Heimskringla - 30.09.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. SEPT. 1953
HEIMSKRINGLA
3. SfÐA
Skardal, og Donna L. Christof- j
erson, dóttir Mr. og Mrs. J. W. j
Christoferson á Grund í Argyle-
byggð.
Óskar Josephson giftist á
á þessu ári. Kona hans er hér-
lend, ættuð frá Ontario. Óskarj
er sonur þeirra Hólmkels Joseph
son landnamsmanns í Argyle
(dáinn) og konu hans Margretar
isleifsdóttir. Óskar er gildur
bóndi í Brúarbyggðinni, og
góður og duglegur félagsmaður.
Hér giftist í maí, Sigmar Sig-
fusson frá Oak View, Man., og
Margret Lambertsen, alsystir
Niels Lambertsen er hér er get-
ið að framan. Þau settust að i
Ashern, Manitoba.
Þessi giftingasaga er sönnun
þess að ástalífið er í fullum al-
gleymingi hér, og það eftir-
tektavert að af þessum hjóna-
böndum níu eru aðeins 2 sem
giftast inn í hérlent þjóðlíf og
staðfestist það að kónga, víkinga
og skáldablóðið muni en um
langann aldur renna ómengað í
æðum niðja frumherjanna hér
vestra, jafnvel þó málið hverti
af vörum þeirra, en það er helg
skylda allra íslendinga að
geyma vel tunguna, þar er
gullnáma sem engann svíkur.
Tvær konur frá Argyle-byggð
fóru með íslenzku flughópnum,
er til fslands fór í sumar, Mrs.
Helga Johnson frá Tungu og
Mrs. Halldóra Peterson frá
Baldur og róma þær vel ferðina,
viðtökurnar á íslandi og hinar
undraverðu framfarir lands og
þjóðar. Próf. Finnbogi Guð->
mundsson vann sér mikinn orð-
stír með frammistöðu alla í
sambandi við ferðina og foristu
á því sviði Merkilegt þjóðrækn-
isstarf vann próf. Finnbogi með
því að skipuleggja og stjórna
þessari íslandsferð sem lukkað-
ist SVO mæta vel. Munu fleiri á
eftir fara. Margt langferðafólk
hefur verið hér á ferð í sumar. í
júlí mánuði voru þær systur
Mrs. Len Kjernested og Miss
Hólmfríður Paulson frá Port
Alberni, B .C., í heimsókn til
ættingja; og nýlega komu þau
Mr. og Mrs. Oscar Josephson
bílleiðis frá Ontario þar sem
þau hafa verið undanfarin ár
búsett nálægt Toronto. Þá v'oru
þau Mr. og Mrs. Herman Bjorn-
son frá Chicago hér á ferð, héð-
an héldu þau vestur á Kyrrahafs-
strönd, og munun máske setjast
þar að. Um helgina 6. september
áttum við góðum gesti að fagna
frá íslandi, Jóni Björnssyni frá
Sauðárkrók. Kom hann vestur
með flughópnum sem til íslands
fór í sumar , í heimsókn til son-
ar síns Dr. Björns Jónssonar í
Benito, Manitoba. Hefur hann
dvalið hjá honum síðan hann
kom frá Fróni mánaðar tíma eða
svo. 6. september kom Dr. Björn
með föður sinn og fjölskyldu til
Glenboro á leið til St. Charles,
Missouri, í heimsókn til systur |
sinnar, en dóttir Jóns. Hjá
henni og tengdasyni sínum,
hyggst hann að dvelja mánaðar-
tíma.
