Heimskringla - 21.07.1954, Page 1

Heimskringla - 21.07.1954, Page 1
LXVIII, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21 JÚLÍ 1954 NÚMER 42. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR “LÁSILGD MENNING” f Canada var fyrir nokkru dans og söngleika flokkur frá Rússlandi. Sýndi hann hér kunst ir sínar víða um land. Voru um- mæli blaða hér hin vinsamleg- ustu um rússnesku gestina. En þeir eru nú komnir til Moskvu. Þeir láta allvel af ferðinni, eu það sem þeir hafa út á lýð þessa lands að setja, er það, að hann sé á lágu menningarstigi, sem stafi af áhrifum frá lítilmótlegri bandarískri menningu, er tíl Canada berist. Frétt þessi var birt í blöðum í Moskvu eftir heim komuna héðan. Gestirnir sáu hér nokkrar kvik myndir, sem þeir töldu ekki hæf ar til að sýna á Rússlandi. f út- varpi heyrðu þeir nokkur lög eftir rússnesk tónskáld, vai'ð gestunum bumbult af að heyra meðferð þeirra. Sum blöð Canada máttu ekki viðurkenna list gestanna eins og þau vildu, vegna þess að eigend ur þeirra eru auðkýfingar, sem vilja ekki sjá né heyra neitt sem rússneskt er. Canadabúar njóta að líkindum ekki ánægjunnar af því, að sjá þessa kúnstnara hér aftur! “SAMEINUMST BANDA- RfKJUNUM” Það hefir gengið á því í nokk- ur ár í Montreal, að einhver hefir haft sér það til gamans, að stimpla á símabækur á opinbcr- um stöðum, og stundum veggi orðin: “Sameinumst Bandaríkj- unum”. Þetta virðist gert með gummí-stimpli. Þau af yfirvöldunum, sem eftir þjóðhollustu borgaranna líta, telja sér kært, ef einhver gæti bent þeim á þann, sem þetta hefst að. Öðrum virðist alveg standa á sama um það. BEVAN ÓTTAST EIN- ANGRUN KfNA Beven, foringi vinstri flokks verkamanna á Englandi, sagði 40,000 áheyrendum i verkamanna og samvinnuflokkunum, að í ráði væri, að nefnd frá þeim heimsækti Kína ý ágústmánuði. H*ann sagði Kína ekki mega eift- angrast, eins og Rússland hefði gert, eftir að kommúnistar komu þar til valda. Formaður nefndar- innar er sagðúr Clement Attlee. Erindið er að efla vináttu og við skifti milli Breta og kommúnista Kina. SAMVINNA VIÐ RÚSS- LAND ÓKLEIF. Bretar virðast enn sannfærðir um, að samvinna við Rússland sé framkvæmanleg. Franco á Spáni heldur alt ann- a.ð. Hann kallaði fjölda fregn- rita vestlægra þjóða, sem dvelja á Spáni á fund til sín til að segja þeim meiningu sína um þetta. Og hún er þessi: Samvinnu við Rússa hefir verið leitað um 10 ár og ekki fengist, er meira að segja miklu fjarri en nokkru sinni fyr. Nú fæst hún ekki af hálfu kommúnista fyrir neitt minna en öll þau þjóðlönd, er þeir hafa undir sig lagt. Og það væri gott ef kommúnistar sættu sig við það, sem þeir hafa til lengdar og sigðin verður ekki að fleiri þjóðum reidd. Það er einmitt samvinna nú sem Rúss- ar æskja, ef þeir fá fyrir hana alt sem þeir krefjast, eins og gera verður héðan af, og gert hefir verið, með því að láta þá i ftafni friðar gleypa í sig 12 til i j þjóðir með húð og hári. Það er enginn að hafa á móti því, hvaða stjórnskipulag þeir hafa beima hjá sér. En að kúga aðrar þjóðir og sveigja að síðustu all- an heiminn undir það vald, með stofnun fimtu herdeilda í hverju landi, það er það, sem sjá verður við ef ekki því ver á að fara. ÞETTA SEGIR SÖGUNA Sjöunda júlí var skömtun á kjöti afmunin í London. Um það leyti er sala hófst hópuðust menn svo til miðstöðvarmarkað- arins að umferð á götum varð eins erfið og á krýningar- degi drotningarinnar. Kjötið var oft keypt á miklu hærra verði, en áður. Þetta var í fyrsta sinni sem tækifæri hafði gefist á 14 árum að kaupa kjöt eftir vild. ENGIN UPPGERÐ Það var ekki nein úppgerð fyr ir stjóninni í