Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MAÍ 1953 HEDIN BRÖNNER: Norræn fræði í Bandaríkjunum Höfundur þessarar fróð- legu greinar er fæddur t Þrándheimi, en uppalinn í Bandaríkjunum og hefur gengt kennarstörfum við samtals 5 háskóla v. hafs. Hann dvelst nú hér á landi og er greinin lausl. þýð- ing á erindi, sem hann flutti hér í febr. sl. vetur. — Ritstj. Samtíðinnar Á síðasta áratug hefur háskól- um þeim, er sinna norrænum fræðum í Bandaríkjunum, fjölg- að úr 43 í 51, en samtímis hefur menntaskólum þar, er láta sig þessi fræði varða fækkað úr 17 í 13. Árið 1940 lögðu 2,160 banda- rískir stúdentar stund á norræn fræði, en 1950 var tala þeirra orð in 2,262. Jafnframt lækkaði tala norrænunema í menntaskólunum úr 1,544 1*654. Þessar tölur byggjast ekki á tilviljun, heldur eiga þær vafa- laust rót sína að rekja til þess, að skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri náði innflutningur Norður landabúa til Bandaríkjanna há- marki sínu. Það var ekki furða, þótt móðurmál allra þeirra þús., er stofnsettu byggðir og borgir í nýja heiminum, yrðu náms- greinar í nokkrum menntaskól- um. Árið 1940 voru jafnmargir Norðmenn í Bandaríkjunum og íbúar Björgvinjar og hér um bil eins margir Svíar og íbúar Stokk hólms. Sumt þetta fólk hafði áð- úr átt þess kost að senda börn sín í skóla með því nær eingöngu kennurum og nemendum, sem voru norrænir eða af norrænu bergi brotnir. Suma þessa skóla höfðu innflytjendurnir sjálfir stofnað og hafði upphaflega ver- ið kennt þar á norrænu máli. Með fækkandi innflytjendum og að loknu landnámi tóku Ev- rópumenn vestan hafs að bland- ast. Við það hvarf að nokkru inn flytjendablærinn af skólahaldi þeirra. Breyttust þá auðvitað fyrst skólar, þar sem öll kennsl- an hafði farið fram á Norður landamáli, og höfðu þeir allir tekið upp ensku sem aðalmál fyr ir síðustu aldamót. Sumir þeirra höfðu í fyrstu eitthvert Norður- Iandamál að skyldunámsgrein, en seinna réð frjálst val því, hvort menn lærðu það í lægri skólum, og nú eru Norðurlanda- málin að hverfa þaðan með öllu. Þá er eftir að vita, hvað fara gerir í háskólunum. Við, sem á- huga höfum á norrænni menn- ingu, vonum auðvitað, að aukin þátttaka í norrænum fræðum meðal stúdenta muni gera mál og bókmenntir Norðurlandabúa að ómissandi hornsteinum vest- rænnar menningar. Eftir síðustu heimsstyrjöld veittu sumir okkar, er þá hurf’i aftur að kennslu í norrænum fræðum við ameríska háskóla. því athygli, að nemendum hafði fjölgað. Lék okkur forvitni á að vita, hvort þessi áhugi mundi haldast eða hvort hér væri ein- ungis um að ræða stundarfyrir- brigði, til komið vegna stríðsins og gífurlegrar aðsóknar heim kominna hermanna að háskólun- um, en hún jók nemendafjölda þeirra úr hófi fram. Þá kom okkur í hug að gera á 4—5 ára fresti athuganir um nor- rænunám til þess að komast að niðurstöðum, er unnt væri að byggja á samsskonar rannsóknir í framtíðinni. Að áformi þessu stóð akademiskur alþjóðafélags- skapur, er nefnist “Félagið til eflingar norrænum fræðum — (Society for the Advancement of Scandinavian Study), og fór fyrsta rannsóknin fram árið 1947. Sænskur prófessor, Gösta Franzen, og sá, er þetta ritar, báðir um þær mundir kennarar