Heimskringla - 30.09.1953, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.09.1953, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. SEPT. 1953 Hví að æðrast út af hreinsingu útihúsa? Tíu sekúndur, einu sinni á viku. er allur tíminn séin til þess fer, að 'halda útihúsi þínu hreinu, heilsu- samlegu og lyktargóðu með Gillett’s Lye. Slökitu aðeins hálfri könnu af Gillstt’s í það einu sinni í viku. I*að cyðir óhrcinindum, illri lykt og heldur flugum burtu. úti- v húsið er ávalt hreint ef Gillett's P Lye er við hendina. Náðu þér ) í það, er þú kaupir næst til hússins. I litri könnu og ódýruin 5 pd. könnuni CAREFULLV 'Bureo er M.D.333 FYLGIR IiRAI TRYÐJEXDI M Þegar Canadamenn þenja út landa- mærin—byggja upp ný landsvæði, stofnsetja ný fyrirtæki — fylgir bankaþjónustan samt brautryðjendanum. Nú eni fleiri banka- greinar, að uppfylla kröfum hinnar breytilegu, vaxandi Canada. . .þær eru notaðar meira . . . þær gera meira fyrir fleiri fjölda fólks . . .en áður. Síðan árið 1900, hafa greinar hinna löggiltu banka aukist frá 700 til 3,800. 1 einungis sfðastliðín tíu ár hafa verið opnaðir 3,750,000 innstæðu reikningar. i BANKAR STARFANDI I UMHVERFI YÐAR FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Guðsþjónustur fara fram íj Fyrstu Sambandskirkju í Win- nipeg n.k. sunnudag eins og að vanda, á ensku kl. 11 f.h. og á ís-: lenzku kl. 7 e.h. —Styðjið frjálstrúarstefnuna með nærveru ykkar á hverjum sunnudegi. W * • Hannes Gunnlaugsson fyrrum að 659 Simcoe St., Winnipeg, dó sjI. sunnudag að Elliheimilinu á Gimli. Hann var 91 árs, kom heiman frá íslandi fyrir 48 ár- um. Hann lifa kona hans Gunn- þórunn, tvær dætur, Mrs. W. J. Campbell og Margrét, og einn sonur John. Jarðarförin fór fram í gær, að Gimli. ★ ★ ★ Skúli prófessor Johnson, frú og synir þeirra Haraldur og Ríkarður eru ný komin heim úr 12 daga ferðalagi um norðvestur héruð Bandaríkjanna. Þeim þótti ferðin hin skemtilegasta, komu við í Glacier National Park í Montana, Yellowstone Park í Wyoming og Black Hills í Suður-Daktoa, sem alt eru þjóð garðar, mjög vel útlagðir og sem skemtilegir þykja. Þau óku um Logan Pass, og annáluðu útsýn- ið þar sem aðrir. En einna ein- kennilegasti staðurinn, sem þau komu á, og aðrir ferðamenn hafa ekki minst á við oss svo vér mun um, var í Rushmoor. Þar er ek ié framhjá hömróttum fjöllum, en þegar upp til þeirra er litið, koma í ljós myndir í þeim af fjórum forsetum Bandaríkjanna. Forsetarnir eru Washington, Jefferson, Lincoln og Theodor Roosevelt. Eru myndirnar mjög stórar ,um 60 fet á hæð, og sjást greinilega neðan frá þjóðvegin- um. Þær hafa í bergin verið höggnar og líta út sem þarna hafi í öndverðu verið komið fyrir. “Og valinu á forsetunum”, sagði prófessorinn “virðist eins og í huga hafi verið haft að sýna fjóra veigamestu þætti sögu Bandaríkjanna.” Eftir frásögninni af þessu að dæma minnir þetta á myndina af M TIIEATRE —SARGENT <S ARLINGTON— OCT. 1-3-Thur. Fri. Sat. (Gen) ‘MILLION DOLLAR MERMAID (Coloi) Esther Willianis, Victor Matuie “tVHEN IN ROME” Van Johnson, l’aul Douglas OCT. 5-7-Mon. Tue. Wed (Adult) “WHAT PRICE GLORY” (Color) James