Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 27. MAÍ 1953 HEIHSKRINGLA 5. SÍÐA varðar um, en ekki hvað aðrir segja.” Hann lifði á þrælahalds dög- um í Bandaríkjunum, og því var ekki tekið vel að mæla á móti þrælahaldi þá. En hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri mikið þjóðarmein, og að þörf væri á nokkrum ákveðnum rödd um á móti því, og hann gerðist því ein þeirra. Ritstjóri nokkur, Lovejoy að nafni hafði verið skotin til dauðs vegna afstöðu hans á móti þræla- haldi, og taldi fjöldinn það vera réttmæta hegning. En stuttu seinna, í fyrirlestri um “Hetju- skap” sem Emerson var að flytja gekk óttafullur hrollur um á- heyrendur hans, er hann mintist Lovejoys, og gat um hetjuskap hans og trygð við réttmætan mál- stað. -Hann notaði sér önnur tæki- færi seinna til þess að mæla á móti þrælahaldi, og þó að sumir létu mótstöðu sína í ljósi, lét hann það ekkert á sig fá, en gekk sína leið, með fulla sannfæringu um réttmæti afstöðu sinnar. Þetta var maðurinn Emerson. Hann var einn þeirra, sem á 19. öldinni bætti upp að nokkru leyti þá synd sem 17. öldin drýgði, að færa trúarlíf manna í fjötur. Hann hjálpaði til þess að losa þá fjötra, og að bera ljós inn í myrkur guðfræðinnar. — Hann hjálpaði til þess að opna augu manna fyrir verðmæti ein- Staklingsins, og fyrir þeim skiln ingi að heimurinn og alt sem í honum er, verður að dæmast eftir því, hvað hann færir mönnum til góðs eða ills. Hann reisti frelsis blys á lofti, sem hefur verið leið- arljós æ síðan til að leiða menn á veg til sannleika, til fullkomn- unar, til skilnings á sínu eilífð- areðli, og til frelsis í hugsun og í orði. Hann var mikill og göfugur fyrirrennari þeirrar frelsistrúar- stefnu, sem vér nú þekkjum. Nokkrum árum eftir að deilur um Elmerson höfðu lagst niður, rneðal Unitara, völdu þeir sér að einkunnarorðum latnesku orðin: “In LUCE VERITATIS” sem þýða “í ljósi Sannleikans”. Það táknar að leita beri úrlausn- ar allra vandamála og að sjláfum tilgangi æfinnar í ljósi sannleik- ans. Megi oss nú, er vér minnumst merkra manna, og við þetta tæki- færi, Ralph Waldo Emerson, á hundrað og fimtugasta afmælis- degi hans, auðnast, í hans anda, að fylgjast þeim einkunnarorð- um í sem flestum efnum. Megi kirkja vor, sem hefur mótast af stefnu og hugsun hans, ásamt öðrum göfugum mönnum, standa nú og um ókominn tíma, In Luce Veritatis” í ljósi hins lífgandi og frelsandi sannleika. - FRIÐARSTO-FNUN (þrýtt úr Free Press) Prófessor við Manitobahá- skólann gerist leiðtogi al- heims stofnunnar, sem vinnur að Alþjóða friði. ★ Stofnun, sem nær yfir alla Canada er hafin hér í landi, með þá stefnuskrá, sem stofnendurn- ir álíta að sé eina aðferðin til þess að koma á Alþjóða friði og afnámi allra drápsvopna. Hóvær og hægfara prófessor við háskólann í Manitoba er leið- togi þessarar hreifingar. Hefir hann óbifandi trú og traust á henni, og fylgja honum að mál- um margir málsmetandi menn og mikilhæfir. Vinna þeir að því að skapa þessu máli fylgi og koma þeirri skoðun inn hjá sem flestum að stofna þurfi Alþjóða stjórn—eina og sömu stjórn um allan heim, sem kosin sé af fólk- inu. Prófessorinn heitir B. G. Whitmore : “Ef úrslitum þeirra ^ála, sem nú vofa yfir þjóðun- um” segir hann, “verður ráðið til