við Chicago-háskóla, sömdu spurningakerfi, sem sent var fjölda háskóla, menntaskóla og gagnfræðaskóla. Eftir svörum þeim, er bárust, gerðum við skrár um námsstofnanir í norrænum fræðum, mismunandi námsefni þeirra, prófessora og kennara og nemendafjölda á hverju nám- skeiði. Niðurstöður rannsóknar- innar voru birtar í ársfjórðungs- riti fyrr nefnds félags, er nefnist Norræn fræði — (Scandinavian Studies) árið 1947, og var þar til samanburðar vitnað í áþekka rannsókn, sem Esther Chilstrom Meixner hafði gert 1940. Rannsókn okkar var endurtek- in árið 1951, og var þá unnt að fara að mynda sér öruggar skoð- anir um fækkun eða fjölgun. Niðurstöðurnar í heild hafa orð- ið til hvatningar, og leikur eng- inn vafi á, að meiri áhugi er nú fyrir norrænum fræðum í háskól um vestra en nokkuru sinni fyrr. Flestir íslenzku innflytjend- urnir lögðu leið sína til Kanada, en stofnuðu tiltölulega fáar og smáar byggðir í Bandaríkjunum. Það kæmi því ekki á óvart, þótt miklu minni stund væri lögð þar á nútíma-íslenzku en önnur Norð urlandamál. Háskólaárið 1950— 51 var heldur enginn nemandi skráður í nútíma-íslenzku, en a. m.k. 2 háskólar, Washington-há~ skóli (í Seattle) og Háskóli N. Dak., höfðu hana á kennsluskrá sinni. En þess má geta, að ame- rískir háskólar hafa einatt á kennsluskrá námsefni, sem ekki er venja að kenna nema annað eða þriðja hvert ár. Ekki veit eg hvort nokkur nútíma-íslenzka hefur verið kennd vestra á þessu háskólaári. En sé hlutur nútíma-íslenzku í bandarískum háskólum smár, samanborið við önnur norræn mál, er forn-íslenzka þar þeim VARÐVEITIÐ EFNAHAG MAN1T0BA Staðreyndirnar... Framtíðin SKATTAR ENN LÆGSTIR! Manitoba greiðir lægri skatt en nokk- urt fylki í Canada. Stjórnin gerir ráð fyrir að fylkið haldi þessum heiðri. Skattar verða áfram lægri en í nokkru öðru fylki. Auk þess verður hinum farsæla skatta samningi við Sambandsstjórnina hald- ið áfram og heilu skuld Canada er þar með borgið þar til 1963. AKURYRKJAN—STARFIÐ í HENNAR ÞAGU AUKIÐ! Manitoba er fremst i Canada í efna- fræðilegri upprætingu illgresis, í bættum kúastofni, í baráttunni við sýki í dýrum og fuglum; stjórn yðar hugsar sér að efla umbætur í þessu efni. Nú er verið að koma á tryggingu á uppskeru í samvinnu við Federal P. F. A. A. hugmyndina. Fleiri akur- yrkjufulltrúar verða útvegaðir. 4-H Club starfi verður meiri gaumur gef- inn. YEGIR—STÖÐUGT BÆTTIR! Síðan 1946 hefir stjórn yðar lagt fram 84 miljónir dala til vegabóta—13 milj- ónum meira, en tekjur af gasolíu og aksturleyfum námu til samans. Árið 1956 verður Trans Canada Highway fullgerður yfir Manitoba! Vegabæturnar halda áfram á Provin- cial Trunk Highway. Sveitir fá aukna aðstoð til vegagerðar brúasmíði og framræslu. Winnipeg Highway Safty Program, verður komið á í öðrum bæj- um, þorpum og héruðum. / HYDRO—TIL 90% AF FYLKISBÚUM! The Manitoba Power Commission hef ir leitt orku til 250,000 Manitoba-búa síðan 1946. Árið 1954 verður raforka komin til 90% af íbúunum. Orkan verður aukin eftir óskum á lægsta verði sem hægt er. SVEITUM OG BÆJUM VEITT STÖÐUG HJÁLP! Stjórnin yðar hefir veitt til sveitanna nærri 14 miljón dali á þessu ári. sem er helmingi meira en skatttekjur fylkisins á komandi ári. Til