Heimskringla - 07.07.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. JÚLÍ, ,1954
|!|eimskrin0k
(StofnuD IS»«)
Ctmni út á hverjum mlðvikudegl.
Clgendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. - Talsími 74-6251
VerO bktOeln* er W-00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendistí .THE VIKING PRESS LTD.
öll viOakiftabréf blaOinu aflútandi sendist:
The Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Rltatjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift tll ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON
"Helmakringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Teiephone 74-62ol
Authorlxed gs Second Clasa Mail—Post Oftice Dept« Ottawa
WINNIPEG, 7. JÚLÍ, ,1954
Aldinn Tacoma fræðaþulur kennari hjá
brezku konungsfjölskyldunni
Söngkonan Ninna Stevens í Tacoma skrifar: Eg sendi þér dá-
litla sögu um íslending, sem kom út í dagblaðinu okkar hér “The
Tacoma News Tribune” fyrir svo sem tveimur árum, sem eg hafði
haldið til haga. í fyrra sumar, þegar Árni Jóhannsson kunningi okk
ar dvaldi hér, rakst hann á þessa sögu og hvatti mig til að sendn
Heimskinglu hana. Höfundur hennar heitir Page R. Hosmer, er
persónulega kyntist Bertel Högna Gunnlögssyni en hann er sa
sem sagan er um. Blaðið skrifar um hann á þessa leið:
“Einn af sérkennilegustu íbúum Tacoma um 1890, var aldinn
maður, hár og grannur, er við rákumst eigi ósjaldan á í hinum
ýmsu mentastofnunum nefndrar borgar. Hann var með gisið yfir-
vararskegg, hálfopin starandi augu, góðlegur í viðmóti og prúður
og tiginmannlegur á svip og í allri framkomu.
Þetta var Bertel Högni Gunnlögsson. Hann var fæddur á ís
landi 1839, mentaður á kardinálaskóla í Róm, glímdi við þýðingar
úr sanskrít, og hverjum manni fjölfróðari í Tacoma fyr og síðar
(sem eg man eftir), og þó víðar væri leitað.
Það var árið 1892, sem prófessor Gunnlögsson kom til Tacoma.
Hann kom frá Chicago. En það var ekki fyr en 1910, að mér veitt-
ist sú ánægja, að kynnast honum verulega. Eftir það kom hann í
eina sex mánuði einu sinni í viku heim til mín. Æfðum við þá lest-
ur saman í frönsku. Ekki vorum við alveg sammála um hvað lesa
skyldi. Eg stakk upp á að við læsum “Sur L’Eau” eftir Maupassant,
en hann var á móti því. Hann benti í þess stað á “Abbe Constant-
ine” En eg var mótfallin. Til þess að yfirstíga þenna skoðar.a-
mun, sættumst við á að lesa sögu Frakklands eftir Guizot, sem ali
hagkvæmt var.
Voru þetta uppbyggilegar stundir, en oft fanst mér mest út
i það varið, að fá Gunnlögsson til að taka af sér gleraugun hans
dökkleitu og halla sér aftur á bak í stólinn og ræða um fyrri daga
hans, þó það yrði alt að fara fram á frönsku, því frönsku tímanum
mátti ekki öðruvísi eyða. Komst eg þá að ýmsu sem eg hefði aldrei
annars vitað, eins og að Gunnlögsson hefði lesið með Richard Bur-
ton prófarkir af bók hans um ísland og hvað hann hefði starfað
og með hverjum sem eg vildi að eg vissi meira um, en hann vildi
sem minst um ræða. Einnig var gaman að fa að vita hvernig Persia
leit út í augum víðföruls, íslenzks, 20 ára draumóra drengs, voru
myndir hans oft svo skírar af þessu undralandi og sögu þess, að
það var oft sem maður væri kominn á staðinn með honum.
Einu sinni man eg eftir að eg spurði Gunnlögsson að því,
hvaða þýðingar hann áliti beztar af harmleikjum Grikkja. Eftir
nokkra umhugsun svaraði hann: “En frú mín góð, það eru engar
góðar þýðingar til, hvorki af þeim né öðru. Grísku leikritin verður
að lesa á grísku”. Eftir stutta þögn bætti hann við: “Það er held-
ur ekki til neins að reyna að lesa þau með aðstoð orðabóka”. Hann
lét þessu fylgja runu af hrynjandi setningum á grísku, og sagði:
“Þarna sjáið þér það? Til að lesa leikina verður að hugsa á grísku”.