lykta með stríði, þá er það lang- líklegast að ekki þurfi á nokk- urri stjórn að halda—engin þjóð verði lengur til, og því engu að stjórna.” Þessi hreifing heitir: “The Federalists of Canada”, og er sameinuð annari hreifingu, sem einnig vinnur að friðarmálum að allega með því að vinna að alls herjar stjórnarstofnun. Þessar tvær hreifingar vissu í upphafi ekkert hvor af annari og hófu báðar starf sitt í kyrþey hvor í sínu lagi og hvor á sínum stað. Þegar starf þeirra útbreiddist, fréttu þær hvor af annari, og tóku saman höndum. Er nú svo komið að starf þeirra nær yfir alla Canada. í framkvæmdar nefndinni, auk professors B. G. Whitmores eru þessir: H. A. Miller hljóðfæra- kaupmaður í Toronto, Mrs. G. J. McEwan í Ottawa, og Clem- ent Roles prófessor við háskól- ann í Alberta. Ábyrgðarmenn félagsins (spon sors) eru þessir: Rauph May- bank dómari í Winnipeg, Mr. J. T. Haig leiðtogi íhaldsdeildar öldungaráðsins í Ottawa, Allist- er Stewart, senator í Monteral og N. A. M. MacKenzie formað- ur háskólans í British Columbia í Vancouver. Nú sem stendur leggur félagið aðallega áherzlu á tvö atriði í starfi sínu. í fyrsta lagi að sam- eina Atlantz þjóðirnar, í öðru lagi að breyta og fullkomna stjórnarskrá þjóðbandalagsins. Hið síðara verður að takast til umræðu á næsta þingi árið 1953. Þessi stofnun óskar þess að þjóð bandalagið mætti vera sjálfráð- ara í gerðum sínum en það hefir verið. Prófessor Whitmore álítur að fulltrúar í Allsherjar stjórn þegar hún kemst á, ættu ekki að vera útnefndir af stjórnum sín- um, heldur kosnir af þjóðinni, hver í sínu landi. Stjórnarskrá félagsins verður saminn og samþykt af fulltrúa- þingi frá öllum þjóðum: “Friður stjórnast af lögum”, segir þessi stofnun, “og lög eru á valdi stjórnar. Þess vegna eru alþjóðalög á valdi alþjóða stjórri ar. Aðal erviðisleikarnir búast fé- lagsmenn við að verði fyrir hendi þegar til þess kemur að sumar þjóðirnar verða að gefa eftir sum af sérréttindum sínum, því þær verða að beygja sig und- ir Alþjóða lögin og lúta hinni nýju stjórn. Þessi hreifing hefir þegar breyðst austur til Asíu. Síðast liðinn nóvember var haldið þing i Japan undir umsjón þjóðþings- ins þar. Næsta þing félagsins verður haldið i Kaupmannahöfn i Danmörku í ágúst-mánuði næst komandi. Sig. Júl. Jóhannesson —Free Press 13./5 —1953 Kvöldvaka Þjóðræknisfélags íslendinga Hér er um að ræða dagskrá, sem útvarpað var á íslandi s.l. vetur, var útvarpið tekið á segul- band og sent Þjóðræknisfélagi okkar hér. Er um að ræða ágæta kórsöngva og úrvalsræðumenn. Þessari dagskrá verður útvarp- að frá stöðinni CKY Winnipeg, á fimtudaginn 18. júní frá 9.30 til 10.30 e.h. (D. S. T.) 8.30 til 9.30 (Standard Time). Fólk er beðið að athuga tímann og aug- lýsa útvarpið svo að sem flestir geti notið þess. .