Jón var góður gestur, en tím-
inn var of stuttur, hraðinn er svo
mikill, alt er á fleygi ferð, og
enginn ræður við hraðann eðaj
tímann. Jón Björnsson er merk-j
ur maður af góðum ættum. MóÖ
ii Jóns var Þorbjörg Stefánsd.,
frá Heiði í Ganguskörðum, syst-j
ir þeirra skörunganna Stefáns i
skólameistara og séra Sigurðar i
Vígur, báðir þjóðfrægir. í föð-
urætt standa að honum sterkar
stoðir, Jón afi Jóns Björnssonar
(faðir Björns) byggði UPP eiðl‘
kotið Háa-Gerði og bjó þar meö
mesta myndarskap, og k°m Þur
á legg 12 börnum. Var það ekki
heiglum hent að gjöra slikt í þá
tíð á íslandi. Jón var skólameist-
ari á Sauðárkróki í 44 ár en heí-
ur nú lagt niður störf sakir ald-
urs, er samt enn eins og fuglinn
fljúgandi. En lögin ákveða að
maður verður að leggja störf
niður er vissu aldurseakmarki er
náð. Kenslustarf var Jóni í blóð
Framh. á 4. bls.
Sonur lýðsins
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
1. ------ ■ -..........- ’
Allir voru komnir heim til sín, til þess að
neyta eggjanna og kjötsins, sem sérstök guös-
blessun hafði verið lögð yfir þennan dag.
Úr fjarlægð sást til föður Ambrosiusar, er
hélt sloppnum upp um sig, og var að hraða sér
heim til sín.
Út um hálfopnar dyr smáhýsanna í þorpinu
heyrðist hlátur og gleði, og í kirkjugarðinum
þar sem Andras dvaldist ennþá, voru tvenn eða
þrenn pör að kyssast. Uppi í loftinu heyrðist
hið þunglyndsilega garg storkanna, sem komn-
ir voru heim úr hlýrra loftslagi, og voru að leita
að þeim hreiðrum, sem þeir höfðu skilið við á
síðastliðnu ári.
Allt í umhverfinu minnti á gleði, heimili,
æsku og ást, og_ Andras andvarpaði þungt, sneri
sér að Sillag, og þrýsti kossi á enni þessarar ynd
islega' fallegu skepnu.
17. Kafli
G J ALDÞROT
Andras hafði talsverðan hjartslátt, þegar
hann í annað sinn gekk inn í það hús, þar sem
stolti hans og metnaði hafði verið svo stórkost-
lega misboðið. Hann hafði aldrei komið þar inn
síðan þann dag, þegar yndislegt stúlkuandlit
hafði komið í veg fyrir að hann í hefndarþorsta
sínum greiddi högg fyrir högg.
Og nú var hann að brjóta heilann um, hvað
hinn hrokafulli greifi gæti viljað sér. Það hlaut
áreiðanlega að vera mikilsvert og áríðandi, ann-
ars hefði greifafrúin aldrei lotið svo lágt að
ávarpa hann. Andras gat sér til að greifinn ætl-
aði að leita til sin með einhverja hjálp eða
greiða, sem dramb hans að líkindum, kom hon-
um til að draga á langinn þangað til nú, að hjá
því varð ekki komist.
Janko hafði verið við hliðin að bíða eftir
Andraei,- annar þjónn tók við Sillag, en gamli
trúnaðarþjónninn vísað’ hinum unga almúgá-
manni inn í sama herbergið, sem hið róstusama
samtal hafði farið fram i fyrir ekki svo löngu.
Bilesky greifi sat þar reykjandi, þegar
Janko opnaði dyrnar, en Andras veitti því eft-
irtekt, að þegar hann kom inn í þetta sinn, tók
hinn göfugi greifi pípuna út úr munninum,
heilsaði kurteislega, og benti á stól. Andras
tók undireins eftir, hversu mikil breyt-
ing var á útliti greifans frá fyrra ári. Hann virt-
ist hafa elzt og hrörnað, þótt hann hefði ekki
hærst, eða bognað, en glaðlyndi hans sýndist
horfið; yfirbragðið var orðið alvarlegt og á-
hyggjufullt, og kringum augun, og á enninu,
höfðu myndast áberandi hrukkur.
