Heimskringla


Heimskringla - 07.07.1954, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.07.1954, Qupperneq 1
LXVIII, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. JÚLÍ, J954 NÚMER 40. FRÉTTAYFIRLIT FRÁ OTTAWA Stjórn Canada ætti að skýra þjóðinni frá hvernig á því standi, að hún réði 15 manns i vinnu hjá sér á hverjum einasta degi s.l. árs. Samkvæmt skýrslum hennar vou í febrúar á þessu ári 135,884 stjórnarþjónar. En það er 5,548 fleiri en í febrúar 1953. Hafði stjórnin svo mikið fyrir stafni þessa 12 mánuði að hún þyrfti að bæta hálfu sjötta þús- undi við tölu þjóna sinna? Árið 1948, þegar stríðinu var lokið og við fækkun þjóna mátti búast, voru 118,000 manns í stjórnarvinnu. Það þótti mikið frá því sem var fyrir stríðið. Þá var talan 46,000 Hvernig stendur á því, að nú 1954 þarf 17,0000 fleiri stjórnarþjóna en 1948? Við vitum ástæðuna. Hún er skrifstofuvaldinu að kenna, sem við 20 ára ráðsmensku sinnar og sömu flokksstjórnar skapast. — Skrifstofuvaldið vex eins og gor kúlur á haug, við slíkt stjórnar- far. EINN KEMUR ÞÁ ANNAR FER Kínar eru mikið búnir að vinna að því að fá Sameinuðu þjóðirnar til að leyfa sér inn- göngu í félag þeirra. Starf þeirra virðist og hafa borið nokkurn árangur. Það er að minsta kosti það sem þeir sjálfir halda. 'Þeir hafa ákveðið að leiða mál- ið til lykta í september í haust. Þeir gera ráð fyrir nægu fylgi frá Sameinuðu þjóðunum til þess. Skyldi þetta vera víst? Það er hreint ekki ómögulegt, ef satt er sem Christian Science Moni- tor heldur fram, reynist sann- leikur. En það er í því fólgið, að hinn nýi stjórnarformaður Frakka, hafi gert á bak við tjöldin samn- ing við Kína um að aðstoða þá í kröfum sínum í inngöngu í félag Sameinuðu þjóðanna, ef þeir verði rýmilegir í viðskiftunum við Frakka í Indó-Kína. Og það eru ekki Frakkar ein- ir, sem fúsir eru að selja Kínverj um fylgi sitt. Bretar eru hreint ekki frá því heldur, að það sé í þágu góðra viðskifta, að styðja kínversku kommúnista stjórn- ina í Kína í þessum áformum hennar. Og hver veit hvað marg ar Sameinuðu þjóðir þeir geta fengið til að slást í leik með sér? Það er farið að hvessa svo í Bandaríkjunum út af þessu, að Knowland efrimálstofu þingmað ur og félagsforingi republikana, kveðst segja af sér formensku- starfi sínu, ef Kínaverjum verði veitt innganga í félag Samein- uðu þjóðanna. Hann kvaðst og frá þeim degi beita sér alt sem hann megi á móti félaginu, og ekki hætta fyrir en Bandaríkin segðu skilið við það. Það er ekkert sjaldgæft vor á meðal í Canada og í Bandaríkjun um jafnframt, að heyra menn lýsa sig fylgjandi stefnu Frakka og Breta í því að leyfa Kjnverj- um inngöngu í félag Sameinuðu þjóðanna. Þó Sameinuðu þjóð- irnar standi í stríði við Kína út af yfirgangi þeirra í Koreu og það hafi kostað Bandaríkin 130,- 000 fallna hermenn og Suður- Koreu og aðrar Sameinuðu þjóð irnar á aðra miljón, finst þessum mönnum ekki nema sanngjarnt, að Kínaverjar bæti jjetta að engu, en séu yfirlýstir “heilagir _0G UMSAGNIR og flekklausir” af stríði sínu og öllu þeirra ódæði, og séu svo ofan á alt heiðraðir með því, að gera sjálfir upp sínar sakir! Sé þetta réttlátt, hví þá ekki að reka dómara úr dómsölum sem dæma eiga bófa, manndrápara og þjófa, og segja þeim seku að taka við dómsmálunum og kveða upp dóminn yfir sér sjálfir. Sið- íerðislega er enginn munur á þessu. • Kína