Heimskringla

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1953Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimskringla - 30.09.1953, Qupperneq 4

Heimskringla - 30.09.1953, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. SEPT. 1953 Hví að æðrast út af hreinsingu útihúsa? Tíu sekúndur, einu sinni á viku. er allur tíminn séin til þess fer, að 'halda útihúsi þínu hreinu, heilsu- samlegu og lyktargóðu með Gillett’s Lye. Slökitu aðeins hálfri könnu af Gillstt’s í það einu sinni í viku. I*að cyðir óhrcinindum, illri lykt og heldur flugum burtu. úti- v húsið er ávalt hreint ef Gillett's P Lye er við hendina. Náðu þér ) í það, er þú kaupir næst til hússins. I litri könnu og ódýruin 5 pd. könnuni CAREFULLV 'Bureo er M.D.333 FYLGIR IiRAI TRYÐJEXDI M Þegar Canadamenn þenja út landa- mærin—byggja upp ný landsvæði, stofnsetja ný fyrirtæki — fylgir bankaþjónustan samt brautryðjendanum. Nú eni fleiri banka- greinar, að uppfylla kröfum hinnar breytilegu, vaxandi Canada. . .þær eru notaðar meira . . . þær gera meira fyrir fleiri fjölda fólks . . .en áður. Síðan árið 1900, hafa greinar hinna löggiltu banka aukist frá 700 til 3,800. 1 einungis sfðastliðín tíu ár hafa verið opnaðir 3,750,000 innstæðu reikningar. i BANKAR STARFANDI I UMHVERFI YÐAR FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Guðsþjónustur fara fram íj Fyrstu Sambandskirkju í Win- nipeg n.k. sunnudag eins og að vanda, á ensku kl. 11 f.h. og á ís-: lenzku kl. 7 e.h. —Styðjið frjálstrúarstefnuna með nærveru ykkar á hverjum sunnudegi. W * • Hannes Gunnlaugsson fyrrum að 659 Simcoe St., Winnipeg, dó sjI. sunnudag að Elliheimilinu á Gimli. Hann var 91 árs, kom heiman frá íslandi fyrir 48 ár- um. Hann lifa kona hans Gunn- þórunn, tvær dætur, Mrs. W. J. Campbell og Margrét, og einn sonur John. Jarðarförin fór fram í gær, að Gimli. ★ ★ ★ Skúli prófessor Johnson, frú og synir þeirra Haraldur og Ríkarður eru ný komin heim úr 12 daga ferðalagi um norðvestur héruð Bandaríkjanna. Þeim þótti ferðin hin skemtilegasta, komu við í Glacier National Park í Montana, Yellowstone Park í Wyoming og Black Hills í Suður-Daktoa, sem alt eru þjóð garðar, mjög vel útlagðir og sem skemtilegir þykja. Þau óku um Logan Pass, og annáluðu útsýn- ið þar sem aðrir. En einna ein- kennilegasti staðurinn, sem þau komu á, og aðrir ferðamenn hafa ekki minst á við oss svo vér mun um, var í Rushmoor. Þar er ek ié framhjá hömróttum fjöllum, en þegar upp til þeirra er litið, koma í ljós myndir í þeim af fjórum forsetum Bandaríkjanna. Forsetarnir eru Washington, Jefferson, Lincoln og Theodor Roosevelt. Eru myndirnar mjög stórar ,um 60 fet á hæð, og sjást greinilega neðan frá þjóðvegin- um. Þær hafa í bergin verið höggnar og líta út sem þarna hafi í öndverðu verið komið fyrir. “Og valinu á forsetunum”, sagði prófessorinn “virðist eins og í huga hafi verið haft að sýna fjóra veigamestu þætti sögu Bandaríkjanna.” Eftir frásögninni af þessu að dæma minnir þetta á myndina af M TIIEATRE —SARGENT <S ARLINGTON— OCT. 1-3-Thur. Fri. Sat. (Gen) ‘MILLION DOLLAR MERMAID (Coloi) Esther Willianis, Victor Matuie “tVHEN IN ROME” Van Johnson, l’aul Douglas OCT. 5-7-Mon. Tue. Wed (Adult) “WHAT PRICE