Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 16

Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 16
16. SlÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1953 STEPHAN G. STEPHANS- SON Frh. frá 13. bls. engin takmörk sett, enda sagði hann sjálfur: “öll veröld sveit mín er“. Nægir um það að minna á hið stórbrotna kvæði hans “Transvaal”, þar sem hann hellir úr skálum fyrirdæmingar sinnar yfir Breta fyrir meðferð þeira á Búunum. Hér, eins og víða annarsstaðar í kvæðum Steph- ans, talar heimsborgarinn, því að hann var það í fegurstu merk- ingu orðsins. Viðfleyg orð hans, “Til framandi landa eg bróður- hug ber”, voru töluð beint út úr hjarta hans. Og þá er ekki erfitt að skilja það, hversvegna hann, hinn mikli mannvinur, var jafn ein- lægur og djarfmæltur friðarvin- ur, eins og kvæðaflokkur hans “Vígslóði” ber órækan vottinn, þar sem skáldið fordæmir vægð- arlaust vígaferli og styrjaldar- aðila alla. í öðrum kvæðum Stephans, og þá ekki sízt erfiljóðum hans má hins vegar finna þess mörg dæmi, hve vel hann kunni að meta manndóm og drengskap, og er “Helga-erfi”, um vin hans Helga Stefánsson, bróður Jóns skálds Stefánssonar (Þorgils gjallanda), alkunnugt dæmi þess, og ekki síður merkilegt fyrir það, hve sönn lýsing það er einnig óbeinlínis á skáldinu sjálfu, og taka þessi erindi af skarið um það, að svo er: Meðan uppi er eikin há, illt er vöxt að greina. Niðrí holti heiglustrá hæðarmörkum leyna. Verða um stórleik merkismanns misgár ýmiss konar. Svo fór það um haginn hans Helga Stefánssonar. Sönnu næst, að sjálfir við sæjum, hvað hann gilti, þegar autt var öndvegið okkar, sem hann fyllti. Hvar sem Helgi heitinn fór, hyggjum við, að finnum: eftir situr svipur stór samt í flestra minnum. Helgi bjóst með hug og ráð -----hélzt ei inni í skála-- þegar hvöttu'að drýgja dáð dísir réttra mála. Hreifur fram á hinztu stund hann um mein sitt þagði, faldi sína opnu und undir glöðu bragði. Og þá sætir það engri furðu, um jafn framsækinn mann og Stephan var í þjóðfélagsmálum, heil-lundaður og hreinskiptinn málsvari skoðana sinna, að hann deildi í kvæðum sínum á aftur- haldssemi, þröngsýni og skin- helgi í trúmálum, og hallaðist að hinum frjálslyndari trúarhreyf- ingum. Þó skyldi enginn láta þá neikvæðu hlið afstöðu hans til trúmálanna, ádeiluhliðina, blinda sig gagnvart jákvæðari hliðinni á lífsskoðun hans í þeim efnum, en hún kemur fagurlega fram í hinu merkilega kvæði hans “Eloi lamma sabakhthani”, þar sem kenningar Meistarans frá Nazaret eru túlkaðar af djúpum skilningi í erindum sem þessum: Hann sá, að eiginelskan blind var aldarfarsins stærsta synd °g þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans — Sem grimmd og lymsku lengst til ver að láta aðra þjóna sér, sem aldrei sér, að auðna þín er allra heill og sín og mín. Hann kenndi, að mannást heit og hrein til himins væri leiðin ein. Hann sá, að allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk. Né skyldi því heldur gleymt, að þó Stephan væri ádeiluskáld, þá var hann einnig ávalt í hjarta sinu bjartsýnn hugsjónarmaður, bar í brjósti óbifanlgea trú á framlíðina og lokasigur sann-1 leikans, eins og sjá má glöggt af J kvæði hans “Martíus”, einu af i hinum miklu kvæðum hans frá síðari árum. Þroskinn var hon-J um fyrir öllu. “Framförin er, lífsins sanna sæla”. Sú hugsjóna ást hans og framtíðartrú eru klæddar í áhrifamikinn orða- buning í lokaljóðlínunum í hinu stórfellda kvæði hans “Bræðra- býti”: Það er ekki oflofuð samtíð, en umbætt og glaðari framtíð, sú veröld, er sjáandinn sér. Stephan segir um hlákuvind- inn, að hann sé “höfundur, sem engan stælir”. Þar er honum sjálfum rétt lýst sem skáldi, þvi að hann fór mjög sinna ferða um valyrkisefna og meðferð þeirra, um bragarháttu og málfar, og auðgaði íslenzka tungu og bók- menntir vorar að sama skapi. Hrjóstrugt er ljóðalendi hans ósjaldan yfirferðar og nokkur brögð að því, að lesandinn verði að brjótast gegnum myrkrið og klungur, áður en honum opnast fjölskrúðug fegurðarlönd skálds Látið atkvæði yðar verða áhrifaríkt með viturlegri atkvæðagreiðslu Þann 10. ágúst verður í fyrsta sinn, er hundruð þúsunda nýrra Canadamanna greiða atkvæði í almennum kosningum. Sam- kvæmt