Heimskringla - 30.09.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.09.1953, Blaðsíða 1
--------------—-------- AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look foi the Bright Red Wrappei -------------------—--r* '-----------------------. AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality Sc Taste” CANADA BREAD -look for the Bríght Red Wrapper >-----------------------^ LXVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 30. SEPT. 1953 NÚMER 53. FRÉTTAYFIRLIT SEGIR BRETUM TIL SYNDANNA Joseph McCarthy fór fram á það í Öldungadeild Bandaríkja- þingsins síðast liðinn miðviku- dag, að hætt væri að vetia Bret- um nokkra fjárhagslega ásjá, ef þeir héldu áfram verzlun við kínverzka kommúnista. Hann sagði þetta reynandi og vonaði að það hrifi betur en herskipa eftirlitið. Hann bætti vitS: — “Ástæðan fyrir þessu er hrein- skilnislega sú, að hvorki oss né nokkurn annan fýsir að eiga fé- lag við neina þjóð sem leggur óvinum vorum hergögn upp í hendur. L. B. PEARSON ENN! í ræðu sem L. B. Pearson, for- seti Sameinuðu þjóðanna flutti nýlega, hélt hann því skýlaust fram ,að Canada ætti að leggjast á sveifina á móti Bandaríkjun- um og Dr. Rhee, stjórnanda Suð- ur-Koreu, ef þau héldu áfram kröfunni um sameinaða Koreu. Friður fengist aldrei með því. Hvað Pearson er að fara með þessu, væri fróðlegt að vita. Segjum að Rússar hefðu sent herlið til Canada og það hefðl unnið allan helming landsins. Hefði Pearson barist fyrir, ef yfirgangur þeirra hefði verið stöðvaður, að þeir fengju að halda hálfu Canada? Dr. Rhee hefir um tugi ára barist fyrir frelsi Koreu, allrar Koreu, en ekki aðeins suður hlutans. Hann hefir að minsta kosti, lagt eins mikið á sig fyrir þetta mál, eins og Pearson fyrir canadisk mál. Hvað á þessi haltu mér—sleptu mér stéfna Pearsons að þýða? Er þetta stefna Canada í heims- málunum ? 49 FYLKIÐ Á síðasta ársþingi félags can- adiskra verkamanna samtaka — (Canadian Congress of Labor) var lögð fram fyrir þingið til- laga frá verkamannasamtökum í Ottawa “United Steel Workers" um það að þingið færi fram á það við Bandaríkin, að 0G UMSAGNIR Canada yrði gert að einu sam- bandsfylki þeirra, fertugasta og níunda fylkinu. Fundarmenn urðu hálf hvumsa við þetta. En ástæðurn- ar sem Torontofélagið færði fyr ir þessu, var sú, að vinnulaun væru hærri í Bandaríkjunum en Canada, en skattar þó lægri og verð vöru mikið lægra en hér. Fulltrúar þingsins sem voru um 700 greiddu nálega allir at- kvæði á móti tillögunni. Þeir álitu að skatta og vöruverð mætti lækka hér, án þess að við sem þjóð, fremdum sjálfmorð með því. ST. LAURENT STJÓRNIN HRÚGAR UPP TEKJU- AFGANGI Sambandsstjórnin hefir hrúg- að upp tekjuafgangi á fyrstu 5 mánuðum þessa fjárhags-árs er nemur $283,253,000. Tekjuaf- gangurinn var 53 miljónir yfir ágúst mánuð. Á öllu árinu verð- ur hann sennilega hálf biljón! Það eru miklir spilpeningar. En þetta vildi þjóðin 10. ágúst. Drew komst ekki upp með “moð- reik”, þegar hnan vildi lækka skatta á borgurunum, sem ná- kvæhilega nam þessu. FELLIBYLUR Um Mið-Indo-Kína og nokk- urn hluta af Japan skall á felli- bylur s.l. föstudag er varð 2000 mönnum að bana. Stráhúsin í Indo-Kína flutu sumstaðar úti á sjó. Um 200,000 manna varð hús- velt.. Eignatjón er talið í milj- ónum dala. FRÚ PANDIT HARÐSTJÓRI Eins og kunnugt er, tók frú Pandit við formensku á þingi S. þjóðanna s.l. viku. Hún virðist hinn röggsamasti fundarstjóri, sem félagið hefir enn haft. Er frá einu dæmi sagt er sýnir þetta. Á þinginu var til umræðu yfir- skoðun laga félagsins. Höfðu þrír menn verið kosnir frá hvorri hlið með eða móti laga- breytingu að athuga málið. Þegar þeir höfðu birt niður- stöður sxnar sem úrslitum máls- ins réðu, tók Jacob A. Malik. rússneski fulltrúinn, að halda langa ræðu um málið. Frú Pan- dit bað hann hætta, málið væri afgreitt. En þegar hann hlýddi því ekki, lét hún stöðva öll hlust unaráhöldin svo enginn, ekki einu sinni túlkarnir