Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1953 ,13. kafli HEFND Andras reyndi af öllum kröftum að baela niður hugsanir sínar, — vildi ekki láta hugann reika eitt augablik jafnvel, til þessara hræði- legu, síðustu augnablika, skelfilegustu augna- blikanna sem hann hafði ef til vill lifað. Það var enn sólskin og sterkjuhiti, en sólin var byrjuð að síga í vestrinu, og hann sveið í sárið á enninu, sem var eins og nýtt fanga-brennimark brennimark svívirðingarinnar. Hann forðaðist að fara eftir aðalveginum eða nálægt ökrunum hann var hræddur við að hitta félaga sína, verka mennina, sem myndu bíða kvíðafullir eftir efnd um loforða hans; hann þorði ekki að segja þeim að hann hefði brugðist því skilyrðislausa trausti sem þeir báru til hans, að hann hefði látið metn- að sinn, og eillítig gleym-mér-ei-lit augu þröngva sér til að renna af hólmi, smúa baki að mótstöðumanninum, áður en sigurinn var unn- inn. Áfram hvatti hann Sillag yfir hina eyði- legu sléttu, og hófatak hennar, og brunandi ferð ónáðaði fuglana og litlu, lötu slöngurn- ar sem höfðu dottað í hitanum. Þegar hann nálg aðist Kisfalu, var veifað til hans, og á hann hrópað, en hann skeytti því engu, og nam ekki staðar fyr en Sillag var komin heim að sínum eigin hesthúsdyrum, móð og í einu svitalöðri. Hann byrjaði með sömu nærgætni og endrar nær, að gera þessari indælu skepnu til góða, — þurka svitastorkuna af henni, strjúka eyru hennar, og klappa á hálsinn á henni. Hún virtist skilja hinar bitru og sáru hugsanir er hreyfðust hið innra hjá herra hennar, og hún héldi að ein- hver samúðarmeriki myndu draga úr sársaukan- um og beiskjunni. Hún nuddaði flipanum mjúk lega upp við hann, í von um að fá einhver gælu- atlot í staðinn. Hún horfði á hann svo ástúð- lega, og með slíkum sorgarsvip í fögru augun- um, að sálarangist hans fékk að siðusíu útrás, og hann brast í grát. Enginn sá hann, enginn hafði nokkurn tíma getað sagt, að hann hefði séð þennan hrausta þreklega mann svo yfirkom- inn af ástríðuþrungnum tilfinningum, að þær hefðu algerlega yfirhöndina, þessi útrás tilfinn inganna, þetta eina vanmáttar-merki, virtist draga sviðann úr sárinu. Hann hallaði höfðinu upp við hinn gljáandi háls hryssunnar og grét eins og hann hafði verði vanur að gera við kné móður sinnar, þegar högg og misþirmingar hins stranga föður hans höfðu gengið úr öllu hófi. Sterklegi líkaminn hans titraði og hristist af grátinum, og hann hélt annari hendi fyrir augu hryssunnar, til þess að hún sæi ekki svívirðing armerkið, sem sveið og brann á enni hans, — þess var enn óhefnt. Þegar hann fór heim í íbúðarhúsið hálf tíma síðar, til þess að heilsa móður sinni með kossi, voru engin merki um tár í augum hans, enginn minnsti vottur þeirrar tilfinninga-ólgu, sem nokkur augnablik hafði nálega yfirbugað þennan ástríðu þrungna, frumstæða frjókvist ungverskrar moldar. En hin aðgætnu augu Etelku tóku eftir vonleysis svipnum á andliti hans, og hún hristi höfuðið raunalega, því að hún skildi það, að sonur hennar hafði beðið ósigur. “Mamma”, sagði Andras, um leið og hann tók skjal nokkurt upp úr brjóstvasa sínum, og fletti því í