Cagney, Dan Dailey “THREE FOR BEDROOM C” . Gloria Swanson, James Warren ! Matthíasi í hamrinum hjá Kol- viðarhóli á íslandi. Munurinn er þessi, að Guð tók sig fram um að gera þá mynd, en ekki mennirn- ir. “Hvað sáztu meira?” spurðum vér Skúla. “Eg held eg hafi nú sagt þér það alt, sagði prófessorinn, nema ef það væri það, sem eg sá í Riding Mountain þjóðgarðin- um. Það standa orð á latínu á plötu við innganginn. í henni er rit- eða prentvilla, sagði Skúli, brosandi: þar stendur: Talman qui meruit ferat, en á að vera Talmam o.s.frv., og þýðir þeim heiður sem heiður ber, eða eitt- hvað því um líkt og á við þann sem þjóðgarðinn stofnaði. * * » Nýverið tók íslenzkur dreng- ur Haraldur Johnson, sonur próf. og Mrs. Skúla Johnson, próf hjá Institute of Insurance Management of America í 10 fögum; fékk hann hæsta vitnis- burð í einni greininni og næst hæsta í annari, en gerði í öllum fögunum vel. Efnið sem þarna var að glíma við voru ýms und- irstöðu atriði vátrygginga. * * * G. J. Oleson, Glenboro, Man., langar að komast í bréfasam- band við eitthvert af börnum Kristjáns Ásgeirs Benediktsson- ar. ★ ★ ★ Silver Tea and Home Cooking Sale Kvenfélag Fyrsta m lúterska safnaðar efnir til sölu á kaffi og heimatilbúnum mat, miðvikudag inn 7. október, í fundarsal kirkj- unnar, á Victor St. THIS YEAR The objedive this yoar for 29 agencies is $770,000.00 FILL Y0UR COMMUNITY CHEST $errfee ^ •RELIABLI • COURTEOUS , •EXPERIENCED# 4 See your FEDERAL AGENT for year round crop service. Allskonar góðgæti verður þarna á boðstólum, —lyfrapilsa, blóðmör, kökur og sætabrauð. Kaffiborðin eru í umsjá þeirra Mrs. S. Sigurdson og Mrs. Sig. Björnsson en matarsöluna ann- sst þær Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. Bertha Nicholson. Salan hefst kl. 2 e.h. og klukk- an 8 að kvöldinu. Komið og drekkið kaffi með kunningjum og vinnum. Allir boðnir og vel- komnir. * * * Stúkan Hekla heldur næsta fund sinn, hinn fyrsta eftir sum arhvíldina, þriðjudaginn 6. okt. í G .T. húsinu. Góð skemtiskrá. Fjölmennið. * ★ ★ Rev. R. Marteinsson og frú eru að flytja til borgarinnar og verður heimilisfang þeirra Ste. 6. Hecla Block, Toronto St. ★ ★ ★ ÚR BRÉFI FRÁ VAN- COUVER Sigurfinnur Finnsson, 1572 Dowling Rd. Surray Centre, B. C., dó 19. september. Hann var á gangi heim til sín eftir vinu er bíll ók á hann, dó hann sam- stundis. Hann var fæddur 22. febrúra 1885 að Milton, N. D. Foreldrar hans voru Sigurður cg Soffia Finnsson. Sigurfinn- ur var ókvæntur, bjó lengi æf- innar að Dickson, Alberta, en fluttist til B. C. fyrir 9 árum. Hann var jarðaður að Surrey Centre 26. september. FRÉTTAPISTLAR Frh. frá 3. bls. borið, frá 1899 til 1905 stundaði hann umferðakenslu í Skaga- firði, þá fór hann til Danmerkur og var við nám í 3 ár, og ferðaö- íst þá all-nokkuð um skandanav- isku löndin, fór heim 1908 og tók við lífsstarfi sínu, sem kennari á Sauðárkrók. Jón er mesta prúðmenni yfirlætislaus, eins og þeir eru flestir sem eru andlega þroskaðir, og mikið er í spunnið. Hann átti góðann þátt í því að taka á móti Stephani G. j í Skagafirði, er hann fór heim ; og forsprakki ferðarinnar