Heimskringla - 21.07.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21 JÚLÍ 1954
Heimakringk
(StofnuO 1S»0)
Jsjnur át á hverjum mlðvikudegl.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg. Man. — Talsími 74-6251
VerO bl&Osln* er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir aendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viOskiftabréf blaOinu aPlútandi sendist:
The VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskiift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnipeg
Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON
“Heimskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Antboriied aa Second Clasg Mail—Post Office Dept.. Ottawq
WINNIPEG, 21 JÚLÍ 1954
MINNINGARRIT
Fyrir helgina barst Heimskringlu í hendur rit, er kom út 6.
júlí um Ásmund P. Jóhannsson. Er það gefið út af sonum hans,
þremur, Jónasi, Wilhelm og Grettir, sem minningarrit um hinn
ágæta föður þeirra. En sjötta júlí 1875 var fædingardagur Ásmund-
ar.
Rit þetta er hið smekklegasta útlits og skipulagning efnisins
hins bezta. Hefir Einar P. Jónsson ritstjóri Lögbergs séð um út-
gáfuna og skrifaði stutt en ljóst söguágrip hins látna og fieira í
ritið. En auk hins góða skerfs hans, leggja talsvert margir til les-
málsins, eða um 18 manns alls. Eru það bæði fréttir fluttar við iát
Ásmundar í blöðum, ræður við útför hans og svo ýmsar minningar
um hann frá kunningjum hans, bæði hér vestra og heima. Ait er það
skrifað af hlýhug*og virðingu til hins látna og aðdáun á hinu mikla
æfistarfi hans jafnframt ógleymanlegum mannkostum, er gagnvart
háum sem lágum lýstu sér hjá honum. Ef einhverjir þær væru, sem
gerðu sér það í hug að Ásmundur hefði haldið sig aðeins á meðal
hátt settra, en gefið sig lítt við hinum smærri, væri það fráleitasta
skoðun sem hægt væri að gera sér um hann. Hann gékk
aldrei út af leið sinni til að þóknast þeim háu. En þess eru aftur ófá
dæmi, að hann gæfi sig að þeim, sem eitthvað brast, og rétti þeim
vinar hönd. Þetta var traustur og óveill eiginleiki í fari Ásmundar.
Sigríði, fyrri konu Ásmundar er og helgaður þáttui í bók þess
ari, sem mjög vel við átti. Ber og bókin nafnið “Foreldra minn-
• _ »»
íng. »
Ættarskrár hjónanna eru aftast í bókinni.
Stuttar æfiskrár manna, sem þessi af Ásmundi, sem synir
hans hafa gefið út, er fögur og kær minning og mun ógleymanleg
verða vinum hins látna. Slík æfiskrá er óbrotgjarn minnisvarði.
Nýju dómararnir í Dakota heiðraðir
Þegar íslenzka byggðin í
Mouse River, N. D., var í mest-
um blóma, er talið að þar hafi
verið um þrjátíu íslenzk heimiíi.
Margt af þessu fólki mun fyrst
hafa átt heima í Pembina daln-
um, en er þar tók að þrengjast
um kost góðra bújarða, fluttu
menn vestur í svo nefndan
Mouse River dal, hundrað og
fimmtíu mílna veg, og settust
þar að á ný. Allmargir komu frá
öðrum nýbyggðum hér vestra,
eða beint frá fslandi. Þetta fólk
var nær undantekningarlaust
bláfátækt, og bjó fyrst lengi við
hin frumstæðustu kjör. Brátt
kom það þó í ljós, að þarna höfðu
sezt að allmargir mannkosta og
dugnaðarmenn, og var byggða-
bragur allur frá upphafi með
meiri menningar- og fram fara-
blæ en efni stóðu til. Byggðar-
menn tóku brátt höndum saman
um almenn félagsmál, svo sem
safnaðarstarf, þjóðræknis- og
bindindismál. Mikil rækt var
lögð við að efla hugsjónir æsk-
unnar og að stuðla að tækifærum
hennar til menntunar og frama.
