Heimskringla - 03.03.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.03.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIHSKRINGLA WINNIPEG, 3. MARZ 1954 ífeimskrittgla (StofnuO ÍSÍB/ Cemiu út á hverjum midvikudegi. Eisreiídur: THE VIKING PRESS LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 Veifí blaöetns er $3.00 árgangurlnn, borgist fyrlríram. Aliíir borgantr sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viöskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist: The Viiung Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON UtanAafcrlft til ritstjórans: fiöITOR HEíMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Wlnnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man„ Canada — Telephone 74-6251 Awthorised as Second Class Mail—Post Office Depl., Ottawq WINNIPEG, 3. MARZ 1954 Þjóð vinaf élagsbæku rnar Bækur Þjóðvinafélagsins eru 5 talsins í ár og eru sem hér segir: 1. “Suðurlönd” eftir Helga P. Briem sendiherra. Fjallar bók- in um ftalíu, Spán og Portugal og er ein af mörgum, sem nú eru komnar út undir nafninu “Lönd og lýðir”. Þeim sem þjóðvinafé- lagsbækurnar kaupa, er nú orðið kunnugt um af innihaldi þeirra bóka, sem út eru komnar í þessum flokki, að þar er um bækur að ræða, sem með sanni má segja um að séu fræðibækur fyrir alþýðu sem á hverju heimili ættu að vera til. Að blaða í þessari bók.Helga Briem, er skemtilegt. “Suðurlanda” getur svo oft í íslenzkum bók mentum að fornu og nýju, að það er bæði gagn og gaman að virða þau fyrir sér í nútíðarmynd sinni. Aðrar bækur þjóðvinafélagsins eru Almanakið, Andvari, Kvæði Eggerts Ólafssonar og skáldsaga, “Musteri óttans”, eftir Guðmund Danielsson skólastjóra. Þetta eru félagsbækur Menn- ingarsjóðs og þjóðvinafélagsins. Bækur þessar eru öllum bókum ódýrari, og 5 bækur á ári, eru gott innlegg í heimilisbókasafn, sem hver íslendingur ætti að eiga. Davíð Björnsson bóksali í Winr.’- peg, er umboðsmaður þessara bóka hér vestra. En svo eru aðrar bækur, sem félagið gefur út, er sérstaklega ná til Vesturíslendinga. Það eru Saga Vestur-íslendinga og fyrsta bindi af Andvökum Stephans G. Stephanssonar. Þessar bækur ættu vissulega að vera keyptar hér vestra. f bréfi frá einum manni í útgáfunefnd þessara bóka, ásamt Þjóðvinafélagsbókunum, getur hann þess, að fjórða bindið af sögu íslendinga, sem Menn- ingarsjóður gaf út á s.l. ári, hafi lítið selzt vestan hafs. Þetta er sú dæmalausasta hneisa, sem við höfum yfir okkur kallað. Út- gáfa Menningarsjóðs, ræðst í að gefa þessar bækur út af ræktar- semi einni við minningu og afrek íslendinga í Vesturheimi, er við hér vestra heyktumst efnalega við að halda áfram að gefa út. Það er vonandi, að við sýnum svo mikla þjóðrækni einu sinni í verki, því oftast er hún eins og áminnst dæmi sanna meiri í orði en á borði, að vinna kappsamlega að útbreiðslu og sölu á sögunni. Eins og minst var á í síðustu Heimskringlu, ætti það vel við, cr sagan er nú öll komin út, að reka af sér sliðruorðið, og bindast markvissum átökum um sölu sögunnar. Það er til heldur lítils, að vera að skrifa annað eins verk og sögu þessa í fimm bindum af Vestur-fslendingum, ef enginn þeirra fæst til að lesa hana eða eiga og þeir kjósa heldur að vaxa hér upp og leggjast út af sögulaust, eins og trén og dýr merkurinnar, en sem menn, er af einni mestu sögu og bókmentaþjóð heimsins eru