að sjá hvað frekar er hægt að gera, verður nefnd kosin. Öll hjálp er veitt án þess að vald sveita sé að nokkru takmark- að. AFREKIN—BENDA Á RÉTTU LEIÐINA Manitoba er efnalega vel stætt. Með viturlegum ráðum, hug- rekki og reynslu stjórnar yðar, hefir miklu verið til leiðar komið. Sú staðreynd greiðir leiðina til meiri átaka í framtíð- * inni. . . . miðað að auknum hagsmunum fyrir alla—og hinu. . . AÐ VARÐVEITA EFNAHAG MANITOBA Greiðið atkvæði liberal-progressive — og endurkjósið 8. júní CAMPBELL Govt mun meira í hávegum höfð. Hana geta menn valið sér að prófgrein við a.m.k. 19 háskóla af þeim 51, er kennir norræn fræði. Ástæðan er auðsæ: Forn-íslenzka er lyk- ill að hljóðfræði allra germ- anskra mála, og bókmenntaauð- legð hennar veitir ómetanlegan stuðning við rannsóknir á merk- ing og uppruna orða. Stúdentar, sem lesa forn-ís lenzku, líta ekki á hana sem dautt mál eins og latínu, gríszku eða sanskrít. Þeim er ljóst, að ís- lenzka hefur sáralítið breytzt, síðan sögurnar og eddurnar voru skráðar. Prófessorar þeirra hamra sxfellt á því, að isl. nútíma maður geti lesið fornrit þjóðar sinnar viðstöðulaust á frummál- inu. Lögð er áherzla á, að hinnir fornu ísl. textar séu lesnir sem lifandi bókmenntir. í mörgum norrænum háskóla- deildum vestan hafs er lögð á- herzla á að uppræta heitið forn- norska, sem almennt hefur verið viðhaft um málið á ísl. fornrit- unum. Allir vita, að nokkur mun ur var á íslenzku og norsku þeg- ar á dögum Snorra Sturlusonar. í þeim 19 skólum, þar sem forn íslenzka er kennd, er málið nefnt því nafni í 12, en aðeins 7 nefna það forn-norsku. Hér að framan hefur verið vik ið að ástundun manna á ísl. máli fornu og nýju. En ekki má gleyma bókmenntunum. Órðugt er að segja um, hve margir náms- menn kynnast ísl. bókmenntum af yfirlitserindum, sem oft eru flutt um norrænar bókmenntir í heild í skólum þeim, sem áður er getið. Eru þá lesnir textar, sem þýddir hafa verið á ensku. Vitanlega er þá farið yfir ísl. fornbókmenntir að meira eða minna leyti til þess að veita heild arsýn yfir þá stofna, sem nútíma- bókmenntir hinna Norðurlanda- þjóðanna eru sprottar af. Þátt- takendur í norrænu bókmennta- sögunámi eru yfir 900 og finnst mér ekki of djarft til getið, að yfir 600 þeirra leggi að einhverju leyti stund á ísl. bókmenntir. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós þá kynlegu staðreynd, að miklu meiri þátttaka er í norsku námi en sænsku námi, enda þótt Norðmenn séu allt að því helm- ingi færri en Svíar í Bandaríkj- unum. Árið 1950 voru 1039 nem- endur skráðir við norskunám, — 835 við sænskunám. Fæstir lásu dönsku eða 59, en 67 forn-ísl. Áhugi manna fyrir norrænu- námi í Bandaríkjunum er auðvit að mjög undir árvekni og dugn- aði kennaranna kominn. Árið 1950 voru kennarar norrænna fræða vestan hafs samtals 101. Af þeim voru 43 fæddir á Norð- urlöndum, 48 vestra, en ekki var vitað um uppruna 10 þeirra. Eini Íslendingurinn í þessum hópi var Richard Beck, próf við há- skólann í Grand Forks, N. D., kunnur maður hér á landi. Enda þótt Stefán próf Einarsson kenni ekki norræn fræði, er skylt að minnast hans í þessu sam bandi vegna hinnar ágætu mál- fræði hans um ísl. nútímamál ■ 1. útg. kom 1945 — og vegna þess að hann er einn af ritstjórum tímaritsins Norræn fræði. Hall- dór Hermannsson, hinn merki aldni ísl. lærdómsmaður, sem lengi var forstöðumaður heims- fræga ísl. Fiske-bókasafnsins við Cornell háskólann, hefur nú lát- ið af embætti. Þeir menn, sem vinna að efl- ing norrænna fræða í Bandaríkj- unum ,eru sífellt í lífrænu menn ingarsambandi við Norðurlönd. Þeir fagna þátttöku norrænna námsmanna og prófessora í skóla starfirxu og norrænu samkomun- um, og þeir verja sumarleyfum sínum og fjármunum til þess að heimsækja Norðurlönd og fylgj- ast sem bezt með í fræðum sín- um. Ekki hafði eg dvalizt mán- uð á íslandi, er vinur minn,Wal- ter próf Johnson, sem kennir ísl. bókmenntir við háskólann í Washington, skrifaði mér og bað mig að útvega sér nokkrar mynd ir af Þjóðleikhúsinu hér. Nem- endur hans fýsti að fræðast ger um þessa menningarstofnun, sem svo fámennri þjóð hafði með ein- hug, viljafestu og fórnfýsi auðn- azt að reisa. Þegar eg las bréf hans, flaug mér í hug, hve kyn- legt væri, að þegn stærsta banda- ríkisins vestan hafs skyldi seil- ast til menningaráhrifa frá fá- mennasta lýðveldi veraldarinnar. Minningarorð MRS. KRISTJÁN G. KRISTJ- . ANSON 17. október 1855—20. maí 1953 Svanfríður Jónsdóttir Kristj- ansson var fædd þann 17 októb- er árið \855 á Ytra-Brekkum í Langanesi. Foreldrar hennar voru Jón Benjamínson og Guö- rún Hallgrímsdóttir. Þegar Svan fríður var á unga aldri keypti faðir hennar Syðralón og þar var Svanfríður uppalin. Svanfríður var með þeim allra myndarleg- ustu stúlkum sem þá voru í sveitinni, og mér er óhætt að segja þótt lengra væri leitað. Hún giftist Kristjáni G. Kristjánssyni 7. júní 1877. Sama árið fluttu þau að Hlíð (næsta bæ við Ytralón) og byrjuðu þar að búa. Það var styrt árferði á íslandi þá og dönsk verzlunar- enokun svo þau réðu það því af að fara til Ameríku eftir eins árs dvöl í Hlíð. Þau komu til Riverton í Nýja íslandi í ágúst og þar fæddist þeim dóttir, þegar þau höfðu verið þar viku. Um vorið 1879 tóku þau sig upp með missiris gamla dóttir og ásamt tveimur öðrum fjöl- skyldum fóru fótgangandi suð- ur til Pembina. Þessi hópur hafði einn uxa fyrir flutnings- The Vote That Counts for Winnipeg Centre ELECT Alderman of Our City for 10 Years WINNIPEG CENTRE LIBERAL CANDIDATE MARK YOUR BALLOT ST. JOHN, JACK Jack St. John — Druggist Vote St. John 1, and 2 and 3 for Murphy and Graham— in order of your choice Authorized by the Jack St. John Electjon Committee. — phone 74-4531 ■—■— SK0ÐIÐ HINN NÝJA HILLMAN HJA SÖLUMÖNNUM YÐAR NO ÞEGAR! THE 1953 HILLMAN MINX CONVERTIBLE sem gerir þetta þægilegustu, glæsilegustu, enn t>ó sparsömustu bifreið- Hið breiða, bekk-lagða framsæti er einungís einn a£ mörgum kostum, ina i sinni röð. Yður mun einnig lika verðiðt THE 1953 HILLMAN MINX SEDAN 21 ár og 21 biljón mílur, hafa fullkomnað þessa bifreið fyrir yður. Hör cru hinar mjúku línur hinnar stóru bif- reiðar, og sparnaður hinnar litlu bifreiðar og sérstaklega auðveld í höndlun. HILLMAN ROOTES MOTORS (CANADA) LIMITED • VANCOUVER • TORONTO • MONTREAL • HALIFAX HILLMAN, HUMBER, SUNBEAM-TALBOT, C0MMER, KARRIER, ROVER AND LAND-ROVER PRODUCTS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.