Augljóst er að fónarlund og
strit frumherjanna hefir borið
merkilegan og mikinn árangur,
því að frá þessari byggð hefir
komið stór hópur nytsamra borg-
ara, sem skipar með sóma ábyrgð
arstöður í ýmsum stéttum þjóð-
félagsins.
Nú hin síðari ár hefir þessi
sveit skipt mjög um svip, og
getur nú ekki lengur talizt ís-
lenzk, enda þótt þar dvelji enn
allmargt fólk íslenzkrar ættar.
Landstjórnin keypti mikinn
hluta af bújörðúm frumherjanna
og gerði þær að friðlandi fyrir
fuglarækt. Er nú svo komið, að
þar sem áður stóðu reisuleg hús
og heimili eru nú stöðuvötn, for-
arfen og urmull af öndum og
öðrum vatnafuglum. Meirihluti
byggðarfólks tvístraðist í allar
áttir.
Á sunnudaginn 11. júlí, var
nokkrum blöðum flett aftur á
bak í óskráðri sögu þessarar
litlu en merku sveitar. Sannað-
ist þá sem oftar að sú taug er
römm sem rekka dregur heima-
túna til. Um tvö hundruð manns,
niðjar og skyldulið frumherj-
enna, safnaðist þá saman í kirkju
sveitarinnar, sem á blómaskeiði
hennar hafði verið miðstöð
menningarlífsins. Er kirkjan hin
prýðilegasta að öllu útliti. Er
söfnuður sá, sem nú heldur kirkj
una, myndaður af lútersku folki
af ýmsum þjóðflokkum; þeirra á
meðal munu vera flestir þeir ís-
lendingar, sem eftir eru í sveit-
inni; sameiginlegt tungumál
þessa fólks er auðvitað enskan,
og fer nú tíðasöngur allur og
kirkjuþjónusta fram á því máli.
Margt af því fólki sem koni til
kirkjunnar þennan áminnsta
tíag, var langt að komið. Var
þarna því fagnaðarfundur með
vinum og ættingjum, sem í sum-
um tilfellum höfðu ekki sézt ára-
tugum saman. Sá, er hér segir
frá, varð var við fólk frá þessum
stöðum: North Carolina, Cali-
fornia, Washington, Oregon,
Montana, Minnesota, Florida,
Manitoba, Illinois, og víðsvegar
úr North Dakota. Sýnir þessi
staðaskrá hversu mjög Mouse
River fólkið hefir dreifst, og
einnig, að það lagði á sig mikía
fyrrhöfn til að geta notið sam-
fundar á fornum slóðum þennan
dag.
Hið sérstaka tilefni þessa
mannfagnaðar var það að á
þessu ári höfðu tveir synir byggð
arinnar verið skipaðir í dómara-
stöður í Norður-Dakota ríkinu.
Níels G. Johnson lögmaður og
fyrrum dómsmálaráðherra ríkis-
ins í Bismarck, hafði verið skip-
aður hæstaréttardómari, og Ás-
mundur Benson lögmaður
og fyrrum ríkislögsókn-
ari í Bottineau County, hafði
verið skipaður héraðsdómari í
2. lögsagnarumdæmi ríkisins. Að
tveir menn úr jafnfámennri
byggð séu skipaðir í slíkar virð-
ingar- og ábyrgðarstöður, mun
eins dæmi í sögu Vestur-íslend-
Ásmundur Benson
inga. Þetta vildi byggðarfólk,
bæði það er enn dvaldi heima
fyrir og það sem burt hafði flutt
viðurkenna, og um leið sain-
gleðjast byggðarbræðrum sín
um í tilefni af heiðri þeim, er
þeim sjálfum og byggðinni hafði
fallð í skaut með vali þeirra í
þessar háu stöður.
Ævisögur beggja þessara nýju
dómara eru líkastar ævintýri.