er of sjúkt enn til þess að geta aflað sé vináttu nokk- urrar erlendrar þjóðar. Það verð ur að nota sverðið, ef því á nokk uð að verða þar ágengt. Jafnvel Rússar pólitískir bræður þeirra trúa þeim ekki. En auðvitað halda þeir, eins og allir kommúnistar að þeir séu allra manna vitrastir og mestir. Kína talar nú um sig eins og eina voldugustu þjóð í heimi. Fyrir 10 árum lágu þeir marflat- i fyrir Japönum. Japar tóku alt sem nokkur veigur var í af land- inu og heldu því, unz Bandarik- in komu til sögunnar og leystu þá undan okinu. En þá sáu kom- múnistar sér færi á að brjótast til valda, er aðfarir erlendra kúg ara voru stöðvaðar. Það er eins og kommúnistum finnist þeir hafa unnið þennan sigur. Þeir tala ennfremur um að þeir séu eina þjóðin sem Bandaríkin hafi ekki getað unn- ið á í stríði. Þeir vitna í Koreu- stríðið sem sönnun þessa. Þann- ig skilja þeir góðmensku Tru- mans, sem rak MacArthur frá stríðsforustunni, til þess að of- þyngja þeim ekki á ný. Já—það má segja, að þar fengu Banda- ríkin jafnoka sinn í stríði. Viðskiftum Sameinuðu þjóð- anna má mikill hagur af því standa að fá Kína í félag sitt, en tapa Bandaríkjunum fyrir bragð ið. Bandaríkin hafa ekki mikið fyrir þær gert síðan stríðinu lauk. Að halda nokkrum miljón- um af þeim lifandi og þiggja fé af þeim og styrk til að halda sjálfstæði sínu, getur sjálfsagt ekki talist mikils vert. Og þegar betra er nú í boði hví þá ekki að halda sig að því? HVAÐ MUNDUM VIÐ SEGJA? Það kemur fyrir, að einn og einn af þeim miljónum banda- rískra og canadiskra manna, sem yfir landamærin fyrir sunnan okkur fara, reki sig á lögin og af því stafi einhverja töf. Hér getur verið einhver þörf á bót og betrun. En af smáfrétt í tyrk- nesku blaði að dæma, er hennar þar eigi síður þörf. Fréttin er svona: “Bugarskur borgari reyndi að stelast suður yfir landamærin til Tyrklands. Þrír búlgarskir landamæra verðir skutu á hann í einu. Dó hann samstundis. Landamæra verðirnir sóttu hinn dauða, en urðu að fara spöl- korn inn í Tyrkland til þess. Áður en þeir komust alla leið til hins skotna, stigu þeir ofan á sprengjur sem lagðar voru sem gildrur fyrir landshornamenn og drápust allir.” Hvað mundi um annað eins sagt hér? FORSETI ÍSLANDS HEIÐ- URSFÉLAGI N. F. Á fundi sínum hinn 4. maí s.l. samþykkti stjórn Norræna fé- lagsins að óska eftir því við for- seta íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, að hann yrði heiðurs- FRÁ ÍSLANDI GUNNAR MATTHfASSON OG ÞÓRA DÓTTIR HANS f ÍSLANDSFERÐ. Um helgina er von á Gunnari Matthíassyni flugleiðis frá Bandaríkjunum hingað til Reykjavíkur í stutta heimsókn. Dóttir hans, Þóra, verður hon- um samferða hingað svo og mað- ur hennar. Frú Þóra er kona á bezta aldri Hún nýtur mikils álits vestra, í Los Angeles og Hollywood, scm söngkona. Hefur hún haft á hendi fast starf við útvarpsstöð þar vestra, og sungið þar ein- söngva í útvarp. En auk þess heldur hún oftlega sjálfstæðar söngskemmtanir í vestanverðum Bandaríkjunum. Blöðin þar ljúka miklu lofs- orði á söng hennar, en í þeirri miklu listaborg, HolljAvood, ec samkepnin mikil á því sviði, svo auðsætt er, að hún hefði ekki r.