Það nægði honum sjáanlega ekki hálfverk í túlkun.
Svo lítið var honum um að þiggja nokkuð að gjöf frá öðrum, að
hann þáði ekki einu sinni af kunningjum, að fara neinstaðar inn
til að fá sér máltíð. Hann vildi engum skulda. Já, prófessor Gunn-
lögsson var oft “skrítinn”. Það efuðu menn ekki jafnvel þó hann
skrifaði í sérfræðirit á Englandi og í Bandaríkjunum og gerði slikt
aðdáanlega vel. En hann fékk stundum glórur í höfuðið, eins og
til dæmis um að hann væri ofsóttur. Er ekki ólíklegt að það hafi
stafað af ýmsum óhöppum eða vonbrigðum, sem hann hafði orðið
fyrir. . j
Þegar eg rakst nýlega í gömlum blöðum á fregina af því, að
hann hafi komið til Tacoma 17. október 1892, fór eg að rýna í það,
sem frekar var um hann sagt. Ungur fregnriti getur um hann á þá
leið, að í mentastofnuninni upp í hlíðinni megi líta skritinn fugl
nýkominn þangað. Með þessu hefir eflaust verið átt við stofnun
þá, er nú heitir College of Puget Sound. En hún var þá í stóru timb
ur húsi að So. 9th og G. stræti.
Ein spurning fregnritarans var sú, hvernig á því stæði að þessi
viðurkendi lærdómsmaður væri kominn til Tacoma, þar sem ekki
væri svo mikil þægindi til sem ærlegt bókasafn fyrir lærða menn.
Svarið var að hér væri um aldraðan mann að ræða sem mikið bók-
mentalegt starf hafði af hendi leyzt, og ætti fyrir því að taka sér
hvíld. Hann hafði og meðal annars all-mikið bóka á sanskrít, sem
hann hugsaði sér að dunda við að þýða og hafa ofan af fyrir sér
með, þegar hann fýsti að leggja niður starf á College of Puget
Sound.
Ennfremur gátu fréttirnar þess, að þessi lærði maður væri
fæddur á íslandi og hafði frá blautu barnsbeini stundað nám hjá
prestum. Fjórtán ára gamall var hann sendur til Kaupmannahafn-
ar. Prófin sem hann leysti þar af hendi yoru svo góð, að hann fékk
leyfi til að byrja nám á stofnun kardinála í Róm (College of the
Cadinals in Rome). Eðlilega var búist við, að hann stundaði guð-
fræðinam, en grískan og latínan heilluðu hug hans meira. Tíma úr
arinu 1861 var hann á fslandi. En um erindið þangað veit enginn
hér.
Næsta ár var hann kominn ti!
Skotlands og var þar ráðinn til
að kenna Lady Mary Nesbitr
Hamilton, dóttur hins fræga
manns Elgins lávarðar. Lady
Mary Cummings tók einnig þátt
í ná x;Lnu. Nátnsgreinar voru
meðal annars danska og ítalska
var auðvelt fyrir Gunnlögsson
að kenna þau mál, því harm
kunni og gat talað 9 tungumál
vel, og kent þau. En þessi kunni
hann bezt. Þessar tvær ungfrúr
áttu að verða brúðarmeyjar Al-
cxöndru prinsessu frá Danmörku
er giftist prinsinum af Wales.
Að tala dönsku henni til ánægju,
þótti sjálfsagt bæði af þeim og
við hirðina. Svo mikill var þá
vegur dönskunnar!
