Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1953 Heimakringla (StofnuO lUé) K*mtu 6t á hrerjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 Verð blaOslns er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. AlUir borganir aendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist: Tlie Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Wirmipeg Rltatjórl STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskrlnglo" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorized qs Second Clasg Mail—Post Oífice Dept., Ottqwq WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1953 KRUNK - KRUNK Af sumu því að dæma, sem liberalar hafast að í þessum kosn- ingum, má ætla að þeir séu annað hvort óviðráðanlegum ótta slegn- ir um að þeir muni tapa í kosningunum, eða að virðing þeirra fyrir sjálfum sér, er fokin út í veður og vind, hafi þeir hana nokkru sinni átt. Dæmin eru deginum ljóssari um þetta. Frá Ontario er sú frétt nýlega sögð, að átta af ráðgjöfum lib- erala hafi í einu verið á flögri klett af kletti um eitt og sama kjör- dæmi fylkisins, sem Carleton er nefnt, krunkandi framan í kjós- endur um að greiða ekki íhaldsmanni atkvæði, heldur liberala. — Þingmaður þessa kjördæmis, er Col. George Drew, foringi íhalds- flokksins. Það munu nú flestir hafa rent grun í, að liberalstjórnina fýsi að sjá Drew tapa kosningu. En verður það ekki dýru verði keypt, að kasta frá sér öllu vel-sæmi fyrir það? Það getur enginn á þetta tiltæki litið öðru vísi en sem hina mestu smán, bæði fyrir ráðgjafana, flokk þeirra og liberal stjórnina í heild sinni. í þessari ráðherra kosningafylkingu, voru þessir: St. Laurent, Abbott, Harris, Gardiner, Claxton, Martin og McCann. Merkisiberi liberala í þessu kjördæmi heitir John H. Mc- Donald, 38 ára lögfræðingur hjá liberal stórninni. Hafa blöð eftir honum, að þessi heimsókn ráðherranna, muni ríða Drew að fullu. Annað komi og einnig til greina. Inn í þetta kjördæmi hafi flutt síðan kosningar fóru fram hópur nýrra kjósenda, sem meiri hlutinn af ætti að greiða liberölum atkvæði, því fjöldi þeirra er stjórnarþjónar. Ófagurt er þarna aðhafst! Þá er kjördæmaskipunin eitt dæmi um vanvirðuna á framkomu liberal stjórnarinnar. Mörg kjördæmi andstæðingaflokkanna voru bútuð sundur og “innlimuð” að nokkru kjördæmum liberal þing- manna. Nokkur voru alveg þurkuð út eins og kjördæmi Diefen- bakars. Hann var of harður í horn að taka i gagnrýni sinni á stjórn- ina til þess að ekki væri reynt að gera honum ómögulegt, að halda áfram þingmensku. Hann sækir nú í kjördæmi, sem hann hefir aldrei áður sótt í, og skipað hefir áður verið forsætisráðherra og öðrum höfuðpaurum liberala. Liberal stjórnin leggur meiri áherzlu á að koma foringjum annara flokka fyrir kattarnef, en nokkur stjórn hefir áður gert Ummæli blaða hennar um Low, Coldwell, Stanley Knowles og fleiri, eru slík, að oft mættu þeir ætlav er ekki þekkja til þessara manna, að vitfirring væri að kjósa þá á þing eða fela nokkurn stjórnarrekstur. Hon. Stuart Garson, dómsmálaráðherra lætur sér það um munn fara í kjördæmi sínu hér, “að það sé ekki hægt að hugsa sér neitt verra, en að Drew yrði stjornarformaður Canada . Hann alitur sjálfan sig eða Pickersgill eflaust langt fyrir ofan Drew og alla aðra flokksforingja, en liberala. En báðir þessir áminstn menn hafa verið nefndir, sem hugsanlegir eftirmenn hins aldna