^fLAGI LINDEMANNS Frh. frá 3. bls. heyrnartólið dró hann andann léttara. En erfiðasti þátturinn í fyrirætlunum þeirra félaga var þó enn eftir. Mende og Bergel, sem ekki vissu annað en náðun þeirra væri lögleg, mundu auð- vitað fara til heimila sinna, og þar yrðu þeir handteknir aftur undireins og svikin kæmust upp. Það þyrfti því að koma orðum til þeirra, að flýja til Vestur- Berlín þegar í stað. Svo Hans fór til Zwickau til að bíða eftir þeim. Það er enginn hægðarleikur, að vera á njósnum í kringum Zwickan fangelsið, og ekki hættulaust heldur því strangar gætur er haldið á öllu þar. — Hans tók það til bragðs ,að hann fór inn á veitingahús í grendinni og tók sér sæti við glugga þaðan sem hann gat haft gætur á hliðinu á fengelsinu. Þar sat hann lengi dags við öldrykkju.. Veitinga- manninum sagði hann, að hann væri að drekkja heimilissorgum sínum, kvaðst ekki þora heim til kellu sinnar sem væri í vígahug, og gestgjafinn gat ekki fengið sig til að amast við manni sem hafði svo mikið konuríki. Þó kom að því að hann gat ekki verið þar lengur ,og eftir nokkra frekari bið, komst hann að þeirri niðurstöðu að ráðagerðir þeirra hefu komist upp, og hélt aftur til Berlínar dapur í bragði. En í raun og veru hafði ekkert komið fyrir nema það, að náðun arbréfin voru lengur á leiðinni, en þeir félagar höfðu búist við En jafn skjótt og þau komu voru þeir Mende og Bergel kallaðir fyrir yfirfangavörðinn. “Öryggisráðaneytið hefur á- kveðið að gefa ykkur upp sakir”. sagði hann vingjarnlega. “Þið eruð nú frjálsir menn.” Þeim voru síðan fengin borgaraföt, og nægilegt skotsilfur til að kom- ast heim til sín og jafnvel gefn- ar cigarettur að skilnaði. En frelsi þeirra hefði líklega ekki orðið langætt, ef fyrir- hyggja Lindemanns hefði ekki komið til sögunnar. Hann óttað- ist að Schmidt kynni að verða tekinn fastur, áður en hann hefði aflokið áætlunarverki sínu, og sendi því annan vin sinn, Kurt Braun að nafni, til að mæta föng unum og leiðbeina þeim til Ber- línar. Braun var á vakt umhverf- is fangelsið í meira en sólar- hring, svefnlaus og matarlaus, því hann þorði ekki að fara nein staðar inn til að fá sér hressingu. Aðframkominn af þreytu og hungri, var hann rétt í þann veg- inn að gefast upp á verðinum og ætlaði að fara að stíga upp í strætisvagn á leið til járnbraut- arstöðvarinnar, þegar honum varð litið um öxl að fangelsis- hliðinu, og sér hvar tveir menn koma þar út. Hann beið því eftir því að þeir nálguðust hann, og gekk svo stundarkorn í heim- átt á eftir þeim til að ganga úr skugga um að þetta væru réttu mennirnir. Loks gaf hann sig fram við þá, stingur bréfmiða í lófann áj Mende og segir: “Fylgið þessum tyrirskipunum. Flýið til Berlín- ar í stað. Fjölskyldur ykkar eru þar.” Hræðsla og vantraust speglaði sig í svip fanganna. Þetta gat verið einhver hrekkur hjá lög- reglunni. “Fyrir alla muni fylg- ið mínum ráðum”, sagði Kurt með áherzlu, um leið og hann hvarf fyrir næsta húshorn. Næsta morgun voru Mende og Bergel fríir og frjálsir í Berlín, þar höfðu f jölskyldur þeirra ver ið fyrir að mæta þeim. Og þó þeir ættu en erfitt með að át\a sig á heppni sinni, fóru þeir þó, á fund Lindemanns til að þakka honum fyrir hjálpina. Það var^ einkennilegur fundur, segir Lindemann. Fyrverandi fangar og kærandi þeirra, en mjög á- nægjulegur fyrir mig. Og en var eftir að losa þrjá úr varðhaldi, einn í Zwickau og tvo í Waldheim. En rétt þegar Schmidt var að leggja af stað til Leipzig í ann- að sinn kom enn nýtt babb í bát- inn. Útvarpstöð í Vestur Þýzka- landi skýrði frá því í fréttum að tveir menn hefðu sloppið úr feng elsi í Austur Þýzkalandi og kom ist til Berlínar. Þetta gat vel orðið rothögg á fyrirætlanii Lindemanns. En af því hann