Heimskringla - 23.12.1953, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.12.1953, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. DES. 1953 SINCERE SEASONS GREETINGS To Our Icelandic Customers ALDO’S BAKERY Specializing in WEDDING CAKES The place for the best in CAKES — PIES — COOKIES — PASTRIES 613 SARGENT AVE, PHONE 74-4843 SEASON’S GREETINGS WALTER BERGMAN LTD. BROADWAY HARDWARE 656 BROADWAY Murray Badger, Mgr. Phone 72-0441 To Our Many Icelandic Friends and Customers I offer Sincere Wishes for a Very Merry Christmas and a Happy New Year OXFORD CAFE 797 Sargent Ave. Phone 74-1384 Winnipeg, Man, Prop.: LORNE LEWIS COMPLIMENTS OF THE SEASON SKY CHIEF SERVICE PHONE 3-1142 Winnipeg, Man Sargent 8c Banning It’s Super In Every Respect J. F. Steitzer, Prop. WISHING ALL A MERRY CHRISTMAS AND HAPPY NEW YEAR THORGEIRSON COMPANY Publishers of the Icelandic Almanak WINNIPEG 532 AGNES ST A VERY MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR CAM'S furniture &radio co 859 Sargent (at Lipton) Phone 74-7661 | RCA RADIOS » RECORD PLAYERS | FRIDGES | ELECTRICAL APPLIANCES » STOVES ) FCRNITURE Winnipeg’s Foremost Radio Service Specialists Sincere Christmas and New Year Greetings To Our Friends and Customers 'For Good Home Cooked Meals’ Winnipeg, Man c. i/ii i nnu Space contributed by DREWRYS, MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES LIMITED ER NAFNI VAR SAGÐUR NfRÆÐUR Að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. —St. G. St. Það er ekki heiglum hent að predika eða halda ræðu án þess, að hafa texta er vísi til inni- haldsins. Nú verður þetta hvorki ræða né predikun, en nokkrir hagalagðar til skila haldið um góðan dreng frá fyrri tið, og hef eg því slept textanum en sett motto í staðinn til að halda mér við efnið. Eg frétti á skotspónum, ekki alls fyrir löngu, að nafni yrði níræður á helga Þorláksmessu 23. desember 1953. í tilefni þess- arar hátíðamessu og þeim ósköp- um og gauragangi er henni fylgja, finn eg mig knúðan, afj mínum innri manni, að minnast nafna í bænum mínum. Nafni er fæddur einhvern tíma löngu fyrir aldamót, ein- hverstaðar í Vopnafjarðar-pró- fastsdæmi. Um nöfn foreldra hans veit eg ekki, og engin skyldmenni hans kann eg að nefna og veit eg þó, að hann á þau mörg. Hann sagðist heita Sveinn og vera kendur við föður sinn er Magnús hefði heitið. Svo fult nafn hans er Sveinn Magnus á ensku. Hann kallaði mig nafna í hverju orði og gekk þetta svo langt, að kona hans og drengir gerðu það líka. Þetta varð til þess, að hinn vitlausari helming-j ur íbúa Minneota, héldu að egj héti bara “Nafni” og ekkert ann- að. Eg gat ekki lagað þetta ogj nafni “gaf ekki andskotann” á ensku. Nafni stærði sig aldrei af j forfeðrum sínum og nefndi aldrei Þorstein Geitsson í Krossavík, sem hann var þó kom-; inn í beinan karllegg frá. En nafni gerðist strax vinur minn og fríðþægjari er mest reið á ogj það skal eg muna honum meðan j eg tóri og hef fulla sansa. Eg mætti nafna fyrst fyrir j fimtíu árum, er eg gerði inn- reið mína í Minnesota-ríki. Þá j hefir nafni verið fertugur, og því mundi engin hafa trúað, enda var hann og er þagmælsk- an sjálf um aldur sinn. Við fest- j um strax nafna-ástir hver við annar. Nafni hafði allt það í; skauti sínu er mig skorti. Hann ! var löngu hættur að vera emi- granti, hafði dvalið langvistum í Chicago og hálærður í kúnst- um fósturlandsins, talaði ensku^ eins og engill og las landstíð- indin eins og prent. Hann var, Republipan í öllum kosningum eins og Gunnar og vinur Dal- ymans, sem var Democrat allt árið. Nafni var kvæntur góðri konu og áttu þau tvo ljómandii drengi. Hann var einn af fjór- um mest ákölluðu höfðingjum Minneota í þá daga. Læknisins. sem allir kölluðu er þeir fengu kveisusting; prestsins, sem alla gifti og jarðaði, ritstjórans, sem engu gat þagað yfir, og síðast en ekki sízt nafni, sem kórónaði alla höfðingastéttina með hand- bragði sínu. Enginn strákur gat flánsað utan í stelpu án þess að nafni væri þar ekki við riðinn, engin stelpa gat gefið strák und- ii fótinn, nema nafni kæmi þarTil skjalanna. Það var sem sé tízka að skiftast á myndum. Og þar sem nafni var eini og bezti myndatökumaðurinn urðu allir að flýja á hans náðir. Og ekkert hjónaband var fullkomið eða fullgilt, hvað vel sem presturnin reyrði saman, nema nafni ræki þar á rembihnútinn með gifting- armyndinni. Allar þsesar seri- móníur framkvæmdi nafni í nafni listar sinnar. Eg mætti nafna fyrst í fjöl- mennasta félagsskap bæjarins, sem eg gerðist meðlimur í fyrstu dagana er eg dvaldi í bænum. — Allir tóku mér vel en enginn eins innilega og nafni. Félag þetta hét á íslenzku “Glaðningur” og voru þar samankomnar allar stéttir mannfélagsins. Og þar var það, sem eg kyntist nafna bezt og hans innra manni. Og þar var það, sem nafni huggaöi mína hreldu sál mest, er áhyggj- ur föðurlandsnis og uppólguð ættjarðarást stóð sem hæðst í mínum, íslenzka skrokk. Og af þeim ástæðum skrifa eg þessar línur, að mér finst að nafni eigi það skilið að eg minnist hans. Nafni hefir átt heima um mörg undanfarin ár í Minneapolis og þar heimsótti eg hann í fyrra vor. Hann var þá gunnreifur og gljáandi, að vanda, af lífsgleði og góðum siðum. Er eg stóð þar við datt í huga minn ræða er eg hlustaði á fyrir mörgum árum. Eg átti þá heima í Superior, Wis., og um þann tíma var urn ekkert annað talað um þvera og endilanga Ameríku en “Vott” og “Þurt”. Sá voti var að tala og sagði frá manni, sem hann hafðt þekt og dáið hefði friðsömum og yndislegum dauða er hann var níræður, aldrei kent sér nokkurs meins alla æfi en hefði þó drukkið brennivín frá því hann var fjórtán ára og til síðustu stundar. Sá þurri þakkaði ræðu- manni fyrir ræðuna og upplýs- inguna og sagðist trua hverju orði, en ef að þessi maður hefði aldrei drukkið brennivín, mundi hann hafa lifað til dómsdags, og þá hefðu þeir þurft að taka hann og skjóta, svo hann gæti risið upp sem aðrir menn. Eftir útliti og hreyfingum nafna í vor að dæma, getur hann vel lifað til dómsdags. En að yfirvöldin taki hann þá og skjóti á eg bátt með að trúa, þvt nafni mundi sóma sér vel, eins og hann er, í hvaða föðurhúsi j sem væri, upprisulaus. Vertu svo marg blessaður ; nafni minn, og megi guð og gæf- | an halda í hendi þína framveg- 1 is sem hingað til. Þinn gamli vinur Nafni Úr bréfi—“Það er nú margt sem í hugan kemur fyrir jólin eins j og vant er, og þá finst mér eng- j inn ætti að gleyma íslenzku blöðunum. Eg ætla að byrja mitt j jólastarf á að borga fyrir þau. j Sannarlega megum við sízt án þeirra vera. Eg þakka þér svo mjög vel fyr r hvermg blaðið er nu ur garðt gert. Með jóla óskum til Heims- kringlu og þín og þinna. Einar Johnson Steep Rock. ★ ★ ★ Góð ljóðabók er ávalt kærkom- in gjöf, til þeirra sem íslenskum ljóðum unna. Gefið vinum ykkar bókina “Fleygar” eftir Pál Bjarnason. Kostar í bandi $5.00. Björnsson Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. ★ ★ ★ Áskrifendur Hkr. eru beðnir að minnast þess, að símanúmer Sigurðar Anderssonar umborðs manns blaðsins, er 74-4366, sem er sama númerið og hann hafði áður á Lipton St.. Fleimilisfang ið er 652 Home St. Ste. 4. ifaiaiBiaiafaBizigramaigmfefarajafBfgjEizfBiiiiafgigiEfafHiHHfgfareiaJHiHfafi THE PERFECT GIFT . . . Macdonald’s Special Christmas Gift Bond mft íBonb t&Lt mill —hlU Oj.tn. 1* éftutUm QmL im dú Otn nínJ OTLUmmUicftn. JP.nU .i- COMFORT! FIT! FASHION! SEASON’S GREETINGS To All Our Friends and Customers

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.