aðferðum leinilegra atkvæðagreiðslu getið þér greitt atkvæði hvaða frambjóðanda sem er, án þess að nokkur viti um það. I þessu felst fjöregg lýðræðisins. Látið áhrifa atkvæðis yðar gæta með viturlegri atkvæðagreiðslu. Hugfestið, að Progressive Conservative flokkurinn berst fyrir mörgum umbótum sem Canada þarfnast. Hann er ákveðinn í að Iækka skatta, koma upp nýjum húsum þar sem aðeins þurfi að greiða tíu af hundraði til að byrja með og tryggja vægar afborganir á mánuði. Hann mun tryggja hagkvæmilegar heilsutryggingar handa fjölskyldu yðar, og gera ábyggilegar ráðstafanir gegn áróðri kommúnista.. Og hann mun endurvekja virðingu fyrir þinginu og losa þjóðina við einræði Liberal-ráðherranna. Er þér greiðið Progressive Conservative atkvæði, greiðið þér atkvæði með betri Canada. VITIÐ ÞÉR ÞETTA? Vitið þér, að til þess að fá Progressive Conservative stjórn i Ottawa, verðið þér að greiða frambjóðendum Progressive Conservative flokksins atkvæði í kjördæmi yðar? Vitið þér-Nafn Progressive Conservative frambjóðandans í kjördæmi yðar? Vitið þér að þér getið fengið nafn P. C. frambjóðandans hjá klúbbnum yðar eða fundafélagi? Vitið þér að einungis með því að kjósa P. C. stjórn, fáið þér lægri skatta, ný hús gegn lágri borgunar- greiðslu og alþjóðarheilsutryggingar? V- Látið fána frelsisins blakta við hún! þann 10. ágúst Greiðið Progressive Conservative atkvæði In Selkirk Constituency — VOTE | Baryluk, Mi ke X ins; en annars staðar blasa þau óðar og fljótar yndisleg við aug- um í ljóðrænum og blæmildum kvæðum, sem fljúga lesandanum í fang, eins og “Við verkalok” eða “Að leikslokum”, úr heim- ferð skáldsins til ættjarðarinnar 1917, en þetta er upphafserind- ið: Ef að vængir þínir taka að þyngjast, þreyttir af að flúga í burtuátt, hverf þú heim, og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri f jöður hátt. Jafnvel þó við skilnað kannske skeður, skyndidepurð grípi róminn þinn sem á hausti, er heiðló dalinn kveður, hugsun um, að það sé efsta sinn. Og mörg kvæðin, sem hann orti heima það sumar, sýna það ótvírætt, að hann yngdist við ferðina. Heill og heiður sé Ung- mennafélögunum íslenzku fyrir að standa að heimboði skáldsins, en heimförin varð bæði honum hin ánægjulegasta og bókmennt- um vorum ávaxtarík að sama skapa, eins og sézt bezt á kvæða- flokkinum “Heimleiðis”. Af nokkrum kennileitum hef- ir þá verið svipazt um í víðlendu og gróðursælu landnámi Steph- ans G. Stephanssonar í íslenzk- um skáldskap, en þó farið æði hratt yfir, jafn mikið víðlendi í andans heimi og þar er um að ræða. Skal nú, nær málslokum, horfið aftur að komu minni í heimabyggð hans í Alberta; vit- anlega fór eg eigi þaðan, svo að eg kæmi eigi að legstað skálds- ins. Er eg stóð við leiði hans, sóttu fast á mig ódauðlegar ljóðlínur hans. En ættjarðarböndum mig gríp- ur hver grund, sem grær kringum íslendings bein. Og mér hvarf í hug þessi frá- sögn Jóhanns Magnúsar Bjarna- sonar rithöfundar úr heimsókn hans til Stephans 1924 (Vestan um haf): “Eitt kvöldið sýndi Stephan okkur grafreit fólks- ins síns, og benti hann mér á þann reit, er hann ætlaði sér — í norð-austur horni garðsins. Eg spurði hann, af hverju hann hefði valið þennan sérstaka blett handa sér. “Af því eg vil vera sem allra næst íslandi”, svaraði hann.” Þau orð voru skáldinu lík, og fjarri því að vera nokkurt hé- gómamál, eins og skráð er gullnu letri í lífi hans og ljóð- um. Og þá er áletrunin á minnis- varða hans eigi síður sérkenn- andi fyrir hann og löndum hans öllum um leið lögeggjan til dáða: / Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöld- um, -----því svo lengist mannsævin mest. FLEYGAR — hin nýja ljóða- bók eftir Pál Bjarnason, er nú komin á markaðinn. Er 270 blað- síður. Kostar $5.00 í bandi Og fæst hjá — BJORNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu viðskifta vina ... sem hafa hjálpað mér í viðskipta- lífi í síðastliðin 40 ár, vil eg votta mitt innilegasta þakklæti og um leið minna þá á að eg ennþá hefi elds- ábyrgð og bílaábyrgð í beztu félögum til boða. Dnion Loiin & Investmcnt Do. 508 Toronto General Trust Building Winnipeg, Man. H. Peturson Sími 925 061 s.-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.