heyrðu hvað Malik sagði. Frú Pandit sagði fregnritum á eftir að hún væri heit með kvenfrelsishreifingu Indlands, en sagðist ekki vilja að það væri fyrst og fremst litið á þing- stjórn sína, sem kvenfrelsismála starfsemi. Frú Pandit er fyrsti kven-for- seti þings Sameinuðu þjóðanna. Hún er systir Nehru, forsætis- ráðherra Indlands. Hún náði kosningu með 37 atkvæðum. Keppinautur hennar prins Wan Waithayakon frá Thailandi hlaut 22 atkvæði. $100,000 FYRIR MiG15 FLUGVÉL í byrjun Koreu-stríðsins hétu Bandaríkamenn $100,000 hverj- um, sem færðu þeim óskaddaða rússneska flugvél af “MiG 15” gerð. Það hefir dregist til þessa, að nokkur hlyti þessi verðlaun. Að líkindum hefir her Samein- uðu þjóðanna nú sýnishorn þess- ara véla. En fyrir skömmu, eða 21. sept. kom Norður-Koreu flugmaður með eina þessara véla og lenti henni á Kimpo-flugvelli í grend við Seoul. Spurði hann hvort verðlaunin fengjust ekki enn fyrir vélina, sem áður voru boð- in? Hefir nú ráðist, að honum skuli greiddar $100,000 fyrir áð koma með vélina. Heitir flug- maðurinn Noh Keum Suk. Vél þessi er því vel launuð. En ekki virðist þörfin hafa ver- verið mikil fyrir hana því nú hefir verið lýst yfir, að hún verði aftur færð eigendanum, sem er Norður-Koreu stjórnin. FRÁ SIÐFERÐISLEGU OG ÖGURLEGU SJÓNARMIÐI James A. Van Fleet, hershöfð ingi og fyrrum yfirmaður hers Á myndinni sjást .nokkur sýnishorn úr blaða- og tímaritagjöf sr. Einars Sturlaugssonar. En blöðunum og tímaritunum hefur nú verið komið fyrir í hinu nýja háskólabókasafni. Sést örlítill hluti þeirra í hillunum öðrum megin á myndinni. Heiðursskjal það, er sr. Einari var afhent við vígsluathöfnina, verður birt ljósprentað í næsta blaði. SNÆFELLSJÖKULL eftir Jóhannes Kjarval —Þau Lalah og Grettir L. Jóhannson ræðismaður gáfu Manitobaháskóla fyrir skömmu málverk þetta, og hangir það nú í íslenzku lestrarstofunni í hinu nýgerða bókasafni háskólans. Færir háskóiinn þeim hjónum beztu þakkir fyrir hina fallegu gjöf. Sameinuðu þjóðanna í Koreu, sagði í ræðu er hann hélt 18. september í Cleveland, að hann væri endregið fylgjandi máli Syngman Rhee, að Korea yrði sameinuð, jafnvel þó áframhald- andi stríð kostaði. Van Fleet sagði við fregnrita, að frá siðferðislegu og sögulegu sjónarmiði styddi alt málstað Rhees um sameiningu landsins aftur. Hann sagði Rhee ekki fara fram á annað en það, sem hvcr maður í þessu landi (Bandaríkj unum) mundi fara fram á, ef eins stæði hér á. Van Fleet segir þá menn ekki vita hvað þeir séu að segja, sem haldi fram að alt sem fyrir Rhee vaki, sé að leggja stein í götu íriðartilraunanna sem Samein- uðuþjóðirnar hafi með höndunx. Rhee sé ein af hinum mestu þjóð írelsishetjum, sem sagan getur um. FYLKISÞINGIÐ í B. C. Fylkisþingið í British Col- umbia kom saman 15. sept. Þetta er fyrsta þing 24 þing- tímabilsins í fylkinu síðan þaðl gekk í fylkissamband Canada 1871. Er Social Credit stjórnin nú glaðari í bragði en þegar hún kom saman eftir kosningarnar á s.l. ári og hafði aðeins 19 þing- mönnum á að skipa. f kosningun um 12. júní á þessu sumri veidd- ist betur; hefir hún nú 28 þing- menn og þarf ekki að óttast end- urtekningu hrakfaranna í marz. Hún er nú viss um að halda völdum næstu 4 komandi ár. Fyrsta málið sem rætt var, á- hrærði breytingu á áfengissölu. Var því ólokið á þinginu á s.l vori. Breyting sem ráð er gert fyrir virðist aðallgea í því fólg- in að fjölga og prýða ölkránn- ar, hafa þær bjartar, svo hin eig- inlegu og illu áhrif áfengisins komi siður fram. Um þetta varð hávaði á þingi, sem áfengi er oftast samfara. Á framleiðslu iðnaðar og viðar verður skattur lagður. En skattur á matsölu húsum, er alt upp að einum dollar nam, verður afnuminn. Bílaleyfi verða og lækkuð um 10%. Á þingi eru mjög fáir úr sam- vinnustjórninni sem áður var. aðeins ein kona er á þingi. Þingmenn eru alls 48. C.C.F. hafa 14, töpuðu 4 í júní kosning- unum, liberal 4, töpuðu þremur og íhaldsmen 1. töpuðu tveimur og óháður