var c4 Queen ió Cxowned The pageantry of the procession from Buckingham Palace. the ceremony in Westminster Abbey where the Archbishop of Canterbury anoints the Queen and places the St. Edward’s Crown upon her head—all these things are part of the tradition and heritage shared by all the British Commonwealth of Nations. The people of Winnipeg join with the rest of Canada and other members of the Commonwealth in paying tribute to Her Majesty Queen Elizabeth on this historic occasion. Ctu UifJte vel kunnugur vinnubrögðum yf- irvaldanna í Leipzig, taldi hann nokkrar líkur til að hann gæti komið ráðagerð sinni í fram- kvæmd, ef fljótt væri brugðið við. Hann vissi að allir yfirmenr lögreglunnar og flestir dómar- arnir fóru úr borginni á laugar- dögum, og dvöldu út í sveit yfir hlegina, og þá var ómögulegt að komast í samband við þá fyr en þeir komu á skrifstofur sínar á mánudagsmorgna, sem oftast var ekki fyrir kl. 10 eða 12. v Schmidt fór því til Leipzig eins og ákveðið hafði verið og notaði allar sömu aðferir og áð- ur. Og nú var engin töf á því, að náðunarbréfin kæmust til skila. Svo snemma á mánudags- morgun voru þrír ungir flótta- menn á leið til Berlínar, undir leiðsögn þeirra Schmidt og Braun. t Hér skall þó hurð nærri hæl- um, því fimm mínútum eftir að þeir félagar sluppu yfir línuna ínn í Vestur Berlin ,var vörður settur á allar leiðir til Berlínar. Gerhart Eisler (sem eitt sinn lék á dómsvaldið í Bandaríkjun- um á líkann hátt) var þá áróðurs eða upplýsingaráðherra. Hann kom á skrifstofu sína snemma á mánudags morgunin, og var þá strax skýrt frá útvarpsfréttinni frá V.-Þýzkalandi, um fangana tvo sem áttu að hafa sloppið úr haldi. En þó hann sæti við sím- ann tímum saman, var komíð undir hádegi áður en hann náði í nokkurn ábyrgann embættis- mann, sem gat staðfest eða neit- að þessum orðasveim. En þá var líka hleypt af stokkunum þeim stórkostlegustu mannaveiðum sem fram hafa farið í Sovét- Þýzkalandi. Það var leitað í járn brautarlestunum, bílar voru stöðvaðir, og gangandi menn voru dregnir á næstu lögreglu- stöð til yfirheyrslu. En alt um seinan, eins og áður er sagt. En á litlu veitingahúsi í Vest- ur-Berlín, voru flóttamennirnir saman komnir, ásamt Lindemann og hjálpamönnum hans, og glöddust yfir fengum sigri Og Lindemann, s^m virðist vera fremur óframfærinn og alvöru- gefinn ungur maður, lyfti glasi sínu og sagði: “Við verðum lik- lega að nota aðrar aðferðir næst, en eg held að við ættum að geta leikið á þá aftur.” E. S. pjfarajEjaiHJHJHiatBiHiaiErErEiEÆfarajaiaiafgiaraiaiaiHrajaíHfaiHjaiHiarajtfafafafajaiHiararajHiEnjHJHJiirarajajajalg GISLI S. BORGFORD C. C. F. CANDIDATE Winnipeg Centre Gísli er sonur TKorsteins Borgfjörðs, sem var í hópnum sem að heiman kom árið 1886. Gísli, sem hefir verið mikið starfandi í verka- mannasamtökunum um fleiri ár, er fulllrúi verkamanna. Hann mælist til kosninga-fylgi frá Islendingum. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ ÖRYGGI Styðjið yðar C.C.F. þingmannsefni Markið atkvæðaseðilinn 8. júní B0RGF0RD, Gisli S. Room 201 Union Building—536Y2 Main Street Phone 93-0131 I'ubiished By Authority of Winnipeg Labour Council-Political Action Committee

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.