Heimskringla - 07.10.1953, Qupperneq 7
WINNIPEG, 7. OKT. 1953
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
ið miklir andlegir yfirburða-
menn, sem þjálfað hafa vitsmuni
sína og hæfileika unz þeir urðu
þess megnugir að sjá miklu
dýpra í þessu efni en aðrir.
Það er undravert, hvað niður-
stöðurnar eru líkar, sem þessir
mestu trúarleiðtogar mannkyns-
ins hafa komizt að. Meginhugs-
unin er löngum hin sama: Þekktu
sjálfan þig. Lausnin kemur eft-
ir leiðum hins innri þroska. Var
astu allt ofbeldi. Elskaðu lífið í
kring um þig. Elskaðu sannleik-
ann yfir alla hluti fram þá mun
sjón þín smám saman skýrast.
Heimur frummyndanna guðsríki
fullkomleikans mun smám sam-
?n birtast þér. Hæfileikar þínir
og gáfur munu skerpast. Þú
munt verða máttugri í hverju
góðu verki.
Leitið og þér munuð finna
En þetta er í raun og veru
ekkert annað en uppfylling á
þessu fyrirheiti: Leitið og þér
munuð finna! Þannig er það í
öllum hlutum.
í hinni ytri veröld fundu menn
okki neitt fyrr en þeir byrjuðu
að leita. Öll þekking um jörðina
°g himingeiminn allar framfarir
1 tækni og vinnubrögðum er ár-
angur af þolinmóðri leit margra
hynslóða. Og þannig mun það
einnig verða, er menn taka að
beina athyglinni inn á við og
*ara að leita að sjálfum sér og
guði. Þá mun opnast veröld sem
°ss dreymdi óljóst um áður. —
■^etta er vitnisburður allra djúp
^yggjumanna.
Þessi leit er ef til vill erfiðari
en rannsókn efnislegra fyrir-
bæra. f>ag er þess vegna sem
menn forðast hana. En þá fyrst,
Þegar hún er hafin, byrjar hið
Sanna líf 0g hin sanna menning
Þangað til er líf vort aðeins
bbuggatilvera líf í ráðgátu og
draumi, og það oft í ægilegum
draumi.
Fyrst er vér tökum vitandi vits
að þrá hið sanna, fagra og full-
komna og leita þess af einlægni,
hverfur blekkingin.vér fáum
reiðu í líf vor, vér eygjum veröld
dýrlegri og fullkomnari, þá ver-
öld sem stendur, þó að allt ann-
að líði undir lok.
Þar stendur salur einn fagur
Hvi brennur þá eldur yfir Bif-
röst? Upp á himin mundu ganga
bergrisar, segir Snorri, ef öllum
væri fært á Bifröst, þeim er fara
vilja. Þeim einum er þar viðtaka
veitt, sem hafa hug og dug til að
ríða vafurlogann.
Það leiðir af sjálfu sér, að
himnaríki getur aldrei orðið hæli
gerspilltra stórglæ p á m a n n a,
hversu rétt-trúaðir sem þeir
verða Guð lætur ekki að sér
hæða. Margir eru staðir á himni
fagrir, 0g þar ajj^ guðleg vörn
fyrir. Þar stendur salur einn fag-
nr undir askinum við brunninn.
Stendur hann á Niðafjöllum,
£err af rauðu gulli. Sá heitir
Sindri. Þennan sal byggja góðir
menn 0g siðlátir.
Annars töldu forfeður vorir,
oð margar vistir bæði góðar og
ihar biðu manna, eftir að heim-
ur er brenndur og dautt allt
mannfólkið. Á Náströndum er
mikill salur og illur og horfa
norður dyr. Hann er allur und-
inn ormahryggjum, en eiturdrop
ar faHa inn um ljóra:
Skulu þar vaða
þunga strauma
nienn meinsvara
°g niorðvargar.
Staðurinn verður jafnan eini
ólkið, sem þar býr. Af ávöx
Um skuluð þér þekkja þá.
Þó að asijUr Yggdrasils d
erfiði meira en menn viti, j
,lm bans aldrei fúna meðan I
lr þser, sem búa í Urðarbru
®usa yf ir hann hinu hei
SCm streymir g°ðm
Um uPPsprettum lífsins.
bb ö. september
Sonur lýðsins
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDl)
.. ..........
“Herra minn”, sagði hann rólega eftir langa
þögn, “eg held tæplgea að við skiljum hvor
annan. Það er víst, því miður áreiðanlegt, að ein
hvert andstyggilegt leynibrugg hefir átt sér
stað í þessum málum, sem Rosenstein einum er
kunnugt um. Eigum við ekki að reyna að skilja
hvorn annan, áður en við látum hann skýra frá
hvern hlut hann hefir átt í þessari illræmdu
flækju?”