einn. Social Credit-sinnar græddu 9 í júní kosningunum og hafa nú 28 þingmenn. Þegar á þennan sigur stjórnarflokksins er litið og ófarir allra hinna flokkanna. er útkoman í sambandskosning- unum óskiljanleg í þessu fylki. MIKIÐ RÓMUÐ RÆÐA fræðum unna. Þar er íslenzk kona bókavörður, frú B. Sig- björnsson, sem ásamt manni sín- um stundar hér háskólanám. Safnið virðist myndarlegt, þar í einu horninu stendur og skrif- borð Stephans G. Stephansson- sr, er ger verður frá sagt í næsta blaði. Ennfremur var þökkuð mynd sú af Snæfellsjökli er gef- í blaðinu Winnipeg Tribune inn var skólanum af Grettir í gærkvöldi var getið á ritstjórn- arsíðu blaðsins ræðu, sem Thor Thors sendiherra flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna. Er frá efni ræðunnar sagt á þá leið, að hún hafi verið þörf vakning til stór- þjóðanna um að hefjast handa í friðarmálunum, en láta ekki sitja við orðin tóm. Churchill, Eisenhower og Malenkov töluðu um frið og að efna sín á milli til friðar fundar, en af því yrði ekkert. Eins væri á þingi Sam- cinuðu þjóðanna. Þar væri mik- ið talað, en minna gert. Það væru margir réttsynir menn farnir að benda á þing Samein- uðu þjóðanna sem kappræðu Jóhannssyni og birt er á þessari síðu. Mr. Campbell forsætisráðherra opnaði bokahlöðuna og hélt ræðu við það tækifæri. Fagnaði hann þessari stóru og fögru viðbót við háskólabyggingarnar, er lok- ið var að tveim árum liðnum frá því, að hann lagði hornstein hennar. Hefir skólinn með þess- ari nýju bókahlöðu rúm fyrir bókasöfn skólans öll, listaverk og fleira. Fjórir lista- og bókmenta frömuðir voru heiðraðir af há- skólanum og mælti sinn prófess- ora háskólans með hverjum þeirra. Mælti próf. Skúli John- klubb. Þetta geti ekki lengi j son með einum þeirra, sköru- þannig haldið áfram. Hernaðar- útbúningurinn heldi stöðugt á- fram, sem nú þegar væri orðin nægur til að sprengja upp alla jarðkringluna. Thor Thors sagði verkefni Sameinuðu þjóðanna að sameina hugi þjóða heimsins um heil- lega að vanda; hafði hann og mikinn þátt átt í veizluhaldi þessu. Það var sem sé boðið mörgum hundruðum að vera við- stöddum er bókhlaðan var opn- uð. Að dagskrá lokinni voru gestir leiddir um alt safnið til að sjá það og að síðustu var BÓKHLAÐA OPNUÐ °g um. brigðar og öruggar stefnur, sem!ka^ drukkið af öllum, er veitt þær gætu í friði bygt á, en þess var ókeypis hinum mörgu gest- væri ekki kostur meðan einræði og eintrjánings áróður heldi á- fram eins og það gerði.' Ræðumaður sagðist ekki efa að þjóðir heimsins væru biðjandi um frið. Þeir sem með forustu fara, eiga að hafa þennan vilja þerira í huga. Þetta er nokkuð af útdrætti úr ræðunni í Winnipeg Tribune en ræðuna höfum vér eigi í heild sinni séð. ÞAKKARORÐ Þar sem mér er ómögulegt að þakka með handabandi öllum þeim mörgu, er sýndu syni mín- um og fjölskyldu hans vinarhug við burtför þeirra til Afríku, vel eg þessa leið til að sýna lit á þakklæti mínu. En öðrum frem- ur vil eg beina þessum línum til kvenfélags lútersku kirkj- unnar og safnaðarins í Selkirk, fyrir hina veglegu kveðjuathöfn er þar fór fram 20. þ.m., að við- Við opnun nýrrar bókahlöðu stöddum fjöldamanns. Sú athöfn við Manitoba-háskóla s.l. laugar- har vjtni um sannan vinarhug dag, var blaðagjafar sr. Einars, 0g hlýleika í þeirra garð, er eigi Sturlugssonar frá Patreksfirði mun firnast hjá þeim eða mér, minst og hún þökkuð sem vert en ggymi^t meðal þeirra fjár- var af háskólaforseta, Mr. Gills-, sjóða í eigu okkar er mölur og son. Hann las og vel orðað á- ryQ f^ gjgj grandað. Þeir er sýna varp til sr. Einars, skrautritað; börnum mínum vinsemd sýna af Gissuri Elíassyni, kennara í mer hana einnig. Með vinar- listum við háskólann. Ennfrem-1 kveðju og innilegu þakklæti til ur var bókasafnsins íslenzka aiira er kvöddu drenginn minn. minst, sem nú er opið og þeim er Mímisbrunnur er norrænum Guð blessi ykkur öll. Elizabeth Polson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.