komnir. FRÁ ÞJÓÐRÆKNISÞINGINU 1954 ARSSKÝRSLA FORSETA Dr. Valdimar J. Eylands Framhald Ýms mál Síðari hluta vertar í fyrra bár- ust félaginu spólur með útvarps: efni frá Þjóðræknisfélagi fs- lendinga í Reykjavík. Voru hér( faldar ræður merkra manna, upp lestur og söngur. Stjórnarnefnd- in ákvað að lofa fólki almennt að njóta þessarar skemmtiskrár,! og fékk henni útvarpið. Útvarpj þetta, sem stóð yfir í eina klukku stund, fór fram 18. júní s.l. og' tókst ágaetlega. Þessar spólur | hafa verið notaðar á samkomum á nokkrum stöðum, og hafa veitt fólki mikla fræðslu og ánægju. I Á þingi í fyrra var því hreyft, hvort ekki mundi vera hygt að komast að samningum við ríkis- stjórn íslands um tollfrjálsar bögglasendingar Vestur-tfslend- inga austur um haf. Nefndin fól þeim prófessor Finnboga Guð- mundssyni og Ólafi Hallssyni að færa þett amál í tal við hlutað- eigandi yfirvöld á íslandi, og munu þeir nú gera þinginu grein fyrir árangrinum af þeirri mála leitan. Þetta félag hefir lengi haft skógræktarmál íslands í huga, og hefir nú lagt fram nokkurt fé til þeirra mála. Samkvæmt bréfi frá Hákoni Bjarnasyni til fé- lagsins, dagsettu 17. júní s.l. hefur nú verið gróðursettur trjá- reitur innan hins svonefnda Þjóðgarðs á Þingvöllum, og ber reiturinn nafnið “Minningar- lundur Vestur íslendinga.” Á árinu hafa nokkrar peninga- gjafir frá einstökum mönnum borizt til íslands. Þannig hafa þau Árni Pálsson og Ragnheiður kona hans að Lundar, sent Skál- holtsstað $150.00 að gjöf, og Mrs. Guðný Thomasson, Beaver, P.O., sendi $300 til endurreisn- ar hinu forna biskupssetri, til minningar um mann sinn, Einar, sem nú er látinn. Þá gaf Þjóð- ræknisfélagið Barnaspítalasjóði Hringsins 10,000.00 kr. til minn- ingar um hr. Svein Björnsson, fyrsta lýðveldisforseta íslands. Dr. Richard Beck hefir staðið fyrir merkjasölu í tilefni af 100 ára afmæli Stephans G. Steph- anssonar, með góðum árangri. Agóðinn af leiksýningunni “Happið”, sem leikfélag Gimli- bæjar, undir forustu frú Krist- ínar Thorsteinsson, sýndi hér í bænum í haust, var, að viðbætt- um smáupphæðum frá einstök- um mönnum, sendur til héraðs- spítalans á Blönduósi. Nam þetta alls $160.0. Hefir Dr. Kolka kvittað fyrir þessa upp- hæð með þakklæti. Eitt meiriháttar samsæti hélt félagið á árinu. Fór það fram 30. apríl, s.l., í tilefni af heiðri þeim, er dr. Thorlakson varð aðnjót- andi, er háskóli þessa fylkis veitti honum heiðursgráðuna “Doctor of Law” (LL.D.). Stýrði forseti samsæti þessu. Einnig voru þau séra Einar Sturlaugsson og frú Guðmunda Elíasdóttir kvödd með kaffi drykkju, séra Einar að heimili Grettis ræðismanns Jóhannsson- ar, og frú Guðmunda á heimili Guðmanns Levy. Eitt af þeim málum, sem rædd hafa verið á þingum og nefndar- fundum og til framkvæmda kom á árinu, var útvegun fundar- herbergis og skrifstofu fyrir stjjórnarnefndina. Losnaði lítið kjallaraherbergi í byggingu fé- lagsins á Home St. og var það að afstaðinni mikilli viðgerð, tekið til afnota fyrir nefndina. Stóðu þeir Guðmann Levy, Grettir Jóhannsson og Ragnar Stefánsson fyrir þessum aðgerð- um fyrir nefndarinnar hönd. Fyrsti fundur nefndarinnar var •haldinn í þessari nýju skrifstofu 47 ágúst s.l. Enda þótt húspláss þetta sé næsta lítið var þó, auk nauðsynlegustu húsgagna, svo sem borði og stólum, komið þar fyrir skápum til geymslu fyrir ýmsa muni félagsins, bækur og skjöl. Hefir