Andras kenndi sárt í brjóst um þennan
mann, sem virtist hafa liðið svo mikið fyrir
glappaskot sín.
“Það var vel gert af þér að koma”, sagði
Bilesky með dálitlum óstyrk í rödd og lát-
bragði.
“Eg er kominn hingað eftir boði yðar há-
göfgi, hvernig get eg orðið yður að liði?”
“Þú hlýtur að hafa getið þér þess til, þegar
þú heyrðir þrumuganginn í Tarna, er hún
flæddi yfir akrana mína”.
“Eg veit að yður hágöfgi hafið beðið mikið
tjón, eins og þér sömuleiðis gerðuð í fyrra. Eg
man ekki eftir eins hræðilegu flóði, síðan eg
var drengur.”
“Minn skaði er stórkostlegri, en þú getur
ímyndað þér”.
“‘Eg er bóndi, herra greifi” ,sagði Andras
blátt áfram, “eg veit um verðgildi hverrar ein-
ustu ekru á þessu sléttlendi.”
Bilesky fannst leiguliðinn vera af ásettu
ráði að forðast það efni, sem hann ætlaði sér að
tala um. Aldrei á æfi sinni hafði hann átt eins
bágt með að byrja á umtalsefni. Hann hafði
aldrei þurft að biðja neinn um neitt, og nú var
hann neyddur til að leita til manns, sem hann
fyrirleit, og skoðaði svo óralangt fyrir neðan
sig, en gat þó ekki, þrátt fyrir það, einhverra
hluta vegna, fengið sig til að beita sömu fram-
komu við hann eins og gyðinginn Rosenstein.
Andras beið í rólegheitum, meðan Bilesky þurk
aði svitann af enninu í sífellu, og blés þykkum
reykjarmekki úr pípunni sinni.
“Hafið þið orðið fyrir miklu tjóni yfir í
Kisfalu?” spurði hann að lokum.
Eins og þér vitið, herra greifi, eru fáir akr
ar í því nágrenni, sem heyra undir Kisfalu. —
Nokkuð af maísnum mínum er undir vatni, en
það verður aldrei alvarlegur skaði.”
Þú ert altaf heppinn!” sagði Bilesky, og
kenndi öfundar í röddinni.
“Það eru til sorgir og mótlæti, sem vega
upp á móti kornmissi”, svaraði Andras með
hægð.
“Það veltur nú á því, hvað skaðinn er stór-
kostlegur”, sagði Bilesky með vaxandi æsingi.
“Ef þú eins og eg, ættir eftir að verða fyrir því,
að sjá hverja ársuppskeruna eftir aðra verða að
engu, án þess að þú gætir sakað þig sjálfan um
það á nokkuín hátt, og ekkert eftir, ekki einu j j
sinni kornhnefi til þess að sá á næsta ári? —j j
Hvað þá? Ef hver fermíla af landi þínu væri j j
veðsett fyrir meira en því sem hún er verð, með iv’
vöxtum, hærri en það sem hún gæti framleitt?
Hvað þá? Ef jafnvel íveruhús þitt, þar sem for-
feður þínir höfðu fæðst, lifað og dáið um sjö
hundruð ára skeið væri að því komið að falla
í hendur ókunnugs og vandalauss fólks, eru þá,
Andras Kemeny, nokkrar sorgir til, sem þung-
bærari eru?”
“Nei, sannarlega ekki, herra greifi”, sagði
Andras hlýlega, “en slík hræðileg óhamingja
hefir, Guði sé lof, ekki orðið yðar hlutskifti
enn. Setjum svo, að land yðar sé að mestu leyti
veðsett, engum er kunnugra um það en mér, en
eg hefi ekki hótað að taka neitt lögtaki, eins j
innilega og mig myndi langa til að eignast þann |
hluta af landareignum, sem eg er fæddur á. Þér
talið um vexti”, bætti hann við mjög hógvær-!
lega, “en hversu miklu tjóni sem þér hafið orð- \
ið fyrir í þessum hræðilegu áföllum, framleiðir t
land yðar guði séu þakkir, nóg til þess að fram- j
fleyta yður sjálfum, fjölskyldu yðar og öllu j
þjónustufólki og þar að auki það, sem greiða!