og móða St. Laurent, þó hvorugur hafi tærnar þar, sem hann hefir hælana. Hinn fyrnefndi var sama árið og hann varð ráðgjafi, staðinn að því, að leyna glæpa framferði flokksmanna sinna, vegna þess, að illa kom sér að birta það fyrir kosningar. Um Pickersgill veit al- menningur það eitt, að hann hefir rægt menn frá stjórnarstöðum, einn t.d. í þessum bæ, sem blaðið Winnipeg Tribune hefir um langt skeið skorað á hann að hreinsa sig af, en sem ógert er enn. Þetta eru þeir, sem til stjórnarforustu Canada eru réttbornir, en ekki Drew, eða neinn foringi annara flokka, það er að segja, sé sá flokkur í andstöðu við liberala. Það getur borið mikinn vott um áhuga fyrir malefnum al- mennings, að sjá ótta ráðgjafa dreyfa sér út um Carleton-kjördæm- ið, til að ná því úr höndum foringja íhaldsflokksins. En þyrfti nokkur að vera hissa, þó þeir mintu kjósendur fremur á krunkandi hrafnahóp, en velunnara þjóðfélagsins? PÓLITÍSKIR BITAR Veðbréfafall í ræðu sem St. Laurent, for- sætisráðherra Canada. hélt ný- lega í Sudhury, fórust honum orð á þá leið, að veðskuldabréf Canada mundu falla í verði ef íhaldsstjórn kæmist til valda. Ádrepu þessari er svarað í Tri- bune 25. júní, af manni sem Jo- seph Peden heitir í Rossburn, Man., á þessa leið: Það væri gott og blessað að fá tækifæri til að ræða um veð- skuldabréf Canada fyrir 10. ág. Það var fyrir tveimur árum að eg bygði nýtt íveruhús en þar sem ekki fékst nema 52 centa virði af vöru, eða efni í það, fyr ir dollarinn, hrukku peningarn- ir ekki sem eg átti í reiðu-silfri fyrir það. Eg varð því að grípa til sigurlánsbréfa, sem eg átti. En þá var mér sagt, að eg fengi ekki nema 93 dali fyrir hverja 100 sem eg hafði keypt. í síðasta stríði var fundur í samkomuhúsinu í Rossburn af trúnaðarmönnum li'beral stórnarinnar, er sögðu, að ef þessi verðbréf væru ekki góð og gild, væri sambandsstjórnin það ekki heldur. Dollarinn mun nú um það 48 centa virði. Auk 7 dollara taps- ins á hverju hundraði af veðbréf unum, sé eg mér þann kostinn vænstan nú, að greiða íhalds stjórinni atkvæði. “Canada á þröminni” “Liberalar hafa síðustu fjög- ur árin farið eins næri því og hægt er, að koma Canada á helj- ar þrömina efnalega”, sagði T. Douglas forsætisráð herra Sask., fylkis, í kosningarræðu, sem hann hélt nýlega í Prince George. Hann var að stuðla að kosningu William Irvine í Car- iboo-kjördæmi, CCF-sinna. “Kosningarnar snúast allar um það fyrir liberölum”, sagði stjórnarformaðurinn “að St. Laurent sé fínasti karl, sem hver maður mætti væra ánægður með að eiga fyrir afa”. “Hagur landsins nú”, sagði stjórnarformaður, “að væri svip að og 1920, að því leyti að óseld- ar vörur hrúguðust upp sem eng- in vissi hvað við ætti að gera. En svo illa sem hjá oss er statt í þessum efnum, fær það ekkert á stjórnina, því hún hefir enga stefnu að bjóða, hvorki vonda né góða, til að forða lýð landsins frá þessu fári. Hagur landsins veltur á því, að geta selt bændavörur, fisk og trjávið til Bretlands og Evrópu. En sambandsstjórnin er búinn að svifta Canada þessum mark- aði, vegna aðgerðarleysis og ó- framsýni í stjórnarrekstrinum.” Skattar ekki háir Liberalar virðast alveg hissa á fyrirætlunum Drews um að lækka skatta um hálfa biljón á ári, vegna þess, að skattar séu eins lagir og mögulegt sé. Hvað háir eru skattar lands- ins? Tekjur sambandsstjórnar eru um 4 biljón dali á ári. Á hverja fjölskyldu (af fjór- um) verða skattar því $1200 á ári. Það halda margir, að þeir greiði enga skatta, vegna þess,' að meginið af þeim er falið sem j kallað er. Menn greiða þá flesta; án þess að af því sé vitað .um í vörukaupum, nema skattinn á! fjárinntekt, sem miðaður er við, hvað hún er mikil. Skatta greiða því allir, mis- jafnlega, háa. að sumu leyti eins og tekjuskatt, en duldu skatt- arnir eru aðal skatt-tekjurnar. Við verðum þeirra varir í verði vöru og bölvum kaupmönnunum fyrir það. En það er sambands-' stjórnin, sem því veldur og tæki-j færi er að minna á það með at- kvæði yðar 10. ágúst. Á VÍÐ OG DREIF Um orðið Dominion Eg varð hálf hissa þegar eg rakst á það í blöðum landsins ný lega, að fyrsti júlí, þjóðhátíðar- dagur Canada, heiti nú ekki lengur Dominion Day, heldur “Canada-Day”. Eg hafði séð þessu hreyft áð- ur, en hefi líklega verið sofandi á verðinum eins og fleiri og ekkij hugsað út í við hvað væri átt með hugmyndinni, mér fanst hún vera bóla, sem brátt hlyti að springa. En ónei — heimskan gerir það vanalega ekki. Oirðínu ‘Dominion of Canada var alls ekki þrengt upp á okkur. Það var sérstaklega valið land- inu af “feðrum stjórnarskrár vorrar, vegna trúarlegrar þýð- ingar orðsins.. Eg skal segja spekingunum, sem ekki vita þetta, að það stendur í ,trúbók vor kristinna manna hjá Sakar- íusi í 9 kafla, 10 vers: “Veldi hans mun ná frá hafi til hafs og frá Fljótinu til endimarkar jarð- ar”. Orðin eru einnig þrykt á skjaldarmerki vort (Coat-of- Arms). Að sleppa orðinu “Dominon” er einungis vottur litilmensku húgsunarháttar. Með því er í raun réttri sagt, að þó forfeður okkar vildu hafa almættið með sér í verki, er engin ástæða til að við séum að burðast með það; nauðsyn þess er horfin! Persónu leg skoðun mín er, að þess sé meiri þörf nú en nokkru sinni fyr. (W. S. Palmer, í Western Producer). Eftirtektarverð orð Dorothy Thompson, er flest- um kunn fyrir blaðagreinar sín- ar. Eitt sinn er hún var spurð um hvað hún áliti hið versta að glíma við í heiminum á þessum síðustu og verstu tímum, svaraði hún, að það væri ekki endilega stríð, heldur miklu fremur skoð- anir sem básúnaðar væru, sem við ekkert verulegt eða sögulegt gildi hefðu að styðjast. —Jæja, svo þú hefur eignast tví bura. Trufla þeir ekki hvor ann- an að næturlagi. —Nei, þeir æpa og skrækja svo hátt að hvorugur heyrir til hins. GREETINGS . . . from Thorunrís Beauty Salon “Your Personality is In Your Hair-do” GIMLI, MAN Phone 132 2 tondbúendur af hverjum ^ njóta nú hagnaðar af óbrigðulli rafur- magnsorku Já, Manitoba orkueftirlitsnefndin hefir miklu til leiðar komið síðan 1945, að aðeins eitt býli af hverjum 50, naut raforku. Hydro-félagið yðar hefir eflt framfarir fylkisins . . . og mun halda þeim áfram un?. allir íbúar Manitoba eiga kost á notkun raforku. , THE MANITOBA POWER GOMMISSION YÐAR HYDRO - NOTIÐ ÞAÐ “KOMIÐ INN NÚ ÞEGAR” Þegar þér gangið inn í skrifstofu bankastjóra, leitið þér til hans um ábyggi- legar upplýsingar og heilbrigðar ráðleggingar. Nú get- ur hann gert meira fyrir yður en nokkru sinni áður—fyrir víðtækari sambönd, sérfræðilega þjón ustu og aukna þekkingu byggða upp af banka hans. Um árafjöld hafa löggiltir bankar Canada fylgst með framþróun, til að geta mætt hinum stöðugu víðtækari og vaxandi kröfum. BANKAR STARFANDI I UMHVERFI YÐAR Ad. No. 5303B >

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.