Það er saga um tvo bláfátæka og
umkomulausa sveitapilta, sem
brutust áfram til náms og
frama, sigruðust á öllum torfær-
um, sem fátækt og fordómar
leggja oft á veg sona hins út-
lenda innflytjanda, náðu því
takmarki, sem þeir höfðu sjálfir
sett sér og voru svo, er tímar
liðu, vegna samvizkusemi og
dugnaðar í embættisfærslu sinni,
settir miklu hærra, en þá sjálfa,
eða nokku rannar hafði látið sér
til hugar koma. Eina veganestið,
sem þeir fengu frá feðrum sínum
var islenzkur manndómur: hug
sjónir, heiðvirði, samvizkusemi,
einbeittni og dugnaður. En sá
arfur i^eyndist þeim gildari en
: guii.
Ásmundur Benson mun vera
meðal þeirra fyrstu úr Mouse
River byggðinni, sem lagði út á
langskólabrautinu. Hann er
fæddur að Akra, N. D., en flutt-
ist vestur barn að aldri. Faðir
; bans var Þórður Benediktsson
frá Dalhúsum í Eiðaþinghá, og
móðirin, kona Þórðar, var Maria
Sveinsdóttir Snæbjarnarsonar
frá Bæjarstæði í Seyðisfirði.
Þau komu til Ameríku árið 1883
og settust fyrst að í Rauðarár-
dal; en árið .1894 fluttu þau til
Mouse River byggðarinnar og
reistu þar bú, með mikla ómegð
og lítil efni. Alls voru börnin
ellefu. Þórður var talinn vel gef-
inn maður, og María var ein með
greindustu konum byggðarinn
ar; bæði voru þau vinsæl og vel
metin í héraði. Þegar Ásmundur
að Ioknu barnaskólanámi í heima
sveit sinni, lýsti því yfir, aö
hann ætlaði sér að verða lög'
maður, mun mörgum hafa þótt
sá draumur næsta fjarstæðu-
kenndu, eins og á stóð. Aðal
menntasetur ríkisins, Grand
Forks, var í meira en hundrað
mílna fjarlægð, og þar átti fjöl
skyldan engin ítök eða hlunif-
inda að vænta. Framundan lá
miðskólanám, menntaskóli os
síðan lagadeild háskólans. En
Ásmundur var snemma bjart-
sýnn og viljasterkur; hann iét
engar fortölur á sig fá, en hóí
göngu sína eins og sá, sem veit
sér fyrirhugaða bjarta braut og
beina. En auðvitað var hún hvor-
ugt. Oft varð hann að vinna á
sumrum lengur en góðu hófi
gengdi, og kom því tíðum seint
í skólann. En námshæfileiksr
hans og þrotlaus iðjusemi við
lestur báru hann fram til sigurs
að lokum. Um vorið 1915 tók
hann embættispróf í lögfræöi
með góðri einkunn, og var
skömmu síðar tekinn í tölu lög-
manna ríkisins. Settist hann þá
strax að í Bottineau, og hefir
stundað lögfæðileg störf þar
ávalt síðan með vaxandi orðstír
og almennu trausti stéttar sinn-
ar og almennings. Hann hefir
tekið virkan þátt í almennum
•nálum sveitar sinnar; bæjarráðs
maður í Bottineau hefir hann
verið í tíu ár, meðlimur í stjórn-
Níels G. Johnson
arnefnd Elliheimilisins í Minot,
N. D., og einnig Elliheimilisins
Borg að Mountain, og ríkislög-
sóknari í sýslu sinni eins og áður
er getið. Árið 1916 (29. marz)
kvæntist hann Sigríði Lilju
Freeman, dóttur hinna merku
hjóna Guðmundar og Guðbjarg-
ar Freeman, sem lengi bjuggu
rausnarbúi í Mouse River byggð
inni. Er frú Benson mjög mynd-
arleg og vel gefin kona, og hefir
hún reynzt manni sínum ómetau
legur styrkur á framsóknarbraut
hans. Þau hjón eiga tvær dætur,
Mrs. D. R. Coleman í Pasadena,
California, og Mrs. A. R. Hawk-
ins, Jr., sem búsett eru í ríkinu
North Carolina
Saga Níelsar er í öllum aðal
atriðum hliðstæð sögu Ásmund-
ar. Hann var fæddur á Akranesi
á íslandi, en kom á ungbarns-
aldri vestur með foreldrum sín-
um, Guðbjarti Jónssyni og Guð-
rúnu ólafsdóttur, konu hans.