áð þar almenningshylli, nema hún hefði sérstaka hæfileika til að bera á þessu sviði. Heimsóknin hingað er þó fyist og fremst kynnisför, fremur en félagi félagsins. Varð forsetinn við þeirri ósk. Laugardaginn 29. maí komu forsetahjónin til fund- ai við stjórn Norræna félagsins í “Krystal sal” Þjóðleikhússins, og afhenti formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkanz, forseta skrautritað skírteini ásamt merki félagsins í gulli.—Tíminn. STENDUR MIKIÐ FÉ TIL BOÐA “Engillinn” frá Dien Bien Phu en svo er frakkneska hjúkr unarkonan De Gallard nefnd, cr í ofannefndu virki vann og vildi ekki yfirgefa hina sjúku, er kom múnistar hertóku það, kom fyrir mánuði síðan til Parísar. Hefir stúlka þessi áunnið sér mikið á- lit jafnt frá kommúnistum sem frakkneska hernum og þjóð sinni. Hún átti ekki aðeins góð- um viðtökum að fagna, er heim kom, heldur hefir henni boðist mikið fé fyrir bók, sem hún hef- ir í huga að skrifa um reynsklu sína og gerir eflaust, ef hún fær leyfi frakknesku hersins til þess. Ennfremur hefir henni verið boð ið til Hollywood til að leika i kvikmynd er fjallar um virkið. Bandaríkjastjón hefir og boðið henni í heimsókn. Einnig hafa tilboðum um starf hennar ringt yfir hana frá blöðum, útvarps- og sjónvarpsstöðvum bæði í Ev- rópu og Bandaríkjunum. En Gen eveive er ennþá í frakkneska hernum og er í 30 daga leyfi frá þjónustu. Hvað hún ræður af er ekki vitað ennþá. FLÓÐ í BRANDON f gær rauf Assiniboine-áin 200 feta vítt skarð í varnargarðinn austan vert við Brandon og áin flæddi um nokkurn hluta austur- bæjarins, einangraði nokkur heimili. Voru nokkur þeirra tal- in í hættu og íbúarnir sóttir á bátum i ein 12 þeirra. BRETLAND KAUPIR MEIRA HVEITI Bretland hefir ráðgert að kaupa um 10 miljón mæla af hveiti á skilmálum, sem ekki seg ir frá, hvergjir eru. En verðið er talið $1.80 mælirinn. Hveitið á að senda frá Church ill austur yfir haf. Nú kváðu þau }jó ekki vera nema um 2Va miljón mæla í geymsluhlöðun- um. En þær munu skjótt verða fyltar hveiti eftir þörfum. til að halda hér söngskemmtanir. Samt áformar hún að gefa al- menningi kost á að hlusta á söng einhvern tíma í næstu viku. Heimili Gunnars Matthíasson ar Jochumssonar í Los Angeles er rómað fyrir gestrisni, enda hafa margir íslendingar er kom- ið hafa vestur til styttri eða lengri dvalar, átt þess kost að kynr.ast heimili Gunnars og fjölskyldu, Frú Þóra er fædd og alin upp þar vestra. En Gunnar var rómaður fyrir söng sinn meðan hann dvaldi hér heima í töðurhúsum sem kunnugt er. —Mbl. 5. júní ★ TEKUR KVIKMYND AF HÁTÍÐAHÖLDUM 17. JÚNÍ FYRIR AMERÍSKT SJÓN- VARPSFÉLAG Hall Linker, hinn bandaríski kvikmyndatökumaður kom til landsins flugleiðis í gær. Mun hann sýna íslandskvikmynd sína í Nýja Bíó á föstudag og þriðju- dag, en auk þessa mun hann taka hérna myndir bæði til að bæta í myndina og fyrir sjónvarpssend- ingar vestra. Fyrir sjónvarpsþáttinn “You Asked for It” mun Linker taka 4—6 mínútna mynd af íslenzkri glímu. Má geta þess, að um 20 milljónir manna munu horfa að staðaldri á þennan þátt. Þá mun Linker taka myndir hérna af hátíðahöldunum 17 júní fyrir C.B.S. útvarps og sjónvarpsfyrirtækið. Héðan fer Linker til Noregs og síðan til Belgíu, þar sem hann mun taka kvikmynd. Getur og svo farið, að hann fari til Belgiska Kongó og taki þar myndir líka. Hal Linker hefur komið hing- að á hverju ári síðan 1950, neim í fyrra, en þá vann hann að kvik myndatöku á Kúba. Hefur hann á þessum tíma sýnt íslandskvik- mynd sína víða. —Alþbl. 9. júní ★ FIMMLEMBD ÆR f lok fyrri viku varð ær að sauðfjárræktarbúinu að Hesti í Borgarfirði, fimmlembd. —Er þetta einsdæmi hér á landi, a.m. k.