þarf í þá réttlátu vexti af láninu. Og hvað hus- j
inu viðvíkur, hver hótar að taka það lögtaki?j
Sannarlega geri eg það ekki. Eg hefi engin veð!
lánsbréf út á það og hefi áður neitað að taka
það að veði, þegar eg lánaði peninga upp á Bil- j
esky-löndin.”
“Þú kemst vel að orði,” sagði Bilesky ó-
þolinmæðislega, “þú sagðir rétt áðan, að þú
vissir upp á hár, hve mikils virði hver ekra væii;
á sléttunni. Ertu að fara með lygar þá, þegarj
þú heldur því fram, að á þeim fáu ökrum, sem
ekki liggja undir vatni geti eg ræktað nægi-
legt korn til þess að greiða þér hundruð þús-
unda mæla, sem þú heimtar, og auk þess fram-
fleytt mér sjálfum' og heimilisfólki mínu á
því sem eftir er?”
“Eg er hræddur um, herra greifi, að þér
séuð ekki vel góður í reikningi; þeir mælar
hveitis, sem þér greiðið mér árlega fyrir
850,000 florins lán, sem eg hefi nú þegar látið
af hendi við yður, koma ekki upp á meir en tutt-
ugu þúsund, og . . .”
“Það ert þú sem ert slæmur í reikningi”,
greip Bilesky fram í “því eg borga þá upphæð
tífalda, sem ásamt þúsundum gripa . .
“Herra greifi”, sagði Andras með hægð.
Professional and Business j
===== Directory-
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consult.ations by
Appointment
Dr. P. H. T. Thorlaksoo
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financia)
Agents
Sítni 927 558
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
- Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's)
Office 927 130 House 724 315
Bookkeeping, Income Tax, Iusurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Alltir fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
ímilli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og atmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 74-1181
V-
SAVE l/2 ON NEW RUGS
CARPET REWEAVING
NEW RUGS MADE FROM YOUR
OLD WORN OUT CLOTHES
OR RUGS.
Write For Free Illustratcd Cataloge
CAPITOL CARPET CO.
701 Wcllington Ave.
Winnipcg, Man. Ph. 74-8733
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
350y2 HARGRAVE ST.
Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estale — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
★
506 Somerset Bldg.
Office 927 932
Res. 202 398
Thorvaldson Eggertson
. Bastin & Stringer
Lögírœðisgctr
Bank of Nova Scotia Bld«.
Portage og Garry St.
Sími 928 291
TELEPHONE 927 025
H. J. PALMASON
Chartered Accountants
505 CONFEDERATION UFE Bldg.
Rovbízos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. ph. 932 9S4
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Weddine and
Coneert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
—^
A. S. BARDAL
limited
selur líkkistur og annast um
utfarir. Allur útbúnaOur sá bestl.
Ennfremur selur hann allslconar
minnisvarða og legsteína
843 SHERBROOKE ST
Phone 74-7474 Winnipeg
“förum ekki lengra út í þessar öfgar. Eg fæ frá!
yður í vöru og gripum sem vexti af peningum
mínum, sem svarar ekki meiru en þremur eða
fjórum florins á ári af hverju hundraði, sem
eg hefi lánað. Þér sjálfir hafið undirskrifað
skjalið, sem eg hefi í vasanum. Það sem eg setti
upp, var meir en réttlátt, það var óeigingjarnt.