Settust þau að á fremur ófrjóu
landi og bjuggu jafnan við
þröngan kost. Er Níels í föður-
ætt kominn af ættlegg séra
Sveins Níelssonar, prófasts á
Staðarstað, og mun Níelsarnafn-
ið vera víða í ættinni. Af þessari
kynkvísl er margt mætra manna
komið, kunnugt er, svo sem
Sveinn Björnsson, fyrsti lýðveld
isforseti íslands, Haraldui
Níelsson, prófessor, Friðrik
Hallgrímsson, fyrrum dómpró-
fastur, og séra Jón Guðnason,
núverandi þjóðskjalavörður ís-
lands. Níels hlaut barnaskóla-
menntun í heimasveit sinni, en
miðskólanám í Bottineau. Inn-
ritaðist hann þá í ríkisháskól-
ann í Grand Forks og stundaði
þar nám, unz hann gekk í herinn
í fyrri heimsstyrjöldinni. Var
hann rúmlega tvö ár í herþjón-
ustu, og af þeim tíma varði hann
sextán mánuðum í skotgröfum
í Frakklandi. Var hans getið á
þeim tíma fyrir frækilega fram-
göngu. Er heim kom, hóf hann
aftur nám þar sem frá var horf-
ið, lauk á tilsettum tíma Bach-
elor-prófi, og síðan embættis-
prófi í lögum með mjög hárri
einkunn, og var veitt Juris
Doctor gráðan. Hóf hann síðan
lögmannsstörf í Leeds, Minna-
waukan, og Towner, nokkur ár
í hverjum þessara bæja, en flutt
ist síðan trl Bismarck, höfuð-
borgar ríkisins, er hann var skip
aður dómsmálaráðherra Norður
Dakota. Hélt hann því embætti í
nokkur ár, en hóf síðan aftur
lögfræðistörf á eigin reikning,
unz hann var skipaður hæstarétt-
ardómari. Níels er kvæntur am-
erískri konu, Ruth Hallenback
að nafni. Eiga þau tvö börn,
George, námsmann við háskólann
í Grand Forks, og Margot í
heimahúsum.
Heiðurssamsæti það, sem
byggðarfólkið í Uppham hélt
þeim dómurunum, hófst, eins og
fyrr er getið/nokku eftir hádegi
á sunnudaginn, 11. júlí. Sam-
kvæmisstjórn hafði með höndum
Wm. Freeman, kennari frá Bot-
tineau, tengdabróðir Ásmundai,
og fóst honum hún vel úr hendi.
Af ræðumönnum kvaddi hann
fyrstan fram hinn virðulega og
víðkunna hæstaréttardómara dr.
Guðmund Grímsson frá Bis-
marck. Er hann gagnkunnugur
báðum hinum nýskipuðu dómur-
um, og talaði hann mjög hlýlega
til þeirra og um þá. Fórust hon-
um m. a. orð á þessa leið u “Af
langri reynslu og kynningu, sem
eg hefi haft bæði af Níels og
Ásmundi, þori eg að fullvissa
fslendinga hvar sem*er um það,
að þessir menn muni standa vel
í stöðu sinni og verða sjálfum
sér, sveitungum sínum hér í Up-
ham og þjóðflokk sínum til
sóma í hinum ábyrgðarmiklu
stöðum, sem þeir skipa nú.’’
Rak síðan hver ræðan aðra.
