Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. MAÍ 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA háttstandandi embættismenn. En i raun og veru, var það Þýzkur unglingsmaður, fyrrverandi kommúnisti, félagi Lindemann og tveir kunningjar hans, sem léku svona laglega á félagsbræð- ur sína. Hasso Lindemann var tuttugu og tveggja ára laganemi við há- skólann í Leiptzig. Hann hafði á stuttum tíma komist til ótrú- legra valda og virðinga innan kommúnista flokksins með þeim hætti sem ekki er svo óvanaleg- ur í Austur-Þýzkalandi nú á dögum. Einhvern tíma á árinu 1949, höfðu kommúnista foringjarnir í Leiptzig, vikið úr embætti öllum elztu og reyndustu dómurum og málafærslumönnum í héraðinu. undir því yfirskini að þeir væru ekki öruggir stjórnmálalega. En í þeirra stað voru mjólkursali, orgelleikari og 21 árs gömul stúlka skipuð saksóknarar rétt- arins. Eins og gefur að skilja var lagakunnátta þessara þremenn- >nga mjög af skornum skamti, svo nauðsýnlegt var talið, að skipa þeim aðstoðarmann, sem hefði svo litla nasasjón af lög- fræði og málafaerslu. Og félagi Lindemann varð fyrir valinu. Hann var bókhneigður, góður námsmaður, og var talinn örugg- ur kommúnisti ,ennfremur var búist við, að hann mundi reyn- ast yfirboðurum sínum hlýðinn og auðsveipur. Og Lindemann reyndist vel í stöðu sinni. Hann skrifaði kær- urnar og stjórnaði mála tilbún- ingi, á hendur þeim er fyrir rétt- inn komu alt í bezta kommúnista stíl. Ekki leið á löngu þar til tals- verður hópur iðjuhölda, sem hann hafði búið til mál á hend- ur, var dæmdur til langrar fang- elsis vistar og eigur þeirra gerð- ar upptaekar; og einir 10 eða 12 ungir æsingamenn fóru sömu leiðinga. En Lindemann var ekki. metorðagjarn, hann lét yfirboð- urum sínum eftir heiðurinn fyr- ir vel unnin störf. Af þeim ástæðum varð hann líka velmetinn og vinsæll hjá yfirmönnum sínum. Hann bjo 1 góðum húsakynnum, fékk tiltölu lega gott kaup, og framtíðin virt ist brosa við honum. En þá kom nokkuð fyrir, sem aldrei skyldi henda góðum kom- múnista. Félagi Lindemanns fór að fá samvizkubit af gjörð- um sínum. Hann hafði aðhylst stefnu kommúnista af fullri ein- lægni, álitið að þeir vernduðu rétt smælingjanna öðrum fremur. En nú, þegar málsskjöl allra þeirra sem fyrir réttinn komu, fóru í gegnum hans hendur, varð honum brátt ljóst, að fjöldinn allur af kærunum voru upplogn- sakir, og vitnaleiðslan ein keðja af meinsærum og ljúgvitn- um, og hegningin oftast í litlu samræmi við afbrotið, þó um af brot hefði verið að ræða. Svo hann gat ekki varist þeirri hugs- un ,að eitthvað væri bogið við þá stefnu sem þyrfti að taka til slíkra ráða til að koma málum sínum áleiðis. Og hann ásetti sér að reyna að bæta að einhverju litlu leyti, úr því ranglæti sem hann hafði hjálpað til að fremja, gegn saklausum mönnum. Dag nokkurn þegar flestir samverkamenn á skrifstofunni voru á flokksfundi, tók hann nokkur eyðublöð úr skrifborði yfirmanns síns—eyðublöð er fylla skyldi út þegar fangar voru iátnir lausir—og flúði til Vest- ur Berlínar. “Eyðublöðin, fötin sem eg var í, og fáein mörk í peningum, var alt sem eg tók með mér”, segir Lindemann. “Stöðu, framtíð og alt annað skyldi eg eftir að baki mer, en mér leið miklu betur”. Fimm menn voru það einkum sem hann hugsaði sér að losa úr haldi ef mögulegt væri. Hann vissi vel að gamli Karl Mende— hann var sjötugur að aldri— hafði ekkert til saka unnið, ann- SEM FRJÁLSIR MENN OG FRJÁLSAR KONUR Jfyllum vex dxotnincfu vota Án tilits til þess hvert við rekjum ættir okkar, hvort við erum nýlega hingað komnir, eða höfum lengi verið Canadamenn, ber okkur að láta fagnandi í ljós hollustu okkar við Hennar Hátign Elizabetu Drotningu Canada og brezku samveldisþjóðanna. Vegna þess, að Kórónan, sem hún ber táknar hið dýrmætasta mannfrelsi, sem um getur í sögu heimsins. Orðin frelsi og frjálsræði ná hámarki að innviðagildi í Canada og hjá öllum brezkum samveldisþjóðum. Ýms af okkur geyma ef til vill í huga minningar um harðstjórn, einræðiskúgun og ríkisþrældóm! Góðu heilli teljast nú slikar minningar til hins liðna, því við erum öll Canadafólk og njótum öll þeirra forréttinda sem Canada hefir að bjóða. Þess vegna ber ölium sem frjálsum mönnum, konum og börnum að tjá krún- unni hollnustu okkar og hinni yndislegu og prúðu