurinn var að breytast í svo mörgu. Bilesky bar upp bónorðið, og því var vel tekið, og það var haft eftir Irmu á hinum mikla Casino-dansleik, að hver ungverskur aðalsmað- ur sem ætti hálft landið, væri fyllilega pdal gengur, hvað sem háum nafnbótum liði. Þau höfðu lifað mjög rólegu og þægile^ liífi síðan þau giftust, Gyri hafði ávalt verið viljugur að láta undan konu sinni í öllum hlut- um. Til allrar hamingju hafði hún mjög líkan smekk fyrir mörgu eins og hann, að einu undan skildu þó. Það marga sem þau áttu sameigin- j legt var, að bæði unnu hinum nálega konung- legu lifnaðarháttum hins ungverska aðalsfólks á hinum auðugu og frjósömu landeignum þeirra. Einnig áttu þau það sameiginlegt, að þegar hún einu sinni var gift, skeytti hún ekk- ert um höfuðborgina Budapest, þar sem pen- ingar, sem þau höfðu mjög lítið af, voru nauð- synlegir, og þar sem hún að líkindum hefði ver ið neydd til þess að leggja sér til munns kjöt af annara manna uxum og kálfum, og garðá- vexti, ræktaða í ókunnugum görðum. Einnig voru þau bæði frábitin að taka nokk- urn þátt í stjórnmálabaráttu landsins; hún elsk aði landið af því að það var hennar eigið land, og hlaut þessvegna að vera betra en nokkurt annað land undir sólinni, og þar afleiðandi óx betra hveiti þar, betra og ljúflengara vín var framleitt þar, og feitari skepnur aldar þar upp en í nokkru öðru landi í heiminum. En hvað ráðherraskifti þarna í Budapest snerti, þingkosningar, eða samband við Austur- níki, eða þá algerðan skilnað ríkjanna, um það hirtu hvorki hún eða lávarðurinn, hið minnsta, svo framarlega sem einkadóttir þeirra, Ilonka, með tiímanum fengi góða og hagkvæma giftingu, og eiginmaður hennar lenti ekki í klóm Gyðing- anna sökum sinnar háskalegu ástríðu 1 þessum heimskulegu akuryrkju-umbótum. En að öðru Jeyti var henni nákvæmlega sama þótt Ung- verjaland kæmist undir yfirráð Rússa, Hotten- totta, eða jafnvel Þjóðverja. Hún myndi hafa siglt gegnum þetta Mf í öllum siínum virðuleik, ánægð og þess full viss, að alt væri bezt og full komnast í þessum undraheimi hennar, ef þessi ofstækisfulla fíflska eiginmanns hennar með þessar vélar, hefði ekki angrað hana, og skyggt á hina eigingjörnu og sjálfsplskufullu hamingju hennar. Henni fannst þessi hugmynd um vélarn ar svo lág og skrílsleg, og algerlega ósamboðin ungverskum aðalsmanni, sem átti samkvæmt skyldu sinni, og öllum Guðs og manna lögum, að éta og drekka og lifa eins og konungur. — Hann átti að veita vinum sínum ríkmannlega, og láta þá, sem enga forfeður áttu, og þar afleið andi voru eiginlega ekki hluti af mannfélag- inu sjá um allt annað! 4. Kapítuli GKRARINN “Rósenstein, Gyðingurinn er niðri, herra lávarður”, boðaði Janó, einkaþjónn Bilesky og opnaði hurðina með auðmýkt og virðingu; — “hann segir að yður hágöfgi hafið mælt svo fyrir að hann kæmi í dag.’ Irma greifafrú stillti sig og þagði. f návist þjónanna, jafnvel þeirra, er bezt mátti trúá, hreyfði hún aldrei mótmælum gegn því sem húsbóndi þessa óðalseturs, herra lávarðurinn, skipaði, en gaf sjálf gott fordæmi í takmarka- lausri hlýðni og virðingu. Ekkert var unnið með því nú að fara nokkuð að minnast á komu Rósensteins, sem hún heyrði vera að dragast inn ganginn með hikandi skrefum. “Jæja, vina mín”, sagði Bilesky dálítið hik andi og vandræðalega, “ef til vill er betra að þú gefir Önnu meiri fyrirskipanir og ráðlegg- ingar, meðan eg tala við Rósenstein; og mundu