Barney Ásmundsson frá Belling-
ham, Washington, tengdabróðir
Ásmundar, flutti fjöruga og
fyndna ræðu á íslenzku. Þá töl-
uðu þeir Óskar Benson, lögmað-
ur frá Bottineau, bróðir- Ásmund
ar, Ólafur W. Johnson, lækmr
frá Rugby, N. Dak., bróðir Ní-
elsar, og dr. Valdimar J. Ey-
lands frá Winnipeg, sem flutti
kveðjur frá Þjóðræknisfélagi ía-
lendinga í Vesturheimi og frá
Kirkjufélaginu, sem Melakton-
söfnuðurinn í Upham tilheyrði
til skamms tíma Á milli ræðanna
voru sungir íslenzkir og enslcir
söngvar undir stjórn Kris Ben-
son í Upham, bróðursonar Ás-
mundar. Þá tóku heiðursgestirn-
ir til máls hver af öðrum. Voru
þeir báðir innilega hrærðir, en
umfram allt þakklátir fyrir sarn-
sætið og auðsýnda vináttu og
heiður. Báðir rifjuðu þeir upp
að nokkru þá persónusögu, sem
að framan er greind, og fóru
fögrum og maklegum orðum um
þau áhrif til góðs, sem þeir
hefðu hlotið á uppvaxtarárunum
í þessari sveit, bæði frá foreldr-
um sínum og öðrum áhugamönn-
um menningarmála. Heiðurinn,
sem þeim væri sýndur, tilheyrð:
miklu fremur frumherjum svcit-
arinnar, sem hefði skapað þeim
eld í anda, og hvatt þá til dáða.
f samkvæmislok voru báðum
dómurunum gefnar fallega inn-
bundnar bækur, sem allir við-
Staddir skrifuðu nöfn sín í, og
einnig verðmætir lyndarpennar,
sem þeir hver um sig kváðu sig
myndi nota við undirskriftir
dómsskjala til minningar um
daginn. Allmörg símskeyti bár-
ust að frá fjarlægum vinum, og
voru þau lesin að lokum.
Degi var nokkuð tekið að halla
er samkvæminu var lokið. Var
þá farið niður í neðri sal kirkj-
unnar, þar sem ríflegar veiting-
ar voru fram bornar. Höfðu
menn komið með vistir með sér,
en framreiðslu alla annaðist Mrs.
Björg Sawer frá Bottineau, bróð
urdóttir Ásmundar. Hafði hún
og margt annarra kvenna sér til
aðstoðar.
Dagurinn var hlýr og bjartur.
Það mun og lengi bjart yfir
minningu han^ hjá þeim, er við-
staddir voru. íslendingar víðs-
vegar samfagna hinum nýju dóm
urum, þessum dáðadrengjum,
sem hafa vaxið við hverja raun,
og hafa með drenglyndi sínu og
dugnaði lagt fram ríflegan skerf
til þess álits og virðingar, sem
vor litjli þjóðflokkur nýtur á
meðal miljónanna hér á vestur-
vegum. V. J. E.
FLÓÐIN OG SKRIÐUFÖLL í
NORÐURÁRDAL HAFA
VALDIÐ MILLJÓNA
TJÓNI
Það var ömurleg eyðileggingar
sýn, sem við augum blasti, þegar
komið var vestur í Norðárdal í
Skagafirði nú á fimmtudaginn,
tveimur dögum eftir að skriðu-
föllinn urðu þar. Hinn nýlegi,
breiði og há vegur er nú á um
það bil 5 km. svæði ýmist, hulinn
grjóturð og aurleðju, eða sund-
urtættur svo að í hann hafa
myndazt 6—8 djúp skörð og
þetta frá 10—20 m. breið. Tún
og byggingar hafa eyðilagzt á
bæði Ytri- og Fremri-Kotum og
skepnur hafa farizt í skriðunum
Farvegur Valagilsár, þar sem
vegurinn liggur að henni, er nú
átta sinnum breiðari en áður var.
Fjallshlíðin ofan Fremri-Kota cr
nú sundurkrössuð af skriðuföll-
um.
Laust eftir hádegi á fimmtu
dag lagði stór áætlunarbifreið
frá Norðurleið h.f. af stað frá
Akureyri og vestur á Öxnadals-
heiði.