Bilesky hafði tekist enn þá einu sinni að
jafna sig. Hann sá lánveitanda sinn horfa á sig
svo hlýlega og ráðvendnislega, að í eitt skifti
á æfinni, var eins og honum fyndist í sál sinni,
að hann ætti að lækka dramb sitt, og treysta
þessum manni, sem hann hafði svo mikla til-
hneigingu til að fyrirlíta og einarðlega og
frjálslega rétti hann leiguliðanum hönd sína.
Andras tók í hönd honum og sagði siðan:
“Viljið þér, herra greifi, segja mér eins
greinilega og þér getið, hvað þér haldið að skuld
yðar við mig sé há?”
“Eg get ekki sagt nákvæmlega hversu
marga mæla hveitis eg skulda, en eg veit að þú
hefir í allt, lánað mér 950,000 florins”.
“Nei, herra greifi, aðeins 850,000 florins”
Lánin voru fjögur í allt”.
“Aðeins þrjú!”
“Þjú hundruð þúsund upp á Kisfalu, þrjú
hundruð þúsund með Bilesky löndin að veði, og
tvö hundruð og fimmtíu þúsund á Sarda, — og
eitt hundrað þúsund, þar sem þetta hús, garð-
arnir og útbyggingarnar var sett í veð.”
“Þetta síðasta lán veit eg ekkert um; það
voru ekki rnínir peningar. Hvenær fenguð þér
það lán, herra greifi?”
“Tveimur dögum eftir eldsvoðann mikla í
september mánuði í fyrra”.
“Sagði Rosenstein að peningarnir væru frá
mér ?”
“Gyðingar halda því æfinlega fast fram að
þeir sjálfir séu öreigar, þegar þeir veita peninga
lán, en segja að ríkur vinur þeirra sé hinn sanni
lánveitandi. Þegar eg fyrst byrjaði að fá lánað
hjá Rosenstein, trúði eg ekki þeirri sögu. —
Seinna . . . . þú sagðir mér, að það væru þínir
peningar sem eg hefði fengið lánaða . . - eg
spurði aldrei nákvæmar út í það”.
“Eg skil það, viljið þér halda áfram, herra
greifi?”
“Eg veit ekki nákvæmlega hvað mikla vexti
eg lét tilleiðast að lofa að borga. Þessi svívirði-
legi Gyðingur lét mig æfinlega skrifa undir
skjal; eins og drengskapar-loforð ungversks að-
alsmanns væri ekki eins mikils virði og hvaða
skjal sem er.”
“Þessi skjöl er eg með hér”, sagði Andras,
“er þetta undirskrift yðar, herra greifi?”
Bilesky leit á skjölin, sem Andras rétti
honum.
“Já,” sagði hann “þetta er min skrift”.
“Munið þér, herra greifi, nokkuð eftir því,
hvað háa vexti þér féllust á að greiða?”
“Ekki nákvæmlega . . . en . . . .”
“Var það þá eitthvað svipað þessu?” sagði
Andras, og byrjaði að lesa skjalið, “Eg skulda
yður 300,000 florins í gulli. — Þangað til eg
endurgreiði þessa upphæð að fullu, lofa eg hér
með að borga vexti á hverju ári sem sé: eitt
hundrað gripi, er séu tíu naut og níutíu kýr,
fimm þúsund lítramál hveitis . . .
Bilesky hristi höfuðið, “Fyrir fyrsta lánið
hefi eg nú borgað þúsund mæla af hveiti, yfir
tvö hundruð nautgripi, sauðfé, og eg veit ekki
hvað mikið af alifuglum.”
“En því gerðuð þér það, herra greifi, þeg-
ar þér sömduð aðeins um að borga fimm þúsund
mæla hveitis, og eitt hundrað gripi?”
“En eg er að reyna að skýra það fyrir þér,
maður, að frá því fyrsta að Rosenstein krafðist
þessara okurvaxta, i nafni vinar síns, sem eg
geri ráð fyrir hafi verið þú, þá afsagði hann að
láta mig hafa peningana, nema eg skrifaði und-
ir þessi bölvuð skjöl, og lofaði þar að verða við
hinum svívirðilegu kröfum hans.”
“Skjöl? Voru það þá meira en eitt skjal?”
“Eg held að eg hafi alltaf skrifað undir
tvö, í hvert skifti sem eg fékk peninga. Eg man
það ekki skýrt . . .” sagði Bilesky óþolinmóð-
lega.