í Edinburgh kyntist íslenzki
kennarinn Dr. Herman Bicknell,
er var frægur fyrir ferðir sínar
og rannsóknir í Asíu. Varð það
úr, að hann bauð Gunnlögsson
með sér í tveggja ára ferðalag,
sem hann þáði með mestu á-
nægju. Var fyrst haldið til Sikil
eyjar, síðan til Grikklands,
Smyrna og Egiptalands. Erind-
ið var að lesa þar úr gömlum og
máður áletrunum. “En það hafði
svo slæm áhrif á sjón mína”,
segir Gunnlögsson, “að eg gat
ekki farið með dr. Bicknell í leið
angurinn til Indlands. En hann
sá fyrir því er eg þurfti með unz
mér skánaði. Fór eg þá til há-
skólans í Naples, hóf nám hjá
prófessor Lignana í heimspeki,
sanskrít og persnesku, en kendi
nýju málin til að kljúfa þann
námskostnað.”
Hann segir ennfremur:
“Árið 1868 sneri eg svo aftur
til London, hitti þar lafði Mary,
er gerði mig kunnugan við hirð-
ina. Var eg þá ráðinn til að kenna
danskar og íslenzkar bókmentir.
; Nemandi minn ein var Helena
Christiana prinsessa, fjórða dótt
■ ir Victoríu drotningar. Þá fékk
eg °S fyrir aðstoð prófessor
I Huxleys, starf hjá North British
i Review við að skrifa og gagn-
rýna rit um ýms vísindaleg efni.
^ Það var einnig um þetta leyti,
sem Sir Richard Burton var að
gera bók sína úr garði um ís-
land. Fékk hann mig til að hjálpa
sér til við ýms smáatriði er hann
; mundi ekki eða athugaði ekki
' á hinni stuttu dvöl sinni á ætt-
jörðinni.
Þar næst skrifaði eg, en ó-
reglulega þó, greinar fyir blaðið
; “New York Sun”, í eitt ár, en
var boðin fasta staða -síðar og
í þáði eg hana, fór því vestur um
haf 1880. Eitt af því er eg gerði
hér meðal annars var að þýða
“The Science of Finance”, úr
1 ítölsku fyrir stjórnina hér
! vestra.
Næst dvaldi eg um hríð í Madi
j son, Wis.; þar skrifaði eg nokkr
• ar all-langar greinar fyrir fjöl-
| fræðibók um vísindalega hag-
| fræði.”
| í Chicago, þar sem Gunnlögs-
, son dvaldi um skeið sem háskóla
kennari, skrifaði hann allmikið
um uppruna hinna mörgu þjóða-
brota er í borginni bjuggu fyrir
blaðið “Daily News”. Hann var
og túlkur í borgarréttinum. Þar
byrjaði hann einnig að kenna
sanskrít hér vestra.
“Atvikin hafa hagað því svo,
að eg komst því ekki þangað sem
mig hafði dreymt um og ákosið
að leiðin lægi, til hinna fjar-
lægu Austurlanda, heldur í þess
stað allar götur—vestur, jafnvel
á sjalfa brún vestursins—til Ta-
coma.”
Við þessa ofanskráðu grein,
sem fjallar um einn hinn merk-
asta og fjölmentaðasta fslending
er leið sína hefir lagt til Vestur-
heims, viljum vér bæta nokkrum
atriðum úr grein, er Jón Ólafs-
son, ritstjóri, skrifaði um Bertel
H. Gunnlögsson í rit sitt “Öld
ina” 1895, er hann gaf út hér
vestra. Ber ofanskráðri grein
saman við hana um flest nema
hvað sumstaðar er fljótar yfir-
sögu farið. í grein Jóns er Gunn
lögsson ættfærður á þessa leið:
Hann var fæddur 29. maí 1839,
og var sonur Gunnlögs landfó-
geta á íslandi, Stefánssonar
prests Þórðarsonar á Hallorms-
stað í Norður-Múlasýslu, Högna
sonar. Móður nafn hans vitum
við ekki, en móðurafi hans var
Benedikt Jónsson Gröndal.
Af íslandi fer Bertel fyrst 4
ára gamall með föður sínum árið
1843, er eitt ár erlendis, en dvel-
ur á íslandi til 13 ára aldurs
(segir Jón), en fer þá aftur til
Kaupmannahafnar og byrjar lat-
ínunám. Eftir sérstaklega góða
frammistöðu við það, fer hannj
til Róm og kemur aðeins einu
sinni eftir það til íslands.
