Heimskringla - 03.03.1954, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.03.1954, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPBG, 3. MARZ 1954 fyrir nægan sauðgróður. Sauðburður gekk mjög vel, og fénaður gekk vel fram. f júní var tíð góð, og spratt nú jörð «11, fyr en undanfarinn ár. Menn gátu þó ekki allir hafið slátt eins snemma og efni stóðu til, vegna þess hvað vorverkin byrj- uðu seint. Um mánaðarmótin júní—júlí byrjaði ]>ó almenning- ur slátt ,en sumir byrjuðu fyr. Sumarið var eitt hið bezta, sem menn muna. Sífeld landátt með hlýindum. Suðvestan skúrir voru þó alltíðar, sem gerðu mörg, um tjón, svo þeir fengu ofan í því nær alþurra töðu, en venju- lega þornaði allt næsta eða næstu daga. Þessar skúrir voru skæðastar hér meðfram fjallinu og um Mið-Hérað. Verst fór þetta með Jökuldælinga. Þeir fengu ofaní dag eftir dag, og gátu lengi vel ekkert tekið inn. Þetta fór þó batnandi hjá þeim þegar út á leið, og síðustu vik- una fyrir göngur var góður þurrkur alla daga. Margir sluppu alvég við þessar dembur, og; heyjuðu ágætlega og áttu prýði- lega verkuð hey. Allir fengu mikil hey, en sumir dálítið mis- jöfn að verkun. Fullyrða má að aldrei hafi verið til jafnmikil taða og nú hér um slóðir. Túnin hafa mikið verið færð út síðustu árin, en eftritekjan líti'ö aukist vegna þess, að nýræktirnar hafa kalið á hverju vori undanfarið, og lítið gefið af sér, og sum- staðar ekkert. Nú greri upp úr Öllu kali og öll tún tvíslegin, þar sem svo snemma var hægt að byrja sláttinn. Útjörð öll var óvenju vel sprottin, en engjar eru nú orðið lítið nytjaðar. Mörgum eldri mönnum þótti súrt í brotið, að sjá allt það gras sem úti dó í engjum. Sumir bænd ur náðu þó nokkru úr engjum. Jarðepli spruttu óvenju vel, enda stóð grasið ófallið fram á haust. Tvítugföld og jafnvel þrítugföld uppskera þekktist víða. Jarðeplauppskeran á öllu landinu mun hafa verið nokkuð á annað hundraö þús. tunnur, og er það allmikið meira en notað er í landinu árlega. Margir eiga því mikð af jarðeplum óselt, en geyma þau hema. Alveg er þaö víst, að eitthvað af þeim verður að nota til skepnufóðurs. Rófur spruttu líka ágætlega, með þær er sama sagan, þær eru lítt selj- anlegar. Verð á þeim í haust var ]>ó mikið lægra en undanfarin ár. Sauðfé reyndist í góðu meðal- lagi. Hausttíð var einmuna gott °g gerði ekkert hret hér fyr en um 10. nóv. Þá gerði fyrst bleytu storku en ofan á hana alldjúpa mullu. Þá var allt fé tekið. Lömb voru þá alveg tekin í hús og aldrei sleppt aftur, en full- orðnu fé gefið með. Þennan snjó leysti alveg eftir viku. Seinustu Viku nóvember gekk aftur í norðaustan rytjur og gerði nokk urn snjó. Þann 5. desember gerði svo góða hláku, sem má heita að hafi haldist til þessa dags. Reyndar hafa komið smáfrost dag og dag, jafnvel upp í 10 stig um jólin, en í heilan mánuð hef- ir aldrei gránað í rót, og mun það vera einsdæmi um þetta leyti árs. Um miðjan desember gerði miklar sunnan rigningar inn til dalanna ,sem stóðu nokkra daga, þá hljóp gríðarvöxtur í Lagar- fljót. Steig það eins hátt og mest Verður á vorin. Eru engin dæmi Frh. á 4. bls. CHÍNA LONG CUCUMBER UNEXCELLED FOR CRISPNESS, FLAVOR Einkennileg ágúrka 2 f. löng, 2-3 þl. þverrn. Slétt, græn, fáir angar, þétt, ljúffeng. Fljöt þroskuð undir erfiðum skifyrðum Ber fá fræ, birgðir takmarkaðar.