Heimskringla


Heimskringla - 15.09.1954, Qupperneq 3

Heimskringla - 15.09.1954, Qupperneq 3
WINNIPEG, 15. SEPT. 1954 HEIMSKRINGLA 3. 31ÐA IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM FACE-ELLE — í þessu felast auka þægindi því þessir pappírs khitar eru kunnir að mÝkt og fara vel með nef- ið. Kaupið Face-Elle vasaklúta. bækur til samans leysa íslenzka foreldra oft úr miklum vanda með að gefa börnum þeirra und irbúnings fróðleik um ættlandið. Það yrði alt annað að tala við þau um ísland og minningar foreldranna frá fyrrt árum, ef bömin ættu aðgang að þeim fróðleik, sem í þessum litlu bók- um er falinn og bíður, að þau eigi kost á að lesa. Bæklingarnir eru einnig góðir til að skerpa minni hinna eldri, sem oft veitir ekki af! Sýnir Ijósmyndir frá fslandi erlendis Þýzk kona, frú Helga Fietz, sem er ljósmyndari að iðn, dvei- ur hérÆndis um þessar mundir, ásamt dóttur sinni, og tekur ljós myndir af landi og þjóð fyrir er-J lendar stofnanir og útgáfufyrir- tæki. —Vísir 29. júní • M oskva—París Flugstjórnir Sovétríkjanna og Frakklands hafa orðið ásáttar um að taka upp 'flugferðir milli Mjoskva og Parísar um Prag. Á- betlunarferðir munu hefjast á leiðinni í ágúst. —Þjóðv. 5. júlí COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” THIft ftPACI CONTRIBUTIO B V DREWRYS MANITOIA 0 I V 111 0 M WESTERN CANADA BREWERIES IIMITID Tlielma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Viltu ekki gera svo vel og segja frá því, hvernig orð hún fær?” sagði Philip, með níst- andi kaldri rödd, “mannorð kvenfólks er einskis vert nú á dögum—haltu áfram!” —En andlit hans var náfölt, og það var hættulegur glampi í augum hans. Nærri því óafvitandi fitlaði hann með annari hendinni við rósina, sem Thelma hafði gefið honum, og sem ennþá var í hnappa- gatinu á jakkanum hans. “Herra min trúr!” hrópaði Duprez, undr- andi. “Horfðu ekki svona á mig! Það sem eg er að segja frá, virðist særa þig og æsa. Það er ekki mín sök!—eg hefi ekki búið þessa sögu til—eg þekki ekki ungfrú Guldmar. En þar sem fegurð hennar er álitin óeðlilega mikil, er sagt að hún noti einhver töframeðöl frá þeim vonda; í stuttu máli, hún er haldin vera galdranórn í fullum kr'afti, og hættuleg á allan hátt.” Errington hló hátt, svo feginn varð hann. “Er þetta þá allt sem það er?” sagði hann dá- lítið fyrirlitlega. “Mikil fífl hlýtur þetta fólk að vera hér í nágrenninu—hættuleg fífl í tilbót, ef það heldur að fegurð sé merki um galdrakunn áttu. Eg undrast nú ekki mikið yfir því, þó að Dyceworthy sé viti sínu fjær af hræðslu, ef hann í raun og veru heldur að þessi svonefnda galdranorn hafi í hyggju að ná haldi á honum.” “Já, en hann ætla sér að frelsa hana”, sagði Macfarlane a'lvarlega. “Hann ætlar að hreinsa hana af öllum sora og syndum, og sagðist skyldi gera það meó illu eóa góóu.” .Eitthvaó í orðum hins síðastnefnda kom Lorimer til að rísa upp í sætinu, hann spurói: “Vissulega gengur Dyceworthy prestur fckki svo langt í sinni hrokaíullu heimsku og skilningsleysi, aö nann trui á galdra?” “H-n þaó gerir hann þó áreiðanlega,” hróp- aoi Duprez, "nann truir pvi öökstaílega. Jtlann þykist nafa bibliulegar sannanir fyrir pvi. flann er mjog akveðinn—akveónastur þegar hann er arukkinn!'' og hann hló glaöiega. Errington tautaði eitthvaó um gáfnafar og mannkosti Dycewortnys, sem ekki vár beinlínis nros, og iieyrðu vinir nans minnst af þvi; sióan sago iiann: "K.omiö þió aiiir otan i matsalmn, vio erum allir þurtandi íyrir einhverja hress- ingu. Vió skulum ekki tala meira um Uuldmars folkið. n.g iörast ekki vitund eftir aö hafa boöio þeim hingaó á morgun. Eg held að þau muni falla ykkur ágætlega í geð.” Þeir fóru allir ofan undir þiljur, og Mac- fariane spurði gestgjafa sinn á ieiðinni: Sagð- irðu að stúlkan væri mjög snotur?” “Snotur, er nú ekki orðið sem á við að þessu sinni”, svaraði Lorimer þurlega í stað Erring- tons. “Ungfrú Guldmar er stórkostlega fögur stúlka. Þú hefir aldrei séð slíka, Sandy minn góöur;fhún getur látið þig verða að engu, meó því einu aö líta á