Thai-landi, að hún sendi Sameinuðu þjóðunum beiðni um hernaðarlega vernd á landamærunum sínum. Eins og öllum er ljóst er Thailand (sem áður var kallað Síam) fyrsta landið fyrir vestan Indó-Kína. Það tekur við fyrir vestan Laos og Cambodia-ríkin. Ef að þess- um löndum báðum verður kast- að í gin kínverska kommúnista úlfsins, þá fer af gamanið fyrir Thailand-stjórninni. Thailand hefir talsverð viðskifti við þessi ríki. Það á sér meira að segja stað nokkur þjóðablöndun þar. Það segir sig því sjálft, hvernig farið gæti þarna, ef viðskiítí þessara þjóða færu öðru vísi, en kommúnistum gott þætti. Thailand tilheyrir Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin tóku und ireins vel í mál Thailendinga; það virtist og allur fjöldi Sam- einuðu þjóðanna gera. En Rúss- ai voru þessu algerlega mótfalln ir.. Og þegar ekkert annað dugði til að fella það, greip Rússinn tíl neitunarvalds síns. Um Laos og Combodia er ekki víst hvað verður. Kommúnistar krefjast þeirra, ef af friði eigi að verða í Indó-Kína. Þannig bíða Sameinuðu þjóð- irnar ávalt ósigur í málum sín- um á móti kommúnista-áróðrin um. í Indó-Kína er ekki líklegt að nokkuð hefði komið fyrir, ef þar hefði verið svipuð vernd á næstu grösum og í Evrópu, nokkurs konar Marshall-vernd. Þessu var fyrir löngu hreyft og er jafnvel nú það, sem Bretum og Bandaríkjunum ber á milli. Thailand er nærri því ems stórt land og Manitoba, með 20 miljónir íbúa. Það barðist á móti Japan í síðasta stríði með Banda ríkjunum og var á móti Þjóð- verjum í fyrra stríðinu. Hér ec um frjálst land með vestrænum viðhorfum að ræða. VEÐMÁLIÐ ÞesSi saga er sögð að tjalda- baki þingsins í Washington. — Jóseph Martin, þingforseti-sagði er hann kom út úr þinginu einu sinni, að hann þyrði að veðja $10 uni að Eisenhower sækti um forseta kosningu aftur. Vinur hans vildi ekki veðja við hann um þetta. Forsetinn sem var skamt frá þeim heyrði til þeírra, gekk til Martins, tók í handlegg honum og sagðist taka veðmáli hans. Martin sagðist ekki vilja taka peningana af forsetanum, því að hann mundi verða rekinn af stað gegn vilja hans, að sækja. En forsetinn vildi halda sig að veðmálinu og kaupin urðu að gerast. Við fáum að heyra úrslit in árið 1956. ÆTLAR EKKI f STRÍÐ ÚT AF FORMOSA Ein af ástæðum John Foster Dulles, ríkisritara Bandaríkj- anna, fyrir því, að vilja ekki leyfa Kínverjum inngönguleyfi í samtök Sameinuðu þjóðanna; eru þau, að Kínverjar geti þá beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð til áð ná Formósu. En hann hélt Bandaríkjunum að minsta kosti ekki ant um að fara að berjast fyrir útfærslu Kínaveldis að svo komnu. Bandaríkin tóku eyjuna frá Japönum, sem ráðið höfðu yfir henni í hálfa öld eða frá sigri þeirra 1895 á Kínverjum, og fengu Kínum hana í hendur 1945. Hún er litlu minni er Nova- Scotia fylki í Canada, en þar kváðu nú vera yfir 7 miljón ibú- ar auk hers, sem þar er. Hún ei um 90 mílur út frá ströndum Kína. Kommúnistar hafa því aldei ráðið þar rikjum, því Chi- ang-Kai-shek tók sér þar ból- festu Akömmu eftir að Japanir voru burtu reknir. JÁRNBRAUTARSLYS Lest, sem lagði af stað frá C. P.R. með 200 farþega s.l. föstud- dag, áleiðis til Kenora, Ontario, brunaði út af spori skamt frá Ingolf, eða 39 mílur frá Kenora. Ultu auk ketilsins 3 vagnar á hliðina. Varð það 2 að bana, en 45 manns meiddust. Með lestinni var margt CPR starfsfólk, er var að fara til skemtistaðarins í hvíldartíma sínum. VÍSINDASTOFNANIR NÆRRI HEIMSKAUTINU Rússar hafa á þessu sumri komið sér upp tveimur vísinda- stofnunum við Norður-heim skautið. Er önnur sögð um 100 mílur frá norður pólnum, en hin um 600 