— Pantið strax. FREE-BIG 164 PAGE SEED & NURSERY BOOK FOR 1954 Sonur lýðsins (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) “Eftir allt saman”, bætti Andras við, “þá átti nú þessi einkennilegi karlangi ekki neinn ættingja sem hann gæti skilið eftir reitur sínar, það er ef til vill ástæðan fyrir því að að hann arfleiddi mig að öllum auðnum sem hann hafði nurlað saman. Guð veit að eg hvorki vildi það, eða þurfti þess með. Mér þykir það þó ákaflega leitt, að eg gat ekki séð Rosenstein gamla áður en hann skildi við, ef eg hefði með nærveru minni getað gert honum dauðastríðið eitthvað léttbærara Eg kom aðeins hálfri klukkustund eftir að hann hafði lokað augunum í síðasta sinni. Vegirnir voru nálega ófærir, jafnvel Sill- ag komst ekki um þá nógu fljótt; og það var mörgu að sinna hér þá”. “Já, eg veit það! það er ekki til nein mann- eskja hérna megin við Tarna, sem er ekki hrif- in af þakklátsemi við þig fyrir öll góðverk þín og óbilandi skyldurækni, þessir tveir læknar, sem þú útvegaðir frá Budapest, gerðu krafta verk hér í Arsollas og Etelka reyndist kven- þjóðinni reglulegur engill . . . hún ... og önnur til ...” Faðir Ambrosius þagnaði hálf- feimnislegur. Andras starði út yfir hina ein- manaiegu snæviþöktu sléttu. “Hún er góð kona, Andras” ,bætti prestur- inn við, hikandi í fyrstu, en smámsaman með meiri áherzlu, “hún hefir ef til vill sína galla, stolt hennar ef til vill hræðilega mikið, en hún er miskunsamur engill við þá sem veikir eru og eiga bágt.” “Segðu mér eitthvað meira um fólkið í þorp inu”, tók Andras fram í með hægð, “mundu eft- ir því, að eg hefi ekkert um það heyrt síðan dag inn sem eg kom of seint til vesalings gamla Gyð ingsins.” “Jæja!” sagði faðir Ambrosius, og andvarp- aði með dálitlum vonbrigðasvip. “Farsóttin (kóleran) virðist hafa rasað út, og guð miskun- aði sig að síðustu yfir okkur. En litli kirkju- garðurinn er miklu þéttskipaðri nú, Andras, . . og á sunnudögum sé eg mörg auð sæti í kirkj- unni!” “Unglingarnir vaxa upp fljótlega, faðir,” sagði Andras með snert af sinni fornu glaðværð, “synir Sandors smiðs hljóta að vera vaxnir menn, og Margit Fenyes átti tvíbura í sumar. Öll þessi börn, sem eg sá nálega í reifum, hljóta að vera orðin stálpuð núna. Já! eg er víst guð- faðir einhvers fjölda af börnum í þorpunum hérna megin við Tarna”. “Já, það eru margar vitrar „og framsýnar mæður í þessum þorpum og byggðarlögum, An- dras”, sagði faðir Ambrosius, brosandi; “engin furða þó að fólkið í Arsollas öfundi íbúa Sarda”. “Það er þó engin þörf á því”, sagði Andras og virtist leggja skugga yfir andlit hans. “Sarda hefir ekki verið neinn skemtistaður” “Það hefir verið heimili sannrar skyldu- xækni og göfuglyndis, sonur minn, og það því meira, sem enginn veit hvað langt það hefir í gengið. En plágunni er nú létt; þú hefir lagt | út fé til að fyrirbyggja neyð, þangað til guð | sendir ennþá einu sinni uppskeru og vellíðan; þú þarfnast hvíldar, sonur minn, og þú verður ánægður heima!” “Ánægður?” Auðsjáanlega hafði þetta eina orð brotist út óvart, því að hann þagnaði snögg- lega og kreisti saman varirnar, eins og til að varna því að segja meira en andlit hans stirðn- I aði upp, og drættirnir í því urðu hörkulegir. Prestinn langaði til að segja eitthvað meira. Hann leit á hinn unga vin sinn einu snni eða tvisvar, tók upp tóbaksdósirnar sínar, og lék sér að því að velta þeim milli handanna, hik- andi og utan við sig. Það hafði verið svo sárt vonleysi, svo djúpur harmur innifalinn í þessu eina orði, svo mikil beiskja, að hið milda og góð gjarna eðli hans hliðraði sér hjá, og óttaðist að j ýfa frekar upp það sár, sem ennþá var opið og þlæðandi. “Móðir þín hlýtur að hafa saknað þín mik- ið, Andras”, sagði hann að síðustu. “Já.......eg veit það . . svaraði hinn ungi bóndi, “okkur hættir til að vera sjálfselsk- ir í sorg og böli. Eg hafði óbeit og ýmigust á heimilinu . . . og flúði þaðan án þess að taka tillit til vesalings mömmu. Svo þegar plágan og neyðin þrengdu svo hörmulega að hér, var eg nauðbeygður til að dvelja, mín var svo mikil þörf einmitt hér . . . eg veit að það var sér- gæðisfullt af mér . . . því hún hlýtur að hafa verið einmana . . . En eg ætla nú heim bráð- lega . . . ef til vill á morgun”. “Etelka hefir, auðvitað oft verið einmana, Andras, . . . en þetta hræðilega tímabil, þegar k.