það, að þú hefir leyfi mitt til þess að láta slátra öllum þeim skepnum á búgarðinum sem þú vilt, svo framarlega sem þú sérð um að nægilegt sé af öllu sem neyta þarf, svo að enginn skuggi falli á risnu Bilesky-setursins. Segið Gyðingnum að koma inn,” bætti hann við, og sneri sér að þjón inum. “og láttu hann þurka saurinn af skónum sínum áður en hann stígur á gólfið í -ganginum”. Á næsta augnabliki kom Gyðingurinn, bog- inn í baki, með auðmjúku bugti og beygingum inn í salinn. Þegar greifafrúin strikaði í allri sinni tign framhjá honum, reyndi hann að lúta enn þá lægra, og kyssa klæðafald hennar, en hún sveipaði að sér kjólfaldinum, og hraðaði sér út án Iþess að láta svo lítið að líta í áttina til hins fyrirlitlega Gyðings. Það var ekki auðvelt að geta sér um aldur Rosenteins nákvæmlega, jafnvel ekki einu sinni ónákvæmlega. Hið þunna hár hans, er var á litinn einna líkast skemdum gulrófum, hékk niður undan upplit- aðri húfu í limpulegum druslum. Klæðisúlpan hans síða, sem hneppt var upp úr og niður úr að framan, hékk losaralega á vaxtargrönnum lík- amanum, og var nálega gatslitin á hinum hor- uðu, útstandandi herðablöðum. Hann nuddaði horuðu höndunum, er mest af öllu líktust ránfuglsklóm, saman í sífellu, og horfði með daufu, vatnsbláu augunum niður fyrir sig allan þann tíma, sem hinn göfugi lá- varður lét svo lítið að ávarpa hann. Aðeins endr um og eins, þegar hann hélt að ekki væri eftir því tekið, leit hann illgirnislegu og hvössu augnaráði á Ungverjann svo hurfu hinar þunnu varir hans inn á milli tannanna, og það var eitt- hvað það í hinum upplituðu augum, sem hefði kennt skarpvitrum manni að vara sig. “Ertu kominn til þess að færa mér pening- ana?” spurði Bilesky valdsmannlega. “Jæja, eins og yður er kunnugt um, herra lávarður, þá er það nú svona, að eg er fátækur maður, og er því ómögulegt að hafa upp svo háa upphæð af aigin rammleik, svo . . .” “Eg kannast við þessar venjulegu lygasög- ur”, tók Bilesky fram í hlæjandi. “Þú mátt sleppa því að segja mér frá hinum hjálpsama vini, sem ávallt er reiðu búinn að hlaupa undir bagga með því að setja upp óhæfilega háa okur- vexti, og gegn iþeim verður þú að lofa beztu landeignunum mínum að veði. Segðu mér taf- arlaust, hvort þú vilt taka Sarda í veð fyrir 250,000 florins, og hvað mikilla vaxta þú krefst”. “Sarda er harla rýr og lítilfjörleg veðláns- eign, göfugi lávarður, fyrir fjórða part úr milj- ón. — Það er ekkert hús . .. .” “Hvað! Fjandinn sjálfur eigi alla þessa Gyðinga”, þrumaði Bilesky, “Þeir hafa búið í andstyggilegustu moldarkofum alla æfi, for- feður þeirra voru skorkvikindi í sorprennunum, og nú krefjast þeir húsa til þess að búa í. Sarda lendir aldrei í þínum saurugu krumlum, þú þarft ekkert að óttast um það; eg innleysi allar mínar landeignir eins fljótt og mylnan mín tek- ur til starfa, og hveitið mitt verður frægt um allt landið.” “Þér talið mjög viturlega, háttvirti lávarð- ur”, sagði hinn slægi Gyðingur, og gaut augun- um með kuldalegu háði til Bilesky, “gufumyln an er mikilvægt fyrirtæki, því hún mun draga úr erfiðinu, og þar afleiðandi bæta kjör vinnu- lýðsins. Það er ástæðan fyrir því að vinir mínir eru því ekki mótfallnir, að láta mig hafa pen- ingana, sem eg aftur á móti er mjög fús til að láta yðar hágöfgi hafa að láni fyrir svo göfuga hugsjón, þótt Sarda geti ekki kallast góð veð- lánseign.” “Haltu þér saman, og saurgaðu ekki Sarda með