Eitt sem Jón heldur fram um
Gunnlögsson eftir að hann fer
frá Chicago, er á þessa leið: Var
hann ráðinn sem háskólakennari,
er hann fór frá Chicago, og þeim
starfa hélt hann um tíma eftir
að til Tacoma kom. En forstöðu-
menn og eigendur háskólans
voru methodistar og vildu gjarn-
an umsteypa alla nemendur í
einu og sama móti. En Gunnlögs
son þolir alt annað betur en
þröngsýni og fanatismus í
hverju sem er.”
Lauk dvöl hans við háskólann
af þessum ástæðum og hann byrj
aði á ný tímakenslu á eigin spít-
ur. Fjölgaði nemendahópur hans
óðum og varð miklu stærri en
hann hafði í skólanum. Flutti
hann í hverri viku um langt
skeið fræði fyrirlestra um ein-
hverja fræðigrein, einkum bók-
mentir og fagrar listir, með
nemendum sínum, er jafnframt
voru sóttir af mentamönnum og
stórmennum bogarinnar. Til
dæmis talaði hann um Indland,
Egiptaíand, Grikki, Rómverja,
sögu, bókmentir, listaverk,
tungumál, o.s.frv. Á þann hátt
kyntust og Tacomabúar sögu ís-
lands og bókmentum. Við öll
meiriháttar tækifæri, var til
Gunnlögssons leitað til ræðu-
flutnings. Svo framarlega stóð
hann í mentalífi samtíðar sinn-
ar.
skipshöfninni, eins og dagbók
skipsins færði í Ijós?
Item: Hvað er á botni gryfj-
unnar á eikar eyjunni (Oak Is-
land) við minni St. Lawrence
fljótsins? Þessi hola, átta fet í
þvermál, og í það minnsta 172
fet á dýpt, er haldið að geymi
fjársjóð, sem um meira en hundr
að ár hefir varist þess að mann
tuga frá krossfestingunni á Gol-
gata. Kvað þá svo lítið að kristni
hreyfingunni í Galileu á þeim
tíma (síðla á fyrstu öld vors
tímatals), að Josephus vaið
hennar ekki var? Eða sniðsker
hann hana í ritum sínum af ein-
hverjum öðrum ástæðum? Hann
ritar sem sé eins og að hann
hafi aldrei heyrt Jésú getið eða
legar hendur nái til sín, þrátt, hreyfingu þeirrar sem við hanr.
fyrir ítrekaðar tilraunir ótal! er/ kennd. 'Þetta verður máske
manna og auð fjárs að ná í botn|aldre greinilega vitað, en merki
RÁÐGÁTUR
bryfjunnar. Frá 172 feta dýpi
kom nafarinn upp með nokkra
hlekki af fínni gull-keðju, meðal
annars, en þar stanzaði nafarinn
á einhverju svo hörðu, sem hald-
ið er að sé járnplata, að frá varð
að hverfa, og þar við situr. —
Hverjir grófu þessa holu, og í
hvaða tilgangi ef ekki til_ að
leg ráðgáta er það samt. L. F.
SKÓGARGILDI ?
Þegar almenningur mætist i
rjóðri einu sér til skemtunar, þar
sem allir undirviðir og rusl og
hangandi greinar hafa verið
I hreinsað burt, þá köllum við það
geyma fjársjóð, sem þeir hinir! skógargildi.
sömu gátu vart hafa vonast tili „ . , ,,
“ En her skulum við taka okkur
að ná í aftur, svo vel gengu þeir
frá hnútunum? Skrítið!
Item: Hverjir hjuggu, og
reistu, stytturnar á Páska-eyj-
unni XEaster Island), i Kyrra-
hafinu vestur af suður Ameríku?
Um 600 steinmyndir hafa verið
taldar, allar af líkri gerð, næst-
afskræmis
göngu um eitt gott rjóður með
skrúð viði, rósarunna, og blóma
beði og alla vega litum blómum,
sem eru svo smekklega sett út,
sum í hringbeði, ö.nnur í kring
um tré, sum eru bygð upp tvö fet
i king um tré, sum i lang-beðum,
með skrauttrjám til enda og
um atskræmis myndir, sumar j miðju> Qg SVQ þetta yndæia flos
allt að 50 fet á hæð, og að auk 1
Þess er oft getið, hvað verald-
arsagan á sér margar og miklar
ráðgátur, sem firrast ráðningu á
algengan mælikvarða. Það er
eins og að náttúran hafi lagt
huliðshjálm yfir ýms atvik, svo
að rækileg ráðning er sem í fel-
um.