þig; hún gerir þig eins og þurk aða síld! Og hvað þig snertir, Duprez,” og hann yfirvegaði litla franska manninn mjög nákvæm lega, “látum okkur nú sjá—það getur hugsast aó þú næðir henni í öxl—alls ekki meira”. “Það er ómögulegt”! hrópaði Duprez. — “Ungfrúin hlýtur að vera tröll”, “Hún þarf nú ekki að vera tröll, til þess að gnæfa yfir þig, góðurinn minn”, sagði Lorimer og hló. “Herra trúr, eg er orðin syf jaður, Errington, góði vinur, ætlum við aldrei að komast í rúmið? Það þýðir ekkert að bíða eftir því að það verði dimmt hér —það vitið þið”. “Fáðu þér eitthvað að borða fyrst,” sagði Errington og settist við borðið, þar sem mat- reiðslusveinninn hafði borið lystugan mat fyrir þá. “Við höfum gengið talsvert og róið í dag, það ætti að hafa gefið okkur matarlyst.” Þeir þáðu hið góða boð gestgjafa síns, og settust að borðinu, og gerðu sér gott af hinum ágætu vistum. Eftir máltíðina fékk Duprez sér lítið glas af Charteu.se eins og lokahressingu eft ir erfiði dagsins, og fylgdu hinir dæml hans, nema Macfarlane, sem hélt því fram, að maður sem drykki ekki ‘Whisky’, væri alls ekki mað ur. Lorimer, sem vanalega var skrafhreifinn, virtist vera ögn viðutan og þögull. Innan stund ar jafnaði hann sig þó, stóð upp, geispaði og teygði úr sér, og' labbaði yfir að hljóðfærinu, sem stóð í dimmasta horni matsalsins, og byrj- aði að leika með þessum mjúku, fínu fingratök- um, sem einkennir þá sem unna fögrum hljóð- færasiætti. Lorimer hélt því sízt fram, að hann væri gæddur nokkurri sönglistargáfu, og hann virtist varla veita því neina athyglis hvílíka undrun og aðdáun hann vakti í hjörtum margra, sem nutu pianóleiks hans betur en að hlusta á sérmenntaða snillinga. í þetta skifti virtist hann óákveðinn—hann byrjaði á smálagi eftir Chopin, en hætti við það, j skyndilega, og hóf að leika annað lag, vilt, til- j beiðslufullt, sorglegt og æsandi—lag, svo ein- j kennilegt og draumkennt, að jafnvel hinn skiln! ingsdaufi Macfarlane truflaðist vi$ toddýdrykkj una, og Duprez leit í kringum sig undrandi “Stórkostlegt”, tautaði hann. Errington sagði ekkert. Hann þekkti lagið—það var þaðj sem Thelma hafði sungið við rokkinn, og svip- ur hans varð þýður og hugsandi; þegar þessi fagra mynd birtist á ný fyrir hugskotsjónum hans. Eins og vakinn upp af leiðslu, hrökk hann | nálega við þegar Lorimer hætti að leika, og sagði léttilega: “Góða nótt drengir! Eg er að fara í rúmið.1 Fhil, vektu mig ekki eins óguðlega snemma, eins og þú gerðir í morgun. Ef þú gerir það, endist vinátta okkar ekki lengur—við verðum þá að skilja.” “Gott og vel”, sagði Errington, og hló góð- látlega, um leið og hann horfði á eftir vini sín um er gekk í hægðum sínum út úr matsalnum; og er hann sá Duprez og Macfarlane rísa upp úr sætum sínum, bætti hann við kurteislega, “Þið þurfið ekki að fara undireins, Lorimers j vegna, eg er ekki vitund syf jaður, eg gæti setið og spjallað miklu lengur.” “Það er skrítið að hátta svo að segja um hádag”, sagði Duprez. “En það verður að gerast. Minn kæri Philip—þú ert orðinn syfjaður, og bezt að allir gangi til náða, — við skulum fylgja dæjni okkar ágæta vinar Lorimers. Góða nótt, eða góðan dag! Eg veit ekki hvort heldur á að segja, í þessu undarlega landi, þar sem sólin skín alltaf — dag og nótt!” Þeir skildu, og fóru til svefnklefa sinna. Errington fannst hann þó ekki geta hugsað til þess að leggjast til hvíldar, og fór von bráð- ar aftur úr svefnklefa sínum, og upp á þilfar, þar sem hann ákvað að ganga um, þangað til að hann færi að syfja. Hann langaði til að vera einn með hugsanir sínar um stund—til þess að reyna að gera sér grein fyrir merkingu þessarar nýju, undarlegu tilfinningar eða geðshræringar, sem hafði náð haldi á honum—geðsræringar, sem virtis bæði hafa sælukennd og sársauka í fór með sér, og hann fyrirvarð sig fyrir að hafa gefið slíku lausan tauminn. Flestir karlmenn, séu þeir hraustir og heilsu sterkir, fyrirverða sig oftast meira eða minna þegar ástm, fyrirhafnarlaust, sannar þeim ótví rættt, að þeir séu veikari fyrir en grasið, sem bærist fyrir vindinum. Þegar öll þeirra sjálfs- virðing, allur þeirra einbeitti ásetningur, allt þeirra vald er yfirbugað með léttri snertingu fyrirferðarlítils tofrasprota. Það er eins og lít! ið, nakið hlæjandi barn hæddist að afli ljóns ins, og héldi því í fjötrum, með veikri keðju úr blómum. 