skjalavörður, Ragn- ar Stefánsson varið miklum tíma til að hreinsa og fága þessa muni og raða þeim niður á mjög smekklegan hátt. Á þingi í fyrra var ákveðið að breyta nokkrum liðum í auka- lögum félagsins, og að yfirfara þau að öðru leyti. Var milli- þinganefnd, skipuð þeim Walter J. Líndal dómara, dr. Tryggva J. Oleson og séra Agli H. Fáfnis, fengið málið til meðfarðar. Gef- ur Líndal dómari væntanlega skýrslu um störf nefndarinnar á þessu þingi. íslenzkuskóli félagsins hefir því miður ekki vreið starfræktur en sem komði er í vetur. Til þess liggja þær ástæður að ekki hefir tekizt að fá nauðsynlegar lestrar og kennslubækur fyrir skólann. Próf. Finnboga Guðmundssyni var falið að útvega þessi kennslu tæki í íslandsferð sinni s.l. sum ar, og lagði hann fram pöntun á þeim bókum, sem hann taldi nauðsynlgear. En þessar bækur eru enn ókomnar. Blindur er bóklaus maður, segir máltækið, og bóklaus skóli er ekki betur staddur. Öll viðleitni til kennslu án kennslutækja verður kák eitt, og oft verri en ekki. Vonandi greiðist bráðlega úr þessum vanda, svo að þessi vinsæla og bráðnauðsynlega stofnun geti aftur tekið til starfa. Til nýmæla má það telja að bréfaskifti eru nú að komast á milli vestur-íslenzkra barna og barna á íslandi. Nokkru fyrri jól barst mér allstór béfabúnki frá Hannesi Magnússyni skólastjóra barnaskólans á Akureyri. Börn á ýmsum aldri í skóla þessum höfðu skrifað bréfin, og var ætl- ast til að þeim yrði útbýtt til jafnaldra þeirra hér. Kunnugt er mér um að 25 svarbréf hafa ver- ið send héðan til barnanna á Ak- ureyri. Annar bréfabunki barst um síðustu jól frá nemendum gagnfræðaskólans á Akranesi til jafnaldra þeirra á Gimli. Ef til vill verður þetta upphaf á við- kynningu og kunningsskap æsk- unnar, þrátt fyrir hindranir tungumáls og fjarlægðar. Aö svo megi verða, munu margir óska. Á þingi í fyrra, og reyndar á mörgum fyrri þingum, hefir verið umþað rætt, að nauðsyn- legt væri að íslendingar hér í borginni kæmi sér upp samkomu húsi í samræmi við þarfir sínar. Hafa milliþinganefndir setið í málinu ár eftir ár, en engu feng- ið áorkað. Tók eg að mér sem forseti Þjóðræknisfélagsins að kveða til fundar ýmsa helztu forystumenn félaga hér í bænum til að ræða um þetta mál. En eft- ir einkasamtöl við suma þessara manna komst eg að sömu niður- stöðu og milliþinganefndirnar: Það er ekkert hægt að gera, þeg- ar viljann vantar, eða getuna, eða hvorutveggja. Verður nú tækifæri til að fytja upp á þessu á ný, ef menn óska þess. Þjóðræknisfélagið hefir ekki haft nein útgáfufyrirtæki með höndum á árinu, nema Tímarit sitt, sem er í góðum höndum ritstjórans, Gísla Jónssonar. Á því hefir engin breyting orðið, cnnur en sú, að það er nú selt fyrir $2.00; í þeirri upphæð, sem að hálfu gengur til deilda, felst meðlimagjald félagsmanna, sam- kvæmt ákvörðun þingsins frá 1952. En eins og menn mun reka minni til, beitti félagið sér á sínum tíma fyrir útgáfu á Sögu Vestur-fslendinga. Verki þessu á nú að heita lokið, með útkomu 5. bindis, sem nýlega er komið í bókabúð Davíðs Björnssonar hér. Þrjú fyrstu bindi þessa verks ritaði skáldið Þorsteinn Þ. Þorsteinnon, og voru þau gefin út í Winnipeg; tvö hin síðari annaðist dr. Tryggvi J. Oleson prófessor, og eru þau prentuð í Reykjavík. Félag vort gafst upp við útgáfufyrirtæki þetta vegna fjárþurðar um það bil að ritun annars bindis var