Til dæmis: Hvað varð um af-
komendur útibús þess er Eyrík-
ur rauði stofnsetti á suður-
Gænlandi seint á níundu öld-
inni, og sem var i blóma og vel-
megun í fleiri aldir, en sem svo
varð að engu á tiltölulega stutt-
um tíma—fólkið (9000 að tölu
er það var flest) týnt og tapað,
svo að segja horfið i hyl. Til
þessa dags er ekki vitað með
neinni vissu um afdrif þess,
þrátt fyrir ótal getgátur. Sá sem
þetta ritar hefur elt ólar við
þetta efni um tugi ára og lesið
urmul bóka og ritgerða þvi við-
víkjandi, en er að endingu litlu
nær, svo flókið er það. Þykir
sennilegt að Vilhjálmur Stef-
ánsson sé þó á réttri leið e’-
hann ályktar að síðasti áfangi
þessara norðmanna hafi verið sá,
að blandast skrælingjum (Eski-
móum), og þannig horfið svo al-
gerlega að lítið ef nokkuð má
finnast af áhrifum þess í fari, I
málsháttum, siðum eða öðru hjá
þeim skrælingjum sem næstir
stóðu.
Item: Hvað varð um skips-
höfnina, þarmeð konu og ung-
barn kapteinsins, á Marie Cel-
este, sem fannst úti á regin At-
lanzhafi fyrir hægum byr, allt
í röð og reglu um borð, en mann
laus? Skipshöfnin hafði sýni-
lega staðið upp frá borðum, og
kona kapteinsins frá hálf-saum-
aðri flík, og stigið um borð í
einum skipsbátnum sem svo kom
aldrei i leitirnar. Hvað var til-
efnið að það flúði skipið, þó ekki
í neinu ofboði og í góðviðri, því
að skipið var enn ekki veðurbar-
ið þegar það fannst, tíu dögum
eftir að það var yfirgefið af
a
hálft það ofan í jörð, geysiþung
ar og úr hörðu grjóti. Þær
standa hingað og þangað á eyj-
unni, en hvorki í röð né reglu,
sumar fluttar langa leið frá
grjótnámunni, sjálfsagt með
ærnu erfiði. Fólkið sem nú býr
á eyjunni veit engin rök á þess-
um styttum, enda skiftir sér lít-
ið af þeim. í þeirra augum hafa
þær ávalt staðið þar sem þær
eru. Hvi þá að gera sér gryllu út
af þeim.
Item: Hver var höfundur leik
ritanna og sonnetanna sem
kenndar eru við William Shake-
speare? Að vísu var maður sem
þetta heiti bar, fæddur og dáinn
í Stratford-on-Avon (1564-1616)
uppi á þeim tima sem leikritin
urðu til, sem fékkst eitthvað við
leiksýningar (sú stétt átti ekki
upp á háborðið á þeim dögum),jfæri að reyna að lýsa því, þá
en á stundum vann fyrir sér með kemst maður ekki þar nálægt
því að halda í hesta-tauma | veruleikanum. Maður verður að
þeirra ríku er leiksýningar
sóttu. Shakespeare þessi mun
hafa fengið einhvern vísir að
menntun á smábæjar skóla, sem
ekki voru yfirgipsmiklir í þá
silki sem við göngum á i bless-
uðu sólskininu. Þarna eru marg-
ar tegundir rósa og rósarunn-
um með mismunandi litum, all-
ar rósirnar eru í opnum garði
og kvert rósabeð hefur sinn sér-
lit; er það fögur sjón sem blasir
við manni, að horfa á þessa reiti,
þar á bak við er tiu eða tólf feta
há .vírgirðing, og langband á
straurunum sem halda netinu
upp, þar eru margar rósir með
mismunandi litum sem vefja sig
alla leið upp á topp á netinu og
halda svo áfram eftir langband-
inu og mætast þar í miðju og
flétta saman krónur sínar.