sundur á borðinu fyrir framan sig, “viltu ekki leggja verkið til hliðar, og hlusta á þetta eitt augnablik. Eg þarfnast þinna ráð- legginga”. Etelka setti rokkinn frá sér, og hélt þolin- móðlega að sér höndum, reiðubúin að hlusta. Geislar sólarlagsins smugu inn um littlu glugg ana og mynduðu baug utan um gömlu sveita- konuna. Hún var vön því að sonur hennar leit- aði álits hennar á öllum framkvæmdum, sem hann tók sér fyrir hendur. Þó að hún jafnaðar- lega væri samþykk öllu sem hann gerði, var hann ekki ánægður, fyr en hann var viss um að henni félli það allt í geð. “Þú manst, mamma, eftir þeim þremur skjölum sem eg hefi frá herra greifanum við- víkjandi peningunum sem eg hefi lánað honum, og vöxtunum”. “Já, drengurinn minn, eg man eftir þeim öllum”. “Mig langar til að lesa þau fyrir þig, mamma, og mig langar til að þú farir vandlega yfir það í huganum, hvort nokkuð er ósann- gjarnt í þessum viðskiftum”. “Eg veit að það var ekkert ósanngjarnt í þeim, Andras, og vextirnir voru mjög lágir, of lágir, i rauninni, fannst mér . . . .” “Já, en mamma, þetta er áríðandi”, sagði Andras hreinskilnislega, “svo mikils um vert, að það veltur á lífi og dauða fyrir mig. Þú mátt til að hlusta á hvert einasta orð, eins og þú hefð ÍFJjajaiHJZfafajzjHrarajzjajziarajHJiiiHJHJEJHJHJHJHJHÆfíUHizjHJHJHJHizjzÆrajHjaiEJErejHjafHJErararErajHJziziargjHre a a Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur... Af þessum ástæðum er það, að viðskiftavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekknum, sem gerir sér það að reglu, að verzla í ir aldrei heyrt neitt af því áður.” “Eg er reiðubúin að hlusta, Andras”. “Eitt af þessum skjölum er nú nálega fimm ára gamalt, mamma, dagsett í apríl 1855. Það hljóðar svo: “Eg skulda yður 300,00 florins í gulli; fyrir þetta, þangað til eg endurgreiði það að fullu, skal eg borga yður vexti á hverju ári, eitt hundrað gripi, þar af skulu vera tíu naut og níutíu kýr, og fimm þúsund mæla hveit- is. Ef nokkurt ár fellur úr svo að eg greiði yður ekki þessa vexti, og krefjist þér þá greiðslu höfuðstólsins, og verði eg svo staddur að geta ekki innt af hendi greiðsluna, þá skal Kisfalu og allir akrar, vínekrur og byggingar frá Nadasdy sléttunni, til borgarinnar Béla, og frá bökkum Tarna, að þjóðveginum hinum megin, tilheyra yður með fullkomnum eignarrétti, og þér hafið þá ekki lengur neitt tilkall til hinna 300,000 florins, sem þér hafið lánað mér.’ — Þetta er undirskrifað af Gyri Bilesky, og fyrir neðan er nafn Rosensteins sem vitnis. Þetta er stimpl- að af stjórnarvöldunum, samkvæmt kröfu, og eg greiddi fyrir það.” Andras þagnaði, og leit áhyggjufullur til móður sinnar. “Eg man það”, sagði hún, “að þig langaði til að fjölga kúahjörðinni; það er allt sann- gjarnt; fyrir hverja kú sem þú seldir Rosen- stein fyrir peninga seinna, fékkstu frá 150 til 200 florins. Þú hefir ekki aðeins sýnt sanngirni í þessum viðskiftum, sonur minn, heldur mikið veglyndi”. “Annað skjalið, mamma, hljóðar upp á 300,- 000 florins, og þar segir: “Eg lofa hérmeð að greiða yður fimm þúsund mæla hveitis, tólf þúsund mæla af maís, og eitt hundrað fjár, þar af