til ! Drangeyjar, þar sem hann vígði eyjunna með því að lesa Illhuga Drápu, eitt meistaralegasta I hetjukvæði sem kveðið hefur verið á íslenzka tungu, sem eitt hefði nægt til þess að krýna S. G. lárviðar sveignum. Um hálfrar aldar skeið hefur Jón Björnsson margvíslega ver- ið forystu maður r kirkju og fé- iagsmálastarfsemi á Sauðárkrók og víðar um Skagafjörð, og þar að auki komið á legg og til manns 10 mannvænlegum börn- um. Hafðu þakkir fyrir komuna Jón, og megi hamingjan fylgja þér til daganna enda. Þá var Mrs. H. B. Hofteig frá Minnesota hér á ferð og dvaldi nokkra daga, kom hún frá Sun- rise Camp í Nýja-fslandi, þar sem hún var ein af forystu kon- unum um starfstíman í sumar. Er það ekki í fyrsta sinni sem hún hefur rétt stofnuninni hjálp arhönd, er það lofsverú og ætti ekki að gleymast, þar sem hún er í öðru ríki og mörg hundruð mílna fjarlægð. Mrs. Hofteig er æfinlega góður og kærkominn gestur. Þá komu séra E. H. Sigmar og frú hans hér við á ferð sinni til íslands, og predikaði hann hér í júlí. Hamingjan fylgi þeim á ferð sinni austur um haf. Hr. Óli Stefansson, fyrrum bóndi í Argyle, nú í Vancouver, kona hans og börn voru hér á ferð fyrir nokkru. Lét hann hið bezta af sér, hefur hann komið sér vel fyrir í Vancouver. Ymsa fleiri mætti nefna, en hér læt eg staðar numið að sinni. Fólki hér líður vel, og flestir. líta vonbjörtum augum fram á| veginn; er þó ekki bjart í lofti á j alheimssviðinn, en menn vona hins bezta. Ekki bæta úr skák ýmsir fréttasnatar og blaðasnáp- ar í útvarpi og blöðum sem eitra andrúmsloftið með ágizkunum og spádómum um illann tilgang á báðar hliðar. Að ætla öðrum ætíð illt, stýrir sjaldan góðri lukku. Að vísu er margt satt COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK,, sem þeir skrifa, þessir fréttaþul- ir, en oft má satt kyrt liggja. I En svo skrifa þessir menn stund um um það sem þeir vita lítið um, með miklum fjalgleik og hleypa hita í blóðið. Skrifarar, sem hafa fengið ofurlítið nafnj, verðskuldað eða óverskuldað, fá vel fyrir dálkana borgað. En stundum er peningabragð að þessu, og það eins og á mörgum; sviðum er höfuðatriði, annars ætti frekar að bera friðar og sáttaorð milli einstaklinga og þjóða, heldur en að espa ilt skap. Bræðralag verður aldrei hér á jörðinni, nema bræðralagi verði beitt. f guðsfriði. G. T. Oleson MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 34571 Messur: á hverjum sunnudegi. Kl. 11 f. h„ á cnsku Kl. 7 e. h., á íslenzku Safnaðarnefndim Fundir 1. fimtu- dag hvers tnánaðar Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld f hverjum mánuði Kvcnfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveld inu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtu- dagskveld kl. 8.30 Skátaflokkurinn: Hvert miðviku- dagskveld kl. 6.30. Söngæfingar: Islenzki söngflokkur- urinn á hverju föstudagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Stinnudagaskólin: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30 Note New Phone Number j j HAGBORG FUEL PHONE 74-5431 mimmsi BETEL erfðaskrám yðar Ad. No. 5308B

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.