GLORY” (Color) James Cagney, Dan Dailey “THREE FOR BEDROOM C” . Gloria Swanson, James Warren ! Matthíasi í hamrinum hjá Kol- viðarhóli á íslandi. Munurinn er þessi, að Guð tók sig fram um að gera þá mynd, en ekki mennirn- ir. “Hvað sáztu meira?” spurðum vér Skúla. “Eg held eg hafi nú sagt þér það alt, sagði prófessorinn, nema ef það væri það, sem eg sá í Riding Mountain þjóðgarðin- um. Það standa orð á latínu á plötu við innganginn. í henni er rit- eða prentvilla, sagði Skúli, brosandi: þar stendur: Talman qui meruit ferat, en á að vera Talmam o.s.frv., og þýðir þeim heiður sem heiður ber, eða eitt- hvað því um líkt og á við þann sem þjóðgarðinn stofnaði. * * » Nýverið tók íslenzkur dreng- ur Haraldur Johnson, sonur próf. og Mrs. Skúla Johnson, próf hjá Institute of Insurance Management of America í 10 fögum; fékk hann hæsta vitnis- burð í einni greininni og næst hæsta í annari, en gerði í öllum fögunum vel. Efnið sem þarna var að glíma við voru ýms und- irstöðu atriði vátrygginga. * * * G. J. Oleson, Glenboro, Man., langar að komast í bréfasam- band við eitthvert af börnum Kristjáns Ásgeirs Benediktsson- ar. ★ ★ ★ Silver Tea and Home Cooking Sale Kvenfélag Fyrsta m lúterska safnaðar efnir til sölu á kaffi og heimatilbúnum mat, miðvikudag inn 7. október, í fundarsal kirkj- unnar, á Victor St. THIS YEAR The objedive this yoar for 29 agencies is $770,000.00 FILL Y0UR COMMUNITY CHEST $errfee ^ •RELIABLI • COURTEOUS , •EXPERIENCED# 4 See your FEDERAL AGENT for year round crop service. Allskonar góðgæti verður þarna á boðstólum, —lyfrapilsa, blóðmör, kökur og sætabrauð. Kaffiborðin eru í umsjá þeirra Mrs. S. Sigurdson og Mrs. Sig. Björnsson en matarsöluna ann- sst þær Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. Bertha Nicholson. Salan hefst kl. 2 e.h. og klukk- an 8 að kvöldinu. Komið og drekkið kaffi með kunningjum og vinnum. Allir boðnir og vel- komnir. * * * Stúkan Hekla heldur næsta fund sinn, hinn fyrsta eftir sum arhvíldina, þriðjudaginn 6. okt. í G .T. húsinu. Góð skemtiskrá. Fjölmennið. * ★ ★ Rev. R. Marteinsson og frú eru að flytja til borgarinnar og verður heimilisfang þeirra Ste. 6. Hecla Block, Toronto St. ★ ★ ★ ÚR BRÉFI FRÁ VAN- COUVER Sigurfinnur Finnsson, 1572 Dowling Rd. Surray Centre, B. C., dó 19. september. Hann var á gangi heim til sín eftir vinu er bíll ók á hann, dó hann sam- stundis. Hann var fæddur 22. febrúra 1885 að Milton, N. D. Foreldrar hans voru Sigurður cg Soffia Finnsson. Sigurfinn- ur var ókvæntur, bjó lengi æf- innar að Dickson, Alberta, en fluttist til B. C. fyrir 9 árum. Hann var jarðaður að Surrey Centre 26. september. FRÉTTAPISTLAR Frh. frá 3. bls. borið, frá 1899 til 1905 stundaði hann umferðakenslu í Skaga- firði, þá fór hann til Danmerkur og var við nám í 3 ár, og ferðaö- íst þá all-nokkuð um skandanav- isku löndin, fór heim 1908 og tók við lífsstarfi sínu, sem kennari á Sauðárkrók. Jón er mesta prúðmenni yfirlætislaus, eins og þeir eru flestir sem eru andlega þroskaðir, og mikið er í spunnið. Hann átti góðann þátt í því að taka á móti Stephani G. j í Skagafirði, er hann fór heim ; og forsprakki ferðarinnar til ! Drangeyjar, þar sem hann vígði eyjunna með því að lesa Illhuga