lokið. Sérstök “Sögunefnd”, skipuð fjórtan mönnum, tók þá verkið að sér, og var G. F. Jónasson, forstjóri, fromaður hennar. Þjóðræknis- félagið og Sögunefndin gerðu með sér skriflegan samning, og segir þar í fjórðu grein: “Að nefndin (Sögunefndin) leggi fram allt það fé, sem nauðsyn- legt sé til útgöfunnar rentulaust. Ef fyrirtækið gefi ekki nægi- legt í aðra hönd til þess að mæta kostnaði, þegar verkinu sé lokið, þá leggi nefndin það einnig fram úr eigin vasa sem á vanti; en verði tekjuafgangur að verkinu loknu, renni hann í sjóð Þjóð' ræknisfélagsins”. Gegn þessu var nefndinni afhent fullritað handrit annars bindis, það sem þá var óselt af fyrsta bindi, og afsal á öllum kröfum til þess fjár, sem félagið hafði fram að þeim tíma lagt til þessarar sögu- ritunar. Með bréfi til forseta Þjóð- rækisfélagsins, dag 13. janúar, 1954, gerir formaður Sögunefnd ar grein fyrir störfum nefndar- innar, og fylgir þeirri greinar- gerð ávísun að upphæð $745.12, sem tekjuafgangur, samkvæmt fyrrgreindum samningi. Hefir á vísun þessi verið afhent féhirði vorum. Auk þessarar greiðslu hefir Sögunefndin afhent Þjóð- ræknisfélaginu 255 bundin ein- tök af þriðja bindi bókarinnar “Saga Islendinga í Vesturheimi” 138 óbundin eintök af sama bindi, og 9 bundin eintök af öðru bindi sömu bókar, eða alls 397 bækur. Er þessum bókum komið fyrir á skrifstofu stjórnarnefnd- arinnar í byggingu félagsins á Home St. Ber nú þinginu að ráð- stafa þessari bókaeign sinni, og um leið þakka Sögunefndinni dugnað hennar og framkvæmdir allar í þessu máli. Einnig á út- gáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins og fostjóri þess, hr. Jón Emil Guðjónsson, þakkir skilið fyrir að gefa út tvö síðari bindin, og fyrir að annast sölu ritverks þessa á íslandi. Enda þótt það komi Þjóðrækn isfélaginu ekki beint við, tel eg iétt að vekja athygli á nýútkom inni bók eftir frú Thorstínu Jackson Walters, sem fjallar um íslenzku byggðina í Dakota. Er hér um fróðlega og vel ritaða bók að ræða, sem á skilið að hún sé keypt og lesin. Þá hefir Wil- helm Kristjánsson nýlokið vio að rita sögu íslendinga í Mani- toba, á ensku. Mun það verk unn ið á vegum Manitoba Historical Society. Er hér um allstóra og mjög fróðlega bók að ræða, sem að vísu er enn óprentuð, en verð ur á sínum tíma góður fengur þeim, er unna sögulegum fræð- um. Þá vil eg geta þess, sem síðast er fram komið á meðal vor, en það er sýninghreyfimyndarinn- ar “Sunny Iceland”, sem Mr. Hal Linker kom með hingað til borg arinnar, 13. febrúar, á vegum World Adventur Tours og Mr. A. K. Gee’s, forstjóra þess. Var myndin og skýringar fyrirlesar- ans með þeim ágætum, sem bezt verður á kosið; má óhætt segja, að myndin varð fólki voru og fjölmörgum öðrum til ununar og fróðleiks, og landi voru og þjóð til sóma. Tel eg, að vel fari á að þingið votti öllum þeim, sem hér áttu hlut að máli, kærar þakkir. í þessu sambandi vil eg geta þess, að kunnugir menn telja að til sé jafnvel enn betri íslandsmynd en sú, er hér var Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Heldur ferskleika! Verkar fljótt! Hér er þetta undursamlega nýja ger, vinnur eins fljótt og ferskt ger, samt er það altaf ferskt, heldur fullum krafti í matskápnum. Þér getið keypt mánaðar-forða í einu. Engar nýjar forskriftir nauðsynlegar. Notið Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast alveg eins