óleran geysaði sem ákafast, var hún ekki alger lega ein . . . .” Gamli presturinn horfði hikandi á þetta unglega andlit, sem sorgin hafði markað svo skýrum dráttum. Honum var að mestu ókunn- ugt um hinn miklu harmleik sem hafði gerst, og sem hafði verið orsök þess að brúðguminn hafði flúið af heimili sínu fyrsta daginn í hjóna bandinu; vissi ekki að sá hræðlegi harmleikur var orsökin fyrir gráu hárunum í höfði hans, og beiskjunni og vonleysinu í augum hans. “Hún var hjá móður þinni, Andras, til þess að Etelka skyldi ekki vera einmana”. “Eg veit það, faðir, guð umbunar henni sjálfsagt fyrir það”. “Hún hefir verið hinn góði engill þorpsins, Andras; að þér sjálfum undanteknum er enginn sem meira hefir gert til að hugga og hjálpa í veikindum og dauða; hugga ekkjur og munað- arlaus börn”. “Já, faðir”, endurtók Andras “slík miskun- arverk launast eflaust af himnum ofan”. “Allir blessa hana, og biðja fyrir henni”. “Við þörfnumst öll fyrirbæna, faðir!” “Allir biðja fyrir henni, að hún megi verða hamingjusöm”. “Guð veitir henni það að líkindum”, sagði Andras með hægð. Faðir Ambrosius horfði á hann rannsak- andi. Hann var ekki viss um hvað Andras átti við, en því laust niður í hug hans hversu óvenju lega djúpir þjáningadrættir höfðu myndast á þessu unga andliti, og hann hugleiddi með sjálf um sér hversu lengi þessi eflda líkamsbygging og óvenjulega sterka skapgerð gæti borið ofur- þunga sorgarinnar. Það var erfitt og í fang að sækja að byrja að tala um þetta sérstaka efni. Gamla prestinum, sem var trúnaðarmaður síns unga vinar, féll alls ekki sú hugsun að grafast eftir því eina leyndarmáli, sem hinn stolti al- múgamaður hafði ekki fengið sig til að segja honum. Hinn almenni orðasveimur í þorpinu, hafði sem betur fór, ekki borist hinum unga stór- bónda til eyrna. Hann hlaut þó að hafa gizkað á hvað sagt væri. Hann var of kunnugur háttun- um í sínu eigin þorpi, til þess að geta haldið að fólkið gæti þagað um þá stórvægilegu atburði, sem gerðust þennan eftirminnilega dag í maí. En Andras hafði aldrei fengist mikið um almenningshjalið, og svo kom þessi hræðilega farsótt, sem kom í veg fyrir allt slaður; þar var ekki um langan tíma minnst á annað en veikindi og dauða. Mennirnir gengu þegjandi samsíða, og það brakaði í snjónum undir fótum þeirra. Þeir voru komnir út úr Sarda-þorpinu, og einstöku smábýli á dreif, var eina tilbreytingin á þessari eyðilegu sléttu. Allt var svo kyrt og dauðalegt; snjórinn lá eins og glitrandi álagahula yfir hinum fáu trjám, stráþökum smábýlanna, og hinum lágu stöngl- Um maísakranna. Ofurlítið hrafnagarg uppi í loftinu barst að eyrum, og langt framundan var litli turninn á þorpskirkjunni, hárauður, einu litabrigðin á þessu einlita tjaldi, en til hægri handar sáust hinir gulu og grænu veggir Bil- esky-setursins gegnum blaðlausar greinar trjánna. “Andras” ,sagði faðir Ambrosius allt í einu, og breytti um umtalsefni, “það er nokkuð ann- að, sem liggur mér á hjarta, sem eg á bágt með að tala um við þig, þar sem eg er nú aldrei mjög hugrakkur ...” , “Eg hélt ekki, faðir, að eg væri svo ægi- legur og fráhryndandi; það virðist eins og eg hafi farið með líf mitt nokkuð ábærilega í hund- ana”, bætti Andras við með beiskju, “þar sem jafnvel þú skoðar mig ekki sem vin lengur.” “Guð komi til, Andras, að þú skulir mis' skilja svo orð mín. Það var heimskulegt af mér mér að koma svona orðum að þessu, og eg er meira að segja óþakklátur bjálfi að segja þér ekki undireins hvað eg ber fyrir brjósti.” “Það er ekki of seint ennþá, faðir, við erum enn langt frá vegamótunum.” “Það er um skólann, Andras”. Almúgamaðurinn hleypti brúnum. “Eg veit að þér hefir aldrei