“En þér, herra greifi, hafið hlotið að sjá
hvað þér skrifuðuð undir;.þér hljótið að hafa
lesið það, sem þér settuð nafn yðar undir.”
“En fjandinn eigi það allt! Eg segi þér það
satt, að eg las aldrei neitt af þessum skjölum”.
“Lásuð þau aldrei?”
Andras var bókstaflega þrumulostinn —
Honum fannst, með sínum sparnaðar og hagsýn
is hugsunarhætti, þessi vanræksla ganga næst
glæpi. Það var auðvelt að sjá, að hinum slæga
Gyðingi hafði veitt létt að vefja þessum hirðu-
lausa, hrokafulla eyðslusegg um fingur sér, er
virtist algerlega fáfróður um verðmæti alls þess
sem hann hafði fleygt frá sér með einni eða
tveimur pennastrokum, án þess að láta svo lítið
að fara lauslega yfir það, sem hann var að
skrifa undir.
Hinum hagsýna stórbónda fannst það svo
ótrúlegt, að í svipinn hélt hann að Bilesky væri
ef til vill að leika einhvert bragð, sem sér sem
almúgamanni væri ofvaxið að skilja. En Bil-
esky virtist sjálfur jafnundrandi, og leit svo
aumlega og ráðaleysislega út, að Andras kenndi
af öllu hjarta í brjóst um hann.
“Og svo senduð þér, herra greifi, eftir mér
i dag?......”
Til þess að spyrja þig, hvort þú gætir ekki ]
gefið eftir eitthvað af vöxtunum;” tók Bilesky j
fram í, óstyrkur og kvíðandi, “eg hélt að þú
gætir það auðveldlega, án þess að skaðast mikiój
á þvi”.
“Ef eg nokkurn tíma, herra greifi, hefði I
framið slíkt glæpsamlegt athæfi, að svíkja út
úr yður okurvexti”, sagði Andras brosandi, “þá
hefði eg sannarlega átt skilið það högg í and-
litið, sem þér greidduð mér fyrir átta mánuðum
síðan, og sem eg ber ennþá örið eftir. Eg sé nú
mjög glögglega hvernig hinn illræmdi Gyðing-
ur hefir notað peninga mina og nafn til þess
að koma fram svívirðilegu okri við yður, og að
—þér verðið yðar hágöfgi, að fyrirgefa mét
þótt eg segi þetta — þér létuð ræna yður fyrir,
vægast sagt, ófyrirgefanlegt hirðuleysi.”
“Hvað gat eg gert? Eg varð að fá pening-
ana .
“Þér vitið, herra greifi, til hvers þér þótt-
ust þurfa þá. Þeir peningar urðu ekki til neins
góðs, og yðar hágöfgi líðið nú stórlega fyrir
óframsýni yðar og fíflsku”.
“Þú hefir engan rétt til að ávarpa mig þann
ig. Eg líð engum að fordæma gerðir mínar. —
Sannarlega ekki þínum líkum.”
“Við ættum ekki að fara út í neinar deilur
aftur, herra greifi”, sagði Andras, sem að þessu
sinni var ákveðinn í því að sleppa sér ekki, ”en
reyna heldur að komast niður á hvernig eg geti
bezt hjálpað yður. Auðvitað get eg náð hinum
skjölunum úr höndum þessa bölvaða Gyðings
þeim, meina eg, sem fjalla um þau lán sem eg
hefi með að gera”.
“Hvað myndirðu gera við þau skjöl?”
spurði Bilesky, ennþá tortrygginn.
“Eyðileggja þau” ,svaraði Andras blátt á-
fram. “Til allrar óhamingju er það ekki í mínu
valdi að neyða Rosenstein til að skila yðar aftur
öllu því, sem hann hefir svikið út úr yður. Eg
gæti lamið hann, og gengið næst lífi hans”,
bætti hann við, “en hvað gerði það gott?”
“Þetta allt er nú ekki það versta”, sagði Bil
esky, og varpaði öndinni þunglega. “Það sem
farið er er farið. Eg get hvorki borgað vexti eða
höfuðstól síðasta lánsins; gjaldfresturinn sem
þið Rosenstein gáfuð mér er úti i þessari viku.
Eg á ekki einn smáskilding til i eigu minni,
beztu lönd mín og akrar, er eyðilögð af flóðum,
skepnurnar mínar hafa enn ekki náð sér eftir
hræðsluna og áföllin þessa skelfilegu eldsvoða-
nótt í síðastliðnum september mánuði, og hið
fagra aðalssetur, húsið sem eg var fæddur í, og
hafði vonað að deyja i, mun komast i hendur ó-
kunnugra og vandalausra manna — í þínar hend
ur—eða hendur Rosensteins —” og svo bætti
hann við, kominn aftur að því a láta yfirbugast,
“hver er mismunurinn, hvað mig snertir, hvort
það er Gyðingur éða almúgamaður í bændastétt,
sem rekur mig út úr húsinu mínu!”
“Yðar hágöfgi man ekki hvað þér skrif-
uðuð undir viðvíkjandi láninu út á húsið?”
“Eg er búinn að segja þér það, maður, að
eg fór aldrei yfir það sem eg skrifaði undir!”
“Já, eg veit það”, sagði Andras, og varpaði
öndinni, “en þér hljótið að hafa þó einhverja
hugmynd um, hvað mikið þér í raun og veru
skuldið nú sem stendur, hvað vextina á þessu
eina láni snertir”.
“Eg veit að upphæðin sem eg fékk var
100,000 florins, og að einhver svívirðilega há
okurvaxta-upphæð er að falla, eða fallin í gjald-
daga, sem eg hefi ekki greitt, og get ekki greitt
og með því að öll mín snemmsánu akurlönd eru
umflotin vatni þá sé eg enga leið til að borga
þá vexti, eða neitt af því sem eg skulda þér—
eða ykkur”.
“Við skulum ræða um skuldir yðar við mig,
síðar meir, þegar við höfum fullnægt kröfum
Rosentsteins, og bjargað húsi þínu og heimili
úr klónum á honum. Eg hefi enga peninga á
mér í dag, en eg skal finna hann á morgun, og
yfirfara öll þau skuldaskjöl, sem hann hefir
með höndum. Við skulum aðeins vona, herra
greifi, að mér takist að kaupa skjölin fyrir sann
gjarna upphæð. Peningar mínir eru ekki óþrjót-
andi”, bætti Andras við brosandi, eins og yðar
hágöfgi hefir oft sagt; en guði sé lof, hefi eg
samt sem áður nóg til þess ennþá, að þér getið
átt við mig um hússkuldina, í stað þess að þurfa
að eiga við gyðinginn, og eg get fullvissað
yðar hágöfgi um það, að eg mun aldrei ganga
hart að yður, hvað vöxtunum viðvíkur”.
Bilesky virtist tæplega gera sér grein fyrir
hvílíka feikna hjálp þessi ungi almúgamaður
veitti honum, með þessu látlausa og einlæga
tilboði.
Professional and Susiness
~~ Directory-
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLIN'IC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rentol, Insurance and Financial
Agents
Sími 927 538
308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oí
Fresh and Frozen Fisb
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER '
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s)
Office 927 130 House 724 315
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
iffgura, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe Sc Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöptun
Sími 74-1181
r
SAVE 1/2 ON NEW'RUGS
CARPET REWEA VING
NEW RUGS MADE FROM YOUR
OLD WORN OUT CLOTHES
OR RUGS.
Write For Free Illustratcd Cataloge
CAPITOL CARPET CÖ.
701 Wellington Ave.
Winnipeg, Man. Ph. 74-8733
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
350y2 HARGRAVE ST.
Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
★
506 Somerset Bldg.
*
Office 927 932 Res. 202 398
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögfrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 928 291
TELEPHONE 927 025
H. J. PALMASON
Chartered Accountants
505 CONFEDERATION I.IFV. Bldg.
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
limited
selur líkkistur og annast um
útfarir. Allur úttbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
mxnnisvarða og legsteina
843 SHE RBROOKE ST
Phone 74-7474 Winnipeg
Ijnion Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Nettlng
60 Victoria St„ Winnipeg. Mcn.
Phone 928 211
Your Patronage Will Be
Appreciated
Manager: T. R. THORVALDSON
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
526 Arlington St.
Sími 72-1272
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 922 496
Vér verzlum aðeins með fyrsta
fiokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgrciðsla.
TORONTO GROCERY
. PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellicc Avc. Winnipeg
TALSÍMI 3-3809
TBOS. JAÍKSON & SOHIS
LIMITED *
BUILDERS’ SLTPPLIES
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071 Winnipeg
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wediling Bouquets, Cut Flowert
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
FLEYGAR — hin nýja ljóða-
bók eftir Pál Bjarnason, er nú
komin á markaðinn. Er 270 blað-
síður. Kostar $5.00 í bandi Og
fæst hjá —
BJORNSSON’S BOOK STORE
702 Sargent Ave. Winnipeg
Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252
1
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
5------------------------------