Ef eg hefði heimtað þá okurvexti, sem þér talið
um, hefði eg fyrir löngu getgð neytt yður til
þess að láta Kisfalu af hendi; og eignast það,
sem mig hefir dreymt um alla mína æfi. En eg
skil ekki okur, og þess vegna er eg ennþá leigu-
liði, en ekki eigandi jarðarinnar”.
“Já, þú þykist ekki skilja okur!” sagði Bil-
esky æstur, “ertu drukkinn eða vitfirtur? Er
mig að dreyma, eða ferð þú með lygur? Krefst
ekki þessi gyðings-blóðsuga, sem er umboðs-
maður þinn, upphæða frá mér árlega, sem nú
nema tvö hundruð þúsund mælum af hveiti, eitt
hvað fjórum hundruðum af mínum beztu grip-
um, þúsund sauðfjár og feitustu alifuglunum
mínum. Gengur hann ekki í þínu nafni og um-
boði, að mér svo hart, að eg fæ hvorki hvíld eða
ró, jafnvel aðeins einni viku á eftir að hinn j
ógurlegi eldur geysaði, og krafðist þeirra fáu j
skepna, sem björguðust úr eldinum; hótaði hann
að afturkalla höfuðstólinn, ef eg léti ekki taf-
arlaust af hendi þá fáu kornhlaða sem skálkarn-
ir sem kveiktu í, skildu mér eftir, og var mitt
eina útsæðis-hveiti Og svo dirfist hann að bjóða
mér þetta sama hveiti með margföldu verði til
Tcaups; býðst til að lána mér kaupverðiö, með
meiri okurrentum en nokkru sinni áur.”
Uppgefinn og úttaugaður féll greifinn of-
an í stólinn, og byrgði andlitið í höndum sér.
Hryggð og hugarangur hafði nú yfirgnæft
dramb hans og hroka, þegar hann horfðist í
augu við væntanlegt gjaldþrot, afleiðingarnar;
af fíflsku hans og óspilsemi. Honum fannst j
hann vera eins og fugl, sem fastur var í snöru,;
og engin von til bjargar.
Andras var orðin náfölur í andliti. í fyrstu j
hafði hann hlustað á hina æstu frásögn greif-|v
ans, eins og hvert annað vitfirringshjal. En
smátt og smátt komst hann að því, að í rödd og
látbragði mannsins, titrandi af reiði, ásökunum
og hryggð, fólst hinn beiski sannleikur; óljóst
var sú hugsun að vakna hjá honum, að einhvert
hræðilegt ranglæti hefði verið framið gegn
þessum óvitra manni í hans eigin nafni — í
nafni hans„ Andrasar Kemeny, sem ávallt hafði
trúað á ráðvendni og réttsýni, eins og sjálfan
Guð.. FLEYGAR — hin nýja ljóða-
Með titrandi höndum tók hann skjölin uppibók eftir Pál Bjarnason, er nú
úr vasa sínum, sem báru undirskrift Bilesky. j komin á markaðinn. Er 270 blað-
Hann horfði áhyggjufullur á undirskriftina, I síður. Kostar $5.00 í bandi Og
eins og hann óskaði, árangurslaust þó, að hann fæst hjá —
gæti lesið út úr henni einhvern hluta þessa 1 BJORNSSON’S BOOK STORE
leyndardómsfulla illræðisverks. 1702 Sargent Ave. Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Nettin«
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 928 211
Your Patronage Will Be
Appreciated
Manager: T. R. THORVALD6ON
Halldór Sigurðsson
ic SON LTD.
Contractor & Buildex
526 Arlington St.
Slmi 72-1272
finkleman
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONF, 922 496
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vönir.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO grocery
PAUL HALLSON, eigandi
714 F.llice Ave. Winnipeg
TALSÍMI 3-3809
TIIOS. JACKSOH & SOAS
LIMITED
BUILDERS’ SUPPLIES
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071
Winnipeg
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — > 4.30 p.m.
A- ___—^—.— — —