8. KAFLI Það var liðið af miðnætti. Philip barón var aleinn á þiljum uppi, og naut fullkomins næðis. Ljómi miðnætursólainnar lýsti svo upp láð og! lög, að engin þörf var á að neinn skipsmannanna | þyrfti að vakta, Elulalie. Skipið lá öruggt vió akkeri, og þar sem svo var bjart, gátu öll skip ! og fiskibátar sem um f jörðinn fóru, auöveldlega! séð það langar leiðir að, svo án þess veðrið j breyttist, sem ekki virtist útlit fyrir, var engu | þar eftir að líta fyrir skipsmennina svo að þeir , gátu notið hvíldar og svefns í næði. Errington j gekk hægt aftur og fram um þilfar skipsins, sem skein og glampaði í miðnættissólarskininu eins og fægt silfur. Fjörðurinn var lygn og speg ilsléttur. Fullkomin þögn ríkti, og Errington, þar sem hann vaktaði loft og lög, varð meira og meira niðursokkinn í sínar alvarlegu hugsanir Fyrirlitningarorð hins stolta, gamla Olafs Guldmars hljómuðu enn í eyrum hans, og létu hann ekki í friði. “Hugsunarlaus landeyða— stefnulaus ferðalangur.” Þetta voru beiskyrði, en þau voru sönn, já of sönn. Hann leit yfir sitt liðna líf, með allt að því fyrirlitningu. Hvað hafði hann gert—sem eiginlega var nokkurs vert? Hann hafði séð um að sæmilega var litið eftir eignum sínum;jæja, hver og einn með dálít inn snefil af sjálfsvirðingu og sjálfstæðishugs- un gat gert það. Hann hafði ferðast og skemt sér—hann hafði numið tungumál og bókmenntir—hann hafði aflað sér margra vina, en eftir allt saman höfðu hinar skörpu og beisku athugasemdir bóndans, lýst honum of rétt. Professional and Business ' Directory- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, VVinnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Páge, Managing Director Wholesale Distxibutors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einar Buyint; ano Good Distribn FRAZER RO and. Parts S. 99 Osbome St. Ltd. 'nd The BUSINESS Ct (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. F.at, Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, e£ óskað er. Alltir fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) . Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afinæliskökur gerðar samkvætnt pöntun Sími 36-127 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Simi 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 9S4 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL L I M I T E D Hkkistur og annast um utfarir. Allur úítoúnaður sá bestí. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan ífr Investment COMPANY Rental, Insurance and Fincmdai Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder '26 Arlington St. Sími 72-1272 L E M A N TRISTS I NS 275 Porta tdg. Winnipeg Vér ver/lum a fyrsta flokks . ,ur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORÖNTO GROCERYr PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALStMI 3-3809 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital 1 NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _ Rcs. Ph. 3-7390 Office Ph. 92-5826 Rcs. 40-1252 l DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HDURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LF.T US SERVE YOU c'— Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Oíf. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confcderation Building, VVinmpeg, INl 1 GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK, MAMTOBA - J. Roy Gilbart .Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk HERE NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144 ■5 ^ ______>> GUARANTEED VVATCH. & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. VVatchcs, Diainonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-31/0 - ——----------------------—^

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.