\ Öll lifðu lömbin og eru hiti sprækustu. Ærin er með þrjú þeirra, þar eð hún gat ekki mjólkað þeim öllum og voru tvö sett undir aðrar ær. Halldór Pálsson sauðfjárrækt- unarráðunautur lét á s.l. vetri gefa 20 kindum á búinu að Hesti hórmónainnspýtingu, með það fyrir augum að auka frjósemi kindanna. Árangurinn varð þessi —-en þrjár sem borið hafa eru þrílembingar. —Mbl. 1. júni ★ VAR BENT Á AÐ FARA TIL ÍSLANDS Mikið frægðarorð hefur víða farið af starfi Flugbjörgunar- sveitarinnar og hve vel hún sé skipulögð. Hefur sveitin oftlega hlotið viðurkenningu fyrir störf sín í sambandi við leit að flug- vélum, sem farizt hafa. f vetur sem leið fóru nokkrir starfsmenn flugmálastjórnarinn ar til Bandaríkjanna til þess að kynna sér ýmsa þætti flugþjón- ustu. Einn þeirra Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, fór þá til að kynna sér brunavarnir og flugbjörgunarmál. Er að þeim þætti námskeiðsins kom, að Guðmundur skyldi kynna sér flugbjörgunarstarf- semina, komu um það boð frá að- alstöðvum amerísku flugbjörg- unarmiðstöðvarinnar í Washing ton, að vænlegast til árangurs af slíku námi, væri að hann færi til íslands, og fengi þar leyfi til að starfa með flugbjörgunarsveit- inni íslenzku! en ekki vissu ráða menn að Guðmundur væri íslend ingur. • Guðmundi þótti þetta sérlega góð meðmæli og viðurkenning á starfi Flugbjörgunarsveitarinn- ar. Hann er einn hinna fjöl- mörgu ungu manna, sem tók þátt í stofnun Flugbjörgunarsveitar- innar. —Mbl. 2. júní * SLÁTTUR BYRJAÐUR í blaðinu Tíminn dagsettu 3. júní, er sláttur sagður byrjaður víða um land. Er það tveim vik- um fyr en vanalega. Grassprettu segir blaðið hafa verið góða og það sé hún sem geri mögulegt að byja slátt svo snemma. ★ BARNAKÓRAKUREYRAR FRÝÐILEGA TEKIÐ í NOREGI Eins og áður hefur verið skýrt frá fór Barnakór Akureyrar söngför til Noregs fyrir nokkru. Barnakórinn kom flugleiðis heim á sunnudag eftir hina ágæt ustu ferð hjá frændþjóð vorri og mun halda söngskemmtun í Gamla Bíó í kvöld kl. 7. Gefst Reykvíkingum þar tækifæri að hlýða á söng kórsins, en hann er fyrsti barnakórinn, sem utan fer. Mbl. átti tal við Hannes J. Magnússon skólastjóra Barna- skóla Akureyrar í gær, en hann var með í Noregsförinni. Tveir einsöngvarar í Barnakór Akureyrar eru 29 börn á aldrinum 10—14 ára. — Söngstjóri kórsins er Björgvin Jörgensson kennari, en einsöngv arar með kórnum voru þau Anna G. Jónsdóttir og Arngrímur B. Jóhannsson. Hefur söngstjórinn lagt mikla alúð við þjálfun kórs- ins og hlaut hann mikið hrós í Noregi fyrir þann árangur, sem hann hefur náð. Fararstjóri var Tryggvi Þorsteinsson kennari. í útvarp Barnakórinn hélt flugleiðis til Osló 12. júní og fór þaðan rak leitt til Álasunds og kom hann þangað 27 tímum eftir að lagt var af stað frá Reykjavík. Ála- sund er vinabær Akureyrar og hafði hann sérstaklega boðið kórnum til samsöngs þar. Var þar tekið á móti kórnum af mik- illi alúð. Mætti honum forseti bæjarstjórnar Álasunds, sendi- herra Norðmanna á íslandi And- erssen-Rysst og Bjarni Ásgeirs- son sendiherra í Osló. Bjuggu börnin ýmist á heimilum út uai bæinn, eða í unglingaskóla ein- um. Annaðist karlakórinn í Ála sundi mótttökurnar og vistina í borginni. Kórinn hélt eina hljóm leika í Álasundi og aðra þai skammt frá við geysimikinn fögnuð