verið hugmynd in mjög að skapi”, bætti presturinn við fljót- lega, “en guð hefir trúað mér fyrir þessu heil- aga hlutverki á þessari jörð, og eg má ekki vera sú raggeit, að koma mér undan því. Eg hefi oft rætt við þig þá ágætu hugmynd, að koma upp skóla fyrir ungdóminn í þorpinu okkar. Þú varst eins áfram um það eins og eg; eg veit að þú átt ánægjulegar endurminningar frá þeim þremur árum, sem þú lærðir hjá mér, og þú hef- ir sagt mér oftar en einu sinni, að það yrði mesti gleðidagur lífs þíns, þegar hver einasta sál í Heves-fylkinu gæti lesið og skrifað, og nú . . .” “Nú hefi eg breytt um skoðun”, sagði.And- ras dálítið hörkulega, “og hvernær sem þú hefir hafið máls á þessu, hefi eg neitað að ræða það. Já! eg hefi breyzt mikið síðan þú fyrst barst upp fyrir mér þessa miklu hugmynd og veitt- ir mér þann heiður að biðja mig að hjálpa þér til að koma henni í framkvæmd. Síðan, faðir. hefir mig í biturleik mínum langað hræðilega mikið til að falla í dýrslegt fáfræðslu og ó- menningarástand, með engar hærri hvatir í sál minni, en hungri eftir daglegu brauði; enga hærri þrá en að hafa gnægðir víns, fjörugan farandflokks-hljóðfæraslátt, og þriflegar þorps meyjar’; — leita dýrslegum girndum svölunar, og eg er hættur að gera kröfu til hærri hug- sjóna fyrir hönd meðbræðra minna í þorpunum á Ungverjalandssléttunni. Professional and Business ~ Directory Oífice Phone Res. Phone >»24 762 726 115 l)r. L. A. 8IGIHDSON >28 MEDICAL ARTS BLDG. Consultanons r>v Appoimrnenr DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phone 926 44) Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St Slmi 928 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sírai 927 538 308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. .1. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS S-T. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding; and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Cood Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og anbast um útfarir. Allur úkbúnaður sá besti. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, lnsurancc Mimeographing, Addressing, Typing Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. MALLON OPTICAL 405 GR.AHAM AVENUE Opposite Mcdical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Halldór Sigurðsson 4 SON LTD. Contractor & Builder • 526 Arlington St. Sími 72-1272 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEMAN OPTOMETHISTS and OPTICIANS Kenslngton Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winuipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tcgundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afniíeliskökur gerðar samkvícmt pöntun Síini 74-1181 Vér verrlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL FIALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALStMI 3-3809 Pr \ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 Res. Ph. 3-7390 thos. mm & so.vs LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg V -/■> J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flower* Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Alltert |. Johnson Res. Phone 74-6753 KAUPIÐ “Saga íslendinga i Vesturheimi V og síðasta bind- ið, eftir prófessor T. J. Oleson. Skemtileg bók aflestrar. Mikill fróðleikur samanþjapp- aður á um 500 blaðsíðum. Metið vel unnið verk, meó Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. V ^ hví afi kauoa bökina almennt. Þeir sem óska, geta fengið fyiri bindi þessa safns, ódýrari, e! þeir kaupa þau öll. V. bindi kostar í bandi $6.0( óbundið $4.75, og fæst hjá: BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Avenue, Winnipet. Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. K p

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.