konu, sem Kórónuna ber, Hennar Hátign Elizabetu drotningu II. Published by GEORGE WESTON LIMITED, CANADA Makers qf Brcad, Biscuits, Cakes and Candies að en það, að stjórnin vildi ná í glerverksmiðjuna hans sem var arðsamt fyrirtæki. Hann var sakaður um skemdarverk í iðn- aði (industrial sabotage), dæmd- ur í 6 ára fangelsi, og eigur hans gerðar upptækar. Sama var um Arthur Bergel, hann var sakaður um að hafa borgað verkafólkinu í klæðaverksmiðjum sínum hærra kaup, en hámarkskaup það er stjórnin setti. Horst Schabel, 17 ára nemandi í unglingaskóla fékk tveggja ára tugthúsvist, og skyldi að þeim loknum sendast í úraníum námurnar, alt fyrir að hjá honum fannst bók, sem var á svartalistanum hjá komm- únistum. Jorgen Poppits og Ech ehard Schuman, tvítugir stúdent ar, fengu 4 ára fangelsi fyrir það, að dreyfa út í Leipzig flugritum andvígum kommúnistum. Margskonar örðugleikar urðu en á vegi Lindemanns. Hin ýmsu félög í VesturBerlín, sem taka á móti flóttamönnum úr löndum kommúnista könnuðust við hann af orðspori, sem háttsettann starfsmanns í þeirra flokki. Það tók því nokkurn tíma að sann- færa þá um að hann væri í raun og veru flóttamaður. Á meðan á þessu þjarki stóð hafði nýr dómsforseti verið skipaður við rannsóknarréttinn í Leipzig. — Þann mann þekti Lindemann ekkert og því síður rithönd hans Þessi nýji embættismaður hafði sett þær reglur, að fangaverðirn- ir skyldu síma skrifstofu rann- sóknarréttarins í hvert skifti sem þeir fengju skipun um að losa fanga úr haldi til trygging- ar, því að engin mistök ættu sér stað. Nálega þrír mánuðir liðu, áð- ur en einum af kunningjum Lindemanns í Leipzig tókst að senda honum skjal með undir- skrifi nýja dómsforsetans, sem Adam hét, og einnig þurfti hann nokkurs tíma til að æfa sig í að stæla rithönd hans. Loksins, eftir margra mánaða undirbúning var alt tilbúið. Einn af kunningjum Lindemanns — Hans Schmidt að nafni, var val- inn til að framkvæma fyrsta þáttinn í ráðagerð þeirra. Með falsaðar lausnarskipanir, fyrir þá Mende og Bergel í skjalatösku sinni, lagði hann af stað til Leipzig og skyldi hann láta þær í póstkassa þann er öll bréf frá skrifstofu rannsóknar- réttarins voru látin í. Tvisvar á þeirri leið, lá við sjálft að alt kæmist upp. Ekki var hann kominn langt, þegar tveir lögreglumenn komu inn í járnbrautarklefann og heimtuðu að skoða í skjalatösku hans. Slik ar skoðanir eru ekkert óvanaleg- ar, svo Hans þorði ekki annað en verða við þeirri kvöð. Lögreglu mennirnir sáu strax umslögin með stimpilinn skrifstofu rann- sóknarréttarins á horninu. “Ertu sendiboði dómsforsetans”? sagði annar þeirra byrstur í máli. — “Auðvitað” svaraði Hans í sama tón. “Fyrirgefið að við ónáðuð- um þig”, og lögreglumennifenir kvöddu að hermanna sið, og fóru án þess að kynna sér nafn hans eða stöðu. Við hinn ákveðna póstkassa í Leipzig var annar þröskuldur í vegi. Þegar þangað kom voru þar tveir lögregluþjónar á verði. En lexían sem hann lærði á lest- inni kom nú að góðu haldi. Hann gekk því óhikað upp að póstkass anum og lét lögreglumannin sem nær var sjá umslögin, þegar hann sá hver sendandinn var, lyfti hann hæversklega lokunv fyrir kassanum meðan Hans smeygði bréfunum inn í hann. Hvorki Schmidt í Leipzig eða Lindemann í Berlín varð svefn- samt næstu nótt. Lausnarskipan- irnar ættu að koma til fangels- ins snemma næsta dag, og ef fangavörðurinn símaði til rann- sakarréttarins áður en samsæris- mennirnir hefðu gert sínar ráð- stafanir mundi alt misheppnast. Eins snemma og hann þorði næsta morgun símaði Schmidt fangelsinu í Zwickan. “Þetta er Adam dómsforseti sem er að tala”, grenjaði hann. “Get eg fengið að tala við yfir- fangavörðinn þegar í stað?” — Mögulegt var að fangavörðurinn þekkti málróm Adams, en á það varð að hætta. Þegar hann svar- aði var hann mjúkur í máli, og ekki hægt að merkja að hann hefði neina hugmynd um, að ekki væri alt með feldu. “Hefurðu fengið lausnarskip- anir þeirra Mende og Bergels”. “Nei, ekki ennþá, herra for- seti, en eg skal afgreiða þær per- sónulega strax og þær koma.” “Gerðu það, og vel á minst, þú þarft ekki að kalla upp skrif- stofu mína, þetta símtal dugar.” “Sjálfsagt, herra minn, og þökk fyrir þetta einka viðtal.” Þegar Hans lagði frá sér Fdh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.