Nú skulum við ganga 10 eða 15
fet frá smærra rósabeðinu og
horfa yfir allt rósa skrautið með
öllum sínum litbreytingum og
blöndun lita. Það er svo guð-
dómlega fagurt, að þó maöur
sjá það sjálfur til að fá rétta hug
mynd um það.
Nú skulum við ganga i gegn-
um skraut garðinn, sem er allur
fullur af blómabeðum og skraut-
daga, en frekari mentun, ef um|trjám, alla leið niður á brúnina.
var að ræða, aflaði hann sér af Þaðan er fagurt útsýni.
eigin dáð. Engin handrit er vit-
að um eftir þennan mann, utan
tvö smá sýnishon af handskrift
hans, annað erfðaskrá á klaufa-
lega samsettu og viðvaningslegu
máli, þar sem hann ánafnar
ekkju sinni “annað bezta rúmið
mitt”; hitt grafskrift, bæði aula-
leg og illa framsett, þar sem
hann kveður fram ógæfu yfir
hvern þann sem freistast til að
ónáða bein hans.
Var þetta maðurinn sem fram-
leiddi Hamlet og King Lear og
sonneturnar ódauðlegu? Er ekki
liklegra að einhver hinna mennt-
uðu og mikilhæfu manna þess
tímabils, svo sem Francis Bacon
eða Christopher Marlowe, hafi
samið þau undir gerfinafni af
pólitískum eða persónulegum á-
stæðum ?
Eitt af mörgu sem bendir í þá
átt er það, að handritin voru fai-
in eða eyðilögð, með það kannske
i huga að höfundurinn yrði ekki
fundinn gegnum þau. Til dæmis-
voru handrit Miltons, á hælum
Shakespeares (1608-’74), öll
vandlega geymd, og eru enn í
góðu lagi.
En hver svo sem ritaði Shake-
speares leikina og kvæðin varð-
ar auðvitað minnstu. Þau eru
jafnmikils virði, hver sem höf-
undurinn var. En ráðgáta er það
samt, sem forvitnin leikur
við.
Item: Enn eitt atriði. Hvers-
vegna minnist Josephus, einn af
mikilhæfustu sagnariturum
(historians) sem uppi hafa verið
svo að segja ekki einu orði á
Jésú frá Nazaret? Hann var þó
uppi og samdi verk sitt í heima-
högum Jésú innan nokkurra ára-
Fyrst er hlíðin, alla leið niður
að þjóðveginum sem liggur suð-
ur og norður til Canada. Hliðin
er alsett blóma beðum, skraut-
trjám af mismunandi tegundum
og skrúði, að hugsa sér þá feg-
urð. Þá fyrst fer maður að líta
inn í fjölbreytni náttúrunnar.
En hinu megin við þjóðvegin
eru skrúðgrænar grundir með
stórum blómabeðum i suðurpart-
inum og eins er fjöldi af blóma
beðum í kring um Friðarstólp-
ann, sem stendur á línuni milli
Bandaríkjanna og Canada. Héð-
an til norðurs eru 3 mílur ti!
White Rock, B. C. En beint í
vesthr er Point Roberts i Banda
rikjunum, tólf til fimtán milur
yfir sundið. Nú skulum við horfa
út á sjóinn. Utan skerja er þar
kári oft úfinn og lundstirður.
Hann tekur öldurnar hverjar af
annari og þeytir þeim áfram i
ruggunni sinni, þar til út úr
rennur. En þegar maður gætir
að, þá eru þær allar kvíthærðar.
En þá kemur blessuð sólin með
sina gullnu slæðu og greiðir
hana inn i hár Ægis dætranna,
og gerir það tilkomumikla sjón.
En nú skulum við líta innan
skerja. Sjá litla og stóra voga.
Þeir eru á mismunandi stærð og
fríðleik. f suma þessa stærri sern
við sjáum ekki, renna stór ár er
ser koma eins og hlýkkjóttir silfur
þræðir eftir héraðinu til sjávax-
En í hina minni voga renna smá
lækir í þá, sumir þeirra hafa
rutt sér djúpan farveg i gegn-
um bakkann, En aðrir steypast
af smá klettum og mynda foss
er þeir steypast í lygnan voginn,
og kyssa hann hinum mjúka og
langa kossi. En nú skulum við