mílur. Frá stofnunum þessum starfar hópur manna að allskonar rann- sóknum nyrðra. Þeir búa í hús- um, sem þeir fluttu tilbútn með sér og tjöldum hituðum með kol um og gasi. Þeir hafa þyrilflug- vél með sér til snúninga, vagna og bíla, vindmillu og margt fl. í Canada vissu yfirvöldin ekk ert um þetta en halda þó, að stöðvarnar séu ekki fyrir austan Alaska eftir gefnu gráðutali. ÞÖRFFUNDAR Blaðið Toronto Telegram seg ir að það sé mjög mikil þörf á að íhaldsflokkur Canada haldi sem bráðast fund, fyrst og fremst til að semja stefnuskrá, í öðru lagi til að skifta um for- ingja og reka George Drew. EKKI f AR Churchill forsætisráðhr. lýsti því yfir í ræðu á þingi nýlega, að hann hefði ekki átt við að tekið væri til á þessu ári að koma Kína í félag S. þjóðanna. Það væri ópraktist nú þar sem þetta væri kosninga-ár í Bandaríkjunum. Hann hefði meint, að þetta gæti ekki átt sér stað nema því að eirts, að komm- únistar yrðu við þeim skilmál- um um það, sem Bandaríkin og Bretland gætu vægast krafist. En í því felst að Kínar geri yfir- betur gerða sinna í Koreu og Indó-Kína. Þó flestum virðist öhugsandi, að Kína gangi að slíku, þá er Churchill ekki viss um nema það megi takast. En ti! þess geti þurft eitt til þrjú ár. Hvort sem á þetta er litið sem cfslátt á skoðun Churchill eða ekki virðist hér ekk* um neitt svo stórt að ræða, að það ætti að verða til að rjúfa samvinnu Breta og Bandaríkjamanna. f SLENDINGADAGURINN í GIMLI PARK, 2. ÁGÚST Sextíu og fimrn ár verða nú liðinn á mánudaginn annan á- gúst 1954, síðan fyrsti íslend- ingadagurinn var haldinn í Vic- toria Park, Winnipeg 2. ágúst 1890. Það er sagt, “Tímarnir breyt- ast og menmrnir með”, en sextug asta og fimta íslendingadagshá- tíðin er haldinn verður í Gimli Park næstkomandi 2. ágúst verð- ur að mörgu leyti ekki ósvipaður hinni fyrstu, því, eins og þá, verða til taks ræðumenn og skáld að mæla fyrir minni fs- lands, og tíu ára lýðveldisstofn- un þess. Þar verður líka minnst Canada sem reynst hefir flest-1 um niðjum fslaiids vel. Þar verð ur söngur og íþróttasýning, ogj sem fyrrum gefst tækifæri að! heilsa upp á gamla kunningja og vini. fslendingadagsnefndin hefir ekkert sparað til að géra þennan dag eins ánægjulegan og unnt er frá morgni til kvölds. íslenzkar hljómplötur verða spilaðar í lystigarðinum um morguninn. íþróttir fyrir ungl- inga byrja kl. 12 (D.S.T.), þar á eftir fylgja Novelty races og í- þróttir fyrir stúlkur * Aðal skemtiskráin byrjar kl. 2 (D.S.T.). Fjallkonan er hin velþekkta og vel metna kona Paul Goodmans, bæjarráðmanns. Eins og fyr hefir verið getið, hefir Mrs. ísfeld verið að æva stóran og ágætan songflokk með aðstoð Mrs. Gíslason og Miss Sigrid Bardal. Nærri 60 menn og konur af beztu söngkröftum íslendinga í Winnipeg hafa sótt æfingar. Minni tíu ára lýðveldis fslands verður flutt af séra Robert Jack þjónandi prests Árborg-byggðar- innar. Séra Jack hefir, eftir stutta dvöl hér getið sér orðstír sem góður og skemtilegur ræðu- maður. Dr. Sveinn E. Björnsson læknir frá Miniota minnist ís- lands í frumortu kvæði. Minni Canada verður flutt í enskri ræðu af Mr. A. Thoraren- syni, ungum lögmanni, sem hefir getið sér góðar orstýr bæði sem lögmaður og ræðumaður. Að vanda verður skrúðganga að landnema minnisvarðanum, þar sem fjallkonan leggur blóm sveig og sungið verður minni landnemanna, ort af Dr. Sig Júl. Jóhannessyni. Íþróttakeppni fyrir unga menn byrjar kl. 2. Samkepni fyrir Oddson’s skjöldinn, og Hanson’s bikarinn, fer fram. Búist er við íþóttaflokkum frá Lundar, Oak Point og öðrum íslenzkum bygð um Manitobavatns og aðrir flokk) ar frá Nýja