Drápu, eitt meistaralegasta I hetjukvæði sem kveðið hefur verið á íslenzka tungu, sem eitt hefði nægt til þess að krýna S. G. lárviðar sveignum. Um hálfrar aldar skeið hefur Jón Björnsson margvíslega ver- ið forystu maður r kirkju og fé- iagsmálastarfsemi á Sauðárkrók og víðar um Skagafjörð, og þar að auki komið á legg og til manns 10 mannvænlegum börn- um. Hafðu þakkir fyrir komuna Jón, og megi hamingjan fylgja þér til daganna enda. Þá var Mrs. H. B. Hofteig frá Minnesota hér á ferð og dvaldi nokkra daga, kom hún frá Sun- rise Camp í Nýja-fslandi, þar sem hún var ein af forystu kon- unum um starfstíman í sumar. Er það ekki í fyrsta sinni sem hún hefur rétt stofnuninni hjálp arhönd, er það lofsverú og ætti ekki að gleymast, þar sem hún er í öðru ríki og mörg hundruð mílna fjarlægð. Mrs. Hofteig er æfinlega góður og kærkominn gestur. Þá komu séra E. H. Sigmar og frú hans hér við á ferð sinni til íslands, og predikaði hann hér í júlí. Hamingjan fylgi þeim á ferð sinni austur um haf. Hr. Óli Stefansson, fyrrum bóndi í Argyle, nú í Vancouver, kona hans og börn voru hér á ferð fyrir nokkru. Lét hann hið bezta af sér, hefur hann komið sér vel fyrir í Vancouver. Ymsa fleiri mætti nefna, en hér læt eg staðar numið að sinni. Fólki hér líður vel, og flestir. líta vonbjörtum augum fram á| veginn; er þó ekki bjart í lofti á j alheimssviðinn, en menn vona hins bezta. Ekki bæta úr skák ýmsir fréttasnatar og blaðasnáp- ar í útvarpi og blöðum sem eitra andrúmsloftið með ágizkunum og spádómum um illann tilgang á báðar hliðar. Að ætla öðrum ætíð illt, stýrir sjaldan góðri lukku. Að vísu er margt satt COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK,, sem þeir skrifa, þessir fréttaþul- ir, en oft má satt kyrt liggja. I En svo skrifa þessir menn stund um um það sem þeir vita lítið um, með miklum fjalgleik og hleypa hita í blóðið. Skrifarar, sem hafa fengið ofurlítið nafnj, verðskuldað eða óverskuldað, fá vel fyrir dálkana borgað. En stundum er peningabragð að þessu, og það eins og á mörgum; sviðum er höfuðatriði, annars ætti frekar að bera friðar og sáttaorð milli einstaklinga og þjóða, heldur en að espa ilt skap. Bræðralag verður aldrei hér á jörðinni, nema bræðralagi verði beitt. f guðsfriði. G. T. Oleson MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 34571 Messur: á hverjum sunnudegi. Kl. 11 f. h„ á cnsku Kl. 7 e. h., á íslenzku Safnaðarnefndim Fundir 1. fimtu- dag hvers tnánaðar Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld f hverjum mánuði Kvcnfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveld inu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtu- dagskveld kl. 8.30 Skátaflokkurinn: Hvert miðviku- dagskveld kl. 6.30. Söngæfingar: Islenzki söngflokkur- urinn á hverju föstudagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Stinnudagaskólin: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30 Note New Phone Number j j HAGBORG FUEL PHONE 74-5431 mimmsi BETEL erfðaskrám yðar Ad. No. 5308B

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar: 53. tölublað (30.09.1953)
https://timarit.is/issue/154528

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

53. tölublað (30.09.1953)

Iliuutsit: