Heimskringla - 23.12.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.12.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. DES. 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA JÓLIN 1953 Nú jóla-dýrðin andar að með orð í -hjartans grunninn ^eilaga röddin hún er það, hátíðin upp er runnin. Prelsarinn heimsins fæddur er, fjárhúsið opið stendur, með gleði söng—inn göngum vér Guðs son er til vor sendur. Svo albjört varð sú eina nótt, sem aldrei myrkvast hefur. Að enn verður í hjarta hljótt, það heilög birtan gefur. Himin og jörð urðu sem eitt, ein braut í dýrðar ljóma. Og orðin standa óumbreytt, um alla veröld hljóma. “Fríciur á Jöröu’’ frelsarans í fylsnum sálarinnar. Hann kveikti ljósið kærleikans með krafti elsku sinnar. Þar ríkir heilög hátíðin haldin að drottins boði. Og fundinn innri friðurinn hans fagri morgun roði. Ingibjörg Guömundsson BRÉF FRÁ ÍSLANDI Kæri vinur, Stefán: Með því að svo vildi til að eg var staddur í Reykjavík, þegar frú Jaköbína Johnson, skáld- kona, átti sjötugsafmæli, fékk Útvarp Reykjavíkur mig til þess að flytja um hana erindi. Og með því að menn eru að óska þess, að eg birti þetta er- indi, sendi eg þér það hérmeð í handriti. Mér er ljúfast að birta það í Heimskringlu. Eg vil helzt birta þar allar mínar ritsmíðar, að fornum vanda. Nú gæti eg látið þig hafa I þjóðræknisþings-erindið mitt frá því í fyrravor, sem eg af knýj andi ástæðum sveik þig þá um.! Eg þakka ánægjulega sam-' fundi þá og alla vinsamlega kynningu á horfnum árum Friðrik A. Friðriksson DÝRKUN GULLKÁLFSINS 'UihUuz 853 Sargent Avenue Phone 74-6251 - Winnipeg Þetta Nýja Ger Verkar Fljótt Heldur Ferskleika Þarf Engrar Kæiingar Nú getið þér bakað í flýti án fersks gers. Aðeins takið pakka af Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast úr matskápnum og notið nákvæmlega eins og köku af fersku geri. Þetta er alt sem þarf að gera: (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina te- skeið af sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Þér fáið sömu fljótu hefinguna. Notið það í næstu bakninga brauð og brauðsnúða. Aldrei þurfið þér framar að hafa armæðu af að halda gamaldags fersku geri frá skemdum. Kaupið mánaðar forða af Fleisch- mann’s Fast Rising Dry Yeast hjá matsölumanni yðar í dag. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! Lífið er barátta. Við sækj- umst eftir misjöfnum verðmæt- um og sannarlega er margt í líf- inu eftirsóknarvert, en þó mun þa'ð nú svo, að lengstum hefur dýrkðn gullkálfsins fylgt mann kyninu á hinni löngu, ströngu göngu þess. Hann hefur ráðið örlöngum manna, já, heilla þjóða, trúin á hann hefur villt mönnum sýn, blindað þá, valdið því að bræður berðust, heilar þjóðir reyndu aö útrýma hver annari- í blóðugum styrjöldum.— Egill Skallagrímsson vissi t.d. vel, að honum yrði það’ góð skemtan á gamals aldri að strá gullpeningum sínum á vellina við Öxnará, hann vissi, að mar.n- legt eðli íslendinga brytist fram svo að vænta mætti bardaga, jafnvel stórorrustu. Egil gamla langaði til að sjá þingheim berj ast, guliið skyldi þjóna skemt- anafýsn gamla mannsins. ★ Margar skemmtilegar söguv eru til í fornum bókmenntum um auð og ríkidæmi. Menn voru nefnilega jafnveikir fyrir gull- inu í gamla daga sem nú. Saló- mon gamli var forríkur maður og til marks um það er frá þvi sagt, að veggirnir í höll hans voru skreyttir 500 stórurn skjöld um sem allir voru gerðir úr hömruðu gulli. Síðasti konung- ur Líbanons, Krösos hinn augði átti trúlega ekki mikið í hand- raðanum. Sú var að minsta kosti trú manna, enda hefilr nafn hans ætíð verið notað um auðkýfinga. ★ Allmikið er vitað um auðævi Alexanders mikla. Munu þau hafa numið sem svarar milljörð- um íslenzkra króna, auk eðal- steina og dýrgripa sem fylltu heil herbergi—og það ekki af minnsta tagi. Þar að auki fékk hann árlega frá skattlöndum EÍn um yfir 30 þús. talentur — um 7- 800 millj. ísl krónur. —Má með sanni segja, að hann hafi ekki skort skotsilfur, enda drottnaði hann yfir “mestum hluta ’neims” í þann tíð. ★ Nú á dögum eru mestu auðæv- in ekki í höndum einstaklinga, heldur ríkisins sem liggur á gullinu eins og ormarnir forð- um daga, já, ekki nóg með það, heldur er vafamál hvor geymir gull sitt betur drekinn Fáfnir eða ríkisbankar nútímans. Mestu gullbirgðir veraldar munu vera í eigu bandaríska ríkisins og eru þær vandlega varðveittar í Fed- eral Reserve bankanum í Nýju Jórvík. Eldtraustir og skotheld- ir stálveggir eiga að sjá til þess að engum sé kleift að ganga í gullforðann og umhverfis bank- ann er til frekara öryggis her- manns, vel vopnum búinn. Er svo vandlega búið um hnútana, að engum óviðkomandi dónurn er mögulegt að sækja sér spón í þann áskinn. ★ Einnig voru fjölmargir auð- kýfingar í Rómaborg hinni fornu, og þótt undarlegt sé, voru þeirra í meðal nokkrir þrælar er gefið hafði verið frelsi. Einn þeirra var góðvinur Neros keis- ara og Messalínu, Narcissus aö nafni. Mun láta nærri, að hann hafi átt um 40 milljónir sestertía eða um 50 miljónir króna á okkar mælikvarð. ★ En þótt auðævin séu einkum í höndum ríkisins nú á tímum, eru fjölmargir milljónamæring- ar um heim allan. Hafa skemmti- legar sögur farið af mörgum þeirra, en þó munum við einkum rekast á hina ríkustu austur í Indlandi. Þar eru fjölmargir rnargfaldir milljónamæringar, sumir svo ríkir, að Ali Khan er bláfátækur í þeirra augum. En auður þeirra verður því miður til lítils gagns meðbræðrum þeirra og þjóðfélagi, því að þeir liggja á honum alla, ævi ávaxtq hann ekkert, setja hann ekki í nein arðvænleg fyrirtæki, sem skápað geta atvinnu, aukið velmegun og orðið til þess að rétta Indlánd svolítið úr kútnum. Þeir kunna ekki að vera kapítalistar, þekkja ekki sinn vitjunartíma, skilja ekki þróun sögunnar og kröfur nútímans. Enda er það haft við orð, í fullri alvöru að þeir séu beztu bandamenn kommúnista austur í hinu mikla og forna menningarríki Asiu. —Mbl. 11. október 5V 0KKARÁ MILLI Eftir Guðnýju gömlu l Jólin eru í nánd og er eg er að velta því fyrir mér hvernig börnin verji síðustu undirbúningsdög- unum, í heimalandinu stóð jafnan mest til á aðfanga- dagskveldið, að þessu sinni renna gamlir og nýir siðir saman í eitt, aðal jólamáltíðin verður samkvæmt canadískri siðvenju framreidd á jóladaginn. Jólin hafa jafnan verið kölluð hátíð barnanna og verður eigi efast um að svo sé. Sú er ósk mín að allir megi njóta gleði- legra jóla. Þegar um undirbúning jólanna er rætt, geri eg ráð fyrir, að líkt verði ástatt fyrir fleiri konum en mér, að þær verji miklu af tíma sínum í eldhúsinu, og mun þá flestum koma saman um hvers virði það sé að eiga aðgang að Gurney eldavél, fyrst verður þá fyrir að koma hinum sjálfvirku áhöldum í gang, sem jafna hitann í ofninum og meðan get eg gefið mig við mörgu öðru, sem koma verður í verk, á jóladaginn verður framreiðsla kalkúna með öllum viðeigandi fylgirétum svo sem skorpusteik. Þér þurfið ekki sí og æ að líta á klukkuna til að sannfærast um að kalkúninn sé hæfilega soðinn. Gurney eldavélin tekur af yður ómakið. Innkaupum til jólanna er qú í þann veginn að verða lokið og hve þau hafa gengið greiðlgea á eg að miklu leyti því að þakka að eg lagði reglubundið smáupphæðir inn í Imperial bankann og korh það sér vel að geta gripið til þess nú. Og það yrði holt að gera sér það að reglu að halda uppi svipuðum hætti við byrjun næsta árs, því þér fáið lögboðna vexti af innstæðum yðar hjá Imperial Bank of Canada. Byrjið innlög yðar í Imperial bankann, stofnuninni sem er bygð á þjónustu^emi. Þó margt ljúffengt verði á borðum um jólin þá vantar þó eitt- hvað ef Dempsters brauðin eru þar ekki til taks. Smurt Dempsters rúgbrauð með kalkúnaáskurði hefir löngum þótt herramannsréttur og mun svo um verða. Það kemur sér eftir langan erfiðisdag að geta gætt gestum sinum á Dempsters brauðsneiðum, en slík brauð eru þjóðkunn í Canada og eiga engan sinn líka. - viC*‘“vS5‘ hAi*! q*-*- HkJs 1 xZ&iiiE* MANITOBA BUSINESS EXPANDS m M FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Forseti íslands gefur Háskól anum málverk af Vilhjálmi Steí ánssyni landkönnuð. —Isl. 4. nóv ★ Næpa sem vegur 4. kg. í gær kom í ritstjórnarskrif-: stofu Mbl. sonur Karls Hirst vél smiðs til heimilis að Undralandi viö Reykjaveg. Drengurinn var með risastóra næpu í poka. — Þetta var fyrsta næpan sem pabbi minn tók upp úr garði sin j um, sagði hann. Næpan sem var j heil og ósprungin vóg 4 kg. Var| hún álíka stór um sig og manns- j höfuð. Drengurinn sagði að j margar aðrar næpur í garðinum hefðu verið stórar, en engin stærri en þessi. —Mbl. 20 sept. Manitoba er með hröðum skrefum á vegi'að verða stóriðnaðarfylki. — Víðtæk fyrirtæki, sem nú eru í myndun, benda á hinn aukna áhuga og traust, sem bæði smá og stóðiðjuhöldar hafa á framtíð fylkisins. Ástæðan fyrir þessari framþróun er heilbrigð. — Ágætis staðir fyrir iðjuver. — Gnægð nothæfs vinnukrafts. — Miðstöð óþrjótandi markaðs í Vesturlandinu. . . . Allir trúa á hina tryggu og hagkvæmu framtíð Manitoba-fylkis. Fáið nú þegar réttar staðreyndir um framtíðarhorf- urnar. Deild Iðnaðar og Vérzlunarmála mun af fúsum vilja gefa hverjum sem þess æskir full- komnar upplýsingar viðvíkjandi iðnaðar og verzl- unar horfum Manitoba-fylkis. — Skrifið til: DEPARTMENT 0F INDUSTRY AND C0MMERCE FACTS ABOUT ICELAND,— gefur beztar upplýsingar um land og þjóð. 47 myndir. Kort af Islandi. Þjóðsöngur íslands á nótum. Sýnd flugvegalengd til ýmissra hafna í Evrópu og Vest- urheimi. Öllu þessu er gróði að kynnast. Kostar aðeins $1.25. Björnsson’s Book Store 702 Sargent, Ave. Wpg. LEGISLATIVE BLDG. HON. R. D. TURNER Minister WINNIPEG R. E. GROSE Deputy Minister KAUPIÐ HEIMSXRINGI.U— bezta íslenzka fréttablaðið Sincere Christmas and New Year Greetings To Our Friends and Customers TEEN DREEM SHOPPE CHILDREN’S, TEENERS’ AND LADIES’ APPAREI. 805 Sargent Ave. (next to Rose Theatre) Winnipeg, Man. ★ Phone 3-4730 VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- | mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. | The Viking Press Limited ^ Banmng og Sargent b WINNIPEG :: MANITOBA Looccccocoooooc^^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.