skulu fimm hrútar, og bregðist að eg greiði þessa vexti eitt ár, og greiði eg ekki höfuðstól inn, getið þér krafist vínekra og allra fríðinda Bilesky-setursins, sömuleiðis allra bygginga nema Lbúðarhússins, til fullrar eignar’. Þetta skjal er dagsett þremur árum síðar, og er með sömu undirskrift og hitt”. “Þetta er eins réttlátt og sanngjarnt eins og þú framast mátt við, Andras; þér er vel kunn ugt um að gyðingarnir myndu kref jast meira en tíu sinnum hærri upphæðar” “Þriðja skjalið, mmama”, hélt Andras á- fram var undirskrifað fyrir tveimur dögum síð- an; það hljóðar upp á 250,000 florins, og fyrir það hefir herra lávarðurinn lofað mér skriflega, fimm þúsund mælum hveitis, og fjörutíu kind- um, og hefir hann látið Zarda að veði, með sömu skilmálunum og í hinum skjölunum.” “Hann er óforsjáll sóunarseggur”, sagði gamla konan, og hristi höfuðið, “ef hann hefði fengið alla þessa peninga lánaða hjá Gyðing- unum, væri hann eyðlagður og gjaldþrota mað- ur.” “Þú trúir því fastlega, mamma”, endurtók Andras alvarlega, “að eg hafi ekki viðhaft neitt okur, sem gæfi þér ástæðu til þess að bera kinn- roða fyrir gerðir sonar þíns?” “Já, Andras, eg trúi því fastlega!” “Viltu sverja það, mamma, við krossmark- ið?” Hjann tók látlausa eftirlíkingu af frelsara mannkynsins ofan af veggnum, og hélt henni með skjálfandi höndum að vörum móður sinnar. “Eg sver það við nafn herra vors Jésu Krists” sagði hún, og kyssti viðarlíkneskið með dýpstu lotningu. Djúpt fegins og fróunar-andvarp leið upp frá brjósti hans; hann hengdi krossmark'ð upp á sinn stað, og færði síðan stól fast að hnjám móður sinnar. Gamla konan vissi ekki fyrir víst hvað son ur hennar átti við með öllu þessu, en móður- hjartað fann að hann átti við einhvert mótlæti að stríða, og hún var ánægð með að spyrja einskis, reyna aðeins að hugga drenginn sinn nú, eins og hún hafði æfinlega gert síðan hann var lítill, og hafði komið til hennar, þegar hinn strangi og harðlyndi faðir hasn hafði refsað honum; leitað huggunar hjá henni. Hún strauk hár hans mjúklega frá enninu. “Andras”, spurði hún, “hvar fékkstu þetta högg?” “Bilesky greifi greiddi mér það, mamma!” sagði hann æstur, “og þess hefir ekki verið hefnt ennþá”. ‘Tlerra greifinn laust þig, Andras “Já, mamma, og eg var nógu mikil raggeit til að endurgjalda það ekki”. “Segðu mér frá þessu, Andras, eg er svo á- hyggjufull, eg skil ekki í þessu öllu”. Og Andras reyndi til að segja henni söguna frá upphafi til enda, — segja henni frá hinu á- rangurslausa samtali við hinn göfuga greifa. Hann sagði henni frá því hvernig hann hefði útskýrt allt í fyrstu, beðið þennan mann í mestu auðmýkt, að sýna þeim aumu, fáfróðu og óham- ingjusömu miskun. Hann sagði henni frá hroka og drambi herra greifans, móðgunaryrðum hans og höggi. Það var svo mikil fróun og léttir að segja henni allt. Móðurhjartað, þrátt fyrir fáfræði og menntunarskort skildi, og sam- hryggðist honum, og hiránnilega samúð friðaði, og lét hann gleyma sársaukanum. Hann sagði henni allt, sagði henni hvern- ig meyjar-armleggur hefði vafist utan um háls

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.