íslandi, flokkur frái Winnipeg keppir. Oddson’s1 skjöldurinn fer til íþrótta flokks ins sem flesta vinninga hefir. Hanson’s bikarinn hreppir ein- staklingurinn sem skarar fram úf í þessum íþróttum . Kvöldskemtun í Gimli Park| byrjar kl. 7.45, þegar fjórirj drengir undir umsjón Arthur Reykdal sýna íslenzka Glímu. Paul Bardal stjórnar Com- munity Singing kl. 8. Þar á eftir verður sýnd hreyfimynd af fyrsta lýðveldishátíðahaldi ís- lands á Þingvöllum og Reykja- Fjallkona Islendingadagsins í Seattle Frú Sophia Wallace vík 1944. Dansin byrjar kl. 10 og heldur áfram til klukkan 2. ÍSLENDINGAHÁTÍÐ Á HNAUSUM, 14. ÁGÚST Fyrsta fslendingadagshátjð í Norður- Nýja-íslandi var haldin á Hnausum árið 1894, og 14. á- gúst næstkomandi mun þessa merkisatburðar minnzt með sér- stökum helgiblæ á samkomu sem haldin verður í skemmti- garðinum á Hnausum. Nefndiu hefir gert sitt ýtrasta til að gera skemmtiskrána eins góða og unnt er. Að dómi allri hefir henni heppnast það vel. — Hm glæsilega íslenzka söngkona, frú Guðmunda Elíasdóttir frá New York syngur á þessari hátíð. Hún hefir verið þjóð sinni til mikils sóma á sviði sönglistar- innar og hefir komið fram í Metropolitan óperuhúsinu í New York við bezta orðstír. Það er því mikið tilhlökkunarefni að hlusta á hana á Hnausum og það er vonandi að sem flestir noti þetta tækifæri, sem ef til vill, aldrei kemur aftur. Það er einnig mjög ánægju- legt, að hr. Björn Sigurbjörns- son frá Reykjavík hefi orðið við ósk nefndarinnar um að mæla fyrir minni íslands. Björn er sonur hins ágæta og þjóðkunna manns, Sigurbjörns í Vísi. Hann er nú þegar mörgum að góðu kunnur og er ekki síður glæsileg ur á velli en við nám sitt við htt- skólann í Manitoba. Maður, sem hefir fórnað starfs kröftum sínum mikið fyrir söng listina í Norður-Nýja-íslandi, kemur fram með blandaðan kór; en maðurinn er Jóhannes Páls- son, sem nú er vel þekktur fyrir fiðluleik sinn og söngstjórn, enda er alt sem hann gerir á því sviði vel af hendi leyst. Þá má hér einnig minnast systur hans, frú Lilju Martin, sem er einn bezti stólpi tónlistarinnar her um slóðir. Hún mun annast und- irleik frú Guðmundu og kórsins. Frú Anna Austmann frá Ár- borg verður Fjallkona dagsins. Hún er myndarkona, mjög fær í íslenzku og góður íslendingur. Það er enginn efi á því, að hún mun setja virðulegan svip á há- tíðina. Nefndin, undir forustu Gunn- ars Sæmundssonar, á þakkir skil- ið fyrir sína framsýni og dugn- að við undirbúning hátíðarinn- ar. Það er ósk nefndarinnar, að þeir, sem kynnu að hafa venð á fyrstu Hnausahátíðinni, gefi sig fram sem allra fyrst. Robert Jack MORGUN SÓLIN Eg lít þig dagsins drottning með dýpstu hjartans lotning. í auðmýkt sál mín er, þú hugans sjónir .hrærir sem helgust ásýnd værir því æðra ljós að augum ber. Við úthafs bláa bauginn á bak við skýja drögin. þinn röðull skærast skín í gegnum sortan svarta þú sendir ljósið bjarta svo dásamleg er dýrðin þín. Þitt vald er vindum ofar þín vegferð drottinn lofar um svalan loftsins sal. þin hjartans glóðin heita heiminum gjörði breita myrkrinu frá í tímans tal. Æ bættu hverju barni sem berst á lífsins hjarni og ljósið fær ei leitt. Þar kveiktu eldinn inni svo aflið góða vinni, þá yrði mikln myrkri eytt. . Þig konungilrinn krýndi, sinn kraftinn með því sýndi um himin jörð og haf. Oss leiði ljóssins fingur logandi sólar hringur, æ—lútum þeim sem ljósið gaf. Það daprast allir dagar svo drottinn því til hagar. Eins lækkar ljósið þitt. Þá heilsar nóttin hljóða með heilagt kertið góða yfir oss breiðir brjóstið sitt. Ingibjöig Guðmundsson

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.