og ferskt ger. Að leysa upp: (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið aí sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast. Kaupið mánaðarforða hjá matsölumanni yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! sýnd, og að hún sé í eigu Kjart- ans O. Bjarnasonar, myndatöku- manns í Reykjavík. Um það hef- ir verið rætt í stjórnarnefnd fé- lagsins, hvort tök muni vera á því að fá Kjartan til að koma með þessa mynd sína hingað vestur og til þess að hann, um leið og hann sýnir þessa mynd hér vestra, taki hreyfimynd af Vestur-íslendingum til sýningar á íslandi. Eg hefi nú leitast við að gera grein fyrir því helzta, sem gerzt hefir í félagsmálum vorum á umliðnu ári. Auk hinna venju- legu mála, sem koma fyrir þing, svo sem skýrslur deilda og milli þinganefnda, vil eg leyfa mér að benda væntanlegri dagskrár i nefnd á, að eg tel æskilegt að þetta þing: 1) votti ástvinum j'átinna starfsmanna félagsins samúð á tilhlýðilegan hátt; 2) votti þakkir þeim séra Einari Sturlaugssyni, Guðmundu Elías- dóttur, Hal Linker, A. K. Gee og Sögunefndinni; 3) lýsi á- nægju sinni yfir því, að deildin “Ströndin” í Vancouver hefir gengið í félag vort; 4) ráðstafi bókaeign sinni; 5) leggi á ráð um það hvernig örva megi ís- lenzku nám barna; 6) ræði ítar- lega um fræðslu- og útbreiðslu- mál félagsins yfirleitt; 7) at- hugi samvinnumál við ísland, með sérstöku tilliti til frétta- sambanda, talvírs, útvarps, gagn- kvæmra hópferða, bóka- og blaða viðskipti, útvegun kvikmynda o. s. frv. Vil eg svo þakka meðnefndar- fólki mínu í stjórnarnfendinni ágæta samvinnu á árinu, og öll- um þeim mönnum og konum víðsvegar, sem hafa arfleifð vora í heðiri og vinna sjálfu sér, kjör- löndum vorum og fósturjörð til sóma. Sérstaklega vil eg í félags- ins nafni, þakka íslenzku viku- blöðunum og útgefendum þeirra hið ómissandi og ágæta vöku- mannsstarf þeirra í öllum mál- um er snerta þjóð vora og menn- ingu. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, sem tengir oss. Tengdir böndum sameiginlegs uppruna og áhugamála hefjum vér nú störf vor á þessu 35. árs- þingi Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. AF FLJÓTSDALSHÉRAÐI Þar sem nú er byrjað nýtt ár, er ekki seinna vænna að senda ykkur línur, og óska löndunum vestra árs og friðar á þessu herr- ans ári 1954. Árið nýliðna var eitt hið bezta sem komið hefir lengi, og mun eg nú reyna að lýsa því nokkuð. Veturinn var vægur til loka marzmánaðar að kalla, en þá gerði norðaustan hörkuhríðar með fannkomu, eins og þær verða vestar hér og héldust þær fyrstu vikuna af apríl. Þann mánuð allan var tíð mjög köld og stirð, en jarðbönn lítil, þvi alltaf var veðurhæð mikil með fannkomunni svo snjóinn reif vel. Maí var kaldur og stirður fram um 20. en þá byjar sauð- burður almennt. Gróður var þá lítill og sauðfé var gefið þar til, en ær voru þó lítið hýstar á sauð burði, því brátt gerði hlýindi cs eoæ Hl! Manitoba Barley Growers Get your seed cleaned and treated for the production of a carload of malting barley to be entered in the National Barley Contest. Provincial Prizes Regional Prizes Interprov. Prizes 1. $200.00 1. $100.00 1. $500.00 2. 150.00 2. 80.00 2. 300.00 3. 100.00 3. 70.00 4. 60.00 5. 50.00 6. 40.00 7. 30.00 This space contributed by SHEA’S Winnipeg Brewery Limited

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.