áheyrenda og komust færri að en vildu. Hjá ræðismanni Hinn 17. júní hélt íslenzki ræðismaðurinn í bænum boð fyr ir kórinn. Þar voru staddir menn frá norska útvarpinu og tóku þeir upp nokkur lög, sem síðan var útvarpað um kvöldið 17. júní frá Osló. Alls dvaldist kórinn 5 aaga í bænum og voru börnin leyst út með gjöfum, er þau fóru þaðan. Þaðan var haldið sjóleiðis til Bergen, en þar tók barnakór út- varpsins í bænum á móti íslenzku börnunum með söng á bryggj- unni. í kirkju Þar var og staddur íslenzki iæðismaðuinn Tryggvi Rittland, sem greiddi fyrir kórnum á ali- an hátt. Kórinn söng tvisvar i bænum, í Konserthallen og á skemmtistaðnum Gamle Bergen við prýðilegar undirtektir., Það- an var haldið til Voss og söng kórinn þar í bæjarkirkjunni. Þá hitti kórinn skömmu seinna í Osló kórana, sem þátt tóku í norræna söngmótinu í Osló m.a. Samkór Reykjavíkur. Söng barnakórinn í Folketeatret í Bygdö og í Bygdö Söbad. Voru undirtektir ávallt hinnar sömu hvar sem farið var, hinar hjart- anlegustu. Flest voru lögin íslenzk á söng skránni, 28 alls, en nokkur norsk og vakti “Sunnudagur Selstúlk- unnar’’ eftir Olav Bull sérstaka hrifningu, en í því söng Arn- grímur einsöng bæði á norsku og íslenzku. Börnin gátu fljótt gert sig skiljanleg við jafnaldra sína, sagði Hannes J. Magnússon. Þau hafa haft mjög gaman að förinni húnhefur í senn verið skemmti- leg og lærdómsrík og örugglega á borð við fjölmarga tíma í kennslustofunum. —Mbl. 24. júní ★ ÚTGÁFA LJÓSPRENTAÐRA HANDRITA FYRIRHUGUÐ Unnið er að undirbúningi -að ljósprentun á allmörgum íslenzk um fornritum á bókaforlagi Munksgaards í Kaupmannahöfn, undir stjórn próf. Jóns Helga- sonar. í ráði er að gefa út 20 bindi, og komi tvö á ári. Fyrstu tvö bindin, sem út koma, verða Víg- lundar saga og Grettis saga í einu bindi, og safn níu sagna i öðru, þ.á.m. Bandamanna saga, Göngu-Hrölfs saga o.fl. Heildartitill útgáfunnar verð- ur Manuscripta Islandica, og verður ákaflega vel til hennar vandað, bæði um pappír, prent- un og frágang allan. Bækurnar verða 33.5X25 cm. að stærð, í vönduðu bandi, kjölur úr ljósrí nautshúð. Á ári hverju munu koma út um það bil 240 bls., og verða bindin því eðlilega ekki af sömu þykkt. Próf. Jón Helga- son mun rita formála að band- unum, og lýsa handritum þeim, sem um ræðir hverju sinni, ásig- komulagi þeirra og uppruna, aö svo miklu leyti, sem hann er kunnur. Bækurnar munu eiga að kosta 400 kr. danskar á ári, sé allt verk ið pantað, en einstök bindi verða ekki föl. Þó verður hægt að fá einstaka árganga fyrir 600 kr. d. Nútíma tækni hefir verið beitt við ljósprentun handrita þessara, enda sum handritin svo snjáð og velkt, að ekki hefði verið unnt að greina á þeim orðaskil nema með notkun útf jólublárra geisia, og hefir próf Jón Helgason m.a. notað þá aðferð. Við val handrita þeirra, scm nú verða gefin út, hefir ýmissa sjónarmiða verið gætt, en hér er um að ræða handrit, sem fjalla um íslendinga, Noregs- og Dana konunga, Snorra Eddu, Orkney- inga sögu o. s. frv. —Vísir 15. júní ★ STÚDENTAR GEFA ÚT HÁTÍÐABLAÐ 17. JÚNÍ Stúdentaráð Háskóla fslands ákvað fyrir nokkru að gefa út hátíðablað 17. júní, í tilefni af 10 ára afmæli lýðveldisins. Hef- ur undanfarið verið unnið að út- gáfu blaðsins og nokkrir þjóð- kunnir menntamenn beðnir um greinar í það.—Mbl. 1. júní

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.