því að nefna það nafn; það væri sannarlega nægur heiður fyrir sig, í stað þinna bannsettu peninga, að fá að ganga um landeignina. Hvað svo um vexti?” Rósenstein hafði klemmt fast saman var- irnar, meðan Bilesky ruddi úr sér straum af ill- yrðum og svíðirðingum. Hann hafði eins og flestir þjóð- og ættbræður hans, þykka húð, þolinmæði og langlundargeð, er kom alt að góðu haldi í hinum sívaxandi viðskiftum og okrara-kaupbralli, er Gyðingar áttu við hið eyðslusama og stolta ungverska aðalsfólk. Sví- virðingarnar, er Gyðingarnir urðu að þolo, litu þeir á eins og hluta af samningunum, og höguðu okurvöxtunum samkvæmt því. “Herra lávarður”, sagði Rósenstein ofur mjúklega, “eg neyddist til þess að ganga að þeim skilyrðum sem vinur minn setti, viðvíkj- andi vöxtunum; eg er sjálfur fátækur maður, og þegar eg hefi endurgreitt þessum vinum mínum, þá verður harla lítið eftir handa mér til að lifa á. Til allrar hamingju er eg sparneytinn, og Eeri lágar og einfaldar kröfur, og því eru eitt hundrað mælar hveltis, at timmnu puaunu mælum, sem þeir heimta, á ári, alveg nægilegt fyrir mig”. “Fimmtíu þúsund mælar hveitis? — óþokk- inn þinn . . .” “Það er ekki eg göfugi lávarður, eg verð að mótmæla því, það eru vinir mínir, þeir halda því fram að hveiti verð verði lægra á þessu ári, en nokkru sinni áður, þessvegna bæta þeir 100 nautgripum við”. “Hundrað nautgripum, í viðbót? Þú auð- virðilegi hundur, samvizkulausa blóðsuga . . .’ “Og af því á eg aðeins að fá einn uxa og einn kálf handa sjálfum mér, lávarður minn; og hvernig á fátækur maður að lifa? Vinir mínir vilja ekki láta mig fá peningana nema þeir fái níutíu og átta nautgripi, og hveitið, að maður ekki tali um fimm hundruð fjár, og átta hundr- að alifugla, og fæ eg aðeins þar af tuttugu og fimm, fyrir að ganga t gegnum alt þetta erfiði viðvíkjandi öllum þessum viðskifta-samning- um”. “Þinn svívirðilegi fantur, ef þú heldur þér ekki saman, skal eg kalla á Janko, til þess að húðstrýkja þig, og gefa þér slíka ráðningu, að þú hefir aldrei aðra eins fengið á æfi þinni. — Tíu þúsund mæla af hveiti, fjörutíu uxa, tutt- ugu kálfa, þrjú hundruð kindur og fimm hundr- uð alifugla, læt eg þig fá, en ekki eitt einasta hveitikorn eða rófu af lambi fram yfir það I” Augu Gyðingsins tindruðu undir þunnu agnalokunum, en hann starði stöðugt niður fyr ir sig á gólfið, um leið og hann hristi höfuðið efandi og sagði: “Eg hefi rætt þetta efni mjög greinilega við vini mína, og hefi sagt yðar ha- göfgi frá því, að þetta er lokasvar þeirra og fullnaðarákvæði, og frá því víkja þeir ekki hárs breidd!” “En eg segji þér það, mannfýla, að eg greiði alls ekki slíka okurvexti, og ef þú vogar að standa þarna lengur frammi fyrir mér og kref j- ast slíks, þá skal eg láta þjónana berja þig til óbóta.” “Þá þykir mér mikið fyrir því að þurfa að segja það, lávarður minn, að ekkert getur orðið úr þessum samningum að þessu sinm.” “En þú fordæmdi, saurugi Gyðingur, það vildi eg að fjandinn færi í þinn þykka asna- haus! Þarf eg að endurtaka það, að eg verð að fá þessa peninga nú undireins. Laun vélfræðing anna og annara starfsmanna frá Budapest eru ógreidd ennþá, og eg skulda ennþá nokkuð af verði vélanna, fjandinn hafi það alt saman!” “Ef yðar hágöfgi óskar þess, þá skal eg tala aftur við vini mína, en eg hefi sárlitla von um, að þeir slaki nokkuð til með vextina.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.