Var ætlunin að reyna að kom-
ast vestur að Valagilsá í Norður
árdal til þess að sjá vegsum—
merkin eftir skriðuföllin, sem
urðu þar á þriðjudaginn. Ekkert
bar til tíðinda fyrr en komið var
vestur undir Klif á Öxnadals-
heiði, að þar hafði fallið skriða
og skilið eftir bjarg á veginum
á stærð við jeppabíl. Voru jaið-
ýtur búnar að riðja slóð meðfram
steininum, eb honum varð ekki
haggað. Enginn teljandi farai-
tálmi var þó þarna og var nú
haldið rakleiðis vestur að Dag-
dvelju, stærsta og illræmdasta
gilinu í Giljareit. Undir veginn
yfir gilið hefir verið gerð feikna
mikil uppfylling. í vatnsflaumn
um á þriðjudaginn hefir aurleðja
kastast niður gilið og sópað
burtu meginhluta uppfyllingar-
innar og skilið eftir stórt skarð
þar sem áður var breiður vegur.
Gilið beggja megin er skafið nið
ur á klappirnar en aurdyngjan
niðri á eyrum við Heiðará.
Þarna voru tvær jarðýtur vega-
gerðarinnar að reyna að gera
bráðabirgðaveg yfiir gilið. Tókst
það svo að jeppi og hinn stóii
langferðabíll komust nú yfir gil
ið. Var nú vegurinn, að undan-
teknum smá leirskríðum, nokk-
uð greiðfær vestur að Valagilsá
í Norðurárdal.
Skaðræðisfjótið Valagilsá
Það er auðvelt að skilja lýs-
ingu Hannesar Hafstein á “Vala-
gilsá” þegar litið er yfir farveg
hennar nú. Sjálf er áin nú frekar
meinleysisleg þótt enn sé hún
mórauð á lit. Við óðum hana auð
veldlega á háum stígvélum. En
síðastliðið þriðjudagskvöld hef-
ir hún ekki verið minni heldur
en þegar Hannes beið við hana
ílóðtepptur forðum. “Orgar í
boðum, en urgar í grjóti, engu
er stætt í því drynjandi róti. Á-
in, sem stundum er ekki í hné,
er orðin að skarðræðisfljóti.” —
Áður var yfir ána aðeins stutt
brú úr rammgerðri járnbentri
steinsteypu. Nú er þarna tveggja
metra djúpur og 80-100 m. breið-
ur farvegur. Það hafa ekki ver-
ið neinar smáræðis hamfarir, sem
þeyttu burtu brúnni, svo að ekk-
ert sér eftir nema stöpulinn að
vestan þar sem hann er grafinn
inn í árbakkann.
Hvergi sáum við votta fyrir
neinu úr brúnni í farveginum,
eða á eyrunum fyrir neðan, en
við fréttum að í Norðurá niður
undan Fremri-Kotum væru ein-
hverjir steypusteinar, sem lík-
lega væru úr brúnni. Mun þó
vera talsvert á annan km. fá Vala
gilsá og niður að Fremri-Kotum.
Hámark eyðileggingarinnar
Eftir að hafa vaðið yfir Vala-
gilsá höldum við gangandi nið-
ur að Fremri-Kotum. Á þremur
stöðum er grafin heljarstór
skörð í veginn allt að 6—8 meti-
ar á dýpt og hið stærsta um 20
m. á breidd. Skammt framan við
bæinn komum við í skríðu sem
er samfelld vestur fyrir ofan bæ
inn á annan km. á breidd. Hefir
skriðan fallið yfir túnið og eyði
lagt fjóra fimmtu hluta þess, sóp
að burtu fjárhúsum yfir 120 fjár
og hlöðu, sem tók 7—800 hesta
af heyi, o.g voru í henni um 80
hestar af fyrningum. Öll ull af
um 80 kindpm, sem lá undir yfit
breiðslu skammt austan við bae-
inn, sópaði burt og mun það litla,
sem af henni sést í aurnum og
grjótinu vera ónýtt sakir leir-
leðju sem í henni er. Haughús,
sem byggt var austan við fjósið,
tók skriðan einnig með sér. Kýri'
ar voru í fjósinu og er mildi að
skriðan skyldi ekki eyðileggj3
það heldur láta sér nægja a^
sneiða steinstept haughúsið aust
an af því. Hluti af skriðunni og
vatnsflaumurinn sem henm
fylgdi, skall á nýju steinsteptu
íbúðarhúsinu, en sakaði þa^
ekki. Vatnsbólið á bænum er nU
grafið undir skriðuna og verour